Fréttir

28.12.2015 : Þjórsárdalur

Í Þjórsárdal er að finna fjölsótta ferðamannastaði og þar eru fjölbreyttar göngu- og reiðleiðir, m.a. gönguleiðir sem eru sérhannaðar með aðgengi fatlaðra í huga. Skógrækt ríkisins hefur haft umsjá með skógrækt og uppgræðslu Þjórsárdals í tæplega 80 ár. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi og framkvæmdastjóri Hekluskóga, skrifar grein í Dagskrána, fréttablað Suðurlands, um sögu dalsins, uppgræðslu þar og skógrækt.

Lesa meira

28.12.2015 : Skógarbóndi býr til pallaefni og parket

Bjarki Jónsson, skógarbóndi á Ytri-Víðivöllum II Fljótsdal, hefur sett á laggirnar sögunarmyllu og afurðastöð fyrir skógarbændur í gömlu fjárhúsunum á bænum. Á jörðinni er töluvert af flettingarhæfu efni úr um 45 ára gömlum lerkiskógum sem komnir eru að annarri grisjun. Uppbygging sem þessi er forsmekkurinn að því sem koma skal vítt og breitt um landið eftir því sem skógarnir vaxa upp. Rætt var við Bjarka í fréttum Sjónvarpsins í gær.

Lesa meira

22.12.2015 : Stór amerísk kastanía fundin í villtum skógum Maine-ríkis

Fundist hefur myndarlegt tré af amerískri kastaníu sem vekur vonir um að rækta megi upp yrki sem hefði mótstöðuafl gegn þeim sveppasjúkdómi sem þurrkaði tegundina að mestu út í náttúrlegum heimkynnum hennar. Þetta myndarlega tré fannst í skógi í vestanverðu Maine-ríki og mun vera það stærsta sem fundist hefur á seinni tímum á þeim slóðum þar sem víðáttumiklir kastaníuskógar uxu á öldum áður.

Lesa meira

22.12.2015 : Vaxa peningar á trjánum?

Ræktun jólatrjáa er áberandi í seinna tölublaði ársins af málgagni Landssamtaka skógareigenda, Við skógareigendur, sem nýlega kom út. Fjallað er um kynbætur á fjallaþin og flokkunarkerfi fyrir jólatré en einnig margvísleg önnur skógarmálefni. Til dæmis spyr Bjarki Þór Kjartansson, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá: Vaxa peningar á trjánum?

Lesa meira

21.12.2015 : Nóg að gera í skóginum fyrir jólin

„Við byrj­um að saga niður jóla­tré um miðjan nóv­em­ber og ger­um það áfram al­veg fram að jól­um. Fyrstu jóla­trén sem við fell­um eru stærstu trén, al­veg upp í tíu metra há en þeim er ætlað að standa á torg­um. Þetta árið voru öll þau stóru tek­in á Tuma­stöðum því þau hafa verið höggv­in hér í svo mörg ár, við reyn­um að skipta þessu á milli okk­ar á skóg­rækt­ar­stöðvun­um,“ seg­ir Ní­els Magnús Magnús­son starfsmaður í Hauka­dals­skógi í skemmtilegu viðtali í Morgunblaðinu. Lesa meira

18.12.2015 : Margfalt umhverfisálag af gervijólatrjám en lifandi trjám

Á hverju ári standa margir Íslendingar frammi fyrir þeirri spurningu hvort kaupa eigi lifandi jólatré í stofuna eða láta slag standa og kaupa margnota tré sem enst getur árum saman. Hlýtur það ekki að vera betra fyrir budduna og jafnvel umhverfið líka, jafnvel þótt gervitréð sé úr plasti og framleitt hinum megin á hnettinum? Ekki er allt sem sýnist í þessum efnum. Umhverfisálagið af plasttrjánum er margfalt á við lifandi tré, ekki síst ef lifandi trén eru höggvin í nálægum skógi.

Lesa meira

18.12.2015 : Tímavélin hans Jóns

Skógurinn og tíminn er til umfjöllunar á skógræktarráðstefnu sem haldin verður í Valaskjálf á Egilsstöðum 20. janúar í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Loftssonar skógræktarstjóra og starfslokum hans hjá Skógrækt ríkisins. Yfirskrift og dagskrá ráðstefnunnar er sú sama og þeirrar sem fresta þurfti vegna veðurs og ófærðar 2. desember. Skráningu lýkur 11. janúar.

Lesa meira

17.12.2015 : Tíu mítur um jólatré

Alltaf kemur upp umræðan fyrir jólin um hvort betra sé að nota lifandi jólatré eða gervi, hvort sé ábyrgara val gagnvart umhverfi og náttúru. Auðlindasvið Wasington-ríkis í Bandaríkjunum hefur tekið saman skemmtilegan pistil þar sem farið er yfir tíu mítur um þessi mál. Við erum auðvitað ekki hlutlaus hjá Skógrækt ríkisins en bendum á að skylda okkar er samkvæmt lögum að leiðbeina um allt sem að skógrækt og skóggræðslu lýtur.

Lesa meira

16.12.2015 : Vel heppnaður jólamarkaður á Vöglum

Aðsókn að fyrsta jólamarkaðnum sem haldinn hefur verið að Vöglum í Fnjóskadal var framar öllum vonum. Hátt í 400 manns sóttu markaðinn í fallegu vetrarveðri og segir skógarvörðurinn líklegt að þetta verði árlegur viðburður í skóginum á aðventunni framvegis.

Lesa meira

16.12.2015 : Kolefnisfótspor innfluttra jólatrjáa

Árlega flytja Íslendingar inn 45.000 jólatré sem ræktuð eru með mengandi hætti á ökrum í Danmörku. Áætla má að kolefnisfótspor hvers trés sé 3,6 kíló og allra innfluttu trjánna 162 tonn CO2 á ári. Auk þess er alltaf hætta á að með innfluttu trjánum berist meindýr eða sjúkdómar sem valdið gætu usla í skógrækt á Íslandi. Langtímamarkmið Íslendinga ætti að vera að hætta með öllu innflutningi lifandi jólatrjáa.

Lesa meira

16.12.2015 : Styrkir til landgræðsluskógræktar með lúpínu

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu.  Til úthlutunar verða um fjórar milljónir króna. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 25. janúar 2016.

Lesa meira

15.12.2015 : Sérblað um jólatré

Í dag kom út sérblað með DV helgað jólatrjám. Þar er fjallað um kynbótastarf það sem unnið er að hjá Skógrækt ríkisins með því markmiði að rækta fjallaþin sem keppt gæti við innfluttan nordmannsþin sem jólatré fyrir Íslendinga. Sagt er frá jólatrjáaskógunum á Laugalandi á Þelamörk og í Heiðmörk ásamt fleiru.

Lesa meira

15.12.2015 : Landhnignunarhlutleysi fyrir 2030

Björn Helgi Barkarson, sérfræðingur á skrifstofu landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, skrifar grein í Bændablaðið um hvernig Íslendingar geti lagt sitt að mörkum í baráttunni gegn landhnignun í heiminum. Hann segir vanta stefnu um endurheimt landgæða á Íslandi en nú sé verið að endurskoða lög um bæði landgræðslu og skógrækt.

Lesa meira

14.12.2015 : Þröstur Eysteinsson skipaður í embætti skógræktarstjóra

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Þröst Eysteinsson í embætti skógræktarstjóra til fimm ára. Þröstur hefur frá árinu 2003 starfað sem sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins.

Lesa meira

14.12.2015 : Útvarpið fjallar um blokkir úr timbri

Fjórtán hæða timbúshús var nýverið tekið í notkun í Björgvin í Noregi eins og við sögðum frá hér fyrir helgi á skogur.is.  Þetta er hæsta timburhús heims og er mun umhverfisvænna en hús úr steypu og stáli. Ríkisútvarpið tók fréttina upp og hafði eftir Þresti Eysteinssyni, sviðstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, að íslensku skógarnir myndu gefa nothæft timbur í háhýsi eftir fáeina áratugi. Lesa meira

10.12.2015 : Hæsta timburhús í heimi tekið í notkun

Í gær var tekið í notkun í Björgvin í Noregi hæsta timburhús sem reist hefur verið í heiminum hingað til. Húsið er fjórtán hæðir, grind úr límtré sem tilbúnum einingum er raðað inn í. Heimsmetið stendur þó ekki lengi því ákveðið hefur verið að reisa 20 hæða timburháhýsi í Vancouver í Kanada sem áætlað er að verði tilbúið haustið 2017. Kolefnisfótspor timburhúsa er sáralítið miðað við hús úr stáli og steinsteypu og timburhús geyma í sér kolefnið meðan þau standa.

Lesa meira

10.12.2015 : Vatnsendaskóli í aðventuheimsókn á Mógilsá

Nemendur úr öðrum bekk Vatnsendaskóla komu í aðventuheimsókn á Mógilsá í gær, gengu um skóginn, fræddust um náttúruna og náðu í jólatré fyrir skólann sinn.

Lesa meira

09.12.2015 : Komdu að sækja þér jólatré

Skógrækt ríkisins, skógræktarfélög og fleiri bjóða fólk velkomið í skóga fyrir jólin til að velja sér jólatré og fella sjálft. Þetta er orðið hefð hjá mörgum fjölskyldum og nýtur vaxandi vinsælda. Víða verður líf og fjör í skógum landsins það sem eftir lifir fram að jólum.

Lesa meira

09.12.2015 : Jólamarkaður í Vaglaskógi

Laugardaginn 12. desember verður haldinn jólamarkaður í starfstöð Skógræktar ríkisins í Vaglaskógi frá kl. 13 til 17. Handverksfólk úr Þingeyjarsveit verður með fjölbreyttan varning til sölu. Einnig verður hægt að kaupa jólatré, greinar, arinvið og fleira úr Vaglaskógi. Nemendur úr Stórutjarnarskóla verða með kaffisölu fyrir ferðasjóð nemenda.

Lesa meira

09.12.2015 : Áhugi á innlendum jólatrjám

Nýlega sendu skógarbændur á Austurlandi 350 jólatré til Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Félagið hefur átt bágt með að anna eftirspurn eftir íslenskum jólatrjám. Jólatrjáarækt hjá skógarbændum fer smám saman vaxandi og búast má við því að hlutdeild skógarbænda á jólatrjáamarkaðnum fari vaxandi á komandi árum. En til þess að íslensku trén geti náð stærri hluta kökunnar þurfa neytendur að vera ánægðir með vöruna og þjónustuna á sölustöðum. Ýmis verkefni blasa við jólatrjáabændum í desember en undirbúningur fyrri mánaða er líka mjög mikilvægur.

Lesa meira

09.12.2015 : Einstök tré í Heiðmörk

Af þeim 40.000 jólatrjám sem Íslendingar kaupa á ári, eru aðeins 10.000 íslensk. Hin eru flutt inn. Þetta kom fram í góðri umfjöllun í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöld, 8. desember. Þar var annars vegar fjallað um sölu jólatrjáa og þá nýbreytni Skógræktarfélags Reykjavíkur að hvetja fólk til að fá sér öðruvísi jólatré, svokölluð einstök tré, sem eru óhefðbundin í útliti en þó falleg á sinn hátt. Einnig er rætt um vöxtinn í íslenskum skógum undanfarna áratugi og vaxandi verkefni við grisjun.

Lesa meira

08.12.2015 : 72 m/sek á Hallormsstaðahálsi en 17 í skóginum

Í veðurstöðinni á Hallormsstað mældist mesta hviðan 17 metrar á sekúndu í ofviðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Nokkru utan við Hallormsstaðaskóg, á Hallormsstaðahálsi, mældist mesta hviðan hins vegar 72,6 m/sek. Á Höfða, skammt innan við Egilsstaði, hlustaði heimafólk á óveðrið uppi yfir en stóð rólegt í skjóli asparskógarins. Svipaða sögu er að segja frá Selfossi þar sem trjágróður hefur vaxið upp undanfarna áratugi og dregur merkjanlega úr vindi í bænum. Ekki er ólíklegt að trjágróður hafi gert að verkum að tjón í ofviðrinu varð minna en ella hefði orðið.

Lesa meira

04.12.2015 : Drög að frumvarpi til laga um timbur og timburvörur í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið  óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um timbur og timburvörur. Frumvarpið er til innleiðingar á nokkrum ESB reglugerðum er fjalla um markaðssetningu timburs og timburvara á innri markaði EES-svæðisins. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir viðskipti með ólöglega höggvinn við og að timbur og timburvörur úr ólöglega höggnum viði sé sett á markað hér á landi.

Lesa meira

04.12.2015 : Börnin á Hvanneyri höggva jólatré

Í morgun komu skólabörn frá Hvanneyri í Skorradal til að finna tré fyrir skólann sinn. Þetta hafa grunnskólabörnin gert undanfarin ár en nú bættust leikskólabörnin við og voru fljót að finna tvö tré til að saga. Skógarvörðurinn á Vesturlandi tók á móti þeim í skóginum á Stóru-Drageyri.

