Fréttir

31.01.2017 : Timburblokk er bygging ársins

Nýstárleg sjö hæða timburbygging í Amsterdam í Hollandi hlaut titilinn besta bygging ársins 2016 þegar verðlaunin World Architechture News Residential voru veitt. Byggingin er rúmgóð og hátt til lofts á hverri hæð. Auðvelt er að innrétta hana bæði sem atvinnu- og íbúðarhúsnæði.

Lesa meira

31.01.2017 : Starfsfólk Skógræktarinnar á GIS-námskeiði

Í morgun hófst tveggja daga námskeið hjá Skógræktinni um landupplýsingavinnslu í ArcGIS-kerfinu. Námskeiðið er einkum ætlað skógræktarráðgjöfum Skógræktarinnar sem starfa vítt og breitt um landið. Þátttakendur í námskeiðinu sitja nú á sjö stöðum á landinu og fylgjast með gegnum nýtt fjarfundakerfi Skógræktarinnar. Þetta sparar tíma, fé og fyrirhöfn en dregur líka úr koltvísýringslosun.

Lesa meira

27.01.2017 : Gjafir og grisjun skógar

Skógræktarjörðin Brekkugerði Fljótsdal er til umfjöllunar í nýju tölublaði Bændablaðsins. Í Brekkugerði felst hefðbundinn vinnudagur á vetrum í gjöfum kvölds og morgna, grisjun skógar um miðjan dag og svo er farið á hestbak Lesa meira

27.01.2017 : Þróun gróðursamfélaga við Heklu

Olga Kolbrún Vilmundardóttir landfræðingur talar um þróun gróðursamfélaga í Hekluhraunum og nágrenni í erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags sem haldið verður í náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands 30. janúar. Greint verður frá helstu niðurstöðum gróður- og jarðvegsrannsókna við Heklu sem fram fóru sumarið 2015 og 2016 með vettvagnsathugunum og fjarkönnunargögnum.

Lesa meira

23.01.2017 : Mögulegt að rækta skóg til kolefnisbindingar á verði losunarheimilda

Verðið á þeim losunarheimildum sem stóriðjan kaupir er nú um 5 Bandaríkjadollarar fyrir hvert losað tonn. Að binda eitt tonn koltvísýrings í skógi á Íslandi kostar um sjö dollara. Ef greitt yrði fyrir skógrækt í stað losunarheimilda sparaðist gjaldeyrir, íslenska skógarauðlindin myndi stækka hraðar, störf myndu skapast í dreifbýli og skógurinn myndi efla vistkerfi og samfélag.

Lesa meira

16.01.2017 : Norska sendiráðið færir Mógilsá nýja mynd af Noregskonungi

Fulltrúar frá sendiráði Noregs á Íslandi heimsóttu á föstudag Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá og afhentu stöðinni nýja mynd af Haraldi V Noregskonungi. Haraldur V var ríkisarfi eða krónprins Noregs þegar hann vígði stöðina á Mógilsá fyrir hartnær fimmtíu árum.

Lesa meira

12.01.2017 : Íslenska birkið komið á útþenslustig

Áætlað er að nýliðun birkis á Íslandi nemi 130 km2 frá árinu 1989 til 2012. Nýliðun skiptist ójafnt á landshluta og samsvarar það að nokkru leyti misjafnri hækkun sumarhita eftir landshlutum á sama tímabili. Sambærileg samsvörun við misjafnan samdrátt í sauðfjárstofninum á árabilinu 1989 til 2012 reyndist minni þótt leitnin væri í sömu átt. Þetta kemur fram í vísindagrein í Náttúrufræðingnum sem nýkominn er út.

Lesa meira

11.01.2017 : Áhugaverð námskeið fram undan

Ástæða er til að vekja athygli á nokkrum námskeiðum sem eru á dagskrá Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands á næstu vikum og mánuðum og gætu freistað skógræktarfólks og áhugafólks um viðarnytjar.

Lesa meira

10.01.2017 : Fræg risafura með göngum í gegn féll í ofviðri

Heimsfræg risafura í Calaveras Big Trees State Park í Kaliforníu féll á sunnudag í ofviðri. Göng voru gerð í gegnum tréð á níunda áratug nítjándu aldar og er talið líklegast að gangagröfturinn á sínum tíma hafi valdið trénu varanlegum skaða og ráðið örlögum þess.

Lesa meira

09.01.2017 : Hrönn tekur við Hekluskógum

Hrönn Guðmundsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Hekluskóga af Hreini Óskarssyni sem nú gegnir starfi sviðstjóra samhæfingarsviðs Skógræktarinnar. Þetta kom fram á fundi framkvæmdaráðs Skógræktarinnar á föstudag. Á fundinum var rætt um vinnu við fjárhagsáætlanagerð hjá Skógræktinni, vinnu að landsáætlun í skógrækt sem er að hefjast og fleiri mál. Starfsmannafundur alls starfsfólks Skógræktarinnar verður haldinn á Akureyri í apríl.

Lesa meira

06.01.2017 : Fræðslustjóri í fullt starf

Ólafur Oddsson, sem verið hefur fræðslufulltrúi Skógræktarinnar í hlutastarfi, tók um áramótin við fullu starfi fræðslustjóra stofnunarinnar. Hann stýrir fræðslunefnd með fulltrúum innan og utan Skógræktarinnar sem nú mótar nýja fræðslustefnu fyrir stofnunina. Ólafur vill að komið verði á fót diplómanámi í skógarleiðsögn sem nýst geti ýmsum stéttum.

Lesa meira

05.01.2017 : Skógargeirinn verður sýnilegri í bókhaldinu

Evrópuráðið lagði 20. júlí í sumar fram lagafrumvarp þar sem lagt er til að bæði losun og binding gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar (LULUCF) verði felld inn í rammaáætlun Evrópusambandsins um orku- og loftslagsmál sem miðuð er við árið 2030. Talið er að þetta geri jákvæð loftslagsáhrif skógræktar og nýtingar skógarafurða sýnilegri.

Lesa meira

04.01.2017 : Hönnun göngubrúar yfir Markarfljót lokið

Enn er unnið að því að afla fjár til smíði göngubrúar yfir Markarfljót til móts við Húsadal í Þórsmörk. Hönnun brúarinnar er lokið og er hún byggð á verðlaunatillögu Eflu verkfræðistofu og Studio Granda frá árinu 2014.

Lesa meira

02.01.2017 : Doktorsritgerð um útbreiðslu birkis á nútíma

Birkiskógar náðu hámarksútbreiðslu á Íslandi fyrir um 8-6 þúsund árum en þá tók þeim að hnigna vegna kólandi loftslags. Þetta er meðal niðurstaðna Sigrúnar Daggar Eddudóttur landfræðings í doktorsritgerð sem hún varði við Háskóla Íslands 21. desember.

Lesa meira

02.01.2017 : Alþjóðlegur sumarskóli um skógrækt

Á alþjóðlegum sumarskóla um skógrækt sem haldinn verður í Waterford á Írlandi 19.-23. júní í sumar verður farið yfir öll nýjustu tól og tæki sem nýtast við skógrækt, allt frá áætlunum til nytja.

Lesa meirabanner2