Fréttir

27.02.2017 : Grein eftir Brynjar Skúlason í ritinu Forest Pathology

Ritrýnd vísindagrein eftir Brynjar Skúlason, skógfræðing og sérfræðing á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, er komin út í febrúarhefti vísindatímaritsins Forest Pathology. Í greininni fjallar Brynjar um tilraunir með ýmis kvæmi fjallaþins í jólatrjáarækt í Danmörku og á Íslandi. Brynjar  ver í næsta mánuði doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla um rannsóknir sínar á fjallaþin. Read more

27.02.2017 : Frægarðaráðstefna í Svíþjóð í haust

Alþjóðasamband skógrannsóknarstofnana, IUFRO, stendur fyrir ráðstefnu um frægarða í byrjun septembermánaðar. Ráðstefnan verður haldin í Bålsta í Svíþjóð og þar verður fjallað um nýjasta nýtt í rannsóknum sem snerta trjáfrægarða og hlutverk þeirra í skógrækt.

Read more

24.02.2017 : Lerkið var farið að lifna

Snjólétt hefur verið á öllu landinu í vetur og milt veður. Þetta hefur bæði kosti og ókosti fyrir framleiðendur skógarplantna. Í Bændablaðinu er rætt við Katrínu Ásgrímsdóttur í Sólskógum sem segir að lerkið hafi verið byrjað að lifna í hlýindunum undanfarið. Því fagni hún heldur kaldara veðri síðustu daga með svolítilli snjóhulu þótt snjóleysið í vetur hafi létt ýmis störf mikið.

Read more

24.02.2017 : Byrjum að binda

Skógrækt er á allra vörum eftir að ný „Brynhildarskýrsla“ var kynnt í liðinni viku. Samkvæmt skýrslunni gæti árleg nettóbinding íslenskra skóga orðið um ein milljón tonna um miðja öldina, mælt í koltvísýringsígildum, ef gróðursett væri fjórum sinnum meira á hverju ári en nú er gert. En ekki dugar það eitt að tala um hlutina. Hefjast þarf handa.

Read more

23.02.2017 : Af hverju háhýsi úr timbri?

Viður geymir fingraför náttúrunnar og því tengjumst við timburhúsum betur en húsum úr stáli og steinsteypu. Þetta segir kanadíski arkitektinn Michael Green sem hefur séð fólk faðma að sér timbursúlu í húsum sem hann hefur teiknað en aldrei stál- eða steypusúlu. Hann tekur nú þátt í hönnun háhýsa úr timbri og segir frá þeim í TED-fyrirlestri.

Read more

23.02.2017 : Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga

Út er komin endurskoðuð útgáfa bæklings Skógræktarinnar og Skipulagsstofnunar um skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Bæklingurinn nýtist sveitarfélögum vel við skipulag landnotkunar og treystir stöðu skóga og skógræktar í skipulagsstarfi.

Read more

23.02.2017 : Skógræktarstarf auglýst

Mosfellsbær auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra garðyrkju og skógræktar í þjónustustöð sveitarfélagsins. Starfsmaðurinn á m.a. að hafa umsjón með skógræktarverkefnum í samstarfi við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar.

Read more

20.02.2017 : Markaðs- og afurðamál tekin föstum tökum

Sex manna teymi Skógræktarinnar og Landssamtaka skógareigenda um úrvinnslu- og markaðsmál hittist á sínum fyrsta fundi á Hallormsstað í síðustu viku. Á föstudag skrifuðu Landssamtök skógareigenda undir samning við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga um styrk til stofnunar rekstrarfélags um markaðsmál skógarafurða.

Read more

20.02.2017 : Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2016

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári sé þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2016.

Read more

17.02.2017 : Búskaparskógrækt kynnt búandi bændum í Húnaþingi vestra    

Tuttugu bændur af sautján býlum í Húna­þingi vestra sóttu á þriðjudaginn kynn­ing­ar­fund um búskaparskógrækt sem Skóg­rækt­in hélt í sveitarfélaginu. Mikill áhugi virðist vera á verkefninu meðal bænda.

Read more

15.02.2017 : Eyjafjarðarsveit stefnir að kolefnisjöfnun

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem haldinn var 8. febrúar var samþykkt að kanna skyldi möguleika á að sveitarfélagið yrði kolefnisjafnað og tekið upp kolefnisbókhald. Margir bændur hafa áhuga á að ráðstafa meira landi til skógræktar að sögn oddvitans.

