Fréttir

Jarðygla

28.05.2014 : Pöddur í Útvarpinu - HLUSTA

Í sjöunda þætti þáttaraðarinnar Grúskað í garðinum ræðir Guðríður Helgadóttir við Eddu Sigurdísi Oddsdóttur skógvistfræðing um meindýr og sjúkdóma í plöntum. Þátturinn er á dagskrá Rásar 1 kl. 9.05 á laugardag, 31. maí.

Lesa meira

27.05.2014 : Eyðimörk breytt í skóg

Þar sem áður var gróðurlaus eyðimörk í sunnanverðu Ísrael vex nú þéttur skógur. Takmarkað regnvatnið er fangað með sérstökum aðferðum til að trén geti þrifist. Stærsti skógur Ísraels er ræktaður skógur í Negev-eyðimörkinni Lesa meira

27.05.2014 : Rekaviður með stórum staf

Skógræktarfólk af Austurlandi upplifði ótrúlega sjón í fjörum á vesturströnd Norður-Ameríku í ferðalagi um skógarsvæði þar vestra á liðnu hausti. Allt er stórt í Ameríku, er stundum sagt og það gildir sannarlega um rekaviðinn líka.

Lesa meira

27.05.2014 : Kolefnisbúskapur í framræstum mýrum

Brynhildur Bjarnadóttir, doktor í skógvistfræði og lektor við Háskólann á Akureyri, sagði frá rannsóknarverkefninu Mýrvið í spjalli við Leif Hauksson í þættinum Sjónmáli á Rás 1.

Lesa meira

26.05.2014 : Mörg brotin tré eftir veturinn

Óvenjumikið er af brotnum trjám í Kjarnaskógi eftir veturinn sem var mildur og snjór gjarnan blautur. Í sumar verður meðal annars komið upp nýju leiksvæði með grillhúsi í skóginum.

Lesa meira

26.05.2014 : Niturgjöf eykur bindingu eldri nytjaskóga

Nytjaskógur bindur umtalsvert meira kolefni ef áburði er dreift áratug áður en skógurinn er felldur. Skógar í Noregi sem henta til slíkrar áburðargjafar gætu bundið aukalega kolefni sem nemur útblæstri 90-170 þúsund fólksbíla á hverju ári. Nauðsynlegt yrði að styrkja skógareigendur um 30% kostnaðarins til að tryggja að þessi binding næðist.

Lesa meira

26.05.2014 : Vaglaskógur valinn fallegasti skógur landsins

Ástin vex á trjánum fullyrti skáldið og í framhaldi af því spurðu Bergsson og Blöndal í þætti sínum laugardaginn 24. maí: Hvað vex fleira á íslenskum trjám og hvað þarf mörg tré til að búa til einn skóg? Hlustendur völdu fallegustu skóga landsins og varð Vaglaskógur hlutskarpastur.

Lesa meira

23.05.2014 : Yndisgróður og yndisgarðar

Á þessu blíða vori flykkjast garðeigendur út til að snyrta, hlúa að gróðri og jafnvel bæta nýjum plöntum í garðinn. Þá er upplagt að sækja sér innblástur, hugmyndir og fróðleik þar sem hann er að finna. Yndisgróður er þekkingarbrunnur fyrir trjáræktendur sem vert er að sækja í.

Lesa meira

23.05.2014 : Fræmiðstöðin á Vöglum í Útvarpinu

Í Morgunglugganum, morgunþætti Rásar 1, var rætt við Valgerði Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Norðurlandsskóga, sem sér líka um fræmiðstöð Skógræktar ríkisins á Vöglum í Fnjóskadal.

Lesa meira

23.05.2014 : Íslensk skógarúttekt lögð af stað


Starfsmenn Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá líkjast helst kálfum að vori þegar þeir sleppa út og geta hafið vettvangsvinnu í hinum ýmsu rannsóknar-  og úttektarverkefnum. Verkefnið Íslensk skógarúttekt (ÍSÚ) er eitt viðamesta verkefni Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá og nú eru útiverkin hafin við verkefnið þetta vorið.

