Fréttir

31.10.2016 : Sjálfsáning trjátegunda

Tveir stuttir fyrirlestrar um rannsóknir á sjálfsáningu trjátegunda verða haldnir á Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10.

Lesa meira

28.10.2016 : Skóggræðsla með stafafurufræi

Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, lýsir því með skilmerkilegum hætti í nýju myndbandi hvernig safna má fræi af stafafuru og sá því með svepprótasmiti í ógróið land. Árangurinn af slíkum sáningum er mjög góður og trén verða jafnvel betri og rótfastari en þegar gróðursettar eru bakkaplöntur.

Lesa meira

28.10.2016 : Áherslur stjórnmálaflokkanna í skógræktarmálum

Íslensku stjórnmálaflokkarnir virðast vera hlynntir aukinni skógrækt og líta á hana sem vænlega leið til að vinna gegn loftslagsbreytingum og til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Allir helstu stjórnmálaflokkarnir nema Sjálfstæðisflokkurinn svöruðu tíu spurningum Skógræktarinnar um skógræktarmál sem bornar voru upp við flokkana 17. október.

Lesa meira

27.10.2016 : Námskeið í kransagerð úr náttúrlegum efniviði

Sýnikennsla í gerð kransa með efniviði úr íslenskri náttúru og íslenskum skógum verður haldin hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk laugardaginn 5. nóvember.

Lesa meira

26.10.2016 : Skrifað undir samstarfssamning um Þorláksskóga

Samningur um Þorláksskóga undirritaður í dag. Að honum standai Sveitarfélagið Ölfus, Landgræðsla ríkisins og Skógræktin. Markmiðið er að græða upp land á Hafnarsandi og rækta þar skóga til að verjast náttúruvá, vernda byggð og til fjölbreyttra nytja. Stefnt er að því að fjármögnun verkefnisins og samningagerð verði lokið 1. júní á næsta ári.

Lesa meira

26.10.2016 : Könglar farnir að sjást í frægarðinum á Tumastöðum

Ágrædd sitkagrenitré í frægarði Skógræktarinnar á Tumastöðum í Fljótshlíð þroskast vel og þau fyrstu eru nú farin að mynda fræ. Enn er þess þó langt að bíða að fræframleiðslan komist í fullan gang en á meðan er fræjum safnað í skógarreitum af þeim kvæmum sem best hafa reynst. Gæði fræjanna aukast þegar grisjað er og bestu trén látin standa eftir.

Lesa meira

25.10.2016 : Skotar stórauka framlög til skógræktar

Skoska ríkisstjórnin hefur ákveðið að stórauka framlög til nýskógræktar í nokkrum héruðum landsins. Tilkynnt hefur verið um nýtt 6,5 milljóna punda framlag sem standa á straum af nýskógrækt á 1.200 hekturum lands. Markmiðið er bæði að efla byggðir og binda koltvísýring.

Lesa meira

25.10.2016 : Búskaparskógrækt í Vestur-Húnavatnssýslu

Í eins árs átaksverkefni sem umhverfis- og auðlindaráðherra ýtti úr vör í gær á að leita eftir viðhorfi bænda til núverandi stuðningskerfis í skógrækt og hvort það megi betur laga að þörfum bænda í hefðbundnum búskap. Sjö milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári og hefur Skógræktinni verið falin umsjón þess.

Lesa meira

21.10.2016 : Gunna og Steini kvödd á Vöglum

Nýlega voru tveir góðir starfsmenn Skógræktarinnar á Vöglum í Fnjóskadal kvaddir eftir áratuga farsæl störf, hjónin Guðrún Jónsdóttir og Guðni Þorsteinn Arnþórsson.

Lesa meira

20.10.2016 : Elstu trjám heims fjölgað með vefjarækt

Með vefjarækt hefur tekist að klóna fjölda trjátegunda, þar á meðal elstu rauðviðartrén eða risafururnar sem vaxa á vesturströnd Norður-Ameríku. Vonir standa til að breiða megi aftur út rauðviðarskógana þannig að þeir geti á ný fóstrað fjölbreytileg vistkerfi á landi, í vötnum og í sjó. Aukin skógarþekja á jörðinni er nauðsynleg til að mannkynið geti áfram þrifist.