Lesa meira

04.12.2015 : Tillífun sandanna

Gróðurlitlar auðnir blasa við víða á láglendi Íslands og þar binst lítill koltvísýringur. Sumir hafa talið að skógrækt á auðnum væri illmöguleg, en nú hefur verið sýnt fram á hið gagnstæða. Í tilraun á Markarfljótsaurum hefur komið í ljós að 23. ára alaskaösp bindur 9,3 tonn af koltvísýringi árlega á hverjum hektara. Forsendan fyrir þessari miklu bindingu er að lúpína vaxi með öspunum því hún bindur nitur úr andrúmsloftinu.

Lesa meira

03.12.2015 : Þriðjungur ræktanlegs lands jarðar horfið á 40 árum

Heimsbyggðin hefur séð á bak þriðjungi ræktanlegs lands jarðarinnar á síðustu 40 árum fyrir sakir jarðvegsrofs og mengunar. Af þessu gæti leitt hörmungar í heiminum enda sífellt meiri þörf fyrir mat. Snúa verður baki við þeim landbúnaðaraðferðum sem stundaðar hafa verið frá því að tilbúinn áburður kom til sögunnar snemma á 20. öld og koma aftur á eðlilegri hringrás næringarefnanna. Annars getur farið illa fyrir mannkyninu. 5. desember er dagur jarðvegs hjá Sameinuðu þjóðunum.

Lesa meira

03.12.2015 : Fornskógar kældu jörðina

Breskir vísindamenn hafa grafið upp ævaforna steingervinga stórvaxinna skóga á Svalbarða sem þar uxu fyrir nokkur hundruð milljónum ára. Talið er að þegar fyrstu stórvöxnu skógarnir komu til sögunnar á jörðinni hafi þeir bundið svo mikinn koltvísýring að það hafi valdið einhverjum mestu hitabreytingum jörðinni síðustu 400 milljónir ára.

Lesa meira

03.12.2015 : Við munum setja aukið fjármagn í landgræðslu og skógrækt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ýmis skref verði tekin hérlendis í loftslagsmálum. Ísland taki þátt í 40% markmiði Evrópulanda og ætli bæði að draga úr losun og auka bindingu. Átak verði gert til að skipta um orkugjafa í samgöngum og skipum og aukið fjármagn sett í landgræðslu, skógrækt og votlendi.

Lesa meira

02.12.2015 : Skógræktarstjóri sjötugur

Jón Loftsson skógræktarstjóri fagnar sjötugsafmæli sínu í dag, 2. desember. Starfsfólk Skógræktar ríkisins óskar honum til hamingju með daginn með skemmtilegum myndum sem birtast í væntanlegu dagatali Skógræktar ríkisins 2016. Stef dagatalsins eru myndir sem sýna tré og skóga fyrr og nú.

Lesa meira

01.12.2015 : Ráðstefnu frestað

Vegna illviðrisins sem nú gengur yfir landið liggur nú fyrir að ráðstefnan „Tímavélin hans Jóns“ sem fara átti fram í Valaskjálf á Egilsstöðum á morgun, miðvikudaginn 2. desember, getur ekki farið fram eins og fyrirhugað hafði verið. Í dag var því ákveðið að fresta ráðstefnunni fram í janúar. Stefnt er að því að dagskráin verði lítið eða ekkert breytt þrátt fyrir frestunina.

Lesa meira

01.12.2015 : Þjóðarleiðtogar segja skóga lykillausn í loftslagsmálum

Á loftslagsráðstefnunni miklu sem hófst í gær í París var haldinn sérstakur skógarmálafundur þar sem leiðtogar sautján skóglendra ríkja úr öllum byggðum heimsálfum gáfu út sameiginlega yfirlýsingu um skóga og loftslagsmál. Ríkin lýsa því yfir að skógar séu lykillausn í loftslagsmálum. Leiðtogarnir ítrekuðu nauðsyn þess að gripið yrði til virkra aðgerða til réttlátrar efnahagsþróunar í dreifbýli um leið og eyðing skóga yrði stöðvuð og endurreisn skóglendis efld að mun.

Lesa meira

26.11.2015 : Fuglar í skógi

Sverrir Thorstensen fuglamerkingamaður talar um fugla í skógum á fyrsta fræðslufundi vetrarins í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri. Fundurinn verður á morgun, föstudaginn 27. nóvember, kl. 10. Í erindi sínu sýnir Sverrir myndir Eyþórs Inga Jónssonar, organista og fuglaáhugamanns, og ræðir um áhrif skógræktar á fuglalífið á Íslandi, um fuglamerkingar og fleira.

Lesa meira

26.11.2015 : Afurðamiðstöð viðarafurða á Austurlandi

Félag skógarbænda á Austurlandi stendur fyrir opnum kynningarfundi þriðjudaginn 1. desember kl. 20 á Hótel Héraði Egilsstöðum. Þar verður rætt um stofnun afurðamiðastöðvar viðarafurða á Austurlandi. Fundurinn er öllum opinn.

Lesa meira

25.11.2015 : Sextán verkefni í sóknaráætlun í loftslagsmálum

Ríkisstjórn Íslands kynnti í dag sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára, sem er ætlað er að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum. Áætlunin er byggð á 16 verkefnum sem miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar.

Lesa meira

25.11.2015 : Aukin skógrækt í farvatninu

Í þeim markmiðum sem stjórnvöld vinna nú að í loftslagsmálum felst að auka skógrækt og landgræðslu til að binda koltvísýring og minnka nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Í annarri umræðu fjárlaga sem nú fer fram á Alþingi er gert ráð fyrir 500 milljóna króna aukningu til þessara mála á næsta ári. Stefnt er að því að draga úr nettólosun íslensku útgerðarinnar um 40% fram til 2030 og líklegt er að því verði að verulegu leyti náð með aukinni ræktun.

Lesa meira

18.11.2015 : Framlag skógargeirans til loftslagsmálanna

Í tengslum við stóru loftslagsráðstefnuna í París í byrjun desember stendur evrópska skógastofnunin EFI fyrir ráðstefnu þar sem spurt verður hvað evrópskir skógar og skógargeirinn um allan heim geti lagt til málanna svo ná megi settum markmiðum í loftslagsmálum. Meginspurningin er hvernig heimurinn geti orðið kolefnishlutlaus í orkumálum, framkvæmdum og samgöngum.

Lesa meira

17.11.2015 : Skógræktarritið komið út

Annað tölublað ársins af Skógræktarritinu, riti Skógræktarfélags Íslands, er nýkomið út. Þar er meðal annars fjallað um flokkunarkerfi fyrir jólatré, áhrif loftslagsbreytinga á byggðamynstur og skipulag, Þröstur Eysteinsson skrifar hugleiðingu um mótun vistkerfa og rætt er við skógræktarfrumkvöðulinn Óskar Þór Sigurðsson.

Lesa meira

16.11.2015 : Lota lerkis styttri en áður var talið

Þessa dagana unnið að því að lokafella um helminginn af Jónsskógi á Hallormsstað, 65 ára gömlum reit með síberíulerki af kvæminu Hakaskoja. Viðurinn verður flettur í þykka planka sem notaðir verða í burðarvirki ásatrúarhofs í Öskjuhlíð í Reykjavík. Mælingar sýna að vöxtur í svo gömlum lerkiskógum sé orðinn afar hægur og því orðið hagkvæmt að fella þá. Ræktunarlota lerkis á Íslandi virðist því vera 60 ár en ekki 80 eins og áður hefur verið ætlað.

Lesa meira

13.11.2015 : Vel gengur að gróðursetja í kolefnisskóga Landsvirkjunar

Gróðursetningu er nú lokið á tveimur þeirra þriggja jarða Skógræktar ríkisins þar sem samið var um kolefnisbindingu við Landsvirkjun. Í landi Laxaborgar í Haukadal hefur verið sett niður í 22 hektara og á Belgsá í Fnjóskadal 38,5 hektara. Gróðursetning er einnig komin vel af stað í Skarfanesi á Landi þar sem trjáplöntur eru komnar í tæpa 20 hektara. Landsvirkjun á kolefnisbindingu þessara skóga í fimmtíu ár samkvæmt samningunum.

Lesa meira

11.11.2015 : Frá lofti í við

„Frá lofti í við - áhrif skóga og skógræktar á gróðurhúsalofttegundir“ er yfirskrift erindis sem Arnór Snorrason, skógfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, flytur mánudaginn 23. nóvember á fræðslufundi Skógræktarfélags Reykjavíkur og Garðyrkjufélags Íslands. Fundurinn verður í Sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1, Reykjavík, og hefst kl. 19.30.

Lesa meira

11.11.2015 : Skógarbændur á Silfrastöðum

Skógfræðingarnir Hrefna Jóhannesdóttir og Johan Holst hafa nú tekið við skógræktarbúinu á Silfrastöðum í Skagafirði þar sem fjölskylda Hrefnu hefur sett niður meira en 1,1 milljón trjáplantna á undanförnum áratugum. Rætt var við þau í þættinum Að norðan á N4 um verkefnin í skóginum, gildi skógræktar og þá möguleika sem felast í skógrækt hérlendis.

Lesa meira

09.11.2015 : Tímavélin hans Jóns

Skógurinn og tíminn er til umfjöllunar á skógræktarráðstefnu sem haldin verður í Valaskjálf á Egilsstöðum 20. janúar í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Loftssonar skógræktarstjóra og starfslokum hans hjá Skógrækt ríkisins. Yfirskrift og dagskrá ráðstefnunnar er sú sama og þeirrar sem fresta þurfti vegna veðurs og ófærðar 2. desember. Skráningu á ráðstefnuna lýkur 11. janúar.

Lesa meira

06.11.2015 : Er hið fullkomna birkitré fundið?

Birkifræi var í vikunni safnað af úrvalstrjám í Húsadal á Þórsmörk og Foldum ofan Húsadals þar sem finna má miklar breiður af ungbirki sem þar hefur sáð sér út undanfarna áratugi. Einnig var safnað greinum til ágræðslu sem notaðar verða til undaneldis við frærækt í fræhúsi. Í leiðangrinum fannst birkitré sem heita mátti að væri gallalaust, einstofna og næstum með „fullkomið“ vaxtarform.

Lesa meira

05.11.2015 : Verkefni jólatrjáabóndans í nóvember

Óvenjulega lítið er til af söluhæfum jólatrjám í ár og ólíklegt að hægt verði að anna eftirspurninni eftir íslenskum jólatrjám. Nóvembermánuður er helsti uppskerutíminn hjá þeim sem rækta jólatré. Upplýsingar um jólatrjáaræktun má finna á nýjum jólatrjáavef á skogur.is. Innflutningur ungplantna af nordmannsþin hefur nú verið bannaður en áfram er þó leyfilegt að flytja inn fullvaxin jólatré af tegundinni.

Lesa meira

05.11.2015 : Framkvæmdir hafnar í Laugarvatnsskógi

Framkvæmdir eru nú hafnar á lóð nýs þjónustuhúss í Laugarvatnsskógi. Skógur hefur verið ruddur af byggingarstaðnum og jarðvinna verið boðin út. Stefnt er að því að reisa burðarvirki hússins næsta vor og að þessi nýi áningarstaður verði tilbúinn um haustið. Húsið verður eingöngu smíðað úr íslenskum viði og hæstu trén sem felld hafa verið til að afla viðar í burðarvirkið voru 22 metra há.

Lesa meira

04.11.2015 : Lifandi land

Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi og framkvæmdastjóri Hekluskóga, og Þórunn Pétursdóttir, landgræðsluvistfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins, skrifa grein um endurhæfingu gróðurvistkerfa á Íslandi í veglegt rit, Living Land, sem nýkomið er út á vegum UNCCD, eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Í ritinu eru tugir frásagna af árangursríkum landbótaverkefnum víðs vegar um heiminn.

Lesa meira

03.11.2015 : Lúpínan sjötug

Morgunblaðið rifjar í dag upp í dálki sínum, „Þetta gerðist“ að hinn 3. nóvember 1945 hafi Hákon Bjarnason, þáverandi skógræktarstjóri, komið heim úr þriggja mánaða ferð til Alaska og haft meðferðis fræ af lúpínu sem óx þar „villt um allt,“ eins og hann sagði í viðtali við blaðið. Þetta muni vera upphaf lúpínuræktar hérlendis.

Lesa meira

03.11.2015 : Skógrækt á Íslandi í hollensku pressunni

Víðlesnasta dagblað Hollands, De Trouw, birti á dögunum viðtal við Aðalstein Sigurgeirsson, forstöðumann Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, og Björn Guðbrand Jónsson, framkvæmdastjóra samtakanna Gróðurs fyrir fólk. Í viðtalinu er rætt um gróðurfarssögu Íslands frá landnámi og þá skógrækt sem hér hefur verið stunduð í landinu í rúma öld.

