Fréttir

27.02.2014 : Fræddust um umhverfismál og klipptu greinar

Nemendur frá háskólum héðan og þaðan í Banadaríkjunum fengu að taka til hendinni og snyrta greinar á gömlu þjóðleiðinni frá Skriðufelli gegnum Þjórsárdalsskóg um leið og þau fræddust um sjálfbærni og umhverfismál.

Lesa meira

27.02.2014 : Vefsjá sem sýnir þróun skóga heimsins

Tækni sem byggð er á landupplýsingakerfum og kortakerfi Google gerir okkur kleift að sjá hvar skógar hafa sótt fram í heiminum og hvar þeim hefur hnignað frá aldamótum fram til ársins 2012. Þetta er öflugt tæki í baráttunni fyrir aukinni skógrækt og verndun skóga.

Lesa meira

26.02.2014 : Öflug beitarstýring allra hagur

Í grein í Bændablaðinu 20. febrúar hvetur Þórunn Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, bændur til að taka frumkvæði að því að móta öflugt beitarstýringar- og vistfræðilegt vöktunarkerfi í öllum landsfjórðungum. Það sé allra hagur. Lesa meira

24.02.2014 : Dagskrá Landsýnar - vísindaþings landbúnaðarins

Skógrækt verður meðal annars til umfjöllunar á Landsýn - vísindaþingi landbúnaðarins sem fram fer á Hvanneyri 7. mars. Fjórar málstofur verða í boði, auk veggspjaldakynninga, og dagskráin er mjög fjölbreytt.

Lesa meira

21.02.2014 : Skógarauðlindin

Nú er orðinn aðgengilegur á netinu sjónvarpsþáttur Kristjáns Más Unnarssonar, Um allt land, þar sem fjallað er um íslensku skógarauðlindina í heimsókn til Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum og Hallormsstað.

Lesa meira

20.02.2014 : Skyggnst um í skógum landsins

Rætt er við Björn Traustason, landfræðing hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, í Morgunblaðinu í dag, 20. febrúar. Björn segir að fólk hafi brugðist vel við og sett sig í samband við hann með ábendingar um upplýsingar í skóglendisvefsjá Skógræktarinnar.

Lesa meira

18.02.2014 : Líf og dauði skógarplantna

Draga verður úr afföllum skógarplantna eins og kostur er til að ná æskilegum þéttleika í ræktuðum skógum. Ranabjöllur valda talsverðu tjóni í nýskógrækt en tjónið er því minna sem næringarástand plantnanna er betra.  Þetta kom meðal annars fram á fræðslufundi í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri fyrir helgi.

Lesa meira

17.02.2014 : Öldungarnir II: Einir

Það sem þykir smávaxið tré í Klettaföllunum þætti myndarlegt hér á Íslandi. Einirinn okkar er jarðlægur en í Sierra Nevada má finna frænda hans sem getur orðið 26 metra hár og 3.000 ára gamall.

Lesa meira

17.02.2014 : Notkun bekkja í skógarhöggi

Mikilvægt er að skógarhöggsfólk hugi vel að vinnuaðstöðu sinni og beiti líkamanum rétt. Gott er að nota bekki til að létta vinnuna og draga úr slítandi álagi. Lesa meira

14.02.2014 : Ódýrt að kolefnisjafna heimilisbílinn

Reiknivél á vef Kolviðar gerir bíleigendum kleift að sjá hversu mikinn skóg þarf að rækta til að vega upp á móti kolefnislosun bílsins. Í ljós kemur að 5-7 þúsund króna eingreiðsla á ári dugar til að kolefnisjafna meðalfólksbíl.

Lesa meira

12.02.2014 : Af jólatrjáaráðstefnu í Nova Scotia

Ellefta alþjóðlega jólatrjáaráðstefnan var haldin í ágúst í Nova Scotia í Kanada. Þar fengu þátttakendur að kynnast stórum og smáum ræktendum jólatrjáa þar sem ýmist var notast að mestu við handaflið eða mikla vélvæðingu. Balsamþinur er eina tegundin sem notast er við í jólatrjáaræktinni í Nova Scotia.

Lesa meira

12.02.2014 : Sjávarútvegsskógur

Íslenski fiskiskipaflotinn losar álíka mikið kolefni út í andrúmsloftið og bílar landsmanna. Auðvelt og ódýrt væri fyrir útgerðirnar að binda þó ekki væri nema hluta þessa kolefnis með skógrækt. Þetta kemur fram í grein í Morgunblaðinu í dag, 12. febrúar

Lesa meira

11.02.2014 : Yosemite-þjóðgarðurinn

Í Yosemite-þjóðgarðinum í Sierra Nevada fjallgarðinum í Kaliforníu er nóg um glæsilegt útsýni þrátt fyrir mikinn skóg. Á því sést að útsýni hverfur ekki þótt skógar fái að vaxa.

