Fréttir

31.03.2015 : Vel heppnað námskeið í húsgagnagerð í Vaglaskógi

Námskeið í húsgagnagerð var haldið í Vaglaskógi um síðustu helgi. Fullbókað var á námskeiðið og einhverjir lentu á biðlista og komust ekki að. Á námskeiðum sem þessum er unnið með ferskt og þurrt efni svo gott sem beint úr skóginum, ýmist þverskorið eða flett bolefni. Húsakynni Skógræktar ríkisins á Vöglum henta afar vel til námskeiða af þessum toga.

Lesa meira

31.03.2015 : Illgresiseitur veldur sýklalyfjaónæmi

Vísindamenn hafa komist að því að snerting við þrjú algeng illgresislyf, meðal annars hið þekkta Roundup, leiði til þess að sjúkdómsvaldandi bakteríur þrói með sér ónæmi við sýklalyfjum sem mikið eru notuð til lækninga á fólki.

Lesa meira

30.03.2015 : Tíföldun í framleiðslu á tíu árum

Ágúst Ingi Jónsson blaðamaður fjallar um skógrækt í Baksviði Morgunblaðsins í dag, mánudaginn 30. mars, og tíundar þar sívaxandi afurðir íslenskra skóga og arðinn af þeim. Rætt er við Þröst Eysteinsson, sviðstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, og fram kemur að íslensku skógarnir gefi nú árlega þúsundir rúmmetra af trjáviði og tekjur af viðarsölu hérlendis hafi numið um 200 milljónum króna á síðasta ári.

Lesa meira

29.03.2015 : Skógar hafa hlutverk sem skiptir sköpum í loftslagsmálunum

Í tilefni af alþjóðlegum degi skóga 21. mars sendi alþjóðamiðstöð skógfræðirannsókna, CIFOR, frá sér fróðlegar greinar og myndband með viðtölum við framúrskarandi sérfræðinga. Vert þótti á þessum degi að vekja athygli á þýðingu skóga fyrir lífið á jörðinni á þessu ári sem skipt getur sköpum í samstarfi þjóða heims um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.

Lesa meira

26.03.2015 : Myndband á ensku um skógrækt á Íslandi

Gefin hefur verið út ensk útgáfa myndbandsins sem Skógrækt ríkisins gerði í tilefni af alþjóðlegum degi skóga, 21. mars 2015. Tilgangurinn er öðrum þræði að vekja athygli umheimsins á því að á Íslandi geti vaxið gjöfulir nytjaskógar og tækifærin séu mörg til nýskógræktar.

Lesa meira

25.03.2015 : Að lokinni Fagráðstefnu 2015

Fagráðstefna skógræktar 2015 var haldin í Borgarnesi dagana 11.-12. mars. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í samvinnu við NordGen Forest, skógarsvið norrænu erfðavísindastofnunarinnar, og var fyrri dagur hennar helgaður trjákynbótum að verulegu leyti með yfirskriftinni „Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum“. Seinni daginn voru flutt fjölbreytt erindi um hinar ýmsu hliðar skógræktar. Mörg tengdust þau fjölbreytilegum nytjum skóga og nýsköpun í þeim efnum.

Lesa meira

24.03.2015 : Glífósat líklegur krabbameinsvaldur

Hópur krabbameinssérfræðinga frá ellefu löndum hefur kveðið upp úrskurð um að efnið glífósat, sem er virka efnið í algengasta illgresiseitri heims, sé líklega krabbameinsvaldandi fyrir fólk. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að efnið geti valdið krabbameini í dýrum og efnið hefur einnig valdið skemmdum í erfðaefni mannsfrumna á rannsóknarstofum.

Lesa meira

23.03.2015 : Áhrif ösku úr Eyjafjallagosinu á finnskan mýrajarðveg

Út er komin í rafræna vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences grein eftir Mörju Maljanen o.fl. um áhrif ösku úr Eyjafjallagosinu á ýmsa jarðvegsþætti í finnskum mýrajarðvegi. Efnagreiningar á íslenskri eldfjallaösku gefa til kynna að bein áhrif eldgosa á Íslandi geti náð langt út fyrir landsteinana. Lesa meira

21.03.2015 : Alþjóðlegur dagur skóga í dag

Slagorð alþjóðlegs dags skóga er að þessu sinni Create a Climate Smart Future og felur í sér hvatningu um að við búum okkur framtíð sem felur í sér skynsamlegar lausnir í loftslagsmálum. Æ meira er rætt um mikilvægt hlutverk skóga í baráttunni við loftslagsbreytingar

Lesa meira

19.03.2015 : Málþing um mengun frá Holuhrauni

Málþing um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki verður haldið mánudaginn 23. mars í fundarsalnum Kötlu á 2. hæð á Hótel Sögu í Reykjavík. Þar verður miðlað upplýsingum um bein og óbein áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og hvernig eftirliti með menguninni er og verður háttað.

