Fréttir

26.09.2017 : Tækifærið til bindingar með skógrækt er núna

Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda, svarar skrifum Haraldar Benediktssonar alþingismanns um kolefnisbúskap í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. í greininni bendir hún á þau tækifæri sem felast í bindingu koltvísýrings með aukinni skógrækt á bújörðum. Með því megi m.a. treysta byggð og skapa atvinnutækifæri í sveitum. Bindingin nýtist upp í skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

Lesa meira

20.09.2017 : Sauðfjárbændur vilja binda kolefni

Sérstakt kolefnisbindingarátak er meðal þeirra tillagna í átta liðum sem fulltrúar aðildarfélaga Landssamtaka sauðfjárbænda samþykktu á fundi í Bændahöllinni í gær. Bændur vilja binda kolefni með uppgræðslu, skógrækt, endurheimt votlendis og öðrum aðgerðum í samvinnu við stjórnvöld.

Lesa meira

20.09.2017 : Ný fræðslumynd, Afforesting Iceland - A Cause for Optimism

Hefur Ísland alltaf verið skóglaust land? Geta skógar vaxið á þessari eldfjalla- og jöklaeyju? Í nýju myndbandi frá EUFORGEN er þessum spurningum svarað með því að rekja sögu skógræktar á Íslandi. Útskýrð er nytsemi þess að huga að erfðaefni fræja, stiklinga og ungplantna og hvernig það stuðlar að heilbrigðum og gjöfulum skógum.

Lesa meira

19.09.2017 : Skógræktin bindur kolefni fyrir Faxaflóahafnir

Skógræktin tekur að sér að rækta skóg og binda kolefni fyrir Faxaflóahafnir samkvæmt samstarfssamningi sem undirritaður var í dag. Ræktaður verður skógur á landi Faxaflóahafna að Klafastöðum í Hvalfjarðarsveit og á jörðum í umsjón Skógræktarinnar. Með þessari skógrækt verður kolefni bundið í skógi til næstu fimmtíu ára á móti því sem losnar vegna reksturs Faxaflóahafna.

Lesa meira

19.09.2017 : Jafnrétti og margbreytileiki í skógrækt á Norðurlöndum

Norræn upplýsingamiðstöð um kynjajafnrétti, NIKK, úthlutaði í dag styrk til undirbúningsverkefnis sem ætlað er að auka hlut kvenna í skógargeiranum. Skógræktin tekur þátt í verkefninu ásamt norsku samtökunum Kvinner i skogbruket, Spillkråkan í Svíþjóð og norsku háskólastofnuninni KUN.

Lesa meira

19.09.2017 : Pólska skógræktin tekur á móti íslensku skógræktarfólki

Hópur íslensks skógræktarfólks var á ferð í Póllandi í síðustu viku og heimsótti þá með­al annars Nadleśnictwo Żednia sem er starf­stöð pólsku ríkis­skóg­rækt­ar­inn­ar í þorp­inu Żednia í norðaustanverðu Póllandi. Gestirnir frædd­ust um ýmsar skógræktar­fram­kvæmd­ir ytra, skógarplöntuframleiðslu, áætlanagerð, uppskeru, verndunarmál og fleira.

Lesa meira

19.09.2017 : Byggðastofnun mælir með kolefnisjöfnunarverkefnum fyrir bændur

Í greiningu á stöðu sauðfjárræktar og sauðfjárbænda sem Byggðastofnun gerði fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið er bent á ýmsar aukabúgreinar sem geti stutt við sauðfjárbændur á skilgreindum svæðum. Til dæmis megi binda kolefni með skógrækt og stuðla þannig að kolefnisjöfnuði í sauðfjárræktinni.

Lesa meira

18.09.2017 : Heimsþing IUFRO í beinni

Heimsráðstefna IUFRO, alþjóðasambands skógvísindastofnana, er hafið í Freiburg í Þýskalandi. Þetta er 125. heimsþing IUFRO og búist er við um 2.000 vísindamönnum frá 89 löndum á ráðstefnuna. Fylgjast má með erindum á ráðstefnunni í beinni útsendingu. Lesa meira

15.09.2017 : Hversu margar eru trjátegundir heimsins?

Undir merkjum samstarfsnets grasagarða, BGCI, hefur svarsins verið leitað undanfarin þrjú ár eða. Rýnt hefur verið í yfir 500 útgefnar heimildir í samráði við sérfræðinga um allan heim. Niðurstaðan er að á jörðinni sé að finna 60.065 trjátegundir.

Lesa meira

14.09.2017 : Birkiþéla, ný meindýrategund í skógum landsins

Ný vesputegund hefur fundist á birki víða um landið og herjar hún á lauf trjánna síðsumars með svipuðum hætti og birkikemba herjar á það í sumarbyrjun. Nýja tegundin hefur hlotið heitið birkiþéla. Eftir er að sjá hvaða áhrif þessi nýja óværa hefur á íslenska birkið sem nú breiðist á ný út um landið.

