Fréttir

30.09.2015 : Reyniviður í Öræfum tré ársins 2015

Tré ársins 2015 var útnefnt við hátíðlega athöfn laugardaginn 26. september. Að þessu sinni varð fyrir valinu reynitré (Sorbus aucuparia) sem stendur í Sandfelli í Öræfum. Tréð gróðursetti Þorbjörg Guðdís Oddbergsdóttir árið 1923. Hún hafði fengið það sent frá vinkonu sinni á Egilsstöðum semhafði fengið það í gróðrarstöðinni á Hallormsstað hjá Guttormi Pálssyni skógarverði. Lesa meira

30.09.2015 : Gæði íslenskra girðingarstaura könnuð

Í tilraun sem sett hefur verið út á Höfða á Fljótsdalshéraði á að bera saman gæði og styrkleika girðingarstaura úr íslenskum viði  og innfluttra staura. Reynt verður að varpa ljósi á hvaða innlenda hráefni hentar best til stauragerðar. Stauraframleiðsla er eitt af því sem aukið getur verðmæti grisjunarviðar.

Lesa meira

29.09.2015 : Starfshópur leggur til sameiningu skógræktarstarfs í eina stofnun

Starfshópur um sameiningu skógræktarstarfs ríkisins leggur til við umhverfis- og auðlindaráðherra að það verði sameinað í eina stofnun. Um er að ræða starf Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt, auk umsjónar með Hekluskógum.

Lesa meira

25.09.2015 : Elstu og hæstu hengibjörk landsins bjargað frá falli

Stofnar rúmlega aldargamallar hengibjarkar hafa nú verið festir saman með vír til að hindra að tréð klofni. Sprunga var komin í stofninn þar sem hann skiptist í tvennt og höfðu menn áhyggjur af því að tréð gæti klofnað og drepist. Björkin stendur við Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri og var líklega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld.

Lesa meira

25.09.2015 : Fundur SÞ um sjálfbærnimarkmiðin að hefjast

Árið 2015 gæti ráðið úrslitum um þróun heimsins á komandi árum, áratugum og öldum. Í dag hefst í New York fundurinn mikli þar sem þjóðir heims hyggjast koma sér saman um sameiginleg markmið um sjálfbæra þróun. Þessi markmið eiga að beina heimsbyggðinni í átt til sjálfbærra lífshátta. Í tengslum við fundinn hafa verið tilkynnt úrslit myndbandasamkeppni CIFOR um skóga og sjálfbærni.

Lesa meira

25.09.2015 : Landsýn - vísindaþing landbúnaðarins

Á ráðstefnunni Landsýn sem haldin verður á Hvanneyri 16. október verður ein málstofa fyrir hádegi þar sem fjallað verður um gildi vísinda, menntunar og rannsókna. Eftir hádegi verða tvær aðskildar málstofur, önnur um ábyrga notkun vatns og hin um málefni sem tengjast ferðamönnum.

Lesa meira

25.09.2015 : Sjálfboðaliðar leggja stíg á Hallormsstað

Síðasta hálfa mánuð hafa sex ungmenni frá alþjólegu sjálfboðaliðasamtökunum Seeds dvalið á Hallormsstað og unnið að lagningu nýs göngustígs fyrir gesti skógarins. Hópurinn hefur unnið með starfsmönnum Skógræktar ríkisins á Hallormsstað við alla verkþætti við göngustígagerð, þ.e. hreinsun teinungs, brúar- og tröppusmíði, borð og bekki, merkingar og aðra jarðvinnu.

Lesa meira

24.09.2015 : Námskeið í stígagerð í Goðalandi og Þórsmörk

Starfsfólk nokkurra stofnana sem vinna að gönguleiðamálum á vegum ríkisins ásamt fulltrúum frá Ferðafélagi Íslands, Skaftárhreppi, Mýrdalshreppi, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleirum sóttu námskeið um viðhald gönguleiða og uppgræðslu rofsvæða sem haldið var í Goðalandi og Þórsmörk í byrjun vikunnar. Að námskeiðinu stóðu  Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og Umhverfisstofnun.

Lesa meira

21.09.2015 : Í íslensku skógunum

Á gagnvirkri margmiðlunarsýningu sem stendur yfir dagana 21.-27. september í Grófarhúsinu í Reykjavík fá gestir að kynnast því fjölbreytta hlutverki sem skógurinn gegnir í finnskri menningu. Sýningin kallast „Í íslensku skógunum“ og er hluti af menningarhátíðinni Northern Marginal. Gróðri og menningu finnska skógarins er varpað á íslenskt landslag í gegnum tónverk eftir Sibelius, finnska hönnun og list í því augnamiði að vekja okkur til umhugsunar um fjölbreytileikann í skóginum.

