Fréttir

29.12.2014 : Binding í skógum nauðsynlegt vopn í loftslagsbaráttunni

Alþjóðabankinn styður við verkefni sem stuðla að betri landnytjum í heiminum, meðal annars með því að flétta skógrækt við aðra landnýtingu. Aðstoðarforstjóri Alþjóðabankans telur mikla möguleika vera á landnýtingarsviðinu til að draga úr útblæstri koltvísýrings, meðal annars með skógrækt og loftslagsvænum aðferðum í landbúnaði.

Lesa meira

22.12.2014 : Bændur mæla með lifandi jólatrjám

Lennart Ackzell hjá sænsku bændasamtökunum segir að lifandi jólatré séu miklu betri fyrir umhverfið en gervitré, sérstaklega ef fólk kaupir tré úr nágrenni sínu. Með þessum skilaboðum óskar Skógrækt ríkisins öllum Íslendingum gleði og friðar á jólum og farsældar á komandi ári um leið og þakkað er fyrir skógræktarárið sem er að líða.

Lesa meira

19.12.2014 : Fyrr og nú - Gamla-Gróðrarstöðin

Á Krókeyri, innst í Innbænum á Akureyri suður undir flugvellinum, stendur myndarlegt tvílyft timburhús sem í daglegu tali er kallað Gamla-Gróðarstöðin. Húsið og skógurinn í kring er sögulegur minnisvarði fyrir íslenska skógrækt og garðrækt. Gaman er að skoða myndir sem teknar eru af þessu húsi með aldar millibili.

Lesa meira

17.12.2014 : Skógræktarritið komið út

Annað tölublað Skógræktarritsins 2014 hefur verið að berast áskrifendum síðustu daga og þar kennir að venju ýmissa grasa - eða trjáa. Tvær greinar í ritinu snerta ræktun jólatrjáa. Annars vegar fjallar Else Møller skógfræðingur um mögulega inngöngu Íslendinga í samtök jólatrjáaframleiðenda í Evrópu og Helgi Þórsson skógarbóndi skrifar ítarlega grein um reynsluna af jólatrjáarækt á Íslandi.

Lesa meira

17.12.2014 : Við skógareigendur komið út

Í nýútkomnu tölublaði tímaritsins Við skógareigendur fjallar Rakel Jónsdóttir skógfræðingur um gæðapróf á skógarplöntum og Úlfur Óskarsson, lektor við LbhÍ, veltir vöngum um haustgróðursetningu. Í blaðinu er viðtal við Eddu Björnsdóttur, fyrrverandi formann Landssamtaka skógarbænda og einnig rætt við skógarbændurna á Brennigerði í Skagafirði svo eitthvað sé nefnt.

Lesa meira

16.12.2014 : Gervitré eru bara að þykjast vera jólatré

Jólatré hafa verið áberandi í samfélagsumræðunni undanfarna daga eins og gjarnan er síðustu vikurnar fyrir jól. Skógarbóndi í Eyjafirði segir í útvarpsviðtali að gervijólatré séu bara að þykjast vera jólatré en sjálfur prófar hann sig áfram með ýmsar tegundir í jólatrjáaræktinni. Þá hefur líka heyrst í skógarverðinum á Suðurlandi um svipuð efni í útvarpinu.

Lesa meira

15.12.2014 : Jólabækur skógræktarmannsins

Skógræktarfólk vill fremur en nokkuð annað fá góða skógræktarbók í jólagjöf og þetta árið er vert að nefna fjórar sem koma sterklega til greina fyrir þessi jól. Þar er bók um belgjurtir sem bæta jarðveginn, önnur um ávaxtatré sem auka fjölbreytnina, sú þriðja með alhliða fróðleik um skógrækt og sú fjórða handbók um skaðvalda á trjám.

Lesa meira

15.12.2014 : Gremst að skógrækt skuli ekki fá aukin framlög

Árin fyrir hrun gróðursettu skógarbændur vegum landshlutaverkefnannaum fimm milljónir plantna árlega en nú er árleg gróðursetning rétt um tvær milljónir, segir Valgerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga, í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Mikil vonbrigði séu að framlög til skógræktar skuli ekki aukin í fjárlagafrumvarpinu. Áætla megi að ef haldið hefði verið áfram að gróðursetja með sama hraða og fyrir hrun hefðu skapast 40 ársverk vítt og breitt um landið. 
Lesa meira

12.12.2014 : Frumvarp um ný skógræktarlög lagt fram á haustþingi 2015

Fram kemur á vef Bændablaðsins í dag að nýtt skógræktarfrumvarp verði lagt fram á haustþingi 2015. Frumvarpið verði byggt á greinargerð endurskoðunarnefndar um skógræktarlög sem skilað var í júní 2012 þar sem lögð var áhersla á eflda skógrækt með margvíslegum ávinningi fyrir land og þjóð. Fyrir þessu taldi nefndin m.a. að öflugt rannsóknar- og þróunarstarf væri forsenda.  Lesa meira

09.12.2014 : Jólatré á ferð og flugi
Auka þarf jólatrjáarækt, segja skógarverðir

Starfsmenn skógarvarðarumdæmanna fjögurra hjá Skógrækt ríkisins hafa undanfarnar vikur unnið að því að fella jólatré, bæði torgtré og heimilistré. Skógarverðir Skógræktar ríkisins eru sammála um að auka þurfi jólatrjáaræktun í landinu. Hún hafi ekki aukist eins hratt hjá skógarbændum og vænst var og því sé Skógrækt ríkisins aftur að vinda upp seglin eftir nokkurt hlé. Hér verður farið yfir stöðuna í skógarvarðarumdæmunum fjórum.

Lesa meira

09.12.2014 : Lifibrauð fyrir 10 fjölskyldur

Umhverfisáhrif af jólatrjám eru minnst ef valin eru lifandi íslensk tré og nettóáhrif íslensku trjánna geta jafnvel verið jákvæð þegar upp er staðið. Þau hafa líka jákvæð áhrif á íslenskan efnahag. Gervijólatré eru versti kosturinn því framleiðsla þeirra, flutningur  og förgun hefur margvísleg áhrif á umhverfið. Innfluttum, lifandi trjám fylgja líka neikvæð umhverfisáhrif. Ef öll jólatré á markaðnum hérlendis væru íslensk gætu 10 fjölskyldur haft lifibrauð sitt af framleiðslu þeirra.

Lesa meira

04.12.2014 : Fyrr og nú - Stálpastaðir Skorradal

Óvíða hérlendis eru aðstæður betri til ræktunar greniskóga en í Skorradal. Breytingin sem þar hefur orðið með skógrækt á hálfri öld er mikil og nú gefur skógurinn verðmætan grisjunarvið. Myndir teknar með hálfrar aldar millibili við Braathens-steininn á Stálpastöðum sýna mikinn árangur.

Lesa meira

03.12.2014 : Hvassviðrið felldi tré

Óveðrið um síðustu helgi olli nokkrum skaða í nýgrisjuðum skógum í Norðtungu í Borgarfirði. Dálítið brotnaði líka af trjám í reitum sem grisjaðir voru í sumar á Vöglum í Fnjóskadal og Stálpastöðum í Skorradal en í öðrum skógum Skógræktar ríkisins varð ýmist mjög lítið tjón eða ekkert. Stálpaðir skógar eru viðkvæmir fyrir miklum stórviðrum í fáein ár eftir grisjun en styrkjast svo aftur.

Lesa meira

02.12.2014 : Selfossyfirlýsingin skilar sínu

Norræna ráðherranefndin hefur sent frá sér árangursskýrslu um þá vinnu sem unnin hefur verið í kjölfar Selfossyfirlýsingarinnar frá 2008 um sjálfbæra skógrækt. Svör við spurningum sem lagðar voru fyrir starfsfólk ráðherranefndarinnar sýna að samstarf á þessu sviði hefur aukist milli Norðurlandanna og við nágrannaríki eins og Eystrasaltslöndin.

Lesa meira

01.12.2014 : Brunnin stafafura grisjuð

Þessa dagana er verið að fella stafafuru í reit í Skriðufellsskógi í Þjórsárdal sem sinueldur barst í árið 1995 Áhugavert er að sjá hvernig furan hefur jafnað sig á brunanum.

Lesa meira

28.11.2014 : Skógarnám í Þjórsárskóla

Í vikunni endurnýjuðu Skógrækt ríkisins og Þjórsárskóli eldri samstarfssamning frá 2009 um þróun skógarfræðslu í skólastarfi Þjórsárskóla til næstu þriggja ára eða til ársins 2017. Samningurinn kveður meðal annars á um gerð skógarnámskrár sem tengist öllum námsgreinum í samþættu skógarnámi, eflir einstaklingsmiðað nám og fjölbreytta kennsluhætti.

Lesa meira

28.11.2014 : Miklir möguleikar í íslenska skóginum

„Mér fannst mikilvægt að reyna að búa til eitthvað sem tengir fólk við skóginn og við íslenska menningu,“ segir einn nemenda á lokaári vöruhönnunardeildar Listaháskóla Íslands sem opna sýninguna Wood You í kjallara skólans í Þverholti í Reykjavík.

Lesa meira
lupina-og-skogur-Brynja-H

27.11.2014 : Minningarsjóður Hjálmars og Else auglýsir eftir umsóknum

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Minningarsjóði Hjálmars R. Bárðarsonar og Else Bárðarson. Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknaverkefni í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Umsóknarfrestur er til 10. janúar

Lesa meira

26.11.2014 : Fyrr og nú - Mógilsá

Þegar starfsemi Skógræktar ríkisins hófst á Mógilsá fyrir hálfri öld var þar enginn skógur. Staðurinn var mjög vindasamur enda steyptist norðanáttin ofan af Esju og náði miklum hraða við fjallsræturnar. Nú hreyfir varla hár á höfði á hlaðinu við stöðvarhúsið á Mógilsá hvernig sem viðrar. Skógurinn á Mógilsá er gott dæmi um hversu mjög skógrækt getur breytt veðurfari til hins betra. Ekki þarf nema fáeina áratugi til að þessi áhrif verði veruleg.

Lesa meira

24.11.2014 : Skóggræðsla í Kóreu, Suður-Afríku og Eþíópíu

Suður-Kórea, Suður-Afríka og Eþíópía eru meðal þeirra fjölmörgu landa í heiminum sem nýta sér mátt trjágróðurs til landgræðslu og landbóta á svæðum þar sem gróðri hefur verið eytt og jarðvegseyðing orðið í kjölfarið. Með þessu starfi fæst aftur gjöfult land, bæði fyrir menn og náttúruna sjálfa, sjálfbær vistkerfi og líffjölbreytni.

Lesa meira

21.11.2014 : Garðahlynur við Laufásveg borgartréð 2014 í Reykjavík

Reykjavíkurborg og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa útnefnt borgartréð 2014. Að þessu sinni varð fyrir valinu fallegur garðahlynur við Sturluhallir, Laufásveg 49-51. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri útnefnir tréð borgartréð 2014 klukkan 17 í dag, föstudaginn 21. nóvember, og tendrar ljós á trénu.

Lesa meira
Tumastaðir

21.11.2014 : Gróðrarstöðin á Tumastöðum í gang á ný

Bændablaðið segir frá því í nýjasta tölublaði sínu frá 19. nóvember að líf hafi nú færst í gróðrarstöðina á Tumastöðum í Fljótshlíð sem Skógrækt ríkisins rak á sínum tíma við góðan orðstír. Hjónin Óskar Magnússon og Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir á Sámstaðabakka hafa tekið stöðina á leigu. Þau hyggjast viðhalda stöðinni og skapa þar störf.

