Fréttir

Kirkjubæjarklaustur

30.07.2014 : Hæsta tré á Íslandi

Eitt sinn ógnaði sandfok byggðinni á Kirkjubæjarklaustri en nú vex þar myndarlegur skógur sem státar af hæsta tré á Íslandi, sitkagreni sem var ríflega 25 metra hátt sumarið 2012. Annað sitkagrenitré í sama skógi er 70 cm svert í brjósthæð manns og inniheldur líklega um tvo rúmmetra af trjáviði.

Lesa meira

28.07.2014 : Degliregnskógar

Á liðnu hausti heimsótti íslenskt skógræktarfólk regnskógana í Quinault-dalnum á vestanverðum Ólympíuskaga í Washingtonríki í Bandaríkjunum. Allt skógræktarfólk ætti einhvern tíma á ævinni að upplifa með berum augum og í návígi stórkostleg og risastór tré eins og þarna eru.

Lesa meira
Gönguleið í Stálpastaðaskógi

25.07.2014 : Sumarverkin á Vesturlandi - nýr bæklingur um Stálpastaði

Helstu tíðindi úr umdæmi skógarvarðarins á Vesturlandi í sumar eru að nú er kominn út bæklingur um Stálpastaðaskóg með korti, gönguleiðum og öðrum upplýsingum. Gönguleið verður gerð í sumar í landi Litla-Skarðs í Norðurárdal fyrir styrk frá atvinnuvegaráðuneytinu til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Mjög blautt er nú í skógunum í Skorradal og víðar á Vesturlandi, svo mjög að erfitt er víða að fara um með vélar.

Lesa meira

24.07.2014 : Metuppskera á Hrymsfræi

Aldrei hefur verið meiri uppskera af lerkifræi en í fyrra í fræhöllinni á Vöglum í Fnjóskadal þar sem frjóvgað er saman rússalerki og evrópulerki svo út kemur blendingsyrkið ‚Hrymur‘. Helmingi fræsins var dreift til gróðrarstöðva í vor en hinn helmingurinn geymdur til næsta árs. Því ætti talsvert að verða tiltækt af Hrym til gróðursetningar bæði 2015 og 2016.

Lesa meira

23.07.2014 : Kristján Jónsson á Veturliðastöðum kvaddur

Laugardaginn 19. júlí var jarðsunginn á Hálsi í Fnjóskadal Kristján Jónsson, bóndi á Veturliðastöðum. Kristján vann hjá Skógrækt ríkisins í aldarfjórðung eða svo. Hann var hagur á járn og tré og smíðaði m.a. vél til að leggja út plast fyrir skjólbelti.

Lesa meira

22.07.2014 : Vel heppnaður skógardagur á Vöglum

Skógardagur var haldinn á Vöglum í Fnjóskadal sunnudaginn 20. júlí í björtu og fallegu veðri og tæplega 20 stiga hita. Sýnd var grisjunarvél að störfum og vakti mikla athygli og hrifningu gesta sem voru nokkuð á annað hundrað talsins. Einnig var fræframleiðslan í fræhöllinni á Vöglum kynnt og eldiviðarframleiðslan.

Lesa meira

21.07.2014 : Skógræktin 25% af loftslagsskuldbindingu

Miklar breytingar eiga sér nú stað í gróðurfari landsins vegna hlýnunar loftslags. Fyrirhuguð nýskógrækt gæti uppfyllt fjórðung af skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum fram til 2020. Þetta kom fram í spjalli við Brynhildi Bjarnadóttur, doktor í skógvistfræði og lektor við Háskólann á Akureyri, í þættinum Sjónmáli á Rás 1.

Lesa meira

21.07.2014 : Eikarskógar á Íslandi og mikill trjávöxtur í sumar

Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, ræddi um möguleikana á eikarskógrækt á Íslandi og mikinn trjávöxt það sem af er sumri í tveimur fréttum sem sendar voru út á Stöð 2 um helgina.

