Fréttir

29.12.2017 : Tekur 200 ár með sama hraða að þekja 2,5% landsins ræktuðum skógi

Fréttamiðillinn Thomson Reuters Foundation birti á jóladag umfjöllun um skógrækt á Íslandi með viðtali við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra. Þar er rætt um það mikla verk sem nýskógrækt er í stóru en fámennu landi þar sem jafnframt sé við ágang búfjár að etja. Að óbreyttu taki 200 ár að ná markmiðinu um 2,5% þekju ræktaðs skógar en með þreföldun gróðursetningar tæki það 70 ár.

Lesa meira

24.12.2017 : Gleðileg jól

Skógræktin óskar skógræktarfólki um allt land og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar með þökkum fyrir skógræktarárið sem er að líða. Megi nýtt ár verða ár mikilla afreka í skógrækt og öðrum landbótum á Íslandi!

Lesa meira

23.12.2017 : Hvar næ ég mér í jólatré?

Skógræktin og skógræktarfélög víða um land hafa ýmist afskorin jólatré til sölu eða bjóða fólki að koma í skóginn að höggva sér tré. Á upplýsingasíðu Skógræktarinnar um jólatré má komast að því hvar best hentar hverjum og einum að næla sér í tré og komast í leiðinni í réttu jólastemmninguna.

Lesa meira

22.12.2017 : Minningarsjóður Hjálmars og Else auglýsir eftir umsóknum

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu.  Til úthlutunar verða fimm milljónir króna. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 31. janúar 2018.

Lesa meira

22.12.2017 : Ísland fær athygli á World Landscapes Forum í Bonn

Myndbandið Afforesting Iceland - A Cause for Optimism var sýnt á alþjóðlegu landnýtingarráðstefnunni Global Landscapes Forum sem fram fór í Bonn í Þýskalandi. Það hefur hlotið mikla athygli á samfélagsmiðlum og National Geographic hefur lýst áhuga á því að sýna myndbandið á stuttmyndaveitu sinni, National Geographic Short Film Showcase.

Lesa meira

21.12.2017 : Íslensku trén að vinna á

Rétt meðhöndlun jólatrjáa er mikilvæg svo að trén haldi sér vel alla jólahátíðina. Mikilvægast er að trén fái nægt vatn fyrstu tvo sólarhringana eftir að þau koma í hús. Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga í Kjarnaskógi, segir í viðtali á sjónvarpsstöðinni N4 að áhugi kaupenda á íslenskum jólatrjám virðist vera að aukast. Hún selur m.a. fjallaþin úr Hallormsstaðaskógi.

Lesa meira

20.12.2017 : Mælir ungmennafélagsreiti með styrk frá SNS og NordGen Forest

Sigríður Hrefna Pálsdóttir, skógfræðinemi við Landbúnaðarháskóla Íslands, vinnur að meistaraverkefni þar sem hún skrásetur skógarreiti ungmennafélaga sem ræktaðir voru vítt og breitt um landið frá fyrri hluta síðustu aldar og fram eftir öldinni. Verkefnið nýtur styrks frá norrænu skógrannsóknastofnuninni SNS og NordGen Skog, skógarsviði norræna genabankans NordGen.

Lesa meira

20.12.2017 : Spennandi skóganámskeið hjá LbhÍ á vorönn

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands hefur kynnt námskeið sem í boði verða á vorönn. Þar á meðal eru nokkur námskeið sem tengjast skógrækt og skógarnytjum.

Lesa meira

20.12.2017 : Áhrif sauðfjárbeitar á vistkerfi og áhrif jarðvegsgerðar á bygguppskeru

Tvær nýjar greinar voru að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Annars vegar er fjallað um áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi og hins vegar áhrif jarðvegsgerðar á bygguppskeru í íslenskum yrkjatilraunum. Lesa meira

20.12.2017 : Námsstyrkir NordGen Forest og SNS

Norræna skógerfðafræðistofnunin NordGen Forest og norræna skógvísindastofnuninni SNS auglýsa sameiginlega námsstyrki sem ætlað er að hvetja til menntunar og þekkingarmiðlunar um erfðaauðlindir skóga, fræ- og plöntuframleiðslu og aðferðir við endurræktun skóga. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.

Lesa meira

18.12.2017 : Kolefnisröfl á mannamáli

Að stöðva losun frá framræstu landi er mjög mikilvæg loftlagsaðgerð. Ekki er þó nóg að minnka losun. Við verðum að ná koltvísýringi úr lofthjúpnum og binda. Einfaldasta leiðin er nýskógrækt en einnig má binda kolefni í basalti og græða upp örfoka land. Þetta er boðskapur Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs, í grein sem birtist á Vísi í dag.

Lesa meira

16.12.2017 : Framtíðarsýn í loftslagsmálum

Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, og Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifa grein sem birtist á Vísi þar sem þeir svara skrifum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um loftslagsmál sem birtist í Fréttablaðinu 14. desember. Þeir benda á að skógar hér á landi bindi kolefni bæði hraðar og í meira magni en áður var talið. Ekki sé rétt hjá Þorgerði að áhrif bindingar í skógi komi fram á löngum tíma og dugi skammt í því tímahraki sem fram undan er.

Lesa meira

15.12.2017 : Um innviði

„Við erum rík þjóð og nú ríkir góðæri. Það er einmitt á slíkum tímum sem fjárfesta á í innviðum, helst varanlegum innviðum sem gefa fjölbreyttan ágóða í framtíðinni og gera okkur betur kleift að takast á við erfiðari tíma þegar þeir koma. Skógar eru meðal þeirra innviða.“ Þetta skrifar Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri í grein sem birtist í nýútkomnu jólablaði Bændablaðsins.

Lesa meira

14.12.2017 : Hver er framtíð örverulífs í jarðvegi?

Föstudaginn 15. desember flytur Thorunn Helgason, doktor í líffræði við háskólann í York, hádegiserindi í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, um landbúnað, jarðveg og framleiðni þar sem hún spyr hver sé framtíð örverulífs í jarðvegi.

Lesa meira

14.12.2017 : Aukin skógrækt er besta leiðin til að binda kolefni úr andrúmslofti

Rannsóknir sýna að aukin skógrækt, hvort sem hún er á Íslandi eða annars staðar í heiminum, er ein besta landnýtingaraðferðin til að binda kolefni úr andrúmslofti. Þetta segir Írinn Eugene Hendrick sem talaði á kolefnisráðstefnunni sem fram fór í Bændahöllinni 5. desember.  Írar leggi ríka áherslu á skógrækt um þessar mundir og að auka skógarþekju landsins, meðal annars til að auka hlut landsins í bindingu kolefnis úr andrúmslofti.

Lesa meira

14.12.2017 : Ráðamenn sýnt bindingu í skógum lítinn áhuga

Skógræktarstjóri hefur áhyggjur af plöntuframleiðslu eftir að ákveðið var að hætta rekstri gróðrarstöðvarinnar Barra vegna samdráttar í skógrækt. Hann segist í samtali við Ríkisútvarpið hafa talað fyrir daufum eyrum ráðamanna um aukna kolefnisbindingu í skógi.

Lesa meira

13.12.2017 : Upptökur frá kolefnisráðstefnunni

Ráðstefna um leiðir til að auka kolefnisbindingu var haldin í Bændahöllinni þriðjudaginn 5. desember á alþjóðlegum degi jarðvegs. Upptökur að erindunum eru nú aðgengilegar á vef Bændasamtakanna.

Lesa meira

13.12.2017 : Ljóðaganga í desember

Á laugardaginn var haldin ljóðaganga í Hallormsstaðaskógi á vegum verkefnisins „Litla ljóðahámerin“. Aðalgestur ljóðagöngunar var skáldið Andri Snær Magnason en með honum voru Stefán Bogi Sveinsson og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir sem lásu ýmis ljóð eftir austfirsk ljóðskáld.

Lesa meira

13.12.2017 : Barri hættir starfsemi næsta sumar

Ákveðið hefur verið að loka gróðrarstöð Barra á Fljótsdalshéraði. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í sjónvarpsfréttum í gær. Framkvæmdastjórinn segir fyrirtækið hafa gefist upp á sviknum loforðum um aukna skógrækt og kolefnisbindingu. Í fréttinni er vakin athygli á því að helmingi færri tré séu nú gróðursett á landinu en fyrir tíu árum.


Lesa meira

11.12.2017 : Jólalegt á markaðnum í Vaglaskógi

Jólamarkaðurinn sem haldinn var í þriðja sinn í Vaglaskógi á laugardaginn var gekk vel og áætlar skógarvörður að vel á þriðja hundrað manns hafi komið í skóginn til að sjá hvað var í boði, njóta veitinga, hitta aðra og versla eitthvað fyrir jólin. Vetrarveður var með fallegasta móti í skóginum og aðstæður því hinar bestu.

Lesa meira

07.12.2017 : Jólamarkaður í Vaglaskógi

Litlu mátti muna að vísa þyrfti frá áhugasömu fólki sem vildi selja afurðir sínar og framleiðslu á jólamarkaðinum á Vöglum sem að þessu sinni verður haldinn í starfstöð Skógræktarinnar í Vaglaskógi laugardaginn 9. desember. Auk jólatrjáa, greina og fleiri afurða úr skóginum verða fjölbreyttar þingeyskar framleiðsluvörur til sölu á markaðnum og nemendur Stórutjarnaskóla selja veitingar.

Lesa meira

06.12.2017 : Skógarbændur eystra selja jólatré suður

Héraðsfréttamiðillinn Austurfrétt segir frá því að skógarbændurnir að Brekkugerði í Fljótsdal og Teigabóli í Fellum selji jólatré til höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægasti markaður þeirra sé þó heima fyrir.

Lesa meira

05.12.2017 : Leiðarahöfundur Fréttablaðsins ræðir um kolefnishlutleysi

„Ef tekið er mið af þessum mótvægisaðgerðum, sem taka til flestra geira íslensks samfélags, og við höldum uppteknum og máttlausum hætti áfram í landgræðslu og skógrækt, gæti nettóútstreymi ársins 2030 numið 18 prósentum minna en árið 1990. Góður árangur, en hvergi nærri nóg.“ Þetta skrifar leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og vísar til markmiða ríkisstjórnarinnar um 40 prósenta samdrátt losunar árið 2030 og kolefnishlutleysi um miðja öldina.

Lesa meira

04.12.2017 : Myndband um hagleiksmanninn Johan Grønlund Arndal

Í október birtist hér á skogur.is frétt um listaverk eftir danska skógtækninemann Johan Grønlund Arndal sem hann sker út í trjáboli með keðjusög. Við endurbirtum þessa frétt því nú hefur Hlynur Gauti Sigurðsson, skógræktarráðgjafi og kvikmyndagerðarmaður, gert ljómandi gott myndband um Johan og verk hans. Lesa meira

01.12.2017 : Landgræðsluverðlaunin veitt bændum í Núpasveit og Þistilfirði

Landgræðsluverðlaunin 2017 voru afhent  á opnum fundi um landgræðslumál í Skúlagarði í Kelduhverfi fyrr í vikunni. Frá þessu er sagt á vef Landgræðslunnar, land.is. Meðal verðlaunahafa eru skógarbændurnir Helgi Árnason og Sigurlína J. Jóhannesdóttir á Snartarstöðum í Núpasveit sem stunda umfangsmikla landgræðslu og rækta skóg á 100 hekturum lands. Lesa meira

01.12.2017 : Ísland tali fyrir landbótum á heimsvísu

Nýafstaðið loftslagsþing í Bonn tókst vel að mati Halldórs Þorgeirssonar, forstöðumanns á skrifstofu Loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Halldór segir að Ísland geti gegnt mikilvægu hlutverki, ekki síst á sviði bættra landgæða en það geti þó haft áhrif á orðspor landsins ef ekki verði fljótlega ráðist fyrir alvöru í orkuskipti í samgöngum. Skógræktin, Landbúnaðarháskólinn, Landgræðslan og Bændasamtök Íslands standa sameiginlega að ráðstefnu 5. desember um kolefnismál og landnýtingu. 

