Fréttir

30.04.2015 : Að læra um skóg og við

Þessa dagana stendur yfir námskeið á Reykjum í Ölfusi þar sem fólk frá sjö Evrópulöndum lærir að tálga í tré. Námskeiðið nýtur styrks frá Leonardo-áætlun Evrópusambandsins og kallast á ensku „Teach Me Wood“.

Lesa meira

27.04.2015 : Sjálfboðaliðar komnir á kreik

Sjálfboðaliðar frá samtökunum Þórsmörk Trail Volunteers eru meðal vorboðanna ár hvert og undanfarna daga hefur fyrsti sjálfboðaliðahópur sumarsins verið að störfum við Hjálparfoss í Þjórsárdal. Fram undan eru viðhalds- og uppbyggingarverkefni á Þórsmörk og Laugaveginum, gönguleiðinni upp í Landmannalaugar.

Lesa meira

24.04.2015 : Austurríki undirstrikar þýðingu skóga fyrir fólk

Tilbúinn skógur veitir hreinu lofti inn í sýningarskála Austurríkis á World Expo 2015 heimssýningunni í Mílanó sem hefst 1. maí og stendur til októberloka. Orka fyrir skálann er framleidd með nýjustu sólarorkutækni og skógurinn gefur afurðir sem matreiddar verða á veitingastað í skálanum. Skálinn gefur hugmynd um hvernig nýta má tré og annan gróður til að bæta lífsskilyrði fólks í þéttbýli framtíðarinnar.

Lesa meira

24.04.2015 : Gróðursetning á degi jarðar

Skógræktarfólk víða um land tók alþjóðlegri áskorun um gróðursetningu á degi jarðar 22. apríl og lagði þar með sitt að mörkum til að vekja athygli á mikilvægi skógræktar fyrir náttúru jarðarinnar og framtíð lífs á jörðinni. Vel viðraði til útplöntunar um allt land.

Lesa meira

22.04.2015 : Dagur jarðar í dag

Á degi jarðar er fólk um allan heim hvatt til að íhuga eyðingu skóglendis í heiminum. Um helmingur alls skóglendis á jörðinni hefur horfið undanfarna öld og enn er sorfið að regnskógunum. Í áhrifaríku myndbandi bandaríska rapparans og aðgerðarsinnans Prince Ea er hugleitt hvernig það væri ef ekki væri lengur talað um Amason-regnskóginn heldur Amason-eyðimörkina.

Lesa meira

21.04.2015 : Birkisafinn tekinn að renna á ný

Birkið í Vaglaskógi er farið að bruma og þá er rétti tíminn til að tappa hinum meinholla birkisafa af trjánum. Settur hefur verið aftöppunarbúnaður á 40 tré í skóginum og gefa trén nú þegar tugi lítra á hverjum degi. Við fylgdumst með þegar Benjamín Örn Davíðsson aðstoðarskógarvörður tæmdi úr fötunum í gær.

Lesa meira

17.04.2015 : Plöntum trjám á degi jarðar

Dagur jarðar er á miðvikudaginn kemur, 22. apríl. Jarðarbúar eru hvattir til þess að gróðursetja á þessum degi eina trjáplöntu af tegund sem hentar skilyrðum á hverjum stað. Snemmbúið vorið á Íslandi gerir okkur kleift að taka þátt í þessum viðburði um allt land. Hvernig væri það?

Lesa meira

14.04.2015 : Sjálfboðaliðar á Mógilsá

Sjálfboðaliðahópur frá samtökunum SEEDS heimsótti Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, í gær og tók til hendinni. Ungmennin hjálpuðu starfsfólki Mógilsár við umhirðu á skóginum og fengu líka svolitla fræðslu um starfsemina.

Lesa meira

14.04.2015 : Nýr kortlagningarlykill kominn út

Ný og uppfærð útgáfa kortlagningarlykils fyrir grunngagnasöfnun við gerð ræktunaráætlana í skógrækt er komin út í Riti Mógilsár, tölublaði 33/2015. Lykillinn er tæki til að meta ástand og frjósemi lands og skipuleggja það til skógræktar.

Lesa meira

14.04.2015 : Mikilvægi örvera við endurhæfingu votlendis

Dr. Robin Sen, sérfræðingur í virkni vistkerfa og örverum, flytur fimmtudaginn 16. apríl fræðsluerindi um örverurannsóknir og endurhæfingu votlendis í Southern Pennies í Bretlandi. Erindið er öllum opið og verður flutt í sal 301, Sauðafelli, í húsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík.

