Fréttir

31.05.2016 : Forvitnilegar timburtilraunir í Fljótsdal

Nýta má timbur úr íslenskum skógum á nýstárlegan hátt með því að sjóða timbrið, eima það eða vinna efni úr öskunni af því. Þannig má skapa óvænt verðmæti, til dæmis úr víði sem annars er nær ekkert nýttur. SAM-félagið, samtök skapandi fólks á Austurlandi, er með vinnustofu á verk­stæði Skógarafurða í Fljótsdal í samstarfi við bandaríska hönnunarverkefnið De­sign­ers & Forests. Fjallað var um þetta í fréttum Sjónvarps og rætt við vöru­hönnun­ar­nema og prófessor í hönnun.

Lesa meira

31.05.2016 : Vorverkin í fullum gangi í Hekluskógum

Þessi dægrin er unnið að gróðursetningu í Hekluskóga. Fram kemur í nýrri frétt á vef verkefnisins að gróðursettar verði 200 þúsund birkiplöntur þetta vorið. Dreift hafi verið 220 tonnum af kjötmjöli á Hekluskógasvæðinu í vor en tilbúnum áburði verði dreift yfir um 500 hektara lands á ofanverðu starfsvæðinu í júní.

Lesa meira

31.05.2016 : Verður ný skógræktarstofnun til í dag?

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mælir með því að frumvarp umhverfisráðherra til laga um nýja skógræktarstofnun verði samþykkt. Nefndin gerir eina tillögu til breytingar á texta frumvarpsins. Ákvæði úr eldri lögum haldi sér í þeim nýju um að 5% láglendis undir 400 metrum yfir sjávarmáli verði klædd skógi.

Lesa meira

30.05.2016 : Skógræktarfólk hjólar kringum landið

Tíu manna lið starfsfólks Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem fram fer dagana 15.-17. júní í sumar. Undirbúningur er í fullum gangi, liðsfólk hefur æft stíft undanfarnar vikur og í smíðum eru festingar á kerru fyrir reiðhjólin. Að sjálfsögðu er eingöngu notað íslenskt timbur við smíðina.

Lesa meira

27.05.2016 : Athugasemdir við frumvarp um nýja skógræktarstofnun

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur birt á vef þingsins þær athugasemdir sem bárust við frumvarp um nýja skógræktarstofnun. Alls bárust níu umsagnir en í þeim fólst engin efnisleg andstaða við sameiningu ríkisstofnana í skógrækt. Líklegt má telja að frumvarpið verði afgreitt í næstu viku, áður en hlé verður gert á þingstörfum vegna forsetakosninga.

Lesa meira

26.05.2016 : Rekaviður er gagnabanki um loftslag norðurslóða

Fyrr í mánuðinum var haldinn á Mógilsá þriggja daga vinnufundur um rekavið sem tæki til að tvinna saman rannsóknir á umhverfi lands og sjávar. Saman kom vísindafólk á sviði trjá- og viðarfræði, loftslagssögu og fornvistfræði en einnig fornleifafræði, haffræði og aldursgreiningar með geislakolum. Öll þessi vísindasvið eiga snertifleti í norðurslóðarannsóknum og á fundinum sat 21 þátttakandi frá tíu löndum Evrópu og Norður-Ameríku.

Lesa meira

25.05.2016 : Skógrækt ríkisins fær góða einkunn í könnun SFR

Starfsmenn Skógræktar ríkisins gefa stofnuninni góða einkunn í könnun SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, þar sem útnefndar eru stofnanir ársins. Einkunnir stofnunarinnar eru flestar vel yfir meðallagi nema hvað einkunnir fyrir laun og jafnrétti eru nálægt meðallagi. Ef starfsmenn Skógræktar ríkisins væru fleiri en fimmtíu myndi stofnunin lenda í fjórða sæti stofnana af þeim stærðarflokki en þar var hún í 11. sæti í fyrra. Eftir væntanlega sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt verða starfsmenn nýrrar stofnunar hartnær 70 talsins.

Lesa meira

24.05.2016 : Áður óþekkt trjátegund fundin

Eftir sautján ára rannsóknarstarf á Nýju-Kaledóníu í suðvestanverðu Kyrrahafi hafa skoskir vísindamenn uppgötvað nýja trjátegund sem þó var fyrir framan nefið á þeim allan tímann. Tegundin er af sömu ættkvísl og apaþrautartré, Araucaria, sem einnig hafa verið kölluð apahrellir á íslensku. Hin nýuppgötvuðu tré eru hluti af mjög sérstæðri flóru Nýju-Kaledóníu sem nú er ógnað með stórfelldum áformum um nikkelvinnslu.

