Fréttir

20.02.2015 : Atvinnumál - hvað þarf til?

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður vinstri grænna, skrifar grein í DV í dag og ræðir þar um atvinnumál. Það land sem við höfum til ráðstöfunar muni verða ein meginauðlind okkar í framtíðinni. Skógrækt eigi sér bjarta framtíð hér á landi en þurfi þolinmótt fjármagn. Bjarkey spyr hvort þarna geti verið verkefni fyrir lífeyrissjóði landsins. Lesa meira

20.02.2015 : Fagráðstefna skógræktar 2015

Árleg fagráðstefna skógræktar verður haldin í Borgarnesi 11. og 12. mars í samstarfi við NordGen Forest. Fyrri dagur ráðstefnunnar verður helgaður trjákynbótum og yfirskriftin „Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum“. Seinni daginn verða fjölbreytt erindi um skógrækt í sinni fjölbreyttustu mynd. Skráning til 4. mars.

Lesa meira

20.02.2015 : Kísilver skapa tækifæri í nytjaskógrækt

Fréttablaðið fjallar um arðskógrækt þriðjudaginn 17. febrúar og ræðir við Þorberg Hjalta Jónsson, skógfræðing á Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá. Vitnað er í grein Þorbergs í nýlega útkomnu Riti Mógilsár sem hefur að geyma efni frá Fagráðstefnu skógræktar sem haldin var á Selfossi í mars í fyrra. Þar fjallaði Þorbergur Hjalti um þá möguleika sem byggju í nytjaskógrækt fyrir fjárfesta sem vildu binda fé sitt til langs tíma í arðbærum verkefnum.

Lesa meira

19.02.2015 : Skógur þolir betur öskufall

Vísindamenn LbhÍ og Landgræðslunnar mældu mestu efnisflutninga sem sögur fara af í aftakaveðri sem varð árið 2010. Landrof var gríðarlegt og milljónir tonna hurfu á haf út. Gróskumikil vistkerfi með hávöxnum skógi þola betur áföll og draga úr neikvæðum áhrifum gjóskufalls. Um þetta er fjallað í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira

19.02.2015 : Fiskafóður úr trjám

Margvíslegar afurðir má vinna úr ligníni sem er aukaafurð frá pappírsframleiðslu. Bætiefni í sement, plastefni og jafnvel lyfjaferjur hafa verið nefndar en íslensku fyrirtækin Matís og Sæbýli ehf. hafa líka unnið með sænska nýsköpunarfyrirtækinu SP Processum að þróun fiskifóðurs úr prótíni sem fæst með gerjun ligníns. Fisktegundin tílapía hefur reynst vaxa álíka vel og jafnvel betur á þessu fóðri en hefðbundnu fóðri úr fiskimjöli.

Lesa meira

16.02.2015 : Icelandic Agricultural Sciences rafrænt framvegis

Sú breyting hefur verið gerð við útgáfu tímaritsins Icelandic Agricultural Sciences að nú fá allar greinar ritsins rafrænt doi-númer sem þýðir að þær eru formlega birtar um leið og þær koma út á netið. Þetta er stór áfangi hjá ritinu og gerir það enn sýnilegra um allan heim og aðgang erlendra sem innlendra fræðimanna að því auðveldari. Ritið verður einungis rafrænt héðan í frá.

Lesa meira

13.02.2015 : Indriði Indriðason látinn

Indriði Indriðason, fyrrverandi skógarvörður á Tumastöðum í Fljótshlíð, lést 7. febrúar á 83. aldursári. Indriði starfaði mestalla starfsævina hjá Skógrækt ríkisins og stýrði lengst af gróðrarstöðinni á Tumastöðum í Fljótshlíð. Framlag hans til skógræktar á Íslandi er ómetanlegt.

Lesa meira

13.02.2015 : Aukinn vöxtur seldur sem losunarheimildir

Frá árinu 2006 hefur verið unnið að forvitnilegu verkefni í Övertorneå í Svíþjóð, að skapa tækifæri fyrir skógareigendur að auka vöxtinn í skógum sínum og þar með möguleikann á að selja útblásturskvóta á móti aukinni bindingu í skóginum. Íslenskir skógareigendur gætu gert allt kolefni í sínum skógum að markaðsvöru, ekki einungis það sem fæst með vaxtaraukandi aðgerðum.

Lesa meira

12.02.2015 : Landsvirkjun styrkir skógrannsóknir

Fimm rannsóknarverkefni sem tengjast skógvísindum hlutu í gær veglega styrki úr orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Viðfangsefnin eru fjölbreytileg, kolefnisuppsöfnun í stöðuvötnum, umhverfisbreytingar og búskapur næringarefna í jarðvegi, loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi, vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langhjökuls og uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi. Hæsti styrkurinn nemur 2,7 milljónum króna.

