Fréttir

28.06.2017 : Skógardagurinn mikli fór vel fram

Skógardagurinn mikli var haldinn í 13. sinn á Hallormsstað á laugardaginn var. Í þetta sinn komu milli sex og sjö hundruð manns í skóginn. Það er nokkru færra en venjulega enda fremur svalt í veðri þennan dag og úrkomu­samt um morguninn þótt úr rættist þegar dagskráin hófst eftir hádegið. Sigfús Jörgen Oddsson varð Íslandsmeistari í skógarhöggi og í skógarhlaupinu sigruðu þau Elva Rún Klausen og Birkir Einar Gunnlaugsson.

Lesa meira

28.06.2017 : Timburmarkaður Finna kominn á netið

Ný rafræn timburmiðlun á vefnum gerir finnskum skógareigendum nú kleift að færa alla verslun með timbur úr skógum sínum í einn farveg. Gert er ráð fyrir að þegar Finnar flykkjast í sumarfrí í júlímánuði hafi ein milljón rúmmetra af timbri verið seld með þessum hætti þótt vart verði tveir mánuðir liðnir frá því að þjónustan hófst.

Lesa meira

27.06.2017 : Skógræktin auglýsir eftir mannauðsstjóra

Skógræktin auglýsir laust til umsóknar starf mannauðsstjóra á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Egilsstöðum. Starfið heyrir undir rekstrarsvið Skógræktarinnar. Lesa meira

27.06.2017 : Skógræktin auglýsir eftir skipulagsfulltrúa

Skógræktin leitar að framtíðarstarfsmanni á samhæfingarsviði til að starfa að skipulagsmálum skógræktar. Leitað er að öflugum einstaklingi sem hefur menntun og reynslu á sviði skógræktar, þekkingu á skipulagsmálum og er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni tengd skipulagsmálum í skógrækt.

Lesa meira

26.06.2017 : Efla vatnsvernd og öryggi útivistarfólks í Heiðmörk

Orkuveita Reykjavíkur og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa gert með sér samkomulag sem ætlað er að efla vatnsvernd og öryggi útivistarfólks í landi OR í Heiðmörk. Markmið samningsins er að standa vörð um vatnból og vatnsverndarsvæðin í Heiðmörk, bæta útivist og skilgreina betur stíga og slóða fyrir umferð um svæðið.

Lesa meira

26.06.2017 : Skógarleikar í Heiðmörk á laugardag

Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til Skógarleika laugardaginn 1. júlí. Ævintýraleg stemmning verður í Furulundi þar sem gestir á öllum aldri njóta töfra skógarins. Keppt verður í hefðbundnum skógarhöggsgreinum. m.a. axarkasti, sporaklifri og bolahöggi. Í boði verður upplifunarganga, tálgun, Teepee-tjald, grill, ketilkaffi o.fl. 

Lesa meira

26.06.2017 : Öldungur fallinn

Gamalt og virðulegt birkitré á bökkum Lagarfljóts í Gatnaskógi er nú fallið fram af bakkanum en lifir enn. Tréð prýddi kápu bókarinnar Íslandsskóga eftir Sigurð Blöndal og Skúla Björn Gunnarsson.

Lesa meira

26.06.2017 : Lið Skógræktarinnar bætti árangur sinn í WOW Cyclothon

Tíu manna lið Skógræktarinnar lenti í 46. sæti í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem lauk á föstudag. Liðið hjólaði kílómetrana 1358 á 44 klukkustundum, 12 mínútum og 56 sekúndum. Alls kepptu 111 lið í B-flokki tíu manna liða. Árangur Skógræktarinnar í ár er töluvert betri en í fyrra þegar liðið lenti í 65.-68. sæti á tímanum 45:36:10. Áheitasöfnun liðsins gekk vel og söfnuðust 81.000 krónur til styrktar björgunarsveitunum í landinu.

Lesa meira

26.06.2017 : Vonar að trén nái sér fljótlega

Víða ber nú mjög á brúnleitu birki á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Sökudólgurinn er birkikemba sem herjar á birkið en þess má vænta að trén nái sér fljótlega og verði græn á ný enda fara lirfur kembunnar að púpa sig.