Lesa meira

22.05.2014 : Mýrviður

Á haustdögum er stefnt að því að hefja mælingar undir merkjum nýs rannsóknarverkefnis sem hlotið hefur heitið Mýrviður. Í verkefninu verður mæld binding og losun gróðurhúsalofttegunda frá skógi sem ræktaður er í framræstri mýri. Lesa meira

22.05.2014 : Vorverkin við Gömlu-Gróðrarstöðina

Starfsfólk Skógræktar ríkisins og Norðurlandsskóga á Akureyri notaði veðurblíðuna í dag til að taka til og fegra við aðsetur sitt í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Krókeyri. Beð voru hreinsuð, sett niður sumarblóm, grisjað í skóginum og fleira.

Lesa meira

21.05.2014 : Endurnýjanleg orka rædd

Í vikunni var haldin á Hallormsstað lítil tveggja daga ráðstefna á vegum tveggja verkefna sem eru bæð undir hatti norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins, NPP. Meðal annars var rætt um endurnýjanlegt eldsneyti úr skógi.

Lesa meira

20.05.2014 : Sifjarlykill á skógarbotni

Sifjarlykill breiðist nú út um skógarbotninn í skóginum á Mógilsá í Kollafirði. Þar er allt orðið iðjagrænt og skógurinn í fullum blóma. Lesa meira

20.05.2014 : Fræmiðstöð Skógræktarinnar

Nýr uppfærður frælisti er nú kominn á vef Skógræktar ríkisins. Frælistinn er lagfærður reglulega eftir því sem berst af fræi í fræbanka Skógræktarinnar í fræmiðstöðinni á Vöglum í Fnjóskadal. Nýr hnappur fyrir frælistann hefur verið settur á forsíðu vefsins skogur.is.

Lesa meira

19.05.2014 : Möðrufellshríslan

Í þættinum Sagnaslóð á Rás 1 föstudaginn 16. maí var fjallað um eitt allrafrægasta tré sem sprottið hefur úr íslenskri mold, reyninn í Möðrufellshrauni í Eyjafirði.

Lesa meira

19.05.2014 : Enginn höfuðverkur með betra bensíni

Margir skógarhöggsmenn kannast við að hafa fengið höfuðverk að loknum vinnudegi með keðjusög í skógi. Hjá embætti skógarvarðarins á Austurlandi er nú notað svokallað alkílatbensín og nú kvarta skógarhöggsmenn ekki lengur undan höfuðverk.

Lesa meira

16.05.2014 : Viðarflutningar vekja athygli

Timburflutningabílar Skógræktarinnar vekja athygli á vegum landsins þessa dagana. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag, 16. maí, er mynd af einum bílnum þar sem verið er að stafla á hann viði úr Hallormsstaðaskógi. Viður er afhentur Elkem vor og haust og kringum áramótin.

Lesa meira

16.05.2014 : Grenitrén fái að standa

Forsvarsmenn Skógræktar ríkisins, Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógræktarfélags Íslands hafa sent frá sér ályktun þar sem varað er við því að fella í fljótfærni stór sitkagrenitré sem standa við Miklubraut í Reykjavík. Trén nái sér aftur eftir sitkalúsafaraldur síðasta árs og erfiðan vetur.

Lesa meira
ÞjórsárdalurÞjórsárdalur

14.05.2014 : Viðbót til Hekluskóga

Niðurskurður til landbótaverkefnisins Hekluskóga hefur verið dreginn til baka að hluta með þriggja milljóna króna viðbótarframlagi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Þetta er uppbót“, segir Hreinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Hekluskóga. Viðbótarféð renni óskipt til ræktunarstarfsins. Nú eru gerðar tilraunir með að köggla birkifræ með mold og kjötmjöli.

Lesa meira

12.05.2014 : Vefjaræktun Barra komin vel af stað

Í Morgunblaðinu í dag, 12. maí, er fjallað um vefjaræktun berjaplantna í garðyrkjustöðinni Barra á Egilsstöðum. Fram kemur í greininni að í sumar komi á markað frá Barra vefjaræktaðar jarðarberjaplöntur og runnabláber. Fyrirtækið hefur fengið styrk til að þróa vefjaræktunaræti til að nota við jólatrjáaræktun. Lesa meira
Ásbyrgi

12.05.2014 : Skógarferðamennska

Með uppvaxandi skógum gefast ný tækifæri sem grípa má til að styrkja atvinnu- og mannlíf í byggðum landsins. Skógrækt ríkisins barst bréf frá Kanada með skemmtilegri hugmynd. Hvernig væri að bjóða ferðafólki skógaferð um Ísland með fræðslu og jafnvel gróðursetningu?

