Fréttir

30.10.2014 : Heimsins mesta skógræktarverkefni

Í Kína er bændafólki greitt fyrir að rækta skóg á landbúnaðarlandi. Í einhverju stærsta skógræktarverkefni sem sögur fara af hefur þannig verið ræktaður nýr skógur á landsvæði sem samanlagt nemur ríflega þreföldu flatarmáli Íslands. Mikið verk er að meta árangur af slíku verkefni en markmið þess er ekki síst að hamla gegn uppblæstri og jarðvegseyðingu sem mikil skógareyðing á umliðnum árum hefur valdið.

Lesa meira

28.10.2014 : Útsýnisvegi lokað vegna lerkisjúkdóms í Wales

Váleg tíðindi berast nú af lerkiskógum í Wales. Frá og með 2. nóvember verður útsýnisveginum Cwmcarn Forest Drive road í Wales lokað vegna illvígs sjúkdóms sem þar herjar á lerki. Um 78% trjánna með fram veginum hafa sýkst af hættulegum þörungasveppi, Phytophthora ramorum, (larch disease). Fella verður trén.

Lesa meira

28.10.2014 : Sproti ársins

Toppsproti á stöku furutré í þjóðskóginum á Höfða vakti sérstaka athygli á dögunum þegar Héraðs- og Austurlandsskógar héldu þar námskeið í umhirðu ungskóga. Reyndist árssprotinn 2014 vera 105 cm langur sem er að öllum líkindum met hjá stafafuru hérlendis.

Lesa meira

23.10.2014 : Fyrr og nú - Nátthagi

Á innan við aldarfjórðungi hefur Ólafur Njálsson garðyrkjufræðingur breytt illa grónu landi í Ölfusi í gróskumikinn skóg þar sem hann rekur garðplöntustöðina Nátthaga. Myndir sem teknar eru með 20 ára millibili sýna árangurinn vel.

Lesa meira

21.10.2014 : Eilífðarvélin alaskaösp

Svo virðist sem iðnviðarskógur með alaskaösp geti vel endurnýjast af sjálfu sér eftir rjóðurfellingu þannig að óþarft sé að gróðursetja aftur í skóginn. Ef öspin reynist vera slík „eilífðarvél“ í íslenskri skógrækt eykur það til muna hagkvæmni asparskógræktar til viðarkurlsframleiðslu. Til að kanna þetta betur er nú verið að rjóðurfella aldarfjórðungsgamla ösp í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Lesa meira

21.10.2014 : Bændur bjarga heiminum

Hvernig er hægt að koma í veg fyrir frekari eyðingu frumskóga heimsins og er hægt að rækta á ný skóga þar sem þeir hafa horfið? Um þetta er fjallað í fyrstu fræðslumyndinni af þremur í sænsku röðinni The Green Planet. Þátturinn var sýndur á norsku sjónvarpsstöðinni NRK2 í gærkvöldi.

Lesa meira

20.10.2014 : Rafljós plata tré

Ljósið frá ljósastaurum við afleggjarann upp í Kjarnaskóg á Akureyri platar lerkitrén. Þau tré sem næst standa staurunum halda enn græna litnum meðan önnur tré eru orðin alveg gul. Haustið bregður upp alls kyns skemmtilegum myndum í skóginum.

Lesa meira

17.10.2014 : Mike Wingfield útnefndur nýr forseti IUFRO

Suður-Afríski prófessorinn Mike Wingfield var kosinn forseti IUFRO, alþjóðasamtaka um skógvísindi, á heimsráðstefnu samtakanna sem lauk í Salt Lake City 11. október. Hinn nýi forseti vill meðal annars styrkja enn alþjóðlegt samstarf nemenda í skógvísindum og stuðla að því að ráðamenn heimsins fái upp í hendur áreiðanleg gögn um skóga til að nýta við ákvarðanir um sjálfbæra framtíð jarðarbúa.

Lesa meira

17.10.2014 : Sýndu skóginn þinn

Forest Europe, ráðherraráð Evrópu um skógvernd, hleypti í gær, fimmtudag, af stokkunum ljósmyndasamkeppni þar sem meiningin er að þátttakendur sýni skóginn sinn. Mælst er til þess að ljósmyndirnar sýni hvernig skógarnir vernda okkur mennina og hvernig við getum verndað skógana.

