Fréttir

28.12.2016 : Hlýskeið örva blöndun fjalldrapa og birkis

Hlýskeið á nútíma hafa ýtt undir tegundablöndun birkis og fjalldrapa. Slíkt skeið er hafið enn á ný með hlýnandi loftslagi undanfarinna áratuga. Þótt flestir blendingarnir séu illa eða ófrjóir hefur komið í ljós að á því eru undantekningar. Sumir þeirra ná að mynda talsvert af eðlilegum kynfrumum og geta því verkað sem genabrýr milli tegundanna með áframhaldandi víxlun.

Lesa meira

27.12.2016 : Munur á barrskógum austan hafs og vestan

Rannsóknir kanadískra vísindamanna varpa ljósi á ástæður þess hve ólíkir norðlægir barrskógar Norður-Ameríku eru barrskógum í norðvestanverðri Evrópu. Sýnilegastur er munurinn á skógarbotninum. Ólíkt loftslag hefur leitt af sér ólíka þróun

Lesa meira

21.12.2016 : Gleðileg jól

Skógræktin óskar starfsfólki sínu, skógarbændum, skógræktarfólki um allt land og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Megi árið 2017 verða farsælt og gjöfult skógræktarár!

Lesa meira

21.12.2016 : Áhrif hlýnunar á norðlæg þurrlendisvistkerfi

Gróðri vaxin svæði sem hitnað hafa vegna breytinga á jarðhita geta varpað áhrif á þau áhrif sem vænta má að loftslagsbreytingar hafi á norðlæg þurrlendisvistkerfi. Fjallað er um þessi efni í nýrri grein sem birt er í vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences.

Lesa meira

21.12.2016 : Jólakötturinn stækkar og stækkar

Aldrei hafa fleiri sótt hinn árlega jólamarkað Jólaköttinn sem haldinn var laugardaginn 17. desember í húsnæði Barra á Valgerðarstöðum í Fellum. Talið er að vel á þriðja þúsund manns hafi komið til að sýna sig og sjá aðra, versla til jólanna og njóta skemmtunar sem í boði var.

Lesa meira

21.12.2016 : Við skógareigendur - nýtt tölublað

Nýtt tölublað tímarits Landssamtaka skógareigenda, Við skógareigendur, er nýkomið út. Í blaðinu er fjallað um aðalfund og landsfund samtakanna, ýmiss konar skógarafurðir, meðhöndlun keðjusagar, grisjun og margt fleira.

Lesa meira

20.12.2016 : Því nær því betra

Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, tekur jólatré sitt úr eigin skógi en á bágt með að velja fallegustu trén til þess. Í Sögum af landi á Rás 1 á sunnudag ræddi hann umhverfisáhrif jólatrjáa og benti á að minnst væru áhrifin ef fólk tæki tréð úr garðinum hjá sér enda sótspor trjánna því stærra því lengra sem þyrfti að flytja það.

Lesa meira

20.12.2016 : Tíðindi af framkvæmdaráðsfundi

Á fundi framkvæmdaráðs Skógræktarinnar sem haldinn var 13. desember var meðal annars kynnt ný handbók með samræmdu vinnulagi fyrir skógræktarráðgjafa. Rætt var um fjárhagsáætlun, landupplýsingakerfi, 50 ára afmæli skógræktarrannsókna á Mógilsá, útlit stofnunarinnar og fleira.

Lesa meira

19.12.2016 : Dagatal Skógræktarinnar helgað skógarbændum

Út er komið fyrsta dagatal hinnar nýju stofnunar, Skógræktarinnar. Ákveðið var að helga dagatalið skógarbændum í tilefni af sameiningu skógræktarstofnana ríkisins sem gengur endanlega í gegn nú um áramótin. Þjónusta og samstarf við skógarbændur er einn stærsti og mikilvægasti þátturinn í starfsemi Skógræktarinnar.

Lesa meira

19.12.2016 : Skjólbelti í kílómetravís

Á Ytra-Lóni á Langanesi hafa margir kílómetrar af skjólbeltum verið ræktaðir og þrífast vel. Skógrækt er þar á fjörutíu hekturum og þokast þrátt fyrir áföll. Fjallað er um búskapinn á Ytra-Lóni í Bændablaðinu. Lesa meira

19.12.2016 : Vandfundið glæsilegra bálskýli

Smíði þjónustuhúss í Laugarvatnsskógi miðar vel. Bálskýlið, sem er stærsti hluti byggingarinnar, er nú risið og þessar vikurnar er unnið að smíði húss yfir snyrtingar.

Lesa meira

15.12.2016 : Skógarangan alla leið

Á bænum Rauðsgili í Reykholtsdal framleiðir Hraundís Guðmundsdóttir skógfræðingur ilmolíur úr íslenskum trjám. Með olíunum er til dæmis hægt að flytja skógarilminn með sér heim í stofu.

Lesa meira

14.12.2016 : Skógarnir gefa jólastemmningu

Jólamarkaðir eru haldnir víða um landið á aðventunni og Skógræktin tekur þátt í slíkum viðburðum á nokkrum stöðum. Á laugardag verður Jólakötturinn haldinn að venju í Barra á Valgerðarstöðum í Fellum. Árlegur jólamarkaður í Vaglaskógi um síðustu helgi var vel sóttur.

Lesa meira

13.12.2016 : Margfalt meira umhverfisálag af gervijólatrjám en lifandi trjám

Á hverju ári standa margir Íslendingar frammi fyrir þeirri spurningu hvort kaupa eigi lifandi jólatré í stofuna eða láta slag standa og fá sér margnota tré sem enst geti árum saman. Hlýtur það ekki að vera betra fyrir budduna og jafnvel umhverfið líka, jafnvel þótt gervitréð sé úr plasti og framleitt hinum megin á hnettinum? Ekki er það alveg víst.

Lesa meira

07.12.2016 : Þurrlendisskógar jarðarinnar að hverfa

Í stuttu myndband frá FAO er athygli heimsbyggðarinnar vakin á eyðingu skóga á þurrlendissvæðum jarðarinnar og eyðimerkurmyndun sem henni fylgir. Þessari þróun þarf að snúa við og það er einn liðurinn í því að tryggja framtíð lífs á jörðinni.

Lesa meira

06.12.2016 : „Við eigum bara að sjá um þetta“

Páll Ingvarsson, skógarbóndi á Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit, segir framtíðina vera að íslenskir bændur sjái um ræktun þeirra jólatrjáa sem seld eru hérlendis. Rætt var við hann og Ingólf Jóhannsson hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga í fréttum Sjónvarpsins.

Lesa meira

06.12.2016 : Jólamarkaður í Vaglaskógi á laugardag

Enn meiri fjölbreytni verður á jólamarkaðnum í Vaglaskógi þetta árið en var í fyrra þegar markaðurinn var haldinn í fyrsta sinn. Fleiri hafa nú skráð sig fyrir söluborðum og verður ýmislegt spennandi í boði til jólahalds og jólagjafa auk jólatrjáa, greina og annars varnings úr skóginum. Markaðurinn verður laugardaginn 10. desember kl. 13-17.

Lesa meira

06.12.2016 : Íslenska jólatréð

Hlynur Gauti Sigurðsson, skógræktarráðgjafi Skógræktarinnar á Vesturlandi og kvikmyndagerðarmaður hjá KvikLandi, hefur sent frá sér nýtt myndband um íslenska jólatréð. Þar segir Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, frá kostum þess að velja lifandi íslenskt jólatré.

Lesa meira

05.12.2016 : Eikurnar á Skógarbala aldursgreindar

Tveir sérfræðingar Skógræktarinnar, Lárus Heiðarsson skógfræðingur og Ólafur Eggertsson fornvistfræðingur, aldursgreindu eikurnar á Skógarbala í Fljótsdal í skemmtilegu innslagi Landans í Sjónvarpinu sunnudaginn 4. desember.

Lesa meira

02.12.2016 : Búið í haginn fyrir rafbílana

Tenglar fyrir rafbíla hafa nú verið settir upp á báðum starfstöðvum Skógræktarinnar á Norður­landi. Staur var settur upp við Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri í dag og að sjálfsögðu er hann úr lerki frá Vöglum í Fnjóskadal.

Lesa meira

01.12.2016 : Bjartsýni í finnska skógargeiranum

Finnar hafa á undanförnum árum gert breytingar á stefnu, lagaumhvefi og stofnunum í finnska skógargeiranum. Starfsfólk úr finnska landbúnaðar- og skógræktarráðuneytinu kynnti í vikunni norrænum kollegum helstu breytingar sem gerðar hafa verið á síðustu árum. Íslendingar geta margt lært af nágrannaþjóðum sínum sem aukið hafa skógarþekju sína og byggt upp sjálfbæran timburiðnað.

Lesa meira

30.11.2016 : Íslendingar aftur með í EUFORGEN

Brynjar Skúlason, sérfræðingur í trjákynbótum, verður aðalfulltrúi Íslands í samstarfi Evrópulanda um vernd og nýtingu erfðaauðlinda skóga, Euforgen. Þar með tekur Ísland á ný þátt í þessu samstarfi eftir nokkurra ára hlé.

Lesa meira

30.11.2016 : Einær lúpína sem græðir upp land og gefur verðmæta uppskeru

Lupinus mutabilis er einær lúpínutegund frá Suður-Ameríku sem notuð hefur verið lengi í Andesfjöllunum til ræktunar fóðurs og matvæla. Landgræðslan tekur nú þátt í evrópsku þróunarverkefni þar sem kannað verður hvernig vinna má olíu, prótein og fóður úr lúpínunni eða nota hana til orkuframleiðslu. Hérlendis verður athugað hvort tegundin getur vaxið á rýru landi og nýst til uppgræðslu eða fóðurframleiðslu.

Lesa meira

30.11.2016 : Áhrif loftslagsbreytinga á smádýr í skógrækt og landgræðslu

Í erindi sem Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri Landgræðslunnar, flytur í dag á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar verður fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á smádýr sem lifa á trjám og öðrum gróðri sem notaður er í skógrækt hér á landi.
Lesa meira

28.11.2016 : Myndband um Óslóartréð

Í skemmtilegu myndbandi frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur er sögð sagan af því þegar Dagur B. Eggertsson kom í Norðmannalund í Heiðmörk til að fella Óslóartréð svokallaða, tréð sem Óslóarborg gefur Reykjavíkurborg og nú stendur ljósum prýtt á Austurvelli. Hlynur Gauti Sigurðsson gerði myndbandið.

Lesa meira

24.11.2016 : Skógar og skógfræði í Rússlandi

Náttúrufar í norðvestanverðu Rússlandi, skógarnir þar og mannlífið, er viðfangsefni dr Páls Sigurðssonar, skógfræðings hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, í fræðsluerindi sem hann flytur á Hvanneyri mánudaginn 28. nóvember kl. 16.

Lesa meira

23.11.2016 : Nýstárlegt niturnám

Bakteríur sem einangraðar hafa verið úr aspartrjám hafa sýnt hæfileika til að tillífa nitur. Þessar bakteríur hafa verið fluttar í aðrar plöntutegundir, þar á meðal degli, þar sem þær hafa sýnt sömu virkni. Ekki er útilokað að slíkar bakteríur geti gert öspum á Íslandi ýmislegt gagn, til dæmis aukið vöxt þeirra og þurrkþol.

Lesa meira

23.11.2016 : Fyrr og nú á Skálamel

Skálamelur ofan Húsavíkur hefur breytt um ásýnd. Þar sem áður var örsnautt land er nú gróskumikill víðiteigur með reyniviði sem líklega hefur borist með skógarþröstum. Í lúpínunni hefur trjágróðurinn vaxið og dafnað og mikil breyting orðið á aldarfjórðungi.