Lesa meira

02.11.2015 : Um mikilvægi moldarinnar í borgarvistkerfum

Örfyrirlestraröð á Kaffi Loka í Reykjavík í tilefni af ári jarðvegs 2015 lýkur miðvikudaginn 4. nóvember með því að fjallað verður um mikilvægi moldarinnar í borgarvistkerfum. Augum verður beint að vistkerfum í þéttbýli og fjallað um ýmislegt þeim tengt. Til dæmis verður rætt hvaða áhrif aukinn trjágróður hefur í þéttbýli á t.d. loftgæði, vatnsmiðlun og kolefnisbindingu. Fundurinn stendur í klukkutíma og hefst kl. 12.

Lesa meira

02.11.2015 : Rætt um hagkvæma og umhverfisvæna byggingarkosti 

Sænska sendiráðið og IKEA bjóða til málþings um hagkvæma og umhverfisvæna byggingarkosti í þéttbýli miðvikudaginn 4. nóvember á veitingastað IKEA að Kauptúni 4 í Garðabæ. Húsið verður opnað kl. 8.30 og dagskrá hefst kl. 9.00.

Lesa meira

02.11.2015 : Evrópska skógarvikan Silva 2015 hafin í Sviss

Á evrópsku skógarvikunni, Silva 2015, sem hófst í dag í Engelberg í Sviss, er fjallað um verðmæti skóga frá ýmsum sjónarhornum. Metin verða gildi og verðmæti þeirrar fjölbreytilegu þjónustu sem skógarnir veita og jafnframt að skoða hvað skógarnir geta lagt til græna hagkerfisins.

Lesa meira

02.11.2015 : Hvernig gengur með Forest Europe markmiðin?

Auk viðamikillar skýrslu um ástand skóga Evrópu komu út tvær mikilvægar árangurs- og áfangaskýrslur á sjöunda ráðherrafundi Forest Europe sem haldinn var í Madríd 20.-21. október. Í skýrslum þessum er litið á hvernig gengið hefur að fylgja eftir þeim markmiðum sem ráðherrar skógarmála hafa sett álfunni á fyrri ráðherrafundum Forest Europe.

Lesa meira

30.10.2015 : 1500 rúmmetrar úr norðlensku skógunum

Það er tilkomumikil sjón og nokkuð óvenjuleg hérlendis að mæta þremur fullhlöðnum timburbílum á förnum vegi. Þetta getur þó hent þessa dagana því nú vinnur verktakinn J. Hlíðdal ehf. að því að flytja grisjunarvið úr norðlenskum skógum til járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga.

Lesa meira

28.10.2015 : Einirinn hækkar í lofti

Nú þegar lauf er fallið af birkinu á Þórsmörk verður einirinn í skógarbotninum áberandi. Athygli vekur hversu margar af fræplöntum einisins eru uppréttar og nokkuð beinvaxnar. Líklegt má telja að skýringanna megi leita í erfðaþáttum en þetta væri verðugt rannsóknarefni fyrir trjáerfðafræðinga.

Lesa meira

26.10.2015 : Líffræðiráðstefnan 2015

Líffræðingafélag Íslands heldur Líffræðiráðstefnuna 2015 dagana 5.-7. nóvember í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu í Reykjavík. Á ráðstefnunni verður meðal annars rætt um áhrif sauðfjárbeitar á gróður, tilraunir til eyðingar lúpínu og blendingssvæði balsamaspar og alaskaaspar í Bresku-Kólumbíu.

Lesa meira

23.10.2015 : Ellefu sækja um stöðu skógræktarstjóra

Ellefu umsækjendur eru um stöðu skógræktarstjóra, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar þann 3. október síðastliðinn.

Lesa meira

23.10.2015 : Risatromp í formi skóg­rækt­ar

Ísland hefur risatromp á hendi í formi kol­efn­is­bind­ing­ar með skóg­rækt, segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, í Morgunblaðinu í dag. Nóg sé af landsvæði sem ekki sé í ann­arri notk­un sem nýta mæti til að binda kol­efni úr loft­hjúpi jarðar sem sé til­tölu­lega skil­virk og ódýr leið.


Lesa meira

23.10.2015 : Austurrískt fyrirtæki staðið að ólöglegu skógarhöggi í frumskógum Rúmeníu

Stórt timburfyrirtæki í Austurríki, sem selur byggingavöruverslunum og kurlverksmiðjum víða um Evrópu timbur, er nú sakað um að stuðla að eyðingu síðustu ósnortnu frumskóganna í Rúmeníu með því að versla með timbur úr ólöglegu skógarhöggi. Fyrirtækið neitar sök en óháðir rannsakendur segjast hafa undir höndum sannanir. Í Rúmeníu eru einhverjir stærstu óspilltu frumskógar Evrópu sem fóstra fjölbreytt lífríki og sjaldgæfar tegundir spendýra.

Lesa meira

22.10.2015 : Ráðherrar einhuga um að hlúa að skógum Evrópu

Á sjöunda ráðherrafundi Forest Europe sem lauk í gær í Madríd á Spáni var einhugur um að hlúa þyrfti að skógum álfunnar á þeim breytingatímum sem nú eru. Í skógunum byggju ótal tækifæri sem nýttust á veginum til græns hagkerfis, ekki síst til að skapa ný græn störf. Ekki náðist að sinni samkomulag um lagalega bindandi skógarsáttmála fyrir álfuna en viðræðum um slíkan sáttmála verður haldið áfram.

Lesa meira

20.10.2015 : Ný skýrsla um ástand skóga Evrópu

Skógar Evrópu hafa breiðst út undanfarinn aldarfjórðung og ná nú yfir 215 milljónir hektara sem nemur þriðjungi af öllu landi álfunnar. Og skógarnir stækka enn. Þetta er meðal niðurstaðna nýjustu skýrslu Forest Europe um ástand skóga Evrópu sem er nýkomin út. Fjöldi þeirra Evrópulanda sem hafa sett sér landsáætlanir um skógrækt hefur þrefaldast frá árinu 2007. Ísland er í hópi þeirra landa Evrópu sem enn hafa ekki sett sér slíka áætlun.

Lesa meira

20.10.2015 : Skóglendi stæðist Skaftárhlaup betur en lággróður

Skógrækt getur dregið úr áhrifum ýmissa náttúruhamfara, sérstaklega þeirra sem tengjast eldgosum og jökulhlaupum. Um þetta er fjallað í Morgunblaðinu í dag og rætt við Úlf Óskarsson, lektor við LbhÍ, sem segir að skógi- eða kjarrivaxið land myndi líklega standast betur hamfarir á við Skaftárhlaup en land sem vaxið væri lággróðri eingöngu. Þetta sama gildir um öskufall eins og sýndi sig í Eyjafjallajökulsgosinu 2010. Eitt meginmarkmiðið með Hekluskógaverkefninu er að rækta birkiskóga sem koma í veg fyrir uppblástur eftir öskugos úr Heklu.

Lesa meira

19.10.2015 : Rangárþing ytra sigraði Strandamenn í Útsvari

Lið Rangárþings ytra sigraði lið Strandabyggðar í Útsvari í Sjónvarpinu á föstudag. Leikar fóru 73-71. Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi, er einn liðsmanna Rangárþings ytra.

Lesa meira

16.10.2015 : Mikill vöxtur í breskum timburiðnaði tímabundin sæla

Á Bretlandi er mikill uppskerutími í skógunum þessi árin því á sjöunda áratug síðustu aldar var geysimikið gróðursett þar í landi, mest um 66 milljónir trjáplantna á ári. Timburiðnaðurinn blómstrar núna en á eftir að verða fyrir bakslagi síðar því stórlega dró úr gróðursetningu undir lok liðinnar aldar. Ekki ósvipað bakslag getur líka komið í timburiðnaðinn hér á landi í fyllingu tímans ef framlög til nýskógræktar fara ekki að aukast á ný.

Lesa meira

15.10.2015 : Hjólastólaróla sett upp í Kjarnaskógi

Í Kjarnaskógi á Akureyri hefur verið útbúið nýtt samkomusvæði með grillhúsi og leiktækjum í mjög fallegu umhverfi. Svæðið heitir Birkivöllur en auk myndarlegra birkitrjáa eru þar ýmsar fleiri trjátegundir, til dæmis falleg tré af gráelri og síberíuþin svo eitthvað sé nefnt. Í dag komu nemendur úr Giljaskóla ásamt kennurum sínum til að reyna hjólastólarólu sem sett hafði verið upp á Birkivelli.

Lesa meira

14.10.2015 : Að græða land eða ekki

Töluverð umræða varð á samfélagsmiðlum í gær um þau áform yfirvalda í Dalvíkurbyggð að eyða lúpínu, kerfli og njóla, meðal annars með eiturefninu Roundup sem óttast er að geti valdið krabbameini í fólki. Frá þessu var sagt í Fréttablaðinu og í dag er málið tekið upp í leiðara blaðsins. Leiðarahöfundur telur að mögulega ætti Dalvíkurbyggð að endurhugsa áætlanir sínar um verndun jarðvegshnignunar og velta fyrir sér hvort öflugri gróður myndi ekki sóma sér betur.

Lesa meira

12.10.2015 : Skógar Íslands 2015

Í ágústmánuði fóru nokkrir skógfræðinemar frá Landbúnaðarháskóla Íslands í hringferð um landið til að skoða skóga og skógartengda starfsemi. Með þeim í för var Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor og brautarstjóri skógfræði- og landgræðslubrautar við skólann. Nemendurnir unnu fróðlega skýrslu um ferðina og þar kennir margra trjáa.

Lesa meira

08.10.2015 : Aukinn áhugi á háhýsum úr timbri

Tvö verkefni hlutu á dögunum verðlaun sem veitt eru í Bandaríkjunum fyrir hönnun timburháhýsa. Vinningshafarnir deila með sér verðlaunafé sem nemur þremur milljónum dollara, hartnær 380 milljónum íslenskra króna. Fénu skal varið til áframhaldandi hönnunar og þróunar verðlaunatillagnanna tveggja, háhýsa sem rísa eiga á Manhattan í New York og í Portland í Oregon-ríki. Áskilið var að byggingar sem sendar yrðu inn í keppnina væru að minnsta kosti 24 metra háar og að meginbyggingarefni þeirra væri límtré.

Lesa meira

07.10.2015 : Kolefni viðarins í stað jarðefnakolefnis

Enginn einn þáttur á að skila meiru í aðgerðaráætlun stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en kolefnisbinding með skógrækt og landgræðslu. Kolefnisbinding í íslenskum skógum hefur reynst heldur meiri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Þetta er meðal þess sem fram kom í viðtali við Arnór Snorrason, sérfræðing á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, sem flutt var í þættinum Samfélaginu á Rás 1 í gær.

Lesa meira

06.10.2015 : Tínum birkifræ fyrir Hekluskóga

Þessa dagana eru birkifræ eru að mestu orðin þroskuð á trjám og má safna fræi fram í lok október eða lengur eftir því hvernig tíðarfar verður. Hentugasti söfnunartíminn er á þurrum sólríkum haustdögum þegar lauf er að mestu fallið af trjánum, en fræin sitja eftir. Sökum þess hversu seint voraði í ár þroskaðist birkifræ heldur seinna en oft áður. Þetta segir í frétt á vef Hekluskóga og þar eru landsmenn hvattir til að safna fræi og senda til verkefnisins.

Lesa meira

06.10.2015 : Nýjar áskoranir fram undan

Jón Loftsson skógræktarstjóri lætur af störfum um næstu áramót fyrir aldurs sakir. Hann hefur gegnt embætti skógræktarstjóra frá 1. janúar 1990. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag reifar Jón stuttlega þær breytingar sem honum þykja stærstar hafa orðið á árum hans í embætti svo sem flutning Skógræktar ríkisins á Fljótsdalshérað, tilkomu landshlutaverkefna í skógrækt og það mikla starf sem fram undan er við grisjun í skógum landsins, meðal annars í Héraðsskógum sem byrjað var að gróðursetja um 1990.

Lesa meira

05.10.2015 : Lærðu um hönnun og lagningu skógarvega

Einn færasti sérfræðingur Noregs í hönnun og lagningu skógarvega kenndi í síðustu viku á námskeiði sem haldið var um þessi efni á Hvanneyri. Þátttakendur fengu að sjá raunveruleg dæmi um skógarvegi þegar þeir skoðuðu veglagningar í Stálpastaðaskógi í Skorradal.

Lesa meira

05.10.2015 : Hús klætt með íslenskum „vildmarkspanel“

Einbýlishús í Hallormsstaðaskógi hefur nú verið klætt með 25 m óköntuðm borðum úr sitkagreni. Efnið var flett úr timbri sem fékkst með grisjun tveggja lítilla reita frá 1958 og 1975. Auk veggklæðningar eru grindverk að hluta til umhverfis húsið smíðuð úr óköntuðu greni. Töluvert fellur nú til í íslenskum skógum af efni sem hentar í slíka klæðningu, einkum sitkagreni á Suður- og Vesturlandi.

