Fréttir

30.09.2016 : Fræsöfnun Hekluskóga og árangur sáninga

Hekluskógar safna um þessar mundir birkifræi og biðla til almennings að taka þátt í því starfi og skila fræi á móttökustöðvum Endurvinnslunnar hf. Sums staðar sjást þéttar breiður af birki þar sem fræi var sáð fyrir fjórum árum.

Lesa meira

30.09.2016 : Hrymur nær 10 m hæð

Tré af fyrstu kynslóð lerkiblendingsins Hryms hefur á tæpum tveimur áratugum náð 10,4 metra hæð í rýrum jarðvegi Esjuhlíða. Meðaltalsvöxtur frá gróðursetningu er því rúmur hálfur metri á ári.
Lesa meira

29.09.2016 : Blandskógar í brennidepli

Gera þarf frekari rannsóknir á því sam­­spili sem ræður fram­leiðni bland­­aðra skóga. Þetta var með­al álykt­­ana sem dregn­­ar voru á ár­­leg­­ri þema­­­ráð­stefnu NordGen Forest sem hald­­in var í Växjö í Sví­þjóð 20.-21. sept­em­ber.

Lesa meira

27.09.2016 : Sjálfboðaliðar lagfæra gönguleið í Hallormsstaðaskógi

Níu ungmenni frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS hafa undanfarinn hálfan mánuð unnið að lagfæringum á tveggja kílómetra langri gönguleið í Hallormsstaðaskógi. Þetta er annað árið sem samtökin senda sjálfboðaliða í skóginn.

Lesa meira

26.09.2016 : Námskeið um frætínslu, meðhöndlun fræja og sáningu

Enn er hægt að skrá sig á frænámskeið Skógræktarfélags Reykjavíkur sem haldið verður laugardaginn 1. október í Heiðmörk.

Lesa meira

23.09.2016 : Hæstu tré á Vestfjörðum að ná 20 metrum

Hæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Hnífjafnt er nú í kapphlaupi alaskaaspar í Dýrafirði og sitkagrenis í Reykhólasveit.

Lesa meira

23.09.2016 : Brúarvirkjun skerðir skóglendi

Fyrirhugað framkvæmdasvæði Brúarvirkjunar einkennist af gróskumiklu votlendi og skóglendi sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin myndi hafa neikvæð áhrif á ásýnd og landslag.

Lesa meira

23.09.2016 : Nýr skógræktarráðunautur á Suðurlandi

Jón Þór Birgisson skógfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá Skógræktinni til að sinna nytjaskógrækt á lögbýlum á Suðurlandi. Hann leysir Hörpu Dís Harðardóttur af sem tekur sér ársleyfi frá störfum.

Lesa meira

20.09.2016 : Esjan gefur

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóriskrifar grein í Morgunblaðinu í dag í tilefni af degi íslenskrar náttúru sem var á föstudag. Þar ræðir hann ásýnd borgarfjalls Íslendinga, Esju, þar sem nú eru uppi ráðagerðir um kláfferju

Lesa meira

20.09.2016 : Hlynur Gauti ráðinn skógræktarráðgjafi á Vesturlandi

Fjórir sóttu um stöðu skógræktarráðgjafa á Vesturlandi sem Skógræktin auglýsti laust til umsóknar fyrir skemmstu. Hlynur Gauti Sigurðsson hefur verið ráðinn í starfið.

Lesa meira

16.09.2016 : Trausti ráðinn skógarvörður á Suðurlandi

Trausti Jóhannsson, skógfræðingur og húsasmiður, hefur verið ráðinn í stöðu skógarvarðar á Suðurlandi. Fjórir sóttu um stöðuna.

Lesa meira

16.09.2016 : Burt með skeinibréfin!

Vaxandi óþrifnaður er í skógum landsins vegna skorts á almenningssalernum. Pokar undir skeinibréfin gætu dregið úr þessum vanda. Skógræktin vekur athygli á vandanum í tilefni dags íslenskrar náttúru.

