Fréttir

29.06.2015 : Þjálfunardagar í Langadal

Erlendir sjálfboðaliðar sem verða í hlutverki flokkstjóra á Þórsmerkursvæðinu í sumar hafa nú lokið einnar viku námskeiði þar sem þeir voru búnir undir leiðtogastarfið í sumar. Mikilvægt er að sjálfboðaliðarnir kunni vel til verka en líka að andinn í hverjum hópi sé góður í blíðu og stríðu.

Lesa meira

29.06.2015 : Bjartsýni hjá Barra

Gróðrarstöðin Barri á Fljótsdalshéraði er nú með samninga um framleiðslu á tæplega 1.400 þúsund skógarplöntum á ári. Skúli Björnsson framkvæmdastjóri telur að nú sé að rofa til í skógrækt á Íslandi eftir samdráttarskeið og lítur björtum augum fram á veginn. Rætt er við Skúla í Bændablaðinu sem kom út fyrir helgi.

Lesa meira

24.06.2015 : Smádýrin í skóginum

Eftir langt og kalt vor er sá tími hafinn þar sem skógar- og garðeigendur fara að taka eftir auknu lífi í gróðri hjá sér. Ekki nóg með að gróður sé allur tekinn að grænka, heldur eru ýmsar aðrar lífverur komnar á kreik, við misjafnan fögnuð mannfólksins. Sumar þessara lífvera eru til mikilla bóta, til dæmis hunangsflugur sem sjá um frævun blóma. Aðrar eiga það til að gerast full nærgöngular við gróður og geta því orðið okkur mannfólkinu til talsverðs ama. Fyrst á vorin ber mest á asparglyttu og haustfeta. Edda S. Oddsdóttir færir okkur fróðleik um málefnið.

Lesa meira

24.06.2015 : Mikið spurt um asparskóg sem er til sölu

Talsvert er spurt um þann hluta asparskógarins í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem auglýstur hefur verið til sölu. Spildan er í landi Þrándarlundar og á henni er rúmlega tuttugu ára gamall asparskógur og umtalsverð verðmæti í trjáviði. Ánægjuleg tíðindi að menn skuli sjá verðmæti skógar, segir sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Lesa meira

23.06.2015 : 35 ár liðin frá forsetakjöri Vigdísar

Úrvalstré af birkiyrkinu 'Emblu' verða gróðursett í nær öllum sveitarfélögum landsins laugardaginn 27. júní til að minnast þess að á mánudaginn kemur verða 35 ár liðin frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Þrjú tré verða sett niður á hverjum stað, eitt fyrir stúlkur, annað fyrir pilta og það þriðja fyrir komandi kynslóðir.

Lesa meira

22.06.2015 : Lárus Íslandsmeistari í sjötta sinn

Skógardagurinn mikli 2015 var haldinn í einmuna blíðu í Hallormsstaðaskógi laugardaginn 20. júní. Þetta var langbesti sumardagurinn sem komið hefur á Héraði þetta sumarið og aðsóknin eftir því. Fjöldi manns naut veðurblíðunnar og þeirra viðburða sem á dagskránni voru. Lárus Heiðarsson varð Íslandsmeistari í skógarhöggi í sjötta sinn.

Lesa meira

19.06.2015 : Gott veðurútlit fyrir Skógardaginn mikla

Hátíðarhöld Skógardagsins mikla í Hallormsstaðaskógi hefjast í kvöld kl. 19 með grillveislu Landssamtaka sauðfjárbænda og sauðfjárbænda á Austurlandi. Á sjálfan skógardaginn á morgun hefst dagskráin kl. 12 með skógarhlaupinu og formleg dagskrá í Mörkinni hefst á Íslandsmeistaramótinu í skógarhöggi kl. 13.

Lesa meira

18.06.2015 : Uppgræðsla og skógrækt jörðinni mikilvæg

Ef menn stöðva ekki þá óheyrilegu jarðvegseyðingu sem geisar á jörðinni vofir mikil hætta yfir mannkyni. Við verðum að snúa við blaðinu, græða upp land, rækta skóg og stefna að jafnvægi þar sem heilbrigt og gjöfult land á jörðinni helst stöðugt og jafnvel stækkar. Uppgræðsla rofsvæða á jörðinni er mikilvæg til að ná tökum á loftslagsvandanum.

Lesa meira

16.06.2015 : Loftslagsbreytingar og þróunarmöguleikar skógarplantna

Á ráðstefnu sem haldin verður á Selfossi seint í ágúst verður fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða möguleika skógartré hafa til að þróast og laga sig að breytingunum. Enn er hægt að leggja inn fyrirlestra á ráðstefnuna og aðstandendur hennar óska sérstaklega eftir erindum um sviperfðir (epigenetics) og stýrðan flutning á búsvæðum tegunda (assisted migration).

Lesa meira

12.06.2015 : Landvinningar Heureka

Upplýsingakerfið Heureka sem ætlað er til vinnu við skipulag og áætlanagerðar í skógrækt og skógarnytjum er afrakstur þróunarstarfs sænskra vísindamanna og hefur vakið athygli víða um heim. Nú hafa Norðmenn ákveðið að taka það upp í skógræktaráætlunum sínum. Sagt er frá þessu og fleiru í nýútkomnu fréttabréfi SNS, Samnorrænna skógarrannsókna.

