Fréttir

30.01.2015 : Fyrr og nú - Úr eyðimörk í skóg á 8 árum

Fjöldi landeigenda tekur þátt í Hekluskógaverkefninu og hafa margir þeirra náð undraverðum árangri í ræktun birkiskóga á örfáum árum, gjarnan á afar rýru landi. Meðal þeirra eru Benedikt Benediktsson og fjölskylda sem eiga landspildu syðst í landi Svínhaga á Rangárvöllum, rétt ofan Bolholts. Þau hafa breytt eyðimörk í skóg á átta árum.

Lesa meira

29.01.2015 : Áskoranir í uppeldi skógarplantna

Á fyrsta fræðslufundi nýs árs í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri fjallar Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga, um framleiðslu skógarplantna og veltir upp ýmsum áskorunum í uppeldi plantnanna en spáir líka í framtíðina, hvert stefna skuli í þessum efnum. Lesa meira

27.01.2015 : Íslendingar í samtök jólatrjáaframleiðenda

Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Íslands hafa í sameiningu gengið í Evrópusamtök jólatrjáaframleiðenda, CTGCE. Fulltrúi Íslands í samtökunum er Else Møller, skógfræðingur.

Lesa meira

27.01.2015 : Sérhæfð útkeyrsluvél til landsins

Keypt hefur verið til landsins sérhæfð timburútkeyrsluvél af gerðinni Gremo. Vélin var flutt inn notuð frá Svíþjóð. Hún er sú stærsta sem hingað til hefur verið í notkun hérlendis og auðveldar mjög útkeyrslu timburs úr þeim skógum sem grisjaðir eru með vél.

Lesa meira

27.01.2015 : Fjórðungur skóga heimsins er í Evrópu

Í Evrópu vex fjórðungur allra skóga á jörðinni eða 25%. Þetta er merkilegt og undirstrikar þýðingu evrópskra skóga fyrir allan heiminn en sýnir okkur líka að skógarmálefnunum þarf að skipa ofarlega á forgangslista stjórnmálanna og þeim alheimsvandamálum sem tengjast skógum, málefnum sem snerta loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun. Og nú er rétti tíminn til athafna eins og segir í nýrri frétt á vef Forest Europe.

Lesa meira

27.01.2015 : Skógarnir rændir?

Annar fyrirlesturinn á vormisseri í röð Félags fornleifafræðinga og námsbrautar í fornleifafræði við HÍ verður fluttur miðvikudaginn 28. janúar kl. 12.05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Þar ralar Dawn Elise Mooney, nýdoktor við Háskóla Íslands, um nýtingu skógviðar á landnámsöld og miðöldum á Íslandi.

Lesa meira

22.01.2015 : Fyrsti útlærði skógvélamaður landsins

Óskar Grönholm Einarsson er fyrsti Íslendingurinn sem lýkur námi í skógarvélafræðum. Óskar er nú kominn til starfa hjá Kristjáni Má Magnússyni skógarverktaka og vinnur þessa dagana að rjóðurfellingu stafafurureits í Haukadal. Hann segir veturinn góðan tíma til vélavinnu í skógi.

Lesa meira

21.01.2015 : Ráðstefna um lífrænan úrgang í undirbúningi

Í undirbúningi er ráðstefna í marsmánuði þar sem rætt verður um nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu og annarrar ræktunar. Í undirbúningshópnum sitja fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtaka, fyrirtækja í úrgangsiðnaði, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Ýmsir möguleikar eru til nýtingar lífræns úrgangs í ræktun, ekki síst  í skógrækt og skóggræðslu.

Lesa meira

20.01.2015 : Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga

Út er komin á vegum Skógræktar ríkisins og Skipulagsstofnun endurskoðuð útgáfa bæklingsins Skógrækt í skipulagi sveitarfélaga. Nýja útgáfan tekur mið af þeim breytingum sem átt hafa sér stað vegna breytinga á lögum og reglugerðum sem snerta umhverfis- og skipulagsmál skógræktar.