Lesa meira

21.07.2014 : Innlandslerki líður fyrir hlýnandi loftslag

Lerkikvæmi frá svæðum þar sem ríkir meginlandsloftslag líða fyrir hlýnandi loftslag hér á landi. Dæmi um þetta er kvæmið Tuva sem gjarnan byrjar að vaxa í hlýindaköflum á vetrum, kelur svo í vorfrostum og verður viðkvæmt fyrir sveppasjúkdómum. Rétt væri að stytta vaxtarlotu þessara skóga og rækta aðrar tegundir í staðinn, segir Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna.

Lesa meira

18.07.2014 : Skógrækt í skýrslu starfshóps um landnotkun

Í könnun sem gerð var meðal sveitarfélaga, hagsmunaaðila og stofnana kemur fram að togstreita sé algeng milli skógræktarmanna og búfjáreigenda í dreifbýli þar sem lausaganga búfjár er heimil. Þetta er meðal þess sem finna má í allgóðu yfirliti um skógrækt í áfangaskýrslu starfshóps um undirbúning skipulags landnotkunar í dreifbýli sem skilað hefur verið til umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

18.07.2014 : Staða og þróun viðarsölu

Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, fjallar um stöðu og þróun viðarsölu Skógræktar ríkisins í nýtútkomnu Ársriti Skógræktarinnar. Fram kemur m.a. að árið 2013 voru seldir tæplega 3.500 rúmmetrar af viðarkurli en um miðjan síðasta áratug var salan að jafnaði kringum 250 m3 á ári. Salan hefur því meira en tífaldast á áratug.

Lesa meira
Skjólgirðing sett upp.

17.07.2014 : Áfangaskýrslu um landnotkun í dreifbýli skilað til ráðherra

Starfshópur um undirbúning skipulags landnotkunar í dreifbýli hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra áfangaskýrslu. Dregin eru fram í skýrslunni atriði sem huga þarf að í tengslum við landnotkun í landsskipulagsstefnu, meðal annars stuðningur við skógrækt með tilliti til mismunandi skógræktarskilyrða. Bændablaðið segir frá.

Lesa meira

17.07.2014 : Þjóðgarðsvörður vill stöðva skógrækt í nokkur ár

Í þættinum Sjónmáli á Rás 1 hefur undanfarna daga verið fjallað um breytt vaxtarskilyrði trjágróðurs á Íslandi. Rætt hefur verið við tvo starfsmenn Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, Björn Traustason landfræðing og Aðalstein Sigurgeirsson forstöðumann, en einnig Snorra Baldursson, líffræðing og þjóðgarðsvörð, sem beinir spjótum sínum mjög að þeirri skógrækt sem stunduð er á Íslandi. Lesa meira

17.07.2014 : Lúðrasveitin bjó til skífurnar

Í lúðrasveit þorpsins Krumbach í Austurríki eru handlagnir menn sem útbjuggu skífur á eitt þeirra strætóskýla sem hönnuð voru og sett upp í samvinnuverkefni heimamanna og arkitekta víða að úr heiminum. Eitt skýlið hannaði Dagur Eggertsson, arkitekt í Ósló, ásamt félögum sínum og viðarskífurnar utan á það útbjuggu iðnaðarmenn sem einnig leika í lúðrasveit þorpsins.

Lesa meira

16.07.2014 : Sumarverkin á Austurlandi

Bætt aðstaða fyrir gesti við Höfðavatn er meðal þeirra verkefna sem unnið er að í sumar í umdæmi skógarvarðarins á Hallormsstað. Mikið verk er að sinna viðhaldi á merktum gönguleiðum sem samtals eru um 27 kílómetrar í skógunum. Viður úr skógunum eystra er nú nýttur með margvíslegum hætti, til dæmis í palla og klæðningar.

