Fréttir

29.01.2016 : Willy's-vél úr timbri

Skogur.is fékk ábendingu um hagleiksmann sem hefði smíðað úr viði eftirlíkingu af L-134 vél úr Willy's-jeppa. Vélin er haganlega gerð og sýnir einstaklega vel hvernig sprengihreyfill vinnur. Smiðurinn handlagni heitir Ken Schweim, bandarískur kennari og sjúkraflutningamaður á eftirlaunum.

Lesa meira

28.01.2016 : Íslendingar standa á þröskuldi nýs upphafs í skógrækt

Stór hluti fagfólks í skógrækt á Íslandi kom saman á Egilsstöðum dagana 19.-20. janúar af margföldu tilefni. Fagnað var sjötugsafmæli Jóns Loftssonar sem lét af störfum um áramótin og haldin ráðstefna honum til heiðurs en jafnframt hittist starfsfólk Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt á sameiginlegum starfsfmannafundi vegna væntanlegrar sameiningar í nýja stofnun, Skógræktina. Um þetta er ítarleg umfjöllun í Bændablaðinu sem kemur út í dag.

Lesa meira

27.01.2016 : Lífgandi skógar

Sjálfboðasamtökin Trees for Life hafa gróðursett eina milljón trjáplantna og girt skóglendi til að bjarga leifum fornra skóga Skotlands frá eyðingu. Stefnt er að því að gróðursetja annað eins á næstu fimm árum. Í Skotlandi eru dæmi um gamla skóga sem yrðu horfnir eftir hálfa öld ef ekkert yrði að gerð. Vegna ofbeitar hjartardýra og fleiri grasbíta kemst nýgræðingur ekki upp til að taka við af gömlu trjánum. Einmitt þannig fór fyrir birkiskógunum á Íslandi.

Lesa meira

26.01.2016 : Vinnusmiðja um umhverfisstjórnun og lífhagkerfið

Rannsóknarmiðstöðin CAR-ES efnir ásamt fleirum til vinnusmiðju 15.-16. mars í Gautaborg um umhverfisstjórnun og lífhagkerfið, „Landscape management and design for food, bioenergy and the bioeconomy: methodology and governance aspects“. Frestur til að skila inn fyrirlestrum er 8. febrúar en skráning til þátttöku stendur til 19. febrúar. Fyrri starfsáætlun CAR-ES rann út um áramótin en nú hefur verið ákveðið að framlengja samstarfið til ársins 2020.

Lesa meira

25.01.2016 : Hvernig verður skóglendi á Íslandi árið 2085?

Ef skógrækt á Íslandi heldur áfram á þeim hraða sem verið hefur síðustu ár næst sett markmið um 5% þekju ræktaðra skóga á láglendi ekki fyrr en nokkuð er liðið á næstu öld. Verði gróðursetning fjórfölduð frá því sem var 2014 verður markmiðinu náð um miðja þessa öld.

Lesa meira

22.01.2016 : Ljósmyndasamkeppni um rannsóknir á sviði lífhagkerfisins

Nú fer hver að verða síðastur að senda inn myndir í ljósmyndasamkeppnina Bioeconomy Photo Competition sem haldin er á vegum evrópska samstarfsverkefnisins CommBeBiz. Myndir sem sendar eru inn í samkeppnina skulu tengjast rannsóknum á sviði lífhagkerfisins. Skilafrestur er til 25. janúar.

Lesa meira

19.01.2016 : Ein stærsta skógræktarráðstefna sem haldin hefur verið

Ráðstefnan Tímavélin hans Jóns hefst í Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 9.05 í fyrramálið. Ríflega 160 manns eru skráðir til ráðstefnunnar og því verður þetta ein stærsta skógræktarráðstefna sem haldin hefur verið hérlendis. Í dag hittist starfsfólk Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt á sameiginlegum starfsmannafundi. Fundurinn markar upphaf þess starfs sem fram undan er við að undirbúa sameiningu ríkisstofnana í skógrækt.