Lesa meira

19.10.2016 : Loftslagsskógrækt á fjallasvæðum

Í þverfaglega Cost-verkefninu CLIMO er hugað að bættu lífsviðurværi fólks sem býr við og nýtir fjallaskóga, aukinni aðlögun og þoli fjallaskóga á tímum loftslagsbreytinga og hvernig fjallaskógar geta sem best mildað áhrif loftslagsbreytinganna.

Lesa meira

18.10.2016 : Nýtt hjálparmeðal lofar góðu fyrir jólatrjáarækt

Nýtt efni sem stöðvar toppvöxt barrtrjáa gæti komið að góðum notum til að stýra vaxtarlagi og þéttleika jólatrjáa. Virka efnið eru hormón sem framleidd eru með hjálp sveppa og það er sagt skaðlaust í náttúrunni.

Lesa meira

17.10.2016 : Þorláksskógar - nýtt verkefni í anda Hekluskóga

Viðræður eru hafnar milli Skógræktarinnar, Landgræðslu ríkisins, sveitarfélagsins Ölfuss og Skógræktarfélags Íslands um uppgræðslu í nágrenni Þorlákshafnar. Áhugi er á verkefninu ef til þess fæst fjármagn.

Lesa meira

17.10.2016 : Lærdómurinn frá gosinu í St. Helens

Vistfræðilegar aðferðir til að minnka náttúruvá eru viðfangsefni dr Virginiu Dale í fyrirlestri sem hún flytur miðvikudaginn 19. október í sal Þjóðminjasafnsins í Reykjavík. Þar ræðir hún um þann lærdóm sem draga má af gosinu í eldfjallinu St. Helens 1980.

Lesa meira

14.10.2016 : Meiri skóg en ekki kláf

Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar um græna trefilin verður rædd á opnum fundi með borgarfulltrúum sem Íbúasamtök Kjalarness hafa boðað til 10. nóvember. Íbúar eru hrifnir af uppgræðslunni í Esjuhlíðum og fagna skjólinu.

Lesa meira

12.10.2016 : Gengið um ljóðskóga

Skáldkonan Gerður Kristný les úr verkum sínum í ljóðagöngu sem haldin verður í Hallormsstaðaskógi sunnudaginn 16. október. Fyrir norðan gefst hins vegar færi á að hlusta á Þórarin Eldjárn í Hánefsstaðareit.

Lesa meira

12.10.2016 : Alþjóðleg ráðstefna um ösp og aðrar hraðvaxta tegundir

Nýlega var haldin í Berlín ráðstefna International Poplar Commission (IPC). Þar kynntu tveir starfsmenn Mógilsár sögu alaskaaspar á Íslandi og íslenska asparrækt.

Lesa meira

07.10.2016 : Myndband frá frænámskeiði

Skógræktarfélag Reykjavíkur hélt námskeið um frætínslu laugardaginn 1. október. Þar jós Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, af viskubrunni sínum um tré og trjárækt og kenndi handtökin við frætínsluna. Hlynur Gauti Sigurðsson, nýráðinn starfsmaður Skógræktarinnar með aðsetur á Vesturlandi, gerði myndband um námskeiðið.

Lesa meira

06.10.2016 : Sala á rjúpnaveiðileyfum hefst 7. október

Skotveiðileyfi verða seld á átta svæðum í umsjón Skógræktarinnar þetta haustið, einum á Suðurlandi, fjórum á Norðurlandi og þremur á Austurlandi. Skotveiði er stranglega bönnuð á öðrum svæðum Skógræktarinnar.

Lesa meira

05.10.2016 : Samstarfssamningur um Hekluskóga endurnýjaður

Í dag var undirritaður nýr samningur um Hekluskóga sem tryggir framlög til verkefnisins næstu fimm árin. Frá því að verkefnið hófst fyrir áratug hafa verið gróðursettar hartnær þrjár milljónir trjáplantna, aðallega birki, á a.m.k. 1.500 hekturum lands. Árleg fjárveiting ríkisins til verkefnisins er 27,5 milljónir.

Lesa meirabanner5