Lesa meira

01.12.2017 : Fjögur af hverjum fimm jólatrjám koma að utan

„Við viljum klæða landið skógi. Af hverju tré sem við seljum um jólin plöntum við öðrum fimm trjám. Í því felst virðisaukinn fyrir okkur." Þetta segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, í umfjöllun Fréttablaðsins um jólatré. Framkvæmdastjóri hjá Húsasmiðjunni segir ákjósanlegra ef fyrirtækið gæti verið með hærra hlutfall innlendra trjáa í jólatrjáasölu sinni. 

Lesa meira

30.11.2017 : Skógrækt og kolefnisbinding

Tvöföldun aðgerðarhraða í skógrækt á Íslandi myndi þýða að binding í íslenskum skógum yrði rúm 425 þúsund tonn árið 2030 og fjórföldun myndi skila tæplega 535 þúsund tonna bindingu af CO2 á ári. Edda S. Oddsdóttir, sviðstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar, skrifar um skóga, eitt stærsta kolefnisforðabúr jarðar, í grein sem birtist í Bændablaðinu í dag.

Lesa meira

30.11.2017 : Túrbóskógrækt og stærri verndarsvæði málamiðlun nytja og verndar

Í nýju myndbandi frá Future Forests í Svíþjóð er lögð til þríþætt leið til að sameina markmið náttúruverndar og skógræktar í landinu. Gert er ráð fyrir verndarsvæðum af ákveðinni lágmarksstærð í nytjaskógum til að vernda villtar tegundir og á hinn bóginn verði gjöfular trjátegundir eins og sitkagreni og stafafura notaðar til að ná hámarksframleiðslu skóganna og hámarksbindingu koltvísýrings. Talað er um *túrbótré“ og „túrbóskógrækt“.

Lesa meira

29.11.2017 : Leiðir til að auka kolefnisbindingu

Ráðstefna um möguleika í kolefnisbindingu verður haldin í Bændahöllinni í Reykjavík þriðjudaginn 5. desember. Meðal annarra heldur írski sérfræðingurinn Eugene Hendrick erindi um aðgerðir sem Írar hafa ráðist í til þess að binda kolefni með breyttri landnotkun og aukinni skógrækt. Eugene hefur verið einn af aðal­samninga­mönnum Íra í samskiptum við ESB varðandi samninga um kolefnisbindingu með skóg­rækt.

Lesa meira

28.11.2017 : Nýtt tölublað Laufblaðsins komið út

Skógurinn í Brynjudal í Hvalfirði var formlega opnaður sem Opinn skógur laugardaginn 16. september og er hann sextándi skógurinn sem opnaður er undir merkjum verkefnisins Opins skógar. Þetta er meðal efnis í nýútkomnu fréttabréfi Skógræktarfélags Íslands, Laufblaðinu. Þar eru líka upplýsingar um jólatrjáasölu skógræktarfélaganna. Lesa meira

24.11.2017 : Verður aftur Paradís?

Samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs hafa hrundið af stað verkefni sem kallast Vistvangur í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ, Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og fleiri hafnfirsk félög og stofnanir. Markmið Vistvangs er að klæða örfoka svæði í Krýsuvíkurlandi gróðri. Lesa meira

24.11.2017 : Tímamót í íslenskri nytjaskógrækt

Undanfarna mánuði hefur Ingvar P Guðbjörnsson, verkefnisstjóri hjá Félagi skógarbænda á Suðurlandi, unnið að því fyrir félagið, með styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands, að kanna hagkvæmni þess að hafin verði viðarvinnsla úr sunnlenskum skógum. Niðurstöður verða kynntar í félagsheimilinu Þingborg í Flóa laugardaginn 25. nóvember kl. 10.

Lesa meira

23.11.2017 : American Forests styður við skógrækt á Íslandi

Bandarísku skógverndar- og skógræktarsamtökin American Forests hafa tekið saman höndum með Skógræktarfélagi Íslands um gróðursetningu 15.000 trjáplantna á Íslandi í þrjú ár, alls 45.000 plöntur. Gróðursett erá tveimur stöðum, á Eskifirði og við Úlfljótsvatn. Þetta verkefni er hluti af víðtækara samstarfi American Forests við sjóðinn Alcoa Foundation.

Lesa meira

17.11.2017 : Árleg ráðstefna um konur og skógrækt í bígerð

Þriggja daga vinnufundi um jafnrétti og fjölbreytni í norræna skógargeiranum lauk á sunnudag með þátttöku tveggja fulltrúa frá Skógræktinni, Sigríðar Júlíu Brynleifs­dóttur, sviðstjóra skógarauðlindasviðs, og Eddu S. Oddsdóttur, sviðstjóra rannsókna­sviðs. stefnt er að því að halda norræna ráðstefnu um konur og skógrækt á hverju ári í tíu ár og sú fyrsta verði í Svíþjóð 2019. Einnig er stefnt að stofnun skógarkvenna­samtaka á Íslandi á næsta ári.

Lesa meira

16.11.2017 : Aukinn þvermálsvöxtur með því að grisja fyrr?

Mögulega mætti auka þvermálsvöxt í ungum skógi með því að grisja fyrr en venjan hefur verið. Á sauðfjárjörðum má beita slíkan skóg eftir grisjun til að hindra vöxt greina eða teinunga af rótum þeirra trjáa sem grisjuð voru burt. Óvísindaleg athugun í þessa veru var gerð á skógræktarjörð í Fljótsdal og sagt er frá henni í nýju myndbandi Skógræktarinnar.

Lesa meira

16.11.2017 : Ráðstefna um kolefnisbindingu 5. desember

Aðgerðir Íra til bindingar kolefnis með breyttri landnotkun og aukinni skógrækt verða tíundaðar á ráðstefnu sem fram fer í Bændahöllinni í Reykjavík 5. desember. Að ráðstefnunni standa Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskóskóli Íslands Landgræðsla ríkisins og Skógræktin.

Lesa meira

15.11.2017 : Kynbættur fjallaþinur jólatré framtíðarinnar

Þess er vænst að kynbættur fjallaþinur verði vinsælasta jólatréð hér á landi þegar fram líða stundir. Þetta íslenska úrvalstré geti þá keppt við danskan nordmannsþin sem í dag er mest selda jólatréð. Þetta segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins og fjallað var um málið í fréttum Sjónvarps. Rætt er við Brynjar Skúlason skógerfðafræðing sem stýrir trjákynbótum hjá Skógræktinni.

Lesa meira

15.11.2017 : Íslenskir skógar áfram í heimspressunni

Íslensku skógarnir vaxa svo vel að það brakar í þeim. Í Reykjavík, þar sem varla sáust tré fyrir fáeinum áratugum, eru nú tré út um allt. Nytjategundir í íslenskum skógum vaxa 10-20 sinnum betur en íslenska birkið. Þetta er meðal þess sem finnska blaðakonan Lotte Krank-Van de Burgt fékk að kynnast á ferð með Aðalsteini Sigurgeirssyni, fagmálastjóra skógræktarinnar, um íslenska skóga.

Lesa meira

14.11.2017 : Húsgagnagerð úr skógarefni

Hið sívinsæla námskeið „Húsgagnagerð úr skógarefni“ var haldið um helgina í skemmu Skógræktarfélags Árnesinga á Snæfoksstöðum. Frá árinu 2010 hafa verið haldin 25 námskeið sem þetta með samanlagt 314 þátttakendum. Framhaldsnámskeið verður um næstu helgi.

Lesa meira

10.11.2017 : Tengsl niðurbrotssveppa í trjáviði við plöntur

Carolina Girometta, sérfræðingur við svepparannsóknadeild jarð- og umhverfisvísindasviðs háskólans í Pavia á Ítalíu, flytur á þriðjudag fyrirlestur í Öskju um niðurbrotssveppi í trjáviði og tengsl þeirra við plöntur. Allir eru velkomnir.

Lesa meira

10.11.2017 : Finnskur olíujöfur segir skóg áhrifaríkasta tækið til bindingar

Er virkilega hægt að klæða eyðimerkur skógi? Mika nttonen, stjórnarformaður orkufyrirtækisins St1, hefur hugmyndina, fjármagnið og áræðið sem til þarf. Hann hyggst lækna lungu jarðarinnar.

Lesa meira

08.11.2017 : Sögin gerði kleift að skapa margt gott úr efniviði skógarins

Fyrir þremur árum var keypt bolviðarsög að skógræktarbýlinu Giljalandi í Skaftártungu. Síðan hefur efniviðurinn úr skóginum verið notaður í hliðgrindur, hestagerði, klæðningar, bekki, borð og fleira.

Lesa meira

07.11.2017 : Barrvefari finnst í Dölum

Barrvefari fannst í haust á lerkitrjám vestur í Dölum. Skaðvaldurinn var staðbundinn á einum bæ en hafði étið barrið af nokkrum lerkitrjám svo þau voru orðin albrún að lit. Einnig hafði hann ráðist á ungar furur á svæðinu.

Lesa meira

06.11.2017 : Bein útsending frá ráðstefnu ThinkForest

Bein útsending verður á morgun, þriðjudaginn 7. nóvember, frá ráðstefnu ThinkForest þar sem fjallað verður um hringrásir evrópska hagkerfisins og nýjar hugmyndir um hvernig koma skuli slíku hagkerfi á.

Lesa meira

02.11.2017 : Ótal tré af einu fræi

Innan tíðar kann að verða mögulegt að búa til ótal nákvæmlega eins jólatré af einu og sama fræinu. Framfarir í vefjarækt af kími trjáfræja eru miklar um þessar mundir og þróaðir hafa verið róbótar til að fjöldaframleiða trjáplöntur með æskilegum eiginleikum. Þetta var meðal umfjöllunarefna á jólatrjáaráðstefnu sem haldin var hérlendis nýlega.

Lesa meira

02.11.2017 : Mikil fjölgun tjaldgesta í Hallormsstaðaskógi

Tjaldgestum fjölgaði mikið í Hallormsstaðaskógi í sumar og í september voru gistinætur um 50% fleiri en í fyrra. Vel hefur viðrað til útiverka í skóginum í haust og senn verður farið að fella jólatré. Ungverskur skógfræðinemi dvelur nú á Hallormsstað og vinnur að meistaraverkefni um vindfall í skógi á Íslandi og náttúrulega endurnýjun skóga á svæðunum eftir vindfall.