Lesa meira

16.07.2014 : Alþjóðasamtök landssambanda skógræktarfjölskyldna

Landssambönd skógareigenda í löndum heimsins hafa með sér samstarf í alþjóðlegum samtökum. Í nýútkomnu fréttabréfi þessara alþjóðasamtaka er m.a. sagt frá skýrslu um það hvað stjórnvöld í löndum heims geti gert til að efla samtök skógræktenda.

Lesa meira

15.07.2014 : Nýstárleg strætóskýli

Íslenski arkitektinn Dagur Eggertsson, sem býr og starfar í Ósló, tók þátt í forvitnilegu hönnunarverkefni í litlu þorpi austast í Austurríki. Hönnuð voru sjö strætóskýli sem eru hvert öðru nýstárlegra. Trjáviður er notaður með skemmtilegum hætti í sumum skýlanna, meðal annars því sem Dagur tók þátt í að hanna.

Lesa meira
Vaglaskógur

15.07.2014 : Skógardagur í Vaglaskógi

Skógrækt ríkisins á Vöglum býður gesti velkomna í skóginn sunnudaginn 20. júlí kl. 14. Þessar vikurnar er unnið að grisjun í skóginum með öflugri grisjunarvél sem sýnd verður í verki á skógardeginum. Einnig verður gestum boðið í fræhúsið á staðnum þar sem það fær að fræðast um fræræktina.

Lesa meira

14.07.2014 : Mikið magn grisjunarviðar tiltækt í íslenskum skógum

Ná mætti allt að 30.000 rúmmetrum af trjáviði næstu fimm árin með grisjunum í helstu þjóðskógum landsins. Í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2013 er í fyrsta sinn gefin skýrsla um tiltækt grisjunarmagn í þeim skógum sem eru í umsjón Skógræktarinnar og kallaðir eru þjóðskógar.

Lesa meira

14.07.2014 : Tíðindi af möguleikum birkis á Sprengisandi vekja athygli

Greinilegt er að það þykja tíðindi, sem frá segir í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2013, að birki geti vaxið á mestöllu hálendi Íslands ef spár um 2°C hlýnun frá meðaltalinu 1960-1990 rætast. Morgunblaðið birtir frétt um málið í dag og Bylgjan segir frá því í hádegisfréttum.

Lesa meira

11.07.2014 : Birki á Sprengisandi? Ársrit SR 2013 komið út

Ef meðalhiti á Íslandi hækkar um tvær gráður gætu birkiskógar breiðst út um mestallt hálendi Íslands. Þetta kemur fram í grein Björns Traustasonar, Bjarka Þórs Kjartanssonar og Þorbergs Hjalta Jónssonar, sérfræðinga á Mógilsá, sem er meðal efnis í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2013.

Lesa meira

11.07.2014 : Sumarverkin á Suðurlandi

Margvísleg verkefni eru á könnu embættis skógarvarðarins á Suðurlandi í sumar. Nú er í gangi samkeppni um nýja göngubrú á Markarfljót við Húsadal, talsvert er unnið að gróðursetningum og grisjun og framlag sjálfboðaliða samsvarar um 7 og hálfu ársverki. „Skógarnir eru grænir og fallegri,“ segir skógarvörður.

Lesa meira

10.07.2014 : Geta tré talað saman?

Rannsóknir kanadískra vísindamanna sýna að tré geta skipst á nauðsynlegum næringar- og orkuefnum með hjálp umfangsmikilla svepprótakerfa. Gömul tré í skógum gegna sérstaklega mikilvægu hlutverki, ekki síst fyrir nýgræðing, og mismunandi trjátegundir geta haft viðskipti með kolefni og önnur efni eftir þörfum á mismunandi árstímum. Betri þekking á svepprótakerfum getur nýst til að liðka fyrir færslu skóga samfara loftslagsbreytingum.

Lesa meira

10.07.2014 : Segið frá skógfræðirannsóknum ykkar!

