Fréttir

30.04.2014 : Sitkagreni í suðri

Af grenitegundum hefur best gengið að rækta sitkagreni hérlendis en eins og ýmsar amerískar tegundir hefur sitkagrenið mikla útbreiðslu. Skógræktarfólk af Héraði sá á liðnu hausti sitkagreni þar sem það vex hvað syðst í norðanverðri Kaliforníu.

Lesa meira

30.04.2014 : Uppalinn í skóginum

Nýráðinn skógarvörður á Vöglum ætlaði sér aldrei að feta í fótspor föður síns en er nú kominn í embættið samt sem áður og er fullur eldmóðs. Fram undan er mikil grisjun í norðlenskum skógum en sömuleiðis þarf að huga að betri aðstöðu fyrir gesti skógarins sem væntanlega fjölgar að mun með Vaðlaheiðargöngum. Rætt var við Rúnar Ísleifsson í bæjarblaðinu Vikudegi á Akureyri 30. apríl.

Lesa meira

30.04.2014 : Skógarbúskapur

Sýnt hefur verið fram á að afrakstur af hefðbundnum landbúnaðargreinum, akuryrkju og kvikfjárrækt, eykst stórlega ef skógrækt er fléttað inn í starfsemina. Ekki er ástæða til að ætla annað en þetta gildi á Íslandi eins og annars staðar. Í Evrópu starfa sérstök samtök sem stuðla að því að tré verði meira notuð á bændabýlum og að bithagar búpenings auðgaðir með trjám.

Lesa meira

28.04.2014 : Hvernig koma skógar undan vetri?

Þjóðskógarnir koma þokkalega undan vetri en nokkurt snjóbrot hefur orðið á Norðurlandi, einkum á ungu birki. Talsverður roði sést á barrtrjám sunnanlands eftir norðan skaraveður.

Lesa meira

25.04.2014 : Þingmenn vilja stórauka skógrækt

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi þar sem skorað er á stjórnvöld að stórauka skógrækt hér á landi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir koma til greina að beita skattaívilnunum til að fá lífeyrissjóði, fjárfestingarsjóði og einstaklinga til að fjárfesta í skógrækt hér á landi.

Lesa meira

25.04.2014 : Fyrirlestur um Viðey í Þjórsá

Tegundasamsetning plantna í Viðey í Þjórsá er mjög ólík því sem er á árbökkum fastalandsins í kring. Náttúrufræðingarnir Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Sigurður H. Magnússon flytja á mánudag erindi um rannsóknir á góðurfari í Þjórsá og næsta nágrenni hennar. Lesa meira
Í Stálpastaðaskógi

23.04.2014 : Heilsuefni úr greniberki

Nemi í matvælafræði á líftæknisviði við Háskóla Íslands vinnur nú að meistaraverkefni þar sem hann hugar að framleiðslu á resveratróli úr íslenskum greniberki. Mest er af efninu í plöntum sem sýktar eru af bakteríum eða sveppum.

Lesa meira

22.04.2014 : Skógarhöggsvélin í sjónvarpsfréttum

Sjónvarpið fjallaði í fréttum um nýju skógarhöggsvélina sem Kristján Már Magnússon skógarverktaki hefur flutt inn og tekið til kostanna við grisjun í íslenskum skógum. Lesa meira

16.04.2014 : Er skógrækt verra form landnýtingar en önnur?

„Að skógrækt sé skipulagsskyld frekar en annars konar landbúnaður er einkennilegt að mínu mati,“ skrifar Ívar Örn Þrastarson, nemandi við Landbúnaðarháskóla Íslands, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, 16. apríl. Hann gagnrýnir hamlandi ákvæði í aðalskipulagi Borgarbyggðar og færir rök fyrir vistfræðilegri gagnsemi skógræktar á bökkum áa og vatna.

