Fréttir

28.11.2014 : Skógarnám í Þjórsárskóla

Í vikunni endurnýjuðu Skógrækt ríkisins og Þjórsárskóli eldri samstarfssamning frá 2009 um þróun skógarfræðslu í skólastarfi Þjórsárskóla til næstu þriggja ára eða til ársins 2017. Samningurinn kveður meðal annars á um gerð skógarnámskrár sem tengist öllum námsgreinum í samþættu skógarnámi, eflir einstaklingsmiðað nám og fjölbreytta kennsluhætti.

Lesa meira

28.11.2014 : Miklir möguleikar í íslenska skóginum

„Mér fannst mikilvægt að reyna að búa til eitthvað sem tengir fólk við skóginn og við íslenska menningu,“ segir einn nemenda á lokaári vöruhönnunardeildar Listaháskóla Íslands sem opna sýninguna Wood You í kjallara skólans í Þverholti í Reykjavík.

Lesa meira
lupina-og-skogur-Brynja-H

27.11.2014 : Minningarsjóður Hjálmars og Else auglýsir eftir umsóknum

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Minningarsjóði Hjálmars R. Bárðarsonar og Else Bárðarson. Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknaverkefni í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Umsóknarfrestur er til 10. janúar

Lesa meira

26.11.2014 : Fyrr og nú - Mógilsá

Þegar starfsemi Skógræktar ríkisins hófst á Mógilsá fyrir hálfri öld var þar enginn skógur. Staðurinn var mjög vindasamur enda steyptist norðanáttin ofan af Esju og náði miklum hraða við fjallsræturnar. Nú hreyfir varla hár á höfði á hlaðinu við stöðvarhúsið á Mógilsá hvernig sem viðrar. Skógurinn á Mógilsá er gott dæmi um hversu mjög skógrækt getur breytt veðurfari til hins betra. Ekki þarf nema fáeina áratugi til að þessi áhrif verði veruleg.

Lesa meira

24.11.2014 : Skóggræðsla í Kóreu, Suður-Afríku og Eþíópíu

Suður-Kórea, Suður-Afríka og Eþíópía eru meðal þeirra fjölmörgu landa í heiminum sem nýta sér mátt trjágróðurs til landgræðslu og landbóta á svæðum þar sem gróðri hefur verið eytt og jarðvegseyðing orðið í kjölfarið. Með þessu starfi fæst aftur gjöfult land, bæði fyrir menn og náttúruna sjálfa, sjálfbær vistkerfi og líffjölbreytni.

Lesa meira

21.11.2014 : Garðahlynur við Laufásveg borgartréð 2014 í Reykjavík

Reykjavíkurborg og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa útnefnt borgartréð 2014. Að þessu sinni varð fyrir valinu fallegur garðahlynur við Sturluhallir, Laufásveg 49-51. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri útnefnir tréð borgartréð 2014 klukkan 17 í dag, föstudaginn 21. nóvember, og tendrar ljós á trénu.

Lesa meira
Tumastaðir

21.11.2014 : Gróðrarstöðin á Tumastöðum í gang á ný

Bændablaðið segir frá því í nýjasta tölublaði sínu frá 19. nóvember að líf hafi nú færst í gróðrarstöðina á Tumastöðum í Fljótshlíð sem Skógrækt ríkisins rak á sínum tíma við góðan orðstír. Hjónin Óskar Magnússon og Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir á Sámstaðabakka hafa tekið stöðina á leigu. Þau hyggjast viðhalda stöðinni og skapa þar störf.

Lesa meira

19.11.2014 : Góður árangur af sjálfboðastarfinu í Þórsmörk

Sjálfboðastarf að landbótum og stígagerð á Þórsmerkursvæðinu vekur athygli út fyrir landsteinana og vel gengur að ráða hæfa sjálfboðaliða til starfa. Mikið hefur áunnist þau tvö sumur sem sjálfboðaliðar hafa starfað á svæðinu en verkefnin eru óþrjótandi. Vel er hægt að ráða við aukinn ferðamannastraum, segir verkefnisstjórinn hjá Trail Team Volunteers sem stýrir starfi sjálfboðaliðanna