Lesa meira

20.06.2017 : Lið Skógræktarinnar tilbúið í slaginn í WOW Cyclothon

Skógræktin sendir annað árið í röð tíu manna lið til leiks í hjólreiðakeppninni Wow Cyclothon. Tíu manna liðin verða ræst við Egilshöll í Reykjavík kl. 19 í kvöld. Ágóðinn af áheitasöfnun keppninnar í ár rennur til Landsbjargar.

Lesa meira

20.06.2017 : Orsakir skógarelda margþættar

Skógareldar geta kviknað af bæði náttúrlegum orsökum og af mannavöldum. Margar trjátegundir treysta á skógarelda til endurnýjunar en í þéttbýlum löndum á maðurinn líklega sök á flestum skógareldum. Með góðri skógarumhirðu og skógarnytjum má draga úr hættunni.

Lesa meira
Þjórsárdalur

20.06.2017 : Veiði í Sandá Þjórsárdal boðin út

Veiðifélag Hvammsár og Sandár í Þjórsárdal óskar eftir tilboðum í lax- og silungsveiði í Sandá í Þjórsárdal fyrir árin 2017 til 2020. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út mánudaginn 26. júní.

Lesa meira

19.06.2017 : Skógardagurinn mikli á laugardag

Laugardaginn 24. júní verður hinn árlegi viðburður, Skógardagurinn mikli, haldinn í Hallormsstaðaskógi. Formleg dagskrá hefst í Mörkinni kl. 13 en klukkutíma fyrr hefst 14 km hlaup um skógarstíga og skógarhöggskeppni.

Lesa meira

16.06.2017 : Ráðist í sjö búskaparskógræktarverkefni í Húnaþingi vestra

Unnið verður að sjö verkefnum í Húnaþingi vestra undir merkjum átaksverkefnis í bú­skaparskógrækt sem efnt var til á síð­asta ári. Skjólbeltakerfi verður ræktað á tveimur jörðum, snjófangari á einni jörð og haga­skógur á tveimur. Auk þess verða gerðar tilraunir með skógarbeit og klónatilraun með ösp í skjólbelti.

Lesa meira

15.06.2017 : Birkikemban lætur á sér kræla

Mikið ber á brúnleitu birki á höfuðborgarsvæðinu og víðar þessa dagana. Sökudólgurinn er lirfa birkikembunnar sem étur blöðin innan frá. Í nýju rannsóknarverkefni Brynju Hrafnkelsdóttur, sérfræðings á Mógilsá, verður útbreiðsla birkikembu um landið könnuð og áhrif kembunnar á mismunandi birkikvæmi. Allar upplýsingar um birkikembu hvaðanæva af landinu eru því vel þegnar.

Lesa meira

14.06.2017 : Nýrnagjöf Náttúrfræðistofnunar til Mógilsár

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur afhent Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá óvenjustórt viðarnýra sem rak á land við Broddadalsá á Ströndum laust eftir síðustu aldamót. Með árhringjagreiningu hefur uppruni þess verið rakinn til vatnasvæðis Pechora-árinnar í Rússlandi rétt austan við Arkangelsk. Nýrað verður varðveitt á Mógilsá og haft til sýnis almenningi.

Lesa meira

12.06.2017 : 70 rósakirsitré á 70 ára afmælisári

Stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga, starfsmenn, félagsfólk og fjölskyldur komu saman á laugardag í Kjarnaskógi á árlegum gróðursetningardegi félagsins. Gróðursett voru 70 rósakirsitré og ýmsar fleiri blómstrandi tegundir trjáa, runna og fjölæringa í tilefni af því að í ár eru 70 ár liðin frá því að starfsemi gróðrarstöðvar hófst í Kjarnaskógi.

Lesa meira

12.06.2017 : Samfélagsátak um skógrækt í Reykholtsdal

Skógræktarfélag Borgarfjarðar hefur boðað til samfélagsátaks dagana 15. og 20. júní við gróðursetningu trjáa, en félagið ætlar að gróðursetja um 50 þúsund trjáplöntur í skógræktarlandið í Reykholti í sumar. Biðlað er til almennings að taka þátt í átakinu. Frá þessu segir á vef Skessuhorns.