Lesa meira

03.10.2015 : Embætti skógræktarstjóra laust til umsóknar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir laust embætti skógræktarstjóra. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna. Valnefnd metur hæfni og hæfi umsækjenda og skipað verður í embættið til fimm ára. Komi til sameiningar skógræktarstarfs á vegum ríkisins eins og áformað er mun nýr skógræktarstjóri vinna að framfylgd þess verkefnis. Umsóknarfrestur er til 19. október.

Lesa meira

02.10.2015 : Forstjóri Scottish Natural Heritage heiðursgestur Umhverfisþings

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til IX. umhverfisþings á Grand Hótel í Reykjavík föstudaginn 9. október og fjallar þingið að þessu sinni um umhverfis- og náttúruvernd. Susan Davies, forstjóri Scottish Natural Heritage, verður heiðursgestur þingsins, heldur erindi og svarar fyrirspurnum úr sal. Tvær málstofur verða haldnar, önnur um ferðamennsku í náttúru Íslands og hin um friðlýst svæði.

Lesa meira

02.10.2015 : Þar sem varla sást í stein fyrir gróðri

Gamlir hundrað króna seðlar eru til umræðu á Baksviði Morgunblaðsins í dag í tengslum við skógrækt í landinu. Birtar eru myndir af gömlum seðlum sem sýna mikið fjársafn renna um skarðið ofan við hamarinn Bringu í Þjórsárdal og vísað til þess að sumum finnist nóg um þann skóg sem upp er vaxinn í skarðinu. Skógarvörðurinn á Suðurlandi vill heldur miða við það gróðurríka ástand sem var í Þjórsárdal við landnám en það bágborna ástand þess sem var á fyrri hluta 20. aldar.

Lesa meira

30.09.2015 : Reyniviður í Öræfum tré ársins 2015

Tré ársins 2015 var útnefnt við hátíðlega athöfn laugardaginn 26. september. Að þessu sinni varð fyrir valinu reynitré (Sorbus aucuparia) sem stendur í Sandfelli í Öræfum. Tréð gróðursetti Þorbjörg Guðdís Oddbergsdóttir árið 1923. Hún hafði fengið það sent frá vinkonu sinni á Egilsstöðum semhafði fengið það í gróðrarstöðinni á Hallormsstað hjá Guttormi Pálssyni skógarverði. Lesa meira

30.09.2015 : Gæði íslenskra girðingarstaura könnuð

Í tilraun sem sett hefur verið út á Höfða á Fljótsdalshéraði á að bera saman gæði og styrkleika girðingarstaura úr íslenskum viði  og innfluttra staura. Reynt verður að varpa ljósi á hvaða innlenda hráefni hentar best til stauragerðar. Stauraframleiðsla er eitt af því sem aukið getur verðmæti grisjunarviðar.

Lesa meira

29.09.2015 : Starfshópur leggur til sameiningu skógræktarstarfs í eina stofnun

Starfshópur um sameiningu skógræktarstarfs ríkisins leggur til við umhverfis- og auðlindaráðherra að það verði sameinað í eina stofnun. Um er að ræða starf Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt, auk umsjónar með Hekluskógum.

Lesa meira

25.09.2015 : Elstu og hæstu hengibjörk landsins bjargað frá falli

Stofnar rúmlega aldargamallar hengibjarkar hafa nú verið festir saman með vír til að hindra að tréð klofni. Sprunga var komin í stofninn þar sem hann skiptist í tvennt og höfðu menn áhyggjur af því að tréð gæti klofnað og drepist. Björkin stendur við Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri og var líklega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld.

Lesa meira

25.09.2015 : Fundur SÞ um sjálfbærnimarkmiðin að hefjast

Árið 2015 gæti ráðið úrslitum um þróun heimsins á komandi árum, áratugum og öldum. Í dag hefst í New York fundurinn mikli þar sem þjóðir heims hyggjast koma sér saman um sameiginleg markmið um sjálfbæra þróun. Þessi markmið eiga að beina heimsbyggðinni í átt til sjálfbærra lífshátta. Í tengslum við fundinn hafa verið tilkynnt úrslit myndbandasamkeppni CIFOR um skóga og sjálfbærni.

Lesa meira

25.09.2015 : Landsýn - vísindaþing landbúnaðarins

Á ráðstefnunni Landsýn sem haldin verður á Hvanneyri 16. október verður ein málstofa fyrir hádegi þar sem fjallað verður um gildi vísinda, menntunar og rannsókna. Eftir hádegi verða tvær aðskildar málstofur, önnur um ábyrga notkun vatns og hin um málefni sem tengjast ferðamönnum.

Lesa meira

24.09.2015 : Námskeið í stígagerð í Goðalandi og Þórsmörk

Starfsfólk nokkurra stofnana sem vinna að gönguleiðamálum á vegum ríkisins ásamt fulltrúum frá Ferðafélagi Íslands, Skaftárhreppi, Mýrdalshreppi, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleirum sóttu námskeið um viðhald gönguleiða og uppgræðslu rofsvæða sem haldið var í Goðalandi og Þórsmörk í byrjun vikunnar. Að námskeiðinu stóðu  Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og Umhverfisstofnun.

Lesa meira

21.09.2015 : Í íslensku skógunum

Á gagnvirkri margmiðlunarsýningu sem stendur yfir dagana 21.-27. september í Grófarhúsinu í Reykjavík fá gestir að kynnast því fjölbreytta hlutverki sem skógurinn gegnir í finnskri menningu. Sýningin kallast „Í íslensku skógunum“ og er hluti af menningarhátíðinni Northern Marginal. Gróðri og menningu finnska skógarins er varpað á íslenskt landslag í gegnum tónverk eftir Sibelius, finnska hönnun og list í því augnamiði að vekja okkur til umhugsunar um fjölbreytileikann í skóginum.

Lesa meira

21.09.2015 : Haukadalur fyrr og nú

Gamlar og nýjar ljósmyndir úr Haukadal sýna vel þann árangur sem þar hefur náðst með friðun og ræktunarstarfi í 85 ár. Skóginum fylgir mikil gróska, líffjölbreytnin eykst og saman vaxa í sátt þær tegundir sem þar voru áður og nýjar sem þangað hafa borist.

Lesa meira

18.09.2015 : Viður alltaf verðmætari og verðmætari

Hægt er að stunda nytjaskógrækt á Íslandi með hagnaði og eftirspurn eftir viði hér á landi er margföld á við framboðið, sérstaklega frá kísiliðnaðinum. Eyðing skóga heimsins veldur því að viður verður sífellt verðmætari og verðmæti hans hefur aukist jafnt og þétt nánast frá iðnbyltingu að sögn Arnórs Snorrasonar, skógfræðings á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá. Rætt var við hann í Fréttablaðinu í gær.

Lesa meira

17.09.2015 : Skógarbændur hljóta viðurkenningu

Hjónin Elisabeth Hauge og Björn Halldórsson á Valþjófsstöðum í Núpasveit við Öxarfjörð hlutu í gær verðskuldaða viðurkenningu fyrir þrotlaust starf sitt í skógrækt og annarri landgræðslu. Sigrún Magnúsdóttir afhenti þeim náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á degi íslenskrar náttúru Völundi Jóhannessyni sem sýnt hefur mikla elju við ræktun í yfir 600 metra hæð yfir sjó á austanverðu hálendi Íslands.

Lesa meira

17.09.2015 : 75 ár frá upphafi skógræktar í Haukadal

Á þessu ári eru liðin 75 ár frá því að danski auðmaðurinn Kristian Kirk gaf Skógrækt ríkisins jörðina Haukadal í Biskupstungum. Kirk hafði keypt landið tveimur árum fyrr því hann vildi láta gott af sér leiða á Íslandi. Lét hann friða Haukadalsjörðina fyrir beit, girða hana af og hefja öflugt landbótastarf sem staðið hefur allar götur síðan undir stjórn Skógræktar ríkisins. Sitkagreni gefur nú árlega 6-8 rúmmetra á hektara í Haukadalsskógi og bestu reitirnir allt að 11 m3 á ha. Aðrar tegundir, svo sem rauðgreni, gefa minna eða 5-6 m3 á ha á ári.

Lesa meira

15.09.2015 : Durban-yfirlýsingin um skóga til 2050

Heimsbyggðin þarf að vita að skógar heimsins eru meira en bara tré. Í skógunum felast ómæld tækifæri sem geta skipt sköpum í baráttunni við hungur, baráttunni fyrir betra lífi fólks og baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er niðurstaða fjórtándu heimsráðstefnunnar um skóga sem lauk í Durban í Suður-Afríku á föstudag. Í yfirlýsingu sem samþykkt var á ráðstefnunni er áhersla lögð á aukna fræðslu um skóga, fjárfestingu í menntun og eflda umræðu um mikilvægt hlutverk skóganna fyrir lífið á jörðinni.

Lesa meira

14.09.2015 : Aukið tækifæri til náms í skógi með nýju námskránni

Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins, veitti fræðslu um verkefnið Lesið í skóginn á þingi Kennarasambands Austurlands sem fram fór á Seyðisfirði á föstudaginn var. Kennararnir eystra voru á því að nú væri sóknarfæri með nýju námskránni að samþætta námið og að tengja hefðbundna kennslu við skóg og náttúru með útinámi.

Lesa meira

11.09.2015 : Hæsta tré landsins vekur athygli á íslenskri skógrækt

Hæsta tré landsins vekur alltaf athygli. Í Mannlega þættinum á Rás 1 í gær var rætt við Hrein Óskarsson, skógarvörð á Suðurlandi, um sitkagrenitréð á Kirkjubæjarklaustri sem er um það bil að ná 27 metra hæð. Rætt var vítt og breitt um þá miklu möguleika sem felast í skógrækt hér á landi og hvað skógarnir eru farnir að gefa mikið af sér.

Lesa meira

11.09.2015 : Úrslit TREEHOUSING tilkynnt í Durban

Á heimsráðstefnu skógræktar sem lýkur í dag í Durban í Suður-Afríku voru í gær kunngerð úrslit í Treehousing, alþjóðlegri samkeppni um hönnun timburbygginga. Ríflega 200 verkefni voru send inn í keppnina frá 60 löndum. Margar nýstárlegar og framsæknar hugmyndir voru þar á meðal. Greinilegt er að timbur nýtur vaxandi hylli sem byggingarefni í heiminum enda hentar það vel í stað stáls og steinsteypu nú þegar samfélög jarðarinnar vinna að því að koma sér saman um sameiginleg markmið um sjálfbærni.

Lesa meira

09.09.2015 : Talnaefni til FAO

Mikil og vönduð vinna liggur að baki þeim tölum sem aðildarþjóðir FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, leggja inn í skýrsluhald um ástand skóganna í heiminum. Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, tekur saman tölur um Ísland og safnar þannig saman á einn stað helstu staðreyndum um þróun íslensku skóganna.

Lesa meira

09.09.2015 : Hæsta tré landsins að nálgast 27 metra hæð

Sitkagrenitré sem talið er vera hæsta tré á Íslandi er nú orðið um 27 metra hátt. Tréð stendur á Kirkjubæjarklaustri og þar eru mörg myndarleg tré af sömu tegund sem gróðursett voru um miðja síðustu öld. Eitt af sverustu trjánum mælist 65 sentímetrar í þvermál í brjósthæð og 25 metra hátt. Það geymir því vel á þriðja rúmmetra viðar.

Lesa meira

08.09.2015 : Heimsráðstefnan hafin í Durban

Frá árinu 1990 hafa skógar eyðst á svæði sem samanlagt er á stærð við Suður-Afríku, um það bil tólf sinnum flatarmál Íslands. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand skóga heimsins hefur verið kynnt á heimsráðstefnu um skóga sem hófst í Durban í Suður-Afríku í gær. Hægt hefur á skógareyðingunni undanfarin ár en betur má ef duga skal.

Lesa meira

04.09.2015 : Eyðibýli í Skorradal til leigu

Spildur úr tveimur eyðijörðum Skógræktar ríkisins í Skorradal hafa verið auglýstar til leigu gegn því að húsin sem á þeim standa verði varðveitt og lagfærð í upprunalegri mynd. Annars vegar er bærinn Sarpur með íbúðarhúsi sem reist var 1938 en hins vegar Bakkakot frá 1931. Minjastofnun Íslands verður höfð með í ráðum um endurbætur á húsunum og varðveislu menningarminja á spildunum.

Lesa meira

03.09.2015 : Aðalfundur skógarbænda í Stykkishólmi

Átjándi aðalfundur Landssamtaka skógareigenda verður haldinn á Hótel Stykkishólmi dagana 2.-3. október í samstarfi við Félag skógarbænda á Vesturlandi. Málþing verður haldið í tengslum við aðalfundinn þar sem fjallað verður um skógarnytjar á Vesturlandi og um úttektir á árangri í skógrækt og leiðir til úrbóta. Á ársfundi jólatrjáaræktenda sem haldinn er í tengslum við aðalfundinn verður flutt fræðsluerindi um fjallaþin í jólatrjáarækt. Lesa meira

03.09.2015 : Mold og mynt!

