Fréttir

28.02.2017 : Nálasýni efnagreind

Í nýútkomnu fréttabréfi samtaka norskra jólatrjáaframleiðenda, Norsk juletre, er minnt á að þegar trén eru í dvala sé upplagt að taka af þeim nálasýni til efnagreiningar. Nálasýnin gefa upplýsingar um efnaupptöku trjánna og geta nýst til að bæta næringarástand þeirra.

Lesa meira

28.02.2017 : Spurn eftir jólatrjám meiri en framboðið

Áhugi Íslendinga á jólatrjám sem ræktuð eru innan lands virðist vera að aukast að mati Else Möller, skógfræðings og skógarbónda í Vopnafirði. Öll íslensk jólatré seldust upp fyrir síðustu jól og framboðið stóð ekki undir eftirspurn. Áhugaverð jólatrjáaráðstefna verður haldin í Birmingham á Englandi í sumarbyrjun.

Lesa meira

27.02.2017 : Grein eftir Brynjar Skúlason í ritinu Forest Pathology

Ritrýnd vísindagrein eftir Brynjar Skúlason, skógfræðing og sérfræðing á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, er komin út í febrúarhefti vísindatímaritsins Forest Pathology. Í greininni fjallar Brynjar um tilraunir með ýmis kvæmi fjallaþins í jólatrjáarækt í Danmörku og á Íslandi. Brynjar  ver í næsta mánuði doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla um rannsóknir sínar á fjallaþin. Lesa meira

27.02.2017 : Frægarðaráðstefna í Svíþjóð í haust

Alþjóðasamband skógrannsóknarstofnana, IUFRO, stendur fyrir ráðstefnu um frægarða í byrjun septembermánaðar. Ráðstefnan verður haldin í Bålsta í Svíþjóð og þar verður fjallað um nýjasta nýtt í rannsóknum sem snerta trjáfrægarða og hlutverk þeirra í skógrækt.

Lesa meira

24.02.2017 : Lerkið var farið að lifna

Snjólétt hefur verið á öllu landinu í vetur og milt veður. Þetta hefur bæði kosti og ókosti fyrir framleiðendur skógarplantna. Í Bændablaðinu er rætt við Katrínu Ásgrímsdóttur í Sólskógum sem segir að lerkið hafi verið byrjað að lifna í hlýindunum undanfarið. Því fagni hún heldur kaldara veðri síðustu daga með svolítilli snjóhulu þótt snjóleysið í vetur hafi létt ýmis störf mikið.

Lesa meira

24.02.2017 : Byrjum að binda

Skógrækt er á allra vörum eftir að ný „Brynhildarskýrsla“ var kynnt í liðinni viku. Samkvæmt skýrslunni gæti árleg nettóbinding íslenskra skóga orðið um ein milljón tonna um miðja öldina, mælt í koltvísýringsígildum, ef gróðursett væri fjórum sinnum meira á hverju ári en nú er gert. En ekki dugar það eitt að tala um hlutina. Hefjast þarf handa.

Lesa meira

23.02.2017 : Af hverju háhýsi úr timbri?

Viður geymir fingraför náttúrunnar og því tengjumst við timburhúsum betur en húsum úr stáli og steinsteypu. Þetta segir kanadíski arkitektinn Michael Green sem hefur séð fólk faðma að sér timbursúlu í húsum sem hann hefur teiknað en aldrei stál- eða steypusúlu. Hann tekur nú þátt í hönnun háhýsa úr timbri og segir frá þeim í TED-fyrirlestri.

Lesa meira

23.02.2017 : Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga

Út er komin endurskoðuð útgáfa bæklings Skógræktarinnar og Skipulagsstofnunar um skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Bæklingurinn nýtist sveitarfélögum vel við skipulag landnotkunar og treystir stöðu skóga og skógræktar í skipulagsstarfi.

Lesa meira

23.02.2017 : Skógræktarstarf auglýst

Mosfellsbær auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra garðyrkju og skógræktar í þjónustustöð sveitarfélagsins. Starfsmaðurinn á m.a. að hafa umsjón með skógræktarverkefnum í samstarfi við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar.

Lesa meira

20.02.2017 : Markaðs- og afurðamál tekin föstum tökum

Sex manna teymi Skógræktarinnar og Landssamtaka skógareigenda um úrvinnslu- og markaðsmál hittist á sínum fyrsta fundi á Hallormsstað í síðustu viku. Á föstudag skrifuðu Landssamtök skógareigenda undir samning við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga um styrk til stofnunar rekstrarfélags um markaðsmál skógarafurða.

Lesa meira

20.02.2017 : Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2016

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári sé þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2016.

Lesa meira

17.02.2017 : Búskaparskógrækt kynnt búandi bændum í Húnaþingi vestra    

Tuttugu bændur af sautján býlum í Húna­þingi vestra sóttu á þriðjudaginn kynn­ing­ar­fund um búskaparskógrækt sem Skóg­rækt­in hélt í sveitarfélaginu. Mikill áhugi virðist vera á verkefninu meðal bænda.

Lesa meira

15.02.2017 : Eyjafjarðarsveit stefnir að kolefnisjöfnun

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem haldinn var 8. febrúar var samþykkt að kanna skyldi möguleika á að sveitarfélagið yrði kolefnisjafnað og tekið upp kolefnisbókhald. Margir bændur hafa áhuga á að ráðstafa meira landi til skógræktar að sögn oddvitans.

Lesa meira

13.02.2017 : Ein milljón tonna um miðja öldina

Árleg nettóbinding íslenskra skóga gæti orðið um ein milljón tonna um miðja öldina, mælt í koltvísýringsígildum, ef gróðursett væri fjórum sinnum meira á hverju ári en nú er gert. Binding eins tonns af koltvísýringi með skógrækt kostar um 2.500 krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kynnt var í dag.

Lesa meira

13.02.2017 : Endurnýjunarefni á breytingatímum

Á þemadegi NordGen sem haldinn verður í Asker í Noregi 21. mars 2017 verður fjallað um fræ- og plöntuval á tímum hlýnandi loftslags.

Lesa meira

10.02.2017 : Skráning á Fagráðstefnu hafin

Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sér um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnar um leið fimmtíu ára afmæli sínu. Þema ráð­stefn­unn­ar verður tengt skógræktar­rannsókn­um fyrr og nú.

Lesa meira

03.02.2017 : Tækifæri til rannsókna á lífríkinu í norðri

Rannsóknastöðin Rif á Melrakkasléttu auglýsir eftir umsóknum frá áhugasömum vísindamönnum og rannsakendum sem vilja nýta sér aðstöðu stöðvarinnar til verkefna á sviði rannsókna og vöktunar árið 2017.

Lesa meira

02.02.2017 : Sárlega vantar fólk með skógmenntun í Japan

Japanar réðust í mikla gróðursetningu trjáplantna vítt og breitt um landið að lokinni síðari heimsstyrjöldinni. Nú er kominn uppskerutími í þessum skógum en sárlega vantar kunnáttufólk til starfa. Skólum sem kenna skógmenntir fjölgar hratt í landinu.

Lesa meira

01.02.2017 : Shenzhen-yfirlýsingin um skógarborgir

Á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni um skógarborgir sem haldin var í Shenzhen í Kína í lok nóvember var samþykkt yfirlýsing með nokkrum markmiðum og aðgerðum til að auka trjárækt í borgum og flétta trjárækt inn í skipulag. Frá þessu segir meðal annars í nýútkomnu fréttabréfi IUFRO.

Lesa meirabanner5