Lesa meira

16.10.2014 : Fjárhús úr gegnheilum viði

Fyrirtækið Rogaland Massivtre AS reisir nú fjárhús í Suldal á Rogalandi í suðvestanverðum Noregi. Byggingin er reist úr gegnheilum viði og bóndinn sem lætur reisa húsið, Arve Aarhus, segir að með þessu móti fái hann þægilegra hús fyrir bæði skepnur og fólkið sem sinnir gegningum, góða hljóðeinangrun og náttúrlega loftræstingu.

Lesa meira

15.10.2014 : Endurbætur við Hjálparfoss

Framkvæmdir ganga vel við Hjálparfoss í Þjórsárdal þar sem í smíðum eru tröppur og pallar fyrir gesti sem koma til að skoða fossinn og umhverfi hans. Lagðir verða vel afmarkaðir stígar og ætti svæðið því að þola betur sívaxandi straum ferðamanna. Gróður hafði mjög látið á sjá við Hjálparfoss allrasíðustu ár.

Lesa meira

14.10.2014 : Áhrif ferðamanna á náttúru Íslands

Landgræðslan og Umhverfisstofnun standa í samvinnu við Ferðamálastofu fyrir málþingi um áhrif ferðamanna á náttúru Íslands.

Lesa meira

14.10.2014 : Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal frá 1587 til 1938

Friðþór Sófus Sigurmundsson, doktorsnemi við Háskóla Íslands, ræðir um hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal 1587-1938 á fyrsta Hrafnaþingi haustsins hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Lesa meira

14.10.2014 : Ljóðaganga í Hallormsstaðaskógi

Ljóðaganga verður haldin í trjásafninu á Hallormsstað á fimmtudagskvöld, 16. október kl 20. Gangan er liður í dagskrá Litlu ljóðahátíðarinnar í Norðausturríki og er haldin í samvinnu við Skógrækt ríkisins.

Lesa meira

13.10.2014 : Stórir viðarstaflar á Vöglum og í Hvammi

Grisjun hefur gengið vel þetta árið í skógum landsins. Með tilkomu grisjunarvélar er nú hægt að ná meira viðarmagni úr skógunum. Viðarmagn sem ekið verður úr Stálpastaðaskógi í haust losar eitt þúsund rúmmetra ef áætlanir standast og nú er að hefjast akstur á timbri úr Vaglaskógi þar sem milli átta og níu hundruð rúmmetrar standa nú í stæðum eftir grisjun í sumar.

Lesa meira

13.10.2014 : Hengibrú sem ekki hangir valin besta tillagan

Tillaga Eflu verkfræðistofu og Studio Granda varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal á Þórsmörk. Brúin gerir Þórsmörkina aðgengilegri fyrir flest fólk, opnar gönguleiðir og dreifir ferðamannastraumnum betur um svæðið. Hún eykur líka öryggi gesta í Þórsmörk þegar mikið er í ám. Kynningarfundur um brúna og samkeppnina verður haldinn í Goðalandi í Fljótshlíð 22. október kl. 20.

Lesa meira

08.10.2014 : Skógar eitt aðalvopnið gegn loftslagsbreytingum

Fulltrúar ríkisstjórna yfir 30 landa, þrjátíu fyrirtækja og 60 samtaka, meðal annars samtaka frumbyggja, hafa lýst stuðningi við New York yfirlýsinguna um skóga sem gerð var 23. september á loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Með yfirlýsingunni var mörkuð sú stefna að draga úr skógareyðingu um helming fyrir árið 2020 og stöðva hana alveg fyrir 2030.

Lesa meira

08.10.2014 : Heimsráðstefna IUFRO í Brasilíu 2019

Tuttugasta og fimmta heimsráðstefna alþjóðasambands rannsóknarstofnana í skógvísindum verður haldið í Curitiba í Brasilíu í októbermánuði árið 2019. Þetta var ákveðið á fyrsta fundi alþjóðaráðs IUFRO á heimsráðstefnunni sem nú stendur yfir í Salt Lake City í Bandaríkjunum.

Lesa meira

07.10.2014 : Skógur sem hvarf fær framhaldslíf

Skógræktarsvæði í hlíðinni ofan við byggðina á Patreksfirði þurfti að víkja fyrir snjóflóðavarnargörðum sem nú er verið að leggja lokahönd á. Myndarlegir bolir úr skógræktinni verða notaðir á staðnum því húsgögn í útikennslustofu verða gerð af viði úr skóginum sem hvarf.