Lesa meira

16.04.2014 : Strandrauðviður

Strandrauðviður (Sequoia sempervirens) er hæsta tré veraldar, það hæsta 116 metrar. Heimkynni hans eru á fremur litlu svæði nálægt ströndinni í norðanverðri Kaliforníu. Eins og önnur risatré var hann mikið höggvinn á fyrrihluta 20. aldar og því finnast lundir gamalla trjáa nú aðeins á fáum stöðum, sem allir eru friðaðir.

Lesa meira

15.04.2014 : Svíar heiðra Íslending fyrir rannsóknir á landeyðingu

Guðrún Gísladóttir, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Wahlberg-gullorðu sænska mann- og landfræðifélagsins SSAG fyrir framlag sitt til vísinda og rannsóknir á landeyðingu og hnignun lands. Svíakonungur afhenti orðuna.

Lesa meira

15.04.2014 : Kínverjar stefna að 42% skógarþekju árið 2050

Kínverjar hrundu um aldamótin af stað mesta skógræktarverkefni sem sögur fara af í heiminum. Með því vilja þeir sporna við landeyðingu, flóðum og fleiri umhverfisógnum. Markmiðið er að ríflega 40% lands í Kína verði þakin skógi en nú þegar fullyrða kínversk stjórnvöld að skógarþekjan sé orðin um 20%.

Lesa meira

15.04.2014 : Hætt við mikilli sitkalús eftir hlýja vetur

Þegar lítið er um veruleg kuldaköst á vetrum lifir sitkalúsin betur af og stofnar hennar geta orðið mjög stórir á vorin. Fjallað var um sitkalúsina í fréttum Sjónvarpsins 14. apríl.

Lesa meira

11.04.2014 : Látum trén hreinsa loftið

Tré binda koltvísýring en hreinsa líka ýmis fleiri efni úr andrúmsloftinu og gera þannig loftið í bæjum og borgum heilnæmara. Þar sem tré eru við umferðargötur geta þau dregið úr svifryki í lofti um allt að sextíu prósent.

Lesa meira
Ólafur mundar borinn. Aspirnar sluppu betur en grenið og þetta tré hefur vaxið þokkalega vel í fyrra.

10.04.2014 : Mæling á áhrifum ertuyglu á vöxt aspar og grenis

Í mælinga- og sýnatökuferð sem farin var á Markarfljótsaura í byrjun apríl var safnað gögnum sem sýna meðal annars hvernig trjágróður fór út úr ertyyglufaraldrinum mikla sumarið 2012.

Lesa meira

10.04.2014 : Búfræðinemar Skorradal

Nemendur á öðru ári búfræði heimsóttu Skógrækt ríkisins í Skorradal á dögunum, skoðuðu skóginn, trjásafnið og viðarvinnsluna. Heimsóknin var liður í námsáfanganum Nytjaskógrækt.

Lesa meira

08.04.2014 : Birkikynbætur - fyrirlestur í Reykjavík

Góður árangur af ræktun birkiyrkisins Emblu breytir viðhorfum til ræktunar birkis í skógi og þéttbýli. Nýtt yrki, Kofoed, er komið á markað og hvítstofna, rauðblaða birki er í sjónmáli. Þorsteinn Tómasson heldur erindi um þetta í sal Garðyrkjufélags Íslands fimmtudaginn 10. apríl kl. 17.

Lesa meira
08032012-3

08.04.2014 : Ekkert Óslóartré framar?

Borgaryfirvöldum í Óslóarborg þykir dýrt og flókið að gefa Reykvíkingum jólatré á Austurvöll og umhverfisáhrifin mikil. Auk þess séu vaxin upp myndarleg tré í íslenskum skógum. Það má túlka sem viðurkenningu á íslenskri skógrækt.

Lesa meira

08.04.2014 : Græn húsgagnagerð

Síðustu helgina í mars var haldið námskeið í „grænni húsgagnagerð“ á vegum Skógræktar ríkisins og Landbúnaðarháskóla Íslands. Fullbókað var á námskeiðið og fólk á biðlista eftir að komast að.