Lesa meira

09.05.2014 : 110 ára tré fellt

Í dag var fellt 110 ára gamalt lerkitré í garðinum við Aðalstræti 52 á Akureyri en einnig um hálfrar aldar sitkagreni. Viðurinn úr báðum trjánum verður nýttur til smíða.

Lesa meira

09.05.2014 : Stærsta sendingin að norðan hingað til

Þessa dagana aka flutningabílar með grisjunarvið úr skógum landsins að Grundartanga í Hvalfirði þar sem viðurinn er kurlaður og nýttur sem kolefnisgjafi við kísilmálmvinnslu hjá Elkem. Alls verða afhentir um 1.400 rúmmetrar af grisjunarviði nú í maímánuði upp í samning Skógræktar ríkisins við Elkem. Inni í þessari tölu er stærsta viðarsendingin af Norðurlandi hingað til.

Lesa meira

09.05.2014 : Nærri fjórfaldur vöxtur!

Stök mæling á tveimur fimmtán ára gömlum lerkireitum á Höfða á Völlum Fljótsdalshéraði sýna að blendingsyrkið Hrymur vex nærri fjórum sinnum betur en lerki af fræi úr Guttormslundi á Hallormsstað. Ekki má þó álykta um of af einni mælingu en hún er samt sem áður góð vísbending.

Lesa meira

07.05.2014 : Strandfura í Oregon

Stafafura, pinus contorta, getur verið nokkuð ólík eftir því hvar hún er upprunnin. Í ferðalagi sínu um vesturströnd Norður-Ameríku sá skógræktarfólk af Austurlandi stafafuru sem er mun kræklóttari en Skagway-kvæmið sem mest er ræktað á Íslandi.

Lesa meira

07.05.2014 : Göngubrú á Markarfljót

Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, sagði frá uppbyggingarstarfi í Þórsmörk í þættinum Sjónmáli á Rás 1 þriðjudagsmorguninn 6. maí. Rætt var um samtökin Vini Þórsmerkur, stígagerð í Mörkinni og fyrirhugaða göngubrú yfir Markarfljót.

Lesa meira

06.05.2014 : Hvetjandi myndband

Nemendur í skógfræði á meistarastigi við sænska landbúnaðarháskólann SLU í Alnarp læra um kynningar- og markaðsmál í námi sínu og hafa meðal annars tekið fyrir evrópsku skógarvikuna og spurt sig hvernig hana megi kynna betur. Þau gerðu m.a. skemmtilegt myndband til að sýna hvað þau telja rétt að leggja áherslu á.

Lesa meira

05.05.2014 : Birkikemban komin á kreik

Nú eru skordýrin að vakna til lífsins eins og aðrar lífverur í íslenskri náttúru, meðal annars birkikemban sem er nýlegur skaðvaldur á íslenskum trjám. Tegundin er að breiðast út um landið en ólíklegt er að hún hafi veruleg áhrif á íslenska birkið önnur en sjónræn.

Lesa meira

05.05.2014 : Aðalfundur Vina Þórsmerkur

Aðalfundur Vina Þórsmerkur verður haldinn mánudagskvöldið 5. maí kl. 20 í Pálsstofu í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flytur Guðmundur V. Guðmundsson verkfræðingur erindi um göngubrú á Markarfljót.

Lesa meira

02.05.2014 : Að kynna skógarmálefni

Skógarmál eru lítilvæg í stjórnmálaumræðunni í Evrópu miðað við landbúnaðarmálin, jafnvel þótt skógar og skógarnytjar hafi veruleg áhrif á bæði umhverfi og efnahagslíf. Koma þarf skýrum og einföldum skilaboðum um skógarmál á framfæri. Þetta var meðal annars rætt á fundi evrópsks samstarfsvettvangs um kynningarmál á sviði skógarmála sem haldinn var í Berlín.

Lesa meira

02.05.2014 : Grænar áherslur í skólastarfi

Fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins fjallaði um gildi útináms og fjölbreyttra kennsluhátta fyrir fjölbreytta nemendur á starfsdegi leik og grunnskólans á Hólmavík. Í haust verður sett upp fræðsludagskrá í grenndarskógi Hólmvíkinga.

Lesa meirabanner1