Read more

13.02.2017 : Ein milljón tonna um miðja öldina

Árleg nettóbinding íslenskra skóga gæti orðið um ein milljón tonna um miðja öldina, mælt í koltvísýringsígildum, ef gróðursett væri fjórum sinnum meira á hverju ári en nú er gert. Binding eins tonns af koltvísýringi með skógrækt kostar um 2.500 krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kynnt var í dag.

Read more

13.02.2017 : Endurnýjunarefni á breytingatímum

Á þemadegi NordGen sem haldinn verður í Asker í Noregi 21. mars 2017 verður fjallað um fræ- og plöntuval á tímum hlýnandi loftslags.

Read more

10.02.2017 : Skráning á Fagráðstefnu hafin

Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sér um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnar um leið fimmtíu ára afmæli sínu. Þema ráð­stefn­unn­ar verður tengt skógræktar­rannsókn­um fyrr og nú.

Read more

03.02.2017 : Tækifæri til rannsókna á lífríkinu í norðri

Rannsóknastöðin Rif á Melrakkasléttu auglýsir eftir umsóknum frá áhugasömum vísindamönnum og rannsakendum sem vilja nýta sér aðstöðu stöðvarinnar til verkefna á sviði rannsókna og vöktunar árið 2017.

Read more

02.02.2017 : Sárlega vantar fólk með skógmenntun í Japan

Japanar réðust í mikla gróðursetningu trjáplantna vítt og breitt um landið að lokinni síðari heimsstyrjöldinni. Nú er kominn uppskerutími í þessum skógum en sárlega vantar kunnáttufólk til starfa. Skólum sem kenna skógmenntir fjölgar hratt í landinu.

Read more

01.02.2017 : Shenzhen-yfirlýsingin um skógarborgir

Á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni um skógarborgir sem haldin var í Shenzhen í Kína í lok nóvember var samþykkt yfirlýsing með nokkrum markmiðum og aðgerðum til að auka trjárækt í borgum og flétta trjárækt inn í skipulag. Frá þessu segir meðal annars í nýútkomnu fréttabréfi IUFRO.

Read more

31.01.2017 : Timburblokk er bygging ársins

Nýstárleg sjö hæða timburbygging í Amsterdam í Hollandi hlaut titilinn besta bygging ársins 2016 þegar verðlaunin World Architechture News Residential voru veitt. Byggingin er rúmgóð og hátt til lofts á hverri hæð. Auðvelt er að innrétta hana bæði sem atvinnu- og íbúðarhúsnæði.

Read more

31.01.2017 : Starfsfólk Skógræktarinnar á GIS-námskeiði

Í morgun hófst tveggja daga námskeið hjá Skógræktinni um landupplýsingavinnslu í ArcGIS-kerfinu. Námskeiðið er einkum ætlað skógræktarráðgjöfum Skógræktarinnar sem starfa vítt og breitt um landið. Þátttakendur í námskeiðinu sitja nú á sjö stöðum á landinu og fylgjast með gegnum nýtt fjarfundakerfi Skógræktarinnar. Þetta sparar tíma, fé og fyrirhöfn en dregur líka úr koltvísýringslosun.

Read more

27.01.2017 : Gjafir og grisjun skógar

Skógræktarjörðin Brekkugerði Fljótsdal er til umfjöllunar í nýju tölublaði Bændablaðsins. Í Brekkugerði felst hefðbundinn vinnudagur á vetrum í gjöfum kvölds og morgna, grisjun skógar um miðjan dag og svo er farið á hestbak Read more

27.01.2017 : Þróun gróðursamfélaga við Heklu

Olga Kolbrún Vilmundardóttir landfræðingur talar um þróun gróðursamfélaga í Hekluhraunum og nágrenni í erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags sem haldið verður í náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands 30. janúar. Greint verður frá helstu niðurstöðum gróður- og jarðvegsrannsókna við Heklu sem fram fóru sumarið 2015 og 2016 með vettvagnsathugunum og fjarkönnunargögnum.

Read more

23.01.2017 : Mögulegt að rækta skóg til kolefnisbindingar á verði losunarheimilda

Verðið á þeim losunarheimildum sem stóriðjan kaupir er nú um 5 Bandaríkjadollarar fyrir hvert losað tonn. Að binda eitt tonn koltvísýrings í skógi á Íslandi kostar um sjö dollara. Ef greitt yrði fyrir skógrækt í stað losunarheimilda sparaðist gjaldeyrir, íslenska skógarauðlindin myndi stækka hraðar, störf myndu skapast í dreifbýli og skógurinn myndi efla vistkerfi og samfélag.