Lesa meira

21.09.2015 : Haukadalur fyrr og nú

Gamlar og nýjar ljósmyndir úr Haukadal sýna vel þann árangur sem þar hefur náðst með friðun og ræktunarstarfi í 85 ár. Skóginum fylgir mikil gróska, líffjölbreytnin eykst og saman vaxa í sátt þær tegundir sem þar voru áður og nýjar sem þangað hafa borist.

Lesa meira

18.09.2015 : Viður alltaf verðmætari og verðmætari

Hægt er að stunda nytjaskógrækt á Íslandi með hagnaði og eftirspurn eftir viði hér á landi er margföld á við framboðið, sérstaklega frá kísiliðnaðinum. Eyðing skóga heimsins veldur því að viður verður sífellt verðmætari og verðmæti hans hefur aukist jafnt og þétt nánast frá iðnbyltingu að sögn Arnórs Snorrasonar, skógfræðings á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá. Rætt var við hann í Fréttablaðinu í gær.

Lesa meira

17.09.2015 : Skógarbændur hljóta viðurkenningu

Hjónin Elisabeth Hauge og Björn Halldórsson á Valþjófsstöðum í Núpasveit við Öxarfjörð hlutu í gær verðskuldaða viðurkenningu fyrir þrotlaust starf sitt í skógrækt og annarri landgræðslu. Sigrún Magnúsdóttir afhenti þeim náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á degi íslenskrar náttúru Völundi Jóhannessyni sem sýnt hefur mikla elju við ræktun í yfir 600 metra hæð yfir sjó á austanverðu hálendi Íslands.

Lesa meira

17.09.2015 : 75 ár frá upphafi skógræktar í Haukadal

Á þessu ári eru liðin 75 ár frá því að danski auðmaðurinn Kristian Kirk gaf Skógrækt ríkisins jörðina Haukadal í Biskupstungum. Kirk hafði keypt landið tveimur árum fyrr því hann vildi láta gott af sér leiða á Íslandi. Lét hann friða Haukadalsjörðina fyrir beit, girða hana af og hefja öflugt landbótastarf sem staðið hefur allar götur síðan undir stjórn Skógræktar ríkisins. Sitkagreni gefur nú árlega 6-8 rúmmetra á hektara í Haukadalsskógi og bestu reitirnir allt að 11 m3 á ha. Aðrar tegundir, svo sem rauðgreni, gefa minna eða 5-6 m3 á ha á ári.

Lesa meira

15.09.2015 : Durban-yfirlýsingin um skóga til 2050

Heimsbyggðin þarf að vita að skógar heimsins eru meira en bara tré. Í skógunum felast ómæld tækifæri sem geta skipt sköpum í baráttunni við hungur, baráttunni fyrir betra lífi fólks og baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er niðurstaða fjórtándu heimsráðstefnunnar um skóga sem lauk í Durban í Suður-Afríku á föstudag. Í yfirlýsingu sem samþykkt var á ráðstefnunni er áhersla lögð á aukna fræðslu um skóga, fjárfestingu í menntun og eflda umræðu um mikilvægt hlutverk skóganna fyrir lífið á jörðinni.

Lesa meira

14.09.2015 : Aukið tækifæri til náms í skógi með nýju námskránni

Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins, veitti fræðslu um verkefnið Lesið í skóginn á þingi Kennarasambands Austurlands sem fram fór á Seyðisfirði á föstudaginn var. Kennararnir eystra voru á því að nú væri sóknarfæri með nýju námskránni að samþætta námið og að tengja hefðbundna kennslu við skóg og náttúru með útinámi.

Lesa meira

11.09.2015 : Hæsta tré landsins vekur athygli á íslenskri skógrækt

Hæsta tré landsins vekur alltaf athygli. Í Mannlega þættinum á Rás 1 í gær var rætt við Hrein Óskarsson, skógarvörð á Suðurlandi, um sitkagrenitréð á Kirkjubæjarklaustri sem er um það bil að ná 27 metra hæð. Rætt var vítt og breitt um þá miklu möguleika sem felast í skógrækt hér á landi og hvað skógarnir eru farnir að gefa mikið af sér.