Fjórði fyrirlestrafundur samstarfshóps um ár jarðvegs verður haldinn á veitingastaðnum Flórunni í Grasagarðinum Laugardal í Reykjavík miðvikudaginn 9. september. Björn H. Barkarson, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fjallar um vægi jarðvegs í grænu hagkerfi, Jón Örvar G. Jónsson, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands um fjölþætt virði jarðvegs og Björn Guðbrandur Jónsson, framkvæmdastjóri GFF, um hagræna þætti við nýtingu lífrænna úrgangsefna til uppgræðslu í landnámi Ingólfs.

Lesa meira

02.09.2015 : Viðgerðir á Jórvík í Breiðdal ganga vel

Gamla íbúðarhúsið í Jórvík í Breiðdal hefur nú fengið nýjan svip. Undanfarin misseri hefur verið unnið að endurgerð hússins sem ásamt jörðinni er í eigu Skógræktar ríkisins. Gert hefur verið við burðarvirki hússins, skipt um alla glugga ásamt klæðningu á þaki og veggjum. Stefnt er að því að húsið og sambyggt fjós líti út eftir endurbæturnar eins og var þegar íbúðarhúsið var reist árið 1928. Hugmyndir eru uppi um að Jórvíkurbærinn verði leigður út sem orlofshús að endurbótum loknum.

Lesa meira

28.08.2015 : iCONic

Í ætt barrtrjáa er að finna einhverjar stærstu, hávöxnustu og langlífustu lífverur jarðarinnar. Alþekkt eru risastóru rauðviðartrén í Kaliforníu, stærstu tré í heimi. En nú er svo komið að barrtrén þurfa hjálp. Í Skotlandi hefur verið tekið frá landsvæði þar sem meiningin er að verði griðastaður fyrir barrviðartegundir sem nú eru í útrýmingarhættu.

Lesa meira

27.08.2015 : Hvað gera tré þegar hlýnar?

Nýlokið er á Selfossi alþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsbreytingar og þróunarmöguleika skógarplantna. Þar var fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða möguleika skógartré hafa til að þróast og laga sig að breytingunum. Í tengslum við ráðstefnuna stendur nú yfir tveggja daga námskeið eða vinnusmiðja um þessi málefni. Rætt var við Aðalstein Sigurgeirsson, forstöðumann á Mógilsá, í Samfélaginu á Rás 1 í dag.

Lesa meira

27.08.2015 : Athyglisverðar greinar í Icelandic Agricultural Sciences

Rannsókn sem fjallað er um í nýrri grein í vefritinu Icelandic Agricultural Sciences bendir til að orkuarðsemi lífrænna kúabúa á Íslandi sé meiri en hefðbundinna kúabúa. Önnur ný grein í ritinu fjallar um samfélög þráðorma í Surtsey hálfri öld eftir að eyjan myndaðist. Þráðormar gegna mikilvægu hlutverki í frumframvindu vistkerfa og rannsóknin er mikilvægt innlegg í grunnrannsóknir á jarðvegslífi á Íslandi. Slíkar rannsóknir eru fágætar hérlendis en tveir vísindamenn á sviði skógvísinda eru meðal höfunda greinarinnar.

Lesa meira

26.08.2015 : Áhrif gjörnýtingar trjáviðar á jarðvegskolefni

Út er komin í vísindaritinu Forest Ecology and Management ný yfirlitsgrein þar sem fjallað er um áhrif þess á vistkerfi skóga þegar ekki eingöngu trjábolurinn er tekinn út úr skóginum við skógarhögg heldur allur standandi lífmassi trésins. Í greininni er rætt um hvernig þetta hefur áhrif á jarðvegskolefni og vaxtarhraða skóga, til dæmis eftir grisjun á miðri vaxtarlotu, en jafnframt hugað að því hver áhrifin verða á næstu kynslóð trjáa, nýgræðinginn sem vex upp eftir lokahögg. Greinarhöfundar segja brýnt að afla betri þekkingar á þessu með langtímarannsóknum.

Lesa meira

25.08.2015 : Skógareyðing fram til 2050 gæti samsvarað stærð Indlands

Útilt er fyrir að skóglendi sem samanlagt samsvarar stærð Indlands hverfi af yfirborði jarðar fyrir miðja öldina ef mannkyn snýr ekki af þeirri braut skógareyðingar sem fetuð hefur verið. Sú hugmynd er reifuð að ríku löndin greiði löndum hitabeltisins fyrir að vernda skóga sína og það sé ódýrari leið en ýmsar aðrar í baráttunni við loftslagsbreytingarnar. Ákveðin upphæð verði greidd fyrir hvert kolefnistonn.

Lesa meira

19.08.2015 : Hagaskógar

Bóndi í Dýrafirði beitir þessa dagana kúm sínum á hagaskóg sem ræktaður hefur verið upp til beitar. Hagaskógrækt eða beitarskógrækt er vænlegur kostur til að auka gæði beitilands og vaxandi áhugi virðist vera á þessari tegund skógræktar hérlendis. Gæta verður vel að beitarfriðun slíks skógar í upphafi og vandaðri beitarstýringu þegar skógurinn er nýttur til beitar.

Lesa meira

18.08.2015 : Skógar myndaðir með dróna

Síðasta hálfan mánuðinn eða svo hafa norsku feðgarnir Pål Hanssen og Thore G. Hanssen dvalið á Héraði við loftmyndatökur af skógum. Loftmyndirnar taka þeir með nýjustu tækni, léttbyggðri myndavél sem fest er við fjarstýrt flygildi, svokallaðan dróna. Þessi tækni nýtist meðal annars mjög vel við gerð ræktunaráætlana í skógrækt

Lesa meira

17.08.2015 : Íslensk skógarúttekt í Útvarpinu

Fjallað var um verkefnið Íslenska skógarúttekt í þættinum Samfélaginu á Rás 1 í dag, 17. ágúst. Rætt var við Arnór Snorrason, sérfræðing á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, sem stýrir verkefninu.

Lesa meira

17.08.2015 : Líf í moltunni á Hólasandi

Allar plönturnar sem gróðursettar voru í moltutilraun á Hólasandi í byrjun júlí eru lifandi. Lúpína og hvítsmári sem sáð var með sumum plantnanna hefur spírað og byrjað að vaxa. Vætutíð í júlímánuði hefur hjálpað til og kuldi ekki verið til vandræða. Bæði birki- og lerkiplönturnar sem settar voru út í tilrauninni líta vel út.

Lesa meira

13.08.2015 : Ágræðsla fjallaþins tókst vel

Svo virðist sem vel hafi tekist til við ágræðslu fjallaþins sem fram fór í fræhúsinu á Vöglum í Fnjóskadal í vor. Um sextíu prósent ágræðslusprotanna eru lifandi og í safninu eru lifandi eintök af öllum þeim klónum sem ágræddir voru. Safnið lofar því góðu sem grunnur að fræframleiðslu fjallaþins til jólatrjáaræktar.

Lesa meira

11.08.2015 : Hagnaður af skógi en tap af hefðbundnum búskap

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í Wales gefur barrviðarskógur í fullum nytjum fimm sinnum meira af sér fyrir þjóðarbúið en akuryrkja og búfjárrækt án tillits til opinberra styrkja. Rannsóknin náði til 4.000 hektara skóglendis og 4.000 hektara af sambærulegu landbúnaðarlandi í Wales. Árlegur hagnaður af skógi reyndist vera 83,72 pund á hektara að frátöldum opinberum stuðningi til skógræktar en árlegt tap af búfjárrækt og akuryrkju reyndist vera 109,50 pund á hektara ef opinber stuðningur var ekki tekinn með í reikninginn.

Lesa meira

10.08.2015 : Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands haldinn á Akureyri

Á dagskrá aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, sem haldinn verður á Akureyri 14.-16. ágúst er formleg vígsla skógarreits á Siglufirði undir merkjum Opins skógar. Þá má nefna forvitnileg erindi um skóg sem orkuauðlind, belgjurtir í skógrækt og sveppanytjar. Einnig verður spurt hvort skógrækt og sauðfjárrækt eigi samleið.

Lesa meira

03.08.2015 : Lífeldsneyti úr skógi í stað olíu

Á einum áratug hefur skógariðnaðurinn í Svíþjóð dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis um 71 prósent. Greinin notar nú 2,2 teravattsstundir af orku úr jarðefnaeldsneyti en árið 2005 nam notkunin 7,6 teravattsstundum. Samdrátturinn nemur því 5,4 TWst. Þessi mikli árangur hefur náðst með því að bæta orkunýtingu framleiðslukerfanna en þó fyrst og fremst með því að olíu hefur verið skipt út fyrir lífeldsneyti sem framleitt er úr aukaafurðum viðar- og pappírsiðnaðarins.

Lesa meira

30.07.2015 : Fyrr og nú - Vaglaskógur 1906 og 1914

Tvær myndir teknar á sama stað með 108 ára millibili minna okkur á rúmlega aldarlanga friðun síðustu stóru birkiskóganna á Íslandi. Birkið í Vaglaskógi þakkar nú fyrir sig með því að breiðast út um dalinn.

Lesa meira

27.07.2015 : Mæliflatar vitjað í Hvammi

Sérfræðingar Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsár, fara nú um landið og vitja mæliflata sem settir hafa verið niður víðs vegar til að fylgjast með trjágróðri á landinu í verkefninu Íslenskri skógarúttekt. Á dögunum var tekinn út mæliflötur í landi Hvamms í Eyjafjarðarsveit. Þar vaxa alaskaaspir og hafa dafnað vel frá því að síðast var mælt fyrir fimm árum.

Lesa meira

23.07.2015 : Fyrr og nú - 26 metra aspir

Tvær myndir sem teknar eru í Múlakoti í Fljótshlíð með 60 ára millibili sýna aspir sem orðnar voru 11 metra háar þegar þær kól niður í rót í aprílhretinu fræga 1963. Aspir sem nú hafa náð 26 metra hæð uxu upp af teinungum frá rótum eldri aspanna og eru nú með allrahæstu trjám landsins. Í Múlakoti er skemmtilegt trjásafn sem ferðalangar á þessum slóðum ættu að staldra við til að skoða.

Lesa meira

21.07.2015 : Viðarmagnsspá fyrir bændaskógrækt á Fljótsdalshéraði

Út er komið í nýju tölublaði Rits Mógilsár spá um það viðarmagn sem áætla má að fáanlegt verði úr skógum bænda á Fljótsdalshéraði á komandi áratugum. Næstu tíu árin væri hægt að afla þar 24.300 rúmmetra viðar en á tímabilinu 2035-2044 er útlit fyrir magnið verði ríflega 120 þúsund rúmmetrar.

Lesa meira

17.07.2015 : Hitamælingar í Reykjadal

Nýverið voru tekin upp mælitæki í tilraun sem sett var niður í fyrra í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu til að mæla jarðvegsástand í mismunandi landgerðum og hæð yfir sjó. Sams konar mælingar eru gerðar í Hvammi í Landssveit og verkefnið er liður í því að treysta spálíkön sem notuð eru til að velja réttar landgerðir fyrir trjátegundir í skógrækt og minnka afföll vegna veðurfars. Traust spálíkön af þessum toga auðvelda skógræktarskipulag verulega.

Lesa meira

14.07.2015 : Kalda vorið bælir skaðvaldana

Halldór Sverrisson, sérfræðingur á Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá, telur að kalda vorið í ár geti haft þau áhrif á skaðvalda á trjám að þeir valdi ekki miklum skaða þetta sumarið. Bæði séu minni líkur á að ryðsveppur nái sér á strik að marki og að skordýr valdi miklum skaða. Hann segir meðal annars að minna sé nú af birkikembu á birkitrjánum en var í fyrrasumar. Rætt er um þetta við Halldór í Morgunblaðinu í dag og einnig um þá kynbótaræktun ryðþolinna asparklóna sem hann stýrir.

Lesa meira

13.07.2015 : Fyrr og nú - sitkagreni á Snæfoksstöðum

Óskar Þór Sigurðsson, fyrrverandi kennari á Selfossi, hefur unnið að skógrækt í liðlega hálfa öld og unnið ýmis afrek á því sviði. Skemmtilegar myndir frá skógræktarsvæði hans á Snæfoksstöðum í Grímsnesi sýna frábæran árangur Óskars. Ekki er árangurinn minni þegar litið er til þess að Óskar á marga afkomendur sem leggja skógrækt í landinu drjúgt lið með ýmsum hætti.

Lesa meira

13.07.2015 : Ný sögunarmylla í Þjórsárdal

Settar hafa verið upp stórviðarsagir í nýju skemmunni á starfstöð Skógræktar ríkisins í Þjórsárdal, bæði bandsög og tifsög. Þessi nýja sögunarmylla gjörbreytir möguleikum stöðvarinnar til framleiðslu á smíðaviði. Þessa dagana er meðal annars unnið að því að vinna timbur í nýtt þjónustuhús sem rísa mun á næstunni í Laugarvatnsskógi.

