Fréttir

27.07.2017 : Tré ársins er beykitré í Hellisgerði

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við IKEA á Íslandi, útnefnir beyki, Fagus sylvatica, í Hellisgerði í Hafnarfirði tré ársins 2017 við hátíðlega athöfn laugardaginn 29. júlí kl. 15.  Lesa meira

27.07.2017 : 70 ára afmæli ræktunar í Kjarna

Sólskógar og Skógræktarfélag Eyfirðinga standa fyrir opnum degi í gróðrarstöðinni í Kjarnaskógi laugardaginn 29. júlí. Tilefnið er að nú í sumar eru 70 ár liðin frá því að byrjað var að rækta Kjarnaskóg og starfsemi gróðrarstöðvar þar hófst.

Lesa meira

26.07.2017 : Tré þema Handverkshátíðar 2017

Trjám verður gert hátt undir höfði á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit sem haldin verður í 25. sinn dagana 10.-13. ágúst. Tuttugu og tveir handverksmenn og -konur skiptu á milli sín heilu birkitré og unnu úr því 400 hluti. Sýning á verkunum verður opnuð á sunnudag og verður opin fram yfir Handverkshátíðina.

Lesa meira

24.07.2017 : Dagur skóga 2018 helgaður skógum og sjálfbærum borgum

Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að alþjóðlegur dagur skóga 2018 verði helgaður skógum og sjálfbærum borgum. Þarnæsta ár, 2019, verður sjónum beint að skógum og menntun.

Lesa meira

20.07.2017 : Skógræktarritið, fyrra tölublað ársins, komið út

Fyrir nokkru kom út fyrra tölublað ársins af Skógræktarritinu, riti Skógræktarfélags Íslands. Í ritinu er að þessu sinni fjallað um 50 ára afmæli Rannsóknastöðvar skógræktar Mógilsá, Skrúðgarðinn á húsavík, Bolholtsskóga á Rangárvöllum og margt fleira áhugavert.

Lesa meira

20.07.2017 : Bændur græða

Bændur ættu að leika stórt hlutverk í þeim aðgerðum sem stjórnvöld grípa til gegn loftslagsvandanum. Af því að við eigum mikið land til að bæta höfum við mörg ráð gegn loftslagsvandanum, að stöðva gróður- og jarðvegseyðingu, græða upp land, rækta skóg, endurheimta votlendi og efla sjálfbærni. Styðja mætti við byggð í sveitum landsins með því að fela bændum hlutverk við kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt.

Lesa meira

18.07.2017 : Jógvan og Pálmi í Hallormsstaðaskógi

Jógvan Hansen og Pálmi Sigurhjartar flytja lög Jóns Sigurðssonar á tónleikum sem haldnir verða í trjásafninu á Hallormsstað sunnudaginn 23. júlí kl. 14. Lesa meira

17.07.2017 : Kvikmyndagerðarfólk EUFORGEN myndar á Íslandi

Nýlega var á ferð hér á landi kynningarstjóri EUFORGEN, samstarfs um vernd og nýtingu erfðaauðlinda skóga, ásamt tveimur kvikmyndagerðarmönnum. Þau söfnuðu efni í myndband um það starf sem Skógræktin vinnur að til að kynbæta efnivið til skógræktar á skóglausu landi.

Lesa meira

13.07.2017 : Skógur í afmælisgjöf

Á 100 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar árið 1962 gaf Skógræktarfélag Eyfirðinga bænum trjábelti í brekkunni ofan Eyjafjarðarbrautar frá afleggjaranum upp í Kjarnaskóg og norður að Lækjarbakka sem stóð til móts við syðstu byggingarnar á flugvellinum. Í beltinu er sitkabastarður mest áberandi. Það var lengi af stað en verður nú glæsilegra með ári hverju.

Lesa meira

10.07.2017 : Furudísill

Í sænska bænum Piteå, sem er á svipaðri breiddargráðu og Akureyri, hefur með nýsköpunarfyrirtækinu SunPine verið sýnt fram á að framleiða megi í stórum stíl endurnýjanlegt eldsneyti á hefðbundna bíla og nota til þess aukaafurðir frá skógariðnaðinum. Með notkun dísils sem blandaður er til helminga með slíku eldsneyti minnkar koltvísýringsútblástur bíls um allt að 46%.