Lesa meira

19.11.2014 : Góður árangur af sjálfboðastarfinu í Þórsmörk

Sjálfboðastarf að landbótum og stígagerð á Þórsmerkursvæðinu vekur athygli út fyrir landsteinana og vel gengur að ráða hæfa sjálfboðaliða til starfa. Mikið hefur áunnist þau tvö sumur sem sjálfboðaliðar hafa starfað á svæðinu en verkefnin eru óþrjótandi. Vel er hægt að ráða við aukinn ferðamannastraum, segir verkefnisstjórinn hjá Trail Team Volunteers sem stýrir starfi sjálfboðaliðanna

Lesa meira
Skrifstofa Skógræktar ríkisins á Mógilsá

18.11.2014 : Starf staðarhaldara á Mógilsá laust til umsóknar

Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá (Rannsóknasvið Skógræktar ríkisins) óskar eftir að ráða staðarhaldara á Mógilsá.  Staðarhaldara er ætlað að sjá um hús, bíla, tæki og verkfæri en einnig umhirðu nánasta umhverfis stöðvarinnar að Mógilsá á Kjalarnesi.  Þá aðstoðar staðarhaldari sérfræðinga á Mógilsá við ýmis rannsóknastörf. Umsóknarfrestur er til 15. desember. Lesa meira

14.11.2014 : Skógrækt á mikla möguleika í lífhagkerfinu

Á morgunfundi ThinkForest-verkefnisins sem haldinn var í húsakynnum Evrópuþingsins í Brussel  í gær, 13. nóvember, var rætt um þá möguleika sem atvinnugreinar byggðar á skógum eiga í þróuninni til lífhagkerfisins. Einnig voru þau vandamál til umræðu sem loftslagsbreytingarnar bera með sér og það mikilvæga hlutverk sem skógarnir geta gegnt í þeirri baráttu.

Lesa meira

12.11.2014 : Danskir skógtækninemar í verknámi á Suðurlandi

Þrír danskir skógtækninemar í grunnnámi við Agri college í Álaborg dvöldu hjá Skógræktinni á Suðurlandi um mánaðartíma í október og nóvember. Þau unnu við grisjun, kurlun, arinviðarvinnslu, gerð skógarstíga og fleira. Meðal verkefnanna var smíði trébrúar í Haukadalsskógi.

Lesa meira

10.11.2014 : CLIMFOR

Samstarf Rúmena, Norðmanna og Íslendinga í rannsóknarverkefninu CLIMFOR hófst formlega í síðustu viku með fundi í borginni Suceava í norðaustanverðri Rúmeníu. Meginmarkmið verkefnisins er að rannsaka veðurfarsbreytingar síðustu árþúsunda með árhringjum trjáa, vatnaseti og ísalögum hella. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, tekur þátt í verkefninu fyrir Íslands hönd.

Lesa meira

10.11.2014 : Vistsporin stigin í eldhúsinu

Fyrsta formlega framhaldsnámskeiðið í tálgun var haldið í byrjun nóvembermánaðar í Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi undir heitinu „Vistsporin stigin í eldhúsinu“. Námskeiðið var haldið á grundvelli samstarfssamnings um fræðslumál á milli Skógræktar ríkisins og Lbhí. Sérstaklega var unnið að gerð eldhúsáhalda úr tré sem geta leyst af hólmi innflutt og mengandi plastáhöld.

Lesa meira
Jórvík

07.11.2014 : Skógfræðingur óskast

Héraðs- og Austurlandsskógar óska eftir að ráða skógfræðing í stöðu verkefnastjóra (100% starf). Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í framsækið og krefjandi starf.

Lesa meira
Vaglaskógur

06.11.2014 : Nýr aðstoðarskógarvörður óskast að Vöglum

Skógrækt ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarskógarvarðar á Norðurlandi með aðsetur á Vöglum í Fnjóskadal. Þetta er fullt starf og heyrir undir þjóðskógasvið Skógræktar ríkisins. Það felst einkum í skipulagningu og framkvæmd verkefna í þjóðskógunum á Norðurlandi. 

Lesa meira

04.11.2014 : Góðir vinir hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum

Styrkur frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum gerði kleift að halda úti vinnuhóipum fjarri aðalbækistöðvum sjálfboðaliða í Þórsmörk í sumar og vinna þar að mikilvægum endurbótum.. Styrkurinn var formlega afhentur fulltrúa Skógræktar ríkisins og Þórsmörk Trail Volunteers í 20. ára afmælishófi Íslenskra fjallaleiðsögumanna nýverið.

Lesa meira

03.11.2014 : Newsweek fjallar um skógrækt á Íslandi

Bandaríska fréttatímaritið Newsweek fjallar í nýjasta tölublaði sínu um skógrækt á Íslandi og hvernig loftslagsbreytingar hjálpa til við útbreiðslu skóglendis á landinu. Það sé sérstakt á þessari breiddargráðu því víðast hvar á norðlægum slóðum hafi menn meiri áhyggjur af því að skógarnir líði fyrir ýmis vandamál sem fylgi hlýnandi loftslagi og færslu trjátegunda til norðurs.

Lesa meira

30.10.2014 : Heimsins mesta skógræktarverkefni

Í Kína er bændafólki greitt fyrir að rækta skóg á landbúnaðarlandi. Í einhverju stærsta skógræktarverkefni sem sögur fara af hefur þannig verið ræktaður nýr skógur á landsvæði sem samanlagt nemur ríflega þreföldu flatarmáli Íslands. Mikið verk er að meta árangur af slíku verkefni en markmið þess er ekki síst að hamla gegn uppblæstri og jarðvegseyðingu sem mikil skógareyðing á umliðnum árum hefur valdið.

Lesa meira

28.10.2014 : Útsýnisvegi lokað vegna lerkisjúkdóms í Wales

Váleg tíðindi berast nú af lerkiskógum í Wales. Frá og með 2. nóvember verður útsýnisveginum Cwmcarn Forest Drive road í Wales lokað vegna illvígs sjúkdóms sem þar herjar á lerki. Um 78% trjánna með fram veginum hafa sýkst af hættulegum þörungasveppi, Phytophthora ramorum, (larch disease). Fella verður trén.

Lesa meira

28.10.2014 : Sproti ársins

Toppsproti á stöku furutré í þjóðskóginum á Höfða vakti sérstaka athygli á dögunum þegar Héraðs- og Austurlandsskógar héldu þar námskeið í umhirðu ungskóga. Reyndist árssprotinn 2014 vera 105 cm langur sem er að öllum líkindum met hjá stafafuru hérlendis.

Lesa meira

23.10.2014 : Fyrr og nú - Nátthagi

Á innan við aldarfjórðungi hefur Ólafur Njálsson garðyrkjufræðingur breytt illa grónu landi í Ölfusi í gróskumikinn skóg þar sem hann rekur garðplöntustöðina Nátthaga. Myndir sem teknar eru með 20 ára millibili sýna árangurinn vel.

Lesa meira

21.10.2014 : Eilífðarvélin alaskaösp

Svo virðist sem iðnviðarskógur með alaskaösp geti vel endurnýjast af sjálfu sér eftir rjóðurfellingu þannig að óþarft sé að gróðursetja aftur í skóginn. Ef öspin reynist vera slík „eilífðarvél“ í íslenskri skógrækt eykur það til muna hagkvæmni asparskógræktar til viðarkurlsframleiðslu. Til að kanna þetta betur er nú verið að rjóðurfella aldarfjórðungsgamla ösp í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Lesa meira

21.10.2014 : Bændur bjarga heiminum

Hvernig er hægt að koma í veg fyrir frekari eyðingu frumskóga heimsins og er hægt að rækta á ný skóga þar sem þeir hafa horfið? Um þetta er fjallað í fyrstu fræðslumyndinni af þremur í sænsku röðinni The Green Planet. Þátturinn var sýndur á norsku sjónvarpsstöðinni NRK2 í gærkvöldi.

Lesa meira

20.10.2014 : Rafljós plata tré

Ljósið frá ljósastaurum við afleggjarann upp í Kjarnaskóg á Akureyri platar lerkitrén. Þau tré sem næst standa staurunum halda enn græna litnum meðan önnur tré eru orðin alveg gul. Haustið bregður upp alls kyns skemmtilegum myndum í skóginum.

Lesa meira

17.10.2014 : Mike Wingfield útnefndur nýr forseti IUFRO

Suður-Afríski prófessorinn Mike Wingfield var kosinn forseti IUFRO, alþjóðasamtaka um skógvísindi, á heimsráðstefnu samtakanna sem lauk í Salt Lake City 11. október. Hinn nýi forseti vill meðal annars styrkja enn alþjóðlegt samstarf nemenda í skógvísindum og stuðla að því að ráðamenn heimsins fái upp í hendur áreiðanleg gögn um skóga til að nýta við ákvarðanir um sjálfbæra framtíð jarðarbúa.

Lesa meira

17.10.2014 : Sýndu skóginn þinn

Forest Europe, ráðherraráð Evrópu um skógvernd, hleypti í gær, fimmtudag, af stokkunum ljósmyndasamkeppni þar sem meiningin er að þátttakendur sýni skóginn sinn. Mælst er til þess að ljósmyndirnar sýni hvernig skógarnir vernda okkur mennina og hvernig við getum verndað skógana.

Lesa meira

16.10.2014 : Fjárhús úr gegnheilum viði

Fyrirtækið Rogaland Massivtre AS reisir nú fjárhús í Suldal á Rogalandi í suðvestanverðum Noregi. Byggingin er reist úr gegnheilum viði og bóndinn sem lætur reisa húsið, Arve Aarhus, segir að með þessu móti fái hann þægilegra hús fyrir bæði skepnur og fólkið sem sinnir gegningum, góða hljóðeinangrun og náttúrlega loftræstingu.

Lesa meira

15.10.2014 : Endurbætur við Hjálparfoss

Framkvæmdir ganga vel við Hjálparfoss í Þjórsárdal þar sem í smíðum eru tröppur og pallar fyrir gesti sem koma til að skoða fossinn og umhverfi hans. Lagðir verða vel afmarkaðir stígar og ætti svæðið því að þola betur sívaxandi straum ferðamanna. Gróður hafði mjög látið á sjá við Hjálparfoss allrasíðustu ár.

Lesa meira

14.10.2014 : Áhrif ferðamanna á náttúru Íslands

Landgræðslan og Umhverfisstofnun standa í samvinnu við Ferðamálastofu fyrir málþingi um áhrif ferðamanna á náttúru Íslands.

Lesa meira

14.10.2014 : Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal frá 1587 til 1938

Friðþór Sófus Sigurmundsson, doktorsnemi við Háskóla Íslands, ræðir um hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal 1587-1938 á fyrsta Hrafnaþingi haustsins hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Lesa meira

14.10.2014 : Ljóðaganga í Hallormsstaðaskógi

Ljóðaganga verður haldin í trjásafninu á Hallormsstað á fimmtudagskvöld, 16. október kl 20. Gangan er liður í dagskrá Litlu ljóðahátíðarinnar í Norðausturríki og er haldin í samvinnu við Skógrækt ríkisins.