Lesa meira

20.05.2016 : Fræbombur til skóggræðslu

Taílendingar hyggjast stórauka skóggræðslu í landi sínu og rækta upp skóglendi á stórum svæðum þar sem náttúrlegum skógum hefur verið eytt. Eitt beittasta vopnið í þeirri baráttu verða fræbombur sem varpað verður úr flugvélum í milljónatali. Gert er ráð fyrir að árangurinn af slíkum lofthernaði verði um 70%

Lesa meira

18.05.2016 : Undirbúningur hafinn fyrir Skógardaginn mikla

Skógardagurinn mikli verður með hefðbundnu sniði í ár, fjölbreyttur og skemmtilegur að vanda með mat og drykk, skemmtiatriðum, keppnum og fleiru og fleiru. Ýmislegt verður í boði fyrir börnin, tónlistar- og skemmtiatriði flutt á sviði, Íslandsmeistarakeppnin í skógarhöggi haldin og að venju heilgrillað naut af Héraði, austfirskt lambakjöt, pylsur, ketilkaffi og lummur og fleira. Dagskráin verður nánar kynnt í byrjun júní.

Lesa meira
Þórsmörk

18.05.2016 : Þórsmörk og National Geographic

Gönguleiðin um Fimmvörðuháls og Laugaveginn er meðal tuttugu leiða sem nafntogað útivistarfólk útnefndi bestu gönguleiðir heims fyrir bandaríska landfræðitímaritið National Geographic. Skógurinn á Þórsmörk er þjóðskógur. Honum var bjargað fyrir rúmum 80 árum þegar Skógrækt ríkisins tók að sér að friða hann, auka útbreiðslu hans á ný og hlúa að svæðinu.

Lesa meira

18.05.2016 : Af skógum og skógrækt á liðnu ári

Fjallað er um asparglyttu, kal í kjölfar asparryðs og fleira sem snertir heilsufar trjágróðurs á Íslandi í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2015. Fyrirhuguð sameining skógræktarstofnana kemur einnig við sögu, tilraunir og rannsóknir í skógrækt, aðstaða í þjóðskógunum og skjótur árangur í skógrækt á auðnum, bæði sunnan- og norðanlands ásamt ýmsu fleiru.

Lesa meira

13.05.2016 : Lerki og hengibjörk til varnar

Börkur lerkitrjáa brennur illa og lerkitré hafa verið notuð með fram lestarteinum í Svíþjóð til að minnka hættuna á gróðureldum vegna neistaflugs frá teinunum. Sömuleiðis brenna mörg lauftré illa og í Umeå í Svíþjóð var mikið gróðursett af hengibjörk til eldvarna eftir að borgin brann síðla á 19. öld. Skógar eru ekki eldfimari en annað gróðurlendi en brennanlegur lífmassi er þó meiri í skógum en utan þeirra og nauðsynlegt að huga að eldvörnum. Þetta er meðal þess sem kom fram í fróðlegu viðtali við Aðalstein Sigurgeirsson, forstöðumann Rannsóknarstöðvar skógrækar, Mógilsá, í þættinum Samfélaginu á Rás 1.

Lesa meira

11.05.2016 : Mótun skipurits nýrrar skógræktarstofnunar á lokastigi

Senn líður að því að stýrihópur um sameiningu skógræktarstofnana ríkisins ljúki störfum. Á fundi hópsins á mánudag var unnið að því að slípa þá tillögu að skipuriti nýrrar skógræktarstofnunar. Niðurstöður viðtala Capacent við starfsfólkið sýna að það vill að boðleiðir verði stuttar í nýrri stofnun og samvinna auðveld óháð sviðum og deildum.

Lesa meira

06.05.2016 : Verkefnin samræma gæða- og árangursmat

Norðurlandsskógar héldu í síðustu viku námskeið fyrir starfsfólk allra landshlutaverkefnanna í skógrækt. Farið var yfir þær aðferðir sem þróaðar hafa verið til mats á gæðum og árangri í skógum bænda.

Lesa meira

04.05.2016 : Umræða um nýja skógræktarstofnun hafin á Alþingi

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um nýja skógræktarstofnun á Alþingi í gær. Mikil eining virðist vera um málið á þinginu, ef marka má þessa fyrstu umræðu, og var að heyra á þeim fulltrúum stjórnarandstöðunnar sem til máls tóku að þeir myndu styðja málið heils hugar.

Lesa meira

03.05.2016 : Þriðjungur ræktaðra skóga er á Suðurlandi

Flatarmál ræktaðra skóga er mest á Suðurlandi. Þar er tæpur þriðjungur allra ræktaðra skóga á landinu. Hlutfall ræktaðra skóga af flatarmáli viðkomandi landshluta er þó hæst á Austurlandi og ef aðeins er litið er litið til láglendis neðan 400 metra yfir sjó er skóglendið mest á Vesturlandi. Mesta flatarmál skógar í einstöku sveitarfélagi er á Fljótsdalshéraði. Allar þessar upplýsingar er að finna í nýuppfærðri skóglendisvefsjá á vef Skógræktar ríkisins.

Lesa meira

02.05.2016 : Ytra-Fjallsskógur er sveitarprýði

Níutíu ár eru um þessar mundir frá því að kjarrlendi í Fjallshnjúk í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu var friðað með öllu. Þar hefur síðan verið skógrækt og er bændaskógurinn á Ytra-Fjalli sá fyrsti í sýslunni. Landið tók miklum breytingum með friðun, að sögn Indriða Ketilssonar, bónda á Ytra-Fjalli, en hann segir mikið verk að grisja í stórri hlíð. Rætt er við Indriða í Morgunblaðinu í dag.

Lesa meirabanner1