Fréttir

31.12.2013 : Metár í sölu viðar úr íslenskum skógum

Mun meira hefur verið afhent af trjáviði til Elkem á Grundartanga en áætlað var samkvæmt 10 ára samningi sem gerður var milli Skógræktarinnar og Elkem árið 2010. Alls hafa um 2.750 rúmmetrar af föstu efni verið afhentir Elkem á árinu 2013.

Lesa meira

30.12.2013 : „Getum vel séð okkur fyrir eigin jólatrjám“

Rétt fyrir jólin gerði Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austurlandi, fallega frétt um íslensk jólatré og ræddi við nokkra starfsmenn Skógræktarinnar.

Lesa meira

27.12.2013 : Skógur betri fjárfesting en hlutabréf og gull

Svo virðist sem fátt sé öruggari fjárfesting en uppvaxandi tré í ræktuðum hitabeltisskógi. Yfirleitt er hægt að treysta því að trén vaxi og alltaf er markaður fyrir trjávið og aðrar skógarafurðir. Hlutabréf sveiflast hins vegar í verði og þótt gull sé góð fjárfesting vex það ekki af sjálfu sér eins og trén.

Lesa meira

21.12.2013 : Gleðileg jól og gott nýtt ár

Skógrækt ríkisins óskar lesendum vefsins www.skogur.is gleðilegrar jólahátíðar með óskum um gæfuríkt nýtt ár. Megi það verða frjósamt og gjöfult fyrir skógrækt og annað landbótastarf á Íslandi sem annars staðar í heiminum.

Lesa meira

20.12.2013 : Skógar eru svampar

Nýjar rannsóknir á vatnabúskap í skógum og graslendi í Panama staðfesta það sem skógræktarfólk hefur þóst vita, að skógar tempra hringrás vatnsins, draga úr flóðahættu í bleytutíð og þurrkum í þurrkatíð. Lesa meira
Gömul en hraustleg broddfura, myndin tekin af neðanverðum stofninum og í baksýn sjást skógi vaxnar hæðir

19.12.2013 : Öldungarnir I: broddfura

Margt áhugafólk um tré og skóga hefur heyrt talað um eldgömlu broddfururnar í Hvítufjöllum í Kaliforníu. Sú elsta sem mælst hefur spratt af fræi um 3050 árum fyrir Krist.

Lesa meira

18.12.2013 : Sjálfboðaliðar unnu vel í Þórsmörk í sumar

Í sumar sem leið störfuðu fjölmargir erlendir sjálfboðaliðar við stígagerð og stígaviðhald í Þórsmörk og á Goðalandi. Einn sjálfboðaliðanna, breskur hjólreiðamaður, skrifar skemmtilega frásögn á vefsíðu sína um sex vikna dvöl sína við þessi þörfu störf.

Lesa meira
Ungt greni á skógræktarsvæði

13.12.2013 : Greni í skógrækt

Nauðsynlegt er að ræða hvernig best sé að nota greni í skógrækt hérlendis. Þetta var mál manna á öðrum þemafundi vetrarins í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri

Lesa meira

13.12.2013 : Þórsmörk og Goðaland

Þórsmerkursvæðið er nú ein af fallegustu náttúruperlum sem Íslendingar eiga. Segja má að gróðurfar Þórsmerkur sé líkt því gróðurfari sem klæddi um 40% landsins fyrir landnám. Þakka má samstilltu átaki Skógræktarinnar og bænda að eyðingaröflin skyldu ekki ná að ljúka verki sínu á svæðinu. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifar grein um þetta sem birtist í Dagskránni á Selfossi 12. desember 2013.

Lesa meira

13.12.2013 : Lifandi tré eða gervi

Hvort er betra fyrir umhverfið, lifandi jólatré eða gervitré? Um þetta er spurt á hverju ári þegar jólin nálgast. Niðurstaðan er alltaf að best séu trén úr íslensku skógunum.

Lesa meira

10.12.2013 : Skógarþekja í Eyjafirði nálgast 5%

Með lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni 1999 var stefnt að því að þekja skyldi skógi 5% láglendis undir 400 metrum yfir sjó. Skógarþekjan nálgast nú þetta mark í innanverðum Eyjafirði og því er svæðið vísbending um hvernig landið gæti litið út með þessu hlutfalli skógarþekju

Lesa meira

10.12.2013 : Rannsóknarstyrkir í landgræðslu og skógrækt

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir eftir umsóknum um rannsóknarstyrki í landgræðslu og skógrækt. Sérstök áhersla er lögð á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. 