Í aðdraganda heimsráðstefnunnar IUFRO2014, sem alþjóðlega skógrannsóknaráðið IUFRO heldur í haust, hefur ráðið búið til vettvang fyrir skógvísindafólk til að koma verkefnum sínum og rannsóknum á framfæri. Til að hvetja fólk til þátttöku er efnt til eins konar bloggsamkeppni þar sem 500 Bandaríkjadollarar eru í vinning fyrir besta skógrannsóknarbloggið.

Lesa meira

09.07.2014 : Blokk úr tré

Fimm hæða íbúðablokk í Hamborg er að mestu leyti gerð úr timbri og þar eru hvorki notaðar málmskrúfur, lím né plast. Vistspor hússins er mjög lítið miðað við hefðbundnar byggingar og orkan sem fer í að reisa venjulega íbúðablokk myndi nægja til að reisa 70 viðarblokkir.

Lesa meira

09.07.2014 : Erfðaauðlind tekks varðveitt

Á síðasta ári var haldin heimsráðstefna um tekk í Bangkok í Taílandi. Þar var ákveðið að hrinda af stað verndaráætlun í þeim löndum þar sem tekkið er upprunnið ef hindra mætti að náttúrlegir tekkskógar hyrfu með öllu. Vinnufundur var svo haldinn í vor til að móta drög að verndaráætlun. Meðal markmiða verkefnisins er að varðveita erfðaauðlind tekktrjánna.

Lesa meira

08.07.2014 : Sumarverkin á Norðurlandi

Umfangsmikil grisjun fer nú fram í Vaglaskógi og nágrannaskógum og verða alls um 1.000 rúmmetrar viðar felldir þar í sumar með skógarhöggsvél. Hluti þess trjáviðar verður af myndarlegum stafafurutrjám sem féllu í snjóflóði í vetur.

Lesa meira

07.07.2014 : Gaman á Skógardegi Norðurlands

Gleðin skein úr hverju andliti á fyrsta Skógardegi Norðurlands sem haldinn var í Kjarnaskógi á Akureyri laugardaginn 5. júlí 2014. Vel rættist úr veðrinu þótt ekki væri mjög hlýtt. Í hádeginu stytti upp eftir miklar rigningar og hélst að mestu þurrt.

Lesa meira

03.07.2014 : Birkikemban komin til Akureyrar

Nú hefur verið staðfest að birkikemba er tekin að herja á birki í görðum Akureyringa. Í fyrra fannst hún í Varmahlíð í Skagafirði þannig að búast má við fregnum af frekari útbreiðslu á næstunni. Ábendingar um slíkt eru vel þegnar.

Lesa meira

03.07.2014 : Fræðsluefni um skógrækt

Komin er út á vegum Landshlutaverkefna í skógrækt ný og endurbætt útgáfa bæklingsins Fræðsluefni um skógrækt. Bæklingurinn nýtist skógarbændum sem eru að stíga sín fyrstu skref í skógrækt jafnt sem öllum öðrum skógræktendum.

Lesa meira

03.07.2014 : Góður traktor gulli betri

Þorvaldur Böðvarsson, skógarbóndi á Grund II í Vesturhópi, notar hálfrar aldar Ferguson við skógrækt sína. Traktorinn er á tvöföldum dekkjum að aftan og með tönn að framan. Á þessu tæki eru Þorvaldi allir vegir færir við skógræktarstörfin eins og kemur fram í skemmtilegri frétt á vef skógarbænda.

Lesa meira

01.07.2014 : Skógardagur Norðurlands á laugardag

Líf og fjör verður í Kjarnaskógi á Akureyri laugardaginn 5. júlí þegar þar verður í fyrsta sinn haldinn Skógardagur Norðurlands. Gestir fá að fræðast um skógrækt og skógarnytjar, séð skógarhöggsmenn að verki og skoðað tækjabúnað þeirra en einnig verður í boði leiksýning, ratleikur, skákmót og fleira.

Lesa meirabanner4