Fréttir

26.09.2014 : Eldgos og skógrækt

Ekki er enn hægt að meta hversu mikið losnar af koltvísýringi í eldsumbrotunum sem standa yfir norðan Vatnajökuls. Þar að auki er koltvísýringslosun frá eldstöðum aðeins örlítið brot af því sem losnar af mannavöldum í heiminum. Önnur lofttegund sem eldstöðin spúir er mun viðsjárverðari mönnum og náttúru. Það er brennisteinstvíoxíð, SO2, sem getur í versta falli haft þau áhrif að kólni í veðri. Ekki er þó hætta á því nema í meiri háttar sprengigosum. Skógrækt getur dregið verulega úr umhverfisáhrifum vegna eldgosa.

Lesa meira

26.09.2014 : Skógræktarmenn frá Finnlandi á Stálpastöðum

Finnskir skógræktarmenn heimsóttu í gær Stálpastaðaskóg í Skorradal og nutu leiðsagnar Valdimars Reynissonar skógarvarðar um skóginn. Finnarnir gerðu góðan róm að skóginum. Einn úr hópnum gat gefið góð ráð um vinnubrögð við grisjun með grisjunarvél sem einmitt er þar að störfum þessa dagana.

Lesa meira

26.09.2014 : Fyrr og nú - Lundur Dalbæjarbóndans

Guðmundur Sveinsson frá Feðgum í Meðallandi gerði djarflega tilraun til skógræktar í ungu hrauni þegar hann hóf skógrækt á litlum reit í Eldhrauni árið 1978. Tilraunin tókst ljómandi vel. Trén sjá nú um sig sjálf og mikill munur að líta yfir reitinn frá því sem var fyrir 15 árum.

Lesa meira

25.09.2014 : Birkifræ til Hekluskóga

Á síðustu árum hefur almenningur safnað birkifræi fyrir Hekluskóga og lagt drjúgan skerf að því mikilvæga verkefni. Þótt heldur minna sé af fræi þetta árið en undanfarin haust má víða finna allmörg tré með fræi. Endurvinnslan hf. aðstoðar verkefnið með því að taka á móti fræi frá almenningi á móttökustöðvum í Reykjavík og senda til Hekluskóga. Ræktun birkiskóga í grennd við eldfjöll minnkar hættuna á gróður- og jarðvegseyðingu í kjölfar öskugosa.

Lesa meira

23.09.2014 : Starfsfólk NordGen í Haukadalsskógi

Árleg starfsmannaferð norræna genabankans NordGen var farin til Íslands þetta árið og í dag tók Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, á móti hópnum í Haukadalsskógi. Gestunum þótti mikið koma til myndarlegra trjánna í skóginum og höfðu á orði að þetta væri „alvöru skógur“.

Lesa meira

23.09.2014 : Trén vaxa miklu hraðar

Nýjar niðurstöður vísindamanna hafa leitt í ljós að trjágróður um allan heiminn vex verulega hraðar nú en hann gerði fyrir árið 1960. Sérfræðingar við tækniháskólann í München í Þýskalandi, Technische Universität München (TUM), settu nýlega fram haldbær gögn um þetta undur úr ríki náttúrunnar. Í Mið-Evrópu vaxa beyki- og grenitré nú nærri tvöfalt hraðar en fyrir hálfri öld.

Lesa meira

19.09.2014 : Eitt besta skógræktarsumarið í langan tíma

Rúnar Ísleifsson, skógarvörður á Norðurlandi, segir að leita þurfi mörg ár aftur í tímann til að finna sambærilegan trjávöxt og var í sumar. Í framhaldi af því spáir hann góðum vexti barrtrjáa næsta sumar, verði veðurfar þokkalegt. Rætt var við Rúnar í sjónvarpsfréttum. Lesa meira

18.09.2014 : Ryðleysið í Sandlækjarmýrinni

Frábærar yfirlitsmyndir voru teknar með flygildi (dróna) yfir skóginum í Sandlækjarmýri í lok síðasta mánaðar. Nær ekkert lerki er í grennd við þessar aspir og því nær asparryðið sér ekki á strik. Þetta sýnir að asparskóg með klónum sem móttækilegir eru fyrir ryði má auðveldlega rækta á ryðfrían hátt sé þess gætt að ekkert lerki sé í nánd.

Lesa meira

18.09.2014 : Veðurspá 2050

Í myndbandi þar sem spáð er í veðrið á Íslandi árið 2050 er gert ráð fyrir því að birki geti vaxið um nær allt landið, þar á meðal hálendið. En veðurfarsbreytingarnar hafa ekki eingöngu gott í för með sér fyrir Ísland frekar en önnur svæði á jörðinni. Spáð er mikilli úrkomu á landinu um mestallt landið en síst þó á Norðaustur- og Austurlandi.

Lesa meira

18.09.2014 : Fyrr og nú

Við hleypum nú af stað nýrri myndasyrpu hér á vef Skógræktar ríkisins og köllum hana „Fyrr og nú“. Fyrsta myndaparið sendi Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi. Myndirnar eru teknar í Langadal á Þórsmörk og sýna glögglega hversu mjög birkið hefur sótt fram frá því Mörkin var friðuð fyrir beit fyrir um 80 árum. Óskað er eftir myndum af þessum toga af skóglendi vítt og breitt um landið þar sem breytingar á landi með skógarækt sjást vel.

Lesa meira

15.09.2014 : Tré bjarga mannslífum

Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum er áætlað að trjágróður bjargi árlega yfir 850 manns frá dauða þar í landi með því að hreinsa andrúmsloftið, einkum í þéttbýli. Með sama hætti eru trén talin koma í veg fyrir um 670 þúsund tilfelli bráðaeinkenna í öndunarvegi. Efnahagslegur sparnaður af þessu er metinn á um 850 milljarða íslenskra króna.

Lesa meira

10.09.2014 : Evrópulerki tré ársins hjá SÍ

Skógræktarfélag Íslands hefur útnefnt virðulegt og rótgróið evrópulerki (Larix decidua) tré ársins 2014. Tréð stendur við Arnarholt í Stafholtstungum og verður sæmt titlinum við hátíðlega athöfn sunnudaginn 14. september kl. 14.

Lesa meira

08.09.2014 : OECD veitir Íslendingum tiltal um gróður- og jarðvegsmál

Styrkjakerfið í íslenskum landbúnaði ýtir undir ofbeit og tilheyrandi gróður- og jarðvegseyðingu, að mati höfunda nýrrar skýrslu OECD um umhverfismál á Íslandi. Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd mjög fyrir lítið eftirlit og að rofskýrslunni svokölluðu frá 1997 skuli ekki hafa verið fylgt eftir.

Lesa meira

04.09.2014 : Leið til bjargar Amason-frumskóginum

Ný tækni sem vísindamenn eru að þróa við Wake Forest háskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum gæti gagnast til að hamla gegn geigvænlegum afleiðingum skógareyðingar og námuvinnslu í stærsta regnskógi heims, Amason-frumskóginum. Með því að þróa aðferðir við vinnslu lífkola úr bambus og koma á nýjum búskaparháttum er talið að vinna megi gegn skógareyðingu, auka tekjur bænda og binda kolefni.

Lesa meira

01.09.2014 : Sigurður Blöndal látinn

Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, lést á Egilsstöðum 26. ágúst á nítugasta aldursári. Hann verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 6. september kl. 13.

Lesa meirabanner2