Fréttir

30.06.2016 : Skógargöngur í tilefni sameiningarinnar

Í tilefni af því að föstudaginn 1. júlí hefur ný stofnun, Skógræktin, formlega starfsemi sína verður gengið í skóg á sex stöðum á landinu. Fyrsta gangan verður í kvöld, fimmtudagskvöld, í Silfrastaðaskógi í Skagafirði en á morgun föstudag verður gengið í skóginum við Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, á Galtalæk í Biskupstungum, Oddstöðum í Lundarreykjadal Borgarfirði, Innri-Hjarðardal Önundarfirði, og Strönd á Völlum Fljótsdalshéraði.

Lesa meira

28.06.2016 : Ólafur Árni Íslandsmeistari í skógarhöggi á Skógardeginum mikla

Ólafur Árni Mikaelsson hreppti Íslandsmeistaratitilinn í skógarhöggi á Skógardeginum mikla sem fram fór á Hallormsstað á laugardaginn var í blíðskaparveðri og hita. Í öðru sæti lenti Bjarki Sigurðsson og Kristján Már Magnússon í því þriðja. Í skógarhlaupinu kom Hjalti Þórhallsson fyrstur í mark í karlaflokki og Meredith Cricco í kvennaflokki.

Lesa meira

26.06.2016 : Nýkjörinn forseti mótaður í tré með keðjusög

Mikið fjölmenni var á Hallormsstað í gær, laugardag, þar sem heimafólk á Austurlandi og gestir þeirra tóku þátt í skógardeginum mikla í yfir 20 stiga hita. Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni var norski keðjusagarlistamaðurinn Arne Askeland sem kvað geta sagað hvað sem er út með keðjusögini. Í frétt Sjónvarpsins af viðburðinum kom fram að Arne laumaðist líka til að saga út brjóstmynd af þeim forsetaframbjóðanda sem stóð uppi sem sigurvegari í kosningunum í gær.

Lesa meira

24.06.2016 : Skógardagurinn mikli á morgun

Hin árlega hátíð, Skógardagurinn mikli, verður haldinn með hefðbundnu sniði á morgun, laugardaginn 25. júní, í Mörkinni á Hallorsmsstað. Spáð er sól og hita og því verður gaman að njóta alls þess sem í boði verður í skóginum. Meðal þeirra sem sýna listir sínar á hátíðinni verður norski listamaðurinn Arne Askeland sem notar keðjusög til að skera út fugla og ýmislegt fleira úr trjábolum.

Lesa meira

22.06.2016 : Skógarleikskóli

Í skógarleikskóla alast börnin upp í nánum tengslum við náttúruna og kynnast eðlisþáttum hennar, hringrásum lífs og efna, verndun og nýtingu en líka að uppgötva og skapa. Víða á Íslandi eru vaxnir upp skógarreitir sem nýta mætti til slíkrar starfsemi.

Lesa meira

22.06.2016 : Gæti stefnt í metvöxt trjáa í sumar

Ef sumarið heldur áfram að vera sæmilega hlýtt gætu sumar trjátegundir vaxið á annan metra í sumar og jafnvel gæti orðið metvöxtur hjá ösp og fleiri tegundum. Þetta sagði Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri í viðtali í fréttum Bylgjunnar í gær.

Lesa meira

21.06.2016 : Kom í mark á 108 ára gömlu hjóli

Tíu manna lið Skógræktarinnar kom í mark síðdegis á föstudag í hjólreiðakeppninni Wow Cyclothon eftir að hafa hjólað í 45 og hálfa klukkustund. Liðið endaði í 65.-68. sæti af 92 liðum í B-flokki keppninnar. Skógræktarstjóri hjólaði á undan í mark á reiðhjóli fyrsta skógræktarstjórans, Agners Kofoed-Hansens, sem líklega er af árgerð 1907.

Lesa meira

21.06.2016 : Breyttu örfoka mel í skóg

Hjónin Reinhard Reinhardsson og Karólína Inga Guðlaugsdóttir hafa með atorku og útsjónarsemi ræktað skóg við hús sitt í Selási í Reykjavík þar sem áður var aðeins örfoka melur. Fyrir þetta starf sitt voru þau útnefnd Reykvíkingar ársins 2016 og hlutu um leið þann heiður að opna veiðitímabilið í Elliðaám ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í gærmorgun. 

Lesa meira

20.06.2016 : Staða fagmálastjóra laus til umsóknar

Skógræktin óskar að ráða til sín fagmálastjóra. Leitað er að öflugum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skógrækt innanlands og utan og er tilbúinn til að takast á við umfangsmikil verkefni í krefjandi og breytilegu umhverfi. Fagmálastjóri heyrir beint undir skógræktarstjóra og verður hluti af framkvæmdaráði stofnunarinnar.