Lesa meira

12.07.2015 : Skógardagur Norðurlands tókst vel

Skógardagur Norðurlands var haldinn í Vaglaskógi laugardaginn 11. júlí í þokkalegu veðri, norðaustan golu og lítils háttar rigningu af og til. Ætla má að í það minnsta 300 manns hafi sótt viðburðinn.  Allir fóru glaðir og ánægðir heim eftir ánægjulegan dag.

Lesa meira

10.07.2015 : Skuggi ber plöntur til fjalls

Bændablaðið sem kom út í vikunni segir frá skemmtilegri aðferð sem Brynjar Skúlason, skógfræðingur og starfsmaður Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, notar við skógrækt sína heima í Hólsgerði í Eyjafirði. Klárinn Skuggi flytur bakkaplöntur á sérstökum búnaði sem Brynjar fékk austan af landi. Þarfasti þjónninn stendur því undir nafni í skóggræðslu landsins.

Lesa meira

10.07.2015 : Heilt hús úr íslensku timbri

Senn rís á Héraði fyrsta húsið sem eingöngu er smíðað úr íslensku timbri. Viðurinn er úr tæplega 30 ára gömlum aspartrjám sem uxu í landi Vallaness. Starfsmenn Skógræktar ríkisins á Hallormsstað unnu viðinn, þurrkuðu og söguðu niður í borð og planka. Valinn asparviður stenst allar kröfur um styrkleika til notkunar í burðarvirki húss sem þessa.

Lesa meira

09.07.2015 : Framtíðarnytjar norrænna skóga

Útlit er fyrir að bitist verði um skógana á Norðurlöndunum á komandi árum. Vaxandi eftirspurn eftir viði á heimsmarkaði togist á við kröfuna um bindingu koltvísýrings og umhverfissjónarmið. Um þetta er fjallað í bók sem kom út nýlega hjá Springer-forlaginu.

Lesa meira

08.07.2015 : Ársrit Skógræktar ríkisins komið út

Ýmissa grasa - eða trjáa - kennir í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins fyrir árið 2014. Í ritinu eru margvíslegar greinar um skógrækt og skógarnytjar, fjallað um ástand skóga, rannsóknarverkefni, framkvæmdir og fleira.

Lesa meira

08.07.2015 : Lítið eftir skaðvöldum

Líkt og fyrri ár óskar Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, eftir upplýsingum frá fólki um ástand þeirra skóga sem farið er um. Ekki er eingöngu  óskað upplýsinga um skemmdir af völdum skordýrs eða sjúkdóms. Hvers kyns upplýsingar um skemmdir á skógi eru vel þegnar, hvort sem það er vegna saltákomu, hvassviðris, einhverrar óværu eða annars.

Lesa meira

08.07.2015 : Molta til trjáræktar á sandi

Í vikunni voru gróðursettar birki- og lerkiplöntur í tilraunareit á Hólasandi. Markmið tilraunarinnar er að sjá hvernig molta frá Moltu ehf. í Eyjafjarðarsveit hentar sem nesti fyrir skógarplöntur í mjög rýru landi.

Lesa meira

06.07.2015 : Blæasparleiðangur á Austurlandi

Skógræktarmenn fóru um mánaðamótin og skoðuðu blæösp á öllum þeim stöðum á Austurlandi þar sem tegundin hefur fundist villt. Svo virðist sem að minnsta kosti sumir íslensku blæasparklónanna geti orðið að sæmilega stórum og stæðilegum trjám við góð skilyrði og mun beinvaxnari en bæði birki og reyniviður.

Lesa meira

02.07.2015 : Skógarleikar í Heiðmörk á laugardag

Skógræktarfélag Reykjavíkur blæs til Skógarleika, hátíðar fyrir alla fjölskylduna, sem haldin verður á áningarstaðnum Furulundi í Heiðmörk laugardaginn 4. júlí kl. 14-17.  Þar leiða nokkrir færustu skógarhöggsmenn á Suður- og Vesturlandi saman hesta sína í hefðbundnum skógarhöggsgreinum svo sem axarkasti, trjáfellingu og afkvistun trjábola.

Lesa meira

02.07.2015 : Skógardagur Norðurlands í Vaglaskógi 11. júlí

Skógardagur Norðurlands 2015 verður haldinn laugardaginn 11. júlí í Vaglaskógi. Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur til kl. 17. Í boði verða gönguferðir um trjásafnið og fræhúsið, helstu viðarvinnslutæki til sýnis, grisjunarvél sýnd að verki, gestir geta reynt sig í bogfimi og ýmsum leikjum, boðið verður upp á ketilkaffi, lummur og fleira og fleira.

Lesa meira

01.07.2015 : Skógrækt mikilvægur þáttur í loftslagsstefnu Íslands

„Við höfum ýmis tækifæri til að minnka losun og auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti. Skógrækt og landgræðsla er mikilvægur þáttur í okkar loftlagsstefnu.“ Þetta sagði Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í tilefni af því að í gær tilkynntu íslensk stjórnvöld Sameinuðu þjóðunum að þau ætluðu að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkjanna og Noregs, um að minnka losun um fjörutíu prósent til ársins 2030, miðað við árið 1990.

Lesa meira

01.07.2015 : Ísleifur Sumarliðason látinn

Ísleifur Sumarliðason, skógtæknifræðingur og fyrrverandi skógarvörður á Vöglum, lést í Reykjavík mánudaginn 29. júní, 88 ára að aldri. Ísleifur tók við embætti skógarvarðar á Norðurlandi að loknu þriggja ára námi í Danmörku. Hann var skógarvörður á Vöglum í 38 ár, til ársins 1987. Útförin verður gerð frá Neskirkju í Reykjavík 7. júlí kl. 13.

Lesa meira

29.06.2015 : Þjálfunardagar í Langadal

Erlendir sjálfboðaliðar sem verða í hlutverki flokkstjóra á Þórsmerkursvæðinu í sumar hafa nú lokið einnar viku námskeiði þar sem þeir voru búnir undir leiðtogastarfið í sumar. Mikilvægt er að sjálfboðaliðarnir kunni vel til verka en líka að andinn í hverjum hópi sé góður í blíðu og stríðu.

Lesa meira

29.06.2015 : Bjartsýni hjá Barra

Gróðrarstöðin Barri á Fljótsdalshéraði er nú með samninga um framleiðslu á tæplega 1.400 þúsund skógarplöntum á ári. Skúli Björnsson framkvæmdastjóri telur að nú sé að rofa til í skógrækt á Íslandi eftir samdráttarskeið og lítur björtum augum fram á veginn. Rætt er við Skúla í Bændablaðinu sem kom út fyrir helgi.

Lesa meira

24.06.2015 : Smádýrin í skóginum

Eftir langt og kalt vor er sá tími hafinn þar sem skógar- og garðeigendur fara að taka eftir auknu lífi í gróðri hjá sér. Ekki nóg með að gróður sé allur tekinn að grænka, heldur eru ýmsar aðrar lífverur komnar á kreik, við misjafnan fögnuð mannfólksins. Sumar þessara lífvera eru til mikilla bóta, til dæmis hunangsflugur sem sjá um frævun blóma. Aðrar eiga það til að gerast full nærgöngular við gróður og geta því orðið okkur mannfólkinu til talsverðs ama. Fyrst á vorin ber mest á asparglyttu og haustfeta. Edda S. Oddsdóttir færir okkur fróðleik um málefnið.

Lesa meira

24.06.2015 : Mikið spurt um asparskóg sem er til sölu

Talsvert er spurt um þann hluta asparskógarins í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem auglýstur hefur verið til sölu. Spildan er í landi Þrándarlundar og á henni er rúmlega tuttugu ára gamall asparskógur og umtalsverð verðmæti í trjáviði. Ánægjuleg tíðindi að menn skuli sjá verðmæti skógar, segir sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Lesa meira

23.06.2015 : 35 ár liðin frá forsetakjöri Vigdísar

Úrvalstré af birkiyrkinu 'Emblu' verða gróðursett í nær öllum sveitarfélögum landsins laugardaginn 27. júní til að minnast þess að á mánudaginn kemur verða 35 ár liðin frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Þrjú tré verða sett niður á hverjum stað, eitt fyrir stúlkur, annað fyrir pilta og það þriðja fyrir komandi kynslóðir.

Lesa meira

22.06.2015 : Lárus Íslandsmeistari í sjötta sinn

Skógardagurinn mikli 2015 var haldinn í einmuna blíðu í Hallormsstaðaskógi laugardaginn 20. júní. Þetta var langbesti sumardagurinn sem komið hefur á Héraði þetta sumarið og aðsóknin eftir því. Fjöldi manns naut veðurblíðunnar og þeirra viðburða sem á dagskránni voru. Lárus Heiðarsson varð Íslandsmeistari í skógarhöggi í sjötta sinn.

Lesa meira

19.06.2015 : Gott veðurútlit fyrir Skógardaginn mikla

Hátíðarhöld Skógardagsins mikla í Hallormsstaðaskógi hefjast í kvöld kl. 19 með grillveislu Landssamtaka sauðfjárbænda og sauðfjárbænda á Austurlandi. Á sjálfan skógardaginn á morgun hefst dagskráin kl. 12 með skógarhlaupinu og formleg dagskrá í Mörkinni hefst á Íslandsmeistaramótinu í skógarhöggi kl. 13.

Lesa meira

18.06.2015 : Uppgræðsla og skógrækt jörðinni mikilvæg

Ef menn stöðva ekki þá óheyrilegu jarðvegseyðingu sem geisar á jörðinni vofir mikil hætta yfir mannkyni. Við verðum að snúa við blaðinu, græða upp land, rækta skóg og stefna að jafnvægi þar sem heilbrigt og gjöfult land á jörðinni helst stöðugt og jafnvel stækkar. Uppgræðsla rofsvæða á jörðinni er mikilvæg til að ná tökum á loftslagsvandanum.

Lesa meira

16.06.2015 : Loftslagsbreytingar og þróunarmöguleikar skógarplantna

Á ráðstefnu sem haldin verður á Selfossi seint í ágúst verður fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða möguleika skógartré hafa til að þróast og laga sig að breytingunum. Enn er hægt að leggja inn fyrirlestra á ráðstefnuna og aðstandendur hennar óska sérstaklega eftir erindum um sviperfðir (epigenetics) og stýrðan flutning á búsvæðum tegunda (assisted migration).

Lesa meira

12.06.2015 : Landvinningar Heureka

Upplýsingakerfið Heureka sem ætlað er til vinnu við skipulag og áætlanagerðar í skógrækt og skógarnytjum er afrakstur þróunarstarfs sænskra vísindamanna og hefur vakið athygli víða um heim. Nú hafa Norðmenn ákveðið að taka það upp í skógræktaráætlunum sínum. Sagt er frá þessu og fleiru í nýútkomnu fréttabréfi SNS, Samnorrænna skógarrannsókna.

Lesa meira

11.06.2015 : Fréttabréf IUFRO komið út

Í nýútkomnu fréttabréfi alþjóðasambands skógrannsóknarstofnana, IUFRO, er sagt frá fundi yfirstjórnar sambandsins í Vín, flutt tíðindi af fundi skógaráðs SÞ í New York og sagt frá viðburðum sem tengjast IUFRO á alheimsráðstefnunni um skóga í Durban í Suður-Afríku í september.

Lesa meira

11.06.2015 : Lionsmenn leggja Skógræktinni lið

Þessa dagana er unnið að gróðursetningu alaskaaspar í landi Laxaborgar í Dalabyggð. Lionsmenn vestra leggja gjörva hönd á plóginn og safna um leið fyrir tækjum í Heilsugæslustöðina í Búðardal. Með þessari gróðursetningu er fullgróðursett í land Laxaborgar.

Lesa meira

09.06.2015 : Var þeim sama um moldina?

Gróður- og jarðvegseyðing í ljósi samfélagsbreytinga á miðöldum er viðfangsefni Egils Erlendssonar, lektors við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, í örfyrirlestri sem hann flytur á Kaffi Loka í Reykjavík miðvikudaginn 10. júní kl. 12. Þar talar líka Jónatan Hermannsson, lektor við auðlindadeild LbhÍ, um ræktað land á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, og spyr: Hvað voru menn að bedrífa þá?

Lesa meira

09.06.2015 : Garð- og landslagsrunnar

Á vegum Yndisgróðurs hefur verið gefin út skýrsla í ritröð LbhÍ með ítarlegri lýsingu á 19 íslenskum runnayrkjum sem hafa um langt skeið reynst vel í framleiðslu og ræktun við íslenskar aðstæður. Öll yrkin er að finna í yndisgörðum Yndisgróðurs. Fjallað er um uppruna þeirra, notkun og reynsluna hérlendis.

