Fréttir

28.12.2016 : Hlýskeið örva blöndun fjalldrapa og birkis

Hlýskeið á nútíma hafa ýtt undir tegundablöndun birkis og fjalldrapa. Slíkt skeið er hafið enn á ný með hlýnandi loftslagi undanfarinna áratuga. Þótt flestir blendingarnir séu illa eða ófrjóir hefur komið í ljós að á því eru undantekningar. Sumir þeirra ná að mynda talsvert af eðlilegum kynfrumum og geta því verkað sem genabrýr milli tegundanna með áframhaldandi víxlun.

Lesa meira

27.12.2016 : Munur á barrskógum austan hafs og vestan

Rannsóknir kanadískra vísindamanna varpa ljósi á ástæður þess hve ólíkir norðlægir barrskógar Norður-Ameríku eru barrskógum í norðvestanverðri Evrópu. Sýnilegastur er munurinn á skógarbotninum. Ólíkt loftslag hefur leitt af sér ólíka þróun

Lesa meira

21.12.2016 : Gleðileg jól

Skógræktin óskar starfsfólki sínu, skógarbændum, skógræktarfólki um allt land og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Megi árið 2017 verða farsælt og gjöfult skógræktarár!

Lesa meira

21.12.2016 : Áhrif hlýnunar á norðlæg þurrlendisvistkerfi

Gróðri vaxin svæði sem hitnað hafa vegna breytinga á jarðhita geta varpað áhrif á þau áhrif sem vænta má að loftslagsbreytingar hafi á norðlæg þurrlendisvistkerfi. Fjallað er um þessi efni í nýrri grein sem birt er í vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences.

Lesa meira

21.12.2016 : Jólakötturinn stækkar og stækkar

Aldrei hafa fleiri sótt hinn árlega jólamarkað Jólaköttinn sem haldinn var laugardaginn 17. desember í húsnæði Barra á Valgerðarstöðum í Fellum. Talið er að vel á þriðja þúsund manns hafi komið til að sýna sig og sjá aðra, versla til jólanna og njóta skemmtunar sem í boði var.

Lesa meira

21.12.2016 : Við skógareigendur - nýtt tölublað

Nýtt tölublað tímarits Landssamtaka skógareigenda, Við skógareigendur, er nýkomið út. Í blaðinu er fjallað um aðalfund og landsfund samtakanna, ýmiss konar skógarafurðir, meðhöndlun keðjusagar, grisjun og margt fleira.

Lesa meira

20.12.2016 : Því nær því betra

Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, tekur jólatré sitt úr eigin skógi en á bágt með að velja fallegustu trén til þess. Í Sögum af landi á Rás 1 á sunnudag ræddi hann umhverfisáhrif jólatrjáa og benti á að minnst væru áhrifin ef fólk tæki tréð úr garðinum hjá sér enda sótspor trjánna því stærra því lengra sem þyrfti að flytja það.

Lesa meira

20.12.2016 : Tíðindi af framkvæmdaráðsfundi

Á fundi framkvæmdaráðs Skógræktarinnar sem haldinn var 13. desember var meðal annars kynnt ný handbók með samræmdu vinnulagi fyrir skógræktarráðgjafa. Rætt var um fjárhagsáætlun, landupplýsingakerfi, 50 ára afmæli skógræktarrannsókna á Mógilsá, útlit stofnunarinnar og fleira.

Lesa meira

19.12.2016 : Dagatal Skógræktarinnar helgað skógarbændum

Út er komið fyrsta dagatal hinnar nýju stofnunar, Skógræktarinnar. Ákveðið var að helga dagatalið skógarbændum í tilefni af sameiningu skógræktarstofnana ríkisins sem gengur endanlega í gegn nú um áramótin. Þjónusta og samstarf við skógarbændur er einn stærsti og mikilvægasti þátturinn í starfsemi Skógræktarinnar.

Lesa meira

19.12.2016 : Skjólbelti í kílómetravís

Á Ytra-Lóni á Langanesi hafa margir kílómetrar af skjólbeltum verið ræktaðir og þrífast vel. Skógrækt er þar á fjörutíu hekturum og þokast þrátt fyrir áföll. Fjallað er um búskapinn á Ytra-Lóni í Bændablaðinu. Lesa meira

19.12.2016 : Vandfundið glæsilegra bálskýli

Smíði þjónustuhúss í Laugarvatnsskógi miðar vel. Bálskýlið, sem er stærsti hluti byggingarinnar, er nú risið og þessar vikurnar er unnið að smíði húss yfir snyrtingar.