Lesa meira

06.04.2014 : Binding foksandsins ein forsenda skógræktar

Ein forsenda þess að hægt sé að rækta skóg á auðnum þar sem foksandur er vandamál er oft sú að sandurinn sé fyrst bundinn. Frétt um Þorlákshafnarsand hér á síðunni var ekki ætlað að kasta rýrð á það landgræðslustarf sem þegar hefur verið unnið þar og var í raun forsenda þess að byggð gat þróast í Þorlákshöfn á sínum tíma.

Lesa meira

04.04.2014 : Auðmeltari tré

Vísindamenn hafa með erfðatækni búið til tré sem verður auðveldara að sundra til að búa til pappír eða lífeldsneyti. Þar með þarf minna að nota af mengandi efnum við framleiðsluna og minni orku.

Lesa meira

03.04.2014 : Skógarhöggsvélin tekin til kostanna

Kristján Már Magnússon skógverktaki hefur náð undraverðum tökum á nýju skógarhöggsvélinni sem hann keypti nýlega frá Svíþjóð. Hann fellir um 60 tré á klukkutíma með vélinni sem er um tífalt það sem einn skógarhöggsmaður með keðjusög afkastar. Þessi afköst aukast enn með meiri æfingu.

Lesa meira

03.04.2014 : Skemmdir á trjám af völdum sitkalúsar

Einn af vorboðunum á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá eru símtöl frá áhyggjufullum trjáeigendum og áhugamönnum sem hafa áhyggjur af ljótum grenitrjám. Vorið í ár er engin undantekning enda eru grenitré víða ljót, með brúnar nálar eða hafa jafnvel misst hluta nála sinna, sérstaklega á Suður- og Suðvesturlandi. Lesa meira

03.04.2014 : Þemadagur um ræktun jólatrjáa 2014

Fjallað verður um fjárhagsáætlanir fyrir jólatrjáaræktun en líka formun jólatrjáa, umhirðu og klippingu á þemadegi um ræktun jólatrjáa sem haldinn verður hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk 10. apríl. Skráning til 8. apríl.

Lesa meira

02.04.2014 : Eyðimörkin í Ölfusi

Þorlákshafnarsandur er að miklu leyti eyðimörk á láglendi en þar væri hægt að rækta skóg og hafa af honum tekjur sem kæmu þjóðarbúinu vel. Sandurinn er með mildustu og úrkomusömustu svæðum á landinu.

Lesa meira

01.04.2014 : Skógarvörður kvaddur

Starfsfólk Skógræktarinnar og Norðurlandsskóga kom saman í Vaglaskógi í gær, 31. mars, til að heiðra Sigurð Skúlason á síðasta vinnudegi hans sem skógarvarðar á Norðurlandi. Sigurður hefur starfað á Vöglum í 27 ár.

Lesa meira

01.04.2014 : Málþing um kynbætur á yndisplöntum

Málþing um kynbætur á yndisplöntum fyrir Ísland verður haldið á föstudag, 4. apríl, í sal Garðyrkjufélags Íslands við Síðumúla 1 í Reykjavík. Rætt verður um árangur af kynbótum hingað til ög möguleikana sem fyrir hendi eru.

Lesa meira

01.04.2014 : Kynbætur eru mikilvægar í baráttunni við asparryð

Mikilvægt er að stöðugt sé unnið að kynbótum í skógrækt svo fá megi fram yrki með góða mótstöðu gegn plöntusjúkdómum. Nýlega birtist grein eftir íslenska vísindamenn í evrópsku tímariti um plöntumeinafræði.

Lesa meira

01.04.2014 : Nýir hverir myndast í Haukadalsskógi

Fundist hafa nýir virkir hverir í Haukadalsskógi ekki langt frá Haukadalskirkju inni í gömlum skógarreit. Einn hverinn ryður upp úr sér eðju og spýr sjóðheitu vatni. Allir eru velkomnir að skoða í dag án endurgjalds.

Lesa meirabanner3