Lesa meira

09.06.2015 : Hátíðargróðursetning á 60 ára afmæli Hlíðaskóla

Í tilefni af sextíu ára afmæli Hlíðaskóla í Öskjuhlíð í Reykjavík var í gær efnt til hátíðargróðursetningar í grenndarskógi skólans. Meðal tegunda sem gróðursettar voru má nefna ask, hlyn, þöll, fjallaþin, lerki, hrossakastaníu, silfurreyni og ilmreyni. Allar plönturnar fengu heimagerða moltu við gróðursetninguna.

Lesa meira

08.06.2015 : Norskir skógarvinir í heimsókn

Skógræktarfólk frá fylkinu Mæri og Raumsdal í Noregi var á ferð um Ísland í síðustu viku og naut fylgdar Jóns Loftssonar skógræktarstjóra. Ferðin var farin að tilstuðlan Møre og Romsdal Forstmannslag sem er fagfélag skógarfólks í fylkinu. Hópurinn hreifst mjög af fagmennsku íslensks skógræktarfólks og þeim sóknarhug sem það byggi yfir.

Lesa meira

08.06.2015 : Ráðherra lætur kanna sameiningarmál

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að kanna möguleika á að sameina í eina stofnun Skógrækt ríkisins, landshlutaverkefnin í skógrækt og umsjón Hekluskóga. Markmiðið er m.a. að samræma stjórnsýslu skógræktarmála, gera hana skilvirkari, auka faglega getu og yfirsýn og að efla búsetu vítt og breitt um landið, til dæmis með því að styrkja starfstöðvar í landshlutunum.

Lesa meira

05.06.2015 : Hindber í stað lúpínu og kerfils

Tilraun er hafin með ræktun hindberja í lúpínu- og kerfilbreiðum. Fyrstu plönturnar voru gróðursettar nú í vikunni á Hafnarsandi og í Esjuhlíðum. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hafði frumkvæði að tilrauninni sem er samvinnuverkefni Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, og Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Vonast er til að hindberjarækt sem þessi geti flýtt fyrir gróðurframvindu í lúpínu- og kerfilbreiðum en einnig gefið almenningi færi á berjatínslu og þar með aukið útivistargildi skóga.

Lesa meira

02.06.2015 : Úttekt í Sandlækjarmýri

Í síðustu viku gerðu starfsmenn Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, úttekt á asparklónatilraun Mógilsár í Sandlækjarmýri sem er í landi Þrándarholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Úttektin ætti að gefa góða vísbendingu um hvaða klónar gætu hentað til viðarmassaframleiðslu hérlendis.

Lesa meira

01.06.2015 : Evrópuþingið styður nýja skógarstefnu ESB

Skógar Evrópu og þær atvinnugreinar sem á skógunum byggjast hafa margvíslega þýðingu fyrir efnahag álfunnar og stuðla bæði að góðum lífskjörum og sjálfbærni, skapa störf og virðisauka. Þetta segir Evrópuþingmaðurinn Elisabeth Köstinger í grein sem hún skrifar í veftímaritið The Parliament Magazine. Hún stýrði gerð skýrslu um nýja skógarstefnu eða -áætlun sambandsins. Áhersla er lögð á að skrifræði megi ekki verða skógargeiranum fjötur um fót með nýrri skógarstefnu.

Lesa meira

28.05.2015 : Við skógareigendur

Í nýútkomnu tölublaði tímaritsins Við skógareigendur er spáð fyrir um viðarmagn í bændaskógrækt á Héraði, fjallað um skógarbeit, tónlist skógarins, skógræktarmenn í æfingabúðum í keðjusagarútskurði og fleira og fleira.

Lesa meira

28.05.2015 : Bætt aðstaða fyrir ferðafólk í þjóðskógum

Skógrækt ríkisins fær 35 milljónir króna af því 850 milljóna króna framlagi sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita til brýnna úrbóta á ferðamannastöðum í umsjá eða eigu ríkisins. Stærstu verkefnin á svæðum Skógræktarinnar verða unnin í Vaglaskógi, á Laugarvatni, við Hjálparfoss og á Þórsmörk.

Lesa meira

27.05.2015 : Útikennsla í Þjórsárdal dafnar

Í haust var gengið frá endurnýjun samstarfssamnings um að þróa skógartengt skólastarf og tengja samfélagið viðþjóðskóginn í Þjórsárdal. Markmiðið er að finna fjölbreytt verkefni í skólastarfi og fá foreldrana og aðra íbúa í sveitinni til að líta á skóginn sem hluta af náttúru, menningu og námsumhverfi í heimabyggð sinni. Á komandi hausti verður unnið áfram með áhugaverð og hagnýtverkefni, bæði í skólanum og með áhugasömum foreldrum.

Lesa meira

27.05.2015 : Vegur um Teigsskóg í mat á umhverfisáhrifum

Skipulagsstofnun hefur fallist á að verða við beiðni um endurupptöku á fyrri úrskurði og heimilað að leiðin um Teigsskóg verði tekin með í nýju umhverfismati Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp ásamt fleiri valkostum. Miklu minna rask verður á skóginum með breyttri veglínu frá fyrri hugmyndum. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar í dag.

Lesa meira

27.05.2015 : Hvað er i-Tree?

i-Tree er samheiti yfir forvitnilegan opinn hugbúnað frá bandarísku alríkisskógræktinni, USDA Forest Service, sem ætlað er að auðvelda greiningu á trjám og skóglendi í þéttbýli, mat á verðmætium þeirra gæða sem trén veita og leiðsögn um skipulag og umhirðu trjágróðurs í þéttbýli. Lesa meira

21.05.2015 : Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga

Landsvirkjun býður til opins fundar 22. maí í Hörpu í Reykjavík undir yfirskriftinni „Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga – Tími til aðgerða“. Umfjöllunarefni fundarins snýst um hnattrænar loftslagsbreytingar og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra.

Lesa meira

21.05.2015 : Fljótsdalshreppur nú þegar kolefnishlutlaus

Eftir fréttir í fjölmiðlum og hér á vef Skógræktarinnar um að Akureyrarkaupstaður stefndi að því að verða fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið var bent á að samkvæmt skýrslu sem kom út árið 2009 væri nú þegar til á Íslandi sveitarfélag sem hefði náð þessari eftirsóknarverðu stöðu. Í Fljótsdalshreppi binst mörg hundruð tonnum meira af kolefni en losað er út í andrúmsloftið. Mestu munar um skógræktina.

Lesa meira

19.05.2015 : Ágræðsludagur á Vöglum

Á uppstigningardag voru sprotar af úrvalstrjám fjallaþins græddir á grunnstofna í fræhöllinni á Vöglum í Fnjóskadal. Til verksins kom danskur sérfræðingur sem kann vel til verka við ágræðslu á þini. Ágræddu trén verða notuð sem frætré til framleiðslu á fyrsta flokks jólatrjám í íslenskum skógum og fyrstu fræin gætu þroskast eftir fimm ár ef allt gengur að óskum.

Lesa meira

18.05.2015 : Fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið?

Akureyrarkaupstaður stefnir að því að verða fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið á Íslandi. Markmiðinu á að ná með ýmsum leiðum, meðal annars með aukinni skógrækt í bæjarlandinu. Fréttablaðið segir frá þessu í dag á forsíðu sinni

Lesa meira

18.05.2015 : Klæðning úr bergfuruviði

Um helgina var sökkull á sumarhúsi í Mýrdal klæddur með óköntuðum borðum úr íslenskri bergfuru. Bergfura er þéttur viður sem ætti að endast lengi án fúavarnar.

Lesa meira

11.05.2015 : Skógar gætu átt stóran þátt í útrýmingu hungurvofunnar

Einn milljarður manna vítt og breitt um heiminn reiðir sig á skóga til öruggrar framfærslu og næringar. Enn er níundi hver jarðarbúi ofurseldur hungurvofunni og algengast er að fólk búi við hungur í Afríku og Asíu. Í skógum heimsins búa miklir möguleikar til að bæta næringarástand þessa fólks og tryggja því afkomu. Í raun eru skógar og skógrækt nauðsynlegir þættir til að tryggja fæðuöryggi enda kemur æ betur í ljós hversu takmarkaða möguleika mannkynið hefur til að afla sér fæðu með hefðbundnum landbúnaði.

Lesa meira

11.05.2015 : Skógrækt á undir högg að sækja

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs segir skógrækt eiga undir högg að sækja og því sé mjög mikilvægt að ríkið veiti strax meira fé til plöntuframleiðslu og gróðursetningar. Sagt er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira

08.05.2015 : Rauðgrenið sáir sér út

Þegar unnið var við að hreinsa trjágróður undan háspennulínu í skóginum á Vöglum á Þelamörk nú í vikunni vakti athygli skógræktarmanna hversu mikið var þar af ungum, sjálfsánum barrtrjám. Sérstaklega þótti merkilegt að sjá svo mikið af sjálfsánu rauðgreni en slíkt hefur ekki verið algengt í skógum hérlendis fram undir þetta.

Lesa meira

07.05.2015 : Grisjað undan háspennulínum

Rafmagn var tekið af bæjum á Þelamörk í Hörgárdal í fjórar klukkustundir í gær meðan tré voru höggvin undan háspennulínunni sem færir íbúum sveitarinnar rafmagn. Hætta var orðin á að tré gætu sveiflast utan í línurnar eða fokið á þær í ofviðrum. Meiningin er að þessi lína verði tekin niður innan fimm ára og lögð í jörð.

Lesa meira

07.05.2015 : Skógræktarmaður selur gleraugnaumgjarðir úr tré

Sjónfræðingurinn og skógræktaráhugamaðurinn Rüdiger Þór Seidenfaden hefur nú hafið sölu á gleraugnaumgjörðum úr tré frá ítalska fyrirtækinu Woodone Eyewear. Umgerðirnar eru fisléttar og níðsterkar, gott dæmi um þær miklu framfarir sem hafa orðið í framleiðslu ýmissa vara úr timbri og öðrum trjáafurðum.

Lesa meira

05.05.2015 : Evrópuþingið ályktar um nýja skógaráætlun

Í nýrri skógaráætlun Evrópusambandsins þarf að leggja áherslu á sjálfbæra skógrækt, stuðla að sem bestri nýtingu þeirra hráefna sem skógarnir gefa af sér og gera skógartengdan iðnað samkeppnishæfari svo ný störf skapist í greininni. Ályktun þessa efnis var samþykkt á Evrópuþinginu 28. apríl.

Lesa meira

04.05.2015 : Moldin er mikilvæg!

Samstarfshópur um ár jarðvegs 2015 efnir til mánaðarlegra örhádegisfyrirlestra um moldina og jarðveginn og leggur áherslu á að draga fram víðtækt mikilvægi jarðvegsins ís veit og borg. Annar fundurinn í þessari röð verður haldinn miðvikudaginn 6. maí og þar verður fjallað um moldina og mikilvægi hennar innan vistkerfa undir fyrirsögninni Mold og matur!

Lesa meira

04.05.2015 : Samantekt af málþingi um Hekluskóga

Málþing um Hekluskóga sem haldið var í Gunnarsholti 16. apríl tókst með ágætum og var vel sótt. Tilefni málþingsins var að tíu ár eru nú liðin frá því að undirbúningur að verkefninu hófst. Erindin sem flutt voru á málþinginu eru nú aðgengileg á vefnum. Í sumar verða um 280 þúsund plöntur gróðursettar á vegum Hekluskóga og áburðardreifing aukin, bæði með kjötmjöli og tilbúnum áburði. Þetta kemur fram á vef Hekluskóga.

Lesa meira

04.05.2015 : Kynbætur á fjallaþin

Ýmislegur ávinningur gæti fylgt kynbótum á fjallaþin til ræktunar á jólatrjám innanlands. Þetta segir Brynjar Skúlason skógfræðingur í Morgunblaðinu í dag. Ekki aðeins myndi sparast talsverður gjaldeyrir með minni innflutningi og störf skapast í skógrækt heldur er þetta líka heilbrigðismál fyrir skógrækt. Nokkur áhætta fylgir því að flytja inn hátt í 40 þúsund jólatré á ári með möguleikum á margvíslegum sjúkdómum og hugsanlega öðrum skaðvöldum sem skaða gróður.

Lesa meira

30.04.2015 : Að læra um skóg og við

Þessa dagana stendur yfir námskeið á Reykjum í Ölfusi þar sem fólk frá sjö Evrópulöndum lærir að tálga í tré. Námskeiðið nýtur styrks frá Leonardo-áætlun Evrópusambandsins og kallast á ensku „Teach Me Wood“.

Lesa meira

27.04.2015 : Sjálfboðaliðar komnir á kreik

Sjálfboðaliðar frá samtökunum Þórsmörk Trail Volunteers eru meðal vorboðanna ár hvert og undanfarna daga hefur fyrsti sjálfboðaliðahópur sumarsins verið að störfum við Hjálparfoss í Þjórsárdal. Fram undan eru viðhalds- og uppbyggingarverkefni á Þórsmörk og Laugaveginum, gönguleiðinni upp í Landmannalaugar.