Lesa meira
Mógilsá í Kollafirði

07.07.2017 : Afmælishátíð Mógilsár 20. ágúst

Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá fagnar 50 ára afmæli sínu í sumar. Afmælinu verður fagnað með skógar- og fræðsluhátíð á Mógilsá sunnudaginn 20. ágúst.

Lesa meira

07.07.2017 : Skógur er fróðleiksbrunnur

Mannkynið á skógum að þakka tilvist sína. Áður en skógar tóku að vaxa á jörðinni var magn koltvísýrings í lofthjúpi jarðar fimmtán sinnum meira en nú og við þær aðstæður hefði stór hluti þeirra lífvera sem nú lifa á jörðinni ekki getað þrifist. Skógarnir bundu kolefnið og lofthjúpurinn breyttist. Skógarnir voru auðvitað ekki einir að verki því allar ljóstillífandi lífverur svo sem gróður á landi og þörungar í sjó áttu sinn þátt í að búa í haginn fyrir okkur mennina.

Lesa meira

07.07.2017 : Mógilsá óskar frétta af skaðvöldum

Líkt og fyrri ár óskar Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá eftir upplýsingum frá fólki um ástand skóga þar sem fólk á leið um, sérstaklega ef einhver óværa sést á trjánum. Einnig má gjarnan láta vita ef sést til ertuyglu á lúpínu.

Lesa meira

07.07.2017 : Vilja koma upp kennslumiðstöð með áherslu á landgræðslu og skógrækt

Töfrastaðir eru fé­lags­skap­ur sem fékk út­hlutað átta hekt­ara landi við Þor­láks­höfn fyr­ir verk­efnið Sand­ar suðurs­ins. Verk­efn­inu er ætlað að tengja fólk nátt­úr­unni og stuðla að auk­inni um­hverfis­vit­und. Haldn­ar verða fræðslu­hátíðir, viðburðir og svæðið hannað til að kenna gest­um á meðan þeir njóta um­hverf­is­ins. Á kennslu­svæðum verður hægt að fræðast um fjöl­breytt­ar aðferðir við rækt­un.

Lesa meira
16102012-(3)

05.07.2017 : Hvenær setur maður Íslandsmet og hvenær setur maður ekki Íslandsmet?

Svo virðist sem franski gróðursetningar­kappinn Antoine Michalet hafi ekki sett Íslandsmet í gróðursetningu eins og greint var frá hér á skogur.is í síðustu viku. Rifjað hefur verið upp að tveir vaskir menn gróðursettu vel á sjöunda þúsund plantna við Mosfell á sælum sumardegi 1992.

Lesa meira

04.07.2017 : Nýtt bálskýli risið í Haukadal

Á fallegum degi síðla í júnímánuði lögðu nokkrir starfsmenn Skógræktarinnar hönd á plóginn við smíði nýs bál- eða grillskýlis í þjóðskóginum Haukadal. Nýja skýlið er inni í Hákonarlundi og er ramm­gerðara en eldra skýli sem hrundi undan snjó fyrir nokkru.

Lesa meira
06052013-(2)

03.07.2017 : Trjáleifar tímasetja Kötlugos

Hópi fræðimanna frá nokkrum löndum hefur nú tekist að tímasetja með nokkurra mánaða nákvæmni eldsumbrot í Kötlu sem urðu á fyrri hluta níundu aldar. Aldursgreiningin fékkst með rannsóknum á leifum trjáa sem féllu vegna gossins. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á Mógilsá, er meðal höfunda greinar um efnið.

Lesa meira

03.07.2017 : Líklega Íslandsmet í gróðursetningu

Flest bendir til þess að franski gróður­setningarmaðurinn Antoine Paul Didier Michalet hafi sett Íslandsmet í gróður­setn­ingu trjáplantna miðvikudaginn 28. júní þegar hann setti niður rétt rúmar sex þúsund plöntur í jarðunnið land á Valþjófs­stöðum í Núpa­sveit. Gróðursetningin tók um fimmtán klukkustundir með hvíldum.

Lesa meirabanner5