Fréttir

29.11.2013 : Hæsta jólatréð kom úr heimilisgarði

Hvar skyldi nú hæsta jólatréð verða fellt í ár? Undanfarnar vikur hafa torgtré og heimilistré verið felld í skógum Skógræktar ríkisins og þau eru farin að prýða götur og torg um allt land. Hæsta tréð í ár kemur reyndar úr heimilisgarði á Egilsstöðum, 47 ára tré sem stendur í miðbænum á Egilsstöðum. En margt er fallegt, stærra sem smærra, sem Skógræktin afhendir viðskiptavinum sínum fyrir þessi jól. Hér eru fregnir frá skógarvörðunum um verkefnin þessa dagana.

Lesa meira

27.11.2013 : Eftir skógarelda

Í Kootenay-þjóðgarðinum í Klettafjöllunum í suðaustanverðri Bresku-Kólumbíu eru vegsummerki eftir gríðarlegan skógareld. Hann átti sér stað árið 2003 og brunnu þá 17.000 hektarar skóga, en það er sambærilegt við um helming allra gróðursettra skóga á Íslandi. Það voru einkum stafafuruskógar sem urðu eldinum að bráð en einnig blágreni- og fjallaþinsskógar ofar í fjallshlíðunum.

Lesa meira

27.11.2013 : Borgarskógrækt

Í nýrri skýrslu sem kallast Borgarskógrækt - skógrækt í Reykjavík er lagður grundvöllur að stefnu borgarinnar í skógræktarmálum. Skýrslan er samantekt starfshóps á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fyrir greinargerð með aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030.

Lesa meira

23.11.2013 : Tímamótasamkomulag um verndun skóga

Jafnvel þótt mörgum þyki árangur loftslagsráðstefnunnar í Varsjá í Póllandi heldur lítill er vert að fagna samkomulagi sem þar náðist um að vernda skóglendi í heiminum. Í vikunni ákváðu Noregur, Bretland og Bandaríkin líka að leggja talsverða fjármuni í sjóð sem vinna á gegn eyðingu regnskóga og hvetja til skógræktar. 


Lesa meira
frett_24122011

22.11.2013 : Íslensk jólatré

Margt mælir með því að við Íslendingar reynum að verða sjálfum okkur nóg um jólatré. Það sparar auðvitað gjaldeyri en eflir líka skógrækt á Íslandi. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifar um jólatré og fer meðal annars yfir hvað hægt er að gera til að jólatrén haldi sér vel inni í stofu og felli síður barrið.

Lesa meira
Skógarhöggsmenn í Norður-Noregi við sitkagrenitré sem nýbúið er að fella.

21.11.2013 : Nytjar af sitkagreni í Noregi

Aðgerðarsinnar í Noregi berjast gegn því að sitkagreni sé ræktað í norskum skógum en skógarbændur segjast fá tuttugu prósentum meiri verðmæti af sitkagreni en fæst með norskum tegundum. Sitkagrenið bindur líka meira kolefni og stenst stórviðri vel við strendur Noregs. Sjá frétt frá NRK.

Lesa meira

20.11.2013 : Eins og á norðlenskum heiðum

Íslenskt skógræktarfólk sem var á ferð í Klettafjöllunum í haust lenti í kunnuglegu veðri, slydduéljum eins og einmitt eru algeng á norðlenskum heiðum á haustin. Gróður- og dýralíf var þó öllu fjölskrúðugra. Þröstur Eysteinsson heldur áfram að segja frá Ameríkuferð.

Lesa meira

19.11.2013 : Hús úr íslensku greni

Í haust var smíðuð og sett upp aðstaða fyrir ferðamenn við Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi. Allt ytra byrði hússins er gert úr íslenskum trjáviði, sitkagreni sem gróðursett var um 1950 á Tumastöðum í Fljótshlíð. Framboð á íslenskum trjáviði á eftir að aukast mjög á næstu árum og áratugum, segir skógarvörðurinn á Suðurlandi.
Lesa meira
frett_24122011

08.11.2013 : Ný skóglendisvefsjá

Komin er í loftið ný vefsjá yfir skóglendi á Íslandi. Þar má sjá útbreiðslu bæði ræktaðra skóga og náttúrulegs birkilendis.

Lesa meira
Vaglaskógur

07.11.2013 : Laust starf: Skógarvörður á Norðurlandi

Skógrækt ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf skógarvarðar á Norðurlandi með aðsetur á Vöglum í Fnjóskadal. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2013.

Lesa meira

05.11.2013 : Risatrén I: Risalífviður

Á stöku stað í suðurhluta Bresku Kólumbíu hafa skógarnir aldrei verið felldir og þar má sjá risatré. Þau sem vekja hvað mesta athygli á þessu svæði eru risalífviðir.

Lesa meira

01.11.2013 : Úr upplásnu landi í gróskumikið birkiskóglendi

Þórsmerkursvæðið hefur gróið upp frá því að vera uppblásið land með nokkrum kjarrivöxnum gróðurtorfum, yfir í að vera gróskumikið birkiskóglendi með einstaka rofsvæðum. Lesa meirabanner4