Lesa meira

20.01.2015 : Hús einangruð með efni úr viðartrefjum

Norska fyrirtækið Norsk trefiberisolering framleiðir einangrunarefni úr trjáviði sem sagt er geyma varma sex sinnum betur en steinull miðað við rúmmál. Mjúkar trefjarnar í timbrinu gefi líka betri hljóðeinangrun, timbureinangrunin geti hvorki brunnið né bráðnað og hún tempri raka tíu sinnum betur en önnur einangrun. Efnið sé mjög visthæft enda sé bundið umtalsvert magn af koltvísýringi í efninu öfugt við framleiðslu annars konar einangrunarefna sem hafi talsverða losun CO2 í för með sér.

Lesa meira

19.01.2015 : Íslenskur fulltrúi í evrópska lífhagkerfisráðið

Hörður G. Kristinsson, rannsóknarstjóri hjá Matís, hefur þegið boð um að sitja í evrópska lífhagkerfisráðinu, European Bioeconomy Panel. Hann situr í ráðinu fyrir hönd Matís og íslenska vísindasamfélagsins. Evrópska lífkhagkerfisráðið er vettvangur fyrir umræður um lifhagkerfið. Þar er átt við matvælaiðnað, fóðurframleiðslu, skógrækt, sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og lífefnaiðnað. 

Lesa meira

19.01.2015 : Nýr kurlari í gagnið á Héraði

Skógrækt ríkisins og Héraðs- og Austurlandsskógar hafa ásamt fleirum fest kaup á nýjum kurlara sem gangsettur var í fyrsta sinn á föstudaginn var. Þetta nýja tæki gefur mun betra og jafnara kurl en gamall kurlari sem auk þess var úr sér genginn. Ennig sparast olía því nú verður aðeins ein vél í gangi við kurlunina í stað tveggja áður.

Lesa meira
Þjórsárdalur

14.01.2015 : Birki smitað svepprót gróðursett í lúpínubreiður

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings samþykkti í síðustu viku að taka þátt í tilraunaverkefni fyrirtækisins Rootopiu sem felst í að gróðursetja öflugar birkiplöntur í lúpínubreiður. Rootopia ehf leggur til 450 eins metra háar birkiplöntur sem smitaðar hafa verið með svepprót en sveitarfélagið starfskraft við gróðursetningu.

Lesa meira

14.01.2015 : Nýr aðstoðarskógarvörður á Vöglum

Benjamín Örn Davíðsson skógfræðingur hefur verið ráðinn í starf aðstoðarskógarvarðar við embætti skógarvarðarins á Norðurlandi. Benjamín hefur undanfarin misseri starfað sem skógverktaki á Norðurlandi og kemur með dýrmæta reynslu og þekkingu í nýtt starf. Hann tekur til starfa í dag.

Lesa meira

13.01.2015 : Díselolía úr trjáviði

Í borginni Lappeenranta í Finnlandi hefur verið gangsett fyrsta verksmiðjan í heiminum sem framleiðir díselolíu úr trjáviði. Við framleiðsluna er notað endurnýjanlegt hráefni sem fellur til sem aukaafurð við pappírsframleiðslu. Vél sem gengur fyrir lífdíselolíu sem þessari losar um 80% minna af gróðurhúsalofti en vél sem gengur á hefðbundinni díselolíu.

Lesa meira

13.01.2015 : Viðnámsþróttur skóga er undirorpinn flóknu samspili

Hvarvetna sem litið er á skóga jarðarkringlunnar má merkja breytingar sem rekja má til áhrifa frá umsvifum okkar mannanna. Viðnámsþróttur skóga við slíkum breytingum er þó ekki nægilega vel þekktur. Í nýju sérriti tímaritsins Journal of Ecology er sagt frá nokkrum nýjum rannsóknum sem ætlað er að varpa einhverju ljósi á þetta.

