Alþjóðlegum hópi vísindafólks hefur tekist að raðgreina erfðamengi af einni tegund myrtutrjáa, Eucalyptus grandis. Þessi árangur er sagður opna ýmsar dyr fyrir skógariðnaðinn.
Lesa meiraAspir sem settar voru niður í tilraun á Ströndum fyrir átta árum hafa vaxið vel og sýna að víða er hægt að rækta iðnvið á Íslandi með góðum árangri.
Lesa meiraNokkrir Íslendingar dvöldu um miðjan júní í nokkurs konar vinnubúðum í myndsúlugerð í Eistlandi. Verkefnið er hluti á Leonardo Partnership verkefni Evrópusambandsins og kjörorðin eru „Teach Me Wood“ eða kenndu mér á við.
Lesa meiraSkógardagurinn mikli var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri í 10. sinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi um helgina.
Lesa meiraSkógar veita margvísleg félagsleg og efnahagsleg gæði. Þeir gefa mat, orku og skjól, til dæmis, nokkuð sem við þurfum öll. Til þess að skógarnir geti áfram veitt okkur þessi gæði þurfum við að nýta þá með sjálfbærum hætti. Þetta eru skilaboð FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ í alþjóðlegri viku skóga.
Lesa meiraArnór Snorrason, skógfræðingur hjá Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá segir að hægt sé að ná verulegum hluta af nýjum markmiðum í loftslagsmálum með skógrækt. Mun minna er ræktað af trjám nú en fyrir hrun og því þurfi að snúa við. Rætt var við Arnór í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag, sunnudag.
Lesa meiraSigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, heimsótti skógarbændurna Jóhannes Jóhannsson og Þóru Jóhannesdóttur á Silfrastöðum í Skagafirði og ræddi við þau um það stórvirki sem þau hafa unnið í skógrækt á jörð sinni. Fjöldi skógarplantna sem þau hafa sett niður nálgast 1,1 milljón.
Lesa meiraÍ nýju samkomulagi sem samninganefndir Íslands og ESB hafa undirritað eru sett fram sameiginleg markmið í loftslagsmálum sem hluti af Kýótó-bókuninni. Samkvæmt þeim þarf Ísland að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 31% fyrir 2020 að stóriðju frátalinni. Helmingi þessa markmiðs á að ná með skógrækt og landgræðslu.
Lesa meiraAfhjúpaður var í gær í Heiðmörk minnisvarði um fyrsta skógræktarstjóra landsins, Agner Francisco Kofoed-Hansen. Meginstefið í starfi hans var friðun og verndun birkiskóga sem voru í mikilli afturför þegar hann tók við starfi.
Lesa meiraTvöfalt til fimmfalt meiri skóg þarf að rækta á landinu en nú er gert ef mæta á með íslenskum viði þeirri þörf fyrir iðnvið sem líklegt er að verði á öldinni. Hátt landverð, í öðru lagi kostnaður, tafir og áhætta vegna opinberra leyfa og í þriðja lagi ræktunaráhætta eru helstu hindranirnar fyrir fjárfestingum í skógrækt hérlendis, segir Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur á Mógilsá, í viðtali við Bændablaðið sem kemur út í dag.
Lesa meiraNorræna lífhagkerfið (Nordic Bioeconomy) og lífhagkerfi norðurslóða (Arctic Bioeconomy) verður til umfjöllunar á ráðstefnu sem haldin verður miðvikudaginn 25. júní á Hótel Selfossi. Um þessi mál verður fjallað frá margvíslegum sjónarhornum.
Lesa meiraSkógarvörðurinn á Vöglum í Fnjóskadal gerir ráð fyrir því að hægt verði að nýta viðinn af stórum hluta þeirra furutrjáa sem brotnuðu í snjóflóði í Þórðarstaðaskógi í vetur. Mest skemmdist af stafafuru en einnig nokkuð af rauðgreni, blágreni og birki.
Lesa meiraMikið ber á brúnu birki á höfuðborgarsvæðinu og víðar þessa dagana. Fólk hefur af þessu áhyggjur og vill vita hverju sæti. Skaðvaldurinn er birkikemba. Lirfan ætti að vera byrjuð að púpa sig og trén gætu klætt af sér brúna litinn með nýjum sprotum ef aðrar fiðrildalirfur valda ekki miklu tjóni.
Lesa meiraHelgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fagnar því hvað lúpínan hefur dreift sér mikið á höfuðborgarsvæðinu. Hún hafi stöðvað moldrok af foksvæðum í grennd við borgina og nú sé hún að hörfa úr Heiðmörk. Í staðinn taki við gras- og blómlendi og skógur. Stöð 2 fjallaði um þetta í sjónvarpsfrétt um liðna helgi.
Lesa meiraEiga villt jarðarber í íslenskri náttúru uppruna sinn að rekja til Noregs? og hvar þá í Noregi? Nemi við Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur að meistaraverkefni um þetta. Meðal annars er biðlað til almennings í Noregi að tína þroskuð ber, þurrka og senda til Íslands.
