Fréttir

30.10.2015 : 1500 rúmmetrar úr norðlensku skógunum

Það er tilkomumikil sjón og nokkuð óvenjuleg hérlendis að mæta þremur fullhlöðnum timburbílum á förnum vegi. Þetta getur þó hent þessa dagana því nú vinnur verktakinn J. Hlíðdal ehf. að því að flytja grisjunarvið úr norðlenskum skógum til járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga.

Lesa meira

28.10.2015 : Einirinn hækkar í lofti

Nú þegar lauf er fallið af birkinu á Þórsmörk verður einirinn í skógarbotninum áberandi. Athygli vekur hversu margar af fræplöntum einisins eru uppréttar og nokkuð beinvaxnar. Líklegt má telja að skýringanna megi leita í erfðaþáttum en þetta væri verðugt rannsóknarefni fyrir trjáerfðafræðinga.

Lesa meira

26.10.2015 : Líffræðiráðstefnan 2015

Líffræðingafélag Íslands heldur Líffræðiráðstefnuna 2015 dagana 5.-7. nóvember í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu í Reykjavík. Á ráðstefnunni verður meðal annars rætt um áhrif sauðfjárbeitar á gróður, tilraunir til eyðingar lúpínu og blendingssvæði balsamaspar og alaskaaspar í Bresku-Kólumbíu.

Lesa meira

23.10.2015 : Ellefu sækja um stöðu skógræktarstjóra

Ellefu umsækjendur eru um stöðu skógræktarstjóra, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar þann 3. október síðastliðinn.

Lesa meira

23.10.2015 : Risatromp í formi skóg­rækt­ar

Ísland hefur risatromp á hendi í formi kol­efn­is­bind­ing­ar með skóg­rækt, segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, í Morgunblaðinu í dag. Nóg sé af landsvæði sem ekki sé í ann­arri notk­un sem nýta mæti til að binda kol­efni úr loft­hjúpi jarðar sem sé til­tölu­lega skil­virk og ódýr leið.


Lesa meira

23.10.2015 : Austurrískt fyrirtæki staðið að ólöglegu skógarhöggi í frumskógum Rúmeníu

Stórt timburfyrirtæki í Austurríki, sem selur byggingavöruverslunum og kurlverksmiðjum víða um Evrópu timbur, er nú sakað um að stuðla að eyðingu síðustu ósnortnu frumskóganna í Rúmeníu með því að versla með timbur úr ólöglegu skógarhöggi. Fyrirtækið neitar sök en óháðir rannsakendur segjast hafa undir höndum sannanir. Í Rúmeníu eru einhverjir stærstu óspilltu frumskógar Evrópu sem fóstra fjölbreytt lífríki og sjaldgæfar tegundir spendýra.

Lesa meira

22.10.2015 : Ráðherrar einhuga um að hlúa að skógum Evrópu

Á sjöunda ráðherrafundi Forest Europe sem lauk í gær í Madríd á Spáni var einhugur um að hlúa þyrfti að skógum álfunnar á þeim breytingatímum sem nú eru. Í skógunum byggju ótal tækifæri sem nýttust á veginum til græns hagkerfis, ekki síst til að skapa ný græn störf. Ekki náðist að sinni samkomulag um lagalega bindandi skógarsáttmála fyrir álfuna en viðræðum um slíkan sáttmála verður haldið áfram.

Lesa meira

20.10.2015 : Ný skýrsla um ástand skóga Evrópu

Skógar Evrópu hafa breiðst út undanfarinn aldarfjórðung og ná nú yfir 215 milljónir hektara sem nemur þriðjungi af öllu landi álfunnar. Og skógarnir stækka enn. Þetta er meðal niðurstaðna nýjustu skýrslu Forest Europe um ástand skóga Evrópu sem er nýkomin út. Fjöldi þeirra Evrópulanda sem hafa sett sér landsáætlanir um skógrækt hefur þrefaldast frá árinu 2007. Ísland er í hópi þeirra landa Evrópu sem enn hafa ekki sett sér slíka áætlun.