Lesa meira

13.10.2014 : Stórir viðarstaflar á Vöglum og í Hvammi

Grisjun hefur gengið vel þetta árið í skógum landsins. Með tilkomu grisjunarvélar er nú hægt að ná meira viðarmagni úr skógunum. Viðarmagn sem ekið verður úr Stálpastaðaskógi í haust losar eitt þúsund rúmmetra ef áætlanir standast og nú er að hefjast akstur á timbri úr Vaglaskógi þar sem milli átta og níu hundruð rúmmetrar standa nú í stæðum eftir grisjun í sumar.

Lesa meira

13.10.2014 : Hengibrú sem ekki hangir valin besta tillagan

Tillaga Eflu verkfræðistofu og Studio Granda varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal á Þórsmörk. Brúin gerir Þórsmörkina aðgengilegri fyrir flest fólk, opnar gönguleiðir og dreifir ferðamannastraumnum betur um svæðið. Hún eykur líka öryggi gesta í Þórsmörk þegar mikið er í ám. Kynningarfundur um brúna og samkeppnina verður haldinn í Goðalandi í Fljótshlíð 22. október kl. 20.

Lesa meira

08.10.2014 : Skógar eitt aðalvopnið gegn loftslagsbreytingum

Fulltrúar ríkisstjórna yfir 30 landa, þrjátíu fyrirtækja og 60 samtaka, meðal annars samtaka frumbyggja, hafa lýst stuðningi við New York yfirlýsinguna um skóga sem gerð var 23. september á loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Með yfirlýsingunni var mörkuð sú stefna að draga úr skógareyðingu um helming fyrir árið 2020 og stöðva hana alveg fyrir 2030.

Lesa meira

08.10.2014 : Heimsráðstefna IUFRO í Brasilíu 2019

Tuttugasta og fimmta heimsráðstefna alþjóðasambands rannsóknarstofnana í skógvísindum verður haldið í Curitiba í Brasilíu í októbermánuði árið 2019. Þetta var ákveðið á fyrsta fundi alþjóðaráðs IUFRO á heimsráðstefnunni sem nú stendur yfir í Salt Lake City í Bandaríkjunum.

Lesa meira

07.10.2014 : Skógur sem hvarf fær framhaldslíf

Skógræktarsvæði í hlíðinni ofan við byggðina á Patreksfirði þurfti að víkja fyrir snjóflóðavarnargörðum sem nú er verið að leggja lokahönd á. Myndarlegir bolir úr skógræktinni verða notaðir á staðnum því húsgögn í útikennslustofu verða gerð af viði úr skóginum sem hvarf.

Lesa meira

06.10.2014 : Ráðstefna NordGen Forest

Á ráðstefnu NordGen Forest sem haldin var í Noregi í september var mikið rætt um hvernig skógræktendur á Norðurlöndunum gætu búið sig undir hlýnandi veðurfar og hvernig nýta mætti loftslagslíkön til að undirbúa skógræktina á komandi árum og áratugum. Fimmtíu sérfræðingar hvaðanæva af Norðurlöndunum sóttu ráðstefnuna.

Lesa meira

06.10.2014 : Fyrr og nú - Hálsmelar

Þurrir og berir melar í landi Háls í Fnjóskadal hafa tekið stakkaskiptum á fáum árum og eru nú óðum að hverfa í skóg. Um 130 þúsund plöntur hafa verið gróðursettar, að mestu leyti í sjálfboðavinnu.

Lesa meira

03.10.2014 : Íslenskur viður í Landbúnaðarsafninu

Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið fluttust formlega í nýtt húsnæði í gær, Halldórsfjós svokallað á Hvanneyri. Timbur í innréttingar var sótt í gjöfula skóga Skorradals. Afgreiðsluborð, sýningarborð og ræðupúlt er meðal þess sem smíðað var úr Skorradalstimbri. Lesa meira

03.10.2014 : Stærsta skógvísindaráðstefna heims að hefjast

Stærsta skógvísindaráðstefna heims verður haldin í borginni Salt Lake City í Utah dagana 5.-11. október. Þar hittast meira en 3.500 vísindamenn og sérfræðingar. Þetta er tuttugasta og fjórða heimsráðstefna IUFRO, alþjóðlegs sambands rannsóknarstofnana í skógvísindum. Á ráðstefnunni verður rætt um mikilvægi skóga sem tækis til að bregðast við ýmsum vaxandi vandamálum sem samfélag manna á jörðinni stendur nú frammi fyrir.

Lesa meira

02.10.2014 : Traktorstorfæra á Stálpastöðum

Undanfarnar vikur hefur verið unnið við grisjun með grisjunarvél í greniskógi á Stálpastöðum í Skorradal. Afraksturinn verða rúmlega eitt þúsund rúmmetrar af trjáviði sem seldir verða Elkem á Grundartanga nema sverustu bolirnir sem verða flettir í borðvið. Viðnum er ekið út úr skóginum með dráttarvélum sem er ekki heiglum hent eins og sést í myndbandi sem fylgir þessari frétt.

Lesa meira

02.10.2014 : Skógræktarfélög senda ályktun um Teigsskóg

Skógræktarfélag Íslands og sjö aðildarfélög þess í Vestfirðingafjórðungi leggjast ekki gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. Félögin sendu frá sér ályktun þessa efnis í dag og segja engin náttúrufræðileg rök hníga gegn þessum nauðsynlegu vegabótum í landshlutanum.

Lesa meira
Viðarvinnsla á Hallormsstað

01.10.2014 : Afurðastöð með nytjavið

Skógarbændur á Austurlandi kanna nú möguleika á stofnun afurðastöðvar sem annast myndi sölu á ýmsum nytjavið sem fellur til í fjórðungnum. „Menn hafa legið yfir þessu að undanförnu. Eru nú að fara yfir tölur og reikna sig áfram. Það er ljóst að koma þarf vinnslu og sölu skógarafurða í farveg á næstu árum,“ segir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi í samtali við Morgunblaðið í dag.
Lesa meira

01.10.2014 : Tónar úr trjám

Þýskur grafískur hönnuður hefur þróað aðferð til að túlka mynstur árhringja í píanótónum. Mismunandi vaxtarhraði trjáa og vaxtarlag gefur mismunandi tónlist. Vægast sagt sérhæfð og nýstárleg skógarafurð!

Lesa meira

01.10.2014 : Fyrirlestur um göngustíga

Landvernd efnir til hádegisfyrirlestrar um þróun göngustíga föstudaginn 3.október kl. 12.15 í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands. Bob Aitken, skoskur landfræðingur og ráðgjafi í umhverfismálum á útivistarsvæðum, veltir upp leiðum til að takast á við stígamál á Íslandi með auknum ferðamannastraumi.

Lesa meira

26.09.2014 : Eldgos og skógrækt

Ekki er enn hægt að meta hversu mikið losnar af koltvísýringi í eldsumbrotunum sem standa yfir norðan Vatnajökuls. Þar að auki er koltvísýringslosun frá eldstöðum aðeins örlítið brot af því sem losnar af mannavöldum í heiminum. Önnur lofttegund sem eldstöðin spúir er mun viðsjárverðari mönnum og náttúru. Það er brennisteinstvíoxíð, SO2, sem getur í versta falli haft þau áhrif að kólni í veðri. Ekki er þó hætta á því nema í meiri háttar sprengigosum. Skógrækt getur dregið verulega úr umhverfisáhrifum vegna eldgosa.

Lesa meira

26.09.2014 : Skógræktarmenn frá Finnlandi á Stálpastöðum

Finnskir skógræktarmenn heimsóttu í gær Stálpastaðaskóg í Skorradal og nutu leiðsagnar Valdimars Reynissonar skógarvarðar um skóginn. Finnarnir gerðu góðan róm að skóginum. Einn úr hópnum gat gefið góð ráð um vinnubrögð við grisjun með grisjunarvél sem einmitt er þar að störfum þessa dagana.

Lesa meira

26.09.2014 : Fyrr og nú - Lundur Dalbæjarbóndans

Guðmundur Sveinsson frá Feðgum í Meðallandi gerði djarflega tilraun til skógræktar í ungu hrauni þegar hann hóf skógrækt á litlum reit í Eldhrauni árið 1978. Tilraunin tókst ljómandi vel. Trén sjá nú um sig sjálf og mikill munur að líta yfir reitinn frá því sem var fyrir 15 árum.

Lesa meira

25.09.2014 : Birkifræ til Hekluskóga

Á síðustu árum hefur almenningur safnað birkifræi fyrir Hekluskóga og lagt drjúgan skerf að því mikilvæga verkefni. Þótt heldur minna sé af fræi þetta árið en undanfarin haust má víða finna allmörg tré með fræi. Endurvinnslan hf. aðstoðar verkefnið með því að taka á móti fræi frá almenningi á móttökustöðvum í Reykjavík og senda til Hekluskóga. Ræktun birkiskóga í grennd við eldfjöll minnkar hættuna á gróður- og jarðvegseyðingu í kjölfar öskugosa.

Lesa meira

23.09.2014 : Starfsfólk NordGen í Haukadalsskógi

Árleg starfsmannaferð norræna genabankans NordGen var farin til Íslands þetta árið og í dag tók Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, á móti hópnum í Haukadalsskógi. Gestunum þótti mikið koma til myndarlegra trjánna í skóginum og höfðu á orði að þetta væri „alvöru skógur“.

Lesa meira

23.09.2014 : Trén vaxa miklu hraðar

Nýjar niðurstöður vísindamanna hafa leitt í ljós að trjágróður um allan heiminn vex verulega hraðar nú en hann gerði fyrir árið 1960. Sérfræðingar við tækniháskólann í München í Þýskalandi, Technische Universität München (TUM), settu nýlega fram haldbær gögn um þetta undur úr ríki náttúrunnar. Í Mið-Evrópu vaxa beyki- og grenitré nú nærri tvöfalt hraðar en fyrir hálfri öld.

Lesa meira

19.09.2014 : Eitt besta skógræktarsumarið í langan tíma

Rúnar Ísleifsson, skógarvörður á Norðurlandi, segir að leita þurfi mörg ár aftur í tímann til að finna sambærilegan trjávöxt og var í sumar. Í framhaldi af því spáir hann góðum vexti barrtrjáa næsta sumar, verði veðurfar þokkalegt. Rætt var við Rúnar í sjónvarpsfréttum. Lesa meira

18.09.2014 : Ryðleysið í Sandlækjarmýrinni

Frábærar yfirlitsmyndir voru teknar með flygildi (dróna) yfir skóginum í Sandlækjarmýri í lok síðasta mánaðar. Nær ekkert lerki er í grennd við þessar aspir og því nær asparryðið sér ekki á strik. Þetta sýnir að asparskóg með klónum sem móttækilegir eru fyrir ryði má auðveldlega rækta á ryðfrían hátt sé þess gætt að ekkert lerki sé í nánd.

Lesa meira

18.09.2014 : Veðurspá 2050

Í myndbandi þar sem spáð er í veðrið á Íslandi árið 2050 er gert ráð fyrir því að birki geti vaxið um nær allt landið, þar á meðal hálendið. En veðurfarsbreytingarnar hafa ekki eingöngu gott í för með sér fyrir Ísland frekar en önnur svæði á jörðinni. Spáð er mikilli úrkomu á landinu um mestallt landið en síst þó á Norðaustur- og Austurlandi.