Lesa meiraHinn árlegi viðburður, Skógardagurinn mikli, verður haldinn í tíunda sinn laugardaginn 21. júní. Dagskráin er margbreytileg að venju. Hin fornfræga hljómsveit Dúkkulísurnar stígur á svið en nú eru 30 ár liðin frá því að sveitin stóð á sviði í Hallormsstaðaskógi síðast. Svo er spurning hvort skógarhöggsmenn á Austurlandi ná Íslandsmeistaratitlinum í skógarhöggi aftur austur
Lesa meiraGrisjun með skógarhöggsvél er hafin í skóginum á Miðhálsstöðum í Öxnadal. Mikið er um kræklótt og margstofna lerki- og furutré í skóginum og gjarnan sverar hliðargreinar á furunni sem vélin nær ekki að skera af í einni atrennu. Líklegt er að fara þurfi fyrir vélinni með keðjusög til að ná upp góðum afköstum.
Lesa meiraVart hefur orðið mikils skógardauða í óbyggðum dal í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Dalurinn heitir Skyndidalur og er neðan Lambatungnajökuls austast í Vatnajökli. Birki er ekki horfið af svæðinu en nauðsynlegt er að huga að verndun fornra skógarleifa.
Lesa meiraNokkrir myndarlegir skógarskólar eru reknir í skógum Berlínarborgar enda yfir 40% borgarlandsins vaxin skógi. Í skólunum fer fram fjölbreytilegt starf og flestallir grunnskólanemendur koma í skógana til að læra um náttúruna, vistkerfið, hringrásir lífsins, skógarnytjar og fleira. Af einhverjum ástæðum koma fáir hópar úr efstu bekkjum grunnskólans.
Lesa meiraRætt var við Halldór Sverrisson, sérfræðing hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, í þættinum Sjónmáli á Rás 1 þriðjudagsmorguninn 10. júní. Tilefnið var meðal annars útkoma nýju bókarinnar um skaðvalda á trjágróðri, Heilbrigði trjágróðurs. Meðal annars er rætt um fiðrildalirfurnar sem eru atkvæðamestar á trjánum snemmsumars.
Lesa meiraUm þessar mundir er því fagnað að sjötíu ár eru liðin frá því að farið var að beita birninum Smokey í baráttunni við skógarelda. Nú orðið berst Smokey gegn öllum náttúrueldum. Tvö ný myndbönd hafa verið gerð í tilefni afmælisins. Íslendingar þurfa líka að huga að þessari hættu og nú er starfandi stýrihópur um brunavarnir í skógrækt.
Lesa meiraGuðmundur Aðalsteinsson, skógarbóndi í Hróarstungu á Héraði, hefur einbeitt sér að ræktun ánamaðka, lætur þá éta pappír og breyta í áburð. Hann hefur áhyggjur af því að ánamaðkur sé að hverfa úr íslenskum túnum. Ríkisútvarpið sagði frá þessu í fréttum Sjónvarps.
Lesa meiraÍ Morgunblaðinu í dag, 5. júní, er áfram fjallað um gömul tré með vísun í 106 ára gamlan silfurreyni við Grettisgötu í Reykjavík sem til stendur að fella vegna byggingaframkvæmda. Agnes Bragadóttir skrifar fréttaskýringu þar sem meðal annars er rætt við Brynjólf Jónsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Hann segir að allt yrði brjálað í Berlín ef til stæði að fella svona tré þar.
Lesa meiraÍ dag er alþjóðlegur dagur umhverfisins. Evrópska ráðherraráðið um verndun skóga, Forest Europe, bendir á það í tilefni dagsins að útilokað sé að halda slíkan dag án þess að skógar séu teknir með í reikninginn.
Lesa meiraÍ tengslum við fund um skóga og sjálfbæra þróun sem haldinn verður í Sviss 16. júní hefur verið gefinn út dreifimiði þar sem bent er á hversu skógar og skógarafurðir eru snar þáttur í lífi mannanna. Á miðanum er meðal annars spurt hvort lífið á jörðinni gæti þrifist án skóga.
Lesa meiraMorgunblaðið segir frá því í miðvikudagsblaði sínu að stöðugur straumur fólks hafi verið um Grettisgötu í Reykjavík í gær til að skoða 106 ára gamla silfurreyninn sem staðið hefur til að fjarlægja vegna byggingaframkvæmda. Um 2.000 manns hafi skrifað undir mótmæli gegn framkvæmdinni. Þetta bendir til þess að margt fólk sjái verðmæti í myndarlegum trjám í þéttbýli.
Lesa meiraÍ framhaldi af heimsókn danskra útinámssérfræðinga til Íslands haustið 2012 vaknaði áhugi á því að starfa saman að námskeiðshaldi um útinám. Um miðjan maí hélt Ólafur Oddsson, verkefnisstjóri Lesið í skóginn þriggja daga námskeið fyrir starfandi kennara og leiðbeinendur í Kaupmannahöfn.
Lesa meiraLandbúnaðarháskóli Íslands er eini háskóli landsins sem býður upp á nám í skógfræði. Fléttað er saman námsgreinum á sviði náttúruvísinda, skógfræði, landgræðslu, tæknifræði, stjórnunar og hagfræði og einnig er farið inn á svið landupplýsinga og landslagsfræða.
Lesa meiraMonique Barbut, framkvæmdastýra eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna, heldur fyrirlestur í dag, mánudaginn 2. júní, kl. 12.15 í sal Þjóðminjasafnsins í Reykjavík. Þar færir hún rök fyrir því að landgræðslumál og betri stjórn landnýtingar á heimsvísu geti hjálpað til við aðlögun að loftslagsbreytingum og þurrkum, dregið úr fólksflótta og átökum vegna rýrnandi náttúruauðlinda og tryggt sjálfbæra landbúnaðar- og orkuframleiðslu.
Lesa meira