Fréttir

31.08.2016 : Þrír sóttu um stöðu sviðstjóra rannsókna

Umsóknarfrestur um stöðu sviðstjóra rannsókna hjá Skógræktinni rann út á mánudag, 29. ágúst. Þrír sóttu um stöðuna.

Lesa meira

30.08.2016 : Fjölgun „ryðfrírra“ asparklóna hafin

Óvenjumikið er nú um ryðsvepp á ösp í uppsveitum Suðurlands. Asparglytta og birkikemba halda áfram að breiðast út í landshlutanum. Fjölgun „ryðfrírra“ asparklóna er hafin á Tumastöðum í Fljótshlíð.

Lesa meira

29.08.2016 : Verkefni ágústmánaðar hjá jólatrjáaframleiðendum

Else Möller, skógfræðingur á Akri í Vopnafirði, gefur góð ráð um ágústverk jólatrjáabóndans. Nú er upplagt velja trén sem seld verða fyrir jólin.

Lesa meira

26.08.2016 : Hlutverk viðarlífmassa í norræna lífhagkerfinu

The Wood biomass in the Nordic Bioeconomy (Woodbio) er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í salnum Rima í Hörpu í Reykjavík 4. október. Fjallað verður um hlutverk viðarlífmassa í norræna lífhagkerfinu.

Lesa meira

26.08.2016 : Að láta sig framtíðina varða

Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið, Minding the future - Bioeconomy in changing Nordic reality, verður haldin í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík dagana 5.-6. október. Vinnusmiðja WoodBio-verkefnisins fer fram 4. október í aðdraganda ráðstefnunnar.

Lesa meira

26.08.2016 : Þjónustuhús rís í Laugarvatnsskógi

Smíði þjónustuhúss í þjóðskóginum á Laugarvatni gengur vel. Grind þess verður reist í næstu vikum en tíðarfarið í haust og vetur ræður miklu um hvenær húsið verður tilbúið.

Lesa meira

25.08.2016 : Að rækta skóg í stað þess að fylla skurði

Brynhildur Bjarnadóttir, skógvistfræðingur og lektor við HA, segir í Morgunblaðinu í dag frá rannsóknum sínum á öndun að og frá skógi sem ræktaður er á framræstu landi. Skógrækt gæti verið góður kostur til að stöðva koltvísýringslosun frá framræstu landi og arðsamt fyrir landeigandann um leið.

Lesa meira
Jafnaskarðsskógur

25.08.2016 : Auglýst eftir skógræktarráðgjafa á Vesturlandi

Skógræktin óskar eftir að ráða skógræktarráðgjafa vegna bændaskógræktar á Vesturlandi.

Lesa meira

25.08.2016 : Lóþræll kominn í ný föt

Fyrsta starfsmannahúsið sem Skógræktin reisti í Þjórsárdal árið 1962 hefur nú verið endurnýjað að utan og klætt með greni úr skóginum.

Lesa meira

24.08.2016 : Alaskaösp í Grjótaþorpi er tré ársins

Skógræktarfélag Íslands útnefndi í dag alaskaösp við Hákot í Grjótaþorpi í Reykjavík tré ársins. Öspunum í borginni er þakkað hve skjólsælt er orðið þar víða.

Lesa meira

24.08.2016 : Vígsla í sól og hita

Sól og blíða og 20 stiga hiti var í Kristnesskógi í Eyjafirði í gær þegar þar var formlega vígður nýr stígur sérstaklega  hannaður með þarfir fatlaðra í huga. Við athöfnina var vitnað í Hippókrates lækni sem lýsti þvi fyrir 2.400 árum að skógur og falleg náttúra bætti gróanda hjá fólki og hefði jákvæð heilsufarsáhrif.

Lesa meira

23.08.2016 : Áhugaverðar tilraunir með moltu

Molta úr jarðgerðarstöð Moltu ehf. í Eyjafjarðarsveit lofar góðu við trjáplönturækt hjá Sólskógum í Eyjafirði. Birkiplöntur sem settar voru í moltublandaða mold sýna t.d. minni merki um birkiryð en jafngamlar plöntur í hefðbundinni mold.

Lesa meira

22.08.2016 : Malbikaður skógarstígur í Kristnesskógi formlega opnaður

Framkvæmdum er nú að mestu lokið við lagningu 330 metra malbikaðs skógarstígs í Kristnesskógi í Eyjafirði. Stígurinn verður formlega opnaður þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15. Fulltrúar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, Sjúkrahússins á Akureyri og Skógræktarinnar flytja ávörp við opnunina.

Lesa meira

19.08.2016 : Ræktun blandaðra skóga - sóun eða framtíðarverðmæti?

Árleg ráðstefna NordGen Forest fer fram í Växjö í Svíþjóð 21.-22. september. Í þetta sinn verður fjallað um endurnýjun blandaðra skóga og kosti þeirra fyrir efnahag, líffjölbreytni og aðlögun að loftslagsbreytingum. Meðal umræðuefna verður skógræktarskipulag, skógarumhirða og -nytjar, vistfræði, skemmdir, skaðvaldar og markaðstækifæri fyrir viðarafurðir.