Lesa meira

20.06.2016 : Staða sviðstjóra skógarauðlindasviðs laus til umsóknar

Skógræktin óskar eftir að ráða sviðstjóra á skógarauðlindasviði stofnunarinnar. Skógarauðlindasvið sinnir meðal annars verkefnum tengdum rekstri þjóðskóganna og skógrækt á lögbýlum. 

Lesa meira

20.06.2016 : Staða sviðstjóra samhæfingarsviðs laus til umsóknar

Skógræktin óskar eftir að ráða sviðstjóra á Samhæfingarsviði stofnunarinnar. Samhæfingarsvið er nýtt svið innan Skógræktarinnar sem  fæst við stjórnsýslu, skipulagsmál, kynningarmál og fræðslu á sviði skógræktar.

Lesa meira

20.06.2016 : Verkefni jólatrjáabóndans í júnímánuði

Brumbrot er aðferð sem beita má til að þétta furutré og gera þau bústnari og betri jólatré. Júnímánuður er rétti tíminn til að brjóta brum á furu og snemmsumars má líka gefa furunni niturríkan áburð til að hún fái fallegri lit. Dagatal jólatrjáabóndans leiðbeinir ræktendum um þau verk sem vinna þarf á ólíkum tímum ársins. Nú fyrr í mánuðinum var haldinn í Frakklandi sumarfundur samtaka jólatrjáaræktenda í Evrópu, CTGCE.

Lesa meira

13.06.2016 : Aðgerða er þörf til að örva lífhagkerfið

Taka þarf stefnumarkandi ákvarðanir um lífhagkerfið og grípa til aðgerða. Stefnan ein nægir ekki. Þetta eru meginskilaboð ráðstefnu helstu framámanna ThinkForest um lífhagkerfið sem haldin var í Helsinki í Finnlandi mánudaginn 7. júní. Efnahagsmálaráðherra Finnlands telur að skógar eigi að vera miðpunkturinn í sjálfbæru og sveigjanlegu lífhagkerfi Evrópu. Það verði næsta efnahagssveiflan í álfunni.

Lesa meira

13.06.2016 : Landbúnaðarháskólinn tekur að sér bókhald um losun og bindingu

Umhverfis- og auðlindaráðherra og rektor Landbúnaðarháskóla Íslands skrifuðu fyrir helgi undir tvo samninga um verkefni um sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Annar samningurinn er um þátt LBHÍ í bókhaldi um losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu koltvísýrings í gróðri og jarðvegi en hinn um upplýsingagjöf og greiningu LBHÍ fyrir vegvísi um minnkun losunar frá landbúnaði. Frá þessu segir á vef ráðuneytisins

Lesa meira

13.06.2016 : Skógræktarstjóri hjólar í mark á 100 ára gömlu hjóli

Nú styttist í hjólreiðakeppnina WOW Cyclothon. Tíu manna lið Skógræktarinnar tekur þátt í keppninni og hefur undirbúningur gengið vel. Liðsmenn eru vel stemmdir og spenntir fyrir keppninni. Söguleg stund verður þegar liðið kemur í mark því Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri hefur tekið að sér að hjóla í mark á reiðhjólinu sem fyrsti skógræktarstjórinn, Agner Kofoed-Hansen ferðaðist á um allt land í embættiserindum á sínum tíma. Hjólið er frá fyrstu áratugum 20. aldar. Heita má á lið Skógræktarinnar og styrkja þannig góðgerðarmálefni.

Lesa meira

10.06.2016 : Tillögur að stjórnskipulagi Skógræktarinnar kynntar ráðherra

Fjögur meginsvið verða í skipuriti nýrrar skógræktarstofnunar, Skógræktarinnar, samkvæmt tillögum sem kynntar voru Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í gær. Staða fagmálastjóra skógræktar verður endurvakin og verður hann staðgengill skógræktarstjóra. Lagt er til að sú staða verði auglýst laus til umsóknar nú í júnímánuði ásamt tveimur sviðstjórastöðum.

Lesa meira

10.06.2016 : Ljósmyndasýning í Stálpastaðaskógi

Ljósmyndasýningin „Eyðibýli í Skorradal allt árið“verður opnuð á morgun, laugardaginn 11. júní kl. 17, við Stálpastaði í Skorradal. Myndirnar eru allar teknar í Skorradal og er áhersla lögð á þau eyðibýli sem eru í dalnum og árstíðirnar sem geta verið mjög breytilegar hér á Íslandi.