Lesa meira

22.11.2016 : Húsgögn smíðuð úr efniviði skógarins

Námskeið í húsgagnagerð var haldið um helgina á Snæfoksstöðum í Grímsnesi á vegum Lbhí og Skógræktarinnar. Þar lærðu þátttakendur að nota efni sem til fellur við grisjun skógarins til að smíða húsgögn og ýmsa nytjahluti. Tuttugu námskeið af þessum toga hafa verið haldin vítt og breitt um landið og um 300 manns sótt þau.

Lesa meira
Skrifstofa Skógræktar ríkisins á Mógilsá

22.11.2016 : Með þekkingu ræktum við skóg

„Með þekkingu ræktum við skóg“ er yfirskrift Fagráðstefnu skógræktar 2017, sem jafnframt verður 50 ára afmælisráðstefna Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 23.-24. mars 2017.

Lesa meira

22.11.2016 : Ræktun gjöfulla blandskóga

Skógarreiti með blönduðum tegundum má skipuleggja og rækta með margvísleg samfélagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg markmið í huga. Slíkir skógar geta veitt mikilvæga vistkerfisþjónustu, stuðlað að verndun náttúruskóga og um leið bundið umtalsverðan hluta af því kolefni sem mannkynið losar út í andrúmsloftið með athöfnum sínum. En þeir veita líka möguleika á ræktun verðmætra afurða og aukinni heildarframleiðslu skógarreita.

Lesa meira

17.11.2016 : Að fá jólatréð sent heim rétt fyrir jól

Mestu skiptir að höggva rauðgrenið rétt fyrir jól og meðhöndla það rétt svo það haldi barrinu vel heima í stofu. Þetta segir Anna Guðmundsdóttir í Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit sem telur að auka megi vinsældir rauðgrenis á ný hjá kaupendum jólatrjáa. Í haust voru haldnir skógardagar í Reykhúsum þar sem fólk gat komið og valið sér jólatré sem felld verða rétt fyrir jól og borin út til kaupendanna.

Lesa meira

16.11.2016 : Kolefnisskattar til að ná Parísarmarkmiðunum

Leggja ætti megináherslu á líforku og endurnýjanleg hráefni til að ná megi markmiðum Parísarsamkomulagsins fyrir árið 2030. Þetta er meðal skilaboða í yfirlýsingu sem alþjóðlega lífhagkerfissambandið WBA sendi frá sér á loftslagsráðstefnunni sem nú stendur yfir í Marrakess í Marokkó.

Lesa meira

16.11.2016 : Lúpínan fóstrar mikið mófuglalíf

Tífalt fleiri fuglar þrífast á uppgræddu mólendi en á óuppgræddu landi. Í landi sem grætt hefur verið upp með alaskalúpínu er hlutfallið tuttugufalt. Landgræðsla eykur lífjölbreytileika dýrategunda og stækkar búsvæði fuglategunda sem fer hnignandi í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri grein sem birt er í rafræna tímaritinu Icelandic Agricultural Sciences.

Lesa meira

14.11.2016 : Nýtt merki Skógræktarinnar

Átján hugmyndir bárust frá fimm þátttakendum í lokaðri samkeppni um nýtt merki Skógræktarinnar sem lauk 2. nóvember. Eftir yfirferð fagmanns og umfjöllun framkvæmdaráðs Skógræktarinnar var efnt til kosningar meðal starfsfólks um þau þrjú merki sem þóttu álitlegust. Merkið sem hlaut flest atkvæði hannaði Halldór Björn Halldórsson, doktorsnemi í grafískri hönnun við LTU-háskólann í Luleå í Svíþjóð.

Lesa meira

14.11.2016 : Skógar bindi kolefni á landgræðslusvæðum

Möguleikar kunna að vera til skógræktar á nokkrum svæðum í Þingeyjarsýslum þar sem Landgræðslan hefur unnið að uppgræðslu. Samstarf Skógræktarinnar og Landgræðslunnar er að aukast mjög og skógræktarstjóri segir að eitt meginmarkmiða skógræktar á landgræðslusvæðum verði að binda koltvísýring.

Lesa meira

14.11.2016 : Hugsað til framtíðar með lagningu skógarslóða

Einstök tíðin í haust og byrjun vetrar hefur nýst vel til ýmissa verka á skógarbýlinu Silfrastöðum í Akrahreppi. Þar hefur meðal annars verið unnið að slóðagerð í skóginum sem nauðsynleg er til að grisja megi skóginn á næstu árum og til frekari timburnytja í fyllingu tímans. Rætt er við Hrefnu Jóhannesdóttur, skógfræðing og skógarbónda, á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Lesa meira

11.11.2016 : Raunfærnimat í skógrækt

Fólki sem starfað hefur við skógrækt en ekki menntað sig í greininni býðst nú raunfærnimat hjá Austurbrú sem stytt getur námstíma þess í skógræktarnámi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Matið styrkir starfsmanninn í starfi og getur leitt til starfsþróunar.

Lesa meira

09.11.2016 : Trjáfelling og grisjun með keðjusög

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður í janúar námskeið í trjáfellingu og grisjun með keðjusög. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja bæta fellingartækni sína eða vilja öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga.

Lesa meira

09.11.2016 : Hvert tré í þéttbýli sparar stórfé

Á nýrri vefsjá yfir götutré New York borgar í Bandaríkjunum má nú skoða hvert einasta tré sem borgaryfirvöld hafa umsjón með við götur og torg. Í ljós kemur að þjónusta eins trés getur verið metin á mörg hundruð dollara á hverju ári.

Lesa meira

08.11.2016 : Baráttuhópurinn París 1,5 mælir með skógrækt

Baráttuhópurinn París 1,5 sem berst fyrir því að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar vegna Parísarsamkomulagsins skorar á þá stjórnmálaflokka sem mynda munu nýja ríkisstjórn að hafa loftslagsmálin að leiðarljósi. Skógrækt er meðal þeirra mótvægisaðgerða sem hópurinn mælir með.

Lesa meira

07.11.2016 : Asparhúsið í Vallanesi

Í Vallanesi á Héraði er að verða tilbúið fyrsta húsið sem vitað er til að sé reist eingöngu úr íslensku timbri. Í húsið eru aðallega notaðar aspir sem uxu í Vallanesi en einnig lerki og greni. Sami efniviðurinn er notaður í innréttingar og húsgögn.

Lesa meira

04.11.2016 : Ungviðið til varnar skóginum

Mótmæli tveggja ellefu ára stúlkna urðu til þess að tryggja framtíð skóglendis í Grafarholti í Reykjavík. Trjálundurinn Sæmundarsel við Reynisvatn verður nú felldur út sem mögulegt byggingarland og fær því væntanlega að þjóna íbúnum, meðal annars sem útikennslustofa skólabarna.

Lesa meira

03.11.2016 : Árangursríkt sumar að baki í Þórsmörk

Fjórða starfsári sjálfboðaliðasamtakanna Þórsmörk Trail Volunteers er nú lokið. Árangur starfsins á liðnu sumri var mjög góður. Vinnuframlag sjálfboðaliðanna nemur um 250 vinnuvikum. Skráning sjálfboðaliða fyrir næsta ár hefst 15. desember. Lesa meira
frett_09062010_108

01.11.2016 : Áhrif eldgosa og ösku á gróðurfar

Hreinn Óskarsson flytur þriðjudagskvöldið 8. nóvember erindi í sal Garðyrkjufélags Íslands um áhrif eldgosa og ösku á gróðurfar. Hann lýsir því hvernig birki lifir öskufall af og lýsir aðferðum við skóggræðslu á örfoka landi í grennd við Heklu.

Lesa meira

01.11.2016 : Norræn starfsmannaskipti

Norrræna ráðherranefndin hefur um langt árabil leitast við að stuðla að góðum samskiptum stofnana og starfsmanna  milli Norðurlandanna og veitir árlega styrki til svokallaðar skiptidvalar. Kominn er út bæklingur um norræn starfsmannaskipti.

Lesa meira

31.10.2016 : Sjálfsáning trjátegunda

Tveir stuttir fyrirlestrar um rannsóknir á sjálfsáningu trjátegunda verða haldnir á Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10.

Lesa meira

28.10.2016 : Skóggræðsla með stafafurufræi

Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, lýsir því með skilmerkilegum hætti í nýju myndbandi hvernig safna má fræi af stafafuru og sá því með svepprótasmiti í ógróið land. Árangurinn af slíkum sáningum er mjög góður og trén verða jafnvel betri og rótfastari en þegar gróðursettar eru bakkaplöntur.

Lesa meira

28.10.2016 : Áherslur stjórnmálaflokkanna í skógræktarmálum

Íslensku stjórnmálaflokkarnir virðast vera hlynntir aukinni skógrækt og líta á hana sem vænlega leið til að vinna gegn loftslagsbreytingum og til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Allir helstu stjórnmálaflokkarnir nema Sjálfstæðisflokkurinn svöruðu tíu spurningum Skógræktarinnar um skógræktarmál sem bornar voru upp við flokkana 17. október.

Lesa meira

27.10.2016 : Námskeið í kransagerð úr náttúrlegum efniviði

Sýnikennsla í gerð kransa með efniviði úr íslenskri náttúru og íslenskum skógum verður haldin hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk laugardaginn 5. nóvember.

Lesa meira

26.10.2016 : Skrifað undir samstarfssamning um Þorláksskóga

Samningur um Þorláksskóga undirritaður í dag. Að honum standai Sveitarfélagið Ölfus, Landgræðsla ríkisins og Skógræktin. Markmiðið er að græða upp land á Hafnarsandi og rækta þar skóga til að verjast náttúruvá, vernda byggð og til fjölbreyttra nytja. Stefnt er að því að fjármögnun verkefnisins og samningagerð verði lokið 1. júní á næsta ári.

Lesa meira

26.10.2016 : Könglar farnir að sjást í frægarðinum á Tumastöðum

Ágrædd sitkagrenitré í frægarði Skógræktarinnar á Tumastöðum í Fljótshlíð þroskast vel og þau fyrstu eru nú farin að mynda fræ. Enn er þess þó langt að bíða að fræframleiðslan komist í fullan gang en á meðan er fræjum safnað í skógarreitum af þeim kvæmum sem best hafa reynst. Gæði fræjanna aukast þegar grisjað er og bestu trén látin standa eftir.

Lesa meira

25.10.2016 : Skotar stórauka framlög til skógræktar

Skoska ríkisstjórnin hefur ákveðið að stórauka framlög til nýskógræktar í nokkrum héruðum landsins. Tilkynnt hefur verið um nýtt 6,5 milljóna punda framlag sem standa á straum af nýskógrækt á 1.200 hekturum lands. Markmiðið er bæði að efla byggðir og binda koltvísýring.

Lesa meira

25.10.2016 : Búskaparskógrækt í Vestur-Húnavatnssýslu

Í eins árs átaksverkefni sem umhverfis- og auðlindaráðherra ýtti úr vör í gær á að leita eftir viðhorfi bænda til núverandi stuðningskerfis í skógrækt og hvort það megi betur laga að þörfum bænda í hefðbundnum búskap. Sjö milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári og hefur Skógræktinni verið falin umsjón þess.

Lesa meira

21.10.2016 : Gunna og Steini kvödd á Vöglum

Nýlega voru tveir góðir starfsmenn Skógræktarinnar á Vöglum í Fnjóskadal kvaddir eftir áratuga farsæl störf, hjónin Guðrún Jónsdóttir og Guðni Þorsteinn Arnþórsson.

