Fréttir

31.03.2016 : Næstum 77% jákvæð í garð Skógræktar ríkisins

Skógrækt ríkisins er fjórða vinsælasta ríkisstofnunin meðal þjóðarinnar af þeim ríflega þrjátíu stofnunum sem Maskína spurði um í nýrri könnun. Aðeins Landhelgisgæslan, Veðurstofan og Þjóðminjasafnið mældust njóta meiri jákvæðni hjá þjóðinni. Skógræktin lenti í sjötta sæti þegar spurt var hversu vel eða illa fólk þekkti til ríkisstofnana.

Lesa meira

30.03.2016 : Lerki notað í þjónustuhús við Dyrfjöll

Þjónustuhús sem nú er verið að reisa á Vatnsskarði eystra verður að hluta klætt lerki úr Hallormsstaðaskógi. Pallar umhverfis það verða sömuleiðis smíðaðir úr Hallormsstaðalerki. Húsið bætir mjög aðstöðu ferðafólks sem kemur til að skoða Stórurð og annað í náttúru Dyrfjalla.

Lesa meira

30.03.2016 : Stæðan tveir skógræktarstjórar á hæð

Myndarleg timburstæða blasir nú við vegfarendum sem aka þjóðveg 1 um Svignaskarð í Borgarfirði. Í stæðunni eru 186 rúmmetrar af timbri sem fékkst með grisjun tæplega hálfrar aldar gamallar furu í Daníelslundi. Stæðan er mjög myndarleg og hæð hennar rúmlega tveir skógræktarstjórar með uppréttan handlegg.

Lesa meira

29.03.2016 : Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir styrki til úrbóta í skógum á Suðurlandi

Fimm verkefni í skógum Skógræktar ríkisins á Suðurlandi hljóta styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á þessu ári. Lagfærðir verða göngustígar við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri, áningarstaður í Haukadalsskógi lagfærður, komið upp salernisaðstöðu við Hjálparfoss og unnið að viðhaldi og merkingum gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu.

Lesa meira

29.03.2016 : Hefja innflutning á vindbrjótum fyrir skógrækt

Fyrirtækið Selskógar ehf í Stapaseli í Stafholtstungum hefur ákveðið að flytja inn frá Kína heilan gám af vindbrjótum sem veitt geta skjól í margs konar ræktun, meðal annars í skógrækt. Ábúendur í Stapaseli ætla sjálfir að nýta vindbrjótana við skógrækt sína, til dæmis við ræktun þins til jólatrjáa. Frá þessu er sagt í héraðsfréttablaðinu Skessuhorni.
Lesa meira

23.03.2016 : Klifurtréð vinsæla í Mörkinni stórskemmt eftir hvassviðri

Eitt allrasverasta tré landsins skemmdist mikið í stórviðri sem gekk yfir Hallormsstaðaskóg í síðustu viku. Tréð er ríflega aldargamall fjallaþinur. Það var þrístofna og mjög vinsælt klifurtré meðal ungra gesta í trjásafninu í Mörkinni Hallormsstað. Fleiri tré brotnuðu í safninu og úti í skógi en öll eiga það sammerkt að vera tví- eða þrístofna sem gerir þau veikari fyrir hvassviðrum.

Lesa meira

23.03.2016 : Kannar sauðfjárbeit í ræktuðum ungskógi og áhrif mismunandi beitarþunga á rússalerki

Guðríður Baldvinsdóttir, sauðfjárbóndi, skógfræðingur og meistaranemi við LbhÍ, segist lengi hafa beðið eftir því að einhver réðist í það verkefni að rannsaka sauðfjárbeit í skógi. Að lokum hafi hún gefist upp á að bíða og ákveðið að gera þetta sjálf. Hún greinir frá verkefninu í viðtali við Bændablaðið í dag. Frumniðurstöður hennar eru að sauðfé sækist ekki eftir því að bíta lerki.

Lesa meira

23.03.2016 : Kjötmjöl – yfirburða áburðarefni til uppgræðslu lands

Mörg hundruð hektarar lands hafa verið ræktaðir varanlega upp á Suðurlandi með hjálp kjötmjöls. Kjötmjölið dugar mjög vel á allraverstu rofsvæðunum og áburðaráhrif þess endast mun lengur en af tilbúnum áburði. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifar grein um þetta efni í Bændablaðið sem kemur út í dag. Þar hvetur hann sláturleyfishafa til að sameinast um að senda sláturúrgang til kjötmjölsframleiðslu í þstað þess að urða hann eða brenna

Lesa meira

22.03.2016 : Átta sækja um starf landgræðslustjóra

Átta umsækjendur eru um embætti landgræðslustjóra, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 5. mars síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í dag.

