Fréttir

28.08.2014 : Milljarð í „græna gullið“

Flokkur sósíaldemókrata í Svíþjóð vill fjölga störfum í skógargeiranum um 25.000 fram til ársins 2020 og draga í leiðinni úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Skógar séu um alla Svíþjóð og því verði ný störf í skógum til um allt landið líka.

Lesa meira

27.08.2014 : Skoðun á þinkvæmum í Þjórsárdal

Mikið sér á furu og fjallaþin á Suðurlandi eftir rysjótt veður á fyrstu mánuðum ársins. Trén eru sviðin og ljót og talsvert um að tré hafi drepist. Í athugun á fjallaþin í Þjórsárdal í júlí kom í ljós að tvö kvæmi litu áberandi best út.

Lesa meira

27.08.2014 : Verðmæt efni úr íslensku birki

Útflutningur er að hefjast til Bandaríkjanna á líkjörum og snöfsum sem framleiddir eru úr íslenskum birkisafa hjá fyrirtækinu Foss distillery. Stefnt er að því að vörurnar verði komnar á markað ytra í byrjun október. Mögulegt er talið að vinna verðmæt efni úr íslenskum birkiskógum og skapa af þeim meiri arð en áður hefur verið unnt.

Lesa meira

26.08.2014 : Styrkir á vegum NordForsk kynntir

Rannís og NordForsk efna til kynningarfundar miðvikudaginn 27. ágúst á Gand Hótel í Reykjavík þar sem fjallað verður um styrkjamöguleika á vegum NordForsk og mikilvægi norræns vísindasamstarfs. Einnig verður kynning á NORDRESS, nýju öndvegissetri um náttúruvá og öryggi samfélaga sem hlaut nýlega 420 milljóna rannsóknastyrk frá NordForsk.

Lesa meira

25.08.2014 : Aspir mjög „ryðgaðar“ í uppsveitum Suðurlands

Mikið ryð er nú í ösp víða í uppsveitum á Suðurlandi. Versti ryðfaraldurinn til þessa var sumarið 2010, en ástandið nú er jafnvel verra en þá. Sumarið 2011 mátti víða sjá kalsprota sem voru afleiðing ryðsins árið áður. Ástæða er til að óttast að svipað gerist nú. Annars verður afleiðingin minni vöxtur á næsta ári en eðlilegt er. Ráðlegt er að gróðursetja einungis asparefnivið með gott ryðþol þar sem saman á að vaxa lerki og ösp.

Lesa meira

25.08.2014 : Hindberjaskógur á Hallormsstað

Hindber gætu orðið skemmtileg viðbót við berjaflóruna hér á landi. Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austurlandi, hitti Bergrúnu Örnu Þorsteinsdóttur aðstoðarskógarvörð í myndarlegum hindberjaskógi á Hallormsstað og gerði skemmtilega frétt um hindberjarækt í skógi

Lesa meira

22.08.2014 : Hæstu tré á Íslandi - yfir sjó

Lítil sem engin sauðfjárbeit er efst í austanverðum Austurdal í Skagafirði. Í ferð skógræktarmanna þar um í síðustu viku sást greinilega að birki á svæðinu er í mikilli framför. Birki í Stórahvammi mældist vera í 624 metra hæð yfir sjávarmáli og er að öllum líkindum hæsta villta tré á Íslandi - yfir sjó

Lesa meira

20.08.2014 : Nagað birki á Almenningum

Ljóst er að sauðfjárbeit á Almenningum skaðar birkitré og hamlar framvindu og útbreiðslu birkiskóga. Þetta sér hvert mannsbarn eftir stutta gönguferð um beitilönd á Almenningum. Sums staðar er birkið uppnagað og mun með áframhaldandi beit eyðast. Skemmdirnar sjást vel á nýjum myndum frá svæðinu.

Lesa meira

19.08.2014 : Skógrækt verður aukin á ný

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gaf fyrirheit um það í opinberriheimsókn sinni til Skógræktar ríkisins á Fljótsdalshéraði í gær að hann myndi beita sér fyrir því að fé til skógræktar yrði aukið í fjárlögum næsta árs. Hann tók undir orð skógræktarstjóra um að grænna Ísland væri betra Ísland og sagðist styðja hugmyndir um landsáætlun í skógrækt sem stuðlaði að sátt um skógrækt í landinu.

Lesa meira

14.08.2014 : Opinber heimsókn ráðherra til Skógræktar ríkisins

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis og auðlindaráðherra, heldur í opinbera heimsókn á Austurland mánudaginn 18. ágúst. Fyrir hádegi heimsækir hann höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum og starfstöð skógarvarðarins á Hallormsstað.

Lesa meira

14.08.2014 : Spennandi furutilraun

Sænskur úrvalsefniviður af stafafuru og skógarfuru hefur verið settur niður í tilraunareitum á nokkrum stöðum hringinn í kringum landið. Markmiðið með tilrauninni er að finna efnivið sem hentar í skógrækt hérlendis og ef það tekst getur sparast áratuga vinna í kynbótum fyrir timburskógrækt með furu.

