Fréttir

31.05.2017 : Vinna að skógrækt vor og haust

Efnt hefur verið til reglulegs samstarfs milli Skógræktarfélags Eyrarbakka og Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Á vorin aðstoðar unglingastig skólans við umhirðu á degi íslenskrar náttúru en á haustin sinna öll aldursstig skólans gróðursetningu.

Lesa meira

24.05.2017 : Sumarið fer vel af stað í Hekluskógum

Birki blómgast sem aldrei fyrr í Hekluskógum og má búast við miklu fræi í haust ef það nær að þroskast. Frá þessu segir í nýrri frétt á vef Hekluskóga. Vel hafi gengið að gróðursetja og landeigendur og verktakar unnið hörðum höndum að gróðursetningu víða um svæðið enda skilyrði til gróðursetningar með besta móti og jörð frostlaus langt inn til fjalla.

Lesa meira

24.05.2017 : Tré á landi, fiskur í sjó

Umfangsmikil skógrækt er stunduð í heiminum í því augnamiði að vernda vatnsauðlindir. Skógivaxin vatnasvið og votlendissvæði eru uppspretta þriggja fjórðu alls ferskvatns á jörðinni. En hvað kemur það Íslendingum við?

Lesa meira

24.05.2017 : Trén leggja á flótta undan hlýnandi loftslagi

Ný rannsókn á samfélagi trjáa í norðausturhluta Bandaríkjanna hefur vakið athygli vistfræðinga. Skógarþekjan hefur undanfarna þrjá áratugi verið að þoka sér vestur á bóginn, að talið er vegna loftslagsbreytinga. Þessi stefna skógarins er þó að stærstum hluta þvert á það sem vistfræðingar töldu að myndi gerast. Um þetta er fjallað í nýútkomnu tölublaði Bændablaðsins.

Lesa meira

22.05.2017 : „Ég held að þetta verði mjög fallegt sumar“

„Það hefur orðið mikill samdráttur í ræktun á skógum. Eftir hrunið varð mikill samdráttur og það hefur ekki komið aftur.“ Á þetta benti Katrín Ásgrímsdóttir í Sólskógum í mjög góðri umfjöllun Landans í Sjónvarpinu í gær. Katrín á von á mjög fallegu sumri eftir góðan vetur.

Lesa meira

22.05.2017 : „Eiginleikar íslensks trjáviðar, þéttleiki og ending“

Miðvikudaginn 24. maí ver Sævar Hreiðarsson meistararitgerð sína, „Eiginleikar íslensks trjáviðar, þéttleiki og ending“. Þetta er meistaraverkefni í skógfræði frá auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Athöfnin hefst kl. 13:00 og fer fram í Ásgarði, aðalbyggingu LbhÍ á Hvanneyri. Allir eru velkomnir.

Lesa meira

18.05.2017 : Dúx í skógtækni

Lars Nielsen, skógarhöggsmaður við starfstöð Skógræktarinnar á Vöglum í Fnjóskadal, brautskráðist formlega 9. maí sem skógtæknir frá Skovskolen í Danmörku. Hann fékk hæstu einkunn af félögum sínum og var sá eini sem náði að selja lokaverkefni sitt enda var það kosið besta verkefnið á útskriftardaginn. f

Lesa meira

17.05.2017 : Gróðursett óvenjusnemma í Fnjóskadal

Starfsfólk í starfstöð Skógræktarinnar á Vöglum í Fnjóskadal hóf á mánudag gróðursetningu í jarðunnið land á Hálsmelum norðan Vaglaskógar. Skógarvörðurinn á Norðurlandi telur óhætt að fullyrða að gróðursetning hafi aldrei fyrr hafist svo snemma á þeim slóðum.

Lesa meira

16.05.2017 : Skógarfuglar éta úr lófa

Hrafn Óskarsson og Lucile Delfosse, sem bæði vinna í starfstöð Skógræktarinnar á Tumastöðum í Fljótshlíð, hafa hænt að sér auðnutittlinga með fóðurgjöfum. Þeir huguðustu setjast í lófa þeirra og ná sér í sólblómafræ. Kvenfuglarnir eru frakkari en karlfuglarnir. Allt er nú orðið grænt í Fljótshlíðinni og útlit fyrir mikla blómgun á ýmsum tegundum, ekki síst sitkagreni.

Lesa meira

15.05.2017 : Skógar jarðar 9% stærri en talið var

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna með hjálp gervitunglamynda að skógar heimsins ná yfir að minnsta kosti 9 prósentum stærra landsvæði en áður var talið. Vegna þess að skógar jarðarinnar eiga drjúgan þátt í að binda þann koltvísýringsútblástur sem veldur loftslagsbreytingum geta þessi tíðindi haft mikil áhrif á gerð loftslagslíkana.

Lesa meira

12.05.2017 : Flugskógurinn tekur flugið

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar laugardaginn 13. maí. Farþegar þess verða hinir fyrstu sem gefst kostur á að kaupa tré til að kolefnisjafna ferðalag sitt til Akureyrar.