Lesa meira

20.10.2016 : Elstu trjám heims fjölgað með vefjarækt

Með vefjarækt hefur tekist að klóna fjölda trjátegunda, þar á meðal elstu rauðviðartrén eða risafururnar sem vaxa á vesturströnd Norður-Ameríku. Vonir standa til að breiða megi aftur út rauðviðarskógana þannig að þeir geti á ný fóstrað fjölbreytileg vistkerfi á landi, í vötnum og í sjó. Aukin skógarþekja á jörðinni er nauðsynleg til að mannkynið geti áfram þrifist.

Lesa meira

19.10.2016 : Loftslagsskógrækt á fjallasvæðum

Í þverfaglega Cost-verkefninu CLIMO er hugað að bættu lífsviðurværi fólks sem býr við og nýtir fjallaskóga, aukinni aðlögun og þoli fjallaskóga á tímum loftslagsbreytinga og hvernig fjallaskógar geta sem best mildað áhrif loftslagsbreytinganna.

Lesa meira

18.10.2016 : Nýtt hjálparmeðal lofar góðu fyrir jólatrjáarækt

Nýtt efni sem stöðvar toppvöxt barrtrjáa gæti komið að góðum notum til að stýra vaxtarlagi og þéttleika jólatrjáa. Virka efnið eru hormón sem framleidd eru með hjálp sveppa og það er sagt skaðlaust í náttúrunni.

Lesa meira

17.10.2016 : Þorláksskógar - nýtt verkefni í anda Hekluskóga

Viðræður eru hafnar milli Skógræktarinnar, Landgræðslu ríkisins, sveitarfélagsins Ölfuss og Skógræktarfélags Íslands um uppgræðslu í nágrenni Þorlákshafnar. Áhugi er á verkefninu ef til þess fæst fjármagn.

Lesa meira

17.10.2016 : Lærdómurinn frá gosinu í St. Helens

Vistfræðilegar aðferðir til að minnka náttúruvá eru viðfangsefni dr Virginiu Dale í fyrirlestri sem hún flytur miðvikudaginn 19. október í sal Þjóðminjasafnsins í Reykjavík. Þar ræðir hún um þann lærdóm sem draga má af gosinu í eldfjallinu St. Helens 1980.

Lesa meira

14.10.2016 : Meiri skóg en ekki kláf

Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar um græna trefilin verður rædd á opnum fundi með borgarfulltrúum sem Íbúasamtök Kjalarness hafa boðað til 10. nóvember. Íbúar eru hrifnir af uppgræðslunni í Esjuhlíðum og fagna skjólinu.

Lesa meira

12.10.2016 : Gengið um ljóðskóga

Skáldkonan Gerður Kristný les úr verkum sínum í ljóðagöngu sem haldin verður í Hallormsstaðaskógi sunnudaginn 16. október. Fyrir norðan gefst hins vegar færi á að hlusta á Þórarin Eldjárn í Hánefsstaðareit.

Lesa meira

12.10.2016 : Alþjóðleg ráðstefna um ösp og aðrar hraðvaxta tegundir

Nýlega var haldin í Berlín ráðstefna International Poplar Commission (IPC). Þar kynntu tveir starfsmenn Mógilsár sögu alaskaaspar á Íslandi og íslenska asparrækt.

Lesa meira

07.10.2016 : Myndband frá frænámskeiði

Skógræktarfélag Reykjavíkur hélt námskeið um frætínslu laugardaginn 1. október. Þar jós Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, af viskubrunni sínum um tré og trjárækt og kenndi handtökin við frætínsluna. Hlynur Gauti Sigurðsson, nýráðinn starfsmaður Skógræktarinnar með aðsetur á Vesturlandi, gerði myndband um námskeiðið.

Lesa meira

06.10.2016 : Sala á rjúpnaveiðileyfum hefst 7. október

Skotveiðileyfi verða seld á átta svæðum í umsjón Skógræktarinnar þetta haustið, einum á Suðurlandi, fjórum á Norðurlandi og þremur á Austurlandi. Skotveiði er stranglega bönnuð á öðrum svæðum Skógræktarinnar.

Lesa meira

05.10.2016 : Samstarfssamningur um Hekluskóga endurnýjaður

Í dag var undirritaður nýr samningur um Hekluskóga sem tryggir framlög til verkefnisins næstu fimm árin. Frá því að verkefnið hófst fyrir áratug hafa verið gróðursettar hartnær þrjár milljónir trjáplantna, aðallega birki, á a.m.k. 1.500 hekturum lands. Árleg fjárveiting ríkisins til verkefnisins er 27,5 milljónir.

Lesa meira

30.09.2016 : Fræsöfnun Hekluskóga og árangur sáninga

Hekluskógar safna um þessar mundir birkifræi og biðla til almennings að taka þátt í því starfi og skila fræi á móttökustöðvum Endurvinnslunnar hf. Sums staðar sjást þéttar breiður af birki þar sem fræi var sáð fyrir fjórum árum.

Lesa meira

30.09.2016 : Hrymur nær 10 m hæð

Tré af fyrstu kynslóð lerkiblendingsins Hryms hefur á tæpum tveimur áratugum náð 10,4 metra hæð í rýrum jarðvegi Esjuhlíða. Meðaltalsvöxtur frá gróðursetningu er því rúmur hálfur metri á ári.
Lesa meira

29.09.2016 : Blandskógar í brennidepli

Gera þarf frekari rannsóknir á því sam­­spili sem ræður fram­leiðni bland­­aðra skóga. Þetta var með­al álykt­­ana sem dregn­­ar voru á ár­­leg­­ri þema­­­ráð­stefnu NordGen Forest sem hald­­in var í Växjö í Sví­þjóð 20.-21. sept­em­ber.

Lesa meira

27.09.2016 : Sjálfboðaliðar lagfæra gönguleið í Hallormsstaðaskógi

Níu ungmenni frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS hafa undanfarinn hálfan mánuð unnið að lagfæringum á tveggja kílómetra langri gönguleið í Hallormsstaðaskógi. Þetta er annað árið sem samtökin senda sjálfboðaliða í skóginn.

Lesa meira

26.09.2016 : Námskeið um frætínslu, meðhöndlun fræja og sáningu

Enn er hægt að skrá sig á frænámskeið Skógræktarfélags Reykjavíkur sem haldið verður laugardaginn 1. október í Heiðmörk.

Lesa meira

23.09.2016 : Hæstu tré á Vestfjörðum að ná 20 metrum

Hæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Hnífjafnt er nú í kapphlaupi alaskaaspar í Dýrafirði og sitkagrenis í Reykhólasveit.

Lesa meira

23.09.2016 : Brúarvirkjun skerðir skóglendi

Fyrirhugað framkvæmdasvæði Brúarvirkjunar einkennist af gróskumiklu votlendi og skóglendi sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin myndi hafa neikvæð áhrif á ásýnd og landslag.

Lesa meira

23.09.2016 : Nýr skógræktarráðunautur á Suðurlandi

Jón Þór Birgisson skógfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá Skógræktinni til að sinna nytjaskógrækt á lögbýlum á Suðurlandi. Hann leysir Hörpu Dís Harðardóttur af sem tekur sér ársleyfi frá störfum.

Lesa meira

20.09.2016 : Esjan gefur

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóriskrifar grein í Morgunblaðinu í dag í tilefni af degi íslenskrar náttúru sem var á föstudag. Þar ræðir hann ásýnd borgarfjalls Íslendinga, Esju, þar sem nú eru uppi ráðagerðir um kláfferju

Lesa meira

20.09.2016 : Hlynur Gauti ráðinn skógræktarráðgjafi á Vesturlandi

Fjórir sóttu um stöðu skógræktarráðgjafa á Vesturlandi sem Skógræktin auglýsti laust til umsóknar fyrir skemmstu. Hlynur Gauti Sigurðsson hefur verið ráðinn í starfið.

Lesa meira

16.09.2016 : Trausti ráðinn skógarvörður á Suðurlandi

Trausti Jóhannsson, skógfræðingur og húsasmiður, hefur verið ráðinn í stöðu skógarvarðar á Suðurlandi. Fjórir sóttu um stöðuna.

Lesa meira

16.09.2016 : Burt með skeinibréfin!

Vaxandi óþrifnaður er í skógum landsins vegna skorts á almenningssalernum. Pokar undir skeinibréfin gætu dregið úr þessum vanda. Skógræktin vekur athygli á vandanum í tilefni dags íslenskrar náttúru.

Lesa meira

15.09.2016 : Norræn samvinna um fjallaþin

Rannsóknir á frostþoli fjallaþins og mótstöðu tegundarinnar gegn skaðvöldum í loftslagi Íslands og Danmerkur eru undirstaðan í doktorsverkefni Brynjars Skúlasonar skógfræðings við Kaup­mannahafnar­háskóla. Sagt er frá verkefninu í frétt á vef norrænu erfðavísinda­stofnunarinnar NordGen.

Lesa meira

12.09.2016 : Mætir meginviðir

Áhugavert er að fylgjast með framkvæmdum við nýtt þjónustuhús í Laugarvatnsskógi. Nokkrar myndir sem þar voru teknar fyrir helgi sýna hvernig gengur.

Lesa meira

09.09.2016 : Fjórir sækja um stöðu skógarvarðar á Suðurlandi

Umsóknarfrestur um auglýsta stöðu skógarvarðar á Suðurlandi rann út mánudaginn 5. september. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna.

Lesa meira

09.09.2016 : Edda ráðin forstöðumaður rannsóknasviðs

Edda Sigurdís Oddsdóttir, jarðvegsvistfræðingur og sérfræðingur á Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá, hefur verið ráðin forstöðumaður rannsónasviðs Skógræktarinnar.

Lesa meira

09.09.2016 : Noregur þarf góða skóla í skógfræðum og skógtækni

Skógrækt og skógarnytjar leika mikilvægt hlutverk í því að gera norska hagkerfið grænt. Til þess þarf metnaðarfulla skógareigendur og hagnýta menntun í skógarnytjum. Þetta er meðal þess sem rætt var á nýafstöðnu landsþingi norskra kvenna í skógrækt sem fram fór í Halden á Austfold.

Lesa meira

08.09.2016 : Lúpínan - besti vinur bóndans

Í Bændablaðinu sem kemur út í dag, 8. september, skrifar Gunnar Einarsson, sauðfjár- og skógarbóndi á Daðastöðum í Núpasveit, langa og ítarlega grein þar sem hann lýsir starfi sínu og fjölskyldunnar að landgræðslu og skóggræðslu á jörðinni. Fyrirsögn greinarinnar er Lúpínan - besti vinur bóndans.

Lesa meira

07.09.2016 : Skógræktin þrói landgræðslusvæði yfir í skóg

Árni Bragason, nýráðinn landgræðslustjóri, vill fá aðrar stofnanir til samstarfs um nýtingu þeirra svæða sem Landgræðslan hefur grætt upp. Í því sambandi hefur hann þegar rætt við forsvarsmenn Skógræktarinnar um að þróa ákveðin landgræðslusvæði yfir í skóg. Sandana við Þorlákshöfn nefnir hann sem dæmi um svæði þar sem hrinda megi af stað verkefni að fyrirmynd Hekluskóga.

Lesa meira

06.09.2016 : Eikarfæðing

Breski vísindamaðurinn og ljósmyndarinn Neil Bromhall tók upp á átta mánuðum ferilmynd af því þegar akarn spírar og verður að lítilli eikarplöntu. Eikur verða ævagamlar og risastórar en spruttu allar af litlu fræi. Tré eru meðal undra náttúrunnar og án trjáa værum við mennirnir ekki til því trén áttu þátt í að gera andrúmsloftið og loftslagið á jörðinni lífvænlegt fyrir lífverur eins og okkur.