Lesa meira
Skrifstofa Skógræktar ríkisins á Mógilsá

18.11.2014 : Starf staðarhaldara á Mógilsá laust til umsóknar

Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá (Rannsóknasvið Skógræktar ríkisins) óskar eftir að ráða staðarhaldara á Mógilsá.  Staðarhaldara er ætlað að sjá um hús, bíla, tæki og verkfæri en einnig umhirðu nánasta umhverfis stöðvarinnar að Mógilsá á Kjalarnesi.  Þá aðstoðar staðarhaldari sérfræðinga á Mógilsá við ýmis rannsóknastörf. Umsóknarfrestur er til 15. desember. Lesa meira

14.11.2014 : Skógrækt á mikla möguleika í lífhagkerfinu

Á morgunfundi ThinkForest-verkefnisins sem haldinn var í húsakynnum Evrópuþingsins í Brussel  í gær, 13. nóvember, var rætt um þá möguleika sem atvinnugreinar byggðar á skógum eiga í þróuninni til lífhagkerfisins. Einnig voru þau vandamál til umræðu sem loftslagsbreytingarnar bera með sér og það mikilvæga hlutverk sem skógarnir geta gegnt í þeirri baráttu.

Lesa meira

12.11.2014 : Danskir skógtækninemar í verknámi á Suðurlandi

Þrír danskir skógtækninemar í grunnnámi við Agri college í Álaborg dvöldu hjá Skógræktinni á Suðurlandi um mánaðartíma í október og nóvember. Þau unnu við grisjun, kurlun, arinviðarvinnslu, gerð skógarstíga og fleira. Meðal verkefnanna var smíði trébrúar í Haukadalsskógi.

Lesa meira

10.11.2014 : CLIMFOR

Samstarf Rúmena, Norðmanna og Íslendinga í rannsóknarverkefninu CLIMFOR hófst formlega í síðustu viku með fundi í borginni Suceava í norðaustanverðri Rúmeníu. Meginmarkmið verkefnisins er að rannsaka veðurfarsbreytingar síðustu árþúsunda með árhringjum trjáa, vatnaseti og ísalögum hella. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, tekur þátt í verkefninu fyrir Íslands hönd.

Lesa meira

10.11.2014 : Vistsporin stigin í eldhúsinu

Fyrsta formlega framhaldsnámskeiðið í tálgun var haldið í byrjun nóvembermánaðar í Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi undir heitinu „Vistsporin stigin í eldhúsinu“. Námskeiðið var haldið á grundvelli samstarfssamnings um fræðslumál á milli Skógræktar ríkisins og Lbhí. Sérstaklega var unnið að gerð eldhúsáhalda úr tré sem geta leyst af hólmi innflutt og mengandi plastáhöld.

Lesa meira
Jórvík

07.11.2014 : Skógfræðingur óskast

Héraðs- og Austurlandsskógar óska eftir að ráða skógfræðing í stöðu verkefnastjóra (100% starf). Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í framsækið og krefjandi starf.

Lesa meira
Vaglaskógur

06.11.2014 : Nýr aðstoðarskógarvörður óskast að Vöglum

Skógrækt ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarskógarvarðar á Norðurlandi með aðsetur á Vöglum í Fnjóskadal. Þetta er fullt starf og heyrir undir þjóðskógasvið Skógræktar ríkisins. Það felst einkum í skipulagningu og framkvæmd verkefna í þjóðskógunum á Norðurlandi. 

Lesa meira

04.11.2014 : Góðir vinir hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum

Styrkur frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum gerði kleift að halda úti vinnuhóipum fjarri aðalbækistöðvum sjálfboðaliða í Þórsmörk í sumar og vinna þar að mikilvægum endurbótum.. Styrkurinn var formlega afhentur fulltrúa Skógræktar ríkisins og Þórsmörk Trail Volunteers í 20. ára afmælishófi Íslenskra fjallaleiðsögumanna nýverið.

Lesa meira

03.11.2014 : Newsweek fjallar um skógrækt á Íslandi

Bandaríska fréttatímaritið Newsweek fjallar í nýjasta tölublaði sínu um skógrækt á Íslandi og hvernig loftslagsbreytingar hjálpa til við útbreiðslu skóglendis á landinu. Það sé sérstakt á þessari breiddargráðu því víðast hvar á norðlægum slóðum hafi menn meiri áhyggjur af því að skógarnir líði fyrir ýmis vandamál sem fylgi hlýnandi loftslagi og færslu trjátegunda til norðurs.

Lesa meirabanner1