Fréttir

29.12.2014 : Binding í skógum nauðsynlegt vopn í loftslagsbaráttunni

Alþjóðabankinn styður við verkefni sem stuðla að betri landnytjum í heiminum, meðal annars með því að flétta skógrækt við aðra landnýtingu. Aðstoðarforstjóri Alþjóðabankans telur mikla möguleika vera á landnýtingarsviðinu til að draga úr útblæstri koltvísýrings, meðal annars með skógrækt og loftslagsvænum aðferðum í landbúnaði.

Lesa meira

22.12.2014 : Bændur mæla með lifandi jólatrjám

Lennart Ackzell hjá sænsku bændasamtökunum segir að lifandi jólatré séu miklu betri fyrir umhverfið en gervitré, sérstaklega ef fólk kaupir tré úr nágrenni sínu. Með þessum skilaboðum óskar Skógrækt ríkisins öllum Íslendingum gleði og friðar á jólum og farsældar á komandi ári um leið og þakkað er fyrir skógræktarárið sem er að líða.

Lesa meira

19.12.2014 : Fyrr og nú - Gamla-Gróðrarstöðin

Á Krókeyri, innst í Innbænum á Akureyri suður undir flugvellinum, stendur myndarlegt tvílyft timburhús sem í daglegu tali er kallað Gamla-Gróðarstöðin. Húsið og skógurinn í kring er sögulegur minnisvarði fyrir íslenska skógrækt og garðrækt. Gaman er að skoða myndir sem teknar eru af þessu húsi með aldar millibili.

Lesa meira

17.12.2014 : Skógræktarritið komið út

Annað tölublað Skógræktarritsins 2014 hefur verið að berast áskrifendum síðustu daga og þar kennir að venju ýmissa grasa - eða trjáa. Tvær greinar í ritinu snerta ræktun jólatrjáa. Annars vegar fjallar Else Møller skógfræðingur um mögulega inngöngu Íslendinga í samtök jólatrjáaframleiðenda í Evrópu og Helgi Þórsson skógarbóndi skrifar ítarlega grein um reynsluna af jólatrjáarækt á Íslandi.

Lesa meira

17.12.2014 : Við skógareigendur komið út

Í nýútkomnu tölublaði tímaritsins Við skógareigendur fjallar Rakel Jónsdóttir skógfræðingur um gæðapróf á skógarplöntum og Úlfur Óskarsson, lektor við LbhÍ, veltir vöngum um haustgróðursetningu. Í blaðinu er viðtal við Eddu Björnsdóttur, fyrrverandi formann Landssamtaka skógarbænda og einnig rætt við skógarbændurna á Brennigerði í Skagafirði svo eitthvað sé nefnt.

Lesa meira

16.12.2014 : Gervitré eru bara að þykjast vera jólatré

Jólatré hafa verið áberandi í samfélagsumræðunni undanfarna daga eins og gjarnan er síðustu vikurnar fyrir jól. Skógarbóndi í Eyjafirði segir í útvarpsviðtali að gervijólatré séu bara að þykjast vera jólatré en sjálfur prófar hann sig áfram með ýmsar tegundir í jólatrjáaræktinni. Þá hefur líka heyrst í skógarverðinum á Suðurlandi um svipuð efni í útvarpinu.

Lesa meira

15.12.2014 : Jólabækur skógræktarmannsins

Skógræktarfólk vill fremur en nokkuð annað fá góða skógræktarbók í jólagjöf og þetta árið er vert að nefna fjórar sem koma sterklega til greina fyrir þessi jól. Þar er bók um belgjurtir sem bæta jarðveginn, önnur um ávaxtatré sem auka fjölbreytnina, sú þriðja með alhliða fróðleik um skógrækt og sú fjórða handbók um skaðvalda á trjám.