Lesa meira

02.11.2017 : Afkvistunarvél reynd á Suðurlandi

Ódýr og meðfærileg afkvistunarvél er reynd þessa dagana við grisjun í skógum á Suðurlandi. Slík vél, sem tengd er við dráttarvél, er sögð geta sparað skógarbændum aðkeypta vinnu. Rætt er um að stofna rekstrarfélag um slíka vél til að hægt sé að þjóna bændum.

Lesa meira

01.11.2017 : Eldfjallaaskan bæði góð og slæm fyrir skóginn

Fjallað var um skógrækt á Íslandi í þættinum Dagen á sjónvarpsstöðinni DR2 í Danmörku síðdegis í gær. Rætt var við Hrein Óskarsson, sviðstjóra samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, og Carsten Ravlund-Rasmussen, prófessor í endurhæfingu vistkerfa við Kaupmannahafnarháskóla.

Lesa meira

31.10.2017 : Skógarbóndi í dómsmál vegna fjárreksturs um land hans

Gunnar Jónsson, eigandi Króks í Norðurárdal, krefst þess fyrir dómi að viður-kennt verði að Borgarbyggð megi ekki reka fé af fjalli um lönd hans. Sveitar-félagið telur sig hafa rétt til þess að leyfa gangnamönnum að fara þar um með fé.

Lesa meira

31.10.2017 : Loftslagsmálin í stjórnarsáttmálann

Miklu máli skipt­ir að unnið verði að því með öll­um til­tæk­um ráðum að stöðva hlýn­un jarðar frá nú­ver­andi kjör­tíma­bili. Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá bar­áttu­hóp­in­um Par­ís 1,5, sem skor­ar á alla stjórn­mála­flokka eft­ir kosn­ing­arn­ar 28. októ­ber að hafa lofts­lags­mál­in að leiðarljósi í stjórn­arsátt­mála við mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Morgunblaðið segir frá þessu í dag. Lesa meira

31.10.2017 : Ný grein komin út í Icelandic Agricultural Sciences

Ný grein er komin út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þetta er sjötta greinin sem kemur út í hefti 30/2017. Könnuð voru möguleg áhrif útbreiðslu lúpínu á samfélög frjóbera á Íslandi. Lesa meira

30.10.2017 : Jólatré höggvin í Skorradal og skógar grisjaðir á Vöglum

Vel gengur að sækja torgtré í skógana í Skorradal og í Vaglaskógi eru komnar góðar birgðir af birki til eldiviðarvinnslu. Í öllum landshlutum hefur hagstætt haustið auðveldað mjög vinnu í skógunum. Ekkert hefur snjóað enn á Vöglum og þar hafa danskir skógtækninemar í starfsnámi fengið dýrmæta reynslu í grisjun bæði birki- og furuskógar.

Lesa meira

27.10.2017 : Góð ráð um arna og kamínur

„Mikill hiti getur borist frá kamínu og víða í Evrópu notar fólk kamínuna sem helstu leiðina til að kynda hjá sér húsin, en á íslenskum heimilum með hitaveitukyndingu og góða einangrun getur orðið allt of heitt þegar byrjar að loga í kamínunni, ef hún er af rangri stærð eða gerð.“ Þetta segir Jón Eldon Logason sem gefur góð ráð um arna og kamínur í spjalli við Morgunblaðið.

Lesa meira

27.10.2017 : Skógarmyndir sýndar frá Alberta og Bresku-Kólumbíu

Skógræktarfélag Garðabæjar býður á mánudagskvöld til myndasýningar frá ferð Skógræktarfélags Íslands um Alberta og Bresku-Kólumbíu í Kanada í september 2017.  Lesa meira

26.10.2017 : Stikur og stígar í Þórsmörk

Óvíða hefur tekist jafnvel til við umhverfisbætur en í Þórsmörk segir Hreinn Óskarsson, sviðstjóri hjá Skógræktinni, í frétt sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Þar er fjallað um sjálfboðastarf við stígagerð og landbætur sem unnið er árlega í Þórsmörk og á nágrannasvæðum. Komið hefur verið upp merkjakerfi sem eykur öryggi ferðafólks ef óhöpp verða og flýtir fyrir björgun.

Lesa meira

25.10.2017 : Fagráðstefna skógræktar 2018 - þemadagur Nordgen

Fræöflun og trjákynbætur verða meginviðfangsefni Fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður í Hofi á Akureyri 11.-12. apríl 2018. Fyrri dagurinn verður þemadagur í samvinnu við Nordgen.

Lesa meira

25.10.2017 : Ljósaganga á kosningakvöldi

Skógræktarfélag Borgarfjarðar boðar til ljósagöngu um skógarstíga í Reykholti á laugardag, 28. október, kl. 18. Gangan hefst við Höskuldargerði. Sr. Geir Waage og Óskar Guðmundsson í Véum gera tilraun til að bregða birtu yfir óljós atriði í myrkviðum skógarins. Takið með ykkur ljósfæri.

Lesa meira

24.10.2017 : Lagt til að fjórfalda aðgerðahraða í skógrækt

Fjórföldun aðgerðahraða í landgræðslu og fjölbreyttri skógrækt myndi leiða til þess að árið 2030 yrði búið að græða upp eða þekja skógi alls 485.000 hektara lands. Það myndi skila nettóbindingu í jarðvegi og gróðri um allt að ríflega 1.300 þúsund tonn CO2 árlega. Þetta er lagt til í samantekt framkvæmdastjóra Orkuseturs sem unnin var fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra

Lesa meira

24.10.2017 : Ljósaganga í kvöld hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu í kvöld, þriðjudaginn 24. október, kl. 19.30.

Lesa meira

24.10.2017 : Reyna að endurgera það sem víkingarnir eyddu

Mynd af Jóni Ásgeiri Jónssyni, skógfræðingi hjá Skógræktarfélagi Íslands, birtist á baksíðu sunnudagsblaðs bandaríska stórblaðsins The New York Times í gær, 22. október. Í blaðinu er rætt við Jón Ásgeir um hvernig forfeður okkar eyddu nær öllum skógi á Íslandi og hve hægt gengur að endurheimta skóglendi á landinu.

Lesa meira

24.10.2017 : Óðurinn til gervijólatrésins

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Jólin nálgast þótt veðurfarið bendi ekki til þess. Úti dimmir þó dag frá degi og hátíð ljóssins kemur fyrr en varir. Þá setjum við upp lifandi íslenskt jólatré og skreytum það með ljósum og glingri. Óðurinn til gervijólatrésins vekur okkur til umhugsunar.

Lesa meira

23.10.2017 : Umhirðunámskeið í blíðuveðri

Í sjötta skiptið á sjö árum voru þau Hlynur Gauti Sigurðsson og Sherry Curl leiðbeinendur á námskeiði í ungskógarumhirðu sem fram fór á Héraði um helgina. Farið var yfir fræðilegan og fjárhagslegan ávinning skógarumhirðu fyrri daginn og verklega þætti seinni daginn.

Lesa meira

19.10.2017 : Fræðslufundur um árangurinn á Hólasandi

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar fimmtudaginn 26. október kl. 20. Þar flytur Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri erindi í máli og myndum um uppgræðslu og skógrækt á Hólasandi. Þar hefur náðst einstaklega góður árangur við uppgræðslu örfoka lands.

Lesa meira

19.10.2017 : Valdimar í viðtali hjá Skessuhorni

Í nýútkomnu tölublaði héraðsfréttablaðsins Skessuhorns sem gefið er út í Borgarnesi er í dag rætt við Valdimar Reynisson, skógarvörð á Vesturlandi, meðal annars um kolefnisbindingu. Valdimar bendir á að skógrækt sé ein einfaldasta leiðin sem við höfum til að binda kolefni.

Lesa meira

19.10.2017 : Ráðstefna um framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra

Framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra verður rædd á ráðstefnu sem haldin verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga á morgun, föstudaginn 20. október. Meðal frummælenda er Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og ræðir skógrækt sem þátt í fjölbreyttari landbúnaði.

Lesa meira

18.10.2017 : Moð úr fjárhúsum upplagt til skóggræðslu á melum

Kraftaverk má vinna með lífrænum úrgangi sem til fellur í samfélaginu, til dæmis á sveitabæjum. Næringarskortur á melum gerir að verkum að þeir gróa seint upp þrátt fyrir beitarfriðun. Flýta má mjög fyrir gróðurframvindu með því að bera lífrænan áburð á melana. Gott dæmi um þetta er uppgræðslustarf sem unnið er í landi Brekkukots í Reykholtsdal.

Lesa meira

18.10.2017 : Umhverfisþing á föstudag

Skráningu lýkur í dag á tíunda Umhverfisþing sem haldið verður föstudaginn 20. október 2017 í Silfurbergi í Hörpu í Reykjavík. Að þessu sinni verða loftslagsmál í brennidepli þingsins. Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, verður fulltrúi Skógræktarinnar í pallborði.

Lesa meira

17.10.2017 : Framtíð landgæða jarðar í þættinum Græðum landið

Í þættinum Græðum landið sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni ÍNN var í gær rætt við Árna Bragason landgræðslustjóra um hlýnun jarðar og skýrslu Sameinuðu þjóðanna, Global Land Outlook, þar sem fjallað er um notkun landgæða í heiminum og framtíð þeirra frá mörgum hliðum.

Lesa meira

16.10.2017 : Frumskógurinn í Białowieża

Białowieża-frumskógurinn í Póllandi hefur notið einhvers konar friðunar allt frá því um miðja 15. öld. Um 1.400 ferkílómetrar hans eru nú á heimsminjaskrá UNESCO. Fjórtán manna hópur skógræktarfólks frá Íslandi skoðaði skóginn á dögunum í fylgd skógarvarða.

Lesa meira

13.10.2017 : Laus pláss á trjáfellingar- og grisjunarnámskeið Hallormsstað

Björgvin Eggertsson, skógfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, kennir trjáfellingar og grisjun með keðjusög á námskeiði sem fram fer á Hallormsstað dagana 17.-19. október. Ekki verða teknir fleiri en tíu nemendur á námskeiðið og umsóknarfrestur er til 10. október.

Lesa meira

13.10.2017 : Myndband um barrviðarátu á lerki

Á Austurlandi hefur sveppasjúkdómur sem kallast barrviðaráta, tekið að herja á síberíulerki í vaxandi mæli síðustu árin, þar á meðal á svokölluð íslensk lerkikvæmi, sem líklegast er að séu blendingar rússalerkis og síberíulerkis. Varast ber að klippa trén á haustin og fram á vetur til að minnka hætta á sýkingum. Um þetta er fjallað í nýju myndbandi Skógræktarinnar. 

Lesa meira

13.10.2017 : Sjálfboðaliðar á Þórsmörk gera myndband

Frá því að sjálfboðaliðar á vegum Skógræktarinnar hófu störf á Þórsmörk fyrir fimm árum hefur sá siður haldist að síðasti sjálfboðaliðahópur sumarsins sé frá svissneska skólanumInternational School of Zug and Luzern. Hópurinn sem kom í haust hefur sent frá sér skemmtilegt myndband.