Lesa meira

14.08.2014 : Hæsta tré landsins 26,1 metri

Sitkagrenitré sem í nokkur ár hefur verið talið hæsta tré landsins er nú komið yfir 26 metra hæð. Tréð hefur vaxið hálfan metra í sumar. Tréð var mælt með nýjustu tækni í gær. Það hefur á 65 ára vaxtartíma sínum bundið 2,1 tonn af koltvísýringi.

Lesa meira

14.08.2014 : Á hverju þrífst ertuyglan best?

Undanfarna daga hefur farið að bera á svart- og gulröndóttri lirfu ertuyglunnar á Suður- og Vesturlandi. Þetta er heldur seint miðað við fyrri ár og kann að vera að kuldinn í fyrrasumar hafi haft þessi áhrif. Nú er í gangi beitartilraun þar sem kannað er hvort ertuyglulirfur þrífast betur á einni fæðutegund en annarri.

Lesa meira

12.08.2014 : Binding með nýskógrækt

Skógar taka upp gróðurhúsalofttegundina koltvísýring úr andrúmsloftinu og geyma hann. Jafnvel þótt okkur Íslendingum þyki Noregur vera þakinn skógi gætu Norðmenn samt aukið mjög kolefnisbindingu skóga sinna með nýskógrækt. Um þetta er fjallað á vef norsku umhverfisstofnunarinnar, Miljødirektoratet. Fram kemur að árið 2011 hafi nettóbinding koltvísýrings í norskum skógum numið 32 milljónum tonna.

Lesa meira
skograektarf_isl_logo

12.08.2014 : Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands

Framtíðarsýn Elkem á Íslandi og eplarækt á Akranesi er meðal umræðuefna á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður á Akranesi 15.-17. ágúst. Gestgjafar fundarins eru Skógræktarfélag Akraness og Skógræktarfélag Skilmannahrepps.

Lesa meira

12.08.2014 : Formaður loftslagsnefndar SÞ gróðursetur tré í Noregi

Í dag, þriðjudaginn 12. ágúst, gróðursetur formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, Dr. Rajendra K. Pachauri, tré í Arendal syðst í Noregi með aðstoð norska umhverfisráðherrans, Tine Sundtoft. Gróðursetningin er táknræn athöfn til að undirstrika mikilvægt hlutverk skóga í loftslagsmálunum.

Lesa meira

11.08.2014 : Eyðing Þjórsárdalsskóga rædd í Útvarpinu

Í þættinum Sjónmáli á Rás 1 var í morgun rætt við Friðþór Sófus Sigurmundsson, landfræðing og doktorsnema, um eyðingu Þjórsárdalsskóga. Friðþór er er einn þriggja höfunda fræðigreinar um eyðingu birkiskóga Þjórsárdals á 350 ára tímabili. Lesa meira

07.08.2014 : Birkiryð snemma á ferðinni

Birki er tekið að gulna í skógum víða um land. Ekki eru það haustlitirnir sem svo eru fljótir á sér heldur lætur birkiryðið óvenjusnemma á sér kræla þetta sumarið. Líklega má kenna það vætunni og hlýindunum sem verið hafa í sumar.

Lesa meira

07.08.2014 : Fræðigrein um eyðingu birkiskóga Þjórsárdals

Ofnýting birkiskógarins í Þjórsárdal var ein stærsta ástæða þess að skógurinn hvarf að mestu á um 14.000 hektara svæði í dalnum frá seinni hluta sextándu aldar fram á þá tuttugustu. Stóran þátt í þessari ofnýtingu átti biskupsstóllinn í Skálholti og lénskirkjur hans eða prestsetur. Um þetta fjalla þrír íslenskir vísindamenn í grein sem nýkomin er út í tímaritinu Human Ecology.

Lesa meira

07.08.2014 : Nýr bæklingur um Stálpastaðaskóg

Stálpastaðaskógur er skemmtilegur skógur í hlíðóttu landslagi í norðanverðum Skorradal. Um þennan vinsæla skóg liggja göngustígar með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni. Nú er kominn út bæklingur með upplýsingum um skóginn og korti af gönguleiðum.

Lesa meira

06.08.2014 : Að kaupa skógi vernd

Hátt í tvö þúsund hektarar af tjarfuruskógum hafa verið verndaðir á svæði sem kallast Longleaf Ridge í austanverðu Texasríki í Bandaríkjunum. Eigendur halda skóginum en hafa selt ráðstöfunarrétt sinn yfir skógnum að hluta til. Aðeins um þrjú prósent eru eftir af upprunalegum tjarfuruskógum vestra.

Lesa meira

05.08.2014 : Lokaráðstefna Kraftmeiri skóga og aðalfundur LSE

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda verður haldinn í Miðgarði í Skagafirði 29.-30. ágúst. Í tengslum við aðalfundinn verður einnig haldin lokaráðstefna Kraftmeiri skóga. Skógareigendur á Norðurlandi sjá um undirbúning og skipulagningu aðalfundarins að þessu sinni.

Lesa meirabanner5