Lesa meira

18.01.2016 : Ný stórviðarsög á Vöglum

Á næstu dögum verður tekin í notkun ný stórviðarsög í starfstöð Skógræktar ríkisins á Vöglum í Fnjóskadal. Sögin gerir kleift að nýta betur þann við sem til fellur við grisjun og skógarhögg á starfsvæði skógarvarðarins á Norðurlandi. Vaxandi áhugi er á íslensku timbri til margvíslegra nota.

Lesa meira

18.01.2016 : Alþjóðleg ráðstefna um beit á breytingatímum í norðri

Áætlun norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun styrkir alþjóðlega ráðstefnu um búfjárbeit á Norðurlöndunum sem haldin verður í Hörpu í Reykjavík 12.-15. september á vegum norræna genabankans NordGen og Landgræðslu ríkisins. Litið verður á beit í samhengi við sjálfbæra þróun og loftslagsbreytingar auk annars. Búfjárhald og beit hefur haft umtalsverð áhrif á vistkerfi Norðurlandanna, víða mótað menningarlandslag sem nú er metið til verðmæta sem beri að varðveita en annars staðar valdið varanlegri gróður- og jarðvegseyðingu.

Lesa meira

15.01.2016 : Skýrsla um brunavarnir í Þjórsárdal

Verkfræðistofan Mannvit hefur unnið skýrslu fyrir Skógrækt ríkisins og Skeiða- og Gnúpverjahrepp um hugsanlega brunahættu á hjólhýsasvæðinu í Skriðufellsnesi í Þjórsárdal. Niðurstaðan er sú að brunahætta þar sé í meðallagi miðað við sambærileg svæði en aðgerða þörf til að draga úr henni svo hún verði lítil. Á næstunni verða skipulagðar þær úrbætur sem ráðast þarf í á svæðinu.

Lesa meira

14.01.2016 : Alþjóðlegt ár belgjurta

Alþjóðlegu ári belgjurta 2016 er ætlað að fræða heimsbyggðina um næringargildi þeirra afurða sem margar belgjurtir gefa af sér og hvernig belgjurtir geta stuðlað að sjálfbærari matvælaframleiðslu í heiminum, matvælaöryggi og betra næringarástandi fólks. Með því að halda alþjóðlegt ár belgjurta gefst einstakt tækifæri til að auka þátt belgjurta í matvælakeðju heimsins og stuðla að því að belgjurtaprótín verði meira notuð í matvæli og matargerð vítt og breitt í heiminum.

Lesa meira

12.01.2016 : Skógræktarstjóri setti bændur í „tímavél“

Jón Loftsson, fyrrverandi skógræktarstóri, segir mikla viðhorfsbreytingu hafa átt sér stað í garð skógræktar undanfarinn aldarfjórðung, ekki síst hjá bændum sem hafi uppgötvað möguleika á að nýta léleg beitilönd til að rækta skóg. Viðhorfin hafi gjörbreyst, ekki síst fyrir tilstilli tímavélar sem hann hafi fundið upp árið 1980. Bændur, fullir efasemda, hafi margir ferðast með honum í vélinni og snúist á sveif með skógrækt. Rætt var við Jón á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Lesa meira

12.01.2016 : Hvaðan eru lifandi jólatré?

Í Bændablaðinu sem kom út skömmu fyrir jól birtist grein eftir Else Møller, skógfræðing og skógarbónda í Vopnafirði þar sem hún veltir upp ýmsum ókostum þess að flytja inn lifandi jólatré, hvað þá gervijólatré, og sömuleiðis kostum þess að landsmenn velji tré sem ræktuð eru innanlands. „Að kaupa íslenskt jólatré er ein leið til að stuðla að sjálfbærni, minnka óþarfa gjaldeyrissóun  og styrkja íslenska ræktendur um allt land,“ skrifar Else í grein sinni.

Lesa meira

12.01.2016 : Áform um stofnun afurðarmiðstöðvar viðarafurða kynnt

Félag skógarbænda á Austurlandi stendur fyrir opnum kynningarfundi þriðjudaginn 19. janúar kl. 17 á Hótel Héraði Egilsstöðum. Þar verður rætt um stofnun afurðamiðastöðvar viðarafurða á Austurlandi. Fundurinn er öllum opinn.

