Fréttir

30.11.2016 : Íslendingar aftur með í EUFORGEN

Brynjar Skúlason, sérfræðingur í trjákynbótum, verður aðalfulltrúi Íslands í samstarfi Evrópulanda um vernd og nýtingu erfðaauðlinda skóga, Euforgen. Þar með tekur Ísland á ný þátt í þessu samstarfi eftir nokkurra ára hlé.

Lesa meira

30.11.2016 : Einær lúpína sem græðir upp land og gefur verðmæta uppskeru

Lupinus mutabilis er einær lúpínutegund frá Suður-Ameríku sem notuð hefur verið lengi í Andesfjöllunum til ræktunar fóðurs og matvæla. Landgræðslan tekur nú þátt í evrópsku þróunarverkefni þar sem kannað verður hvernig vinna má olíu, prótein og fóður úr lúpínunni eða nota hana til orkuframleiðslu. Hérlendis verður athugað hvort tegundin getur vaxið á rýru landi og nýst til uppgræðslu eða fóðurframleiðslu.

Lesa meira

30.11.2016 : Áhrif loftslagsbreytinga á smádýr í skógrækt og landgræðslu

Í erindi sem Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri Landgræðslunnar, flytur í dag á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar verður fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á smádýr sem lifa á trjám og öðrum gróðri sem notaður er í skógrækt hér á landi.
Lesa meira

28.11.2016 : Myndband um Óslóartréð

Í skemmtilegu myndbandi frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur er sögð sagan af því þegar Dagur B. Eggertsson kom í Norðmannalund í Heiðmörk til að fella Óslóartréð svokallaða, tréð sem Óslóarborg gefur Reykjavíkurborg og nú stendur ljósum prýtt á Austurvelli. Hlynur Gauti Sigurðsson gerði myndbandið.

Lesa meira

24.11.2016 : Skógar og skógfræði í Rússlandi

Náttúrufar í norðvestanverðu Rússlandi, skógarnir þar og mannlífið, er viðfangsefni dr Páls Sigurðssonar, skógfræðings hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, í fræðsluerindi sem hann flytur á Hvanneyri mánudaginn 28. nóvember kl. 16.

Lesa meira

23.11.2016 : Nýstárlegt niturnám

Bakteríur sem einangraðar hafa verið úr aspartrjám hafa sýnt hæfileika til að tillífa nitur. Þessar bakteríur hafa verið fluttar í aðrar plöntutegundir, þar á meðal degli, þar sem þær hafa sýnt sömu virkni. Ekki er útilokað að slíkar bakteríur geti gert öspum á Íslandi ýmislegt gagn, til dæmis aukið vöxt þeirra og þurrkþol.

Lesa meira

23.11.2016 : Fyrr og nú á Skálamel

Skálamelur ofan Húsavíkur hefur breytt um ásýnd. Þar sem áður var örsnautt land er nú gróskumikill víðiteigur með reyniviði sem líklega hefur borist með skógarþröstum. Í lúpínunni hefur trjágróðurinn vaxið og dafnað og mikil breyting orðið á aldarfjórðungi.

Lesa meira

22.11.2016 : Húsgögn smíðuð úr efniviði skógarins

Námskeið í húsgagnagerð var haldið um helgina á Snæfoksstöðum í Grímsnesi á vegum Lbhí og Skógræktarinnar. Þar lærðu þátttakendur að nota efni sem til fellur við grisjun skógarins til að smíða húsgögn og ýmsa nytjahluti. Tuttugu námskeið af þessum toga hafa verið haldin vítt og breitt um landið og um 300 manns sótt þau.

Lesa meira
Skrifstofa Skógræktar ríkisins á Mógilsá

22.11.2016 : Með þekkingu ræktum við skóg

„Með þekkingu ræktum við skóg“ er yfirskrift Fagráðstefnu skógræktar 2017, sem jafnframt verður 50 ára afmælisráðstefna Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 23.-24. mars 2017.

Lesa meira

22.11.2016 : Ræktun gjöfulla blandskóga

Skógarreiti með blönduðum tegundum má skipuleggja og rækta með margvísleg samfélagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg markmið í huga. Slíkir skógar geta veitt mikilvæga vistkerfisþjónustu, stuðlað að verndun náttúruskóga og um leið bundið umtalsverðan hluta af því kolefni sem mannkynið losar út í andrúmsloftið með athöfnum sínum. En þeir veita líka möguleika á ræktun verðmætra afurða og aukinni heildarframleiðslu skógarreita.

Lesa meira

17.11.2016 : Að fá jólatréð sent heim rétt fyrir jól

Mestu skiptir að höggva rauðgrenið rétt fyrir jól og meðhöndla það rétt svo það haldi barrinu vel heima í stofu. Þetta segir Anna Guðmundsdóttir í Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit sem telur að auka megi vinsældir rauðgrenis á ný hjá kaupendum jólatrjáa. Í haust voru haldnir skógardagar í Reykhúsum þar sem fólk gat komið og valið sér jólatré sem felld verða rétt fyrir jól og borin út til kaupendanna.

Lesa meira

16.11.2016 : Kolefnisskattar til að ná Parísarmarkmiðunum

Leggja ætti megináherslu á líforku og endurnýjanleg hráefni til að ná megi markmiðum Parísarsamkomulagsins fyrir árið 2030. Þetta er meðal skilaboða í yfirlýsingu sem alþjóðlega lífhagkerfissambandið WBA sendi frá sér á loftslagsráðstefnunni sem nú stendur yfir í Marrakess í Marokkó.