Lesa meira

09.01.2015 : Skógarnir leysa olíuna af hólmi

Skogsindustrierna, samtök skógariðnaðarins í Svíþjóð, hafa tekið höndum saman með rannsóknarstofnuninni Innventia og gert myndband þar sem kynnt er hvernig útlit er fyrir að trjáviður verði nýttur á komandi árum til framleiðslu á líklegustu og ólíklegustu vörum en líka hvernig slík nýting þokar okkur nær lífhagkerfi framtíðarinnar.

Lesa meira

08.01.2015 : Viðarnytjar og grisjun í sunnlenskum skógum

Sunnlenskir skógar eru margir hverjir orðnir að verðmætri auðlind sem skapar störf við grisjun og viðarvinnslu, bindur kolefni, verndar jarðveg og miðlar vatni, myndar vistkerfi fyrir nýjar fuglategundir og skapar skjól. Þetta skrifar Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, í grein sem birtist fyrir jól í Dagskránni, fréttablaði Suðurlands.

Lesa meira

08.01.2015 : Regnskógarnir binda líklega meira en talið hefur verið

Ný rannsókn sem unnin var undir forystu bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA bendir til þess að regnskógar hitabeltisins bindi mun meiri koltvísýring en margir vísindamenn hafa talið fram að þessu. Skógarnir bregðist þannig við auknu magni koltvísýrings í andrúmsloftinu.

Lesa meira

07.01.2015 : NordGen Skog auglýsir námstyrki

Skógarsvið norræna genabankans NordGen auglýsir nú lausa til umsóknar námstyrki fyrir háskólanema á sviðum sem tengjast skógrækt, endurnýjun skóga, fræframleiðslu, plöntuuppeldi og þess háttar. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.

Lesa meira

07.01.2015 : Fréttabréf frá Skoven i Skolen

Í nýju tölublaði fréttabréfs danska útikennslusambandsins Skoven i Skolen er fjallað um árekstra aukinnar viðveruskyldu og kennslustundafjölda kennara við skipulagningu sveigjanlegs skólastarfs á borð við útikennslu. Sagt er frá væntanlegri fræðslumynd um útiskóla, hvernig nota má köngla við stærðfræðikennslu og margt fleira.

Lesa meira

06.01.2015 : Nýliðið ár hagstætt Hekluskógum

Árið 2014 var hagstætt gróðri á Hekluskógasvæðinu enda nokkuð hlýtt og rakt. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vefsíðu Hekluskóga. Verkefnið heldur áfram af fullum krafti á nýju ári og er reiknað með að gróðursettar verði um 250 þúsund birkiplöntur í sumar. Árangur verkefnisins er víða mjög góður og sjást nú birkireitir spretta upp þar sem fyrir 10-20 árum var örfoka land.

Lesa meira

06.01.2015 : Auglýst eftir erindum á Fagráðstefnu skógræktar

Fagráðstefna skógræktar 2015 verður haldin í Borganesi dagana 11. og 12. mars. Fyrri dagurinn verður þemadagur, haldinn samstarfi við NordGen undir yfirskriftinni Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum. Seinni daginn verður fjallað um ýmis skógræktarmál og sýnd veggspjöld. Undirbúningsnefndin auglýsir nú eftir erindum og veggspjöldum fyrir síðari dag ráðstefnunnar

Lesa meira

05.01.2015 : Áhugaverð námskeið fram undan

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands auglýsir nú á vef sínum ýmis áhugaverð námskeið sem haldin verða á næstu vikum fyrir trjáræktarfólk og áhugafólk um viðarnytjar og handverk. Fólk getur lært að fella tré og grisja skóg með keðjusög, klippa tré og runna, smíða húsgögn og smærri nytjahluti.

Lesa meira

02.01.2015 : Alþjóðlegt ár jarðvegs hafið

Árið 2015 er ár jarðvegs hjá matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. Aðalmarkmið alþjóðlega jarðvegsársins er að vekja athygli mannkynsins á mikilvægi heilbrigðs jarðvegs og að tala fyrir sjálfbærri nýtingu svo takast megi að vernda þessa mikilvægu náttúruauðlind.

Lesa meirabanner4