Lesa meira

11.09.2015 : Úrslit TREEHOUSING tilkynnt í Durban

Á heimsráðstefnu skógræktar sem lýkur í dag í Durban í Suður-Afríku voru í gær kunngerð úrslit í Treehousing, alþjóðlegri samkeppni um hönnun timburbygginga. Ríflega 200 verkefni voru send inn í keppnina frá 60 löndum. Margar nýstárlegar og framsæknar hugmyndir voru þar á meðal. Greinilegt er að timbur nýtur vaxandi hylli sem byggingarefni í heiminum enda hentar það vel í stað stáls og steinsteypu nú þegar samfélög jarðarinnar vinna að því að koma sér saman um sameiginleg markmið um sjálfbærni.

Lesa meira

09.09.2015 : Talnaefni til FAO

Mikil og vönduð vinna liggur að baki þeim tölum sem aðildarþjóðir FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, leggja inn í skýrsluhald um ástand skóganna í heiminum. Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, tekur saman tölur um Ísland og safnar þannig saman á einn stað helstu staðreyndum um þróun íslensku skóganna.

Lesa meira

09.09.2015 : Hæsta tré landsins að nálgast 27 metra hæð

Sitkagrenitré sem talið er vera hæsta tré á Íslandi er nú orðið um 27 metra hátt. Tréð stendur á Kirkjubæjarklaustri og þar eru mörg myndarleg tré af sömu tegund sem gróðursett voru um miðja síðustu öld. Eitt af sverustu trjánum mælist 65 sentímetrar í þvermál í brjósthæð og 25 metra hátt. Það geymir því vel á þriðja rúmmetra viðar.

Lesa meira

08.09.2015 : Heimsráðstefnan hafin í Durban

Frá árinu 1990 hafa skógar eyðst á svæði sem samanlagt er á stærð við Suður-Afríku, um það bil tólf sinnum flatarmál Íslands. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand skóga heimsins hefur verið kynnt á heimsráðstefnu um skóga sem hófst í Durban í Suður-Afríku í gær. Hægt hefur á skógareyðingunni undanfarin ár en betur má ef duga skal.

Lesa meira

04.09.2015 : Eyðibýli í Skorradal til leigu

Spildur úr tveimur eyðijörðum Skógræktar ríkisins í Skorradal hafa verið auglýstar til leigu gegn því að húsin sem á þeim standa verði varðveitt og lagfærð í upprunalegri mynd. Annars vegar er bærinn Sarpur með íbúðarhúsi sem reist var 1938 en hins vegar Bakkakot frá 1931. Minjastofnun Íslands verður höfð með í ráðum um endurbætur á húsunum og varðveislu menningarminja á spildunum.

Lesa meira

03.09.2015 : Aðalfundur skógarbænda í Stykkishólmi

Átjándi aðalfundur Landssamtaka skógareigenda verður haldinn á Hótel Stykkishólmi dagana 2.-3. október í samstarfi við Félag skógarbænda á Vesturlandi. Málþing verður haldið í tengslum við aðalfundinn þar sem fjallað verður um skógarnytjar á Vesturlandi og um úttektir á árangri í skógrækt og leiðir til úrbóta. Á ársfundi jólatrjáaræktenda sem haldinn er í tengslum við aðalfundinn verður flutt fræðsluerindi um fjallaþin í jólatrjáarækt. Lesa meira

03.09.2015 : Mold og mynt!

Fjórði fyrirlestrafundur samstarfshóps um ár jarðvegs verður haldinn á veitingastaðnum Flórunni í Grasagarðinum Laugardal í Reykjavík miðvikudaginn 9. september. Björn H. Barkarson, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fjallar um vægi jarðvegs í grænu hagkerfi, Jón Örvar G. Jónsson, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands um fjölþætt virði jarðvegs og Björn Guðbrandur Jónsson, framkvæmdastjóri GFF, um hagræna þætti við nýtingu lífrænna úrgangsefna til uppgræðslu í landnámi Ingólfs.

Lesa meira

02.09.2015 : Viðgerðir á Jórvík í Breiðdal ganga vel

Gamla íbúðarhúsið í Jórvík í Breiðdal hefur nú fengið nýjan svip. Undanfarin misseri hefur verið unnið að endurgerð hússins sem ásamt jörðinni er í eigu Skógræktar ríkisins. Gert hefur verið við burðarvirki hússins, skipt um alla glugga ásamt klæðningu á þaki og veggjum. Stefnt er að því að húsið og sambyggt fjós líti út eftir endurbæturnar eins og var þegar íbúðarhúsið var reist árið 1928. Hugmyndir eru uppi um að Jórvíkurbærinn verði leigður út sem orlofshús að endurbótum loknum.

Lesa meirabanner4