Lesa meira

13.09.2017 : Haustgróðursetning grunnskólanema í Garðabæ

Nú í september hafa nemendur grunnskólanna í Garðabæ gróðursett trjáplöntur á Álftanesi og í Sandahlíð ofan Kjóavalla. Mikilvægt er að uppvaxandi kynslóðir kynnist trjárækt og læri um mikilvægi trjágróðurs fyrir menn og vistkerfi.

Lesa meira

13.09.2017 : Nýr „Opinn skógur“ í Brynjudal

Opinn skógur í Brynjudal í Hvalfirði verður formlega opnaður á laugardag, 16. september. Í tilefni af opnuninni verður hátíðardagskrá með skemmtun fyrir alla fjölskylduna og eru allir velkomnir.

Lesa meira

12.09.2017 : Erfðarannsóknir skipta sköpum fyrir framtíð skóga og skógræktar

Erfðafjölbreytileiki er grunnur alls líffjölbreytileika. Þetta segir dr Om Rajora, prófessor í skógerfðafræði við háskólann í New Brunswick í Kanada. Hann stýrir málstofu um þýðingu erfðavísinda fyrir verndun lífríkis í skógum og aðlögun að loftslagsbreytingum sem er á dagskrá 125. heimsþings IUFRO. Þingið hefst á mánudag í Freiburg í Þýskalandi.

Lesa meira

12.09.2017 : Yndisskógar gera landið betra

Í Laugardagsblaði Morgunblaðsins var rætt við Jónatan Garðarsson sem kjörinn var formaður Skógræktarfélags Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði 25.-27. ágúst. Jónatan segir brýnt að nýr samningur verði gerður um Landgræðsluskóga og gróðursetning tvöfölduð frá núverandi samningi sem rennur út á næsta ári.

Lesa meira

11.09.2017 : Lerkiskógur - vöxtur og þroski

Í grein í nýjasta tölublaði Bændablaðsins rekur Brynjar Skúlason skógerfðafræðingur ræktun lerkiskógar í sextíu ár og tíundar afrakstur slíks skógar á vaxtartímanum. Hver hektari gefur um 170 rúmmetra af timbri, þar af um 40 rúmmetra borðviðar.

Lesa meira

11.09.2017 : Landsmenn hvattir til að safna fræi

Dagur íslenskrar náttúru 16. september verður almennur fræsöfnunardagur um allt land. Landsmenn eru hvattir til að safna fræi af trjám, einkum birki, og stuðla þannig að útbreiðslu skóglendis á landinu.

Lesa meira

08.09.2017 : Tækifæri fyrir sauðfjárbændur í landgræðslu og skógrækt

Árni Bragason landgræðslustjóri og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri hafa ritað landbúnaðarráðherra bréf þar sem þeir leggja fram í fjórum liðum hugmyndir að nýjum atvinnutækifærum sem nýta mætti til að mæta vanda sauðfjárbænda.

Lesa meira

07.09.2017 : Námskeiðaröð Grænni skóga 1 á Suður og Vesturlandi

Námskeiðaröð Grænni skóga I á Suður- og Vesturlandi hefst 22. september. Kennt verður í starfstöðvum Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi (Garðyrkjuskólanum) og á Hvanneyri. Farið verður í vettvangsferðir i skóglendi í nágrenninu. Skráningarfrestur er til 12. september. 

Lesa meira

05.09.2017 : Gróðursett í frægarð fjallaþins

Brynjar Skúlason skógerfðafræðingur og Benjamín Örn Davíðsson gróðursettu í síðustu viku kynbættan fjallaþin í tvo aðskilda frægarða í þjóðskóginum á Vöglum á Þelamörk. Von er á fyrsta fræinu til framleiðslu úrvalsjólatrjáa innan áratugar.

Lesa meira

04.09.2017 : LSE auglýsa eftir framkvæmdastjóra

Landssamtök skógareigenda (LSE) auglýsa starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Um er að ræða 80 % starf og er miðað við að ráðið verði í það frá 1. nóvember 2017, eða eftir samkomulagi.

Lesa meira

04.09.2017 : Alþjóðleg jólatrjáaráðstefna hafin

Í morgun hófst fræðileg alþjóðleg ráðstefna um jólatrjáarækt á Hótel Natur Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Þar eru samankomnir margir af helstu vísindamönnum á sviði jólatrjáarannsókna í heiminum og ræða um ræktunaraðferðir, kynbætur, sjúkdóma, meindýr og fleira. Ráðstefnan stendur fram á föstudag.

Lesa meirabanner4