Fréttir

27.03.2014 : Skrína - nýtt vefrit

Notkun á smárablöndum í landbúnaði og sveppasjúkdómar á Íslandi er umfjöllunarefni fyrstu greinanna í Skrínu, nýju vefriti um auðlinda-, landbúnaðar- og umhverfisvísindi sem hleypt hefur verið af stokkunum. Lesa meira

26.03.2014 : Ný skógarhöggsvél á Héraði

Kristján Már Magnússon, skógarverktaki á Héraði, hefur keypt til landsins sérhæfða skógarhöggsvél sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Vélin er bylting fyrir íslenska skógrækt enda afkastar hún eins og margir skógarhöggsmenn.

Lesa meira

26.03.2014 : Snjóflóð stórskemmdi 50 ára stafafurureit

Stafafurureitur í Þórðarstaðaskógi sem gróðursett var í árið 1965 stórskemmdist í snjóflóði sem varð í kjölfar óveðurs og mikillar snjókomu 20. og 21. mars. Sigurður skógarvörður hefur sjaldan séð annað eins snjóbrot í skógum Fnjóskadals og í vetur.

Lesa meira

26.03.2014 : Uppkvistun og blandskógar

Rúnar Ísleifsson talar um uppkvistun og Rakel Jónsdóttir um kosti og galla blandskóga á síðasta fræðslufundi vetrarins í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 10 á föstudagsmorgun, 28. mars.

Lesa meira

26.03.2014 : Jeffreyfuran og Tahoe

Í austurhlíðum Sierra Nevada í Kaliforníu skoðaði íslenskt skógræktarfólk meðal annars jeffreyfuru á liðnu hausti, tegund sem gjarnan mætti reyna á Íslandi. Tegundin vex meðal annars við Tahoe-vatn sem er í tæplega 2.000 metra hæð yfir sjó.

Lesa meira

25.03.2014 : Aukið fé til gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu í sumar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veita 6 milljónir til verndaraðgerða og viðhalds á gönguleiðum á Þórsmörk og Goðalandi í sumar. Þessi svæði eru í umsjá Skógræktar ríkisins. Mikið verk er að byggja upp og halda við þeim 90 kílómetrum af gönguleiðum sem liggja um þessi svæði.

Lesa meira

24.03.2014 : Vakning meðal hönnuða að nota íslenskan við

Dóra Hansen innanhúsarkitekt sýnir borðlampa úr íslensku lerki og rekavið á HönnunarMars. Hún segir íslenska lerkiskóga og rekaviðinn í fjörunum kringum landið fjársjóðskistu fyrir hönnuði. Fréttablaðið greinir frá.

Lesa meira

24.03.2014 : Stuðlum að skógarvernd með ábyrgri neyslu

Myndband frá Samtökunum Rainforest Alliance er hugvekja um það sem við neytendur getum gert til að hamla gegn skógareyðingu í heiminum. Við getum haft áhrif með því hvaða vörur við veljum í verslunum og hvaða mat við borðum. Lesa meira

21.03.2014 : Viðarkynding í Grímsey

Sjónvarpsstöðin N4 ræddi 20. mars við Rúnar Ísleifsson, skógræktarráðunaut hjá Skógrækt ríkisins og nýráðinn skógarvörð á Vöglum. Umræðuefnið var könnun á hagkvæmni þess að kynda húsin í Grímsey með viðarkurli eða viðarkögglum úr fyrstu grisjunum úr norðlensku skógunum.

Lesa meira

21.03.2014 : Skógarbændur fleiri en kúabændur

Í tilefni dagsins er rætt við Þröst Eysteinsson sviðsstjóra hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum í þættinum Sjónmáli á Rás 1. Hann greinir meðal annars frá því að aðeins tæp 2% landsins eru skógi vaxin, og þá eru bæði taldir með ræktaðir skógar og náttúrulegur birkiskógur. Sömuleiðis kemur fram að skógarbændur á landinu eru fleiri en kúabændur.