Lesa meira

24.04.2015 : Austurríki undirstrikar þýðingu skóga fyrir fólk

Tilbúinn skógur veitir hreinu lofti inn í sýningarskála Austurríkis á World Expo 2015 heimssýningunni í Mílanó sem hefst 1. maí og stendur til októberloka. Orka fyrir skálann er framleidd með nýjustu sólarorkutækni og skógurinn gefur afurðir sem matreiddar verða á veitingastað í skálanum. Skálinn gefur hugmynd um hvernig nýta má tré og annan gróður til að bæta lífsskilyrði fólks í þéttbýli framtíðarinnar.

Lesa meira

24.04.2015 : Gróðursetning á degi jarðar

Skógræktarfólk víða um land tók alþjóðlegri áskorun um gróðursetningu á degi jarðar 22. apríl og lagði þar með sitt að mörkum til að vekja athygli á mikilvægi skógræktar fyrir náttúru jarðarinnar og framtíð lífs á jörðinni. Vel viðraði til útplöntunar um allt land.

Lesa meira

22.04.2015 : Dagur jarðar í dag

Á degi jarðar er fólk um allan heim hvatt til að íhuga eyðingu skóglendis í heiminum. Um helmingur alls skóglendis á jörðinni hefur horfið undanfarna öld og enn er sorfið að regnskógunum. Í áhrifaríku myndbandi bandaríska rapparans og aðgerðarsinnans Prince Ea er hugleitt hvernig það væri ef ekki væri lengur talað um Amason-regnskóginn heldur Amason-eyðimörkina.

Lesa meira

21.04.2015 : Birkisafinn tekinn að renna á ný

Birkið í Vaglaskógi er farið að bruma og þá er rétti tíminn til að tappa hinum meinholla birkisafa af trjánum. Settur hefur verið aftöppunarbúnaður á 40 tré í skóginum og gefa trén nú þegar tugi lítra á hverjum degi. Við fylgdumst með þegar Benjamín Örn Davíðsson aðstoðarskógarvörður tæmdi úr fötunum í gær.

Lesa meira

17.04.2015 : Plöntum trjám á degi jarðar

Dagur jarðar er á miðvikudaginn kemur, 22. apríl. Jarðarbúar eru hvattir til þess að gróðursetja á þessum degi eina trjáplöntu af tegund sem hentar skilyrðum á hverjum stað. Snemmbúið vorið á Íslandi gerir okkur kleift að taka þátt í þessum viðburði um allt land. Hvernig væri það?

Lesa meira

14.04.2015 : Sjálfboðaliðar á Mógilsá

Sjálfboðaliðahópur frá samtökunum SEEDS heimsótti Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, í gær og tók til hendinni. Ungmennin hjálpuðu starfsfólki Mógilsár við umhirðu á skóginum og fengu líka svolitla fræðslu um starfsemina.

Lesa meira

14.04.2015 : Nýr kortlagningarlykill kominn út

Ný og uppfærð útgáfa kortlagningarlykils fyrir grunngagnasöfnun við gerð ræktunaráætlana í skógrækt er komin út í Riti Mógilsár, tölublaði 33/2015. Lykillinn er tæki til að meta ástand og frjósemi lands og skipuleggja það til skógræktar.

Lesa meira

14.04.2015 : Mikilvægi örvera við endurhæfingu votlendis

Dr. Robin Sen, sérfræðingur í virkni vistkerfa og örverum, flytur fimmtudaginn 16. apríl fræðsluerindi um örverurannsóknir og endurhæfingu votlendis í Southern Pennies í Bretlandi. Erindið er öllum opið og verður flutt í sal 301, Sauðafelli, í húsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík.

Lesa meira

13.04.2015 : Hrymur í Landanum

Sjónvarpsþátturinn Landinn fjallaði um víxlfrævun evrópu- og rússalerkis sunnudaginn 12. apríl. Fylgst var með því þegar starfsfólk Skógræktar ríkisins og Norðurlandsskóga bar frjó milli tegundanna og Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna, sagði frá þessu kynbótastarfi.

Lesa meira

10.04.2015 : Málþing um Hekluskóga

Á málþingi um Hekluskóga sem haldið verður í Gunnarsholti á Rangárvöllum 16. apríl verður farið yfir stöðu verkefnisins, þann árangur sem náðst hefur og framtíðarhorfur á hinu víðfeðma starfsvæði Hekluskóga. Einnig verður fjallað um rannsóknaverkefni á starfsvæðinu og helstu niðurstöður.

Lesa meira

10.04.2015 : Áhrif eldgossins í Holuhrauni á skóga

Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, hefur í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands sótt um styrk til að meta áhrif eldgossins á skóga og lífríki í nágrenni þeirra. Áhrifin verða metin með þrennum hætti, með vöktun og sýnatöku á trjám, vatnssýnatöku úr dragalækjum á Héraði og mælingum á sýrustigi jarðvegs og botngróðri.

Lesa meira

09.04.2015 : Ráðstefna um Brunasand

Skógrækt á Brunasandi og áhrif hennar er meðal umfjöllunarefna á ráðstefnu sem haldin verður í Þjóðminjasafninu í Reykjavík laugardaginn 11. apríl. Verkefnið Mótun lands og samfélags er rannsóknarverkefni níu vísinda- og fræðimanna á Brunasandi, yngstu sveit á Íslandi, sem til varð í kjölfar Skaftárelda 1783 -1784. Rannsóknir á Brunasandi hafa staðið yfir sl. þrjú ár og lýkur með útgáfu á rannsóknarniðurstöðum í héraðsriti Skaftfellinga Dynskógum, sem kemur út 23. maí 2015. Lesa meira

09.04.2015 : Uppfærður frælisti

Nú er sáningartíminn farinn í hönd og upplagt að vekja athygli á nýuppfærðum frælista Skógræktar ríkisins. Fræmiðstöðin á Vöglum í Fnjóskadal selur trjáfræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

Lesa meira

08.04.2015 : Frævunardagur í fræhöllinni á Vöglum

Starfsfólk Skógræktar ríkisins á Norðurlandi og Norðurlandsskóga kom saman í fræhöllinni á Vöglum í Fnjóskadal í gær til að víxlfrjóvga evrópu- og rússalerkitrén sem þar eru ræktuð og búa til lerkiblendinginn ʽHrymʼ. Útlit er fyrir góða fræuppskeru í ár.

Lesa meira

08.04.2015 : Nýr ráðsmaður á Mógilsá

Elís Björgvin Hreiðarsson hefur tekið til starfa sem umsjónarmaður fasteigna á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá. Eitt fyrsta verk hans var að dytta að ryðguðum rörum í gróðurhúsi stöðvarinnar og fyrir liggur að mála hús að utan þegar vora tekur fyrir alvöru.

Lesa meira

01.04.2015 : Yfirítölunefnd leyfir aukna beit á Almenningum

Yfirítölunefnd úrskurðaði í dag um ítölu í afréttinn Almenninga í Rangárþingi eystra. Niðurstaða tveggja nefndarmanna af þremur var sú að leyfa mætti beit 60 lambáa á Almenningum sumarið 2015, samtals um 180 kindur. Einn nefndarmaður skilaði sératkvæði og lagði til að leyft yrði að beita tíu lambám á svæðið í sumar.

Lesa meira

01.04.2015 : Hafarnarvarp í grenitré í Fljótshlíðinni

Svo virðist sem hafarnarpar sé nú að undirbúa varp í grenitré í skóginum á Tumastöðum í Fljótshlíð. Ekki er vitað til þess að hafernir hafi áður orpið í trjám á Íslandi en tré eru hefðbundnir varpstaðir tegundarinnar erlendis. Sett hefur verið upp vefmyndavél svo fólk geti fylgst með varpinu.

Lesa meira

31.03.2015 : Vel heppnað námskeið í húsgagnagerð í Vaglaskógi

Námskeið í húsgagnagerð var haldið í Vaglaskógi um síðustu helgi. Fullbókað var á námskeiðið og einhverjir lentu á biðlista og komust ekki að. Á námskeiðum sem þessum er unnið með ferskt og þurrt efni svo gott sem beint úr skóginum, ýmist þverskorið eða flett bolefni. Húsakynni Skógræktar ríkisins á Vöglum henta afar vel til námskeiða af þessum toga.

Lesa meira

31.03.2015 : Illgresiseitur veldur sýklalyfjaónæmi

Vísindamenn hafa komist að því að snerting við þrjú algeng illgresislyf, meðal annars hið þekkta Roundup, leiði til þess að sjúkdómsvaldandi bakteríur þrói með sér ónæmi við sýklalyfjum sem mikið eru notuð til lækninga á fólki.

Lesa meira

30.03.2015 : Tíföldun í framleiðslu á tíu árum

Ágúst Ingi Jónsson blaðamaður fjallar um skógrækt í Baksviði Morgunblaðsins í dag, mánudaginn 30. mars, og tíundar þar sívaxandi afurðir íslenskra skóga og arðinn af þeim. Rætt er við Þröst Eysteinsson, sviðstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, og fram kemur að íslensku skógarnir gefi nú árlega þúsundir rúmmetra af trjáviði og tekjur af viðarsölu hérlendis hafi numið um 200 milljónum króna á síðasta ári.

Lesa meira

29.03.2015 : Skógar hafa hlutverk sem skiptir sköpum í loftslagsmálunum

Í tilefni af alþjóðlegum degi skóga 21. mars sendi alþjóðamiðstöð skógfræðirannsókna, CIFOR, frá sér fróðlegar greinar og myndband með viðtölum við framúrskarandi sérfræðinga. Vert þótti á þessum degi að vekja athygli á þýðingu skóga fyrir lífið á jörðinni á þessu ári sem skipt getur sköpum í samstarfi þjóða heims um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.

Lesa meira

26.03.2015 : Myndband á ensku um skógrækt á Íslandi

Gefin hefur verið út ensk útgáfa myndbandsins sem Skógrækt ríkisins gerði í tilefni af alþjóðlegum degi skóga, 21. mars 2015. Tilgangurinn er öðrum þræði að vekja athygli umheimsins á því að á Íslandi geti vaxið gjöfulir nytjaskógar og tækifærin séu mörg til nýskógræktar.

Lesa meira

25.03.2015 : Að lokinni Fagráðstefnu 2015

Fagráðstefna skógræktar 2015 var haldin í Borgarnesi dagana 11.-12. mars. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í samvinnu við NordGen Forest, skógarsvið norrænu erfðavísindastofnunarinnar, og var fyrri dagur hennar helgaður trjákynbótum að verulegu leyti með yfirskriftinni „Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum“. Seinni daginn voru flutt fjölbreytt erindi um hinar ýmsu hliðar skógræktar. Mörg tengdust þau fjölbreytilegum nytjum skóga og nýsköpun í þeim efnum.

Lesa meira

24.03.2015 : Glífósat líklegur krabbameinsvaldur

Hópur krabbameinssérfræðinga frá ellefu löndum hefur kveðið upp úrskurð um að efnið glífósat, sem er virka efnið í algengasta illgresiseitri heims, sé líklega krabbameinsvaldandi fyrir fólk. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að efnið geti valdið krabbameini í dýrum og efnið hefur einnig valdið skemmdum í erfðaefni mannsfrumna á rannsóknarstofum.

Lesa meira

23.03.2015 : Áhrif ösku úr Eyjafjallagosinu á finnskan mýrajarðveg

Út er komin í rafræna vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences grein eftir Mörju Maljanen o.fl. um áhrif ösku úr Eyjafjallagosinu á ýmsa jarðvegsþætti í finnskum mýrajarðvegi. Efnagreiningar á íslenskri eldfjallaösku gefa til kynna að bein áhrif eldgosa á Íslandi geti náð langt út fyrir landsteinana. Lesa meira

21.03.2015 : Alþjóðlegur dagur skóga í dag

Slagorð alþjóðlegs dags skóga er að þessu sinni Create a Climate Smart Future og felur í sér hvatningu um að við búum okkur framtíð sem felur í sér skynsamlegar lausnir í loftslagsmálum. Æ meira er rætt um mikilvægt hlutverk skóga í baráttunni við loftslagsbreytingar

Lesa meira

19.03.2015 : Málþing um mengun frá Holuhrauni

Málþing um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki verður haldið mánudaginn 23. mars í fundarsalnum Kötlu á 2. hæð á Hótel Sögu í Reykjavík. Þar verður miðlað upplýsingum um bein og óbein áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og hvernig eftirliti með menguninni er og verður háttað.

Lesa meira

19.03.2015 : Alþjóðlegur dagur skóga

Í tilefni af alþjóðlegum degi skóga laugardaginn 21. mars hefur Skógrækt ríkisins gefið út ljósmyndasyrpu með hugleiðingu um stöðu skóga og skógræktar á tímum örra breytinga í veðrakerfum náttúrunnar. Á alþjóðadegi skóga er það von okkar hjá Skógrækt ríkisins að fólk hugsi hlýlega til skóganna og hvað þeir gefa okkur í formi andlegra og veraldlegra gæða.

Lesa meirabanner5