Lesa meira

12.10.2017 : Asparglytta óvenju áberandi víða

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að mikill fjöldi asparglyttu hafi verið áberandi í haust. Hann hafi fengið sendar myndir af fólki sem sýna glyttuna í hundraðatali. Lesa meira

11.10.2017 : Haustlitirnir þjóna mikilvægum tilgangi

Haustið er besti tíminn til að greina uppruna trjáplantna. Þau sem eru ættuð af norðlægum svæðum ganga fyrr frá sér en þau sem eru frá suðlægum svæðum. Þessi munur blasir við þegar trén búast í haustliti. Rætt var við Brynjar Skúlason, skógerfðafræðing á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá í fréttum Sjónvarpsins í gær.

Lesa meira
Umhirda-ungskogar---toppsnyrting

09.10.2017 : Umhirðunámskeið á Egilsstöðum

Námskeið um umhirðu í ungskógi verður haldið á Egilsstöðum dagana 20.-21. október ef næg þátttaka fæst. Með góðri umhirðu ungskógar er stuðlað að heilbrigði skógarins og hámarksvexti.

Lesa meira

06.10.2017 : Danskur hagleiksmaður í starfsnámi hjá þjóðskógunum á Vesturlandi

Danski skógtæknineminn Johan Grønlund Arndal sem nú er í starfsnámi hjá skógarverðinum á Vesturlandi er mikill hagleiksmaður og sker út höggmyndir með keðjusög í frístundum sínum. Vonast er til að höggmyndir eftir hann fái að prýða Stálpastaðaskóg.

Lesa meira

05.10.2017 : Skógræktin og Landgræðslan með gróðursetningardag á Hólasandi

Starfsfólk Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins á Norðurlandi kom saman á Hólasandi í síðustu viku til að gróðursetja tæplega tíu þúsund trjáplöntur. Þessi gróðursetningardagur er táknrænn fyrir vaxandi samstarf stofnananna tveggja á ýmsum sviðum, ekki síst við skógrækt á uppgræðslusvæðum.

Lesa meira

03.10.2017 : Tré treysta á samlífi við sveppi

Í skóg­rækt ætlaðri til að binda kol­efni verða svepp­irn­ir að vera með því um svepp­ina fer kol­efnið niður í jarðveg­inn. Svepp­ir eru bún­ir til úr fín­gerðum þráðum sem virka eins og lif­andi rör og flytja vatn og nær­ing­ar­efni lang­ar leiðir. Tré treysta því á sam­lífi við sveppi,“ seg­ir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur í fróðlegu viðtali í Morgunblaðinu.

Lesa meira

03.10.2017 : Handverkskona ársins eimar ilmolíur úr trjám

Í helgarblaði Fréttablaðsins 30. september var rætt við einn af starfsmönnum Skógræktarinnar, Hraundísi Guðmundsdóttur, skógræktarráðgjafa, skógarbónda og ilmolíuframleiðanda á Rauðsgili í Reykholtsdal í Borgarfirði. Hraundís var valin handverkskona ársins á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í ágústmánuði.

Lesa meira

02.10.2017 : Timburafurðir skóga á Íslandi

Það er fyrst og fremst tækniþekking og hugmyndaflug sem takmarkar hvað hægt er að nýta timbur til. Hagkvæmni úrvinnslu ræðst að hluta af stærðarhagkvæmni og fjarlægð hráefnis frá úrvinnslustað. Um þessi efni skrifar Brynjar Skúlason í síðasta tölublaði Bændablaðsins

Lesa meira

26.09.2017 : Tækifærið til bindingar með skógrækt er núna

Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda, svarar skrifum Haraldar Benediktssonar alþingismanns um kolefnisbúskap í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. í greininni bendir hún á þau tækifæri sem felast í bindingu koltvísýrings með aukinni skógrækt á bújörðum. Með því megi m.a. treysta byggð og skapa atvinnutækifæri í sveitum. Bindingin nýtist upp í skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

Lesa meira

20.09.2017 : Sauðfjárbændur vilja binda kolefni

Sérstakt kolefnisbindingarátak er meðal þeirra tillagna í átta liðum sem fulltrúar aðildarfélaga Landssamtaka sauðfjárbænda samþykktu á fundi í Bændahöllinni í gær. Bændur vilja binda kolefni með uppgræðslu, skógrækt, endurheimt votlendis og öðrum aðgerðum í samvinnu við stjórnvöld.

Lesa meira

20.09.2017 : Ný fræðslumynd, Afforesting Iceland - A Cause for Optimism

Hefur Ísland alltaf verið skóglaust land? Geta skógar vaxið á þessari eldfjalla- og jöklaeyju? Í nýju myndbandi frá EUFORGEN er þessum spurningum svarað með því að rekja sögu skógræktar á Íslandi. Útskýrð er nytsemi þess að huga að erfðaefni fræja, stiklinga og ungplantna og hvernig það stuðlar að heilbrigðum og gjöfulum skógum.

Lesa meira

19.09.2017 : Skógræktin bindur kolefni fyrir Faxaflóahafnir

Skógræktin tekur að sér að rækta skóg og binda kolefni fyrir Faxaflóahafnir samkvæmt samstarfssamningi sem undirritaður var í dag. Ræktaður verður skógur á landi Faxaflóahafna að Klafastöðum í Hvalfjarðarsveit og á jörðum í umsjón Skógræktarinnar. Með þessari skógrækt verður kolefni bundið í skógi til næstu fimmtíu ára á móti því sem losnar vegna reksturs Faxaflóahafna.

Lesa meira

19.09.2017 : Jafnrétti og margbreytileiki í skógrækt á Norðurlöndum

Norræn upplýsingamiðstöð um kynjajafnrétti, NIKK, úthlutaði í dag styrk til undirbúningsverkefnis sem ætlað er að auka hlut kvenna í skógargeiranum. Skógræktin tekur þátt í verkefninu ásamt norsku samtökunum Kvinner i skogbruket, Spillkråkan í Svíþjóð og norsku háskólastofnuninni KUN.

Lesa meira

19.09.2017 : Pólska skógræktin tekur á móti íslensku skógræktarfólki

Hópur íslensks skógræktarfólks var á ferð í Póllandi í síðustu viku og heimsótti þá með­al annars Nadleśnictwo Żednia sem er starf­stöð pólsku ríkis­skóg­rækt­ar­inn­ar í þorp­inu Żednia í norðaustanverðu Póllandi. Gestirnir frædd­ust um ýmsar skógræktar­fram­kvæmd­ir ytra, skógarplöntuframleiðslu, áætlanagerð, uppskeru, verndunarmál og fleira.

Lesa meira

19.09.2017 : Byggðastofnun mælir með kolefnisjöfnunarverkefnum fyrir bændur

Í greiningu á stöðu sauðfjárræktar og sauðfjárbænda sem Byggðastofnun gerði fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið er bent á ýmsar aukabúgreinar sem geti stutt við sauðfjárbændur á skilgreindum svæðum. Til dæmis megi binda kolefni með skógrækt og stuðla þannig að kolefnisjöfnuði í sauðfjárræktinni.

Lesa meira

18.09.2017 : Heimsþing IUFRO í beinni

Heimsráðstefna IUFRO, alþjóðasambands skógvísindastofnana, er hafið í Freiburg í Þýskalandi. Þetta er 125. heimsþing IUFRO og búist er við um 2.000 vísindamönnum frá 89 löndum á ráðstefnuna. Fylgjast má með erindum á ráðstefnunni í beinni útsendingu. Lesa meira

15.09.2017 : Hversu margar eru trjátegundir heimsins?

Undir merkjum samstarfsnets grasagarða, BGCI, hefur svarsins verið leitað undanfarin þrjú ár eða. Rýnt hefur verið í yfir 500 útgefnar heimildir í samráði við sérfræðinga um allan heim. Niðurstaðan er að á jörðinni sé að finna 60.065 trjátegundir.

Lesa meira

14.09.2017 : Birkiþéla, ný meindýrategund í skógum landsins

Ný vesputegund hefur fundist á birki víða um landið og herjar hún á lauf trjánna síðsumars með svipuðum hætti og birkikemba herjar á það í sumarbyrjun. Nýja tegundin hefur hlotið heitið birkiþéla. Eftir er að sjá hvaða áhrif þessi nýja óværa hefur á íslenska birkið sem nú breiðist á ný út um landið.

Lesa meira

13.09.2017 : Haustgróðursetning grunnskólanema í Garðabæ

Nú í september hafa nemendur grunnskólanna í Garðabæ gróðursett trjáplöntur á Álftanesi og í Sandahlíð ofan Kjóavalla. Mikilvægt er að uppvaxandi kynslóðir kynnist trjárækt og læri um mikilvægi trjágróðurs fyrir menn og vistkerfi.

Lesa meira

13.09.2017 : Nýr „Opinn skógur“ í Brynjudal

Opinn skógur í Brynjudal í Hvalfirði verður formlega opnaður á laugardag, 16. september. Í tilefni af opnuninni verður hátíðardagskrá með skemmtun fyrir alla fjölskylduna og eru allir velkomnir.

Lesa meira

12.09.2017 : Erfðarannsóknir skipta sköpum fyrir framtíð skóga og skógræktar

Erfðafjölbreytileiki er grunnur alls líffjölbreytileika. Þetta segir dr Om Rajora, prófessor í skógerfðafræði við háskólann í New Brunswick í Kanada. Hann stýrir málstofu um þýðingu erfðavísinda fyrir verndun lífríkis í skógum og aðlögun að loftslagsbreytingum sem er á dagskrá 125. heimsþings IUFRO. Þingið hefst á mánudag í Freiburg í Þýskalandi.

Lesa meira

12.09.2017 : Yndisskógar gera landið betra

Í Laugardagsblaði Morgunblaðsins var rætt við Jónatan Garðarsson sem kjörinn var formaður Skógræktarfélags Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði 25.-27. ágúst. Jónatan segir brýnt að nýr samningur verði gerður um Landgræðsluskóga og gróðursetning tvöfölduð frá núverandi samningi sem rennur út á næsta ári.

Lesa meira

11.09.2017 : Lerkiskógur - vöxtur og þroski

Í grein í nýjasta tölublaði Bændablaðsins rekur Brynjar Skúlason skógerfðafræðingur ræktun lerkiskógar í sextíu ár og tíundar afrakstur slíks skógar á vaxtartímanum. Hver hektari gefur um 170 rúmmetra af timbri, þar af um 40 rúmmetra borðviðar.

Lesa meira

11.09.2017 : Landsmenn hvattir til að safna fræi

Dagur íslenskrar náttúru 16. september verður almennur fræsöfnunardagur um allt land. Landsmenn eru hvattir til að safna fræi af trjám, einkum birki, og stuðla þannig að útbreiðslu skóglendis á landinu.

Lesa meira

08.09.2017 : Tækifæri fyrir sauðfjárbændur í landgræðslu og skógrækt

Árni Bragason landgræðslustjóri og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri hafa ritað landbúnaðarráðherra bréf þar sem þeir leggja fram í fjórum liðum hugmyndir að nýjum atvinnutækifærum sem nýta mætti til að mæta vanda sauðfjárbænda.

Lesa meira

07.09.2017 : Námskeiðaröð Grænni skóga 1 á Suður og Vesturlandi

Námskeiðaröð Grænni skóga I á Suður- og Vesturlandi hefst 22. september. Kennt verður í starfstöðvum Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi (Garðyrkjuskólanum) og á Hvanneyri. Farið verður í vettvangsferðir i skóglendi í nágrenninu. Skráningarfrestur er til 12. september. 

