Fréttir

24.03.2017 : Metþátttaka á Fagráðstefnu

Fagráðstefnu skógræktar lauk í dag í Hörpu í Reykjavík. Aldrei hafa fleiri setið ráðstefnuna en skráðir þátttakendur voru hartnær 150 talsins. Rauður þráður í ráðstefnunni var að efla þyrfti fræðslu um skógrækt, vekja áhuga ungs fólks á skógfræði og öðru skógartengdu námi og blanda blóði við aðrar fræði- og faggreinar.

Lesa meira
Á Mógilsá

23.03.2017 : Fagráðstefna skógræktar að hefjast

Ráðherra skógarmála, Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flytur ávarp við upphaf Fagráðstefnu skógræktar sem hefst í Hörpu í Reykjavík í dag. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá hefur umsjón með Fagráðstefnunni á afmælisári sínu því nú er hálf öld liðin frá því að stöðin á Mógilsá tók til starfa.

Lesa meira

22.03.2017 : Skógrannsóknir í hálfa öld

Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá fagnar á þessu ári hálfrar aldar afmæli sínu. Afmælinu verður fagnað með tvennum hætti á árinu, annars vegar með Fagráðstefnu skógræktar sem hófst í morgun í Hörpu í Reykjavík og hins vegar með hátíð á Mógilsá í ágústmánuði þegar fimmtíu ár verða liðin frá vígslu stöðvarinnar.

Lesa meira

22.03.2017 : Ráðherra heimsækir Skógræktina

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, vill örva atvinnulífið til kolefnisbindingar með skógrækt. Hún segir að með aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um loftslagsmál sem von er á fyrir árslok megi búast við auknum framlögum til skógræktar. Ráðherra kom í opinbera heimsókn til Skógræktarinnar í gær á alþjóðlegum degi skóga.

Lesa meira

22.03.2017 : Fámennt á starfstöðvum Skógræktarinnar fimmtudag og föstudag

Starfstöðvar Skógræktarinnar sem eru á tólf stöðum vítt og breitt um landið verða lokaðar á fimmtudag og föstudag, 23. og 24. mars, vegna Fagráðstefnu skógræktar sem fram fer í Hörpu í Reykjavík

Lesa meira

20.03.2017 : Skógur og orka - nýtt myndband á alþjóðlegum degi skóga

Viður sem fenginn er með sjálfbærri skógrækt er endurnýjanleg orkuauðlind. Heimili sem ekki búa við hitaveitu geta sparað stórfé á hverju ári með því að nýta heimafenginn við sem orkugjafa í stað rafmagns. Alþjóðlegur dagur skóga 21. mars er helgaður skógum og orku hjá Sameinuðu þjóðunum þetta árið. Skógræktin gefur út nýtt myndband í tilefni dagsins.

Lesa meira

17.03.2017 : „Vöxturinn með ólíkindum“

Mikill vöxtur er í skóginum á Gunnfríðar­stöðum í Austur-Húnavatnssýslu og nú er verið að grisja 25 ára lerkiskóg sem gefa mun boli í fyrsta iðnviðarfarminn sem sendur verður járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Hluti efnisins nýtist sem flettiefni.

Lesa meira

16.03.2017 : Misjafn loftslagsávinningur af ólíku lífeldsneyti

Brennsla viðarköggla úr hraðvaxta lauftrjám af sænskum ökrum vinnur gegn hlýnun jarð­ar. Öðru máli gegnir ef toppar og grein­ar eru notaðar til brennslunnar. Hvort tveggja er þó betra fyrir lofthjúpinn en jarð­kol. Þetta eru niðurstöður doktorsritgerðar sem unnin var við sænska landbúnaðar­háskól­ann SLU.

Lesa meira

15.03.2017 : Fimmtán milljónir til stígavinnu á Þórsmörk

Skógræktin fær rúmar tuttugu milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á þessu ári til verkefna á fjórum svæðum í umsjá stofnunarinnar. Hæsti styrkurinn, 15 milljónir króna, rennur til stígagerðar og stígaviðhalds á Þórsmerkursvæðinu en einnig rennur fé til verkefna við Hjálparfoss, Laxfoss og á Kirkjubæjarklaustri.. 

Lesa meira

14.03.2017 : Skógur arðsamasta fjárfestingin í Bretlandi

Skógur er besta fjárfestingin sem í boði er á breskum fjármálamarkaði um þessar mundir að mati breska blaðsins Financial Times. Timbursala getur gefið mikið í aðra hönd úr skógi sem kostar álíka mikið og lítil íbúð í Lundúnum. Meðan stöðnun ríkir og jafnvel hnignun á helstu fjárfestingarsviðum í Bretlandi bendir margt til þess að mikil arðsemi sé af skógi og hún muni vaxa á komandi árum.