Lesa meira

10.06.2016 : Eitt tré gróðursett fyrir hver tíu kíló af plastrusli

Þrettán verkefni sem öll snerta skóg- og trjárækt með einhverjum hætti fengu í gær styrki úr Umhverfissjóði Fríhafnarinnar. Markmið allra þessara verkefna er að fegra umhverfið og hreinsa, græða land og auka skjól með trjágróðri. Í verkefni Bláa hersins verður gróðursett eitt tré fyrir hver tíu kíló af plastrusli sem hreinsuð verða upp. Verndari þess verkefnis er frú Vigdís Finnbogadóttir.

Lesa meira
efi

07.06.2016 : Bein útsending í dag frá ráðstefnu um lífhagkerfið

Olli Rehn, efnahagsmálaráðherra Finnlands, og Ibrahim Baylan, samhæfingar- og orkumálaráðherra Svíþjóðar eru meðal frummælenda á ráðstefnu Think Forest um lífhagkerfið sem fer fram í Helsinki í dag. Þar verður rætt hvaða lærdóm má draga af stefnu og aðferðum Evrópusambandsins og um möguleika skógartengda lífhagkerfisins. Ráðstefnan er send út beint á vefnum.
Lesa meira

06.06.2016 : Trjágróður gegn þéttbýlismengun

Bílar og ýmis vélknúin tæki og vinnuvélar eru helsta upp­spretta loftmengunar í þétt­býli á Íslandi. Samhliða því að ráðast gegn upptökum mengunarinnar er vert að huga vel að því hvernig nýta má trjágróður í þéttbýli á Íslandi til að auka loftgæði í byggðinni. Tré taka upp nituroxíð, óson og koltvísýring úr andrúmsloftinu en svifrykið sest á laufskrúð þeirra, greinar og stofn. Rykið skolast síðan af með úrkomunni. Huga ætti betur að því hvernig tré geta bætt andrúmsloftið í umhverfi okkar og skipuleggja betur ræktun trjágróðurs í þéttbýli. Hugsum okkur líka tvisvar um áður en við höggvum myndarleg tré.

Lesa meira

03.06.2016 : Blaðið Við skógareigendur komið út

Málgagn Landsamtaka skógareigenda, Við skógareigendur, er komið út og hefur verið sent til skógarbænda og í póstkassa allra lögbýla um land allt. Þessi dreifing blaðsins er nýbreytni og vonast er til að það mælist vel fyrir og áhugi vakni hjá fleirum að græða landið upp með fallegum skógi og auknum atvinnutækifærum í skógrækt. Margt áhugavert efni er að finna í blaðinu og er skjólbeltarækt til dæmisgert hátt undir höfði.

Lesa meira

02.06.2016 : Lög um Skógræktina samþykkt samhljóða á Alþingi

Í hádeginu í dag var frumvarp um nýja skóg­ræktar­stofn­un tekið til þriðu umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi. Frumvarpið var samþykkt sem lög frá þinginu með öllum greiddum atkvæðum. Nokkrir þing­menn tóku til máls auk þess sem umhverfis- og auðlindaráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu. Öll lýstu þau ánægju sinni með málið og sögðu sameiningar­starf­ið vera til fyrirmyndar. Hin nýja stofnun, Skógræktin, tekur til starfa 1. júlí.

Lesa meira

02.06.2016 : Timburhús losa minna og binda lengi

Hús finnsku náttúrumiðstöðvarinnar Haltia er fyrsta opinbera byggingin þar í landi sem reist er úr unnum gegnheilum viði. Allt nema grunnurinn og kjallarinn er smíðað eingöngu úr timbri. Húsið hannaði Rainer Mahlamäki. Markmið Haltia er að fara fyrir með góðu fordæmi, vera flaggskip viðarmannvirkjagerðar og innblástur byggingariðnaðarins í Finnlandi til að auka notkun viðar við smíði bæði opinberra bygginga og fjölbýlishúsa. Íslenskir fulltrúar sitja þessa dagana fund í Finnlandi um samvinnu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja við eftirlit vegna timburreglugerðar Evrópusambandsins.

Lesa meira

02.06.2016 : Allar greinar frumvarpsins samþykktar samhljóða eftir 2. umræðu

Algjör einhugur var um frumvarp til laga um nýja skógræktarstofnun þegar greinar frumvarpsins voru bornar upp til atkvæðagreiðslu í gær ásamt breytingartillögu eftir aðra umræðu. Aðeins er eftir að samþykkja málið sem lög með þriðju umræðu sem fer fram í dag. Þingfundur hefst kl. 10.30 og er málið það tólfta á dagskránni.

Lesa meira

01.06.2016 : Önnur umræða á Alþingi um nýja skógræktarstofnun

Ekki var tekist á um afgreiðslu frumvarps um nýja skógræktarstofnun þegar málið var tekið til annarrar umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Mælt var fyrir nefndaráliti með einni breytingartillögu sem snertir markmið um ræktun skógar á 5% láglendis. Málið bíður nú atkvæðagreiðslu á þinginu.

Lesa meirabanner4