Lesa meira

05.09.2017 : Gróðursett í frægarð fjallaþins

Brynjar Skúlason skógerfðafræðingur og Benjamín Örn Davíðsson gróðursettu í síðustu viku kynbættan fjallaþin í tvo aðskilda frægarða í þjóðskóginum á Vöglum á Þelamörk. Von er á fyrsta fræinu til framleiðslu úrvalsjólatrjáa innan áratugar.

Lesa meira

04.09.2017 : LSE auglýsa eftir framkvæmdastjóra

Landssamtök skógareigenda (LSE) auglýsa starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Um er að ræða 80 % starf og er miðað við að ráðið verði í það frá 1. nóvember 2017, eða eftir samkomulagi.

Lesa meira

04.09.2017 : Alþjóðleg jólatrjáaráðstefna hafin

Í morgun hófst fræðileg alþjóðleg ráðstefna um jólatrjáarækt á Hótel Natur Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Þar eru samankomnir margir af helstu vísindamönnum á sviði jólatrjáarannsókna í heiminum og ræða um ræktunaraðferðir, kynbætur, sjúkdóma, meindýr og fleira. Ráðstefnan stendur fram á föstudag.

Lesa meira

25.08.2017 : „Nehei. Við erum rétt að byrja!“

Skotland var skóglaust land fyrir tvö hundruð árum og þá var meðalhiti þar litlu hærri en nú er á Íslandi. Á þeim tíma hófu Skotar að rækta stórvaxnar trjátegundir eins og degli og risafuru líkt og Íslendingar eru að fikta við nú. Meginmarkmið skógræktar er þó ekki að rækta fleiri tegundir heldur meiri og betri skóga. Í ávarpi sínu við upphaf aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sagði Þröstur Eysteinsson skógræktarstóri að skógrækt gæti verið hluti lausnarinnar á aðsteðjandi vanda sauðfjárræktarinnar.

Lesa meira

24.08.2017 : Hreyfing komin á timburstæðurnar

Undanfarna daga hefur verið unnið að því að flytja boli úr timburstæðum á Vesturlandi sem sumar hverjar hafa beðið flutningsins lengi. Skakka stæðan í Písa heyrir til að mynda brátt sögunni til. Afhentir verða 1.500 rúmmetrar af kurlefni til járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga á næstu vikum.

Lesa meira

23.08.2017 : Samið við Skógræktina um kolefnisbindingu

Skógræktin og Landskógar ehf. hafa gert með sér samkomulag um skógrækt til kolefnisbindingar. Landsskógar ehf. hyggjast afla fjármagns til kolefnisbindingar með skógrækt, ekki síst frá aðilum í ferðaþjónustu sem áhuga hafa á slíkum verkefnum.

Lesa meira

23.08.2017 : Starfstöð Skógræktarinnar á Akureyri tekur fyrsta „Græna skrefið“

Starfsfólk Akureyrarskrifstofu Skógræktarinnar í Gömlu-Gróðrarstöðinni tók á mánudaginn var við viðurkenningu frá Umhverfisstofnun fyrir að hafa náð fyrsta „Græna skrefinu“ í ríkisrekstri. Markmiðið er að allar starfstöðvar Skógræktarinnar taki þessi skref.

Lesa meira

23.08.2017 : Sérstakir hjólastígar merktir í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur vinnur nú að því að merkja sérstakar hjólreiðaleiðir í Heiðmörk, alls 8 kílómetra. Jafnframt hefur hjólandi umferð verið beint frá fimm kílómetra leið sem nú er sérmerkt göngufólki. Skógræktarfélag Reykjavíkur hyggst vinna að fjölgun reiðhjólastíga í Heiðmörk á næstu misserum.

Lesa meira

22.08.2017 : Afmæli Mógilsár í rjómablíðu

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði trjásafnið á Mógilsá formlega á skógardeginum sem haldinn var á sunnudag til að fagna hálfrar aldar afmæli Rannsóknastöðvar skógræktar. Til öryggis fór Björt úr skónum áður en hún mundaði öxina og hjó sundur snæri til að opna trjásafnið. Á fimmta hundrað manns sótti skógardaginn sem tókst afar vel í sólskini og blíðu.

Lesa meira

19.08.2017 : Asparklónar lofa góðu

í Morgunblaðinu í dag er rætt við Halldór Sverrisson, sérfræðing á Mógilsá, sem unnið hefur ötullega að því undanfarin ár að kynbæta þann efnivið alaskaaspar sem notaður er í skógrækt á Íslandi. Útlit er fyrir að komnir séu fram asparklónar sem bæði vaxa mjög vel, mynda mikinn við og eru lítt útsettir fyrir sveppasjúkdómnum asparryði.

Lesa meira

18.08.2017 : Skógræktarfólk í Útvarpinu

Rannsóknastöð skógræktar Mógilsár fær talsverða athygli í fjölmiðlum þessa dagana vegna fimmtíu ára afmælis skógræktarrannsókna á Íslandi. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar var í spjalli á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun og einnig í Samfélaginu á sömu rás eftir hádegi ásamt Eddu S. Oddsdóttur, forstöðumanni á Mógilsá.

Lesa meira

18.08.2017 : Fyrsti eikarskógurinn á Íslandi

Undirbúningur fyrir skógardaginn sem haldinn verður á sunnudag í tilefni  hálfrar aldar afmælis Rannsóknastöðvar skógræktar Mógilsá gengur vel. Sá sögulegi atburður verður á hátíðinni að gróðursett verður í fyrsta eikar­skóg­inn á Íslandi. Eikur úr 600 metra hæð í fjöllum Hessen í Þýskalandi báru fræin sem eikurnar á Mógilsá eru sprottnar upp úr. Fyrstu eikurnar voru gróðursettar í fyrra, þrífast allar vel og eru í góðum vexti.

Lesa meira

17.08.2017 : Skógardagur á 50 ára afmæli Mógilsár

Hálfrar aldar rannsóknarstarfi á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá verður fagnað í skóginum við stöðina sunnudaginn 20. ágúst. Haldinn verður skógardagur að skógarmanna sið og gestir fá að kynnast þeim spennandi verkefnum sem starfsfólk stöðvarinnar vinnur að.

Lesa meira

16.08.2017 : Hallgrímur Indriðason sjötugur

Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar, er sjötugur í dag. Hann hættir störfum í lok þessa mánaðar og hefur þá starfað við skógrækt með ýmsum hætti í ríflega hálfa öld. Skógræktin óskar Hallgrími til hamingju með daginn, þakkar honum vel unnin störf og óskar velfarnaðar.

Lesa meira

15.08.2017 : Skógardagur Norðurlands í Kjarnaskógi á laugardag

Á Skógardegi Norðurlands sem  haldinn verður á laugardag í Kjarnaskógi verður nýtt útivistar- og grillsvæði á og við Birkivöll formlega tekið í notkun. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri ávarpar afmælisbarnið og skrifað verður undir samning um nýjan Yndisgarð sem meiningin er að koma upp í skóginum með úrvali skrautrunnategunda. 

Lesa meira

15.08.2017 : Sitkalúsafaraldur á Íslandi

Sitkalúsafaraldur gengur nú yfir landið í grenitrjám sem fer mjög illa með trén. Frá þessu er sagt á fréttavefnum visir.is og Stöð 2 fjallaði um það einnig í fréttum. Nefnt er sem dæmi að víða megi sjá illa farin tré á Selfossi en forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar segir að talsvert sé um lúsina í Skagafirði, á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi

Lesa meira

15.08.2017 : Birkiryð snemma á ferð

Birkiryð er óvenjusnemma á ferðinni á Norðurlandi og eru skógar farnir að taka á sig haustlegan blæ. Skógarvörður segir að plágur leggist í auknum mæli á birkið og það geti haft ófyrirséð áhrif til framtíðar. Frá þessu var sagt í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins.<br>

Lesa meira

14.08.2017 : Ráðið í stöðu mannauðsstjóra og skipulagsfulltrúa

Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur og skógarbóndi, hefur verið ráðin í hálft starf skipulagsfulltrúa hjá Skógræktinni og Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú, í hálft starf mannauðsstjóra. Hrefna tekur til starfa 1. september en Björg 1. október.

Lesa meira

11.08.2017 : Nýsköpun og endurnýjun skóga

Fjallað verður um nýsköpun og endurnýjun skóga á skógaráðstefnu NordGen sem haldin verður 19.-20. september í Silkeborg í Danmörku. Reifaðar verða ýmsar nýjungar sem gætu átt þátt í að breyta skógrækt og skógarnytjum á komandi árum.

Lesa meira

10.08.2017 : Grenitrén standa áfram á Þingvöllum

Grenitré á sumarbústaðarlóð við Valhallarreitinn á Þingvöllum fá að vaxa þar áfram þar til eðlilegt þykir að fella þau, segir skógræktarstjóri. Smám saman verði útlensku trén fjarlægð og þeim ekki leyft að breiðast út.

Lesa meira

10.08.2017 : Íslendingur fyrsti heimsmeistarinn í nýrri íþrótt

Óskar Grönholm skógvélamaður varð hlutskarpastur í keðjusagarkringlukasti á Elmia Wood skógarvörusýningunni sem haldin var í Svíþjóð á dögunum. Faðir hans, Óskar Einarsson, starfsmaður Skógræktarinnar, átti næstlengsta kastið. Segja má að þeir séu fyrstu heimsmeistararnir í þessari nýju íþrótt.

Lesa meira

27.07.2017 : Tré ársins er beykitré í Hellisgerði

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við IKEA á Íslandi, útnefnir beyki, Fagus sylvatica, í Hellisgerði í Hafnarfirði tré ársins 2017 við hátíðlega athöfn laugardaginn 29. júlí kl. 15.  Lesa meira

27.07.2017 : 70 ára afmæli ræktunar í Kjarna

Sólskógar og Skógræktarfélag Eyfirðinga standa fyrir opnum degi í gróðrarstöðinni í Kjarnaskógi laugardaginn 29. júlí. Tilefnið er að nú í sumar eru 70 ár liðin frá því að byrjað var að rækta Kjarnaskóg og starfsemi gróðrarstöðvar þar hófst.

Lesa meira

26.07.2017 : Tré þema Handverkshátíðar 2017

Trjám verður gert hátt undir höfði á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit sem haldin verður í 25. sinn dagana 10.-13. ágúst. Tuttugu og tveir handverksmenn og -konur skiptu á milli sín heilu birkitré og unnu úr því 400 hluti. Sýning á verkunum verður opnuð á sunnudag og verður opin fram yfir Handverkshátíðina.

Lesa meira

24.07.2017 : Dagur skóga 2018 helgaður skógum og sjálfbærum borgum

Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að alþjóðlegur dagur skóga 2018 verði helgaður skógum og sjálfbærum borgum. Þarnæsta ár, 2019, verður sjónum beint að skógum og menntun.

Lesa meira

20.07.2017 : Skógræktarritið, fyrra tölublað ársins, komið út

Fyrir nokkru kom út fyrra tölublað ársins af Skógræktarritinu, riti Skógræktarfélags Íslands. Í ritinu er að þessu sinni fjallað um 50 ára afmæli Rannsóknastöðvar skógræktar Mógilsá, Skrúðgarðinn á húsavík, Bolholtsskóga á Rangárvöllum og margt fleira áhugavert.