Lesa meira

11.01.2016 : Lítið gagn að svepprótasmiti með melgresissáningum

Nýr árgangur vísindaritsins Icelandic Agricultural Sciences er nú tilbúinn á vef ritsins sem nú kemur einungis út á rafrænu formi. Að þessu sinni eru í því sex greinar, meðal annars grein eftir Úlf Óskarsson og Wolfgang Heyser þar sem fjallað er um áhrif svepprótarsmits við ræktun melgresis á tveimur sandsvæðum sunnanlands.

Lesa meira

11.01.2016 : Skráningu á ráðstefnuna Tímavélina hans Jóns að ljúka

Auglýstur frestur rennur út í dag til að skrá sig til þátttöku á skógræktarráðstefnuna sem haldin verður 20. janúar til heiðurs Jóni Loftssyni, fyrrverandi skógæktarstjóra. Yfirskrift ráðstefnunnar er Tímavélin hans Jóns og þar verður litið yfir síðustu sjötíu ár í skógrækt á Íslandi og spáð í hver þróunin geti orðið næstu sjötíu árin. Vegna bilunar í skráningarvél eru þátttakendur beðnir að yfirfara skráningu sína á skogur.is

Lesa meira

10.01.2016 : Ólík viðbrögð trjátegunda við þurrkum

Ný rannsókn sem gerð var við Washington-háskóla sýnir að nöturösp og gulfura á þurrkasvæðum í Colorado bregðast við þurrkinum með ólíkum hætti. Gulfura lokar sér og hættir að vaxa en nöturösp herðir sig og reynir sem lengst að halda vexti áfram. Rannsóknir á viðbrögðum trjátegunda við afleiðingum loftslagsbreytinga eru mikilvægar til að bregðast megi sem best við þeim breytingum sem á skógunum verða.

Lesa meira

08.01.2016 : Landbótasjóður Landgræðslunnar auglýsir eftir styrkumsóknum

Landgræðsla ríkisins auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Landbótasjóði Landgræðslunnar Sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til margvíslegra landbótaverkefna til bænda, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra umráðahafa lands. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 20. janúar. 

Lesa meira

08.01.2016 : Nýr skógræktarstjóri leggur áherslu á að auka aftur gróðursetningu

Fyrsta verkefni nýs skógræktarstjóra, Þrastar Eysteinssonar, er að sameina Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt og auka vægi skógræktar í loftslagsvernd. Þetta kom fram í viðtali Rúnars Snæs Reynissonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins á Austurlandi, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. „Áhersla verður lögð á að auka aftur gróðursetningu, sem skorin var niður um helming eftir hrunið,“ segir Þröstur meðal annars í viðtalinu.

Lesa meira

06.01.2016 : Tré geta bætt kolefnisbúskap landbúnaðar

Draga má verulega úr útblæstri vegna landbúnaðar í Bretlandi með því að auka uppskeru af hverri flatarmálseiningu, rækta skóg á landbúnaðarlandi og endurheimta votlendi. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. 

Lesa meira

06.01.2016 : Grein um skógrækt á Íslandi í Northern Woodlands

Kerstin Lange, blaðakona á Nýja-Englandi, skrifar grein um skógrækt á Íslandi í nýjasta tölublað tímaritsins Northern Woodlands. Hún nefnir meðal annars að á Íslandi sé fleira sauðfé nú en var í Vermont þegar fé var þar flest um 1880. Skógar Vermont-ríkis minnkuðu um 75% á fyrstu tveimur öldunum eftir að Evrópumenn settust þar að en hafa verið ræktaðir upp aftur og þekja nú um 78% lands í ríkinu.

Lesa meira

05.01.2016 : Frá skógarnema til skógarmanns

Danskur skógtækninemi sem tók hluta af starfsnámi sínu á Íslandi hlaut nýlega önnur verðlaun í ritgerðasamkeppni um námsdvöl í útlöndum. Í ritgerðinni lýsir hann því með skáldlegum hætti hvernig það varð úr að hann fór til Íslands og hvernig dvölin færði honum heim sanninn um að hann væri á réttri hillu í þessu fagi og hefði hlutverki að gegna í þágu náttúrunnar.

Lesa meirabanner4