Read more

16.01.2017 : Norska sendiráðið færir Mógilsá nýja mynd af Noregskonungi

Fulltrúar frá sendiráði Noregs á Íslandi heimsóttu á föstudag Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá og afhentu stöðinni nýja mynd af Haraldi V Noregskonungi. Haraldur V var ríkisarfi eða krónprins Noregs þegar hann vígði stöðina á Mógilsá fyrir hartnær fimmtíu árum.

Read more

12.01.2017 : Íslenska birkið komið á útþenslustig

Áætlað er að nýliðun birkis á Íslandi nemi 130 km2 frá árinu 1989 til 2012. Nýliðun skiptist ójafnt á landshluta og samsvarar það að nokkru leyti misjafnri hækkun sumarhita eftir landshlutum á sama tímabili. Sambærileg samsvörun við misjafnan samdrátt í sauðfjárstofninum á árabilinu 1989 til 2012 reyndist minni þótt leitnin væri í sömu átt. Þetta kemur fram í vísindagrein í Náttúrufræðingnum sem nýkominn er út.

Read more

11.01.2017 : Áhugaverð námskeið fram undan

Ástæða er til að vekja athygli á nokkrum námskeiðum sem eru á dagskrá Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands á næstu vikum og mánuðum og gætu freistað skógræktarfólks og áhugafólks um viðarnytjar.

Read more

10.01.2017 : Fræg risafura með göngum í gegn féll í ofviðri

Heimsfræg risafura í Calaveras Big Trees State Park í Kaliforníu féll á sunnudag í ofviðri. Göng voru gerð í gegnum tréð á níunda áratug nítjándu aldar og er talið líklegast að gangagröfturinn á sínum tíma hafi valdið trénu varanlegum skaða og ráðið örlögum þess.

Read more

09.01.2017 : Hrönn tekur við Hekluskógum

Hrönn Guðmundsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Hekluskóga af Hreini Óskarssyni sem nú gegnir starfi sviðstjóra samhæfingarsviðs Skógræktarinnar. Þetta kom fram á fundi framkvæmdaráðs Skógræktarinnar á föstudag. Á fundinum var rætt um vinnu við fjárhagsáætlanagerð hjá Skógræktinni, vinnu að landsáætlun í skógrækt sem er að hefjast og fleiri mál. Starfsmannafundur alls starfsfólks Skógræktarinnar verður haldinn á Akureyri í apríl.

Read more

06.01.2017 : Fræðslustjóri í fullt starf

Ólafur Oddsson, sem verið hefur fræðslufulltrúi Skógræktarinnar í hlutastarfi, tók um áramótin við fullu starfi fræðslustjóra stofnunarinnar. Hann stýrir fræðslunefnd með fulltrúum innan og utan Skógræktarinnar sem nú mótar nýja fræðslustefnu fyrir stofnunina. Ólafur vill að komið verði á fót diplómanámi í skógarleiðsögn sem nýst geti ýmsum stéttum.

Read more

05.01.2017 : Skógargeirinn verður sýnilegri í bókhaldinu

Evrópuráðið lagði 20. júlí í sumar fram lagafrumvarp þar sem lagt er til að bæði losun og binding gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar (LULUCF) verði felld inn í rammaáætlun Evrópusambandsins um orku- og loftslagsmál sem miðuð er við árið 2030. Talið er að þetta geri jákvæð loftslagsáhrif skógræktar og nýtingar skógarafurða sýnilegri.

Read more

04.01.2017 : Hönnun göngubrúar yfir Markarfljót lokið

Enn er unnið að því að afla fjár til smíði göngubrúar yfir Markarfljót til móts við Húsadal í Þórsmörk. Hönnun brúarinnar er lokið og er hún byggð á verðlaunatillögu Eflu verkfræðistofu og Studio Granda frá árinu 2014.

Read more

02.01.2017 : Doktorsritgerð um útbreiðslu birkis á nútíma

Birkiskógar náðu hámarksútbreiðslu á Íslandi fyrir um 8-6 þúsund árum en þá tók þeim að hnigna vegna kólandi loftslags. Þetta er meðal niðurstaðna Sigrúnar Daggar Eddudóttur landfræðings í doktorsritgerð sem hún varði við Háskóla Íslands 21. desember.

Read more

02.01.2017 : Alþjóðlegur sumarskóli um skógrækt

Á alþjóðlegum sumarskóla um skógrækt sem haldinn verður í Waterford á Írlandi 19.-23. júní í sumar verður farið yfir öll nýjustu tól og tæki sem nýtast við skógrækt, allt frá áætlunum til nytja.

Read morebanner1