Lesa meira

13.04.2015 : Hrymur í Landanum

Sjónvarpsþátturinn Landinn fjallaði um víxlfrævun evrópu- og rússalerkis sunnudaginn 12. apríl. Fylgst var með því þegar starfsfólk Skógræktar ríkisins og Norðurlandsskóga bar frjó milli tegundanna og Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna, sagði frá þessu kynbótastarfi.

Lesa meira

10.04.2015 : Málþing um Hekluskóga

Á málþingi um Hekluskóga sem haldið verður í Gunnarsholti á Rangárvöllum 16. apríl verður farið yfir stöðu verkefnisins, þann árangur sem náðst hefur og framtíðarhorfur á hinu víðfeðma starfsvæði Hekluskóga. Einnig verður fjallað um rannsóknaverkefni á starfsvæðinu og helstu niðurstöður.

Lesa meira

10.04.2015 : Áhrif eldgossins í Holuhrauni á skóga

Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, hefur í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands sótt um styrk til að meta áhrif eldgossins á skóga og lífríki í nágrenni þeirra. Áhrifin verða metin með þrennum hætti, með vöktun og sýnatöku á trjám, vatnssýnatöku úr dragalækjum á Héraði og mælingum á sýrustigi jarðvegs og botngróðri.

Lesa meira

09.04.2015 : Ráðstefna um Brunasand

Skógrækt á Brunasandi og áhrif hennar er meðal umfjöllunarefna á ráðstefnu sem haldin verður í Þjóðminjasafninu í Reykjavík laugardaginn 11. apríl. Verkefnið Mótun lands og samfélags er rannsóknarverkefni níu vísinda- og fræðimanna á Brunasandi, yngstu sveit á Íslandi, sem til varð í kjölfar Skaftárelda 1783 -1784. Rannsóknir á Brunasandi hafa staðið yfir sl. þrjú ár og lýkur með útgáfu á rannsóknarniðurstöðum í héraðsriti Skaftfellinga Dynskógum, sem kemur út 23. maí 2015. Lesa meira

09.04.2015 : Uppfærður frælisti

Nú er sáningartíminn farinn í hönd og upplagt að vekja athygli á nýuppfærðum frælista Skógræktar ríkisins. Fræmiðstöðin á Vöglum í Fnjóskadal selur trjáfræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

Lesa meira

08.04.2015 : Frævunardagur í fræhöllinni á Vöglum

Starfsfólk Skógræktar ríkisins á Norðurlandi og Norðurlandsskóga kom saman í fræhöllinni á Vöglum í Fnjóskadal í gær til að víxlfrjóvga evrópu- og rússalerkitrén sem þar eru ræktuð og búa til lerkiblendinginn ʽHrymʼ. Útlit er fyrir góða fræuppskeru í ár.

Lesa meira

08.04.2015 : Nýr ráðsmaður á Mógilsá

Elís Björgvin Hreiðarsson hefur tekið til starfa sem umsjónarmaður fasteigna á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá. Eitt fyrsta verk hans var að dytta að ryðguðum rörum í gróðurhúsi stöðvarinnar og fyrir liggur að mála hús að utan þegar vora tekur fyrir alvöru.

Lesa meira

01.04.2015 : Yfirítölunefnd leyfir aukna beit á Almenningum

Yfirítölunefnd úrskurðaði í dag um ítölu í afréttinn Almenninga í Rangárþingi eystra. Niðurstaða tveggja nefndarmanna af þremur var sú að leyfa mætti beit 60 lambáa á Almenningum sumarið 2015, samtals um 180 kindur. Einn nefndarmaður skilaði sératkvæði og lagði til að leyft yrði að beita tíu lambám á svæðið í sumar.

Lesa meira

01.04.2015 : Hafarnarvarp í grenitré í Fljótshlíðinni

Svo virðist sem hafarnarpar sé nú að undirbúa varp í grenitré í skóginum á Tumastöðum í Fljótshlíð. Ekki er vitað til þess að hafernir hafi áður orpið í trjám á Íslandi en tré eru hefðbundnir varpstaðir tegundarinnar erlendis. Sett hefur verið upp vefmyndavél svo fólk geti fylgst með varpinu.

Lesa meirabanner1