Lesa meira

06.10.2014 : Ráðstefna NordGen Forest

Á ráðstefnu NordGen Forest sem haldin var í Noregi í september var mikið rætt um hvernig skógræktendur á Norðurlöndunum gætu búið sig undir hlýnandi veðurfar og hvernig nýta mætti loftslagslíkön til að undirbúa skógræktina á komandi árum og áratugum. Fimmtíu sérfræðingar hvaðanæva af Norðurlöndunum sóttu ráðstefnuna.

Lesa meira

06.10.2014 : Fyrr og nú - Hálsmelar

Þurrir og berir melar í landi Háls í Fnjóskadal hafa tekið stakkaskiptum á fáum árum og eru nú óðum að hverfa í skóg. Um 130 þúsund plöntur hafa verið gróðursettar, að mestu leyti í sjálfboðavinnu.

Lesa meira

03.10.2014 : Íslenskur viður í Landbúnaðarsafninu

Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið fluttust formlega í nýtt húsnæði í gær, Halldórsfjós svokallað á Hvanneyri. Timbur í innréttingar var sótt í gjöfula skóga Skorradals. Afgreiðsluborð, sýningarborð og ræðupúlt er meðal þess sem smíðað var úr Skorradalstimbri. Lesa meira

03.10.2014 : Stærsta skógvísindaráðstefna heims að hefjast

Stærsta skógvísindaráðstefna heims verður haldin í borginni Salt Lake City í Utah dagana 5.-11. október. Þar hittast meira en 3.500 vísindamenn og sérfræðingar. Þetta er tuttugasta og fjórða heimsráðstefna IUFRO, alþjóðlegs sambands rannsóknarstofnana í skógvísindum. Á ráðstefnunni verður rætt um mikilvægi skóga sem tækis til að bregðast við ýmsum vaxandi vandamálum sem samfélag manna á jörðinni stendur nú frammi fyrir.

Lesa meira

02.10.2014 : Traktorstorfæra á Stálpastöðum

Undanfarnar vikur hefur verið unnið við grisjun með grisjunarvél í greniskógi á Stálpastöðum í Skorradal. Afraksturinn verða rúmlega eitt þúsund rúmmetrar af trjáviði sem seldir verða Elkem á Grundartanga nema sverustu bolirnir sem verða flettir í borðvið. Viðnum er ekið út úr skóginum með dráttarvélum sem er ekki heiglum hent eins og sést í myndbandi sem fylgir þessari frétt.

Lesa meira

02.10.2014 : Skógræktarfélög senda ályktun um Teigsskóg

Skógræktarfélag Íslands og sjö aðildarfélög þess í Vestfirðingafjórðungi leggjast ekki gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. Félögin sendu frá sér ályktun þessa efnis í dag og segja engin náttúrufræðileg rök hníga gegn þessum nauðsynlegu vegabótum í landshlutanum.

Lesa meira
Viðarvinnsla á Hallormsstað

01.10.2014 : Afurðastöð með nytjavið

Skógarbændur á Austurlandi kanna nú möguleika á stofnun afurðastöðvar sem annast myndi sölu á ýmsum nytjavið sem fellur til í fjórðungnum. „Menn hafa legið yfir þessu að undanförnu. Eru nú að fara yfir tölur og reikna sig áfram. Það er ljóst að koma þarf vinnslu og sölu skógarafurða í farveg á næstu árum,“ segir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi í samtali við Morgunblaðið í dag.
Lesa meira

01.10.2014 : Tónar úr trjám

Þýskur grafískur hönnuður hefur þróað aðferð til að túlka mynstur árhringja í píanótónum. Mismunandi vaxtarhraði trjáa og vaxtarlag gefur mismunandi tónlist. Vægast sagt sérhæfð og nýstárleg skógarafurð!

Lesa meira

01.10.2014 : Fyrirlestur um göngustíga

Landvernd efnir til hádegisfyrirlestrar um þróun göngustíga föstudaginn 3.október kl. 12.15 í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands. Bob Aitken, skoskur landfræðingur og ráðgjafi í umhverfismálum á útivistarsvæðum, veltir upp leiðum til að takast á við stígamál á Íslandi með auknum ferðamannastraumi.

Lesa meirabanner5