Fréttir

28.04.2017 : Skógræktinni gefið myndasafn Sigurðar Blöndals

Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, lét eftir sig gott safn ljósmynda frá starfsferli sínum sem hafa að geyma verðmætar heimildir um skóga landsins og skógræktarstarfið. Börn Sigurðar hafa nú afhent Skógræktinni safnið til varðveislu og notkunar. Þar með á Skógræktin gott safn ljósmynda frá fyrstu öld skógræktar á Íslandi því forverar Sigurðar voru einnig duglegir að taka ljósmyndir.

Lesa meira

27.04.2017 : Gömul veggspjöld afhent

Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur kom færandi hendi í Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri á dögunum með gömul veggspjöld sem gerð voru í tilefni af áttræðisafmæli Ræktunarfélags Norðurlands. Á einu veggspjaldinu sést að trjátegundin sem óx best á árunum 1909-1936 var hlynur.

Lesa meira

21.04.2017 : Að tína gull upp úr klósettinu

Bandarískir vísindamenn hafa fundið aðferð til að vinna fosfór úr skólpi. Aðferðin gerir margvíslegt gagn, dregur úr hættunni á ofauðgun næringarefna í vatnavistkerfum aflar mikilvægs áburðar til ræktunar og fleira. Nú er unnið að því að setja upp fyrstu verksmiðjurnar sem nýta þessa aðferð og einnig á að þróa aðferð til að endurvinna nitur úr skólpi með svipuðum hætti.

Lesa meira

18.04.2017 : Að hnita gróðursetningar með GPS

Út er komið á vegum Skógræktarinnar myndband þar sem útskýrt er á skilmerkilegan hátt hvernig hnita má útlínur gróðursetningarreita með hjálp GPS-tækni. Hver sem er getur nú kortlagt framkvæmdir á skógræktarsvæðum sínum jafnóðum með snjallsíma og einföldu smáforriti. Ítarlegri leiðbeiningar eru einnig komnar á vefinn skogur.is

Lesa meira

18.04.2017 : Þjóðin jákvæð í garð Skógræktarinnar

Skógræktin er meðal þeirra stofnana sem þjóðin virðist jákvæðust fyrir af ríflega þrjátíu stofnunum sem spurt var um í nýrri könnun Maskínu. Um 71 prósent aðspurðra kváðust jákvæð út í stofnunina og var ekki marktækur munur milli kynja. Jákvæðni eykst í takt við bæði hækkandi aldur og hækkandi laun. Aðeins 30% aðspurðra sögðust þekkja vel til Skógræktarinnar.

Lesa meira

12.04.2017 : Erfðanefnd landbúnaðarins auglýsir verkefnastyrki

Erfðanefnd landbúnaðarins auglýsir eftir styrkumsóknum til verkefna sem stuðla að varðveislu erfðaauðlinda í íslenskum landbúnaði. Verkefni sem tengjast íslenskum skógum koma þar meðal annars til greina. Lesa meira

10.04.2017 : Undraefnið kjötmjöl

Um 1800 tonn af kjötmjöli hafa verið notuð við að græða upp með skógi örfoka vikursvæði í Þjórsárdal og umhverfis Heklu. Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, segir að kjötmjölið sem framleitt er hjá Orkugerðinni í Flóa sé besta efnið til að bera á slík svæði. Rætt er við Hrein um kjötmjölið í þættinum Græðum landið á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Lesa meira

07.04.2017 : Þróttur rótanna lykilatriði

Þegar líða fer að vori gerir Rakel Jónsdóttir skógfræðingur gæðaprófanir á trjáplöntum frá skógarplöntuframleiðendum. Þróttur rótarkerfisins er kannaður og fylgst með því hvort einhverjar skemmdir eru áplöntunum, sjúkdómar eða óværa. Rætt er við Rakel í Morgunblaðinu í dag.

Lesa meira

07.04.2017 : „Eflum skógrækt á Íslandi“

Lífeyrissjóðir gætu fjárfest í skógrækt með því að stofna hlutafélag í samvinnu við bændur og fagaðila. Á þetta bendir Guðjón Jensson leiðsögumaður sem skrifar grein í nýútkomið tölublað Bændablaðsins. Skógrækt sé fjárfesting til framtíðar.

Lesa meira

06.04.2017 : Erfðaauðlindin í íslenskri skógrækt

Með kvæmaprófunum í áratugi hefur tekist að finna góðan efnivið til ræktunar hérlend­is af þeim trjátegundum sem mest eru not­að­ar hér í skógrækt. Nú er tími kvæma­próf­ana liðinn og komið að því að kynbæta þenn­an efnivið til að ná enn betri árangri. Þetta segir Brynjar Skúlason skógerfða­fræð­ingur sem stýrir trjákynbótum hjá Skóg­ræktinni.

Lesa meira

05.04.2017 : Kolefnisbinding er náttúruvernd

Að heimsbyggðinni steðja hættur sem eru sjálfskaparvíti okkar sjálfra, hröð losun kolefnis út í andrúmsloftið sem tók milljónir ára að bindast með hjálp ljóstillífandi lífvera.

Lesa meira

05.04.2017 : Grisjunarútboð: Spóastaðir

Skógræktin óskar fyrir hönd landeigenda eftir tilboðum í grisjun og útkeyrslu á Spóastöðum Biskupstungum.

Lesa meira

05.04.2017 : Grisjunarútboð: Hrosshagi

Skógræktin fyrir hönd landeigenda óskar eftir tilboðum í grisjun og útkeyrslu í Hrosshaga Biskupstungum.

Lesa meira

03.04.2017 : Gróðursetning hafin á Tumastöðum

Starfsfólk Skógræktarinnar á Tumastöðum í Fljótshlíð hóf gróðursetningu sitkagrenis undir lok marsmánaðar. Aðstæður eru einstaklega góðar og segir ræktunarstjórinn á Tumastöðum að þær minni á það sem gjarnan er í maímánuði.

Lesa meira

03.04.2017 : LSE og Skógræktin efna til reglulegra samráðsfunda

Landssamtök skógareigenda æskja þess að miðlun rannsóknarniðurstaðna um skóga og skógrækt verði aukin og að gögn um samningsbundnar skógræktarjarðir verði gerðar aðgengilegar á vefnum jord.is. Nýverið héldu samtökin fyrsta samráðsfund sinn með Skógræktinni um nytjaskógrækt á bújörðum.

Lesa meirabanner4