Fréttir

25.08.2017 : „Nehei. Við erum rétt að byrja!“

Skotland var skóglaust land fyrir tvö hundruð árum og þá var meðalhiti þar litlu hærri en nú er á Íslandi. Á þeim tíma hófu Skotar að rækta stórvaxnar trjátegundir eins og degli og risafuru líkt og Íslendingar eru að fikta við nú. Meginmarkmið skógræktar er þó ekki að rækta fleiri tegundir heldur meiri og betri skóga. Í ávarpi sínu við upphaf aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sagði Þröstur Eysteinsson skógræktarstóri að skógrækt gæti verið hluti lausnarinnar á aðsteðjandi vanda sauðfjárræktarinnar.

Lesa meira

24.08.2017 : Hreyfing komin á timburstæðurnar

Undanfarna daga hefur verið unnið að því að flytja boli úr timburstæðum á Vesturlandi sem sumar hverjar hafa beðið flutningsins lengi. Skakka stæðan í Písa heyrir til að mynda brátt sögunni til. Afhentir verða 1.500 rúmmetrar af kurlefni til járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga á næstu vikum.

Lesa meira

23.08.2017 : Samið við Skógræktina um kolefnisbindingu

Skógræktin og Landskógar ehf. hafa gert með sér samkomulag um skógrækt til kolefnisbindingar. Landsskógar ehf. hyggjast afla fjármagns til kolefnisbindingar með skógrækt, ekki síst frá aðilum í ferðaþjónustu sem áhuga hafa á slíkum verkefnum.

Lesa meira

23.08.2017 : Starfstöð Skógræktarinnar á Akureyri tekur fyrsta „Græna skrefið“

Starfsfólk Akureyrarskrifstofu Skógræktarinnar í Gömlu-Gróðrarstöðinni tók á mánudaginn var við viðurkenningu frá Umhverfisstofnun fyrir að hafa náð fyrsta „Græna skrefinu“ í ríkisrekstri. Markmiðið er að allar starfstöðvar Skógræktarinnar taki þessi skref.

Lesa meira

23.08.2017 : Sérstakir hjólastígar merktir í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur vinnur nú að því að merkja sérstakar hjólreiðaleiðir í Heiðmörk, alls 8 kílómetra. Jafnframt hefur hjólandi umferð verið beint frá fimm kílómetra leið sem nú er sérmerkt göngufólki. Skógræktarfélag Reykjavíkur hyggst vinna að fjölgun reiðhjólastíga í Heiðmörk á næstu misserum.

Lesa meira

22.08.2017 : Afmæli Mógilsár í rjómablíðu

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði trjásafnið á Mógilsá formlega á skógardeginum sem haldinn var á sunnudag til að fagna hálfrar aldar afmæli Rannsóknastöðvar skógræktar. Til öryggis fór Björt úr skónum áður en hún mundaði öxina og hjó sundur snæri til að opna trjásafnið. Á fimmta hundrað manns sótti skógardaginn sem tókst afar vel í sólskini og blíðu.

Lesa meira

19.08.2017 : Asparklónar lofa góðu

í Morgunblaðinu í dag er rætt við Halldór Sverrisson, sérfræðing á Mógilsá, sem unnið hefur ötullega að því undanfarin ár að kynbæta þann efnivið alaskaaspar sem notaður er í skógrækt á Íslandi. Útlit er fyrir að komnir séu fram asparklónar sem bæði vaxa mjög vel, mynda mikinn við og eru lítt útsettir fyrir sveppasjúkdómnum asparryði.

Lesa meira

18.08.2017 : Skógræktarfólk í Útvarpinu

Rannsóknastöð skógræktar Mógilsár fær talsverða athygli í fjölmiðlum þessa dagana vegna fimmtíu ára afmælis skógræktarrannsókna á Íslandi. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar var í spjalli á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun og einnig í Samfélaginu á sömu rás eftir hádegi ásamt Eddu S. Oddsdóttur, forstöðumanni á Mógilsá.