Lesa meira

04.09.2016 : Úr sex milljónum í þrjár

Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands lauk á Djúpavogi í dag. Ályktað var um eflingu skógræktar með því markmiði að á næstu 5 árum verði gróðursettar átta milljónir trjáplantna árlega.

Lesa meira

02.09.2016 : Ráðherra vill bæta búsetuskilyrði með skógrækt

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra vill auka skógrækt á skóglausum svæðum til að gera þau vænni til búsetu. Hún flutti ávarp við upphaf aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sem nú stendur yfir á Djúpavogi.

Lesa meira

31.08.2016 : Þrír sóttu um stöðu sviðstjóra rannsókna

Umsóknarfrestur um stöðu sviðstjóra rannsókna hjá Skógræktinni rann út á mánudag, 29. ágúst. Þrír sóttu um stöðuna.

Lesa meira

30.08.2016 : Fjölgun „ryðfrírra“ asparklóna hafin

Óvenjumikið er nú um ryðsvepp á ösp í uppsveitum Suðurlands. Asparglytta og birkikemba halda áfram að breiðast út í landshlutanum. Fjölgun „ryðfrírra“ asparklóna er hafin á Tumastöðum í Fljótshlíð.

Lesa meira

29.08.2016 : Verkefni ágústmánaðar hjá jólatrjáaframleiðendum

Else Möller, skógfræðingur á Akri í Vopnafirði, gefur góð ráð um ágústverk jólatrjáabóndans. Nú er upplagt velja trén sem seld verða fyrir jólin.

Lesa meira

26.08.2016 : Hlutverk viðarlífmassa í norræna lífhagkerfinu

The Wood biomass in the Nordic Bioeconomy (Woodbio) er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í salnum Rima í Hörpu í Reykjavík 4. október. Fjallað verður um hlutverk viðarlífmassa í norræna lífhagkerfinu.

Lesa meira

26.08.2016 : Að láta sig framtíðina varða

Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið, Minding the future - Bioeconomy in changing Nordic reality, verður haldin í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík dagana 5.-6. október. Vinnusmiðja WoodBio-verkefnisins fer fram 4. október í aðdraganda ráðstefnunnar.

Lesa meira

26.08.2016 : Þjónustuhús rís í Laugarvatnsskógi

Smíði þjónustuhúss í þjóðskóginum á Laugarvatni gengur vel. Grind þess verður reist í næstu vikum en tíðarfarið í haust og vetur ræður miklu um hvenær húsið verður tilbúið.

Lesa meira

25.08.2016 : Að rækta skóg í stað þess að fylla skurði

Brynhildur Bjarnadóttir, skógvistfræðingur og lektor við HA, segir í Morgunblaðinu í dag frá rannsóknum sínum á öndun að og frá skógi sem ræktaður er á framræstu landi. Skógrækt gæti verið góður kostur til að stöðva koltvísýringslosun frá framræstu landi og arðsamt fyrir landeigandann um leið.

Lesa meira
Jafnaskarðsskógur

25.08.2016 : Auglýst eftir skógræktarráðgjafa á Vesturlandi

Skógræktin óskar eftir að ráða skógræktarráðgjafa vegna bændaskógræktar á Vesturlandi.

Lesa meira

25.08.2016 : Lóþræll kominn í ný föt

Fyrsta starfsmannahúsið sem Skógræktin reisti í Þjórsárdal árið 1962 hefur nú verið endurnýjað að utan og klætt með greni úr skóginum.

Lesa meira

24.08.2016 : Alaskaösp í Grjótaþorpi er tré ársins

Skógræktarfélag Íslands útnefndi í dag alaskaösp við Hákot í Grjótaþorpi í Reykjavík tré ársins. Öspunum í borginni er þakkað hve skjólsælt er orðið þar víða.

Lesa meira

24.08.2016 : Vígsla í sól og hita

Sól og blíða og 20 stiga hiti var í Kristnesskógi í Eyjafirði í gær þegar þar var formlega vígður nýr stígur sérstaklega  hannaður með þarfir fatlaðra í huga. Við athöfnina var vitnað í Hippókrates lækni sem lýsti þvi fyrir 2.400 árum að skógur og falleg náttúra bætti gróanda hjá fólki og hefði jákvæð heilsufarsáhrif.

Lesa meira

23.08.2016 : Áhugaverðar tilraunir með moltu

Molta úr jarðgerðarstöð Moltu ehf. í Eyjafjarðarsveit lofar góðu við trjáplönturækt hjá Sólskógum í Eyjafirði. Birkiplöntur sem settar voru í moltublandaða mold sýna t.d. minni merki um birkiryð en jafngamlar plöntur í hefðbundinni mold.

Lesa meira

22.08.2016 : Malbikaður skógarstígur í Kristnesskógi formlega opnaður

Framkvæmdum er nú að mestu lokið við lagningu 330 metra malbikaðs skógarstígs í Kristnesskógi í Eyjafirði. Stígurinn verður formlega opnaður þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15. Fulltrúar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, Sjúkrahússins á Akureyri og Skógræktarinnar flytja ávörp við opnunina.

Lesa meira

19.08.2016 : Ræktun blandaðra skóga - sóun eða framtíðarverðmæti?

Árleg ráðstefna NordGen Forest fer fram í Växjö í Svíþjóð 21.-22. september. Í þetta sinn verður fjallað um endurnýjun blandaðra skóga og kosti þeirra fyrir efnahag, líffjölbreytni og aðlögun að loftslagsbreytingum. Meðal umræðuefna verður skógræktarskipulag, skógarumhirða og -nytjar, vistfræði, skemmdir, skaðvaldar og markaðstækifæri fyrir viðarafurðir.

Lesa meira

18.08.2016 : Auka má matvælaframleiðslu án þess að ganga á skógana

Enn er landbúnaður helsta orsök skógareyðingar í heiminum og því er bráðnauðsynlegt að tala fyrir auknu samspili landbúnaðar og skógræktar til að byggja megi upp sjálfbær landbúnaðarkerfi og efla fæðuöryggi. Þetta eru meginskilaboðin í árlegri skýrslu FAO, matvæla- og landbúnaðartofnunar Sameinuðu þjóðanna, um ástand skóga heimsins, The State of the World's Forests (SOFO). Skýrslan var kynnt í dag við upphaf 23. fundar COFO, skógarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

18.08.2016 : Staða skógarvarðar á Suðurlandi laus til umsóknar

Skógræktin óskar eftir að ráða skógarvörð á Suðurlandi. Leitað er að öflugum einstaklingi með háskólapróf í skógfræði eða skógverkfræði. Skógarvörðurinn ber ábyrgð á daglegum rekstri þjóðskóganna á Suðurlandi, aflar sértekna, m.a. með úrvinnslu og sölu skógarafurða, sinnir málefnum ferðafólks, sér um eignir og tæki, áætlanir, úttektir og fleira. Skógarvörður heyrir undir skógarauðlindasvið stofnunarinnar.

Lesa meira

17.08.2016 : Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit í norðrinu

Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit verður haldin á Hótel Natura í Reykjavík dagana 12.-15. september. Ráðstefnan er styrkt af áætlun Norrænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar um sjálfbæra þróun. Norræni gena­bank­inn, NordGen, stendur fyrir ráð­stefn­unni ásamt Landgræðslu ríkisins.

Lesa meira

17.08.2016 : Sníkjuplantan engjakambjurt útbreidd í Vaglaskógi

Engjakambjurt, Melampyrum pratense, hefur nú öðlast þegnrétt meðal jurta sem vaxa villtar í íslenskri náttúru. Tegundin hefur þrifist um árabil í Vaglaskógi en var lengi vel greind sem krossjurt. Er­lend­is treystir engjakambjurt á samlífi við maura­teg­und og ekki er útilokað að sú tegund þrífist með henni í Vaglaskógi þótt það hafi ekki verið staðfest. Útbreiðsla jurtarinnar í skóginum bendir til að svo geti verið. Engjakambjurt lifir sníkjulífi á ýmsum trjátegundum.

Lesa meira

16.08.2016 : Námskeið um notkun keðjusagar

Mikilvægt er að allir sem nota keðjusög læri réttu handtökin og tileinki sér rétt vinnubrögð til þess að afköst verði góð en ekki síður til að fyllsta öryggis sé gætt og komist verði hjá slysum. Landbúnaðarháskóli Íslands heldur reglulega námskeið um trjáfellingar og grisjun með keðjusög. Slíkt námskeið verður til dæmis haldið á Hallormsstað í október.

Lesa meira

15.08.2016 : Íslandsmeistari trjáa ver titil sinn

Sérfræðingar Rannsóknastöðvar Skógræktarinnar á Mógilsá slógu máli á hæstu tré landsins í síðustu viku. Sitkagrenitré á Kirkjubæjarklaustri sem mælst hefur hæst undanfarin ár heldur þeim titli og er nú komið í 27,18 metra hæð. Hæsta öspin á Hallormsstað mældis 25,46 metrar en gildast mældist evrópulerki á Hallormsstað, 67,5 cm í þvermál.

Lesa meira

12.08.2016 : Fyrsti framkvæmdaráðsfundur Skógræktarinnar haldinn í gær

Í gær, fimmtudaginn 11. ágúst, var haldinn fyrsti fundur framkvæmdaráðs Skógræktarinnar, Þar var rætt um þau meginmarkmið að ná meiri og betri árangri í skógrækt. Ákveðið var að næstu skref í skipulagningu nýrrar stofnunar yrðu að ræða við starfsfólk um framtíðarstörf þeirra, með bæði væntingar þeirra og þarfir Skógræktarinnar í huga. Fundir verða haldnir á komandi vikum með starfsfólki á hverjum vinnustað. Auglýst hefur verið eftir sviðstjóra rannsóknasviðs og á næstu dögum verður auglýst eftir nýjum skógarverði á Suðurlandi.

Lesa meira

12.08.2016 : 376 ferkílómetrum Amason-frumskógar bjargað

Umhverfisstofnun Brasilíu hefur stöðvað áform um gerð 8.000 megavatta vatnsaflsvirkjunar sem ráðgerð hafði verið í Tapajós-fljótinu í miðjum Amason-frumskóginum. Lón virkjunarinnar hefði orðið 376 ferkílómetrar að stærð og fært í kaf regnskóg þar sem búa um 12.000 frumbyggjar af Munduruku-þjóðflokknum. Allt ræktað skóglendi á Íslandi er til samanburðar um 400 ferkílómetrar.

Lesa meira

11.08.2016 : Staða sviðstjóra rannsóknasviðs Skógræktarinnar laus til umsóknar

Skógræktin óskar eftir að ráða sviðstjóra á rannsóknasviði stofnunarinnar. Rannsóknasvið Skógræktarinnar sinnir alhliða rannsóknum í þágu skógræktar á Íslandi. Miðstöð rannsókna er á Mógilsá við Kollafjörð en rannsóknir eru stundaðar um land allt og rannsóknamenn starfa því einnig á öðrum starfstöðvum stofnunarinnar.

Lesa meira

11.08.2016 : Smáþjóðir, skógar og loftslagsmál

Smáþjóðir um allan heim finna nú vel fyrir áhrifum þeirra loftslagsbreytinga sem eru í gangi á jörðinni. Þar er nú unnið að því að laga stefnumál og þróun að hugmyndunum um sjálfbæra þróun. Hvatt er til nánara samstarfs hins opinbera við atvinnulífið, félagasamtök og samstarfsaðila í þróunarmálum. Þetta kom fram hjá leiðtogum eyja á Kyrrahafi á regnskógaráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja sem haldinn var í byrjun mánaðarins í Bandar Seri Begawan, höfuðborg soldánsdæmisins Brúnei á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu.