Lesa meira

15.09.2016 : Norræn samvinna um fjallaþin

Rannsóknir á frostþoli fjallaþins og mótstöðu tegundarinnar gegn skaðvöldum í loftslagi Íslands og Danmerkur eru undirstaðan í doktorsverkefni Brynjars Skúlasonar skógfræðings við Kaup­mannahafnar­háskóla. Sagt er frá verkefninu í frétt á vef norrænu erfðavísinda­stofnunarinnar NordGen.

Lesa meira

12.09.2016 : Mætir meginviðir

Áhugavert er að fylgjast með framkvæmdum við nýtt þjónustuhús í Laugarvatnsskógi. Nokkrar myndir sem þar voru teknar fyrir helgi sýna hvernig gengur.

Lesa meira

09.09.2016 : Fjórir sækja um stöðu skógarvarðar á Suðurlandi

Umsóknarfrestur um auglýsta stöðu skógarvarðar á Suðurlandi rann út mánudaginn 5. september. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna.

Lesa meira

09.09.2016 : Edda ráðin forstöðumaður rannsóknasviðs

Edda Sigurdís Oddsdóttir, jarðvegsvistfræðingur og sérfræðingur á Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá, hefur verið ráðin forstöðumaður rannsónasviðs Skógræktarinnar.

Lesa meira

09.09.2016 : Noregur þarf góða skóla í skógfræðum og skógtækni

Skógrækt og skógarnytjar leika mikilvægt hlutverk í því að gera norska hagkerfið grænt. Til þess þarf metnaðarfulla skógareigendur og hagnýta menntun í skógarnytjum. Þetta er meðal þess sem rætt var á nýafstöðnu landsþingi norskra kvenna í skógrækt sem fram fór í Halden á Austfold.

Lesa meira

08.09.2016 : Lúpínan - besti vinur bóndans

Í Bændablaðinu sem kemur út í dag, 8. september, skrifar Gunnar Einarsson, sauðfjár- og skógarbóndi á Daðastöðum í Núpasveit, langa og ítarlega grein þar sem hann lýsir starfi sínu og fjölskyldunnar að landgræðslu og skóggræðslu á jörðinni. Fyrirsögn greinarinnar er Lúpínan - besti vinur bóndans.

Lesa meira

07.09.2016 : Skógræktin þrói landgræðslusvæði yfir í skóg

Árni Bragason, nýráðinn landgræðslustjóri, vill fá aðrar stofnanir til samstarfs um nýtingu þeirra svæða sem Landgræðslan hefur grætt upp. Í því sambandi hefur hann þegar rætt við forsvarsmenn Skógræktarinnar um að þróa ákveðin landgræðslusvæði yfir í skóg. Sandana við Þorlákshöfn nefnir hann sem dæmi um svæði þar sem hrinda megi af stað verkefni að fyrirmynd Hekluskóga.

Lesa meira

06.09.2016 : Eikarfæðing

Breski vísindamaðurinn og ljósmyndarinn Neil Bromhall tók upp á átta mánuðum ferilmynd af því þegar akarn spírar og verður að lítilli eikarplöntu. Eikur verða ævagamlar og risastórar en spruttu allar af litlu fræi. Tré eru meðal undra náttúrunnar og án trjáa værum við mennirnir ekki til því trén áttu þátt í að gera andrúmsloftið og loftslagið á jörðinni lífvænlegt fyrir lífverur eins og okkur.

Lesa meira

04.09.2016 : Úr sex milljónum í þrjár

Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands lauk á Djúpavogi í dag. Ályktað var um eflingu skógræktar með því markmiði að á næstu 5 árum verði gróðursettar átta milljónir trjáplantna árlega.

Lesa meira

02.09.2016 : Ráðherra vill bæta búsetuskilyrði með skógrækt

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra vill auka skógrækt á skóglausum svæðum til að gera þau vænni til búsetu. Hún flutti ávarp við upphaf aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sem nú stendur yfir á Djúpavogi.

Lesa meirabanner3