Fréttir

31.12.2013 : Metár í sölu viðar úr íslenskum skógum

Mun meira hefur verið afhent af trjáviði til Elkem á Grundartanga en áætlað var samkvæmt 10 ára samningi sem gerður var milli Skógræktarinnar og Elkem árið 2010. Alls hafa um 2.750 rúmmetrar af föstu efni verið afhentir Elkem á árinu 2013.

Lesa meira

30.12.2013 : „Getum vel séð okkur fyrir eigin jólatrjám“

Rétt fyrir jólin gerði Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austurlandi, fallega frétt um íslensk jólatré og ræddi við nokkra starfsmenn Skógræktarinnar.

Lesa meira

27.12.2013 : Skógur betri fjárfesting en hlutabréf og gull

Svo virðist sem fátt sé öruggari fjárfesting en uppvaxandi tré í ræktuðum hitabeltisskógi. Yfirleitt er hægt að treysta því að trén vaxi og alltaf er markaður fyrir trjávið og aðrar skógarafurðir. Hlutabréf sveiflast hins vegar í verði og þótt gull sé góð fjárfesting vex það ekki af sjálfu sér eins og trén.

Lesa meira

21.12.2013 : Gleðileg jól og gott nýtt ár

Skógrækt ríkisins óskar lesendum vefsins www.skogur.is gleðilegrar jólahátíðar með óskum um gæfuríkt nýtt ár. Megi það verða frjósamt og gjöfult fyrir skógrækt og annað landbótastarf á Íslandi sem annars staðar í heiminum.

Lesa meira

20.12.2013 : Skógar eru svampar

Nýjar rannsóknir á vatnabúskap í skógum og graslendi í Panama staðfesta það sem skógræktarfólk hefur þóst vita, að skógar tempra hringrás vatnsins, draga úr flóðahættu í bleytutíð og þurrkum í þurrkatíð. Lesa meira
Gömul en hraustleg broddfura, myndin tekin af neðanverðum stofninum og í baksýn sjást skógi vaxnar hæðir

19.12.2013 : Öldungarnir I: broddfura

Margt áhugafólk um tré og skóga hefur heyrt talað um eldgömlu broddfururnar í Hvítufjöllum í Kaliforníu. Sú elsta sem mælst hefur spratt af fræi um 3050 árum fyrir Krist.

Lesa meira

18.12.2013 : Sjálfboðaliðar unnu vel í Þórsmörk í sumar

Í sumar sem leið störfuðu fjölmargir erlendir sjálfboðaliðar við stígagerð og stígaviðhald í Þórsmörk og á Goðalandi. Einn sjálfboðaliðanna, breskur hjólreiðamaður, skrifar skemmtilega frásögn á vefsíðu sína um sex vikna dvöl sína við þessi þörfu störf.

Lesa meira
Ungt greni á skógræktarsvæði

13.12.2013 : Greni í skógrækt

Nauðsynlegt er að ræða hvernig best sé að nota greni í skógrækt hérlendis. Þetta var mál manna á öðrum þemafundi vetrarins í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri

Lesa meira

13.12.2013 : Þórsmörk og Goðaland

Þórsmerkursvæðið er nú ein af fallegustu náttúruperlum sem Íslendingar eiga. Segja má að gróðurfar Þórsmerkur sé líkt því gróðurfari sem klæddi um 40% landsins fyrir landnám. Þakka má samstilltu átaki Skógræktarinnar og bænda að eyðingaröflin skyldu ekki ná að ljúka verki sínu á svæðinu. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifar grein um þetta sem birtist í Dagskránni á Selfossi 12. desember 2013.

Lesa meira

13.12.2013 : Lifandi tré eða gervi

Hvort er betra fyrir umhverfið, lifandi jólatré eða gervitré? