Fréttir

28.08.2015 : iCONic

Í ætt barrtrjáa er að finna einhverjar stærstu, hávöxnustu og langlífustu lífverur jarðarinnar. Alþekkt eru risastóru rauðviðartrén í Kaliforníu, stærstu tré í heimi. En nú er svo komið að barrtrén þurfa hjálp. Í Skotlandi hefur verið tekið frá landsvæði þar sem meiningin er að verði griðastaður fyrir barrviðartegundir sem nú eru í útrýmingarhættu.

Lesa meira

27.08.2015 : Hvað gera tré þegar hlýnar?

Nýlokið er á Selfossi alþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsbreytingar og þróunarmöguleika skógarplantna. Þar var fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða möguleika skógartré hafa til að þróast og laga sig að breytingunum. Í tengslum við ráðstefnuna stendur nú yfir tveggja daga námskeið eða vinnusmiðja um þessi málefni. Rætt var við Aðalstein Sigurgeirsson, forstöðumann á Mógilsá, í Samfélaginu á Rás 1 í dag.

Lesa meira

27.08.2015 : Athyglisverðar greinar í Icelandic Agricultural Sciences

Rannsókn sem fjallað er um í nýrri grein í vefritinu Icelandic Agricultural Sciences bendir til að orkuarðsemi lífrænna kúabúa á Íslandi sé meiri en hefðbundinna kúabúa. Önnur ný grein í ritinu fjallar um samfélög þráðorma í Surtsey hálfri öld eftir að eyjan myndaðist. Þráðormar gegna mikilvægu hlutverki í frumframvindu vistkerfa og rannsóknin er mikilvægt innlegg í grunnrannsóknir á jarðvegslífi á Íslandi. Slíkar rannsóknir eru fágætar hérlendis en tveir vísindamenn á sviði skógvísinda eru meðal höfunda greinarinnar.

Lesa meira

26.08.2015 : Áhrif gjörnýtingar trjáviðar á jarðvegskolefni

Út er komin í vísindaritinu Forest Ecology and Management ný yfirlitsgrein þar sem fjallað er um áhrif þess á vistkerfi skóga þegar ekki eingöngu trjábolurinn er tekinn út úr skóginum við skógarhögg heldur allur standandi lífmassi trésins. Í greininni er rætt um hvernig þetta hefur áhrif á jarðvegskolefni og vaxtarhraða skóga, til dæmis eftir grisjun á miðri vaxtarlotu, en jafnframt hugað að því hver áhrifin verða á næstu kynslóð trjáa, nýgræðinginn sem vex upp eftir lokahögg. Greinarhöfundar segja brýnt að afla betri þekkingar á þessu með langtímarannsóknum.

Lesa meira

25.08.2015 : Skógareyðing fram til 2050 gæti samsvarað stærð Indlands

Útilt er fyrir að skóglendi sem samanlagt samsvarar stærð Indlands hverfi af yfirborði jarðar fyrir miðja öldina ef mannkyn snýr ekki af þeirri braut skógareyðingar sem fetuð hefur verið. Sú hugmynd er reifuð að ríku löndin greiði löndum hitabeltisins fyrir að vernda skóga sína og það sé ódýrari leið en ýmsar aðrar í baráttunni við loftslagsbreytingarnar. Ákveðin upphæð verði greidd fyrir hvert kolefnistonn.

Lesa meira

19.08.2015 : Hagaskógar

Bóndi í Dýrafirði beitir þessa dagana kúm sínum á hagaskóg sem ræktaður hefur verið upp til beitar. Hagaskógrækt eða beitarskógrækt er vænlegur kostur til að auka gæði beitilands og vaxandi áhugi virðist vera á þessari tegund skógræktar hérlendis. Gæta verður vel að beitarfriðun slíks skógar í upphafi og vandaðri beitarstýringu þegar skógurinn er nýttur til beitar.

Lesa meira

18.08.2015 : Skógar myndaðir með dróna

Síðasta hálfan mánuðinn eða svo hafa norsku feðgarnir Pål Hanssen og Thore G. Hanssen dvalið á Héraði við loftmyndatökur af skógum. Loftmyndirnar taka þeir með nýjustu tækni, léttbyggðri myndavél sem fest er við fjarstýrt flygildi, svokallaðan dróna. Þessi tækni nýtist meðal annars mjög vel við gerð ræktunaráætlana í skógrækt

Lesa meira

17.08.2015 : Íslensk skógarúttekt í Útvarpinu

Fjallað var um verkefnið Íslenska skógarúttekt í þættinum Samfélaginu á Rás 1 í dag, 17. ágúst. Rætt var við Arnór Snorrason, sérfræðing á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, sem stýrir verkefninu.

Lesa meira

17.08.2015 : Líf í moltunni á Hólasandi

Allar plönturnar sem gróðursettar voru í moltutilraun á Hólasandi í byrjun júlí eru lifandi. Lúpína og hvítsmári sem sáð var með sumum plantnanna hefur spírað og byrjað að vaxa. Vætutíð í júlímánuði hefur hjálpað til og kuldi ekki verið til vandræða. Bæði birki- og lerkiplönturnar sem settar voru út í tilrauninni líta vel út.

Lesa meira

13.08.2015 : Ágræðsla fjallaþins tókst vel

Svo virðist sem vel hafi tekist til við ágræðslu fjallaþins sem fram fór í fræhúsinu á Vöglum í Fnjóskadal í vor. Um sextíu prósent ágræðslusprotanna eru lifandi og í safninu eru lifandi eintök af öllum þeim klónum sem ágræddir voru. Safnið lofar því góðu sem grunnur að fræframleiðslu fjallaþins til jólatrjáaræktar.

Lesa meira

11.08.2015 : Hagnaður af skógi en tap af hefðbundnum búskap

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í Wales gefur barrviðarskógur í fullum nytjum fimm sinnum meira af sér fyrir þjóðarbúið en akuryrkja og búfjárrækt án tillits til opinberra styrkja. Rannsóknin náði til 4.000 hektara skóglendis og 4.000 hektara af sambærulegu landbúnaðarlandi í Wales. Árlegur hagnaður af skógi reyndist vera 83,72 pund á hektara að frátöldum opinberum stuðningi til skógræktar en árlegt tap af búfjárrækt og akuryrkju reyndist vera 109,50 pund á hektara ef opinber stuðningur var ekki tekinn með í reikninginn.

Lesa meira

10.08.2015 : Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands haldinn á Akureyri

Á dagskrá aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, sem haldinn verður á Akureyri 14.-16. ágúst er formleg vígsla skógarreits á Siglufirði undir merkjum Opins skógar. Þá má nefna forvitnileg erindi um skóg sem orkuauðlind, belgjurtir í skógrækt og sveppanytjar. Einnig verður spurt hvort skógrækt og sauðfjárrækt eigi samleið.

Lesa meira

03.08.2015 : Lífeldsneyti úr skógi í stað olíu

Á einum áratug hefur skógariðnaðurinn í Svíþjóð dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis um 71 prósent. Greinin notar nú 2,2 teravattsstundir af orku úr jarðefnaeldsneyti en árið 2005 nam notkunin 7,6 teravattsstundum. Samdrátturinn nemur því 5,4 TWst. Þessi mikli árangur hefur náðst með því að bæta orkunýtingu framleiðslukerfanna en þó fyrst og fremst með því að olíu hefur verið skipt út fyrir lífeldsneyti sem framleitt er úr aukaafurðum viðar- og pappírsiðnaðarins.

Lesa meirabanner1