Lesa meira

15.12.2014 : Gremst að skógrækt skuli ekki fá aukin framlög

Árin fyrir hrun gróðursettu skógarbændur vegum landshlutaverkefnannaum fimm milljónir plantna árlega en nú er árleg gróðursetning rétt um tvær milljónir, segir Valgerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga, í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Mikil vonbrigði séu að framlög til skógræktar skuli ekki aukin í fjárlagafrumvarpinu. Áætla megi að ef haldið hefði verið áfram að gróðursetja með sama hraða og fyrir hrun hefðu skapast 40 ársverk vítt og breitt um landið. 
Lesa meira

12.12.2014 : Frumvarp um ný skógræktarlög lagt fram á haustþingi 2015

Fram kemur á vef Bændablaðsins í dag að nýtt skógræktarfrumvarp verði lagt fram á haustþingi 2015. Frumvarpið verði byggt á greinargerð endurskoðunarnefndar um skógræktarlög sem skilað var í júní 2012 þar sem lögð var áhersla á eflda skógrækt með margvíslegum ávinningi fyrir land og þjóð. Fyrir þessu taldi nefndin m.a. að öflugt rannsóknar- og þróunarstarf væri forsenda.  Lesa meira

09.12.2014 : Jólatré á ferð og flugi
Auka þarf jólatrjáarækt, segja skógarverðir

Starfsmenn skógarvarðarumdæmanna fjögurra hjá Skógrækt ríkisins hafa undanfarnar vikur unnið að því að fella jólatré, bæði torgtré og heimilistré. Skógarverðir Skógræktar ríkisins eru sammála um að auka þurfi jólatrjáaræktun í landinu. Hún hafi ekki aukist eins hratt hjá skógarbændum og vænst var og því sé Skógrækt ríkisins aftur að vinda upp seglin eftir nokkurt hlé. Hér verður farið yfir stöðuna í skógarvarðarumdæmunum fjórum.

Lesa meira

09.12.2014 : Lifibrauð fyrir 10 fjölskyldur

Umhverfisáhrif af jólatrjám eru minnst ef valin eru lifandi íslensk tré og nettóáhrif íslensku trjánna geta jafnvel verið jákvæð þegar upp er staðið. Þau hafa líka jákvæð áhrif á íslenskan efnahag. Gervijólatré eru versti kosturinn því framleiðsla þeirra, flutningur  og förgun hefur margvísleg áhrif á umhverfið. Innfluttum, lifandi trjám fylgja líka neikvæð umhverfisáhrif. Ef öll jólatré á markaðnum hérlendis væru íslensk gætu 10 fjölskyldur haft lifibrauð sitt af framleiðslu þeirra.

Lesa meira

04.12.2014 : Fyrr og nú - Stálpastaðir Skorradal

Óvíða hérlendis eru aðstæður betri til ræktunar greniskóga en í Skorradal. Breytingin sem þar hefur orðið með skógrækt á hálfri öld er mikil og nú gefur skógurinn verðmætan grisjunarvið. Myndir teknar með hálfrar aldar millibili við Braathens-steininn á Stálpastöðum sýna mikinn árangur.

Lesa meira

03.12.2014 : Hvassviðrið felldi tré

Óveðrið um síðustu helgi olli nokkrum skaða í nýgrisjuðum skógum í Norðtungu í Borgarfirði. Dálítið brotnaði líka af trjám í reitum sem grisjaðir voru í sumar á Vöglum í Fnjóskadal og Stálpastöðum í Skorradal en í öðrum skógum Skógræktar ríkisins varð ýmist mjög lítið tjón eða ekkert. Stálpaðir skógar eru viðkvæmir fyrir miklum stórviðrum í fáein ár eftir grisjun en styrkjast svo aftur.

Lesa meira

02.12.2014 : Selfossyfirlýsingin skilar sínu

Norræna ráðherranefndin hefur sent frá sér árangursskýrslu um þá vinnu sem unnin hefur verið í kjölfar Selfossyfirlýsingarinnar frá 2008 um sjálfbæra skógrækt. Svör við spurningum sem lagðar voru fyrir starfsfólk ráðherranefndarinnar sýna að samstarf á þessu sviði hefur aukist milli Norðurlandanna og við nágrannaríki eins og Eystrasaltslöndin.

Lesa meira

01.12.2014 : Brunnin stafafura grisjuð

Þessa dagana er verið að fella stafafuru í reit í Skriðufellsskógi í Þjórsárdal sem sinueldur barst í árið 1995 Áhugavert er að sjá hvernig furan hefur jafnað sig á brunanum.

Lesa meirabanner5