Lesa meira

18.09.2014 : Fyrr og nú

Við hleypum nú af stað nýrri myndasyrpu hér á vef Skógræktar ríkisins og köllum hana „Fyrr og nú“. Fyrsta myndaparið sendi Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi. Myndirnar eru teknar í Langadal á Þórsmörk og sýna glögglega hversu mjög birkið hefur sótt fram frá því Mörkin var friðuð fyrir beit fyrir um 80 árum. Óskað er eftir myndum af þessum toga af skóglendi vítt og breitt um landið þar sem breytingar á landi með skógarækt sjást vel.

Lesa meira

15.09.2014 : Tré bjarga mannslífum

Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum er áætlað að trjágróður bjargi árlega yfir 850 manns frá dauða þar í landi með því að hreinsa andrúmsloftið, einkum í þéttbýli. Með sama hætti eru trén talin koma í veg fyrir um 670 þúsund tilfelli bráðaeinkenna í öndunarvegi. Efnahagslegur sparnaður af þessu er metinn á um 850 milljarða íslenskra króna.

Lesa meira

10.09.2014 : Evrópulerki tré ársins hjá SÍ

Skógræktarfélag Íslands hefur útnefnt virðulegt og rótgróið evrópulerki (Larix decidua) tré ársins 2014. Tréð stendur við Arnarholt í Stafholtstungum og verður sæmt titlinum við hátíðlega athöfn sunnudaginn 14. september kl. 14.

Lesa meira

08.09.2014 : OECD veitir Íslendingum tiltal um gróður- og jarðvegsmál

Styrkjakerfið í íslenskum landbúnaði ýtir undir ofbeit og tilheyrandi gróður- og jarðvegseyðingu, að mati höfunda nýrrar skýrslu OECD um umhverfismál á Íslandi. Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd mjög fyrir lítið eftirlit og að rofskýrslunni svokölluðu frá 1997 skuli ekki hafa verið fylgt eftir.

Lesa meira

04.09.2014 : Leið til bjargar Amason-frumskóginum

Ný tækni sem vísindamenn eru að þróa við Wake Forest háskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum gæti gagnast til að hamla gegn geigvænlegum afleiðingum skógareyðingar og námuvinnslu í stærsta regnskógi heims, Amason-frumskóginum. Með því að þróa aðferðir við vinnslu lífkola úr bambus og koma á nýjum búskaparháttum er talið að vinna megi gegn skógareyðingu, auka tekjur bænda og binda kolefni.

Lesa meira

01.09.2014 : Sigurður Blöndal látinn

Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, lést á Egilsstöðum 26. ágúst á nítugasta aldursári. Hann verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 6. september kl. 13.

Lesa meira

28.08.2014 : Milljarð í „græna gullið“

Flokkur sósíaldemókrata í Svíþjóð vill fjölga störfum í skógargeiranum um 25.000 fram til ársins 2020 og draga í leiðinni úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Skógar séu um alla Svíþjóð og því verði ný störf í skógum til um allt landið líka.

Lesa meira

27.08.2014 : Skoðun á þinkvæmum í Þjórsárdal

Mikið sér á furu og fjallaþin á Suðurlandi eftir rysjótt veður á fyrstu mánuðum ársins. Trén eru sviðin og ljót og talsvert um að tré hafi drepist. Í athugun á fjallaþin í Þjórsárdal í júlí kom í ljós að tvö kvæmi litu áberandi best út.

Lesa meira

27.08.2014 : Verðmæt efni úr íslensku birki

Útflutningur er að hefjast til Bandaríkjanna á líkjörum og snöfsum sem framleiddir eru úr íslenskum birkisafa hjá fyrirtækinu Foss distillery. Stefnt er að því að vörurnar verði komnar á markað ytra í byrjun október. Mögulegt er talið að vinna verðmæt efni úr íslenskum birkiskógum og skapa af þeim meiri arð en áður hefur verið unnt.

Lesa meira

26.08.2014 : Styrkir á vegum NordForsk kynntir

Rannís og NordForsk efna til kynningarfundar miðvikudaginn 27. ágúst á Gand Hótel í Reykjavík þar sem fjallað verður um styrkjamöguleika á vegum NordForsk og mikilvægi norræns vísindasamstarfs. Einnig verður kynning á NORDRESS, nýju öndvegissetri um náttúruvá og öryggi samfélaga sem hlaut nýlega 420 milljóna rannsóknastyrk frá NordForsk.

Lesa meira

25.08.2014 : Aspir mjög „ryðgaðar“ í uppsveitum Suðurlands

Mikið ryð er nú í ösp víða í uppsveitum á Suðurlandi. Versti ryðfaraldurinn til þessa var sumarið 2010, en ástandið nú er jafnvel verra en þá. Sumarið 2011 mátti víða sjá kalsprota sem voru afleiðing ryðsins árið áður. Ástæða er til að óttast að svipað gerist nú. Annars verður afleiðingin minni vöxtur á næsta ári en eðlilegt er. Ráðlegt er að gróðursetja einungis asparefnivið með gott ryðþol þar sem saman á að vaxa lerki og ösp.

Lesa meira

25.08.2014 : Hindberjaskógur á Hallormsstað

Hindber gætu orðið skemmtileg viðbót við berjaflóruna hér á landi. Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austurlandi, hitti Bergrúnu Örnu Þorsteinsdóttur aðstoðarskógarvörð í myndarlegum hindberjaskógi á Hallormsstað og gerði skemmtilega frétt um hindberjarækt í skógi

Lesa meira

22.08.2014 : Hæstu tré á Íslandi - yfir sjó

Lítil sem engin sauðfjárbeit er efst í austanverðum Austurdal í Skagafirði. Í ferð skógræktarmanna þar um í síðustu viku sást greinilega að birki á svæðinu er í mikilli framför. Birki í Stórahvammi mældist vera í 624 metra hæð yfir sjávarmáli og er að öllum líkindum hæsta villta tré á Íslandi - yfir sjó

Lesa meira

20.08.2014 : Nagað birki á Almenningum

Ljóst er að sauðfjárbeit á Almenningum skaðar birkitré og hamlar framvindu og útbreiðslu birkiskóga. Þetta sér hvert mannsbarn eftir stutta gönguferð um beitilönd á Almenningum. Sums staðar er birkið uppnagað og mun með áframhaldandi beit eyðast. Skemmdirnar sjást vel á nýjum myndum frá svæðinu.

Lesa meira

19.08.2014 : Skógrækt verður aukin á ný

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gaf fyrirheit um það í opinberriheimsókn sinni til Skógræktar ríkisins á Fljótsdalshéraði í gær að hann myndi beita sér fyrir því að fé til skógræktar yrði aukið í fjárlögum næsta árs. Hann tók undir orð skógræktarstjóra um að grænna Ísland væri betra Ísland og sagðist styðja hugmyndir um landsáætlun í skógrækt sem stuðlaði að sátt um skógrækt í landinu.

Lesa meira

14.08.2014 : Opinber heimsókn ráðherra til Skógræktar ríkisins

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis og auðlindaráðherra, heldur í opinbera heimsókn á Austurland mánudaginn 18. ágúst. Fyrir hádegi heimsækir hann höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum og starfstöð skógarvarðarins á Hallormsstað.

Lesa meira

14.08.2014 : Spennandi furutilraun

Sænskur úrvalsefniviður af stafafuru og skógarfuru hefur verið settur niður í tilraunareitum á nokkrum stöðum hringinn í kringum landið. Markmiðið með tilrauninni er að finna efnivið sem hentar í skógrækt hérlendis og ef það tekst getur sparast áratuga vinna í kynbótum fyrir timburskógrækt með furu.

Lesa meira

14.08.2014 : Hæsta tré landsins 26,1 metri

Sitkagrenitré sem í nokkur ár hefur verið talið hæsta tré landsins er nú komið yfir 26 metra hæð. Tréð hefur vaxið hálfan metra í sumar. Tréð var mælt með nýjustu tækni í gær. Það hefur á 65 ára vaxtartíma sínum bundið 2,1 tonn af koltvísýringi.

Lesa meira

14.08.2014 : Á hverju þrífst ertuyglan best?

Undanfarna daga hefur farið að bera á svart- og gulröndóttri lirfu ertuyglunnar á Suður- og Vesturlandi. Þetta er heldur seint miðað við fyrri ár og kann að vera að kuldinn í fyrrasumar hafi haft þessi áhrif. Nú er í gangi beitartilraun þar sem kannað er hvort ertuyglulirfur þrífast betur á einni fæðutegund en annarri.

Lesa meira

12.08.2014 : Binding með nýskógrækt

Skógar taka upp gróðurhúsalofttegundina koltvísýring úr andrúmsloftinu og geyma hann. Jafnvel þótt okkur Íslendingum þyki Noregur vera þakinn skógi gætu Norðmenn samt aukið mjög kolefnisbindingu skóga sinna með nýskógrækt. Um þetta er fjallað á vef norsku umhverfisstofnunarinnar, Miljødirektoratet. Fram kemur að árið 2011 hafi nettóbinding koltvísýrings í norskum skógum numið 32 milljónum tonna.

Lesa meira
skograektarf_isl_logo

12.08.2014 : Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands

Framtíðarsýn Elkem á Íslandi og eplarækt á Akranesi er meðal umræðuefna á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður á Akranesi 15.-17. ágúst. Gestgjafar fundarins eru Skógræktarfélag Akraness og Skógræktarfélag Skilmannahrepps.

Lesa meira

12.08.2014 : Formaður loftslagsnefndar SÞ gróðursetur tré í Noregi

Í dag, þriðjudaginn 12. ágúst, gróðursetur formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, Dr. Rajendra K. Pachauri, tré í Arendal syðst í Noregi með aðstoð norska umhverfisráðherrans, Tine Sundtoft. Gróðursetningin er táknræn athöfn til að undirstrika mikilvægt hlutverk skóga í loftslagsmálunum.

Lesa meira

11.08.2014 : Eyðing Þjórsárdalsskóga rædd í Útvarpinu

Í þættinum Sjónmáli á Rás 1 var í morgun rætt við Friðþór Sófus Sigurmundsson, landfræðing og doktorsnema, um eyðingu Þjórsárdalsskóga. Friðþór er er einn þriggja höfunda fræðigreinar um eyðingu birkiskóga Þjórsárdals á 350 ára tímabili. Lesa meira

07.08.2014 : Birkiryð snemma á ferðinni

Birki er tekið að gulna í skógum víða um land. Ekki eru það haustlitirnir sem svo eru fljótir á sér heldur lætur birkiryðið óvenjusnemma á sér kræla þetta sumarið. Líklega má kenna það vætunni og hlýindunum sem verið hafa í sumar.

Lesa meira

07.08.2014 : Fræðigrein um eyðingu birkiskóga Þjórsárdals

Ofnýting birkiskógarins í Þjórsárdal var ein stærsta ástæða þess að skógurinn hvarf að mestu á um 14.000 hektara svæði í dalnum frá seinni hluta sextándu aldar fram á þá tuttugustu. Stóran þátt í þessari ofnýtingu átti biskupsstóllinn í Skálholti og lénskirkjur hans eða prestsetur. Um þetta fjalla þrír íslenskir vísindamenn í grein sem nýkomin er út í tímaritinu Human Ecology.

Lesa meira

07.08.2014 : Nýr bæklingur um Stálpastaðaskóg

Stálpastaðaskógur er skemmtilegur skógur í hlíðóttu landslagi í norðanverðum Skorradal. Um þennan vinsæla skóg liggja göngustígar með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni. Nú er kominn út bæklingur með upplýsingum um skóginn og korti af gönguleiðum.

