Fréttir

26.02.2016 : Opnað fyrir umsóknir um skógræktarnám

Landbúnaðarháskólinn hefur opnað fyrir umsóknir um nám á næsta skólaári. Að venju er boðið upp á nám á starfsmennta- og háskólabrautum, þar á meðal landgræðslu- og skógræktarnám en einnig nám í skógræktartækni, meðal annars með áherslu á landgræðsluskógrækt. Vaxandi áhersla er nú lögð á skógrækt og nýtingu viðar og annarra skógarafurða vítt og breitt um heiminn. Tækifærin eru því mörg fyrir fólk með skógarmenntun.

Lesa meira

26.02.2016 : Vandað til verka við sameiningu

Þrír tíu manna vinnuhópar um sameiningarmál, skipaðir starfsfólki Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt, hafa nú lokið störfum. Niðurstöður hópanna verða kynntar þegar allir starfsmenn stofnananna koma saman til stefnumótunarfundar 9. mars. Fjármálaráðuneytið mælir með því að ráðningarsamningar núverandi starfsmanna verði látnir halda sér yfir í nýja stofnun svo ekki þurfi að koma til uppsagna og endurráðningar þegar sameiningin gengur í garð

Lesa meira

26.02.2016 : Skógarfræðslan að breiðast út á efri stigum skólakerfisins

Útinám og skógarfræðsla hefur fest sig í sessi við marga leik- og grunnskóla landsins og víða hafa skólar aðgang að útikennslustofum í nálægum skógum. Fræðsla sem þessi er þó ekki síður mikilvæg við framhaldsskóla og á háskólastigi. Nú eru í boði námskeið við Tækniskólann, Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands þar sem nemendur læra að lesa í skóginn, umgangast hann og hirða, nytja og njóta.

Lesa meira

25.02.2016 : Ábyrg nýting evrópskra skóga í þágu fólks, loftslags og náttúru

Samtök evrópskra ríkisskóga, EUSTAFOR, standa fyrir ráðstefnu í Brussel í byrjun apríl þar sem fjallað verður um ábyrga nýtingu evrópskra skóga með hagsmuni fólks, loftslags og náttúru að leiðarljósi. Í tengslum við ráðstefnuna verður haldin sýning um þessi málefni og farið í kynnisferð þar sem litið verður á margvíslegt hlutverk og tilgang skóganna fyrir menn og umhverfi.

Lesa meira

25.02.2016 : Gróðrarstöðvar hefðu vel þegið 10 ára samning

Nýir búvörusamningar ná ekki til gróðrarstöðva sem framleiða skógarplöntur. Á þetta bendir Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri gróðrarstöðvarinnar Barra á Fljótsdalshéraði, í viðtali við Ríkisútvarpið. Hann segir að gott hefði verið að fá tíu ára samning og vísar þar til nýgerðs búvörusamnings.  Skammtímahugsun komi í veg fyrir að hægt sé að ná hagkvæmni í samningum um skógarplöntuframleiðslu.

Lesa meira

19.02.2016 : Landsýn - vísindaþing landbúnaðarins

Ráðstefnan Landsýn – vísindaþing landbúnaðarins, verður haldin föstudaginn 4. mars á Hvanneyri og hefst dagskráin klukkan 9.15. Dagskráin er fjölbreytt með tveimur málstofum fyrir hádegi en þremur eftir hádegi. Rætt verður um miðlun vísinda og rannsóknarniðurstaðna til almennings, búfjárrannsóknir, hvort ferðamenn beri með sér vandamál eða tækifæri, um ábyrga notkun vatns og jarðræktarrannsóknir. Einnig verða kynnt veggspjöld.

Lesa meira

17.02.2016 : Fagráðstefna skógræktar nálgast

Árleg Fagráðstefna skógræktar verður að þessu sinni haldin á Patreksfirði. Meðal viðfangsefna ráðstefnunnar að þessu sinni verð loftslagsbreytingar og viðbrögð við þeim, gæði íslensks timburs og notagildi, tækni og notkun landupplýsinga. Alls verða flutt ríflega tuttugu erindi en einnig skoðað skóglendi vestra.

Lesa meira

16.02.2016 : Hjólastólafær skógarstígur í Kristnesskógi

Í sumar verður malbikaður 330 metra langur stígur í Kristnesskógi í Eyjafirði. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti á dögunum styrk sem nægir til að ljúka verkinu. Stígurinn verður kærkominn fyrir alla gesti skógarins en þó ekki síst fólk sem nýtur aðhlynningar og endurhæfingar á Kristnesspítala. Yfirlæknir endurhæfingardeildar segir að stígurinn muni breyta miklu enda margsannað að skógur hafi jákvæð áhrif á heilsu fólks.