Lesa meira

12.05.2017 : 70 ára ræktun í Kjarna

Á aðalfundi Skógræktarfélags Eyfirðinga sem haldinn verður á morgun, laugardaginn 13. maí, rekur Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar, sögu trjáplöntuuppeldis í Kjarnaskógi sem hófst fyrir sjötíu árum.

Lesa meira

12.05.2017 : Skógræktin ofarlega í valinu á stofnun ársins

Skógræktin lenti í sjöunda sæti af 86 ríkisstofnunum með 50 starfsmenn eða fleiri í valinu á stofnun ársins 2017. Stofnunin er vel yfir meðallagi í öllum þeim þáttum sem spurt var um í könnuninni.

Lesa meira

10.05.2017 : Frumvarp til nýrra skógræktarlaga tekið til umræðu á Alþingi

Alþingi tók í gær til umræðu stjórnarfrumvarp til nýrra laga um skóga og skógrækt, þingskjal 538 - 470. mál. Þingmenn sem tóku til máls töldu mikilvægt að auka framlög til skógræktar enda væri þetta hagkvæm leið til kolefnisbindingar upp í skuldbindingar Íslands í Parísarsamkomulaginu.

Lesa meira

10.05.2017 : Skógarplöntuframleiðendur vilja betri rekstrargrundvöll

Skógræktin efndi fyrir skömmu til upplýsingafundar með framleiðendum skógarplantna þar sem farið var yfir ýmislegt sem þurft hefur að samræma í landshlutunum við nytjaskógrækt á lögbýlum eftir að stofnanir sameinuðust í Skógræktina. Skógarplöntuframleiðendur gagnrýna að útboð séu aðeins gerð til þriggja ára í senn. Þeir vilja lengri samninga og einfaldari útboð til að treysta rekstrargrundvöll sinn.

Lesa meira

10.05.2017 : Ráðherra vill auka mjög mikið í bindingu með landgræðslu og skógrækt

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir að ríkið eigi að ganga á undan í umhverfismálum með góðu fordæmi og hún er tilbúin af endurvekja kolefnisjöfnun vegna starfsemi ráðuneytanna sem var hætt fyrir 7 árum. Þetta kom fram í Speglinum í Útvarpinu í gærkvöld.

Lesa meira

09.05.2017 : Tíðarfar gott fyrir birkikembu

Vísbendingar eru um að birkikemba geti valdið talsverðu tjóni á birkitrjám á sunnan- og vestanverður landinu í sumar að því er fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Erling Ólafsson skordýrafræðing. Erling vitjaði gildra við Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá í gær.

Lesa meira

05.05.2017 : „Veðrið á Íslandi er ömurlegt“

Uppgræðsla auðna á hálendi Íslands gæti breytt veðurfari á Íslandi og gert landið vænlegra til búsetu og ræktunar. Á lokaráðstefnu verkefnisins Veljum Vopnafjörð í síðustu viku hvatti Egill Gautason, B.Sc. í búvísindum, til þess að gerðar yrðu grundvallarbreytingar í landnýtingarmálum

Lesa meira

04.05.2017 : Sjónvarpsfrétt um mikinn trjávöxt

Í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins 2. maí var rætt við Lárus Heiðarsson, skógfræðing og skógræktarráðunaut hjá Skógræktinni um mikinn trjávöxt undanfarin ár. Sýnt er dæmi um sitkagreni á Héraði sem óx 70 sentímetra síðasta sumar. Útlit er fyrir góðan vöxt í sumar, ekki síst á stafafuru sem tekur út góðan vöxt ef sumarið á undan var gott.

Lesa meira

03.05.2017 : Nýr doktor í skógerfðafræði

Brynjar Skúlason, skógerfðafræðingur og sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá, varði á föstudaginn var doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla.

Lesa meira

03.05.2017 : Athugun á plöntuvali móhumlu á Suðvesturlandi

Greinilegur munur sást á plöntuvali móhumlu fyrri og seinni hluta sumars í athugun sem gerð var á tveimur stöðum á Suðvesturlandi, í Heiðmörk og við Vífilsstaðavatn. Um þetta má lesa í grein eftir Jonathan Willow sem komin er út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences.

Lesa meira

03.05.2017 : Bændur í Fljótsdalshreppi eignast útkeyrsluvél

Búnaðarfélag Fljótsdalshrepps hefur fest kaup á útkeyrsluvél finnskrar gerðar sem hentar vel í ungum skógum þar sem unnið er að millibilsjöfnun og fyrstu grisjun. Armur vélarinnar nær 4,2 metra en að auki er á vélinni spil til að draga bolina að.

Lesa meira

02.05.2017 : Fyrsti starfsmannafundur Skógræktarinnar

Nær allir starfsmenn Skógræktarinnar komu í síðustu viku saman á Hótel Kjarnalundi í Kjarnaskógi. Farið var yfir hvernig til hefði tekist með hina nýju stofnun og ýmis mál reifuð. Að sjálfsögðu voru líka skoðaðir eyfirskir skógar.

Lesa meira

02.05.2017 : Skógarbændur læra á GPS

Skógarbændur fá um þessar mundir fræðslu um notkun GPS-forrita til kortlagningar gróðursetningarsvæða. Tvö örnámskeið um þessi efni voru haldin á Egilsstöðum á föstudag.

Lesa meirabanner1