Lesa meira

20.07.2017 : Bændur græða

Bændur ættu að leika stórt hlutverk í þeim aðgerðum sem stjórnvöld grípa til gegn loftslagsvandanum. Af því að við eigum mikið land til að bæta höfum við mörg ráð gegn loftslagsvandanum, að stöðva gróður- og jarðvegseyðingu, græða upp land, rækta skóg, endurheimta votlendi og efla sjálfbærni. Styðja mætti við byggð í sveitum landsins með því að fela bændum hlutverk við kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt.

Lesa meira

18.07.2017 : Jógvan og Pálmi í Hallormsstaðaskógi

Jógvan Hansen og Pálmi Sigurhjartar flytja lög Jóns Sigurðssonar á tónleikum sem haldnir verða í trjásafninu á Hallormsstað sunnudaginn 23. júlí kl. 14. Lesa meira

17.07.2017 : Kvikmyndagerðarfólk EUFORGEN myndar á Íslandi

Nýlega var á ferð hér á landi kynningarstjóri EUFORGEN, samstarfs um vernd og nýtingu erfðaauðlinda skóga, ásamt tveimur kvikmyndagerðarmönnum. Þau söfnuðu efni í myndband um það starf sem Skógræktin vinnur að til að kynbæta efnivið til skógræktar á skóglausu landi.

Lesa meira

13.07.2017 : Skógur í afmælisgjöf

Á 100 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar árið 1962 gaf Skógræktarfélag Eyfirðinga bænum trjábelti í brekkunni ofan Eyjafjarðarbrautar frá afleggjaranum upp í Kjarnaskóg og norður að Lækjarbakka sem stóð til móts við syðstu byggingarnar á flugvellinum. Í beltinu er sitkabastarður mest áberandi. Það var lengi af stað en verður nú glæsilegra með ári hverju.

Lesa meira

10.07.2017 : Furudísill

Í sænska bænum Piteå, sem er á svipaðri breiddargráðu og Akureyri, hefur með nýsköpunarfyrirtækinu SunPine verið sýnt fram á að framleiða megi í stórum stíl endurnýjanlegt eldsneyti á hefðbundna bíla og nota til þess aukaafurðir frá skógariðnaðinum. Með notkun dísils sem blandaður er til helminga með slíku eldsneyti minnkar koltvísýringsútblástur bíls um allt að 46%.

Lesa meira
Mógilsá í Kollafirði

07.07.2017 : Afmælishátíð Mógilsár 20. ágúst

Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá fagnar 50 ára afmæli sínu í sumar. Afmælinu verður fagnað með skógar- og fræðsluhátíð á Mógilsá sunnudaginn 20. ágúst.

Lesa meira

07.07.2017 : Skógur er fróðleiksbrunnur

Mannkynið á skógum að þakka tilvist sína. Áður en skógar tóku að vaxa á jörðinni var magn koltvísýrings í lofthjúpi jarðar fimmtán sinnum meira en nú og við þær aðstæður hefði stór hluti þeirra lífvera sem nú lifa á jörðinni ekki getað þrifist. Skógarnir bundu kolefnið og lofthjúpurinn breyttist. Skógarnir voru auðvitað ekki einir að verki því allar ljóstillífandi lífverur svo sem gróður á landi og þörungar í sjó áttu sinn þátt í að búa í haginn fyrir okkur mennina.

Lesa meira

07.07.2017 : Mógilsá óskar frétta af skaðvöldum

Líkt og fyrri ár óskar Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá eftir upplýsingum frá fólki um ástand skóga þar sem fólk á leið um, sérstaklega ef einhver óværa sést á trjánum. Einnig má gjarnan láta vita ef sést til ertuyglu á lúpínu.

Lesa meira

07.07.2017 : Vilja koma upp kennslumiðstöð með áherslu á landgræðslu og skógrækt

Töfrastaðir eru fé­lags­skap­ur sem fékk út­hlutað átta hekt­ara landi við Þor­láks­höfn fyr­ir verk­efnið Sand­ar suðurs­ins. Verk­efn­inu er ætlað að tengja fólk nátt­úr­unni og stuðla að auk­inni um­hverfis­vit­und. Haldn­ar verða fræðslu­hátíðir, viðburðir og svæðið hannað til að kenna gest­um á meðan þeir njóta um­hverf­is­ins. Á kennslu­svæðum verður hægt að fræðast um fjöl­breytt­ar aðferðir við rækt­un.

Lesa meira
16102012-(3)

05.07.2017 : Hvenær setur maður Íslandsmet og hvenær setur maður ekki Íslandsmet?

Svo virðist sem franski gróðursetningar­kappinn Antoine Michalet hafi ekki sett Íslandsmet í gróðursetningu eins og greint var frá hér á skogur.is í síðustu viku. Rifjað hefur verið upp að tveir vaskir menn gróðursettu vel á sjöunda þúsund plantna við Mosfell á sælum sumardegi 1992.

Lesa meira

04.07.2017 : Nýtt bálskýli risið í Haukadal

Á fallegum degi síðla í júnímánuði lögðu nokkrir starfsmenn Skógræktarinnar hönd á plóginn við smíði nýs bál- eða grillskýlis í þjóðskóginum Haukadal. Nýja skýlið er inni í Hákonarlundi og er ramm­gerðara en eldra skýli sem hrundi undan snjó fyrir nokkru.

Lesa meira
06052013-(2)

03.07.2017 : Trjáleifar tímasetja Kötlugos

Hópi fræðimanna frá nokkrum löndum hefur nú tekist að tímasetja með nokkurra mánaða nákvæmni eldsumbrot í Kötlu sem urðu á fyrri hluta níundu aldar. Aldursgreiningin fékkst með rannsóknum á leifum trjáa sem féllu vegna gossins. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á Mógilsá, er meðal höfunda greinar um efnið.

Lesa meira

03.07.2017 : Líklega Íslandsmet í gróðursetningu

Flest bendir til þess að franski gróður­setningarmaðurinn Antoine Paul Didier Michalet hafi sett Íslandsmet í gróður­setn­ingu trjáplantna miðvikudaginn 28. júní þegar hann setti niður rétt rúmar sex þúsund plöntur í jarðunnið land á Valþjófs­stöðum í Núpa­sveit. Gróðursetningin tók um fimmtán klukkustundir með hvíldum.

Lesa meira

28.06.2017 : Skógardagurinn mikli fór vel fram

Skógardagurinn mikli var haldinn í 13. sinn á Hallormsstað á laugardaginn var. Í þetta sinn komu milli sex og sjö hundruð manns í skóginn. Það er nokkru færra en venjulega enda fremur svalt í veðri þennan dag og úrkomu­samt um morguninn þótt úr rættist þegar dagskráin hófst eftir hádegið. Sigfús Jörgen Oddsson varð Íslandsmeistari í skógarhöggi og í skógarhlaupinu sigruðu þau Elva Rún Klausen og Birkir Einar Gunnlaugsson.

Lesa meira

28.06.2017 : Timburmarkaður Finna kominn á netið

Ný rafræn timburmiðlun á vefnum gerir finnskum skógareigendum nú kleift að færa alla verslun með timbur úr skógum sínum í einn farveg. Gert er ráð fyrir að þegar Finnar flykkjast í sumarfrí í júlímánuði hafi ein milljón rúmmetra af timbri verið seld með þessum hætti þótt vart verði tveir mánuðir liðnir frá því að þjónustan hófst.

Lesa meira

27.06.2017 : Skógræktin auglýsir eftir mannauðsstjóra

Skógræktin auglýsir laust til umsóknar starf mannauðsstjóra á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Egilsstöðum. Starfið heyrir undir rekstrarsvið Skógræktarinnar. Lesa meira

27.06.2017 : Skógræktin auglýsir eftir skipulagsfulltrúa

Skógræktin leitar að framtíðarstarfsmanni á samhæfingarsviði til að starfa að skipulagsmálum skógræktar. Leitað er að öflugum einstaklingi sem hefur menntun og reynslu á sviði skógræktar, þekkingu á skipulagsmálum og er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni tengd skipulagsmálum í skógrækt.

Lesa meira

26.06.2017 : Efla vatnsvernd og öryggi útivistarfólks í Heiðmörk

Orkuveita Reykjavíkur og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa gert með sér samkomulag sem ætlað er að efla vatnsvernd og öryggi útivistarfólks í landi OR í Heiðmörk. Markmið samningsins er að standa vörð um vatnból og vatnsverndarsvæðin í Heiðmörk, bæta útivist og skilgreina betur stíga og slóða fyrir umferð um svæðið.

Lesa meira

26.06.2017 : Skógarleikar í Heiðmörk á laugardag

Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til Skógarleika laugardaginn 1. júlí. Ævintýraleg stemmning verður í Furulundi þar sem gestir á öllum aldri njóta töfra skógarins. Keppt verður í hefðbundnum skógarhöggsgreinum. m.a. axarkasti, sporaklifri og bolahöggi. Í boði verður upplifunarganga, tálgun, Teepee-tjald, grill, ketilkaffi o.fl. 

Lesa meira

26.06.2017 : Öldungur fallinn

Gamalt og virðulegt birkitré á bökkum Lagarfljóts í Gatnaskógi er nú fallið fram af bakkanum en lifir enn. Tréð prýddi kápu bókarinnar Íslandsskóga eftir Sigurð Blöndal og Skúla Björn Gunnarsson.

Lesa meira

26.06.2017 : Lið Skógræktarinnar bætti árangur sinn í WOW Cyclothon

Tíu manna lið Skógræktarinnar lenti í 46. sæti í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem lauk á föstudag. Liðið hjólaði kílómetrana 1358 á 44 klukkustundum, 12 mínútum og 56 sekúndum. Alls kepptu 111 lið í B-flokki tíu manna liða. Árangur Skógræktarinnar í ár er töluvert betri en í fyrra þegar liðið lenti í 65.-68. sæti á tímanum 45:36:10. Áheitasöfnun liðsins gekk vel og söfnuðust 81.000 krónur til styrktar björgunarsveitunum í landinu.

Lesa meira

26.06.2017 : Vonar að trén nái sér fljótlega

Víða ber nú mjög á brúnleitu birki á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Sökudólgurinn er birkikemba sem herjar á birkið en þess má vænta að trén nái sér fljótlega og verði græn á ný enda fara lirfur kembunnar að púpa sig.

Lesa meira

20.06.2017 : Lið Skógræktarinnar tilbúið í slaginn í WOW Cyclothon

Skógræktin sendir annað árið í röð tíu manna lið til leiks í hjólreiðakeppninni Wow Cyclothon. Tíu manna liðin verða ræst við Egilshöll í Reykjavík kl. 19 í kvöld. Ágóðinn af áheitasöfnun keppninnar í ár rennur til Landsbjargar.

Lesa meira

20.06.2017 : Orsakir skógarelda margþættar

Skógareldar geta kviknað af bæði náttúrlegum orsökum og af mannavöldum. Margar trjátegundir treysta á skógarelda til endurnýjunar en í þéttbýlum löndum á maðurinn líklega sök á flestum skógareldum. Með góðri skógarumhirðu og skógarnytjum má draga úr hættunni.

