Fréttir

30.07.2015 : Fyrr og nú - Vaglaskógur 1906 og 1914

Tvær myndir teknar á sama stað með 108 ára millibili minna okkur á rúmlega aldarlanga friðun síðustu stóru birkiskóganna á Íslandi. Birkið í Vaglaskógi þakkar nú fyrir sig með því að breiðast út um dalinn.

Lesa meira

27.07.2015 : Mæliflatar vitjað í Hvammi

Sérfræðingar Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsár, fara nú um landið og vitja mæliflata sem settir hafa verið niður víðs vegar til að fylgjast með trjágróðri á landinu í verkefninu Íslenskri skógarúttekt. Á dögunum var tekinn út mæliflötur í landi Hvamms í Eyjafjarðarsveit. Þar vaxa alaskaaspir og hafa dafnað vel frá því að síðast var mælt fyrir fimm árum.

Lesa meira

23.07.2015 : Fyrr og nú - 26 metra aspir

Tvær myndir sem teknar eru í Múlakoti í Fljótshlíð með 60 ára millibili sýna aspir sem orðnar voru 11 metra háar þegar þær kól niður í rót í aprílhretinu fræga 1963. Aspir sem nú hafa náð 26 metra hæð uxu upp af teinungum frá rótum eldri aspanna og eru nú með allrahæstu trjám landsins. Í Múlakoti er skemmtilegt trjásafn sem ferðalangar á þessum slóðum ættu að staldra við til að skoða.

Lesa meira

21.07.2015 : Viðarmagnsspá fyrir bændaskógrækt á Fljótsdalshéraði

Út er komið í nýju tölublaði Rits Mógilsár spá um það viðarmagn sem áætla má að fáanlegt verði úr skógum bænda á Fljótsdalshéraði á komandi áratugum. Næstu tíu árin væri hægt að afla þar 24.300 rúmmetra viðar en á tímabilinu 2035-2044 er útlit fyrir magnið verði ríflega 120 þúsund rúmmetrar.

Lesa meira

17.07.2015 : Hitamælingar í Reykjadal

Nýverið voru tekin upp mælitæki í tilraun sem sett var niður í fyrra í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu til að mæla jarðvegsástand í mismunandi landgerðum og hæð yfir sjó. Sams konar mælingar eru gerðar í Hvammi í Landssveit og verkefnið er liður í því að treysta spálíkön sem notuð eru til að velja réttar landgerðir fyrir trjátegundir í skógrækt og minnka afföll vegna veðurfars. Traust spálíkön af þessum toga auðvelda skógræktarskipulag verulega.

Lesa meira

14.07.2015 : Kalda vorið bælir skaðvaldana

Halldór Sverrisson, sérfræðingur á Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá, telur að kalda vorið í ár geti haft þau áhrif á skaðvalda á trjám að þeir valdi ekki miklum skaða þetta sumarið. Bæði séu minni líkur á að ryðsveppur nái sér á strik að marki og að skordýr valdi miklum skaða. Hann segir meðal annars að minna sé nú af birkikembu á birkitrjánum en var í fyrrasumar. Rætt er um þetta við Halldór í Morgunblaðinu í dag og einnig um þá kynbótaræktun ryðþolinna asparklóna sem hann stýrir.

Lesa meira

13.07.2015 : Fyrr og nú - sitkagreni á Snæfoksstöðum

Óskar Þór Sigurðsson, fyrrverandi kennari á Selfossi, hefur unnið að skógrækt í liðlega hálfa öld og unnið ýmis afrek á því sviði. Skemmtilegar myndir frá skógræktarsvæði hans á Snæfoksstöðum í Grímsnesi sýna frábæran árangur Óskars. Ekki er árangurinn minni þegar litið er til þess að Óskar á marga afkomendur sem leggja skógrækt í landinu drjúgt lið með ýmsum hætti.

Lesa meira

13.07.2015 : Ný sögunarmylla í Þjórsárdal

Settar hafa verið upp stórviðarsagir í nýju skemmunni á starfstöð Skógræktar ríkisins í Þjórsárdal, bæði bandsög og tifsög. Þessi nýja sögunarmylla gjörbreytir möguleikum stöðvarinnar til framleiðslu á smíðaviði. Þessa dagana er meðal annars unnið að því að vinna timbur í nýtt þjónustuhús sem rísa mun á næstunni í Laugarvatnsskógi.

Lesa meira

12.07.2015 : Skógardagur Norðurlands tókst vel

Skógardagur Norðurlands var haldinn í Vaglaskógi laugardaginn 11. júlí í þokkalegu veðri, norðaustan golu og lítils háttar rigningu af og til. Ætla má að í það minnsta 300 manns hafi sótt viðburðinn.  Allir fóru glaðir og ánægðir heim eftir ánægjulegan dag.

Lesa meira

10.07.2015 : Skuggi ber plöntur til fjalls

Bændablaðið sem kom út í vikunni segir frá skemmtilegri aðferð sem Brynjar Skúlason, skógfræðingur og starfsmaður Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, notar við skógrækt sína heima í Hólsgerði í Eyjafirði. Klárinn Skuggi flytur bakkaplöntur á sérstökum búnaði sem Brynjar fékk austan af landi. Þarfasti þjónninn stendur því undir nafni í skóggræðslu landsins.