Lesa meira

21.03.2014 : Málþing um yndisskógrækt

Markmið málþings um yndisskógrækt sem haldið verður 4. apríl er að vekja áhuga ræktunarfólks á plöntum sem ætlaðar eru til yndis og nytja og eru markvisst aðlagaðar fyrir íslenskar aðstæður með kynbótum. Þingið verður í fundarsal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1, Reykjavík. Lesa meira

21.03.2014 : Laufblaðið komið út

Laufblaðið, fréttabréf Skógræktarfélags Íslands, kemur út í dag með fjölbreyttu efni, fyrsta tölublað ársins 2014. Leiðari blaðsins er helgaður alþjóðlegum degi skóga og Ragnhildur Freysteinsdóttir ritstjóri hvetur fólk til að fara og njóta útivistar í skógi þrátt fyrir árstímann. Lesa meira

21.03.2014 : Alþjóðlegur dagur skóga er í dag

Skógareyðing veldur um 12% af allri kolefnislosun í heiminum. Á þetta er minnt á alþjóðlegum degi skóga sem er í dag. Ef hver einasti Íslendingur gróðursetur eitt tré á ári má uppskera timbur að verðmæti 660 milljónir króna eftir 50-80 ár. Skógar skapa auðlind - en til að sú auðlind verði til þarf að gróðursetja tré.

Lesa meira

20.03.2014 : Vetrarveðrin stöðva ekki skógarmenn

Þegar vetrarveðrin geisa getur verið gott að eiga skíði til að bregða sér á milli húsa. Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktar ríkisins, kom á skíðum til vinnu í morgun og Bergsveinn Þórsson hjá Norðurlandsskógum smellti af honum mynd út um gluggann.

Lesa meira

19.03.2014 : 21. mars - Alþjóðlegur dagur skóga

Ógróið eða illa gróið land á láglendi nær yfir um tólf prósent landsins, um 12.400 ferkílómetra. Á þessu landi getum við ræktað verðmætan skóg og fengið milljónir króna af hverjum hektara. Í tilefni alþjóðlegs dags skóga hefur Skógrækt ríkisins sett saman myndband um nytjaskógrækt á auðnum.

Lesa meira

18.03.2014 : Ráðstefna um vistfræði

Vistfræðifélag Íslands heldur árlega ráðstefnu sína um vistfræðileg efni í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl. Skráningarfrestur er til 31. mars.

Lesa meira
Skuggabjörg

18.03.2014 : Kynbætur á íslensku birki BREYTT DAGSETNING!

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur talar á fræðslufundi á Sauðárkróki 26. mars og á Akureyri 27. mars.

Lesa meira

17.03.2014 : Ný skólabygging úr timbri

Ástæða er til að benda áhugasömum á skemmtilegt myndband sem gert hefur verið um nýja skólabyggingu í Noregi. Byggingin er að mestu úr timbri og ber vott um aukna áherslu Norðmanna á að nota þetta visthæfa, innlenda byggingarefni frekar en önnur til húsagerðar. Lesa meira

17.03.2014 : Ofuraspir

Kynbótaverkefni á alaskaösp hefur leitt í ljós að bestu einstaklingarnir geta vaxið um þrjá metra á fimm árum. Jafnframt er mikil viðarmyndun í stofni sem er mikilvægt fyrir til dæmis iðnviðarræktun. Morgunblaðið fjallaði á laugardag um þetta verkefni sem Halldór Sverrisson, sérfræðingur á Mógilsá, kynnti með veggspjaldi á nýafstaðinni fagráðstefnu skógræktar á Selfossi.

Lesa meira

17.03.2014 : Kynbætur á íslensku birki

Skógræktarfélag Eyfirðinga og Garðyrkjufélag Eyjafjarðar standa fyrir fræðslufundi um rannsóknir og kynbætur á íslensku birki fimmtudagskvöldið 20. mars kl. 20 í Gömlu-Gróðrarstöðinni við Krókeyri á Akureyri. Á fundinum talar Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur.

Lesa meira

14.03.2014 : Skógfræðingar álykta

Aðalfundur Skógfræðingafélags Íslands, sem haldinn var á Selfossi 11. mars, styður eindregið að ný náttúruverndarlög verði tekin til gagngerrar endurskoðunar.

Lesa meira

14.03.2014 : Hæsta timburhús í heimi rís í Noregi

Í apríl hefjast framkvæmdir við smíði háhýsis í Noregi sem verður hæsta timburhús í heimi. Þetta verður 14 hæða íbúðablokk og burðarvirkið úr límtréseiningum.

Lesa meira

14.03.2014 : Smíðum úr timbri!

Ríki og sveitarfélög í Noregi hafa markað sér þá stefnu að nota meira timbur í opinberar byggingar. Nú rísa skólabyggingar úr timbri fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, en líka háhýsi sem engum hefði dottið í hug fyrir nokkrum árum að reisa mætti úr timbri.