Lesa meira

18.08.2016 : Auka má matvælaframleiðslu án þess að ganga á skógana

Enn er landbúnaður helsta orsök skógareyðingar í heiminum og því er bráðnauðsynlegt að tala fyrir auknu samspili landbúnaðar og skógræktar til að byggja megi upp sjálfbær landbúnaðarkerfi og efla fæðuöryggi. Þetta eru meginskilaboðin í árlegri skýrslu FAO, matvæla- og landbúnaðartofnunar Sameinuðu þjóðanna, um ástand skóga heimsins, The State of the World's Forests (SOFO). Skýrslan var kynnt í dag við upphaf 23. fundar COFO, skógarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

18.08.2016 : Staða skógarvarðar á Suðurlandi laus til umsóknar

Skógræktin óskar eftir að ráða skógarvörð á Suðurlandi. Leitað er að öflugum einstaklingi með háskólapróf í skógfræði eða skógverkfræði. Skógarvörðurinn ber ábyrgð á daglegum rekstri þjóðskóganna á Suðurlandi, aflar sértekna, m.a. með úrvinnslu og sölu skógarafurða, sinnir málefnum ferðafólks, sér um eignir og tæki, áætlanir, úttektir og fleira. Skógarvörður heyrir undir skógarauðlindasvið stofnunarinnar.

Lesa meira

17.08.2016 : Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit í norðrinu

Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit verður haldin á Hótel Natura í Reykjavík dagana 12.-15. september. Ráðstefnan er styrkt af áætlun Norrænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar um sjálfbæra þróun. Norræni gena­bank­inn, NordGen, stendur fyrir ráð­stefn­unni ásamt Landgræðslu ríkisins.

Lesa meira

17.08.2016 : Sníkjuplantan engjakambjurt útbreidd í Vaglaskógi

Engjakambjurt, Melampyrum pratense, hefur nú öðlast þegnrétt meðal jurta sem vaxa villtar í íslenskri náttúru. Tegundin hefur þrifist um árabil í Vaglaskógi en var lengi vel greind sem krossjurt. Er­lend­is treystir engjakambjurt á samlífi við maura­teg­und og ekki er útilokað að sú tegund þrífist með henni í Vaglaskógi þótt það hafi ekki verið staðfest. Útbreiðsla jurtarinnar í skóginum bendir til að svo geti verið. Engjakambjurt lifir sníkjulífi á ýmsum trjátegundum.

Lesa meira

16.08.2016 : Námskeið um notkun keðjusagar

Mikilvægt er að allir sem nota keðjusög læri réttu handtökin og tileinki sér rétt vinnubrögð til þess að afköst verði góð en ekki síður til að fyllsta öryggis sé gætt og komist verði hjá slysum. Landbúnaðarháskóli Íslands heldur reglulega námskeið um trjáfellingar og grisjun með keðjusög. Slíkt námskeið verður til dæmis haldið á Hallormsstað í október.

Lesa meira

15.08.2016 : Íslandsmeistari trjáa ver titil sinn

Sérfræðingar Rannsóknastöðvar Skógræktarinnar á Mógilsá slógu máli á hæstu tré landsins í síðustu viku. Sitkagrenitré á Kirkjubæjarklaustri sem mælst hefur hæst undanfarin ár heldur þeim titli og er nú komið í 27,18 metra hæð. Hæsta öspin á Hallormsstað mældis 25,46 metrar en gildast mældist evrópulerki á Hallormsstað, 67,5 cm í þvermál.

Lesa meira

12.08.2016 : Fyrsti framkvæmdaráðsfundur Skógræktarinnar haldinn í gær

Í gær, fimmtudaginn 11. ágúst, var haldinn fyrsti fundur framkvæmdaráðs Skógræktarinnar, Þar var rætt um þau meginmarkmið að ná meiri og betri árangri í skógrækt. Ákveðið var að næstu skref í skipulagningu nýrrar stofnunar yrðu að ræða við starfsfólk um framtíðarstörf þeirra, með bæði væntingar þeirra og þarfir Skógræktarinnar í huga. Fundir verða haldnir á komandi vikum með starfsfólki á hverjum vinnustað. Auglýst hefur verið eftir sviðstjóra rannsóknasviðs og á næstu dögum verður auglýst eftir nýjum skógarverði á Suðurlandi.

Lesa meira

12.08.2016 : 376 ferkílómetrum Amason-frumskógar bjargað

Umhverfisstofnun Brasilíu hefur stöðvað áform um gerð 8.000 megavatta vatnsaflsvirkjunar sem ráðgerð hafði verið í Tapajós-fljótinu í miðjum Amason-frumskóginum. Lón virkjunarinnar hefði orðið 376 ferkílómetrar að stærð og fært í kaf regnskóg þar sem búa um 12.000 frumbyggjar af Munduruku-þjóðflokknum. Allt ræktað skóglendi á Íslandi er til samanburðar um 400 ferkílómetrar.