Lesa meira

16.11.2016 : Lúpínan fóstrar mikið mófuglalíf

Tífalt fleiri fuglar þrífast á uppgræddu mólendi en á óuppgræddu landi. Í landi sem grætt hefur verið upp með alaskalúpínu er hlutfallið tuttugufalt. Landgræðsla eykur lífjölbreytileika dýrategunda og stækkar búsvæði fuglategunda sem fer hnignandi í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri grein sem birt er í rafræna tímaritinu Icelandic Agricultural Sciences.

Lesa meira

14.11.2016 : Nýtt merki Skógræktarinnar

Átján hugmyndir bárust frá fimm þátttakendum í lokaðri samkeppni um nýtt merki Skógræktarinnar sem lauk 2. nóvember. Eftir yfirferð fagmanns og umfjöllun framkvæmdaráðs Skógræktarinnar var efnt til kosningar meðal starfsfólks um þau þrjú merki sem þóttu álitlegust. Merkið sem hlaut flest atkvæði hannaði Halldór Björn Halldórsson, doktorsnemi í grafískri hönnun við LTU-háskólann í Luleå í Svíþjóð.

Lesa meira

14.11.2016 : Skógar bindi kolefni á landgræðslusvæðum

Möguleikar kunna að vera til skógræktar á nokkrum svæðum í Þingeyjarsýslum þar sem Landgræðslan hefur unnið að uppgræðslu. Samstarf Skógræktarinnar og Landgræðslunnar er að aukast mjög og skógræktarstjóri segir að eitt meginmarkmiða skógræktar á landgræðslusvæðum verði að binda koltvísýring.

Lesa meira

14.11.2016 : Hugsað til framtíðar með lagningu skógarslóða

Einstök tíðin í haust og byrjun vetrar hefur nýst vel til ýmissa verka á skógarbýlinu Silfrastöðum í Akrahreppi. Þar hefur meðal annars verið unnið að slóðagerð í skóginum sem nauðsynleg er til að grisja megi skóginn á næstu árum og til frekari timburnytja í fyllingu tímans. Rætt er við Hrefnu Jóhannesdóttur, skógfræðing og skógarbónda, á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Lesa meira

11.11.2016 : Raunfærnimat í skógrækt

Fólki sem starfað hefur við skógrækt en ekki menntað sig í greininni býðst nú raunfærnimat hjá Austurbrú sem stytt getur námstíma þess í skógræktarnámi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Matið styrkir starfsmanninn í starfi og getur leitt til starfsþróunar.

Lesa meira

09.11.2016 : Trjáfelling og grisjun með keðjusög

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður í janúar námskeið í trjáfellingu og grisjun með keðjusög. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja bæta fellingartækni sína eða vilja öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga.

Lesa meira

09.11.2016 : Hvert tré í þéttbýli sparar stórfé

Á nýrri vefsjá yfir götutré New York borgar í Bandaríkjunum má nú skoða hvert einasta tré sem borgaryfirvöld hafa umsjón með við götur og torg. Í ljós kemur að þjónusta eins trés getur verið metin á mörg hundruð dollara á hverju ári.

Lesa meira

08.11.2016 : Baráttuhópurinn París 1,5 mælir með skógrækt

Baráttuhópurinn París 1,5 sem berst fyrir því að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar vegna Parísarsamkomulagsins skorar á þá stjórnmálaflokka sem mynda munu nýja ríkisstjórn að hafa loftslagsmálin að leiðarljósi. Skógrækt er meðal þeirra mótvægisaðgerða sem hópurinn mælir með.

Lesa meira

07.11.2016 : Asparhúsið í Vallanesi

Í Vallanesi á Héraði er að verða tilbúið fyrsta húsið sem vitað er til að sé reist eingöngu úr íslensku timbri. Í húsið eru aðallega notaðar aspir sem uxu í Vallanesi en einnig lerki og greni. Sami efniviðurinn er notaður í innréttingar og húsgögn.

Lesa meira

04.11.2016 : Ungviðið til varnar skóginum

Mótmæli tveggja ellefu ára stúlkna urðu til þess að tryggja framtíð skóglendis í Grafarholti í Reykjavík. Trjálundurinn Sæmundarsel við Reynisvatn verður nú felldur út sem mögulegt byggingarland og fær því væntanlega að þjóna íbúnum, meðal annars sem útikennslustofa skólabarna.

Lesa meira

03.11.2016 : Árangursríkt sumar að baki í Þórsmörk

Fjórða starfsári sjálfboðaliðasamtakanna Þórsmörk Trail Volunteers er nú lokið. Árangur starfsins á liðnu sumri var mjög góður. Vinnuframlag sjálfboðaliðanna nemur um 250 vinnuvikum. Skráning sjálfboðaliða fyrir næsta ár hefst 15. desember. Lesa meira
frett_09062010_108

01.11.2016 : Áhrif eldgosa og ösku á gróðurfar

Hreinn Óskarsson flytur þriðjudagskvöldið 8. nóvember erindi í sal Garðyrkjufélags Íslands um áhrif eldgosa og ösku á gróðurfar. Hann lýsir því hvernig birki lifir öskufall af og lýsir aðferðum við skóggræðslu á örfoka landi í grennd við Heklu.

Lesa meira

01.11.2016 : Norræn starfsmannaskipti

Norrræna ráðherranefndin hefur um langt árabil leitast við að stuðla að góðum samskiptum stofnana og starfsmanna  milli Norðurlandanna og veitir árlega styrki til svokallaðar skiptidvalar. Kominn er út bæklingur um norræn starfsmannaskipti.

Lesa meirabanner5