Lesa meira

20.10.2015 : Skóglendi stæðist Skaftárhlaup betur en lággróður

Skógrækt getur dregið úr áhrifum ýmissa náttúruhamfara, sérstaklega þeirra sem tengjast eldgosum og jökulhlaupum. Um þetta er fjallað í Morgunblaðinu í dag og rætt við Úlf Óskarsson, lektor við LbhÍ, sem segir að skógi- eða kjarrivaxið land myndi líklega standast betur hamfarir á við Skaftárhlaup en land sem vaxið væri lággróðri eingöngu. Þetta sama gildir um öskufall eins og sýndi sig í Eyjafjallajökulsgosinu 2010. Eitt meginmarkmiðið með Hekluskógaverkefninu er að rækta birkiskóga sem koma í veg fyrir uppblástur eftir öskugos úr Heklu.

Lesa meira

19.10.2015 : Rangárþing ytra sigraði Strandamenn í Útsvari

Lið Rangárþings ytra sigraði lið Strandabyggðar í Útsvari í Sjónvarpinu á föstudag. Leikar fóru 73-71. Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi, er einn liðsmanna Rangárþings ytra.

Lesa meira

16.10.2015 : Mikill vöxtur í breskum timburiðnaði tímabundin sæla

Á Bretlandi er mikill uppskerutími í skógunum þessi árin því á sjöunda áratug síðustu aldar var geysimikið gróðursett þar í landi, mest um 66 milljónir trjáplantna á ári. Timburiðnaðurinn blómstrar núna en á eftir að verða fyrir bakslagi síðar því stórlega dró úr gróðursetningu undir lok liðinnar aldar. Ekki ósvipað bakslag getur líka komið í timburiðnaðinn hér á landi í fyllingu tímans ef framlög til nýskógræktar fara ekki að aukast á ný.

Lesa meira

15.10.2015 : Hjólastólaróla sett upp í Kjarnaskógi

Í Kjarnaskógi á Akureyri hefur verið útbúið nýtt samkomusvæði með grillhúsi og leiktækjum í mjög fallegu umhverfi. Svæðið heitir Birkivöllur en auk myndarlegra birkitrjáa eru þar ýmsar fleiri trjátegundir, til dæmis falleg tré af gráelri og síberíuþin svo eitthvað sé nefnt. Í dag komu nemendur úr Giljaskóla ásamt kennurum sínum til að reyna hjólastólarólu sem sett hafði verið upp á Birkivelli.

Lesa meira

14.10.2015 : Að græða land eða ekki

Töluverð umræða varð á samfélagsmiðlum í gær um þau áform yfirvalda í Dalvíkurbyggð að eyða lúpínu, kerfli og njóla, meðal annars með eiturefninu Roundup sem óttast er að geti valdið krabbameini í fólki. Frá þessu var sagt í Fréttablaðinu og í dag er málið tekið upp í leiðara blaðsins. Leiðarahöfundur telur að mögulega ætti Dalvíkurbyggð að endurhugsa áætlanir sínar um verndun jarðvegshnignunar og velta fyrir sér hvort öflugri gróður myndi ekki sóma sér betur.

Lesa meira

12.10.2015 : Skógar Íslands 2015

Í ágústmánuði fóru nokkrir skógfræðinemar frá Landbúnaðarháskóla Íslands í hringferð um landið til að skoða skóga og skógartengda starfsemi. Með þeim í för var Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor og brautarstjóri skógfræði- og landgræðslubrautar við skólann. Nemendurnir unnu fróðlega skýrslu um ferðina og þar kennir margra trjáa.

Lesa meira

08.10.2015 : Aukinn áhugi á háhýsum úr timbri

Tvö verkefni hlutu á dögunum verðlaun sem veitt eru í Bandaríkjunum fyrir hönnun timburháhýsa. Vinningshafarnir deila með sér verðlaunafé sem nemur þremur milljónum dollara, hartnær 380 milljónum íslenskra króna. Fénu skal varið til áframhaldandi hönnunar og þróunar verðlaunatillagnanna tveggja, háhýsa sem rísa eiga á Manhattan í New York og í Portland í Oregon-ríki. Áskilið var að byggingar sem sendar yrðu inn í keppnina væru að minnsta kosti 24 metra háar og að meginbyggingarefni þeirra væri límtré.

Lesa meira

07.10.2015 : Kolefni viðarins í stað jarðefnakolefnis

Enginn einn þáttur á að skila meiru í aðgerðaráætlun stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en kolefnisbinding með skógrækt og landgræðslu. Kolefnisbinding í íslenskum skógum hefur reynst heldur meiri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Þetta er meðal þess sem fram kom í viðtali við Arnór Snorrason, sérfræðing á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, sem flutt var í þættinum Samfélaginu á Rás 1 í gær.

