Fréttir

28.05.2015 : Við skógareigendur

Í nýútkomnu tölublaði tímaritsins Við skógareigendur er spáð fyrir um viðarmagn í bændaskógrækt á Héraði, fjallað um skógarbeit, tónlist skógarins, skógræktarmenn í æfingabúðum í keðjusagarútskurði og fleira og fleira.

Lesa meira

28.05.2015 : Bætt aðstaða fyrir ferðafólk í þjóðskógum

Skógrækt ríkisins fær 35 milljónir króna af því 850 milljóna króna framlagi sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita til brýnna úrbóta á ferðamannastöðum í umsjá eða eigu ríkisins. Stærstu verkefnin á svæðum Skógræktarinnar verða unnin í Vaglaskógi, á Laugarvatni, við Hjálparfoss og á Þórsmörk.

Lesa meira

27.05.2015 : Útikennsla í Þjórsárdal dafnar

Í haust var gengið frá endurnýjun samstarfssamnings um að þróa skógartengt skólastarf og tengja samfélagið viðþjóðskóginn í Þjórsárdal. Markmiðið er að finna fjölbreytt verkefni í skólastarfi og fá foreldrana og aðra íbúa í sveitinni til að líta á skóginn sem hluta af náttúru, menningu og námsumhverfi í heimabyggð sinni. Á komandi hausti verður unnið áfram með áhugaverð og hagnýtverkefni, bæði í skólanum og með áhugasömum foreldrum.

Lesa meira

27.05.2015 : Vegur um Teigsskóg í mat á umhverfisáhrifum

Skipulagsstofnun hefur fallist á að verða við beiðni um endurupptöku á fyrri úrskurði og heimilað að leiðin um Teigsskóg verði tekin með í nýju umhverfismati Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp ásamt fleiri valkostum. Miklu minna rask verður á skóginum með breyttri veglínu frá fyrri hugmyndum. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar í dag.

Lesa meira

27.05.2015 : Hvað er i-Tree?

i-Tree er samheiti yfir forvitnilegan opinn hugbúnað frá bandarísku alríkisskógræktinni, USDA Forest Service, sem ætlað er að auðvelda greiningu á trjám og skóglendi í þéttbýli, mat á verðmætium þeirra gæða sem trén veita og leiðsögn um skipulag og umhirðu trjágróðurs í þéttbýli. Lesa meira

21.05.2015 : Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga

Landsvirkjun býður til opins fundar 22. maí í Hörpu í Reykjavík undir yfirskriftinni „Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga – Tími til aðgerða“. Umfjöllunarefni fundarins snýst um hnattrænar loftslagsbreytingar og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra.

Lesa meira

21.05.2015 : Fljótsdalshreppur nú þegar kolefnishlutlaus

Eftir fréttir í fjölmiðlum og hér á vef Skógræktarinnar um að Akureyrarkaupstaður stefndi að því að verða fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið var bent á að samkvæmt skýrslu sem kom út árið 2009 væri nú þegar til á Íslandi sveitarfélag sem hefði náð þessari eftirsóknarverðu stöðu. Í Fljótsdalshreppi binst mörg hundruð tonnum meira af kolefni en losað er út í andrúmsloftið. Mestu munar um skógræktina.

Lesa meira

19.05.2015 : Ágræðsludagur á Vöglum

Á uppstigningardag voru sprotar af úrvalstrjám fjallaþins græddir á grunnstofna í fræhöllinni á Vöglum í Fnjóskadal. Til verksins kom danskur sérfræðingur sem kann vel til verka við ágræðslu á þini. Ágræddu trén verða notuð sem frætré til framleiðslu á fyrsta flokks jólatrjám í íslenskum skógum og fyrstu fræin gætu þroskast eftir fimm ár ef allt gengur að óskum.

Lesa meira

18.05.2015 : Fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið?

Akureyrarkaupstaður stefnir að því að verða fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið á Íslandi. Markmiðinu á að ná með ýmsum leiðum, meðal annars með aukinni skógrækt í bæjarlandinu. Fréttablaðið segir frá þessu í dag á forsíðu sinni

Lesa meira

18.05.2015 : Klæðning úr bergfuruviði

Um helgina var sökkull á sumarhúsi í Mýrdal klæddur með óköntuðum borðum úr íslenskri bergfuru. Bergfura er þéttur viður sem ætti að endast lengi án fúavarnar.