Lesa meira
frett_17082010_13

11.02.2014 : Líf og dauði skógarplantna

Fjórði fræðslufundur vetrarins um skóga og skógrækt verður haldinn í Gömlu-Gróðrarstöðinni við Krókeyri á Akureyri föstudaginn 14. febrúar kl. 10:00.  Þema fundarins verður „Líf og dauði gróðursettra skógarplantna“.

Lesa meira

07.02.2014 : Skógarstemmningu heim í stofu

Nú geta skógarunnendur upplifað heima í stofu þá sælutilfinningu sem fylgir því að vera í skógi. Danska listatvíeykið Hilden&Diaz býr til sérstæð loftljós, meðal annars eitt sem varpar trjámunstri á veggi.

Lesa meira

07.02.2014 : Teikn á lofti um að bjart sé fram undan í skógræktarmálum á Íslandi

Í viðtali við Bændablaðið 6. febrúar 2014 segir Valdimar Reynisson, skógarvörður á Vesturlandi, að staðan sé góð í skógræktarmálunum og teikn á lofti um að bjart sé fram undan eftir blóðugan niðurskurð upp á um tvær milljónir plantna árlega eftir hrun. Lesa meira
Reykjanes-18

07.02.2014 : Dagskrá Fagráðstefnu í skógrækt 2014

Árleg fagráðstefna skógræktar verður í þetta sinn haldin á Hótel Selfossi dagana 12.-13. mars 2014. Þema ráðstefnunnar er „skógur og skipulag“ og rúmlega helmingur erindanna tengist því efni. Skráningarfrestur á ráðstefnuna er til 12. febrúar.

06.02.2014 : Falleg björk í Kristnesskógi

Alltaf er gaman að fara í skóginn, hver sem árstíminn er, ekki síst ef maður rekst á óvenjufalleg tré. Falleg björk, líklega af Pasvik-kvæmi, varð á vegi starfsmanna Skógræktar ríkisins í vikunni.

Lesa meira

06.02.2014 : Trjárætur í fjallahlíðum tempra hitasveiflur á jörðinni

Svo virðist sem rótarkerfi trjáa í fjalllendi gegni mikilvægu hlutverki við að stjórna hitastigi á jörðinni. Vísindamenn hafa komist að því að hitastig hefur áhrif á þykkt lauffalls og moldar í fjallaskógum en líka á vaxtarhraða trjárótanna. Þegar rætur trjánna ná til bergefna undir moldarlaginu taka þær upp meira af efnum sem nýtast til að binda koltvísýring úr andrúmsloftinu. Vísindamenirnir segja að þetta ferli sé nokkurs konar hitastillir fyrir jörðina.

Lesa meira

06.02.2014 : Risatrén IV: Sykurfura

Sykurfura verður stærst af öllum eiginlegum furum. Vert væri að reyna þessa tegund hér á landi, segir Þröstur Eysteinsson í nýrri frétt af vesturferð íslensks skógræktarfólks á liðnu hausti.

Lesa meira

05.02.2014 : Færi á milljarða gjaldeyrissparnaði

Íslendingar flytja inn timbur árlega fyrir tugi milljarða króna. Til mikils er að vinna ef hægt er að framleiða þó ekki væri nema hluta þessa timburs innan lands. Þetta kom meðal annars fram í frétt á Stöð 2 um íslenskan skógariðnað.

Lesa meira

03.02.2014 : Ein og hálf milljón trjáplantna

Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktar ríkisins, talaði um þéttbýlisskógrækt á fræðslufundi í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri fyrir helgi. Hann sagði mikilvægt að haldið yrði áfram að gróðursetja í bæjarland Akureyrar því enn væri mikið land eftir sem skipulagt hefði verið til skógræktar, lauslega áætlað um 400 hektarar.

Lesa meira

03.02.2014 : Að tálga göngustafi og fleira

Göngustafir og búsáhöld voru meðal þess sem nemendur bjuggu til hjá Ólafi Oddssyni á námskeiði sem haldið var um helgina á Sauðárkróki undir merkjum verkefnisins Lesið í skóginn.

Lesa meirabanner4