Lesa meira

18.08.2017 : Fyrsti eikarskógurinn á Íslandi

Undirbúningur fyrir skógardaginn sem haldinn verður á sunnudag í tilefni  hálfrar aldar afmælis Rannsóknastöðvar skógræktar Mógilsá gengur vel. Sá sögulegi atburður verður á hátíðinni að gróðursett verður í fyrsta eikar­skóg­inn á Íslandi. Eikur úr 600 metra hæð í fjöllum Hessen í Þýskalandi báru fræin sem eikurnar á Mógilsá eru sprottnar upp úr. Fyrstu eikurnar voru gróðursettar í fyrra, þrífast allar vel og eru í góðum vexti.

Lesa meira

17.08.2017 : Skógardagur á 50 ára afmæli Mógilsár

Hálfrar aldar rannsóknarstarfi á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá verður fagnað í skóginum við stöðina sunnudaginn 20. ágúst. Haldinn verður skógardagur að skógarmanna sið og gestir fá að kynnast þeim spennandi verkefnum sem starfsfólk stöðvarinnar vinnur að.

Lesa meira

16.08.2017 : Hallgrímur Indriðason sjötugur

Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar, er sjötugur í dag. Hann hættir störfum í lok þessa mánaðar og hefur þá starfað við skógrækt með ýmsum hætti í ríflega hálfa öld. Skógræktin óskar Hallgrími til hamingju með daginn, þakkar honum vel unnin störf og óskar velfarnaðar.

Lesa meira

15.08.2017 : Skógardagur Norðurlands í Kjarnaskógi á laugardag

Á Skógardegi Norðurlands sem  haldinn verður á laugardag í Kjarnaskógi verður nýtt útivistar- og grillsvæði á og við Birkivöll formlega tekið í notkun. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri ávarpar afmælisbarnið og skrifað verður undir samning um nýjan Yndisgarð sem meiningin er að koma upp í skóginum með úrvali skrautrunnategunda. 

Lesa meira

15.08.2017 : Sitkalúsafaraldur á Íslandi

Sitkalúsafaraldur gengur nú yfir landið í grenitrjám sem fer mjög illa með trén. Frá þessu er sagt á fréttavefnum visir.is og Stöð 2 fjallaði um það einnig í fréttum. Nefnt er sem dæmi að víða megi sjá illa farin tré á Selfossi en forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar segir að talsvert sé um lúsina í Skagafirði, á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi

Lesa meira

15.08.2017 : Birkiryð snemma á ferð

Birkiryð er óvenjusnemma á ferðinni á Norðurlandi og eru skógar farnir að taka á sig haustlegan blæ. Skógarvörður segir að plágur leggist í auknum mæli á birkið og það geti haft ófyrirséð áhrif til framtíðar. Frá þessu var sagt í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins.<br>

Lesa meira

14.08.2017 : Ráðið í stöðu mannauðsstjóra og skipulagsfulltrúa

Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur og skógarbóndi, hefur verið ráðin í hálft starf skipulagsfulltrúa hjá Skógræktinni og Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú, í hálft starf mannauðsstjóra. Hrefna tekur til starfa 1. september en Björg 1. október.

Lesa meira

11.08.2017 : Nýsköpun og endurnýjun skóga

Fjallað verður um nýsköpun og endurnýjun skóga á skógaráðstefnu NordGen sem haldin verður 19.-20. september í Silkeborg í Danmörku. Reifaðar verða ýmsar nýjungar sem gætu átt þátt í að breyta skógrækt og skógarnytjum á komandi árum.

Lesa meira

10.08.2017 : Grenitrén standa áfram á Þingvöllum

Grenitré á sumarbústaðarlóð við Valhallarreitinn á Þingvöllum fá að vaxa þar áfram þar til eðlilegt þykir að fella þau, segir skógræktarstjóri. Smám saman verði útlensku trén fjarlægð og þeim ekki leyft að breiðast út.

Lesa meira

10.08.2017 : Íslendingur fyrsti heimsmeistarinn í nýrri íþrótt

Óskar Grönholm skógvélamaður varð hlutskarpastur í keðjusagarkringlukasti á Elmia Wood skógarvörusýningunni sem haldin var í Svíþjóð á dögunum. Faðir hans, Óskar Einarsson, starfsmaður Skógræktarinnar, átti næstlengsta kastið. Segja má að þeir séu fyrstu heimsmeistararnir í þessari nýju íþrótt.

Lesa meirabanner2