Lesa meira

06.08.2014 : Að kaupa skógi vernd

Hátt í tvö þúsund hektarar af tjarfuruskógum hafa verið verndaðir á svæði sem kallast Longleaf Ridge í austanverðu Texasríki í Bandaríkjunum. Eigendur halda skóginum en hafa selt ráðstöfunarrétt sinn yfir skógnum að hluta til. Aðeins um þrjú prósent eru eftir af upprunalegum tjarfuruskógum vestra.

Lesa meira

05.08.2014 : Lokaráðstefna Kraftmeiri skóga og aðalfundur LSE

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda verður haldinn í Miðgarði í Skagafirði 29.-30. ágúst. Í tengslum við aðalfundinn verður einnig haldin lokaráðstefna Kraftmeiri skóga. Skógareigendur á Norðurlandi sjá um undirbúning og skipulagningu aðalfundarins að þessu sinni.

Lesa meira
Kirkjubæjarklaustur

30.07.2014 : Hæsta tré á Íslandi

Eitt sinn ógnaði sandfok byggðinni á Kirkjubæjarklaustri en nú vex þar myndarlegur skógur sem státar af hæsta tré á Íslandi, sitkagreni sem var ríflega 25 metra hátt sumarið 2012. Annað sitkagrenitré í sama skógi er 70 cm svert í brjósthæð manns og inniheldur líklega um tvo rúmmetra af trjáviði.

Lesa meira

28.07.2014 : Degliregnskógar

Á liðnu hausti heimsótti íslenskt skógræktarfólk regnskógana í Quinault-dalnum á vestanverðum Ólympíuskaga í Washingtonríki í Bandaríkjunum. Allt skógræktarfólk ætti einhvern tíma á ævinni að upplifa með berum augum og í návígi stórkostleg og risastór tré eins og þarna eru.

Lesa meira
Gönguleið í Stálpastaðaskógi

25.07.2014 : Sumarverkin á Vesturlandi - nýr bæklingur um Stálpastaði

Helstu tíðindi úr umdæmi skógarvarðarins á Vesturlandi í sumar eru að nú er kominn út bæklingur um Stálpastaðaskóg með korti, gönguleiðum og öðrum upplýsingum. Gönguleið verður gerð í sumar í landi Litla-Skarðs í Norðurárdal fyrir styrk frá atvinnuvegaráðuneytinu til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Mjög blautt er nú í skógunum í Skorradal og víðar á Vesturlandi, svo mjög að erfitt er víða að fara um með vélar.

Lesa meira

24.07.2014 : Metuppskera á Hrymsfræi

Aldrei hefur verið meiri uppskera af lerkifræi en í fyrra í fræhöllinni á Vöglum í Fnjóskadal þar sem frjóvgað er saman rússalerki og evrópulerki svo út kemur blendingsyrkið ‚Hrymur‘. Helmingi fræsins var dreift til gróðrarstöðva í vor en hinn helmingurinn geymdur til næsta árs. Því ætti talsvert að verða tiltækt af Hrym til gróðursetningar bæði 2015 og 2016.

Lesa meira

23.07.2014 : Kristján Jónsson á Veturliðastöðum kvaddur

Laugardaginn 19. júlí var jarðsunginn á Hálsi í Fnjóskadal Kristján Jónsson, bóndi á Veturliðastöðum. Kristján vann hjá Skógrækt ríkisins í aldarfjórðung eða svo. Hann var hagur á járn og tré og smíðaði m.a. vél til að leggja út plast fyrir skjólbelti.

Lesa meira

22.07.2014 : Vel heppnaður skógardagur á Vöglum

Skógardagur var haldinn á Vöglum í Fnjóskadal sunnudaginn 20. júlí í björtu og fallegu veðri og tæplega 20 stiga hita. Sýnd var grisjunarvél að störfum og vakti mikla athygli og hrifningu gesta sem voru nokkuð á annað hundrað talsins. Einnig var fræframleiðslan í fræhöllinni á Vöglum kynnt og eldiviðarframleiðslan.

Lesa meira

21.07.2014 : Skógræktin 25% af loftslagsskuldbindingu

Miklar breytingar eiga sér nú stað í gróðurfari landsins vegna hlýnunar loftslags. Fyrirhuguð nýskógrækt gæti uppfyllt fjórðung af skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum fram til 2020. Þetta kom fram í spjalli við Brynhildi Bjarnadóttur, doktor í skógvistfræði og lektor við Háskólann á Akureyri, í þættinum Sjónmáli á Rás 1.

Lesa meira

21.07.2014 : Eikarskógar á Íslandi og mikill trjávöxtur í sumar

Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, ræddi um möguleikana á eikarskógrækt á Íslandi og mikinn trjávöxt það sem af er sumri í tveimur fréttum sem sendar voru út á Stöð 2 um helgina.

Lesa meira

21.07.2014 : Innlandslerki líður fyrir hlýnandi loftslag

Lerkikvæmi frá svæðum þar sem ríkir meginlandsloftslag líða fyrir hlýnandi loftslag hér á landi. Dæmi um þetta er kvæmið Tuva sem gjarnan byrjar að vaxa í hlýindaköflum á vetrum, kelur svo í vorfrostum og verður viðkvæmt fyrir sveppasjúkdómum. Rétt væri að stytta vaxtarlotu þessara skóga og rækta aðrar tegundir í staðinn, segir Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna.

Lesa meira

18.07.2014 : Skógrækt í skýrslu starfshóps um landnotkun

Í könnun sem gerð var meðal sveitarfélaga, hagsmunaaðila og stofnana kemur fram að togstreita sé algeng milli skógræktarmanna og búfjáreigenda í dreifbýli þar sem lausaganga búfjár er heimil. Þetta er meðal þess sem finna má í allgóðu yfirliti um skógrækt í áfangaskýrslu starfshóps um undirbúning skipulags landnotkunar í dreifbýli sem skilað hefur verið til umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

18.07.2014 : Staða og þróun viðarsölu

Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, fjallar um stöðu og þróun viðarsölu Skógræktar ríkisins í nýtútkomnu Ársriti Skógræktarinnar. Fram kemur m.a. að árið 2013 voru seldir tæplega 3.500 rúmmetrar af viðarkurli en um miðjan síðasta áratug var salan að jafnaði kringum 250 m3 á ári. Salan hefur því meira en tífaldast á áratug.

Lesa meira
Skjólgirðing sett upp.

17.07.2014 : Áfangaskýrslu um landnotkun í dreifbýli skilað til ráðherra

Starfshópur um undirbúning skipulags landnotkunar í dreifbýli hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra áfangaskýrslu. Dregin eru fram í skýrslunni atriði sem huga þarf að í tengslum við landnotkun í landsskipulagsstefnu, meðal annars stuðningur við skógrækt með tilliti til mismunandi skógræktarskilyrða. Bændablaðið segir frá.

Lesa meira

17.07.2014 : Þjóðgarðsvörður vill stöðva skógrækt í nokkur ár

Í þættinum Sjónmáli á Rás 1 hefur undanfarna daga verið fjallað um breytt vaxtarskilyrði trjágróðurs á Íslandi. Rætt hefur verið við tvo starfsmenn Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, Björn Traustason landfræðing og Aðalstein Sigurgeirsson forstöðumann, en einnig Snorra Baldursson, líffræðing og þjóðgarðsvörð, sem beinir spjótum sínum mjög að þeirri skógrækt sem stunduð er á Íslandi. Lesa meira

17.07.2014 : Lúðrasveitin bjó til skífurnar

Í lúðrasveit þorpsins Krumbach í Austurríki eru handlagnir menn sem útbjuggu skífur á eitt þeirra strætóskýla sem hönnuð voru og sett upp í samvinnuverkefni heimamanna og arkitekta víða að úr heiminum. Eitt skýlið hannaði Dagur Eggertsson, arkitekt í Ósló, ásamt félögum sínum og viðarskífurnar utan á það útbjuggu iðnaðarmenn sem einnig leika í lúðrasveit þorpsins.

Lesa meira

16.07.2014 : Sumarverkin á Austurlandi

Bætt aðstaða fyrir gesti við Höfðavatn er meðal þeirra verkefna sem unnið er að í sumar í umdæmi skógarvarðarins á Hallormsstað. Mikið verk er að sinna viðhaldi á merktum gönguleiðum sem samtals eru um 27 kílómetrar í skógunum. Viður úr skógunum eystra er nú nýttur með margvíslegum hætti, til dæmis í palla og klæðningar.

Lesa meira

16.07.2014 : Alþjóðasamtök landssambanda skógræktarfjölskyldna

Landssambönd skógareigenda í löndum heimsins hafa með sér samstarf í alþjóðlegum samtökum. Í nýútkomnu fréttabréfi þessara alþjóðasamtaka er m.a. sagt frá skýrslu um það hvað stjórnvöld í löndum heims geti gert til að efla samtök skógræktenda.

Lesa meira

15.07.2014 : Nýstárleg strætóskýli

Íslenski arkitektinn Dagur Eggertsson, sem býr og starfar í Ósló, tók þátt í forvitnilegu hönnunarverkefni í litlu þorpi austast í Austurríki. Hönnuð voru sjö strætóskýli sem eru hvert öðru nýstárlegra. Trjáviður er notaður með skemmtilegum hætti í sumum skýlanna, meðal annars því sem Dagur tók þátt í að hanna.

Lesa meira
Vaglaskógur

15.07.2014 : Skógardagur í Vaglaskógi

Skógrækt ríkisins á Vöglum býður gesti velkomna í skóginn sunnudaginn 20. júlí kl. 14. Þessar vikurnar er unnið að grisjun í skóginum með öflugri grisjunarvél sem sýnd verður í verki á skógardeginum. Einnig verður gestum boðið í fræhúsið á staðnum þar sem það fær að fræðast um fræræktina.

Lesa meira

14.07.2014 : Mikið magn grisjunarviðar tiltækt í íslenskum skógum

Ná mætti allt að 30.000 rúmmetrum af trjáviði næstu fimm árin með grisjunum í helstu þjóðskógum landsins. Í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2013 er í fyrsta sinn gefin skýrsla um tiltækt grisjunarmagn í þeim skógum sem eru í umsjón Skógræktarinnar og kallaðir eru þjóðskógar.

Lesa meira

14.07.2014 : Tíðindi af möguleikum birkis á Sprengisandi vekja athygli

Greinilegt er að það þykja tíðindi, sem frá segir í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2013, að birki geti vaxið á mestöllu hálendi Íslands ef spár um 2°C hlýnun frá meðaltalinu 1960-1990 rætast. Morgunblaðið birtir frétt um málið í dag og Bylgjan segir frá því í hádegisfréttum.

Lesa meira

11.07.2014 : Birki á Sprengisandi? Ársrit SR 2013 komið út

Ef meðalhiti á Íslandi hækkar um tvær gráður gætu birkiskógar breiðst út um mestallt hálendi Íslands. Þetta kemur fram í grein Björns Traustasonar, Bjarka Þórs Kjartanssonar og Þorbergs Hjalta Jónssonar, sérfræðinga á Mógilsá, sem er meðal efnis í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2013.