Lesa meira

15.02.2016 : Sitkalax

Svo gæti farið að verulegur hluti af því fóðri sem notað verður í laxeldi í Noregi verði unninn úr trjám. Með því að gerja sykrur úr trjáviði má búa til prótínríkt fóður. Í stað innflutts fóðurs úr sojabaunum gætu Norðmenn þá notað innlent hráefni úr skógum sínum til framleiðslu á eldislaxi. Með þessu móti yrði auðveldara fyrir þá að ná markmiðum sínum um að fimmfalda framleiðsluna á næstu 30 árum.

Lesa meira

12.02.2016 : Víðtækt samráð um sameiningarmál

Stýrihópur um sameiningu skógræktarstofnana ríkisins kom saman í gær á fundi hjá Capacent í Reykjavík. Þar var farið yfir stöðu mála í þeirri greiningarvinnu sem nú fer fram til undirbúnings að sameiningu Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt. Í þessari vinnu er lögð áhersla á gott samráð við alla sem hagsmuna eiga að gæta í skógrækt og skyldum málum. Sömuleiðis að starfsfólk þeirra stofnana sem sameina á taki virkan og lýðræðislegan þátt í undirbúningnum.

Lesa meira

10.02.2016 : Öskudagur hjá skógarfólki

Öskudagslið í alls kyns búningum heimsóttu starfsfólk Norðurlandsskóga og Skógræktar ríkisins í Gömlu-Gróðrarstöðinni í dag og fengu góðgæti að launum.

Lesa meira

08.02.2016 : Stuðningur við sauðfjárrækt verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu auðlinda

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands telja það grundvallaratriði að ríkisstuðningur við bændur í nýjum búvörusamningum verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og að komið verði í veg fyrir beit á örfoka landi. Samtökin hafa sent landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, viðeigandi þingnefndum, og forystumönnum Bændasamtaka Íslands og Landssamtökum sauðfjárbænda áherslur sínar vegna samninganna. Lesa meira

08.02.2016 : Fundir um sameiningarmál

Vinna að undirbúningi sameiningar Skógræktar ríkisins, Landshlutaverkefna í skógrækt og Hekluskóga gengur vel. Stýrihópur yfirmanna stofnananna hefur hafið störf og skipað í þrjá vinnuhópa starfsfólks til að laða fram viðhorf og hugmyndir starfsfólksins um nýja stofnun, væntingar þeirra og áherslur.

Lesa meira

05.02.2016 : Svíþjóð gæti orðið kolefnisjákvæð með efldri skógrækt

Öflug skógrækt með öflugum skógarnytjum er jákvæð fyrir loftslagið. Jákvæð áhrif skógariðnaðarins í Svíþjóð gera að verkum að jafnmikið er bundið af koltvísýringi í Svíþjóð og það sem losnar af gróðurhúsalofttegundum í landinu. Ef framleiðsla skógariðnaðarins verður aukin verður kolefnisbókhald Svíþjóðar jákvætt, segir Johan Bergh, prófessor við Linnéuniversitetet sem greinir frá nýjum rannsóknarniðurstöðum á skógarviku Future Forests í Svíþjóð 17. febrúar.

Lesa meira

04.02.2016 : Skaðvaldar á trjám í fortíð, nútíð og framtíð – áhrif hlýnunar

Í föstudagserindi Líffræðistofu á morgun, 5. febrúar, talar Edda Sigurdís Oddsdóttir, sérfræðingur á Mógilsá, um skaðvalda á trjám í fortíð, nútíð og framtíð. Hún fer yfir áhrif hlýnunar og breytingar á faraldsfræði meindýra í skógum. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Lesa meira

04.02.2016 : Aukinn vöxtur í endurheimtum hitabeltisskógi

Tré hitabeltisskóga sem vaxa á ný á beitilandi eða á landi sem búið hefur verið undir jarðrækt með skógarhöggi bæði vaxa mjög hratt og taka til sín miklu meiri koltvísýring en tré eldri skóga. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem birtar eru í nýjasta tímariti vísindaritsins Nature

Lesa meira

02.02.2016 : Til stendur að auka framlög til skógræktar á ný á næstu árum

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir það hafa verið gæfuspor fyrir íslenska skógrækt að höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins skyldu vera færðar austur á Hérað árið 1990. Þær verði ekki færðar á næstunni. Til stendur að auka framlög til skógræktar á ný á næstu árum en þau voru dregin saman eftir hrun.
Lesa meira

01.02.2016 : Dagatal jólatrjáabóndans

Ein er sú stétt manna þótt ekki sé hún stór hérlendis sem hugsar allt árið um jólatré. Það eru jólatrjáabændur. Á fræðsluvef Skógræktar ríkisins um jólatré má finna dagatal jólatrjáabóndans og þar má sjá hvaða verk þarf að vinna í hverjum mánuði ársins. Þar er líka ný þýðing á bandarískri grein um ræktun fjallaþins og korkfjallaþins.

Lesa meirabanner2