Lesa meira

11.05.2015 : Skógar gætu átt stóran þátt í útrýmingu hungurvofunnar

Einn milljarður manna vítt og breitt um heiminn reiðir sig á skóga til öruggrar framfærslu og næringar. Enn er níundi hver jarðarbúi ofurseldur hungurvofunni og algengast er að fólk búi við hungur í Afríku og Asíu. Í skógum heimsins búa miklir möguleikar til að bæta næringarástand þessa fólks og tryggja því afkomu. Í raun eru skógar og skógrækt nauðsynlegir þættir til að tryggja fæðuöryggi enda kemur æ betur í ljós hversu takmarkaða möguleika mannkynið hefur til að afla sér fæðu með hefðbundnum landbúnaði.

Lesa meira

11.05.2015 : Skógrækt á undir högg að sækja

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs segir skógrækt eiga undir högg að sækja og því sé mjög mikilvægt að ríkið veiti strax meira fé til plöntuframleiðslu og gróðursetningar. Sagt er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira

08.05.2015 : Rauðgrenið sáir sér út

Þegar unnið var við að hreinsa trjágróður undan háspennulínu í skóginum á Vöglum á Þelamörk nú í vikunni vakti athygli skógræktarmanna hversu mikið var þar af ungum, sjálfsánum barrtrjám. Sérstaklega þótti merkilegt að sjá svo mikið af sjálfsánu rauðgreni en slíkt hefur ekki verið algengt í skógum hérlendis fram undir þetta.

Lesa meira

07.05.2015 : Grisjað undan háspennulínum

Rafmagn var tekið af bæjum á Þelamörk í Hörgárdal í fjórar klukkustundir í gær meðan tré voru höggvin undan háspennulínunni sem færir íbúum sveitarinnar rafmagn. Hætta var orðin á að tré gætu sveiflast utan í línurnar eða fokið á þær í ofviðrum. Meiningin er að þessi lína verði tekin niður innan fimm ára og lögð í jörð.

Lesa meira

07.05.2015 : Skógræktarmaður selur gleraugnaumgjarðir úr tré

Sjónfræðingurinn og skógræktaráhugamaðurinn Rüdiger Þór Seidenfaden hefur nú hafið sölu á gleraugnaumgjörðum úr tré frá ítalska fyrirtækinu Woodone Eyewear. Umgerðirnar eru fisléttar og níðsterkar, gott dæmi um þær miklu framfarir sem hafa orðið í framleiðslu ýmissa vara úr timbri og öðrum trjáafurðum.

Lesa meira

05.05.2015 : Evrópuþingið ályktar um nýja skógaráætlun

Í nýrri skógaráætlun Evrópusambandsins þarf að leggja áherslu á sjálfbæra skógrækt, stuðla að sem bestri nýtingu þeirra hráefna sem skógarnir gefa af sér og gera skógartengdan iðnað samkeppnishæfari svo ný störf skapist í greininni. Ályktun þessa efnis var samþykkt á Evrópuþinginu 28. apríl.

Lesa meira

04.05.2015 : Moldin er mikilvæg!

Samstarfshópur um ár jarðvegs 2015 efnir til mánaðarlegra örhádegisfyrirlestra um moldina og jarðveginn og leggur áherslu á að draga fram víðtækt mikilvægi jarðvegsins ís veit og borg. Annar fundurinn í þessari röð verður haldinn miðvikudaginn 6. maí og þar verður fjallað um moldina og mikilvægi hennar innan vistkerfa undir fyrirsögninni Mold og matur!

Lesa meira

04.05.2015 : Samantekt af málþingi um Hekluskóga

Málþing um Hekluskóga sem haldið var í Gunnarsholti 16. apríl tókst með ágætum og var vel sótt. Tilefni málþingsins var að tíu ár eru nú liðin frá því að undirbúningur að verkefninu hófst. Erindin sem flutt voru á málþinginu eru nú aðgengileg á vefnum. Í sumar verða um 280 þúsund plöntur gróðursettar á vegum Hekluskóga og áburðardreifing aukin, bæði með kjötmjöli og tilbúnum áburði. Þetta kemur fram á vef Hekluskóga.

Lesa meira

04.05.2015 : Kynbætur á fjallaþin

Ýmislegur ávinningur gæti fylgt kynbótum á fjallaþin til ræktunar á jólatrjám innanlands. Þetta segir Brynjar Skúlason skógfræðingur í Morgunblaðinu í dag. Ekki aðeins myndi sparast talsverður gjaldeyrir með minni innflutningi og störf skapast í skógrækt heldur er þetta líka heilbrigðismál fyrir skógrækt. Nokkur áhætta fylgir því að flytja inn hátt í 40 þúsund jólatré á ári með möguleikum á margvíslegum sjúkdómum og hugsanlega öðrum skaðvöldum sem skaða gróður.

Lesa meirabanner4