Lesa meira
Þjórsárdalur

20.06.2017 : Veiði í Sandá Þjórsárdal boðin út

Veiðifélag Hvammsár og Sandár í Þjórsárdal óskar eftir tilboðum í lax- og silungsveiði í Sandá í Þjórsárdal fyrir árin 2017 til 2020. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út mánudaginn 26. júní.

Lesa meira

19.06.2017 : Skógardagurinn mikli á laugardag

Laugardaginn 24. júní verður hinn árlegi viðburður, Skógardagurinn mikli, haldinn í Hallormsstaðaskógi. Formleg dagskrá hefst í Mörkinni kl. 13 en klukkutíma fyrr hefst 14 km hlaup um skógarstíga og skógarhöggskeppni.

Lesa meira

16.06.2017 : Ráðist í sjö búskaparskógræktarverkefni í Húnaþingi vestra

Unnið verður að sjö verkefnum í Húnaþingi vestra undir merkjum átaksverkefnis í bú­skaparskógrækt sem efnt var til á síð­asta ári. Skjólbeltakerfi verður ræktað á tveimur jörðum, snjófangari á einni jörð og haga­skógur á tveimur. Auk þess verða gerðar tilraunir með skógarbeit og klónatilraun með ösp í skjólbelti.

Lesa meira

15.06.2017 : Birkikemban lætur á sér kræla

Mikið ber á brúnleitu birki á höfuðborgarsvæðinu og víðar þessa dagana. Sökudólgurinn er lirfa birkikembunnar sem étur blöðin innan frá. Í nýju rannsóknarverkefni Brynju Hrafnkelsdóttur, sérfræðings á Mógilsá, verður útbreiðsla birkikembu um landið könnuð og áhrif kembunnar á mismunandi birkikvæmi. Allar upplýsingar um birkikembu hvaðanæva af landinu eru því vel þegnar.

Lesa meira

14.06.2017 : Nýrnagjöf Náttúrfræðistofnunar til Mógilsár

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur afhent Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá óvenjustórt viðarnýra sem rak á land við Broddadalsá á Ströndum laust eftir síðustu aldamót. Með árhringjagreiningu hefur uppruni þess verið rakinn til vatnasvæðis Pechora-árinnar í Rússlandi rétt austan við Arkangelsk. Nýrað verður varðveitt á Mógilsá og haft til sýnis almenningi.

Lesa meira

12.06.2017 : 70 rósakirsitré á 70 ára afmælisári

Stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga, starfsmenn, félagsfólk og fjölskyldur komu saman á laugardag í Kjarnaskógi á árlegum gróðursetningardegi félagsins. Gróðursett voru 70 rósakirsitré og ýmsar fleiri blómstrandi tegundir trjáa, runna og fjölæringa í tilefni af því að í ár eru 70 ár liðin frá því að starfsemi gróðrarstöðvar hófst í Kjarnaskógi.

Lesa meira

12.06.2017 : Samfélagsátak um skógrækt í Reykholtsdal

Skógræktarfélag Borgarfjarðar hefur boðað til samfélagsátaks dagana 15. og 20. júní við gróðursetningu trjáa, en félagið ætlar að gróðursetja um 50 þúsund trjáplöntur í skógræktarlandið í Reykholti í sumar. Biðlað er til almennings að taka þátt í átakinu. Frá þessu segir á vef Skessuhorns.

Lesa meira

12.06.2017 : Listaverkasamkeppni evrópsku skógarvikunnar

Í tilefni af evrópsku skógarvikunni sem fram fer í Varsjá 9.-13. október í haust hefur verið hleypt af stokkunum myndlistarsamkeppni fyrir 5-19 ára börn og unglinga. Keppninni er ætlað að vekja athygli ungs fólks á skógum Evrópu og þeim gæðum sem skógarnir veita.

Lesa meira

09.06.2017 : Skógarskólinn

Á tilraunanámskeiði í skógarleiðsögn sem haldið var í síðustu viku í Ólaskógi í Kjós fór Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktarinnar, yfir hugmyndafræði sína um skógarleiðsögn og skógartengt útinám. Í undirbúningi er diplómanám í skógarleiðsögn og margvísleg önnur skógarfræðsla sem rekin verður undir heitinu Skógarskólinn.

Lesa meira

09.06.2017 : Að styrkja skógrækt með leit á vefnum

Í nýjustu útgáfunni af íslenska vefvafranum Vivaldi hefur leitarvélinni Ecosia verið bætt við. Með notkun Ecosia-leitarvélinni geta notendur vafrans þar með stutt við skógræktarverkefni víðs vegar um heiminn. Einkum er beint sjónum að svæðum þar sem umfangsmikil skógareyðing hefur orðið. Bændablaðið segir frá þessu.

Lesa meira

08.06.2017 : Sauðfjárbændur vilja rækta meiri skóg

Um 39% sauðfjárbænda segjast hafa stundað skógrækt í einhverri mynd í könnun sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa gert meðal félagsmanna sinna. Flestir vilja þeir auka skógrækt sína. Helmingur þeirra sem ekki hafa ræktað skóg hingað til segist hafa áhuga á því.

Lesa meira

07.06.2017 : Sala á kyndistöð geti skapað eðlilegt kurlverð

Skógræktarstjóri vonar að með sölunni á kyndistöð Skógarorku á Hallormsstað séu komnar forsendur til að eðlilegur markaður þróist á Héraði með viðarkurl. 

Lesa meira

07.06.2017 : Skógarorka selur kyndistöðina á Hallormsstað

Þráinn Lárusson, ferðaþjónustufrömuður á Héraði, hefur keypt kyndistöð Skógarorku á Hallormsstað. Hann vonast til að geta boðið íbúum á Hallormsstað að tengjast veitunni líkt og upphaflega var gert ráð fyrir.
Lesa meira

07.06.2017 : Þinteppi tekur að myndast

Fjallaþinur hefur reglulega þroskað fræ hérlendis síðustu árin og í Þjórsárdal getur nú að líta þétta sjálfsáningu tegundarinnar sem minnir á þinskóga í útlöndum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að í fyllingu tímans verði svipuð forendurnýjun fjallaþins hér og á heimaslóðum tegundarinnar.
Lesa meira

02.06.2017 : Efnt verði til fræsöfnunarátaks í haust

Útlit er fyrir mikla fræmyndun í sumar í Hekluskógum eins og annars staðar á landinu. Birkitrén eru hlaðin bæði kven- og karlreklum að sögn Hreins Óskarssonar, sviðstjóra hjá Skógræktinni, sem rætt var við í Samfélaginu á Rás 1 í gær. Sú hugmynd er nú rædd að efna til fræsöfnunarátaks í haust til að nýta allt það fræ sem útlit er fyrir að þroskist þetta sumarið.

Lesa meira

01.06.2017 : Hvergi minni skógur í Evrópu nema kannski í Vatíkaninu

Rætt var við Aðalstein Sigurgeirsson, fagmálastjóra Skógræktarinnar, í vísindaþættinum Vetenskapsradions veckomagasin sem er á dagskrá P1 í sænska ríkisútvarpinu á föstudögum. Fjallað var um þá miklu möguleika sem felast í skógrækt á Íslandi, tilganginn og hversu vel skógarnir vaxa á landinu.

Lesa meira

31.05.2017 : Vinna að skógrækt vor og haust

Efnt hefur verið til reglulegs samstarfs milli Skógræktarfélags Eyrarbakka og Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Á vorin aðstoðar unglingastig skólans við umhirðu á degi íslenskrar náttúru en á haustin sinna öll aldursstig skólans gróðursetningu.

Lesa meira

24.05.2017 : Sumarið fer vel af stað í Hekluskógum

Birki blómgast sem aldrei fyrr í Hekluskógum og má búast við miklu fræi í haust ef það nær að þroskast. Frá þessu segir í nýrri frétt á vef Hekluskóga. Vel hafi gengið að gróðursetja og landeigendur og verktakar unnið hörðum höndum að gróðursetningu víða um svæðið enda skilyrði til gróðursetningar með besta móti og jörð frostlaus langt inn til fjalla.

Lesa meira

24.05.2017 : Tré á landi, fiskur í sjó

Umfangsmikil skógrækt er stunduð í heiminum í því augnamiði að vernda vatnsauðlindir. Skógivaxin vatnasvið og votlendissvæði eru uppspretta þriggja fjórðu alls ferskvatns á jörðinni. En hvað kemur það Íslendingum við?

Lesa meira

24.05.2017 : Trén leggja á flótta undan hlýnandi loftslagi

Ný rannsókn á samfélagi trjáa í norðausturhluta Bandaríkjanna hefur vakið athygli vistfræðinga. Skógarþekjan hefur undanfarna þrjá áratugi verið að þoka sér vestur á bóginn, að talið er vegna loftslagsbreytinga. Þessi stefna skógarins er þó að stærstum hluta þvert á það sem vistfræðingar töldu að myndi gerast. Um þetta er fjallað í nýútkomnu tölublaði Bændablaðsins.

Lesa meira

22.05.2017 : „Ég held að þetta verði mjög fallegt sumar“

„Það hefur orðið mikill samdráttur í ræktun á skógum. Eftir hrunið varð mikill samdráttur og það hefur ekki komið aftur.“ Á þetta benti Katrín Ásgrímsdóttir í Sólskógum í mjög góðri umfjöllun Landans í Sjónvarpinu í gær. Katrín á von á mjög fallegu sumri eftir góðan vetur.

Lesa meira

22.05.2017 : „Eiginleikar íslensks trjáviðar, þéttleiki og ending“

Miðvikudaginn 24. maí ver Sævar Hreiðarsson meistararitgerð sína, „Eiginleikar íslensks trjáviðar, þéttleiki og ending“. Þetta er meistaraverkefni í skógfræði frá auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Athöfnin hefst kl. 13:00 og fer fram í Ásgarði, aðalbyggingu LbhÍ á Hvanneyri. Allir eru velkomnir.

Lesa meira

18.05.2017 : Dúx í skógtækni

Lars Nielsen, skógarhöggsmaður við starfstöð Skógræktarinnar á Vöglum í Fnjóskadal, brautskráðist formlega 9. maí sem skógtæknir frá Skovskolen í Danmörku. Hann fékk hæstu einkunn af félögum sínum og var sá eini sem náði að selja lokaverkefni sitt enda var það kosið besta verkefnið á útskriftardaginn. f

Lesa meira

17.05.2017 : Gróðursett óvenjusnemma í Fnjóskadal

Starfsfólk í starfstöð Skógræktarinnar á Vöglum í Fnjóskadal hóf á mánudag gróðursetningu í jarðunnið land á Hálsmelum norðan Vaglaskógar. Skógarvörðurinn á Norðurlandi telur óhætt að fullyrða að gróðursetning hafi aldrei fyrr hafist svo snemma á þeim slóðum.

Lesa meira

16.05.2017 : Skógarfuglar éta úr lófa

Hrafn Óskarsson og Lucile Delfosse, sem bæði vinna í starfstöð Skógræktarinnar á Tumastöðum í Fljótshlíð, hafa hænt að sér auðnutittlinga með fóðurgjöfum. Þeir huguðustu setjast í lófa þeirra og ná sér í sólblómafræ. Kvenfuglarnir eru frakkari en karlfuglarnir. Allt er nú orðið grænt í Fljótshlíðinni og útlit fyrir mikla blómgun á ýmsum tegundum, ekki síst sitkagreni.