Lesa meira

10.07.2015 : Heilt hús úr íslensku timbri

Senn rís á Héraði fyrsta húsið sem eingöngu er smíðað úr íslensku timbri. Viðurinn er úr tæplega 30 ára gömlum aspartrjám sem uxu í landi Vallaness. Starfsmenn Skógræktar ríkisins á Hallormsstað unnu viðinn, þurrkuðu og söguðu niður í borð og planka. Valinn asparviður stenst allar kröfur um styrkleika til notkunar í burðarvirki húss sem þessa.

Lesa meira

09.07.2015 : Framtíðarnytjar norrænna skóga

Útlit er fyrir að bitist verði um skógana á Norðurlöndunum á komandi árum. Vaxandi eftirspurn eftir viði á heimsmarkaði togist á við kröfuna um bindingu koltvísýrings og umhverfissjónarmið. Um þetta er fjallað í bók sem kom út nýlega hjá Springer-forlaginu.

Lesa meira

08.07.2015 : Ársrit Skógræktar ríkisins komið út

Ýmissa grasa - eða trjáa - kennir í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins fyrir árið 2014. Í ritinu eru margvíslegar greinar um skógrækt og skógarnytjar, fjallað um ástand skóga, rannsóknarverkefni, framkvæmdir og fleira.

Lesa meira

08.07.2015 : Lítið eftir skaðvöldum

Líkt og fyrri ár óskar Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, eftir upplýsingum frá fólki um ástand þeirra skóga sem farið er um. Ekki er eingöngu  óskað upplýsinga um skemmdir af völdum skordýrs eða sjúkdóms. Hvers kyns upplýsingar um skemmdir á skógi eru vel þegnar, hvort sem það er vegna saltákomu, hvassviðris, einhverrar óværu eða annars.

Lesa meira

08.07.2015 : Molta til trjáræktar á sandi

Í vikunni voru gróðursettar birki- og lerkiplöntur í tilraunareit á Hólasandi. Markmið tilraunarinnar er að sjá hvernig molta frá Moltu ehf. í Eyjafjarðarsveit hentar sem nesti fyrir skógarplöntur í mjög rýru landi.

Lesa meira

06.07.2015 : Blæasparleiðangur á Austurlandi

Skógræktarmenn fóru um mánaðamótin og skoðuðu blæösp á öllum þeim stöðum á Austurlandi þar sem tegundin hefur fundist villt. Svo virðist sem að minnsta kosti sumir íslensku blæasparklónanna geti orðið að sæmilega stórum og stæðilegum trjám við góð skilyrði og mun beinvaxnari en bæði birki og reyniviður.

Lesa meira

02.07.2015 : Skógarleikar í Heiðmörk á laugardag

Skógræktarfélag Reykjavíkur blæs til Skógarleika, hátíðar fyrir alla fjölskylduna, sem haldin verður á áningarstaðnum Furulundi í Heiðmörk laugardaginn 4. júlí kl. 14-17.  Þar leiða nokkrir færustu skógarhöggsmenn á Suður- og Vesturlandi saman hesta sína í hefðbundnum skógarhöggsgreinum svo sem axarkasti, trjáfellingu og afkvistun trjábola.

Lesa meira

02.07.2015 : Skógardagur Norðurlands í Vaglaskógi 11. júlí

Skógardagur Norðurlands 2015 verður haldinn laugardaginn 11. júlí í Vaglaskógi. Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur til kl. 17. Í boði verða gönguferðir um trjásafnið og fræhúsið, helstu viðarvinnslutæki til sýnis, grisjunarvél sýnd að verki, gestir geta reynt sig í bogfimi og ýmsum leikjum, boðið verður upp á ketilkaffi, lummur og fleira og fleira.

Lesa meira

01.07.2015 : Skógrækt mikilvægur þáttur í loftslagsstefnu Íslands

„Við höfum ýmis tækifæri til að minnka losun og auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti. Skógrækt og landgræðsla er mikilvægur þáttur í okkar loftlagsstefnu.“ Þetta sagði Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í tilefni af því að í gær tilkynntu íslensk stjórnvöld Sameinuðu þjóðunum að þau ætluðu að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkjanna og Noregs, um að minnka losun um fjörutíu prósent til ársins 2030, miðað við árið 1990.

Lesa meira

01.07.2015 : Ísleifur Sumarliðason látinn

Ísleifur Sumarliðason, skógtæknifræðingur og fyrrverandi skógarvörður á Vöglum, lést í Reykjavík mánudaginn 29. júní, 88 ára að aldri. Ísleifur tók við embætti skógarvarðar á Norðurlandi að loknu þriggja ára námi í Danmörku. Hann var skógarvörður á Vöglum í 38 ár, til ársins 1987. Útförin verður gerð frá Neskirkju í Reykjavík 7. júlí kl. 13.

Lesa meirabanner5