Lesa meira

10.08.2016 : Kolefnisjafna flugferðir með skógrækt

Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann brýnir Íslendinga til dáða í loftslagsmálum og aðgerða í samræmi við markmiðin sem sett voru á loftslagsráðstefnunni í París í desember. Flugvélar verða áfram knúnar jarðefnaeldsneyti um sinn en til að draga úr áhrifum flugsamgangna á lofthjúpin fram til 2030 má binda koltvísýring sem losnar við flug með skógrækt.

Lesa meira

09.08.2016 : Sumarið gott fyrir skordýrin

Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur á Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá, segir í samtali við Morgunblaðið í dagað skaðvaldar í skógum og görðum nái sér vel á strik í hlýindum eins og verið hafa í vor og sumar. Hún mælir þó ekki með eitrun enda sé ekki alltaf gott að vita hver áhrifin verða. Skordýr gangi sjaldnast af trjám og runnum dauðum. Skógræktin biður fólk að láta vita um skaðvalda, sérstaklega ný skordýr og þegar þeirra verður vart á nýjum stöðum.

Lesa meira

08.08.2016 : Ráðið í þrjár stjórnunarstöður hjá Skógræktinni

Aðalsteinn Sigurgeirsson, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Hreinn Óskarsson hafa verið ráðin í stjórnunarstöður hjá Skógræktinni sem auglýstar voru fyrr í sumar. Aðalsteinn verður fagmálastjóri, Sigríður Júlía sviðstjóri skógarauðlindasviðs og Hreinn sviðstjóri samhæfingarsviðs. Á næstu dögum verður auglýst lau til umsóknar staða sviðstjóra rannsóknasviðs og einnig staða skógarvarðar á Suðurlandi.

Lesa meira

04.08.2016 : Börkur af rússalerki hentar vel til olíuhreinsunar

Börkur af íslensku lerki dugar betur en Hekluvikur til að hreinsa olíu úr vatni. Þetta sýna tilraunir sem gerðar hafa verið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Notast var við börk úr rússalerki frá Hallormsstað. Ekki er heimilt að flytja inn trjábörk til landsins en tilraunin sýnir að íslensku skógarnir geta gefið hentugan börk til þessara nota.

Lesa meira

03.08.2016 : Tunguskógur er Opinn skógur

Tunguskógur í Tungudal, skammt innan við byggðina á Ísafirði, er í alfaraleið og tilvalinn útivistar- og áningarstaður.  Í skóginum eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum. Löngum hefur verið vinsælt að fara „inn í skóg“ á sumrin í gönguferðir, berja- og sveppatínslu. Tunguskógur hefur verið kynntur undir merkinu Opinn skógur frá árinu 2004. Verkefnið Opinn skógur hefur bætt aðgengi og aðstöðu í fjórtán skógum vítt og breitt um landið.

Lesa meira

02.08.2016 : Vottun trjáviðar aftur til hins opinbera?

Tilhneiging er nú til þess í mörgum löndum að ríkisstofnanir taki á ný að fylgjast betur með vottun trjáviðar og uppruna hans. Undanfarna áratugi hefur þróunin verið sú að einkafyrirtæki sæju um þetta hlutverk. Stjórnvöld í viðkomandi löndum telja sig geta betur framfylgt stefnu sinni í skógarmálum og þar með lögum með því að efla stjórnsýslu sína á þessu sviði.

Lesa meira

02.08.2016 : 90 ára gamalt reynitré vekur athygli

Morgunblaðið fjallaði í síðustu viku um gamalt reynitré sem stendur við íbúðarhúsið á bænum Litlu-Reykjum í Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu. Tréð er snar þáttur í sögu heimafólksins á bænum sem stendur vörð um tréð. Reyniviður þessi er um 90 ára gamall og setur mikinn svip á bæinn á Litlu-Reykjum. Greinar sem þurft hefur að saga af trénu hafa verið notaðar til smíða.

Lesa meira

08.07.2016 : Skógarleikar í Heiðmörk 16. júlí

Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til Skógarleika í Heiðmörk laugardaginn 16. júlí. Þar leiða skógarhöggsmenn saman hesta sína í hefðbundnum skógarhöggsgreinum, gestir geta spreytt sig í tálgun, eldsmiður sýnir listir sínar og boðið verður upp á skógarlegar veitingar. Hátíðin verður í Furulundi í Heiðmörk kl. 14-17.

Lesa meira

08.07.2016 : Upplýsingar um skaðvalda óskast

Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, hvetur fólk til að senda upplýsingar um skaðvalda á trjám og aðrar skemmdir á trjágróðri hvar sem er á landinu. Gefnar hafa verið út á vefnum leiðbeiningar um hvernig best sé að skrá slíkar upplýsingar og bæklingur um helstu skaðvalda. Birkikemba herjar nú á birki víða um land og sums staðar eru tré brún að sjá vegna hennar.

Lesa meira

07.07.2016 : Horfið eftir fræjum á álitlegum öspum

Alaskaösp blómstraði mikið í vor víða um land og eftir hagstætt tíðarfar síðustu vikur er útlit fyrir að mikið fræ verði á aspartrjám. Þá er gott tækifæri til að safna fræi af álitlegum trjám og nýta til ræktunar. Fræmiðstöðin á Vöglum í Fnjóskadal hvetur fólk til að fylgjast með fallegum aspartrjám í nágrenni sínu og safna af þeim fræi þegar þau eru þroskuð.

Lesa meira

06.07.2016 : Ásatrúarmenn þökkuðu skóginum fyrir hoftimbur

Rúmlega sextíu ára gamalt lerki í Jónsskógi í Hallormsstaðaskógi var rjóðurfellt til að afla viðar í hof ásatrúarmanna sem nú rís í Öskjuhlíð í Reykjavík. Nýlega blótuðu ásatrúarmenn í Jónsskógi til að þakka skóginum timbrið og biðja heilla þeim trjám sem upp vaxa í stað þeirra sem felld voru.

Lesa meira

05.07.2016 : Starfsmannahandbók Skógræktarinnar

Starfsmannahandbók Skógræktar er nú í endurskoðun og verður uppfærð útgáfa birt hér á vefnum á næstu mánuðum. Endurskoðun og skipulag starfsmannamála er eitt þeirra verkefna sem vinna þarf að á fyrstu dögum nýrrar stofnunar og þar verður vandað til verka.

Lesa meira

05.07.2016 : Skógardagur Norðurlands

Á skógardegi Norðurlands sem haldinn verður í Kjarnaskógi laugardaginn 9. júlí verður meðal annars hægt að reyna sig í borðtennis á glænýjum steinsteyptum borðtennisborðum sem Möl og sandur á Akureyri hefur gefið í skóginn. Boðið verður upp á sögugöngu um skóginn og fræðslu um merk tré, ánamaðkafræðslu, ratleik, ýmiss konar veitingar og að sjálfsögðu hið ómissandi ketilkaffi.

Lesa meira

05.07.2016 : Auglýst eftir tilnefningum til verðlauna á degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Lesa meira

01.07.2016 : Esther Ösp Gunnarsdóttir haslar sér völl á nýjum vettvangi

Esther Ösp Gunnarsdóttir lét um mánaðamótin af störfum kynningarstjóra hjá Skógrækt ríkisins eftir ríflega átta ára starf hjá stofnuninni. Henni eru þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar í nýjum störfum. Esther starfar nú hjá eigin hönnunar og ráðgjafarfyrirtæki, Gjallarhorn, á Reyðarfirði.

Lesa meira

01.07.2016 : Skógræktin tekin til starfa

Í dag er fyrsti starfsdagur nýrrar skógræktarstofnunar, Skógræktarinnar, sem til varð við sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefnanna í skógrækt. Ástæða er til að óska þjóðinni til hamingju með daginn. Um sjötíu manns komu til skógargöngu á Silfrastöðum í Skagafirði í gærkvöld, fyrstu gönguna af sex sem haldnar eru til að fagna þessum nýja áfanga. Hinar göngurnar verða í dag á fyrsta starfsdegi Skógræktarinnar.

Lesa meira

30.06.2016 : Skógargöngur í tilefni sameiningarinnar

Í tilefni af því að föstudaginn 1. júlí hefur ný stofnun, Skógræktin, formlega starfsemi sína verður gengið í skóg á sex stöðum á landinu. Fyrsta gangan verður í kvöld, fimmtudagskvöld, í Silfrastaðaskógi í Skagafirði en á morgun föstudag verður gengið í skóginum við Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, á Galtalæk í Biskupstungum, Oddstöðum í Lundarreykjadal Borgarfirði, Innri-Hjarðardal Önundarfirði, og Strönd á Völlum Fljótsdalshéraði.

Lesa meira

28.06.2016 : Ólafur Árni Íslandsmeistari í skógarhöggi á Skógardeginum mikla

Ólafur Árni Mikaelsson hreppti Íslandsmeistaratitilinn í skógarhöggi á Skógardeginum mikla sem fram fór á Hallormsstað á laugardaginn var í blíðskaparveðri og hita. Í öðru sæti lenti Bjarki Sigurðsson og Kristján Már Magnússon í því þriðja. Í skógarhlaupinu kom Hjalti Þórhallsson fyrstur í mark í karlaflokki og Meredith Cricco í kvennaflokki.

Lesa meira

26.06.2016 : Nýkjörinn forseti mótaður í tré með keðjusög

Mikið fjölmenni var á Hallormsstað í gær, laugardag, þar sem heimafólk á Austurlandi og gestir þeirra tóku þátt í skógardeginum mikla í yfir 20 stiga hita. Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni var norski keðjusagarlistamaðurinn Arne Askeland sem kvað geta sagað hvað sem er út með keðjusögini. Í frétt Sjónvarpsins af viðburðinum kom fram að Arne laumaðist líka til að saga út brjóstmynd af þeim forsetaframbjóðanda sem stóð uppi sem sigurvegari í kosningunum í gær.

Lesa meira

24.06.2016 : Skógardagurinn mikli á morgun

Hin árlega hátíð, Skógardagurinn mikli, verður haldinn með hefðbundnu sniði á morgun, laugardaginn 25. júní, í Mörkinni á Hallorsmsstað. Spáð er sól og hita og því verður gaman að njóta alls þess sem í boði verður í skóginum. Meðal þeirra sem sýna listir sínar á hátíðinni verður norski listamaðurinn Arne Askeland sem notar keðjusög til að skera út fugla og ýmislegt fleira úr trjábolum.

Lesa meira

22.06.2016 : Skógarleikskóli

Í skógarleikskóla alast börnin upp í nánum tengslum við náttúruna og kynnast eðlisþáttum hennar, hringrásum lífs og efna, verndun og nýtingu en líka að uppgötva og skapa. Víða á Íslandi eru vaxnir upp skógarreitir sem nýta mætti til slíkrar starfsemi.

Lesa meira

22.06.2016 : Gæti stefnt í metvöxt trjáa í sumar

Ef sumarið heldur áfram að vera sæmilega hlýtt gætu sumar trjátegundir vaxið á annan metra í sumar og jafnvel gæti orðið metvöxtur hjá ösp og fleiri tegundum. Þetta sagði Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri í viðtali í fréttum Bylgjunnar í gær.

Lesa meira

21.06.2016 : Kom í mark á 108 ára gömlu hjóli

Tíu manna lið Skógræktarinnar kom í mark síðdegis á föstudag í hjólreiðakeppninni Wow Cyclothon eftir að hafa hjólað í 45 og hálfa klukkustund. Liðið endaði í 65.-68. sæti af 92 liðum í B-flokki keppninnar. Skógræktarstjóri hjólaði á undan í mark á reiðhjóli fyrsta skógræktarstjórans, Agners Kofoed-Hansens, sem líklega er af árgerð 1907.

