Fréttir

08.07.2016 : Skógarleikar í Heiðmörk 16. júlí

Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til Skógarleika í Heiðmörk laugardaginn 16. júlí. Þar leiða skógarhöggsmenn saman hesta sína í hefðbundnum skógarhöggsgreinum, gestir geta spreytt sig í tálgun, eldsmiður sýnir listir sínar og boðið verður upp á skógarlegar veitingar. Hátíðin verður í Furulundi í Heiðmörk kl. 14-17.

Lesa meira

08.07.2016 : Upplýsingar um skaðvalda óskast

Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, hvetur fólk til að senda upplýsingar um skaðvalda á trjám og aðrar skemmdir á trjágróðri hvar sem er á landinu. Gefnar hafa verið út á vefnum leiðbeiningar um hvernig best sé að skrá slíkar upplýsingar og bæklingur um helstu skaðvalda. Birkikemba herjar nú á birki víða um land og sums staðar eru tré brún að sjá vegna hennar.

Lesa meira

07.07.2016 : Horfið eftir fræjum á álitlegum öspum

Alaskaösp blómstraði mikið í vor víða um land og eftir hagstætt tíðarfar síðustu vikur er útlit fyrir að mikið fræ verði á aspartrjám. Þá er gott tækifæri til að safna fræi af álitlegum trjám og nýta til ræktunar. Fræmiðstöðin á Vöglum í Fnjóskadal hvetur fólk til að fylgjast með fallegum aspartrjám í nágrenni sínu og safna af þeim fræi þegar þau eru þroskuð.

Lesa meira

06.07.2016 : Ásatrúarmenn þökkuðu skóginum fyrir hoftimbur

Rúmlega sextíu ára gamalt lerki í Jónsskógi í Hallormsstaðaskógi var rjóðurfellt til að afla viðar í hof ásatrúarmanna sem nú rís í Öskjuhlíð í Reykjavík. Nýlega blótuðu ásatrúarmenn í Jónsskógi til að þakka skóginum timbrið og biðja heilla þeim trjám sem upp vaxa í stað þeirra sem felld voru.

Lesa meira

05.07.2016 : Starfsmannahandbók Skógræktarinnar

Starfsmannahandbók Skógræktar er nú í endurskoðun og verður uppfærð útgáfa birt hér á vefnum á næstu mánuðum. Endurskoðun og skipulag starfsmannamála er eitt þeirra verkefna sem vinna þarf að á fyrstu dögum nýrrar stofnunar og þar verður vandað til verka.

Lesa meira

05.07.2016 : Skógardagur Norðurlands

Á skógardegi Norðurlands sem haldinn verður í Kjarnaskógi laugardaginn 9. júlí verður meðal annars hægt að reyna sig í borðtennis á glænýjum steinsteyptum borðtennisborðum sem Möl og sandur á Akureyri hefur gefið í skóginn. Boðið verður upp á sögugöngu um skóginn og fræðslu um merk tré, ánamaðkafræðslu, ratleik, ýmiss konar veitingar og að sjálfsögðu hið ómissandi ketilkaffi.

Lesa meira

05.07.2016 : Auglýst eftir tilnefningum til verðlauna á degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Lesa meira

01.07.2016 : Esther Ösp Gunnarsdóttir haslar sér völl á nýjum vettvangi

Esther Ösp Gunnarsdóttir lét um mánaðamótin af störfum kynningarstjóra hjá Skógrækt ríkisins eftir ríflega átta ára starf hjá stofnuninni. Henni eru þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar í nýjum störfum. Esther starfar nú hjá eigin hönnunar og ráðgjafarfyrirtæki, Gjallarhorn, á Reyðarfirði.

Lesa meira

01.07.2016 : Skógræktin tekin til starfa

Í dag er fyrsti starfsdagur nýrrar skógræktarstofnunar, Skógræktarinnar, sem til varð við sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefnanna í skógrækt. Ástæða er til að óska þjóðinni til hamingju með daginn. Um sjötíu manns komu til skógargöngu á Silfrastöðum í Skagafirði í gærkvöld, fyrstu gönguna af sex sem haldnar eru til að fagna þessum nýja áfanga. Hinar göngurnar verða í dag á fyrsta starfsdegi Skógræktarinnar.

Lesa meirabanner4