Lesa meira

13.03.2014 : Skipulagsvaldi fylgir ábyrgð

Morgunblaðið fjallar um skógrækt og skipulag í dag á seinni degi fagráðstefnu skógræktar sem einmitt er helguð þessu málefni.

Lesa meira

12.03.2014 : Fagráðstefna vel sótt

Rætt var um skóga og skipulag á fyrri degi fagráðstefnu skógræktar á Hótel Selfossi í dag. Ráðstefnan er vel sótt og ljóst að mörg verkefni eru fram undan sem tengjast skipulagsmálum og skógrækt.

Lesa meira

11.03.2014 : Fagráðstefna skógræktar að hefjast

Árleg fagráðstefna skógræktar hefst óformlega í kvöld á Hótel Selfossi en formlega í fyrramálið þegar ráðherra skógarmála setur ráðstefnuna og fyrirlestrar hefjast. Skógfræðingar halda aðalfund sinn í kvöld kl. 20.

Lesa meira

10.03.2014 : Hlusta á fyrirlestra af Landsýn

Erindi sem flutt voru á Landsýn, fræðaþingi landbúnaðarins, föstudaginn 7. mars eru nú aðgengileg á vef Landbúnaðarháskóla Íslands. Hlýða má á erindin og sjá glærurnar sem fyrirlesarar notuðu máli sínu til stuðnings.

Lesa meira

10.03.2014 : Töluverð gróðurframvinda í Hekluskógum

Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi og verkefnisstjóri Hekluskóga, segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag, 10. mars, að gróðurframvinda sé töluverð á starfsvæði Hekluskóga. Rúmlega tvær milljónir trjáplantna hafa verið gróðursettar fram að þessu.

Lesa meira

10.03.2014 : Sitkagreni

Sitkagreni er umdeild trjátegund í Noregi og harðasta náttúruverndarfólk vill að henni verði útrýmt enda sé þetta ágeng erlend tegund og ógni meðal annars viðkvæmum svæðum með náttúruverndargildi. Skógræktendur eru hins vegar á öðru máli og vilja nota sitkagrenið áfram enda afkastamikil tegund sem gefur verðmætan trjávið, léttan en sterkan. Fjallað er um þetta í bæklingi frá landbúnaðarsviði fylkisstjórnarinnar á Hörðalandi.

Lesa meira

06.03.2014 : Elmia Wood 2013

Hlynur Sigurðsson, starfsmaður Héraðs- og Austurlandsskóga, hefur sett saman fróðlegt myndband um skógartækjasýninguna Elmia Wood sem nokkrir íslenskir skógarmenn sóttu í fyrra.

Lesa meira

04.03.2014 : Norrænir styrkir til skógrannsókna

Auglýstir eru til umsóknar styrkir til að mynda norræna samstarfshópa um skógrannsóknir fyrir árið 2015. Styrkir eru m.a. veittir til að halda fundi eða ráðstefnur.

Lesa meira

04.03.2014 : Murrayanafura

Tré af undirtegund stafafuru sem flutt var til landsins fyrir stríð eru orðin um 15 metra há og stefna í að verða svipuð furunum við Tenayavatn í Klettafjöllunum þar sem þær eru upp runnar. Íslenskt skógræktarfólk var þar á ferð á liðnu hausti.

Lesa meira

03.03.2014 : Skammhlaup í skógi

Mikilvægt er að grisja skóg undir háspennulínum. Á myndbandi sem tekið var nýlega í Norefjell í Noregi sést hvernig skammhlaup varð í þoku og kveikti í tré sem vaxið hafði upp undir línuna.

Lesa meira

03.03.2014 : Lifun og æskuvöxtur skógarplantna

Meta á lifun og æskruþrótt skógarplantna í rannsóknarverkefni sem formlega var sett af stað fyrir helgi með undirritun samnings milli Mógilsár, LBHÍ og Álfaráss hf. Tilraunirnar fara fram í landi Hvamms í Landssveit.

Lesa meira

03.03.2014 : Námskeiðsröð um ræktun jólatrjáa

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur á þessu ári fyrir fjögurra námskeiða röð um ræktun, meðhöndlun og sölu jólatrjáa og afurða af jólatrjám. Fyrsta námskeiðið hefst 11. mars og þar fjallar Jóhanna Lind Elísdóttir um fjárhagsáætlanir fyrir jólatrjáaræktun.

Lesa meirabanner1