Lesa meira

21.06.2016 : Breyttu örfoka mel í skóg

Hjónin Reinhard Reinhardsson og Karólína Inga Guðlaugsdóttir hafa með atorku og útsjónarsemi ræktað skóg við hús sitt í Selási í Reykjavík þar sem áður var aðeins örfoka melur. Fyrir þetta starf sitt voru þau útnefnd Reykvíkingar ársins 2016 og hlutu um leið þann heiður að opna veiðitímabilið í Elliðaám ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í gærmorgun. 

Lesa meira

20.06.2016 : Staða fagmálastjóra laus til umsóknar

Skógræktin óskar að ráða til sín fagmálastjóra. Leitað er að öflugum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skógrækt innanlands og utan og er tilbúinn til að takast á við umfangsmikil verkefni í krefjandi og breytilegu umhverfi. Fagmálastjóri heyrir beint undir skógræktarstjóra og verður hluti af framkvæmdaráði stofnunarinnar.

Lesa meira

20.06.2016 : Staða sviðstjóra skógarauðlindasviðs laus til umsóknar

Skógræktin óskar eftir að ráða sviðstjóra á skógarauðlindasviði stofnunarinnar. Skógarauðlindasvið sinnir meðal annars verkefnum tengdum rekstri þjóðskóganna og skógrækt á lögbýlum. 

Lesa meira

20.06.2016 : Staða sviðstjóra samhæfingarsviðs laus til umsóknar

Skógræktin óskar eftir að ráða sviðstjóra á Samhæfingarsviði stofnunarinnar. Samhæfingarsvið er nýtt svið innan Skógræktarinnar sem  fæst við stjórnsýslu, skipulagsmál, kynningarmál og fræðslu á sviði skógræktar.

Lesa meira

20.06.2016 : Verkefni jólatrjáabóndans í júnímánuði

Brumbrot er aðferð sem beita má til að þétta furutré og gera þau bústnari og betri jólatré. Júnímánuður er rétti tíminn til að brjóta brum á furu og snemmsumars má líka gefa furunni niturríkan áburð til að hún fái fallegri lit. Dagatal jólatrjáabóndans leiðbeinir ræktendum um þau verk sem vinna þarf á ólíkum tímum ársins. Nú fyrr í mánuðinum var haldinn í Frakklandi sumarfundur samtaka jólatrjáaræktenda í Evrópu, CTGCE.

Lesa meira

13.06.2016 : Aðgerða er þörf til að örva lífhagkerfið

Taka þarf stefnumarkandi ákvarðanir um lífhagkerfið og grípa til aðgerða. Stefnan ein nægir ekki. Þetta eru meginskilaboð ráðstefnu helstu framámanna ThinkForest um lífhagkerfið sem haldin var í Helsinki í Finnlandi mánudaginn 7. júní. Efnahagsmálaráðherra Finnlands telur að skógar eigi að vera miðpunkturinn í sjálfbæru og sveigjanlegu lífhagkerfi Evrópu. Það verði næsta efnahagssveiflan í álfunni.

Lesa meira

13.06.2016 : Landbúnaðarháskólinn tekur að sér bókhald um losun og bindingu

Umhverfis- og auðlindaráðherra og rektor Landbúnaðarháskóla Íslands skrifuðu fyrir helgi undir tvo samninga um verkefni um sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Annar samningurinn er um þátt LBHÍ í bókhaldi um losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu koltvísýrings í gróðri og jarðvegi en hinn um upplýsingagjöf og greiningu LBHÍ fyrir vegvísi um minnkun losunar frá landbúnaði. Frá þessu segir á vef ráðuneytisins

Lesa meira

13.06.2016 : Skógræktarstjóri hjólar í mark á 100 ára gömlu hjóli

Nú styttist í hjólreiðakeppnina WOW Cyclothon. Tíu manna lið Skógræktarinnar tekur þátt í keppninni og hefur undirbúningur gengið vel. Liðsmenn eru vel stemmdir og spenntir fyrir keppninni. Söguleg stund verður þegar liðið kemur í mark því Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri hefur tekið að sér að hjóla í mark á reiðhjólinu sem fyrsti skógræktarstjórinn, Agner Kofoed-Hansen ferðaðist á um allt land í embættiserindum á sínum tíma. Hjólið er frá fyrstu áratugum 20. aldar. Heita má á lið Skógræktarinnar og styrkja þannig góðgerðarmálefni.

Lesa meira

10.06.2016 : Tillögur að stjórnskipulagi Skógræktarinnar kynntar ráðherra

Fjögur meginsvið verða í skipuriti nýrrar skógræktarstofnunar, Skógræktarinnar, samkvæmt tillögum sem kynntar voru Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í gær. Staða fagmálastjóra skógræktar verður endurvakin og verður hann staðgengill skógræktarstjóra. Lagt er til að sú staða verði auglýst laus til umsóknar nú í júnímánuði ásamt tveimur sviðstjórastöðum.

Lesa meira

10.06.2016 : Ljósmyndasýning í Stálpastaðaskógi

Ljósmyndasýningin „Eyðibýli í Skorradal allt árið“verður opnuð á morgun, laugardaginn 11. júní kl. 17, við Stálpastaði í Skorradal. Myndirnar eru allar teknar í Skorradal og er áhersla lögð á þau eyðibýli sem eru í dalnum og árstíðirnar sem geta verið mjög breytilegar hér á Íslandi.

Lesa meira

10.06.2016 : Eitt tré gróðursett fyrir hver tíu kíló af plastrusli

Þrettán verkefni sem öll snerta skóg- og trjárækt með einhverjum hætti fengu í gær styrki úr Umhverfissjóði Fríhafnarinnar. Markmið allra þessara verkefna er að fegra umhverfið og hreinsa, græða land og auka skjól með trjágróðri. Í verkefni Bláa hersins verður gróðursett eitt tré fyrir hver tíu kíló af plastrusli sem hreinsuð verða upp. Verndari þess verkefnis er frú Vigdís Finnbogadóttir.

Lesa meira
efi

07.06.2016 : Bein útsending í dag frá ráðstefnu um lífhagkerfið

Olli Rehn, efnahagsmálaráðherra Finnlands, og Ibrahim Baylan, samhæfingar- og orkumálaráðherra Svíþjóðar eru meðal frummælenda á ráðstefnu Think Forest um lífhagkerfið sem fer fram í Helsinki í dag. Þar verður rætt hvaða lærdóm má draga af stefnu og aðferðum Evrópusambandsins og um möguleika skógartengda lífhagkerfisins. Ráðstefnan er send út beint á vefnum.
Lesa meira

06.06.2016 : Trjágróður gegn þéttbýlismengun

Bílar og ýmis vélknúin tæki og vinnuvélar eru helsta upp­spretta loftmengunar í þétt­býli á Íslandi. Samhliða því að ráðast gegn upptökum mengunarinnar er vert að huga vel að því hvernig nýta má trjágróður í þéttbýli á Íslandi til að auka loftgæði í byggðinni. Tré taka upp nituroxíð, óson og koltvísýring úr andrúmsloftinu en svifrykið sest á laufskrúð þeirra, greinar og stofn. Rykið skolast síðan af með úrkomunni. Huga ætti betur að því hvernig tré geta bætt andrúmsloftið í umhverfi okkar og skipuleggja betur ræktun trjágróðurs í þéttbýli. Hugsum okkur líka tvisvar um áður en við höggvum myndarleg tré.

Lesa meira

03.06.2016 : Blaðið Við skógareigendur komið út

Málgagn Landsamtaka skógareigenda, Við skógareigendur, er komið út og hefur verið sent til skógarbænda og í póstkassa allra lögbýla um land allt. Þessi dreifing blaðsins er nýbreytni og vonast er til að það mælist vel fyrir og áhugi vakni hjá fleirum að græða landið upp með fallegum skógi og auknum atvinnutækifærum í skógrækt. Margt áhugavert efni er að finna í blaðinu og er skjólbeltarækt til dæmisgert hátt undir höfði.

Lesa meira

02.06.2016 : Lög um Skógræktina samþykkt samhljóða á Alþingi

Í hádeginu í dag var frumvarp um nýja skóg­ræktar­stofn­un tekið til þriðu umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi. Frumvarpið var samþykkt sem lög frá þinginu með öllum greiddum atkvæðum. Nokkrir þing­menn tóku til máls auk þess sem umhverfis- og auðlindaráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu. Öll lýstu þau ánægju sinni með málið og sögðu sameiningar­starf­ið vera til fyrirmyndar. Hin nýja stofnun, Skógræktin, tekur til starfa 1. júlí.

Lesa meira

02.06.2016 : Timburhús losa minna og binda lengi

Hús finnsku náttúrumiðstöðvarinnar Haltia er fyrsta opinbera byggingin þar í landi sem reist er úr unnum gegnheilum viði. Allt nema grunnurinn og kjallarinn er smíðað eingöngu úr timbri. Húsið hannaði Rainer Mahlamäki. Markmið Haltia er að fara fyrir með góðu fordæmi, vera flaggskip viðarmannvirkjagerðar og innblástur byggingariðnaðarins í Finnlandi til að auka notkun viðar við smíði bæði opinberra bygginga og fjölbýlishúsa. Íslenskir fulltrúar sitja þessa dagana fund í Finnlandi um samvinnu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja við eftirlit vegna timburreglugerðar Evrópusambandsins.

Lesa meira

02.06.2016 : Allar greinar frumvarpsins samþykktar samhljóða eftir 2. umræðu

Algjör einhugur var um frumvarp til laga um nýja skógræktarstofnun þegar greinar frumvarpsins voru bornar upp til atkvæðagreiðslu í gær ásamt breytingartillögu eftir aðra umræðu. Aðeins er eftir að samþykkja málið sem lög með þriðju umræðu sem fer fram í dag. Þingfundur hefst kl. 10.30 og er málið það tólfta á dagskránni.

Lesa meira

01.06.2016 : Önnur umræða á Alþingi um nýja skógræktarstofnun

Ekki var tekist á um afgreiðslu frumvarps um nýja skógræktarstofnun þegar málið var tekið til annarrar umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Mælt var fyrir nefndaráliti með einni breytingartillögu sem snertir markmið um ræktun skógar á 5% láglendis. Málið bíður nú atkvæðagreiðslu á þinginu.

Lesa meira

31.05.2016 : Forvitnilegar timburtilraunir í Fljótsdal

Nýta má timbur úr íslenskum skógum á nýstárlegan hátt með því að sjóða timbrið, eima það eða vinna efni úr öskunni af því. Þannig má skapa óvænt verðmæti, til dæmis úr víði sem annars er nær ekkert nýttur. SAM-félagið, samtök skapandi fólks á Austurlandi, er með vinnustofu á verk­stæði Skógarafurða í Fljótsdal í samstarfi við bandaríska hönnunarverkefnið De­sign­ers & Forests. Fjallað var um þetta í fréttum Sjónvarps og rætt við vöru­hönnun­ar­nema og prófessor í hönnun.

Lesa meira

31.05.2016 : Vorverkin í fullum gangi í Hekluskógum

Þessi dægrin er unnið að gróðursetningu í Hekluskóga. Fram kemur í nýrri frétt á vef verkefnisins að gróðursettar verði 200 þúsund birkiplöntur þetta vorið. Dreift hafi verið 220 tonnum af kjötmjöli á Hekluskógasvæðinu í vor en tilbúnum áburði verði dreift yfir um 500 hektara lands á ofanverðu starfsvæðinu í júní.

Lesa meira

31.05.2016 : Verður ný skógræktarstofnun til í dag?

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mælir með því að frumvarp umhverfisráðherra til laga um nýja skógræktarstofnun verði samþykkt. Nefndin gerir eina tillögu til breytingar á texta frumvarpsins. Ákvæði úr eldri lögum haldi sér í þeim nýju um að 5% láglendis undir 400 metrum yfir sjávarmáli verði klædd skógi.