Lesa meira

19.03.2015 : Alþjóðlegur dagur skóga

Í tilefni af alþjóðlegum degi skóga laugardaginn 21. mars hefur Skógrækt ríkisins gefið út ljósmyndasyrpu með hugleiðingu um stöðu skóga og skógræktar á tímum örra breytinga í veðrakerfum náttúrunnar. Á alþjóðadegi skóga er það von okkar hjá Skógrækt ríkisins að fólk hugsi hlýlega til skóganna og hvað þeir gefa okkur í formi andlegra og veraldlegra gæða.

Lesa meira

17.03.2015 : Stormfall á Vesturlandi

Nokkrar skemmdir urðu á skógum vestan lands í óveðrinu sem gekk yfir landið laugardaginn 14. mars, aðallega á Stálpastaða- og Norðtunguskógi. Nýgrisjaðir skógar eru viðkvæmir fyrir stórviðrum meðan trén sem eftir standa eru að styrkja rótarkerfi sitt.

Lesa meira

16.03.2015 : Hálf milljón ferðamanna kemur í skóga

Morgunblaðið ræðir í dag við Hrein Óskarsson, skógarvörð á Suðurlandi, sem segir að skógar landsins séu mikið notaðir. Um hálf milljón gesta komi í skógana á hverju ári samkvæmt lauslegu mati og áfram þurfi að byggja upp aðstöðu fyrir ferðafólkið. Lesa meira

13.03.2015 : Ekkert kjötmjöl til Hekluskóga meir?

Hætta er á að vinnslu kjötmjöls úr dýraúrgangi verði hætt hér á landi ef marka má frétt í Fréttablaðinu í dag, 13. mars. Stjórn Orkugerðarinnar í Flóahreppi telji forsendur fyrir rekstri félagsins brostnar og vilji sækja um greiðslustöðvun á meðan leiða er leitað til að endurskipuleggja fjárhag félagsins. Kjötmjöl hefur nýst með góðum árangri sem áburður í Hekluskógaverkefninu.

Lesa meira

09.03.2015 : Tillögur að fyrsta deiliskipulagi Þórsmerkur

Til kynningar eru hjá Rangárþingi eystra nýjar tillögur að deiliskipulagi á Þórsmörk. Þetta er fyrsta skipulag svæðisins sem sem unnið hefur verið af hálfu skipulagsyfirvalda. Morgunblaðið greindi frá þessu á laugardag.

Lesa meira

09.03.2015 : Skógræktarfélag Íslands lýsir áhyggjum af samdrætti

Stjórn Skógræktarfélags Íslands lýsir yfir áhyggjum af stórfelldum samdrætti í nýgræðslu skóga á undanförnum sex árum. Árið 2014 voru gróðursettar um 2,9 millj. trjáplantna á Íslandi. Leita þarf allt aftur til ársins 1989 til þess að finna lægri tölur um heildargróðursetningu skóga á landinu. Þetta segir í fréttatilkynningu sem stjórnin hefur sent frá sér.

Lesa meira

05.03.2015 : Lífrænn úrgangur - bætt nýting, minni sóun

Á ráðstefnu sem haldin verður í Gunnarsholti á Rangárvöllum föstudaginn 20. mars verður fjallað á margvíslegan hátt um þá möguleika sem felast í nýtingu lífræns úrgangs, meðal annars til skógræktar og landgræðslu.

Lesa meira

04.03.2015 : Líf eftir dauðann

Tveir ítalskir hönnuðir hafa sett fram hugmynd að nýstárlegum minningarreitum sem gætu komið í stað hefðbundinna grafreita og kirkjugarða. Líkömum látinna yrði komið fyrir í fósturstellingu í sérstökum lífrænum hylkjum sem grafin yrðu í jörð og tré ræktað ofan á sem nyti góðs af rotnandi leifunum. Tréð kæmi í stað legsteins og upp yxi skógur með margvíslegt gagn fyrir eftirlifandi kynslóðir.

Lesa meira

04.03.2015 : Málþing um Hekluskóga

Hekluskógar bjóða til málþings í Gunnarsholti 16. apríl kl. 13-16.30.  Hekluskógar hafa starfað að endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu frá árinu 2007 og hefur mikið áunnist í uppgræðslu og ræktun birkilunda frá því að verkefnið hófst.

Lesa meira

04.03.2015 : Hver er ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum?

Í tilefni af 50 ára afmæli sínu heldur Landsvirkjun opna fundi um ýmis málefni. Miðvikudaginn 4. mars býður fyrirtækið til opins fundar í Gamla-Bíó í Reykjavík frá klukkan 14 til 17 um hvernig fyrirtæki geta unnið gegn losun gróðurhúsalofttegunda og gegn loftslagsbreytingum.

Lesa meirabanner2