Lesa meira

11.02.2015 : Hættulegur vegur í Skorradal vegna lélegs efnis

Vegurinn inn með Skorradalsvatni er stórhættulegur á hálfs annars kílómetra kafla, á milli Vatnshorns og Hvamms, að mati Valdimars Reynissonar, skógarvarðar á Vesturlandi, sem býr í Hvammi. Mikil hjólför eru nú í lélegum ofaníburði og ástand vegarins versnar svo þegar þau frjósa. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Lesa meira

11.02.2015 : Áhugavert málþing um trjárækt í þéttbýli

Garðyrkjufélag Íslands og Samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra halda málþing um trjágróður í þéttbýli í sal GÍ að Síðumúla 1, Reykjavík, föstudaginn 27. febrúar. Rætt verður um aukinn trjágróður í þéttbýli, kosti trjánna í byggðinni, ýmsar ógnir sem að trjánum steðja, vandamálin sem leysa þarf þegar rækta á tré við erfiðar aðstæður við götur, um val á tegundum og fleira og fleira.

Lesa meira

10.02.2015 : Vilji í bæjarstjórn Akureyrar til að ljúka við græna trefilinn

Skógræktarmál voru rædd í tæpar 40 mínútur á fundi bæjarstjórnar Akureyrar 3. febrúar. Njáll Trausti Friðbertsson bæjarfulltrúi (S) vakti máls á því að enn væri ólokið gróðursetningu í græna trefilinn í kringum byggðina á Akureyri. Ekki kostaði nema eins og eitt einbýlishús að ljúka verkinu á sjö árum og árlegt framlag yrði á við verð jepplings. Ávinningurinn yrði meira skjól í bænum, útivistarsvæði fyrir öll bæjarhverfi, kolefnisbinding og tekjur af skóginum þegar tímar líða.

Lesa meira

09.02.2015 : Tífaldur vaxtarmunur rúmmáls

Í klónatilraun með alaskaösp sem gróðursett var á Höfða á Völlum á Héraði árið 2000 kom í ljós tífaldur munur á meðalrúmmáli vaxtarmesta og vaxtarminnsta klónsins. Klónar frá hafræna loftslagsbeltinu reyndust bestir. Fjallað er um tilraunina í nýútkomnu Riti Mógilsár.

Lesa meira

09.02.2015 : Tré best til bjargar heiminum

Vísindamenn við Oxford-háskólann á Englandi hafa lýst því yfir eftir eins árs yfirlegu og rannsóknir að þeir hafi fundið vænlegasta tækið sem mannkynið hefur tiltækt til að ná koltvísýringi úr andrúmsloftinu og ná tökum á hlýnun jarðar. Tré.

Lesa meira

05.02.2015 : Ný skemma risin í Þjórsárdal

Í janúar lauk framkvæmdum við nýja skemmu á starfstöð Skógræktar ríkisins á Skriðufelli í Þjórsárdal. Skemman leysir af hólmi lélega skúra sem áður hýstu smærri vélar og annan búnað og nú má vinna ýmis verk innan dyra sem áður varð að vinna úti. Stærri vélar komast líka inn í skemmuna til viðhalds og viðgerða. Skemman gjörbreytir þannig aðstöðu starfsfólks í Þjórsárdal og gefur betri möguleika til að vinna verðmæti úr afurðum skógarins.

Lesa meira
Með samninginn undirritaðan, frá vinstri: Magnús Gunnarsson, Þuríður Bachmann og Jón Loftsson.

04.02.2015 : Skógrækt ríkisins fóstrar 'Emblu'

Undirritaður hefur verið samningur milli Skógræktar ríkisins, Garðyrkjufélags Íslands og Skógræktarfélags Íslands um frærækt og viðhaldskynbætur á birkiyrkinu 'Emblu'. Samningurinn tryggir að áfram verði unnið að kynbótum á íslensku birki og eykur möguleika trjáræktenda á að fá til ræktunar úrvalsbirki sem er bæði harðgert, beinvaxið og hraðvaxta. Skógrækt ríkisins sér um frærækt hins kynbætta birkis og miðlun fræsins til ræktenda.

Lesa meira

03.02.2015 : „Mögnuð stund“

Endurkortlagningu náttúrulegra birkiskóga og -kjarrs á Íslandi er lokið og nú liggja meginniðurstöður hennar fyrir. Þessar niðurstöður voru kynntar Sigrúnu Magnúsdóttur, ráðherra umhverfismála í dag á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá. Í fyrsta sinn frá landnámi er nú staðfest að birkiskógar landsins séu að stækka. Þeir þekja nú hálft annað prósent landsins. Mest hafa birkiskógarnir breiðst út á Vestfjörðum og Suðurlandi.

Lesa meira
Í Kristnesskógi

02.02.2015 : Ný kortlagning birkiskóganna kynnt

Endurkortlagningu náttúrulegra birkiskóga og -kjarrs á Íslandi er lokið og nú liggja helstu niðurstöður hennar fyrir. Þessar niðurstöður, sem marka tímamót í sögu íslenskra birkiskóga, verða kynntar ráðherra umhverfismála þriðjudaginn 3. febrúar kl. 13 á Rannsóknastöð skóg­ræktar, Mógilsá.

Lesa meirabanner5