Lesa meira

22.03.2016 : Myndarlegt trjánýra á Hallormsstað

Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, tók í liðinni viku myndir af sérstæðum útvexti á birkitré sem stendur í trjásafninu í Mörkinni á Hallormsstað. Þór man að þegar hann flutti í skóginn 1984 var þetta fyrirbrigði á stærð við epli en greinilegt er að það hefur stækkað mikið síðan, enda ríflega þrír áratugir liðnir. Fyrirbrigði þetta er stundum kallað trjánýra og er eftirsótt til tálgunar og rennismíði.

Lesa meira

22.03.2016 : Skógur við ár og vötn eflir lífríkið og eykur fiskgengd

Í tilefni af alþjóðlegum degi skóga 21. mars var rætt við Bjarna Diðrik Sigurðsson, prófessor í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, í Samfélaginu á Rás 1. Þar kom meðal annars fram að umfangsmikil skógrækt væri stunduð í heiminum í því augnamiði að vernda vatnsauðlindir. Skógivaxin vatnasvið og votlendissvæði eru uppspretta þriggja fjórðu alls ferskvatns á jörðinni.

Lesa meira

22.03.2016 : Tuttugasta námskeiðið í húsgagnagerð úr skógarefni

Um helgina var haldið 20. námskeiðið á vegum Sr og Lbhí í húsgagnagerð úr skógarefni. Námskeiðið var haldið í húsaakynnum Skógræktarfélags Árnesinga á Snæfoksstöðum þar sem góð skemma hýsti 13 þátttakendur úr ýmsum áttum. Sumir komu af Suðurlandi, aðrir úr Reykjavík og enn aðrir áttu sumarhús á Suðurlandi. Smiðir voru áberandi margir á námskeiðinu.

Lesa meira

21.03.2016 : Daníelslundur í Landanum

„Við losnum við að klifra í trám með því að tína könglana af greinunum eftir grisjun,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga, í sjónvarpsþættinum Landanum sem sýndur var í Sjónvarpinu sunnudaginn 20. mars. Landinn fylgdist með þegar starfsfólk Vesturlandsskóga, Skógrækarfélags Reykjavíkur og fleira skógarfólk tíndi köngla Í Daníelslundi við Svignaskarð í Borgarfirði. Könglarnir eru síðan fluttir að Tumastöðum í Fljótshlíð þar sem frævinnslan fer fram.

Lesa meira

21.03.2016 : Alþjóðlegur dagur skóga er í dag

Á alþjóðlegum degi skóga sem haldinn er 21. mars ár hvert er mannkynið minnt á hvernig skógar og stök tré viðhalda lífi á jörðinni og vernda okkur mannfólkið. Að þessu sinni er sérstök athygli vakin á því að skógar eru ómissandi þáttur í því að viðhalda ferskvatnsbirgðum jarðarinnar. Án ferskvatns fengjum við ekki lifað. En hvað veist þú mikið um skóga og vatn? Taktu þátt í spurningaleiknum á vef FAO. Gleðilegan skógardag.

Lesa meira

18.03.2016 : Skógar og vatn

Vatn er þema alþjóðlegs dags skóga hjá Sameinuðu þjóðunum þetta árið. Í tilefni af því hefur Skógrækt ríkisins sent frá sér myndband þar sem þrír íslenskir vísindamenn segja frá því mikilvæga hlutverki sem skógar heimsins gegna fyrir vatnsauðlind jarðarinnar og tæpa á niðurstöðum hinnar viðamiklu rannsóknar Skógvatns sem gerð var í austfirsku birkiskóglendi og ræktuðum barrskógum.

Lesa meira

15.03.2016 : Fagráðstefna skógræktar að hefjast

Vestfirðingar eru gestgjafar Fagráðstefnu skógræktar á þessu ári. Ráðstefnan hefst á morgun, 16. mars á Patreksfirði. Fjallað verður um loftslagsbreytingar og viðbrögð við þeim, gæði íslensks timburs og notagildi, tækni og notkun landupplýsinga og margt fleira. Alls verða flutt ríflega tuttugu erindi en einnig farið í skoðunarferð um Tálknafjörð og litið á vestfirska skóga.

Lesa meira

15.03.2016 : Skógur á stóran þátt í bættu veðri í höfuðborginni

Vart mæl­ast leng­ur storm­ar miðsvæðis í Reykja­vík vegna bygg­ing­ar nýrra húsa og auk­inn­ar gróður­sæld­ar. Í kring­um 1970 mæld­ust storm­ar álíka oft í Reykja­vík og á Kefla­vík­ur­flug­velli. Morgunblaðið fjallar um málið og ræðir við Harald Ólafsson, prófessor í Veðurfræði við Háskóla Íslands, sem var einn frummælenda á ráðstefnunni „Tímavélinni hans Jóns“ sem haldin var á Egilsstöðum í janúar.