Lesa meira

11.06.2015 : Fréttabréf IUFRO komið út

Í nýútkomnu fréttabréfi alþjóðasambands skógrannsóknarstofnana, IUFRO, er sagt frá fundi yfirstjórnar sambandsins í Vín, flutt tíðindi af fundi skógaráðs SÞ í New York og sagt frá viðburðum sem tengjast IUFRO á alheimsráðstefnunni um skóga í Durban í Suður-Afríku í september.

Lesa meira

11.06.2015 : Lionsmenn leggja Skógræktinni lið

Þessa dagana er unnið að gróðursetningu alaskaaspar í landi Laxaborgar í Dalabyggð. Lionsmenn vestra leggja gjörva hönd á plóginn og safna um leið fyrir tækjum í Heilsugæslustöðina í Búðardal. Með þessari gróðursetningu er fullgróðursett í land Laxaborgar.

Lesa meira

09.06.2015 : Var þeim sama um moldina?

Gróður- og jarðvegseyðing í ljósi samfélagsbreytinga á miðöldum er viðfangsefni Egils Erlendssonar, lektors við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, í örfyrirlestri sem hann flytur á Kaffi Loka í Reykjavík miðvikudaginn 10. júní kl. 12. Þar talar líka Jónatan Hermannsson, lektor við auðlindadeild LbhÍ, um ræktað land á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, og spyr: Hvað voru menn að bedrífa þá?

Lesa meira

09.06.2015 : Garð- og landslagsrunnar

Á vegum Yndisgróðurs hefur verið gefin út skýrsla í ritröð LbhÍ með ítarlegri lýsingu á 19 íslenskum runnayrkjum sem hafa um langt skeið reynst vel í framleiðslu og ræktun við íslenskar aðstæður. Öll yrkin er að finna í yndisgörðum Yndisgróðurs. Fjallað er um uppruna þeirra, notkun og reynsluna hérlendis.

Lesa meira

09.06.2015 : Hátíðargróðursetning á 60 ára afmæli Hlíðaskóla

Í tilefni af sextíu ára afmæli Hlíðaskóla í Öskjuhlíð í Reykjavík var í gær efnt til hátíðargróðursetningar í grenndarskógi skólans. Meðal tegunda sem gróðursettar voru má nefna ask, hlyn, þöll, fjallaþin, lerki, hrossakastaníu, silfurreyni og ilmreyni. Allar plönturnar fengu heimagerða moltu við gróðursetninguna.

Lesa meira

08.06.2015 : Norskir skógarvinir í heimsókn

Skógræktarfólk frá fylkinu Mæri og Raumsdal í Noregi var á ferð um Ísland í síðustu viku og naut fylgdar Jóns Loftssonar skógræktarstjóra. Ferðin var farin að tilstuðlan Møre og Romsdal Forstmannslag sem er fagfélag skógarfólks í fylkinu. Hópurinn hreifst mjög af fagmennsku íslensks skógræktarfólks og þeim sóknarhug sem það byggi yfir.

Lesa meira

08.06.2015 : Ráðherra lætur kanna sameiningarmál

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að kanna möguleika á að sameina í eina stofnun Skógrækt ríkisins, landshlutaverkefnin í skógrækt og umsjón Hekluskóga. Markmiðið er m.a. að samræma stjórnsýslu skógræktarmála, gera hana skilvirkari, auka faglega getu og yfirsýn og að efla búsetu vítt og breitt um landið, til dæmis með því að styrkja starfstöðvar í landshlutunum.

Lesa meira

05.06.2015 : Hindber í stað lúpínu og kerfils

Tilraun er hafin með ræktun hindberja í lúpínu- og kerfilbreiðum. Fyrstu plönturnar voru gróðursettar nú í vikunni á Hafnarsandi og í Esjuhlíðum. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hafði frumkvæði að tilrauninni sem er samvinnuverkefni Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, og Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Vonast er til að hindberjarækt sem þessi geti flýtt fyrir gróðurframvindu í lúpínu- og kerfilbreiðum en einnig gefið almenningi færi á berjatínslu og þar með aukið útivistargildi skóga.

Lesa meira

02.06.2015 : Úttekt í Sandlækjarmýri

Í síðustu viku gerðu starfsmenn Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, úttekt á asparklónatilraun Mógilsár í Sandlækjarmýri sem er í landi Þrándarholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Úttektin ætti að gefa góða vísbendingu um hvaða klónar gætu hentað til viðarmassaframleiðslu hérlendis.

Lesa meira

01.06.2015 : Evrópuþingið styður nýja skógarstefnu ESB

Skógar Evrópu og þær atvinnugreinar sem á skógunum byggjast hafa margvíslega þýðingu fyrir efnahag álfunnar og stuðla bæði að góðum lífskjörum og sjálfbærni, skapa störf og virðisauka. Þetta segir Evrópuþingmaðurinn Elisabeth Köstinger í grein sem hún skrifar í veftímaritið The Parliament Magazine. Hún stýrði gerð skýrslu um nýja skógarstefnu eða -áætlun sambandsins. Áhersla er lögð á að skrifræði megi ekki verða skógargeiranum fjötur um fót með nýrri skógarstefnu.

Lesa meirabanner1