Lesa meira

15.05.2017 : Skógar jarðar 9% stærri en talið var

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna með hjálp gervitunglamynda að skógar heimsins ná yfir að minnsta kosti 9 prósentum stærra landsvæði en áður var talið. Vegna þess að skógar jarðarinnar eiga drjúgan þátt í að binda þann koltvísýringsútblástur sem veldur loftslagsbreytingum geta þessi tíðindi haft mikil áhrif á gerð loftslagslíkana.

Lesa meira

12.05.2017 : Flugskógurinn tekur flugið

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar laugardaginn 13. maí. Farþegar þess verða hinir fyrstu sem gefst kostur á að kaupa tré til að kolefnisjafna ferðalag sitt til Akureyrar.

Lesa meira

12.05.2017 : 70 ára ræktun í Kjarna

Á aðalfundi Skógræktarfélags Eyfirðinga sem haldinn verður á morgun, laugardaginn 13. maí, rekur Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar, sögu trjáplöntuuppeldis í Kjarnaskógi sem hófst fyrir sjötíu árum.

Lesa meira

12.05.2017 : Skógræktin ofarlega í valinu á stofnun ársins

Skógræktin lenti í sjöunda sæti af 86 ríkisstofnunum með 50 starfsmenn eða fleiri í valinu á stofnun ársins 2017. Stofnunin er vel yfir meðallagi í öllum þeim þáttum sem spurt var um í könnuninni.

Lesa meira

10.05.2017 : Frumvarp til nýrra skógræktarlaga tekið til umræðu á Alþingi

Alþingi tók í gær til umræðu stjórnarfrumvarp til nýrra laga um skóga og skógrækt, þingskjal 538 - 470. mál. Þingmenn sem tóku til máls töldu mikilvægt að auka framlög til skógræktar enda væri þetta hagkvæm leið til kolefnisbindingar upp í skuldbindingar Íslands í Parísarsamkomulaginu.

Lesa meira

10.05.2017 : Skógarplöntuframleiðendur vilja betri rekstrargrundvöll

Skógræktin efndi fyrir skömmu til upplýsingafundar með framleiðendum skógarplantna þar sem farið var yfir ýmislegt sem þurft hefur að samræma í landshlutunum við nytjaskógrækt á lögbýlum eftir að stofnanir sameinuðust í Skógræktina. Skógarplöntuframleiðendur gagnrýna að útboð séu aðeins gerð til þriggja ára í senn. Þeir vilja lengri samninga og einfaldari útboð til að treysta rekstrargrundvöll sinn.

Lesa meira

10.05.2017 : Ráðherra vill auka mjög mikið í bindingu með landgræðslu og skógrækt

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir að ríkið eigi að ganga á undan í umhverfismálum með góðu fordæmi og hún er tilbúin af endurvekja kolefnisjöfnun vegna starfsemi ráðuneytanna sem var hætt fyrir 7 árum. Þetta kom fram í Speglinum í Útvarpinu í gærkvöld.

Lesa meira

09.05.2017 : Tíðarfar gott fyrir birkikembu

Vísbendingar eru um að birkikemba geti valdið talsverðu tjóni á birkitrjám á sunnan- og vestanverður landinu í sumar að því er fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Erling Ólafsson skordýrafræðing. Erling vitjaði gildra við Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá í gær.

Lesa meira

05.05.2017 : „Veðrið á Íslandi er ömurlegt“

Uppgræðsla auðna á hálendi Íslands gæti breytt veðurfari á Íslandi og gert landið vænlegra til búsetu og ræktunar. Á lokaráðstefnu verkefnisins Veljum Vopnafjörð í síðustu viku hvatti Egill Gautason, B.Sc. í búvísindum, til þess að gerðar yrðu grundvallarbreytingar í landnýtingarmálum

Lesa meira

04.05.2017 : Sjónvarpsfrétt um mikinn trjávöxt

Í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins 2. maí var rætt við Lárus Heiðarsson, skógfræðing og skógræktarráðunaut hjá Skógræktinni um mikinn trjávöxt undanfarin ár. Sýnt er dæmi um sitkagreni á Héraði sem óx 70 sentímetra síðasta sumar. Útlit er fyrir góðan vöxt í sumar, ekki síst á stafafuru sem tekur út góðan vöxt ef sumarið á undan var gott.

Lesa meira

03.05.2017 : Nýr doktor í skógerfðafræði

Brynjar Skúlason, skógerfðafræðingur og sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá, varði á föstudaginn var doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla.

Lesa meira

03.05.2017 : Athugun á plöntuvali móhumlu á Suðvesturlandi

Greinilegur munur sást á plöntuvali móhumlu fyrri og seinni hluta sumars í athugun sem gerð var á tveimur stöðum á Suðvesturlandi, í Heiðmörk og við Vífilsstaðavatn. Um þetta má lesa í grein eftir Jonathan Willow sem komin er út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences.

Lesa meira

03.05.2017 : Bændur í Fljótsdalshreppi eignast útkeyrsluvél

Búnaðarfélag Fljótsdalshrepps hefur fest kaup á útkeyrsluvél finnskrar gerðar sem hentar vel í ungum skógum þar sem unnið er að millibilsjöfnun og fyrstu grisjun. Armur vélarinnar nær 4,2 metra en að auki er á vélinni spil til að draga bolina að.

Lesa meira

02.05.2017 : Fyrsti starfsmannafundur Skógræktarinnar

Nær allir starfsmenn Skógræktarinnar komu í síðustu viku saman á Hótel Kjarnalundi í Kjarnaskógi. Farið var yfir hvernig til hefði tekist með hina nýju stofnun og ýmis mál reifuð. Að sjálfsögðu voru líka skoðaðir eyfirskir skógar.

Lesa meira

02.05.2017 : Skógarbændur læra á GPS

Skógarbændur fá um þessar mundir fræðslu um notkun GPS-forrita til kortlagningar gróðursetningarsvæða. Tvö örnámskeið um þessi efni voru haldin á Egilsstöðum á föstudag.

Lesa meira

28.04.2017 : Skógræktinni gefið myndasafn Sigurðar Blöndals

Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, lét eftir sig gott safn ljósmynda frá starfsferli sínum sem hafa að geyma verðmætar heimildir um skóga landsins og skógræktarstarfið. Börn Sigurðar hafa nú afhent Skógræktinni safnið til varðveislu og notkunar. Þar með á Skógræktin gott safn ljósmynda frá fyrstu öld skógræktar á Íslandi því forverar Sigurðar voru einnig duglegir að taka ljósmyndir.

Lesa meira

27.04.2017 : Gömul veggspjöld afhent

Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur kom færandi hendi í Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri á dögunum með gömul veggspjöld sem gerð voru í tilefni af áttræðisafmæli Ræktunarfélags Norðurlands. Á einu veggspjaldinu sést að trjátegundin sem óx best á árunum 1909-1936 var hlynur.

Lesa meira

21.04.2017 : Að tína gull upp úr klósettinu

Bandarískir vísindamenn hafa fundið aðferð til að vinna fosfór úr skólpi. Aðferðin gerir margvíslegt gagn, dregur úr hættunni á ofauðgun næringarefna í vatnavistkerfum aflar mikilvægs áburðar til ræktunar og fleira. Nú er unnið að því að setja upp fyrstu verksmiðjurnar sem nýta þessa aðferð og einnig á að þróa aðferð til að endurvinna nitur úr skólpi með svipuðum hætti.

Lesa meira

18.04.2017 : Að hnita gróðursetningar með GPS

Út er komið á vegum Skógræktarinnar myndband þar sem útskýrt er á skilmerkilegan hátt hvernig hnita má útlínur gróðursetningarreita með hjálp GPS-tækni. Hver sem er getur nú kortlagt framkvæmdir á skógræktarsvæðum sínum jafnóðum með snjallsíma og einföldu smáforriti. Ítarlegri leiðbeiningar eru einnig komnar á vefinn skogur.is

Lesa meira

18.04.2017 : Þjóðin jákvæð í garð Skógræktarinnar

Skógræktin er meðal þeirra stofnana sem þjóðin virðist jákvæðust fyrir af ríflega þrjátíu stofnunum sem spurt var um í nýrri könnun Maskínu. Um 71 prósent aðspurðra kváðust jákvæð út í stofnunina og var ekki marktækur munur milli kynja. Jákvæðni eykst í takt við bæði hækkandi aldur og hækkandi laun. Aðeins 30% aðspurðra sögðust þekkja vel til Skógræktarinnar.

Lesa meira

12.04.2017 : Erfðanefnd landbúnaðarins auglýsir verkefnastyrki

Erfðanefnd landbúnaðarins auglýsir eftir styrkumsóknum til verkefna sem stuðla að varðveislu erfðaauðlinda í íslenskum landbúnaði. Verkefni sem tengjast íslenskum skógum koma þar meðal annars til greina. Lesa meira

10.04.2017 : Undraefnið kjötmjöl

Um 1800 tonn af kjötmjöli hafa verið notuð við að græða upp með skógi örfoka vikursvæði í Þjórsárdal og umhverfis Heklu. Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, segir að kjötmjölið sem framleitt er hjá Orkugerðinni í Flóa sé besta efnið til að bera á slík svæði. Rætt er við Hrein um kjötmjölið í þættinum Græðum landið á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Lesa meira

07.04.2017 : Þróttur rótanna lykilatriði

Þegar líða fer að vori gerir Rakel Jónsdóttir skógfræðingur gæðaprófanir á trjáplöntum frá skógarplöntuframleiðendum. Þróttur rótarkerfisins er kannaður og fylgst með því hvort einhverjar skemmdir eru áplöntunum, sjúkdómar eða óværa. Rætt er við Rakel í Morgunblaðinu í dag.

Lesa meira

07.04.2017 : „Eflum skógrækt á Íslandi“

Lífeyrissjóðir gætu fjárfest í skógrækt með því að stofna hlutafélag í samvinnu við bændur og fagaðila. Á þetta bendir Guðjón Jensson leiðsögumaður sem skrifar grein í nýútkomið tölublað Bændablaðsins. Skógrækt sé fjárfesting til framtíðar.

Lesa meira

06.04.2017 : Erfðaauðlindin í íslenskri skógrækt

Með kvæmaprófunum í áratugi hefur tekist að finna góðan efnivið til ræktunar hérlend­is af þeim trjátegundum sem mest eru not­að­ar hér í skógrækt. Nú er tími kvæma­próf­ana liðinn og komið að því að kynbæta þenn­an efnivið til að ná enn betri árangri. Þetta segir Brynjar Skúlason skógerfða­fræð­ingur sem stýrir trjákynbótum hjá Skóg­ræktinni.

Lesa meira

05.04.2017 : Kolefnisbinding er náttúruvernd

Að heimsbyggðinni steðja hættur sem eru sjálfskaparvíti okkar sjálfra, hröð losun kolefnis út í andrúmsloftið sem tók milljónir ára að bindast með hjálp ljóstillífandi lífvera.

Lesa meirabanner2