Umsóknarfrestur er til 20. janúar.

Lesa meira

09.12.2013 : Skógar eru lífsins gjöf

Mývetningar halda því fram að jólasveinninn eigi heima í Dimmuborgum og því trúum við hjá Skógræktinni auðvitað. Í Dimmuborgum er líka náttúrlegur íslenskur birkiskógur. En Finnar halda því fram að heimili jólasveinsins sé í Lapplandi. Við getum kannski sagt að jólasveinarnir búi í Dimmuborgum en jólasveinninn búi í Lapplandi, svona til að treysta böndin í báðar áttir. En sá finnski er hvað sem öðru líður með sannan jólaboðskap í myndbandi sem rak á fjörur okkar. Lesa meira

09.12.2013 : Furuskógar eyðimerkurinnar

Þegar eyðimerkur Nevada og austurhluta Kaliforníu eru bornar saman við eyðimerkur Íslands, þá er einn munur sérstaklega sláandi; hvað þær fyrrnefndu eru miklu betur grónar. Gróðurinn er að vísu þyrrkingslegur en hann er nokkuð samfelldur. Mest áberandi eru runnar af körfublómaætt sem kallast á ensku rabbitbrush og sagebrush, en þeir fyrrnefndu voru blómstrandi gulum blómum þegar íslenskt skógræktarfólk fór um þessar eyðimerkur í lok september.

Lesa meira

06.12.2013 : Vinabæjartré frá Reykjavík til Þórshafnar í Færeyjum

Á dögunum fór myndarlegt sitkagreni úr Heiðmörk áleiðis til Þórshafnar í Færeyjum. Skógræktarfélag Reykjavíkur í samstarfi við Reykjavíkurborg færir Þórshafnarbúum tréð sem er tólf metra hátt og 40 sentímetrar í þvermál, ræktað upp af fræi hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi og gróðursett í Heiðmörk um 1960.

Lesa meira
Jórvík

05.12.2013 : Skógrækt verði efld

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um eflingu skógræktar sem atvinnuvegar og sameiningu stjórnsýslueininga á sviði skógræktar og landgræðslu. Lagt er til að skógrækt verði stórefld sem arðsamur atvinnuvegur, Skógræktin, Landgræðslan og landshlutabundnu skógræktarverkefnin verði sameinuð í eitt, ný lög samin um skógrækt og landgræðslu og gerð rammaáætlun til þriggja ára um eflingu skógræktar.

Lesa meira

05.12.2013 : Skógarhögg

Eftir því sem skógarnir okkar vaxa upp þarf meira að hirða um þá og í fyllingu tímans verður fjöldi fólks að störfum í nytjaskógunum við skógarhögg og endurræktun skóganna. Við stöndum nú á þeim tímamótum að skógarhögg er að orðið að atvinnugrein hérlendis. Meðal þeirra sem hafa atvinnu af skógarhöggi er Benjamín Davíðsson, skógfræðingur í Eyjafjarðarsveit. Hann segir mikil tækifæri í greininni og þau eigi bara eftir að aukast. Þetta sé hins vegar líkamlega erfið vinna, dýrt að koma sér upp nauðsynlegum búnaði og enn sem komið er áhættusamt að ráða til sín mannskap í fasta vinnu.

Lesa meira

04.12.2013 : Lesið í skóginn á Hvammstanga

Um mánaðamótin nóvember-desember var haldið námskeið á Hvammstanga í námskeiðsröðinni Lesið í skóginn. Námskeiðið hélt Skógrækt ríkisins í samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra. Á námskeiðinu var unnið með ferskt efni beint úr náttúrunni. Efni sem ella hefði orðið að garðaúrgangi var breytt í nytja- og skrautmuni með hníf og exi.

Lesa meira

04.12.2013 : Jólakötturinn

Skógrækt ríkisins tekur þátt í árlegum jólamarkaði sem haldinn verður í gróðrarstöðinni Barra laugardaginn 14. desember. Til sölu verða jólatré og skógarafurðir, kakó og vöfflur, handverk, jarðávextir, rjúkandi Rússasúpa, skata, harðfiskur, hangikjöt og ýmislegt annað góðgæti til jólanna. Skemmtiatriði verða líka flutt. Lesa meirabanner4