Lesa meira

12.06.2017 : Listaverkasamkeppni evrópsku skógarvikunnar

Í tilefni af evrópsku skógarvikunni sem fram fer í Varsjá 9.-13. október í haust hefur verið hleypt af stokkunum myndlistarsamkeppni fyrir 5-19 ára börn og unglinga. Keppninni er ætlað að vekja athygli ungs fólks á skógum Evrópu og þeim gæðum sem skógarnir veita.

Lesa meira

09.06.2017 : Skógarskólinn

Á tilraunanámskeiði í skógarleiðsögn sem haldið var í síðustu viku í Ólaskógi í Kjós fór Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktarinnar, yfir hugmyndafræði sína um skógarleiðsögn og skógartengt útinám. Í undirbúningi er diplómanám í skógarleiðsögn og margvísleg önnur skógarfræðsla sem rekin verður undir heitinu Skógarskólinn.

Lesa meira

09.06.2017 : Að styrkja skógrækt með leit á vefnum

Í nýjustu útgáfunni af íslenska vefvafranum Vivaldi hefur leitarvélinni Ecosia verið bætt við. Með notkun Ecosia-leitarvélinni geta notendur vafrans þar með stutt við skógræktarverkefni víðs vegar um heiminn. Einkum er beint sjónum að svæðum þar sem umfangsmikil skógareyðing hefur orðið. Bændablaðið segir frá þessu.

Lesa meira

08.06.2017 : Sauðfjárbændur vilja rækta meiri skóg

Um 39% sauðfjárbænda segjast hafa stundað skógrækt í einhverri mynd í könnun sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa gert meðal félagsmanna sinna. Flestir vilja þeir auka skógrækt sína. Helmingur þeirra sem ekki hafa ræktað skóg hingað til segist hafa áhuga á því.

Lesa meira

07.06.2017 : Sala á kyndistöð geti skapað eðlilegt kurlverð

Skógræktarstjóri vonar að með sölunni á kyndistöð Skógarorku á Hallormsstað séu komnar forsendur til að eðlilegur markaður þróist á Héraði með viðarkurl. 

Lesa meira

07.06.2017 : Skógarorka selur kyndistöðina á Hallormsstað

Þráinn Lárusson, ferðaþjónustufrömuður á Héraði, hefur keypt kyndistöð Skógarorku á Hallormsstað. Hann vonast til að geta boðið íbúum á Hallormsstað að tengjast veitunni líkt og upphaflega var gert ráð fyrir.
Lesa meira

07.06.2017 : Þinteppi tekur að myndast

Fjallaþinur hefur reglulega þroskað fræ hérlendis síðustu árin og í Þjórsárdal getur nú að líta þétta sjálfsáningu tegundarinnar sem minnir á þinskóga í útlöndum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að í fyllingu tímans verði svipuð forendurnýjun fjallaþins hér og á heimaslóðum tegundarinnar.
Lesa meira

02.06.2017 : Efnt verði til fræsöfnunarátaks í haust

Útlit er fyrir mikla fræmyndun í sumar í Hekluskógum eins og annars staðar á landinu. Birkitrén eru hlaðin bæði kven- og karlreklum að sögn Hreins Óskarssonar, sviðstjóra hjá Skógræktinni, sem rætt var við í Samfélaginu á Rás 1 í gær. Sú hugmynd er nú rædd að efna til fræsöfnunarátaks í haust til að nýta allt það fræ sem útlit er fyrir að þroskist þetta sumarið.

Lesa meira

01.06.2017 : Hvergi minni skógur í Evrópu nema kannski í Vatíkaninu

Rætt var við Aðalstein Sigurgeirsson, fagmálastjóra Skógræktarinnar, í vísindaþættinum Vetenskapsradions veckomagasin sem er á dagskrá P1 í sænska ríkisútvarpinu á föstudögum. Fjallað var um þá miklu möguleika sem felast í skógrækt á Íslandi, tilganginn og hversu vel skógarnir vaxa á landinu.

Lesa meirabanner5