Lesa meira

30.05.2016 : Skógræktarfólk hjólar kringum landið

Tíu manna lið starfsfólks Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem fram fer dagana 15.-17. júní í sumar. Undirbúningur er í fullum gangi, liðsfólk hefur æft stíft undanfarnar vikur og í smíðum eru festingar á kerru fyrir reiðhjólin. Að sjálfsögðu er eingöngu notað íslenskt timbur við smíðina.

Lesa meira

27.05.2016 : Athugasemdir við frumvarp um nýja skógræktarstofnun

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur birt á vef þingsins þær athugasemdir sem bárust við frumvarp um nýja skógræktarstofnun. Alls bárust níu umsagnir en í þeim fólst engin efnisleg andstaða við sameiningu ríkisstofnana í skógrækt. Líklegt má telja að frumvarpið verði afgreitt í næstu viku, áður en hlé verður gert á þingstörfum vegna forsetakosninga.

Lesa meira

26.05.2016 : Rekaviður er gagnabanki um loftslag norðurslóða

Fyrr í mánuðinum var haldinn á Mógilsá þriggja daga vinnufundur um rekavið sem tæki til að tvinna saman rannsóknir á umhverfi lands og sjávar. Saman kom vísindafólk á sviði trjá- og viðarfræði, loftslagssögu og fornvistfræði en einnig fornleifafræði, haffræði og aldursgreiningar með geislakolum. Öll þessi vísindasvið eiga snertifleti í norðurslóðarannsóknum og á fundinum sat 21 þátttakandi frá tíu löndum Evrópu og Norður-Ameríku.

Lesa meira

25.05.2016 : Skógrækt ríkisins fær góða einkunn í könnun SFR

Starfsmenn Skógræktar ríkisins gefa stofnuninni góða einkunn í könnun SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, þar sem útnefndar eru stofnanir ársins. Einkunnir stofnunarinnar eru flestar vel yfir meðallagi nema hvað einkunnir fyrir laun og jafnrétti eru nálægt meðallagi. Ef starfsmenn Skógræktar ríkisins væru fleiri en fimmtíu myndi stofnunin lenda í fjórða sæti stofnana af þeim stærðarflokki en þar var hún í 11. sæti í fyrra. Eftir væntanlega sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt verða starfsmenn nýrrar stofnunar hartnær 70 talsins.

Lesa meira

24.05.2016 : Áður óþekkt trjátegund fundin

Eftir sautján ára rannsóknarstarf á Nýju-Kaledóníu í suðvestanverðu Kyrrahafi hafa skoskir vísindamenn uppgötvað nýja trjátegund sem þó var fyrir framan nefið á þeim allan tímann. Tegundin er af sömu ættkvísl og apaþrautartré, Araucaria, sem einnig hafa verið kölluð apahrellir á íslensku. Hin nýuppgötvuðu tré eru hluti af mjög sérstæðri flóru Nýju-Kaledóníu sem nú er ógnað með stórfelldum áformum um nikkelvinnslu.

Lesa meira

20.05.2016 : Fræbombur til skóggræðslu

Taílendingar hyggjast stórauka skóggræðslu í landi sínu og rækta upp skóglendi á stórum svæðum þar sem náttúrlegum skógum hefur verið eytt. Eitt beittasta vopnið í þeirri baráttu verða fræbombur sem varpað verður úr flugvélum í milljónatali. Gert er ráð fyrir að árangurinn af slíkum lofthernaði verði um 70%

Lesa meira

18.05.2016 : Undirbúningur hafinn fyrir Skógardaginn mikla

Skógardagurinn mikli verður með hefðbundnu sniði í ár, fjölbreyttur og skemmtilegur að vanda með mat og drykk, skemmtiatriðum, keppnum og fleiru og fleiru. Ýmislegt verður í boði fyrir börnin, tónlistar- og skemmtiatriði flutt á sviði, Íslandsmeistarakeppnin í skógarhöggi haldin og að venju heilgrillað naut af Héraði, austfirskt lambakjöt, pylsur, ketilkaffi og lummur og fleira. Dagskráin verður nánar kynnt í byrjun júní.

Lesa meira
Þórsmörk

18.05.2016 : Þórsmörk og National Geographic

Gönguleiðin um Fimmvörðuháls og Laugaveginn er meðal tuttugu leiða sem nafntogað útivistarfólk útnefndi bestu gönguleiðir heims fyrir bandaríska landfræðitímaritið National Geographic. Skógurinn á Þórsmörk er þjóðskógur. Honum var bjargað fyrir rúmum 80 árum þegar Skógrækt ríkisins tók að sér að friða hann, auka útbreiðslu hans á ný og hlúa að svæðinu.

Lesa meira

18.05.2016 : Af skógum og skógrækt á liðnu ári

Fjallað er um asparglyttu, kal í kjölfar asparryðs og fleira sem snertir heilsufar trjágróðurs á Íslandi í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2015. Fyrirhuguð sameining skógræktarstofnana kemur einnig við sögu, tilraunir og rannsóknir í skógrækt, aðstaða í þjóðskógunum og skjótur árangur í skógrækt á auðnum, bæði sunnan- og norðanlands ásamt ýmsu fleiru.

Lesa meira

13.05.2016 : Lerki og hengibjörk til varnar

Börkur lerkitrjáa brennur illa og lerkitré hafa verið notuð með fram lestarteinum í Svíþjóð til að minnka hættuna á gróðureldum vegna neistaflugs frá teinunum. Sömuleiðis brenna mörg lauftré illa og í Umeå í Svíþjóð var mikið gróðursett af hengibjörk til eldvarna eftir að borgin brann síðla á 19. öld. Skógar eru ekki eldfimari en annað gróðurlendi en brennanlegur lífmassi er þó meiri í skógum en utan þeirra og nauðsynlegt að huga að eldvörnum. Þetta er meðal þess sem kom fram í fróðlegu viðtali við Aðalstein Sigurgeirsson, forstöðumann Rannsóknarstöðvar skógrækar, Mógilsá, í þættinum Samfélaginu á Rás 1.

Lesa meira

11.05.2016 : Mótun skipurits nýrrar skógræktarstofnunar á lokastigi

Senn líður að því að stýrihópur um sameiningu skógræktarstofnana ríkisins ljúki störfum. Á fundi hópsins á mánudag var unnið að því að slípa þá tillögu að skipuriti nýrrar skógræktarstofnunar. Niðurstöður viðtala Capacent við starfsfólkið sýna að það vill að boðleiðir verði stuttar í nýrri stofnun og samvinna auðveld óháð sviðum og deildum.

Lesa meira

06.05.2016 : Verkefnin samræma gæða- og árangursmat

Norðurlandsskógar héldu í síðustu viku námskeið fyrir starfsfólk allra landshlutaverkefnanna í skógrækt. Farið var yfir þær aðferðir sem þróaðar hafa verið til mats á gæðum og árangri í skógum bænda.

Lesa meira

04.05.2016 : Umræða um nýja skógræktarstofnun hafin á Alþingi

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um nýja skógræktarstofnun á Alþingi í gær. Mikil eining virðist vera um málið á þinginu, ef marka má þessa fyrstu umræðu, og var að heyra á þeim fulltrúum stjórnarandstöðunnar sem til máls tóku að þeir myndu styðja málið heils hugar.

Lesa meira

03.05.2016 : Þriðjungur ræktaðra skóga er á Suðurlandi

Flatarmál ræktaðra skóga er mest á Suðurlandi. Þar er tæpur þriðjungur allra ræktaðra skóga á landinu. Hlutfall ræktaðra skóga af flatarmáli viðkomandi landshluta er þó hæst á Austurlandi og ef aðeins er litið er litið til láglendis neðan 400 metra yfir sjó er skóglendið mest á Vesturlandi. Mesta flatarmál skógar í einstöku sveitarfélagi er á Fljótsdalshéraði. Allar þessar upplýsingar er að finna í nýuppfærðri skóglendisvefsjá á vef Skógræktar ríkisins.

Lesa meira

02.05.2016 : Ytra-Fjallsskógur er sveitarprýði

Níutíu ár eru um þessar mundir frá því að kjarrlendi í Fjallshnjúk í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu var friðað með öllu. Þar hefur síðan verið skógrækt og er bændaskógurinn á Ytra-Fjalli sá fyrsti í sýslunni. Landið tók miklum breytingum með friðun, að sögn Indriða Ketilssonar, bónda á Ytra-Fjalli, en hann segir mikið verk að grisja í stórri hlíð. Rætt er við Indriða í Morgunblaðinu í dag.

Lesa meira

29.04.2016 : Vinna hafin við skipurit nýrrar skógræktarstofnunar

Stýrihópur um sameiningu skógræktarstofnana ríkisins í eina nýja stofnun kom saman á miðvikudag. Haldið var áfram vinnu við stefnuskjal fyrir hina nýju stofnun og þá mælikvarða sem notaðir verða til að meta störf hennar og árangur. Einnig voru lagðar fram fyrstu hugmyndir að mögulegu skipuriti. Fyrsta umræða um lög um nýja skógræktarstofnun er á dagskrá Alþingis í dag.

Lesa meira

29.04.2016 : Árni Bragason verður landgræðslustjóri

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hefur skipað Árna Bragason í embætti landgræðslustjóra til næstu fimm ára. Árni hefur frá árinu 2010 starfað sem forstjóri Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, Nordgen í Svíþjóð.

Lesa meira

28.04.2016 : Örugg ávöxtun í skógi

Fjárfesting í skógi gefur örugga ávöxtun til lengri og skemmri tíma að mati sérfræðinga ThinkAdvisor. Kosturinn við timburskóga sem fjárfestingarkost er sveigjanleikinn. Ólíkt öðrum landbúnaðarafurðum má uppskera timbur þegar markaðsverð er hagstætt en láta skóginn bíða þegar verðið er lágt. Loftslagsbreytingar ættu að gera timburskóga að enn betri fjárfestingarkosti frekar en hitt.

Lesa meira

27.04.2016 : Gróðursetningar á degi jarðar

Nokkuð var um að skógræktarfólk brygðist við því kalli að gróðursetja tré á degi jarðar, 22. apríl. Vel viðraði til gróðursetningar um allt land þennan dag og væri gaman ef sú hefð myndi festast í sessi að setja niður tré á þessum alþjóðlega degi sem helgaður er jörðinni. Tré geta gegnt mikilvægu hlutverki við að tryggja framtíð mannsins og annarra lífvera á jörðinni.

Lesa meira

22.04.2016 : Dagur jarðar í dag

Á alþjóðlegum degi jarðar sem er í dag skrifar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undir Parísarsamkomulagið um loftslagsmál fyrir Íslands hönd. Hún tekur líka þátt í ráðherrafundi um sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem er haldinn samhliða undirskriftarathöfninni. Skógrækt er meðal 16 verkefna í sóknaráætlun stjórnvalda um aðgerðir í loftslagsmálum. Möguleikar Íslands til kolefnisbindingar með skógrækt eru miklir

Lesa meira

20.04.2016 : Frumvarp um nýja skógræktarstofnun fari í forgang

Frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um nýja skógræktarstofnun er meðal þeirra mála sem ráðherrar ríkisstjórnar leggja áherslu á að þingið ljúki áður en gengið verður til kosninga í haust.

Lesa meira

19.04.2016 : Fyrsta ráðstefna HealGenCAR

Trjákynbætur sem efli mótstöðuafl trjáa verða meginviðfangsefni fyrstu ráðstefnu HealGenCAR sem haldin verður 7.-9. júní í Punkaharju í Finnlandi. HealGenCAR er samstarfsvettvangur um framhaldsrann­sóknir í skógarheilsu- og skóg­erfða­fræð­um til stuðnings líf­hagkerf­inu. Samstarfið nýtur stuðnings SNS, sem er samnorræn stofnun um skógrækt og skógarrannsóknir.