Lesa meira

10.03.2016 : Vel heppnaður stefnumótunarfundur

Flestir starfsmenn Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefnanna tóku þátt í stefnumótunarfundi um nýja skógræktarstofnun sem haldinn var á Grand hótel í Reykjavík í gær. Unnið var með þjóðfundarfyrirkomulagi á átta hringborðum og er afrakstur fundarins dýrmætt vegarnesti stýrihóps sem vinnur áfram að mótun nýrrar stofnunar sem stefnt er að því að taki til starfa á miðju sumri komanda. Sem kunnugt er hefur verið lagt til að hin nýja stofnun fái heitið Skógræktin.

Lesa meira

08.03.2016 : Uppbyggingarsjóður Austurlands styrkir skógartengd verkefni

Fjögur verkefni sem tengjast skógrækt og skógarnytjum hlutu styrki úr Uppbyggingarsjóði Austurlands sem nýlega tilkynnti um úthlutun ársins 2016. Greinilegt er að skógarauðlindin sem nú er að sýna sig fyrir alvöru á Austurlandi er uppspretta ýmissa hugmynda um nýtingu skógarafurða til atvinnuuppbyggingar og verðmætasköpunar.

Lesa meira

07.03.2016 : Grisjun gott tækifæri til könglatínslu

Á dögunum var unnið að grisjun elsta hluta barrskógarins í Svignaskarði þar sem heitir Daníelslundur. Grisjun var orðin tímabær í þessum skógi sem farið var að rækta á sjöunda áratug síðustu aldar. Eftir grisjunina lá eftir mikið af stafafurugreinum og nú hafa verið tínd af þeim 135 kíló af könglum sem ættu að gefa mikið af góðu fræi. Meiningin er að safna meiru á föstudag, 11. mars, og eru allar vinnufúsar hendur velkomnar að taka þátt í því.

Lesa meira

03.03.2016 : Búnaðarþing vill að bændur bindi kolefni í skógi

Búnaðarþing sem stendur yfir þessa dagana hefur falið stjórn Bændasamtaka Íslands að vinna að því að kolefnislosun landbúnaðar verði metin og gerð áætlun um hvað þurfi til að kolefnisjafna búskapinn. Skógrækt sé viðurkennd mótvægisaðgerð gegn gróðurhúsaáhrifum og því skuli vinna með Landssamtökum skógarbænda að áætlun um kolefnisjöfnun með skógrækt á jörðum bænda.

Lesa meira

02.03.2016 : Skógarmál í málstofu framhaldsnema við LbhÍ

Á degi framhaldsnema við Landbúnaðarháskóla Íslands sem haldinn verður á Hvanneyri á morgun, 3. mars, fjallar Guðríður Baldvindóttir um áhrif sauðfjárbeitar í ræktuðum ungskógi og viðhorf skógar- og sauðfjárbænda til skógarbeitar. Guðríður vinnur nú að meistararannsókn um þetta efni.

Þá talar einnig annar meistaranemi, Sævar Hreiðarsson, um eiginleika íslensks trjáviðar, þéttleika hans og endingu. Hvort tveggja eru þetta málefni sem eru ofarlega á baugi um þessar mundir, nauðsyn þess að beita fé á gjöfult og sjálfbært land og spurningin um hvernig sú viðarauðlind sem er að verða til í landinu verður best nýtt.

Lesa meira

02.03.2016 : Dagskrá Fagráðstefnu skógræktar

Endanleg dagskrá Fagráðstefnu skógræktar 2016 sem fram fer á Patreksfirði 16.-17. mars er nú tilbúin. Þar kennir ýmissa grasa. Fjallað verður um yfirvofandi loftslagsbreytingar og viðbrögð við þeim, hvers konar efni fáist úr íslenskum skógum og hver verði hugsanleg framtíðarnot fyrir það en einnig um tækni og notkun landupplýsinga.

Lesa meira

01.03.2016 : Hægt að binda alla losun frá samgöngum og sjávarútvegi

Ef framlag stjórnvalda og einstaklinga til landgræðslu og skógræktar yrði fjórfaldað frá því sem nú er væri hægt að binda samsvarandi magn koltvísýrings í andrúmsloftinu árið 2030 og gert er ráð fyrir að allar samgöngur og sjávarútvegur á Íslandi muni losa á þeim tíma. Þetta sagði Brynhildur Davíðsdóttir prófessor á ráðstefnu sem Landsbankinn hélt í gær um áhrif Parísarsamkomulagsins á atvinnulífið. Fjallað er um erindi Brynhildar í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira



banner1