Lesa meira

11.07.2014 : Sumarverkin á Suðurlandi

Margvísleg verkefni eru á könnu embættis skógarvarðarins á Suðurlandi í sumar. Nú er í gangi samkeppni um nýja göngubrú á Markarfljót við Húsadal, talsvert er unnið að gróðursetningum og grisjun og framlag sjálfboðaliða samsvarar um 7 og hálfu ársverki. „Skógarnir eru grænir og fallegri,“ segir skógarvörður.

Lesa meira

10.07.2014 : Geta tré talað saman?

Rannsóknir kanadískra vísindamanna sýna að tré geta skipst á nauðsynlegum næringar- og orkuefnum með hjálp umfangsmikilla svepprótakerfa. Gömul tré í skógum gegna sérstaklega mikilvægu hlutverki, ekki síst fyrir nýgræðing, og mismunandi trjátegundir geta haft viðskipti með kolefni og önnur efni eftir þörfum á mismunandi árstímum. Betri þekking á svepprótakerfum getur nýst til að liðka fyrir færslu skóga samfara loftslagsbreytingum.

Lesa meira

10.07.2014 : Segið frá skógfræðirannsóknum ykkar!

Í aðdraganda heimsráðstefnunnar IUFRO2014, sem alþjóðlega skógrannsóknaráðið IUFRO heldur í haust, hefur ráðið búið til vettvang fyrir skógvísindafólk til að koma verkefnum sínum og rannsóknum á framfæri. Til að hvetja fólk til þátttöku er efnt til eins konar bloggsamkeppni þar sem 500 Bandaríkjadollarar eru í vinning fyrir besta skógrannsóknarbloggið.

Lesa meira

09.07.2014 : Blokk úr tré

Fimm hæða íbúðablokk í Hamborg er að mestu leyti gerð úr timbri og þar eru hvorki notaðar málmskrúfur, lím né plast. Vistspor hússins er mjög lítið miðað við hefðbundnar byggingar og orkan sem fer í að reisa venjulega íbúðablokk myndi nægja til að reisa 70 viðarblokkir.

Lesa meira

09.07.2014 : Erfðaauðlind tekks varðveitt

Á síðasta ári var haldin heimsráðstefna um tekk í Bangkok í Taílandi. Þar var ákveðið að hrinda af stað verndaráætlun í þeim löndum þar sem tekkið er upprunnið ef hindra mætti að náttúrlegir tekkskógar hyrfu með öllu. Vinnufundur var svo haldinn í vor til að móta drög að verndaráætlun. Meðal markmiða verkefnisins er að varðveita erfðaauðlind tekktrjánna.

Lesa meira

08.07.2014 : Sumarverkin á Norðurlandi

Umfangsmikil grisjun fer nú fram í Vaglaskógi og nágrannaskógum og verða alls um 1.000 rúmmetrar viðar felldir þar í sumar með skógarhöggsvél. Hluti þess trjáviðar verður af myndarlegum stafafurutrjám sem féllu í snjóflóði í vetur.

Lesa meira

07.07.2014 : Gaman á Skógardegi Norðurlands

Gleðin skein úr hverju andliti á fyrsta Skógardegi Norðurlands sem haldinn var í Kjarnaskógi á Akureyri laugardaginn 5. júlí 2014. Vel rættist úr veðrinu þótt ekki væri mjög hlýtt. Í hádeginu stytti upp eftir miklar rigningar og hélst að mestu þurrt.

Lesa meira

03.07.2014 : Birkikemban komin til Akureyrar

Nú hefur verið staðfest að birkikemba er tekin að herja á birki í görðum Akureyringa. Í fyrra fannst hún í Varmahlíð í Skagafirði þannig að búast má við fregnum af frekari útbreiðslu á næstunni. Ábendingar um slíkt eru vel þegnar.

Lesa meira

03.07.2014 : Fræðsluefni um skógrækt

Komin er út á vegum Landshlutaverkefna í skógrækt ný og endurbætt útgáfa bæklingsins Fræðsluefni um skógrækt. Bæklingurinn nýtist skógarbændum sem eru að stíga sín fyrstu skref í skógrækt jafnt sem öllum öðrum skógræktendum.

Lesa meira

03.07.2014 : Góður traktor gulli betri

Þorvaldur Böðvarsson, skógarbóndi á Grund II í Vesturhópi, notar hálfrar aldar Ferguson við skógrækt sína. Traktorinn er á tvöföldum dekkjum að aftan og með tönn að framan. Á þessu tæki eru Þorvaldi allir vegir færir við skógræktarstörfin eins og kemur fram í skemmtilegri frétt á vef skógarbænda.

Lesa meira

01.07.2014 : Skógardagur Norðurlands á laugardag

Líf og fjör verður í Kjarnaskógi á Akureyri laugardaginn 5. júlí þegar þar verður í fyrsta sinn haldinn Skógardagur Norðurlands. Gestir fá að fræðast um skógrækt og skógarnytjar, séð skógarhöggsmenn að verki og skoðað tækjabúnað þeirra en einnig verður í boði leiksýning, ratleikur, skákmót og fleira.

Lesa meira

30.06.2014 : Erfðamengi myrtutrés skráð

Alþjóðlegum hópi vísindafólks hefur tekist að raðgreina erfðamengi af einni tegund myrtutrjáa, Eucalyptus grandis. Þessi árangur er sagður opna ýmsar dyr fyrir skógariðnaðinn.

Lesa meira

30.06.2014 : Haustfeti herjar á alaskavíði

Hætta er á að plöntur sem verða fyrir slæmum skordýrafaraldri ár eftir ár kali illa og drepist jafnvel. Þetta kemur fram í frétt á vef Landgræðslunnar þar sem sagt er frá miklu skordýrabiti á alaskavíði nú fyrri hluta sumars. Lesa meira

25.06.2014 : Góður asparvöxtur á Ströndum

Aspir sem settar voru niður í tilraun á Ströndum fyrir átta árum hafa vaxið vel og sýna að víða er hægt að rækta iðnvið á Íslandi með góðum árangri.

Lesa meira

25.06.2014 : Myndsúlugerðarlandsliðið á námskeiði í Eistlandi

Nokkrir Íslendingar dvöldu um miðjan júní í nokkurs konar vinnubúðum í myndsúlugerð í Eistlandi. Verkefnið er hluti á Leonardo Partnership verkefni Evrópusambandsins og kjörorðin eru „Teach Me Wood“ eða kenndu mér á við.

Lesa meira

24.06.2014 : Tíundi Skógardagurinn vel heppnaður

Skógardagurinn mikli var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri í 10. sinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi um helgina. 

Lesa meira

23.06.2014 : COFO 22 og alþjóðleg skógarvika

Skógar veita margvísleg félagsleg og efnahagsleg gæði. Þeir gefa mat, orku og skjól, til dæmis, nokkuð sem við þurfum öll. Til þess að skógarnir geti áfram veitt okkur þessi gæði þurfum við að nýta þá með sjálfbærum hætti. Þetta eru skilaboð FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ í alþjóðlegri viku skóga.

Lesa meira

22.06.2014 : Hægt að binda verulegan hluta með skógrækt

Arnór Snorrason, skógfræðingur hjá Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá segir að hægt sé að ná verulegum hluta af nýjum markmiðum í loftslagsmálum með skógrækt. Mun minna er ræktað af trjám nú en fyrir hrun og því þurfi að snúa við. Rætt var við Arnór í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag, sunnudag.

Lesa meira

22.06.2014 : Yfir ein milljón skógarplantna komin niður

Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, heimsótti skógarbændurna Jóhannes Jóhannsson og Þóru Jóhannesdóttur á Silfrastöðum í Skagafirði og ræddi við þau um það stórvirki sem þau hafa unnið í skógrækt á jörð sinni. Fjöldi skógarplantna sem þau hafa sett niður nálgast 1,1 milljón.

Lesa meira

20.06.2014 : Skógrækt fær hlutverk við kolefnisbindingu

Í nýju samkomulagi sem samninganefndir Íslands og ESB hafa undirritað eru sett fram sameiginleg markmið í loftslagsmálum sem hluti af Kýótó-bókuninni. Samkvæmt þeim þarf Ísland að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 31% fyrir 2020 að stóriðju frátalinni. Helmingi þessa markmiðs á að ná með skógrækt og landgræðslu.

Lesa meira

19.06.2014 : Kjarr breytist í skóg

Afhjúpaður var í gær í Heiðmörk minnisvarði um fyrsta skógræktarstjóra landsins, Agner Francisco Kofoed-Hansen. Meginstefið í starfi hans var friðun og verndun birkiskóga sem voru í mikilli afturför þegar hann tók við starfi.

Lesa meira

19.06.2014 : Tiltölulega örugg langtímaávöxtun

Tvöfalt til fimmfalt meiri skóg þarf að rækta á landinu en nú er gert ef mæta á með íslenskum viði þeirri þörf fyrir iðnvið sem líklegt er að verði á öldinni. Hátt landverð, í öðru lagi kostnaður, tafir og áhætta vegna opinberra leyfa og í þriðja lagi ræktunaráhætta eru helstu hindranirnar fyrir fjárfestingum í skógrækt hérlendis, segir Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur á Mógilsá, í viðtali við Bændablaðið sem kemur út í dag.

Lesa meira

18.06.2014 : Að breyta trjáviði í mat

Norræna lífhagkerfið (Nordic Bioeconomy) og lífhagkerfi norðurslóða (Arctic Bioeconomy) verður til umfjöllunar á ráðstefnu sem haldin verður miðvikudaginn 25. júní á Hótel Selfossi. Um þessi mál verður fjallað frá margvíslegum sjónarhornum.

Lesa meira

18.06.2014 : Snjóflóðaviður úr Þórðarstaðaskógi

Skógarvörðurinn á Vöglum í Fnjóskadal gerir ráð fyrir því að hægt verði að nýta viðinn af stórum hluta þeirra furutrjáa sem brotnuðu í snjóflóði í Þórðarstaðaskógi í vetur. Mest skemmdist af stafafuru en einnig nokkuð af rauðgreni, blágreni og birki.

Lesa meira

16.06.2014 : Trén brún af birkikembunni

Mikið ber á brúnu birki á höfuðborgarsvæðinu og víðar þessa dagana. Fólk hefur af þessu áhyggjur og vill vita hverju sæti. Skaðvaldurinn er birkikemba. Lirfan ætti að vera byrjuð að púpa sig og trén gætu klætt af sér brúna litinn með nýjum sprotum ef aðrar fiðrildalirfur valda ekki miklu tjóni.

Lesa meira

16.06.2014 : Ánægður með lúpínuna

Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fagnar því hvað lúpínan hefur dreift sér mikið á höfuðborgarsvæðinu. Hún hafi stöðvað moldrok af foksvæðum í grennd við borgina og nú sé hún að hörfa úr Heiðmörk. Í staðinn taki við gras- og blómlendi og skógur. Stöð 2 fjallaði um þetta í sjónvarpsfrétt um liðna helgi.

Lesa meira

13.06.2014 : Hvaðan komu villt jarðarber til Íslands?

Eiga villt jarðarber í íslenskri náttúru uppruna sinn að rekja til Noregs? og hvar þá í Noregi? Nemi við Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur að meistaraverkefni um þetta. Meðal annars er biðlað til almennings í Noregi að tína þroskuð ber, þurrka og senda til Íslands.