Lesa meira

10.03.2017 : Afrakstur Háfjallakvölds FÍ til Vina Þórsmerkur

Heimsfrægir fjallgöngugarpar verða gestir á sérstöku Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands sem haldið verður í Hörpu, sunnudagskvöldið 12. mars. Tilefnið er 90 ára afmæli FÍ á árinu. Allur ágóði rennur til göngustígagerðar á vegum Vina Þórsmerkur.

Lesa meira

10.03.2017 : Stefnumótandi áætlun um meðferð skóga á Þingvöllum

Fyrir liggur samkomulag milli Skógræktarinnar og Þingvallaþjóðgarðs um meðferð skóga og trjálunda í þjóðgarðinum. Ekkert hefur verið ákveðið um að fella skuli öll grenitré í nágrenni Valhallarreitsins. Starfshópur verður skipaður sem vinni stefnumótandi áætlun um þessi efni.

Lesa meira

09.03.2017 : Grenitrjám á Þingvöllum beðið griða í Velvakanda

Stuttur pistill með undirskriftinni „Ragnheiður“ birtist í dag í Velvakanda Morgunblaðsins þar sem vakin er athygli á þeirri stefnu Þingvallanefndar og þjóðgarðsvarðar að fella grenitré í grennd við blettinn þar sem Hótel Valhöll stóð. Tíunduð er gagnsemi nokkurra plöntutegunda sem sýnt hafi ótrúlega aðlögunarhæfni á Íslandi og bæti, breyti og fegri ásýnd landsins.

Lesa meira

09.03.2017 : Skógarbændafundir

Skógarauðlindasvið Skógræktarinnar stendur þessa dagana fyrir fundum með bændum vítt og breitt um landið. Markmið fundanna er bæði að upplýsa bændur og heyra viðhorf þeirra og væntingar, kynnast og mynda tengsl.

Lesa meira

07.03.2017 : Málþing um vistgerðir á Íslandi

Vistgerðarhluti verkefnisins Natura Ísland verður kynntur á málþingi  sem haldið verður á Grand Hótel í Reykjavík 17. mars kl. 13-16. Einnig verður opnuð kortasjá um vistgerðir landsins.

Lesa meira

07.03.2017 : Skráningu á Fagráðstefnu að ljúka

Frestur til að skrá þátttöku sína á Fagráðstefna skógræktar 2017 rennur út 8. mars. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sér um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnar um leið fimmtíu ára afmæli sínu. Þema ráð­stefn­unn­ar tengist skógræktar­rannsókn­um fyrr og nú undir kjörorðunum „Með þekkingu ræktum við skóg“.

Lesa meira

06.03.2017 : Drög að frumvarpi um skógrækt til umsagnar

Á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er nú óskað eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um skógrækt. Samkvæmt frumvarpinu verður skógrækt á lögbýlum felld inn í heildarlög um skógrækt og gerð verður landsáætlun í skógrækt.

Lesa meira

02.03.2017 : Brosandi skógarfólk í snjónum á Mógilsá

Mikill snjór er nú við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá eins og víðar í landshlutanum. Starfsfólkið á Mógilsá tekur snjónum fagnandi og góðviðrið eftir snjókomuna miklu hefur verið nýtt til skíðagöngu um svæðið og jafnvel til og frá vinnu.

Lesa meira

02.03.2017 : Tryggja þarf framlög

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu sína um stöðu og stefnu Íslands í loftslagsmálum. Í skýrslunni segir meðal annars að miklir möguleikar séu á að binda kolefni í jarðvegi og gróðri á Íslandi á hagkvæman hátt. Tryggja þurfi fjárframlög til landgræðslu og skógræktar og horfa á fjölþætt vistfræðileg og samfélagsleg markmið skógræktar og landgræðslu.

Lesa meira

01.03.2017 : Skóglendisvefsjá uppfærð

Skóglendisvefsjá Skógræktarinnar hefur verið uppfærð og nú má fá upplýsingar um allt birkiskóglendi, alla ræktaða skóga og samanlagt skóglendi landsins ásamt hlut­föllum innan sveitarfélaga.

Lesa meira

01.03.2017 : Vorfundur með skógarbændum eystra

Skógræktin boðar til vorfundar með skógarbændum á Austurlandi fimmtudaginn 9. mars. Þar verður farið yfir skipulag við framkvæmd nytjaskóga á lögbýlum, samræmingu verkferla og skipurit Skógræktarinnar.

Lesa meirabanner4