Lesa meira

15.12.2016 : Skógarangan alla leið

Á bænum Rauðsgili í Reykholtsdal framleiðir Hraundís Guðmundsdóttir skógfræðingur ilmolíur úr íslenskum trjám. Með olíunum er til dæmis hægt að flytja skógarilminn með sér heim í stofu.

Lesa meira

14.12.2016 : Skógarnir gefa jólastemmningu

Jólamarkaðir eru haldnir víða um landið á aðventunni og Skógræktin tekur þátt í slíkum viðburðum á nokkrum stöðum. Á laugardag verður Jólakötturinn haldinn að venju í Barra á Valgerðarstöðum í Fellum. Árlegur jólamarkaður í Vaglaskógi um síðustu helgi var vel sóttur.

Lesa meira

13.12.2016 : Margfalt meira umhverfisálag af gervijólatrjám en lifandi trjám

Á hverju ári standa margir Íslendingar frammi fyrir þeirri spurningu hvort kaupa eigi lifandi jólatré í stofuna eða láta slag standa og fá sér margnota tré sem enst geti árum saman. Hlýtur það ekki að vera betra fyrir budduna og jafnvel umhverfið líka, jafnvel þótt gervitréð sé úr plasti og framleitt hinum megin á hnettinum? Ekki er það alveg víst.

Lesa meira

07.12.2016 : Þurrlendisskógar jarðarinnar að hverfa

Í stuttu myndband frá FAO er athygli heimsbyggðarinnar vakin á eyðingu skóga á þurrlendissvæðum jarðarinnar og eyðimerkurmyndun sem henni fylgir. Þessari þróun þarf að snúa við og það er einn liðurinn í því að tryggja framtíð lífs á jörðinni.

Lesa meira

06.12.2016 : „Við eigum bara að sjá um þetta“

Páll Ingvarsson, skógarbóndi á Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit, segir framtíðina vera að íslenskir bændur sjái um ræktun þeirra jólatrjáa sem seld eru hérlendis. Rætt var við hann og Ingólf Jóhannsson hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga í fréttum Sjónvarpsins.

Lesa meira

06.12.2016 : Jólamarkaður í Vaglaskógi á laugardag

Enn meiri fjölbreytni verður á jólamarkaðnum í Vaglaskógi þetta árið en var í fyrra þegar markaðurinn var haldinn í fyrsta sinn. Fleiri hafa nú skráð sig fyrir söluborðum og verður ýmislegt spennandi í boði til jólahalds og jólagjafa auk jólatrjáa, greina og annars varnings úr skóginum. Markaðurinn verður laugardaginn 10. desember kl. 13-17.

Lesa meira

06.12.2016 : Íslenska jólatréð

Hlynur Gauti Sigurðsson, skógræktarráðgjafi Skógræktarinnar á Vesturlandi og kvikmyndagerðarmaður hjá KvikLandi, hefur sent frá sér nýtt myndband um íslenska jólatréð. Þar segir Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, frá kostum þess að velja lifandi íslenskt jólatré.

Lesa meira

05.12.2016 : Eikurnar á Skógarbala aldursgreindar

Tveir sérfræðingar Skógræktarinnar, Lárus Heiðarsson skógfræðingur og Ólafur Eggertsson fornvistfræðingur, aldursgreindu eikurnar á Skógarbala í Fljótsdal í skemmtilegu innslagi Landans í Sjónvarpinu sunnudaginn 4. desember.

Lesa meira

02.12.2016 : Búið í haginn fyrir rafbílana

Tenglar fyrir rafbíla hafa nú verið settir upp á báðum starfstöðvum Skógræktarinnar á Norður­landi. Staur var settur upp við Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri í dag og að sjálfsögðu er hann úr lerki frá Vöglum í Fnjóskadal.

Lesa meira

01.12.2016 : Bjartsýni í finnska skógargeiranum

Finnar hafa á undanförnum árum gert breytingar á stefnu, lagaumhvefi og stofnunum í finnska skógargeiranum. Starfsfólk úr finnska landbúnaðar- og skógræktarráðuneytinu kynnti í vikunni norrænum kollegum helstu breytingar sem gerðar hafa verið á síðustu árum. Íslendingar geta margt lært af nágrannaþjóðum sínum sem aukið hafa skógarþekju sína og byggt upp sjálfbæran timburiðnað.

Lesa meirabanner4