Fréttir

31.01.2014 : Grisjað í Hvammi

Starfsmenn skógarvarðarins á Vesturlandi sneru sér að því að grisja skóginn í Hvammi í Skorradal því hættulegt er að fara um á Stálpastöðum vegna hálku.

Lesa meira

29.01.2014 : Evrópa hrópar á eldivið

Útlit er fyrir að ríflega tvöfalt meira verði notað af trjáviði til brennslu í Evrópu árið 2020 en nú er gert. Skógar Evrópu anna ekki eftirspurninni sem jókst um 50% á árinu 2010 einu. Umhverfislegur ávinningur er dreginn í efa. Tímaritið The Economist fjallaði um málið fyrir nokkru.

Lesa meira

29.01.2014 : Fræðslufundur á föstudag

Hallgrímur Indriðason skógfræðingur talar á þriðja fræðslufundi vetrarins í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri föstudaginn 31. janúar kl. 10. Ástarpungar með kaffinu.

Lesa meira

28.01.2014 : Leitað að skógum

Björn Traustason, landfræðingur hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, kom í spjall til Jónatans Garðarssonar í þættinum Morgunglugganum á Rás 1 mánudaginn 27. janúar og ræddi meðal annars um Skóglendisvefsjána.

Lesa meira
Reykjanes-2

27.01.2014 : Skógur og skipulag

Árleg fagráðstefna skógræktar verður haldin á Hótel Selfossi dagana 12.-13. mars. Þema hennar er skógur og skipulag.

Lesa meira

22.01.2014 : Tenging við skóginn gagnleg hönnunarnemum

Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins, segir gott fyrir hönnunarnema að kynnast skógi og viðarafurðum hans. Þau skilji þá betur hvernig nýta megi íslenskan grisjunarvið með margvíslegu móti.

Lesa meira

21.01.2014 : Morgunblaðið fjallar um iðnviðarræktun

Í laugardagsblaði Morgunblaðsins 18. janúar var rætt við Þorberg Hjalta Jónsson skógfræðing um möguleika í iðnviðarræktun hérlendis, en líka hjón sem rækta slíkan skóg. Lesa meira

21.01.2014 : Sjónvarpsfrétt um kurlkyndistöð í Grímsey

Í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins 20. janúar var sagt frá möguleikum þess að kynda húsin í Grímsey með íslenskum viði. Lesa meira

20.01.2014 : Risatrén III: Gulfura

„Þetta er nú stærsta fura sem ég hef séð!“ var sagt um furu eina í Sequoia-þjóðskóginum í sunnanverðum Sierra Nevada fjöllum í Kaliforníu. Þröstur Eysteinsson heldur áfram að fjalla um risa meðal trjáa.

Lesa meira

17.01.2014 : Birki breiðist út á Krossáraurum

Birki hefur sótt mjög mikið fram á aurum Krossár undanfarna tvo áratugi og víðar á Þórsmerkursvæðinu. Myndir Hreins Óskarssonar, skógarvarðar á Suðurlandi, segja meira en mörg orð.

Lesa meira
Ilmbjörk í Kjarnaskógi - Mynd: Pétur Halldórsson

17.01.2014 : Gömul tré binda meira og meira

Ný alþjóðleg rannsókn bendir til þess að hjá flestum trjátegundum aukist vöxturinn eftir því sem þau eldast og þau haldi því áfram af fullum krafti að binda kolefni. Þetta kollvarpar þeirri almennu hugmynd að kolefnisbinding detti niður að mestu þegar tré hafa náð ákveðinni stærð og aldri.

Lesa meira
runar

16.01.2014 : Rúnar ráðinn skógarvörður á Vöglum

Rúnar Ísleifsson skógverkfræðingur hefur verið ráðinn skógarvörður á Norðurlandi frá og með 1. apríl næstkomandi með aðsetur á Vöglum í Fnjóskadal. Fjórir sóttu um og af þeim var Rúnar metinn hæfastur. Rúnar tekur við starfinu af Sigurði Skúlasyni sem verið hefur skógarvörður á Vöglum frá 1987.

Lesa meira

16.01.2014 : Stóraukin tækifæri í ræktun iðnviðar

Útlit er fyrir að tvær kísilmálmverksmiðjur rísi á Íslandi á næstunni til viðbótar við verksmiðju Elkems á Grundartanga. Með þessu stóreykst notkun á viðarkurli í stóriðju hér á landi og í því gætu falist miklir möguleikar fyrir skógrækt á Íslandi. Lesa meira

14.01.2014 : Skýrsla um kurlkyndistöð í Grímsey á vef SR

Nýútkomin skýrsla Rúnars Ísleifssonar, skógræktarráðunautar Skógræktar ríkisins, um kurlkyndistöð í Grímsey er nú aðgengileg á vefnum. Lesa meira

14.01.2014 : Rás 2 fjallar um kurlkyndistöð í Grímsey

Sigurður Ingi Friðleifsson, forstöðumaður Orkuseturs, var á línunni í Síðdegisútvarpi Rásar 2 mánudaginn 13. janúar. Rætt var við hann um nýútkomna skýrslu Skógræktar ríkisins um hagkvæmni kurlkyndingar fyrir byggðina í Grímsey.

Lesa meira

10.01.2014 : Jákvæður leiðari um skógrækt

Jónas Haraldsson ritstjóri skrifar um skógrækt í leiðara Fréttatímans í dag, 10. janúar 2013, og tilefnið er bókin Skógarauðlindin sem kom út í haust.

Lesa meira

10.01.2014 : „Get búið til skrýtnar stærðir“

Valdimar Reynisson, skógarvörður á Vesturlandi, var í viðtali hjá Haraldi Bjarnasyni í þættinum Vafrað um Vesturland á sjónvarpsstöðinni ÍNN 6. janúar. Þar sagðist hann meðal annars geta útvegað borðvið í stærðum sem ekki fást í byggingavöruverslunum.

Lesa meira

09.01.2014 : Viðarhitaveita talin hagkvæm í Grímsey

Bæjarblaðið Vikudagur á Akureyri birtir í dag, 9. janúar, grein um nýja skýrslu Skógræktar ríkisins á því hvort hagkvæmt væri að kynda upp byggðina í Grímsey með viðarkögglum eða kurli.

Lesa meira

07.01.2014 : Íslenskt greni fellt til brúargerðar

Fyrrverandi starfsmaður hjá skógarverðinum á Vesturlandi hefur sent frá sér skemmtilegt myndband þar sem sjá má þegar tré eru felld og þau unnin í borðvið. Timbrið var notað í brúargerð í þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Lesa meira
frett_15102010_12

06.01.2014 : Landsýn - vísindaþing landbúnaðarins 2014

Ráðstefnan Landsýn – vísindaþing landbúnaðarins verður á Hvanneyri 7. mars 2014. Þar verður meðal annars málstofa um skógrækt á rofnu landi.

Lesa meira

06.01.2014 : Risatrén II - Risafura

Stærstu lífverur heims eru risafurur (Sequoiadendron giganticum). Þær eru engar furur, heldur teljast þær til sýprusættar rétt eins og einir. Íslenskt skógræktarfólk skoðaði risana í Kaliforníu í haust sem leið.

Lesa meirabanner1