Lesa meira

11.08.2016 : Staða sviðstjóra rannsóknasviðs Skógræktarinnar laus til umsóknar

Skógræktin óskar eftir að ráða sviðstjóra á rannsóknasviði stofnunarinnar. Rannsóknasvið Skógræktarinnar sinnir alhliða rannsóknum í þágu skógræktar á Íslandi. Miðstöð rannsókna er á Mógilsá við Kollafjörð en rannsóknir eru stundaðar um land allt og rannsóknamenn starfa því einnig á öðrum starfstöðvum stofnunarinnar.

Lesa meira

11.08.2016 : Smáþjóðir, skógar og loftslagsmál

Smáþjóðir um allan heim finna nú vel fyrir áhrifum þeirra loftslagsbreytinga sem eru í gangi á jörðinni. Þar er nú unnið að því að laga stefnumál og þróun að hugmyndunum um sjálfbæra þróun. Hvatt er til nánara samstarfs hins opinbera við atvinnulífið, félagasamtök og samstarfsaðila í þróunarmálum. Þetta kom fram hjá leiðtogum eyja á Kyrrahafi á regnskógaráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja sem haldinn var í byrjun mánaðarins í Bandar Seri Begawan, höfuðborg soldánsdæmisins Brúnei á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu.

Lesa meira

10.08.2016 : Kolefnisjafna flugferðir með skógrækt

Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann brýnir Íslendinga til dáða í loftslagsmálum og aðgerða í samræmi við markmiðin sem sett voru á loftslagsráðstefnunni í París í desember. Flugvélar verða áfram knúnar jarðefnaeldsneyti um sinn en til að draga úr áhrifum flugsamgangna á lofthjúpin fram til 2030 má binda koltvísýring sem losnar við flug með skógrækt.

Lesa meira

09.08.2016 : Sumarið gott fyrir skordýrin

Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur á Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá, segir í samtali við Morgunblaðið í dagað skaðvaldar í skógum og görðum nái sér vel á strik í hlýindum eins og verið hafa í vor og sumar. Hún mælir þó ekki með eitrun enda sé ekki alltaf gott að vita hver áhrifin verða. Skordýr gangi sjaldnast af trjám og runnum dauðum. Skógræktin biður fólk að láta vita um skaðvalda, sérstaklega ný skordýr og þegar þeirra verður vart á nýjum stöðum.

Lesa meira

08.08.2016 : Ráðið í þrjár stjórnunarstöður hjá Skógræktinni

Aðalsteinn Sigurgeirsson, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Hreinn Óskarsson hafa verið ráðin í stjórnunarstöður hjá Skógræktinni sem auglýstar voru fyrr í sumar. Aðalsteinn verður fagmálastjóri, Sigríður Júlía sviðstjóri skógarauðlindasviðs og Hreinn sviðstjóri samhæfingarsviðs. Á næstu dögum verður auglýst lau til umsóknar staða sviðstjóra rannsóknasviðs og einnig staða skógarvarðar á Suðurlandi.

Lesa meira

04.08.2016 : Börkur af rússalerki hentar vel til olíuhreinsunar

Börkur af íslensku lerki dugar betur en Hekluvikur til að hreinsa olíu úr vatni. Þetta sýna tilraunir sem gerðar hafa verið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Notast var við börk úr rússalerki frá Hallormsstað. Ekki er heimilt að flytja inn trjábörk til landsins en tilraunin sýnir að íslensku skógarnir geta gefið hentugan börk til þessara nota.

Lesa meira

03.08.2016 : Tunguskógur er Opinn skógur

Tunguskógur í Tungudal, skammt innan við byggðina á Ísafirði, er í alfaraleið og tilvalinn útivistar- og áningarstaður.  Í skóginum eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum. Löngum hefur verið vinsælt að fara „inn í skóg“ á sumrin í gönguferðir, berja- og sveppatínslu. Tunguskógur hefur verið kynntur undir merkinu Opinn skógur frá árinu 2004. Verkefnið Opinn skógur hefur bætt aðgengi og aðstöðu í fjórtán skógum vítt og breitt um landið.

Lesa meira

02.08.2016 : Vottun trjáviðar aftur til hins opinbera?

Tilhneiging er nú til þess í mörgum löndum að ríkisstofnanir taki á ný að fylgjast betur með vottun trjáviðar og uppruna hans. Undanfarna áratugi hefur þróunin verið sú að einkafyrirtæki sæju um þetta hlutverk. Stjórnvöld í viðkomandi löndum telja sig geta betur framfylgt stefnu sinni í skógarmálum og þar með lögum með því að efla stjórnsýslu sína á þessu sviði.

Lesa meira

02.08.2016 : 90 ára gamalt reynitré vekur athygli

Morgunblaðið fjallaði í síðustu viku um gamalt reynitré sem stendur við íbúðarhúsið á bænum Litlu-Reykjum í Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu. Tréð er snar þáttur í sögu heimafólksins á bænum sem stendur vörð um tréð. Reyniviður þessi er um 90 ára gamall og setur mikinn svip á bæinn á Litlu-Reykjum. Greinar sem þurft hefur að saga af trénu hafa verið notaðar til smíða.

Lesa meirabanner4