Lesa meira

18.04.2016 : Lífræn innistæða þarf viðhald og nýtingu

„Skógar rétt eins og fiskimiðin eru auðlind, lífræn innistæða sem þarf í senn að viðhalda og nýta skynsamlega,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri meðal annars í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Eftir rúman áratug fari skógarbændur að fá tekjur af skógum sínum sem munar um. Hann vonast líka til þess að Parísarráðstefnan verði til þess að skógræktarstarf fái meiri skilning.

Lesa meira

18.04.2016 : Fylla þarf upp í gatið í uppbyggingu skógarauðlindarinnar

Framkvæmdastjóri gróðrarstöðvarinnar Barra í Fellum segist vonast eftir því að framámenn standi við orð sín um kolefnisbindingu og annað þannig að auka þurfi gróðursetninguna á ný og fylla upp í það gat sem hefur myndast í uppbyggingu skógarauðlindarinnar. Fjallað var um starfsemi Barra í Landanum í Sjónvarpinu í gær.

Lesa meira

15.04.2016 : Stefnumótun nýrrar skógræktarstofnunar langt komin

Vinna við stefnumótun nýrrar sameinaðrar skógræktarstofnunar er komin vel á veg. Stýrihópur um sameininguna hittist á fundi í gær og þar var haldið áfram að vinna að stefnumótunarskjali sem ætti að liggja fyrir kringum næstu mánaðamót. Góðar vonir eru bundnar við að þær lagabreytingar sem gera þarf til að sameiningin geti orðið 1. júlí nái fram að ganga á Alþingi.

Lesa meira

15.04.2016 : Forðumst gjaldþrot Gleðibankans

Hringrásir eru eðli lífríkisins á jörðinni. Þar sem framvinda er í snauðum vistkerfum hleður hringrásin smám saman utan á sig og efnin í hringrásinni aukast. Raunverulega má líta á það sem skyldu okkar að viðhalda hringrásum náttúrunnar og þróa leiðir til að nýta úrganginn með hagkvæmum hætti til ræktunar og landbóta. Samráðshópur um lífrænan úrgang berst fyrir framförum í þessum efnum og lokatakmarkið er að allur lífrænn úrgangur komist aftur út í hringrásina.

Lesa meira

15.04.2016 : Mikill áhugi á að nýta skógarfræðslu í skólastarfi

Starfsfólk Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sótti í síðustu viku tveggja daga námskeið í skógarnytjum og skógaruppeldi. Þátttakendur kváðust hafa mikinn áhuga á að nýta sér þessa nýju reynslu í starfi með börnum, hvort sem væri á leikskólum, grunnskólum eða í frístundastarfi.

Lesa meira

12.04.2016 : Íslenskt kurl til Færeyja

Trjákurl frá Skógrækt ríkisins á Hallorms­stað hefur að undanförnu verið flutt út í nokkrum mæli til Færeyja. Færeyingar nýta kurlið sem undirburð fyrir hross og nú í vikunni fara utan með ferjunni Norrænu um 20 rúmmetrar af lerkikurli. Áform eru um frekari útflutning.

Lesa meira

11.04.2016 : Frumvarp um sameiningu skógræktarstofnana lagt fyrir Alþingi

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur nú lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrrar skógræktarstofnunar. Lagt er til að ný stofnun, Skógræktin, taki við eignum, réttindum og skyldum Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt frá og með 1. júlí 2016. Ráðningarsamningar starfsmanna færast yfir til nýrrar stofnunar.

Lesa meira

11.04.2016 : Áhugi á verulegri skógrækt á Grundartanga

Faxaflóahafnir hyggjast láta gera úttekt á skógrækt á eignarlandi sínu á Grundartanga við Hvalfjörð. Þar er um 36 hektara asparskógur auk grenis, birkis og fleiri trjátegunda. Tvö stóriðjufyrirtæki hafa hreyft þeirri hugmynd að ráðist verði í verulega skógrækt á Grundartanga.

Lesa meira

08.04.2016 : Veðurvísar árhringjanna

Árhringir trjánna segja okkur mikla sögu. Nýlega voru teknar sneiðar af nokkrum felldum furutrjám eftir grisjun í Daníelslundi í Borgarfirði til greiningar hjá árhringjafræðingi. Trén eru um hálfrar aldar gömul og áhugavert er að bera árhringina saman við veðurfarsgögn. Meðal annars sést vel hvernig þykkt árhringjanna sveiflast með hitafari en sömuleiðis hvenær trén fara fyrir alvöru að vaxa og mynda við.

Lesa meira

07.04.2016 : Göngubrú á Markarfljót eykur aðgengi og öryggi

Ný göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal verður 158 metra löng hengibrú. Brúargólfið verður klætt með íslensku greni úr skógum Skógræktar ríkisins. Brúin gerir eitt af vinsælustu ferðamannasvæðum landsins aðgengilegra en einnig öruggara því brúin verður flóttaleið ef rýma þarf svæðið með litlum fyrirvara vegna vatnavaxta eða annarra náttúruhamfara.

Lesa meira

07.04.2016 : Markmið og stefna nýrrar skógarstofnunar að mótast

Á fjórða fundi stýrihóps um sameiningu Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt var farið yfir fyrstu drög að stefnumótunarskjali fyrir nýja stofnun. Slíkt skjal er forsendan fyrir því að hægt verði að hefja fyrir alvöru mótun skipurits. Bandormur hefur verið afgreiddur í ríkisstjórn og úr þingflokkum framsóknar- og sjálfstæðismanna og liggur nú fyrir Alþingi.
Lesa meira

06.04.2016 : Seljabúskapur hefur verið í Drumbabót

Seljabúskapur virðist hafa verið í Drumbabót á Markarfljótsaurum í Fljótshlíð á 16. eða 17. öld. Fornleifauppgröftur fór þar fram síðastliðið haust og fundust mannvistarleifar sem bentu til þess að sel hefði verið þar. Í Drumbabót eru leifar forns birkiskógar sem talið er að hafi eyðst í hamfaraflóði úr Mýrdalsjökli í kjölfar Kötlugoss laust eftir 800 e.Kr. Morgunblaðið fjallar um málið í dag.

Lesa meira

06.04.2016 : Myndband um Mýrviðarverkefnið

Kvikland ehf., kvikmyndafyrirtæki Hlyns Gauta Sigurðssonar skógfræðings, hefur sent frá sér tíu mínútna langt fræðslumyndband um rannsóknarverkefnið Mýrvið sem unnið er að í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í myndbandinu er fylgst með sýnatöku og eftirliti og áhorfendur fræddir um tilgang og markmið rannsóknarinnar.

Lesa meira

04.04.2016 : Tálgun orðin hluti af list- og verkgreinakennslu í skólastarfi

Ávaxtatré og runnar stóðu í blóma um helgina í garðyrkjuskóla LbhÍ að Reykjum í Ölfusi þar sem fram fór námskeið í viðarnytjum og skógarumhirðu undir merkjum verkefnisins Lesið í skóginn. Þátttakendur voru af Ströndum, Reykjavíkursvæðinu, Suðurlandi og víðar að. Umsögn þeirra um námskeiðið og aðstöðuna að Reykjum var mjög jákvæð.

Lesa meira

01.04.2016 : Styrkur til viðarmagnsúttektar á Vesturlandi

Félag skógarbænda á Vesturlandi hlaut í gær 800 þúsund króna styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands til að gera viðarmagnsúttekt á Vesturlandi. Reiknað verður út viðarmagn í öllum ræktuðum skógum á Vesturlandi og gert er ráð fyrir að meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands taki þátt í að vinna verkið og birti niðurstöðurnar í lokaritgerð sinni.

Lesa meira

01.04.2016 : Atriði í nýrri Star Wars mynd tekið upp á Mógilsá

Tökur á nýju Star Wars myndinni sem verður númer VIII í röðinni hófust í dag á Mógilsá. Skógurinn ofan við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá í Kollafirði hefur því verið lokaður almenningi. Skógrækt ríkisins biður fólk að virða þessa lokun en á svæðinu verður mikil öryggisgæsla enda eru þar geymdar eftirlíkingar af geimskutlum og öðrum búnaði sem nýttur verður við tökur myndarinnar. Ekki fæst uppgefið hvort helstu stórstjörnur myndarinnar eru á staðnum.

Lesa meira

31.03.2016 : Næstum 77% jákvæð í garð Skógræktar ríkisins

Skógrækt ríkisins er fjórða vinsælasta ríkisstofnunin meðal þjóðarinnar af þeim ríflega þrjátíu stofnunum sem Maskína spurði um í nýrri könnun. Aðeins Landhelgisgæslan, Veðurstofan og Þjóðminjasafnið mældust njóta meiri jákvæðni hjá þjóðinni. Skógræktin lenti í sjötta sæti þegar spurt var hversu vel eða illa fólk þekkti til ríkisstofnana.

Lesa meira

30.03.2016 : Lerki notað í þjónustuhús við Dyrfjöll

Þjónustuhús sem nú er verið að reisa á Vatnsskarði eystra verður að hluta klætt lerki úr Hallormsstaðaskógi. Pallar umhverfis það verða sömuleiðis smíðaðir úr Hallormsstaðalerki. Húsið bætir mjög aðstöðu ferðafólks sem kemur til að skoða Stórurð og annað í náttúru Dyrfjalla.

Lesa meira

30.03.2016 : Stæðan tveir skógræktarstjórar á hæð

Myndarleg timburstæða blasir nú við vegfarendum sem aka þjóðveg 1 um Svignaskarð í Borgarfirði. Í stæðunni eru 186 rúmmetrar af timbri sem fékkst með grisjun tæplega hálfrar aldar gamallar furu í Daníelslundi. Stæðan er mjög myndarleg og hæð hennar rúmlega tveir skógræktarstjórar með uppréttan handlegg.

Lesa meira

29.03.2016 : Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir styrki til úrbóta í skógum á Suðurlandi

Fimm verkefni í skógum Skógræktar ríkisins á Suðurlandi hljóta styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á þessu ári. Lagfærðir verða göngustígar við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri, áningarstaður í Haukadalsskógi lagfærður, komið upp salernisaðstöðu við Hjálparfoss og unnið að viðhaldi og merkingum gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu.

Lesa meira

29.03.2016 : Hefja innflutning á vindbrjótum fyrir skógrækt

Fyrirtækið Selskógar ehf í Stapaseli í Stafholtstungum hefur ákveðið að flytja inn frá Kína heilan gám af vindbrjótum sem veitt geta skjól í margs konar ræktun, meðal annars í skógrækt. Ábúendur í Stapaseli ætla sjálfir að nýta vindbrjótana við skógrækt sína, til dæmis við ræktun þins til jólatrjáa. Frá þessu er sagt í héraðsfréttablaðinu Skessuhorni.
Lesa meira

23.03.2016 : Klifurtréð vinsæla í Mörkinni stórskemmt eftir hvassviðri

Eitt allrasverasta tré landsins skemmdist mikið í stórviðri sem gekk yfir Hallormsstaðaskóg í síðustu viku. Tréð er ríflega aldargamall fjallaþinur. Það var þrístofna og mjög vinsælt klifurtré meðal ungra gesta í trjásafninu í Mörkinni Hallormsstað. Fleiri tré brotnuðu í safninu og úti í skógi en öll eiga það sammerkt að vera tví- eða þrístofna sem gerir þau veikari fyrir hvassviðrum.

Lesa meirabanner5