Lesa meira

13.06.2014 : Skógardagurinn mikli 10 ára

Hinn árlegi viðburður, Skógardagurinn mikli, verður haldinn í tíunda sinn laugardaginn 21. júní. Dagskráin er margbreytileg að venju. Hin fornfræga hljómsveit Dúkkulísurnar stígur á svið en nú eru 30 ár liðin frá því að sveitin stóð á sviði í Hallormsstaðaskógi síðast. Svo er spurning hvort skógarhöggsmenn á Austurlandi ná Íslandsmeistaratitlinum í skógarhöggi aftur austur

Lesa meira

12.06.2014 : Sverar hliðargreinar á furunni til trafala

Grisjun með skógarhöggsvél er hafin í skóginum á Miðhálsstöðum í Öxnadal. Mikið er um kræklótt og margstofna lerki- og furutré í skóginum og gjarnan sverar hliðargreinar á furunni sem vélin nær ekki að skera af í einni atrennu. Líklegt er að fara þurfi fyrir vélinni með keðjusög til að ná upp góðum afköstum.

Lesa meira

11.06.2014 : Skógur í Skyndidal fallinn að hluta

Vart hefur orðið mikils skógardauða í óbyggðum dal í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Dalurinn heitir Skyndidalur og er neðan Lambatungnajökuls austast í Vatnajökli. Birki er ekki horfið af svæðinu en nauðsynlegt er að huga að verndun fornra skógarleifa.

Lesa meira

11.06.2014 : Skógarkennsla í Berlín

Nokkrir myndarlegir skógarskólar eru reknir í skógum Berlínarborgar enda yfir 40% borgarlandsins vaxin skógi. Í skólunum fer fram fjölbreytilegt starf og flestallir grunnskólanemendur koma í skógana til að læra um náttúruna, vistkerfið, hringrásir lífsins, skógarnytjar og fleira. Af einhverjum ástæðum koma fáir hópar úr efstu bekkjum grunnskólans.

Lesa meira

11.06.2014 : Fiðrildalirfurnar atkvæðamestar

Rætt var við Halldór Sverrisson, sérfræðing hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, í þættinum Sjónmáli á Rás 1 þriðjudagsmorguninn 10. júní. Tilefnið var meðal annars útkoma nýju bókarinnar um skaðvalda á trjágróðri, Heilbrigði trjágróðurs. Meðal annars er rætt um fiðrildalirfurnar sem eru atkvæðamestar á trjánum snemmsumars.

Lesa meira

10.06.2014 : Björninn Smokey sjötugur

Um þessar mundir er því fagnað að sjötíu ár eru liðin frá því að farið var að beita birninum Smokey í baráttunni við skógarelda. Nú orðið berst Smokey gegn öllum náttúrueldum. Tvö ný myndbönd hafa verið gerð í tilefni afmælisins. Íslendingar þurfa líka að huga að þessari hættu og nú er starfandi stýrihópur um brunavarnir í skógrækt.

Lesa meira

10.06.2014 : Ánamaðkar eru einn hlekkurinn

Guðmundur Aðalsteinsson, skógarbóndi í Hróarstungu á Héraði, hefur einbeitt sér að ræktun ánamaðka, lætur þá éta pappír og breyta í áburð. Hann hefur áhyggjur af því að ánamaðkur sé að hverfa úr íslenskum túnum. Ríkisútvarpið sagði frá þessu í fréttum Sjónvarps.

Lesa meira

05.06.2014 : Allir yrðu brjálaðir í Berlín

Í Morgunblaðinu í dag, 5. júní, er áfram fjallað um gömul tré með vísun í 106 ára gamlan silfurreyni við Grettisgötu í Reykjavík sem til stendur að fella vegna byggingaframkvæmda. Agnes Bragadóttir skrifar fréttaskýringu þar sem meðal annars er rætt við Brynjólf Jónsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Hann segir að allt yrði brjálað í Berlín ef til stæði að fella svona tré þar.

Lesa meira

05.06.2014 : Alþjóðadagur umhverfisins

Í dag er alþjóðlegur dagur umhverfisins. Evrópska ráðherraráðið um verndun skóga, Forest Europe, bendir á það í tilefni dagsins að útilokað sé að halda slíkan dag án þess að skógar séu teknir með í reikninginn.

Lesa meira

04.06.2014 : Skógar og sjálfbær þróun

Í tengslum við fund um skóga og sjálfbæra þróun sem haldinn verður í Sviss 16. júní hefur verið gefinn út dreifimiði þar sem bent er á hversu skógar og skógarafurðir eru snar þáttur í lífi mannanna. Á miðanum er meðal annars spurt hvort lífið á jörðinni gæti þrifist án skóga.

Lesa meira

04.06.2014 : Tré eru verðmæti

Morgunblaðið segir frá því í miðvikudagsblaði sínu að stöðugur straumur fólks hafi verið um Grettisgötu í Reykjavík í gær til að skoða 106 ára gamla silfurreyninn sem staðið hefur til að fjarlægja vegna byggingaframkvæmda. Um 2.000 manns hafi skrifað undir mótmæli gegn framkvæmdinni. Þetta bendir til þess að margt fólk sjái verðmæti í myndarlegum trjám í þéttbýli.

Lesa meira

03.06.2014 : Heilbrigði trjágróðurs – bókarkaffi

Guðmundur Halldórsson og Halldór Sverrisson kynna nýútkomna bók sína Heilbrigði trjágróðurs miðvikudaginn 4. júní frá kl. 17-19. Kynningin verður haldin í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1, Reykjavík (Ármúlamegin). Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.
Lesa meira

03.06.2014 : „Ude er in“

Í framhaldi af heimsókn danskra útinámssérfræðinga til Íslands haustið 2012 vaknaði áhugi á því að starfa saman að námskeiðshaldi um útinám. Um miðjan maí hélt Ólafur Oddsson, verkefnisstjóri Lesið í skóginn þriggja daga námskeið fyrir starfandi kennara og leiðbeinendur í Kaupmannahöfn.

Lesa meira

02.06.2014 : Skógfræði við LBHÍ - umsóknarfrestur til 5. júní

Landbúnaðarháskóli Íslands er eini háskóli landsins sem býður upp á nám í skógfræði. Fléttað er saman námsgreinum á sviði náttúruvísinda, skógfræði, landgræðslu, tæknifræði, stjórnunar og hagfræði og einnig er farið inn á svið landupplýsinga og landslagsfræða.

Lesa meira

02.06.2014 : Bókin Heilbrigði trjágróðurs endurútgefin

Bókin Heilbrigði trjágróðurs eftir Guðmund Halldórsson og Halldór Sverrisson er nú komin út í breyttri mynd. Fyrri útgáfan hefur lengi verið ófáanleg en nú hafa margir skaðvaldar bæst við í íslenskri náttúru. Bókin er fengur fyrir áhugafólk og atvinnufólk í skógrækt og garðyrkju en getur líka nýst vel við kennslu. Lesa meira

02.06.2014 : Örugg framtíð – í faðmi landsins

Monique Barbut, framkvæmdastýra eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna, heldur fyrirlestur í dag, mánudaginn 2. júní, kl. 12.15 í sal Þjóðminjasafnsins í Reykjavík. Þar færir hún rök fyrir því að landgræðslumál og betri stjórn landnýtingar á heimsvísu geti hjálpað til við aðlögun að loftslagsbreytingum og þurrkum, dregið úr fólksflótta og átökum vegna rýrnandi náttúruauðlinda og tryggt sjálfbæra landbúnaðar- og orkuframleiðslu.

Lesa meira
Jarðygla

28.05.2014 : Pöddur í Útvarpinu - HLUSTA

Í sjöunda þætti þáttaraðarinnar Grúskað í garðinum ræðir Guðríður Helgadóttir við Eddu Sigurdísi Oddsdóttur skógvistfræðing um meindýr og sjúkdóma í plöntum. Þátturinn er á dagskrá Rásar 1 kl. 9.05 á laugardag, 31. maí.

Lesa meira

27.05.2014 : Eyðimörk breytt í skóg

Þar sem áður var gróðurlaus eyðimörk í sunnanverðu Ísrael vex nú þéttur skógur. Takmarkað regnvatnið er fangað með sérstökum aðferðum til að trén geti þrifist. Stærsti skógur Ísraels er ræktaður skógur í Negev-eyðimörkinni Lesa meira

27.05.2014 : Rekaviður með stórum staf

Skógræktarfólk af Austurlandi upplifði ótrúlega sjón í fjörum á vesturströnd Norður-Ameríku í ferðalagi um skógarsvæði þar vestra á liðnu hausti. Allt er stórt í Ameríku, er stundum sagt og það gildir sannarlega um rekaviðinn líka.

Lesa meira

27.05.2014 : Kolefnisbúskapur í framræstum mýrum

Brynhildur Bjarnadóttir, doktor í skógvistfræði og lektor við Háskólann á Akureyri, sagði frá rannsóknarverkefninu Mýrvið í spjalli við Leif Hauksson í þættinum Sjónmáli á Rás 1.

Lesa meira

26.05.2014 : Mörg brotin tré eftir veturinn

Óvenjumikið er af brotnum trjám í Kjarnaskógi eftir veturinn sem var mildur og snjór gjarnan blautur. Í sumar verður meðal annars komið upp nýju leiksvæði með grillhúsi í skóginum.

Lesa meira

26.05.2014 : Niturgjöf eykur bindingu eldri nytjaskóga

Nytjaskógur bindur umtalsvert meira kolefni ef áburði er dreift áratug áður en skógurinn er felldur. Skógar í Noregi sem henta til slíkrar áburðargjafar gætu bundið aukalega kolefni sem nemur útblæstri 90-170 þúsund fólksbíla á hverju ári. Nauðsynlegt yrði að styrkja skógareigendur um 30% kostnaðarins til að tryggja að þessi binding næðist.

Lesa meira

26.05.2014 : Vaglaskógur valinn fallegasti skógur landsins

Ástin vex á trjánum fullyrti skáldið og í framhaldi af því spurðu Bergsson og Blöndal í þætti sínum laugardaginn 24. maí: Hvað vex fleira á íslenskum trjám og hvað þarf mörg tré til að búa til einn skóg? Hlustendur völdu fallegustu skóga landsins og varð Vaglaskógur hlutskarpastur.

Lesa meira

23.05.2014 : Yndisgróður og yndisgarðar

Á þessu blíða vori flykkjast garðeigendur út til að snyrta, hlúa að gróðri og jafnvel bæta nýjum plöntum í garðinn. Þá er upplagt að sækja sér innblástur, hugmyndir og fróðleik þar sem hann er að finna. Yndisgróður er þekkingarbrunnur fyrir trjáræktendur sem vert er að sækja í.

Lesa meira

23.05.2014 : Fræmiðstöðin á Vöglum í Útvarpinu

Í Morgunglugganum, morgunþætti Rásar 1, var rætt við Valgerði Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Norðurlandsskóga, sem sér líka um fræmiðstöð Skógræktar ríkisins á Vöglum í Fnjóskadal.

Lesa meira

23.05.2014 : Íslensk skógarúttekt lögð af stað


Starfsmenn Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá líkjast helst kálfum að vori þegar þeir sleppa út og geta hafið vettvangsvinnu í hinum ýmsu rannsóknar-  og úttektarverkefnum. Verkefnið Íslensk skógarúttekt (ÍSÚ) er eitt viðamesta verkefni Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá og nú eru útiverkin hafin við verkefnið þetta vorið.