Lesa meira

06.10.2015 : Tínum birkifræ fyrir Hekluskóga

Þessa dagana eru birkifræ eru að mestu orðin þroskuð á trjám og má safna fræi fram í lok október eða lengur eftir því hvernig tíðarfar verður. Hentugasti söfnunartíminn er á þurrum sólríkum haustdögum þegar lauf er að mestu fallið af trjánum, en fræin sitja eftir. Sökum þess hversu seint voraði í ár þroskaðist birkifræ heldur seinna en oft áður. Þetta segir í frétt á vef Hekluskóga og þar eru landsmenn hvattir til að safna fræi og senda til verkefnisins.

Lesa meira

06.10.2015 : Nýjar áskoranir fram undan

Jón Loftsson skógræktarstjóri lætur af störfum um næstu áramót fyrir aldurs sakir. Hann hefur gegnt embætti skógræktarstjóra frá 1. janúar 1990. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag reifar Jón stuttlega þær breytingar sem honum þykja stærstar hafa orðið á árum hans í embætti svo sem flutning Skógræktar ríkisins á Fljótsdalshérað, tilkomu landshlutaverkefna í skógrækt og það mikla starf sem fram undan er við grisjun í skógum landsins, meðal annars í Héraðsskógum sem byrjað var að gróðursetja um 1990.

Lesa meira

05.10.2015 : Lærðu um hönnun og lagningu skógarvega

Einn færasti sérfræðingur Noregs í hönnun og lagningu skógarvega kenndi í síðustu viku á námskeiði sem haldið var um þessi efni á Hvanneyri. Þátttakendur fengu að sjá raunveruleg dæmi um skógarvegi þegar þeir skoðuðu veglagningar í Stálpastaðaskógi í Skorradal.

Lesa meira

05.10.2015 : Hús klætt með íslenskum „vildmarkspanel“

Einbýlishús í Hallormsstaðaskógi hefur nú verið klætt með 25 m óköntuðm borðum úr sitkagreni. Efnið var flett úr timbri sem fékkst með grisjun tveggja lítilla reita frá 1958 og 1975. Auk veggklæðningar eru grindverk að hluta til umhverfis húsið smíðuð úr óköntuðu greni. Töluvert fellur nú til í íslenskum skógum af efni sem hentar í slíka klæðningu, einkum sitkagreni á Suður- og Vesturlandi.

Lesa meira

03.10.2015 : Embætti skógræktarstjóra laust til umsóknar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir laust embætti skógræktarstjóra. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna. Valnefnd metur hæfni og hæfi umsækjenda og skipað verður í embættið til fimm ára. Komi til sameiningar skógræktarstarfs á vegum ríkisins eins og áformað er mun nýr skógræktarstjóri vinna að framfylgd þess verkefnis. Umsóknarfrestur er til 19. október.

Lesa meira

02.10.2015 : Forstjóri Scottish Natural Heritage heiðursgestur Umhverfisþings

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til IX. umhverfisþings á Grand Hótel í Reykjavík föstudaginn 9. október og fjallar þingið að þessu sinni um umhverfis- og náttúruvernd. Susan Davies, forstjóri Scottish Natural Heritage, verður heiðursgestur þingsins, heldur erindi og svarar fyrirspurnum úr sal. Tvær málstofur verða haldnar, önnur um ferðamennsku í náttúru Íslands og hin um friðlýst svæði.

Lesa meira

02.10.2015 : Þar sem varla sást í stein fyrir gróðri

Gamlir hundrað króna seðlar eru til umræðu á Baksviði Morgunblaðsins í dag í tengslum við skógrækt í landinu. Birtar eru myndir af gömlum seðlum sem sýna mikið fjársafn renna um skarðið ofan við hamarinn Bringu í Þjórsárdal og vísað til þess að sumum finnist nóg um þann skóg sem upp er vaxinn í skarðinu. Skógarvörðurinn á Suðurlandi vill heldur miða við það gróðurríka ástand sem var í Þjórsárdal við landnám en það bágborna ástand þess sem var á fyrri hluta 20. aldar.

Lesa meirabanner4