Lesa meira

22.05.2014 : Mýrviður

Á haustdögum er stefnt að því að hefja mælingar undir merkjum nýs rannsóknarverkefnis sem hlotið hefur heitið Mýrviður. Í verkefninu verður mæld binding og losun gróðurhúsalofttegunda frá skógi sem ræktaður er í framræstri mýri. Lesa meira

22.05.2014 : Vorverkin við Gömlu-Gróðrarstöðina

Starfsfólk Skógræktar ríkisins og Norðurlandsskóga á Akureyri notaði veðurblíðuna í dag til að taka til og fegra við aðsetur sitt í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Krókeyri. Beð voru hreinsuð, sett niður sumarblóm, grisjað í skóginum og fleira.

Lesa meira

21.05.2014 : Endurnýjanleg orka rædd

Í vikunni var haldin á Hallormsstað lítil tveggja daga ráðstefna á vegum tveggja verkefna sem eru bæð undir hatti norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins, NPP. Meðal annars var rætt um endurnýjanlegt eldsneyti úr skógi.

Lesa meira

20.05.2014 : Sifjarlykill á skógarbotni

Sifjarlykill breiðist nú út um skógarbotninn í skóginum á Mógilsá í Kollafirði. Þar er allt orðið iðjagrænt og skógurinn í fullum blóma. Lesa meira

20.05.2014 : Fræmiðstöð Skógræktarinnar

Nýr uppfærður frælisti er nú kominn á vef Skógræktar ríkisins. Frælistinn er lagfærður reglulega eftir því sem berst af fræi í fræbanka Skógræktarinnar í fræmiðstöðinni á Vöglum í Fnjóskadal. Nýr hnappur fyrir frælistann hefur verið settur á forsíðu vefsins skogur.is.

Lesa meira

19.05.2014 : Möðrufellshríslan

Í þættinum Sagnaslóð á Rás 1 föstudaginn 16. maí var fjallað um eitt allrafrægasta tré sem sprottið hefur úr íslenskri mold, reyninn í Möðrufellshrauni í Eyjafirði.

Lesa meira

19.05.2014 : Enginn höfuðverkur með betra bensíni

Margir skógarhöggsmenn kannast við að hafa fengið höfuðverk að loknum vinnudegi með keðjusög í skógi. Hjá embætti skógarvarðarins á Austurlandi er nú notað svokallað alkílatbensín og nú kvarta skógarhöggsmenn ekki lengur undan höfuðverk.

Lesa meira

16.05.2014 : Viðarflutningar vekja athygli

Timburflutningabílar Skógræktarinnar vekja athygli á vegum landsins þessa dagana. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag, 16. maí, er mynd af einum bílnum þar sem verið er að stafla á hann viði úr Hallormsstaðaskógi. Viður er afhentur Elkem vor og haust og kringum áramótin.

Lesa meira

16.05.2014 : Grenitrén fái að standa

Forsvarsmenn Skógræktar ríkisins, Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógræktarfélags Íslands hafa sent frá sér ályktun þar sem varað er við því að fella í fljótfærni stór sitkagrenitré sem standa við Miklubraut í Reykjavík. Trén nái sér aftur eftir sitkalúsafaraldur síðasta árs og erfiðan vetur.

Lesa meira
ÞjórsárdalurÞjórsárdalur

14.05.2014 : Viðbót til Hekluskóga

Niðurskurður til landbótaverkefnisins Hekluskóga hefur verið dreginn til baka að hluta með þriggja milljóna króna viðbótarframlagi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Þetta er uppbót“, segir Hreinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Hekluskóga. Viðbótarféð renni óskipt til ræktunarstarfsins. Nú eru gerðar tilraunir með að köggla birkifræ með mold og kjötmjöli.

Lesa meira

12.05.2014 : Vefjaræktun Barra komin vel af stað

Í Morgunblaðinu í dag, 12. maí, er fjallað um vefjaræktun berjaplantna í garðyrkjustöðinni Barra á Egilsstöðum. Fram kemur í greininni að í sumar komi á markað frá Barra vefjaræktaðar jarðarberjaplöntur og runnabláber. Fyrirtækið hefur fengið styrk til að þróa vefjaræktunaræti til að nota við jólatrjáaræktun. Lesa meira
Ásbyrgi

12.05.2014 : Skógarferðamennska

Með uppvaxandi skógum gefast ný tækifæri sem grípa má til að styrkja atvinnu- og mannlíf í byggðum landsins. Skógrækt ríkisins barst bréf frá Kanada með skemmtilegri hugmynd. Hvernig væri að bjóða ferðafólki skógaferð um Ísland með fræðslu og jafnvel gróðursetningu?

Lesa meira

09.05.2014 : 110 ára tré fellt

Í dag var fellt 110 ára gamalt lerkitré í garðinum við Aðalstræti 52 á Akureyri en einnig um hálfrar aldar sitkagreni. Viðurinn úr báðum trjánum verður nýttur til smíða.

Lesa meira

09.05.2014 : Stærsta sendingin að norðan hingað til

Þessa dagana aka flutningabílar með grisjunarvið úr skógum landsins að Grundartanga í Hvalfirði þar sem viðurinn er kurlaður og nýttur sem kolefnisgjafi við kísilmálmvinnslu hjá Elkem. Alls verða afhentir um 1.400 rúmmetrar af grisjunarviði nú í maímánuði upp í samning Skógræktar ríkisins við Elkem. Inni í þessari tölu er stærsta viðarsendingin af Norðurlandi hingað til.

Lesa meira

09.05.2014 : Nærri fjórfaldur vöxtur!

Stök mæling á tveimur fimmtán ára gömlum lerkireitum á Höfða á Völlum Fljótsdalshéraði sýna að blendingsyrkið Hrymur vex nærri fjórum sinnum betur en lerki af fræi úr Guttormslundi á Hallormsstað. Ekki má þó álykta um of af einni mælingu en hún er samt sem áður góð vísbending.

Lesa meira

07.05.2014 : Strandfura í Oregon

Stafafura, pinus contorta, getur verið nokkuð ólík eftir því hvar hún er upprunnin. Í ferðalagi sínu um vesturströnd Norður-Ameríku sá skógræktarfólk af Austurlandi stafafuru sem er mun kræklóttari en Skagway-kvæmið sem mest er ræktað á Íslandi.

Lesa meira

07.05.2014 : Göngubrú á Markarfljót

Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, sagði frá uppbyggingarstarfi í Þórsmörk í þættinum Sjónmáli á Rás 1 þriðjudagsmorguninn 6. maí. Rætt var um samtökin Vini Þórsmerkur, stígagerð í Mörkinni og fyrirhugaða göngubrú yfir Markarfljót.

Lesa meira

06.05.2014 : Hvetjandi myndband

Nemendur í skógfræði á meistarastigi við sænska landbúnaðarháskólann SLU í Alnarp læra um kynningar- og markaðsmál í námi sínu og hafa meðal annars tekið fyrir evrópsku skógarvikuna og spurt sig hvernig hana megi kynna betur. Þau gerðu m.a. skemmtilegt myndband til að sýna hvað þau telja rétt að leggja áherslu á.

Lesa meira

05.05.2014 : Birkikemban komin á kreik

Nú eru skordýrin að vakna til lífsins eins og aðrar lífverur í íslenskri náttúru, meðal annars birkikemban sem er nýlegur skaðvaldur á íslenskum trjám. Tegundin er að breiðast út um landið en ólíklegt er að hún hafi veruleg áhrif á íslenska birkið önnur en sjónræn.

Lesa meira

05.05.2014 : Aðalfundur Vina Þórsmerkur

Aðalfundur Vina Þórsmerkur verður haldinn mánudagskvöldið 5. maí kl. 20 í Pálsstofu í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flytur Guðmundur V. Guðmundsson verkfræðingur erindi um göngubrú á Markarfljót.

Lesa meira

02.05.2014 : Að kynna skógarmálefni

Skógarmál eru lítilvæg í stjórnmálaumræðunni í Evrópu miðað við landbúnaðarmálin, jafnvel þótt skógar og skógarnytjar hafi veruleg áhrif á bæði umhverfi og efnahagslíf. Koma þarf skýrum og einföldum skilaboðum um skógarmál á framfæri. Þetta var meðal annars rætt á fundi evrópsks samstarfsvettvangs um kynningarmál á sviði skógarmála sem haldinn var í Berlín.

Lesa meira

02.05.2014 : Grænar áherslur í skólastarfi

Fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins fjallaði um gildi útináms og fjölbreyttra kennsluhátta fyrir fjölbreytta nemendur á starfsdegi leik og grunnskólans á Hólmavík. Í haust verður sett upp fræðsludagskrá í grenndarskógi Hólmvíkinga.

Lesa meira

30.04.2014 : Sitkagreni í suðri

Af grenitegundum hefur best gengið að rækta sitkagreni hérlendis en eins og ýmsar amerískar tegundir hefur sitkagrenið mikla útbreiðslu. Skógræktarfólk af Héraði sá á liðnu hausti sitkagreni þar sem það vex hvað syðst í norðanverðri Kaliforníu.

Lesa meira

30.04.2014 : Uppalinn í skóginum

Nýráðinn skógarvörður á Vöglum ætlaði sér aldrei að feta í fótspor föður síns en er nú kominn í embættið samt sem áður og er fullur eldmóðs. Fram undan er mikil grisjun í norðlenskum skógum en sömuleiðis þarf að huga að betri aðstöðu fyrir gesti skógarins sem væntanlega fjölgar að mun með Vaðlaheiðargöngum. Rætt var við Rúnar Ísleifsson í bæjarblaðinu Vikudegi á Akureyri 30. apríl.

Lesa meira

30.04.2014 : Skógarbúskapur

Sýnt hefur verið fram á að afrakstur af hefðbundnum landbúnaðargreinum, akuryrkju og kvikfjárrækt, eykst stórlega ef skógrækt er fléttað inn í starfsemina. Ekki er ástæða til að ætla annað en þetta gildi á Íslandi eins og annars staðar. Í Evrópu starfa sérstök samtök sem stuðla að því að tré verði meira notuð á bændabýlum og að bithagar búpenings auðgaðir með trjám.

Lesa meira

28.04.2014 : Hvernig koma skógar undan vetri?

Þjóðskógarnir koma þokkalega undan vetri en nokkurt snjóbrot hefur orðið á Norðurlandi, einkum á ungu birki. Talsverður roði sést á barrtrjám sunnanlands eftir norðan skaraveður.

Lesa meira

25.04.2014 : Þingmenn vilja stórauka skógrækt

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi þar sem skorað er á stjórnvöld að stórauka skógrækt hér á landi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir koma til greina að beita skattaívilnunum til að fá lífeyrissjóði, fjárfestingarsjóði og einstaklinga til að fjárfesta í skógrækt hér á landi.

Lesa meira

25.04.2014 : Fyrirlestur um Viðey í Þjórsá

Tegundasamsetning plantna í Viðey í Þjórsá er mjög ólík því sem er á árbökkum fastalandsins í kring. Náttúrufræðingarnir Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Sigurður H. Magnússon flytja á mánudag erindi um rannsóknir á góðurfari í Þjórsá og næsta nágrenni hennar. Lesa meira
Í Stálpastaðaskógi

23.04.2014 : Heilsuefni úr greniberki

Nemi í matvælafræði á líftæknisviði við Háskóla Íslands vinnur nú að meistaraverkefni þar sem hann hugar að framleiðslu á resveratróli úr íslenskum greniberki. Mest er af efninu í plöntum sem sýktar eru af bakteríum eða sveppum.

Lesa meirabanner3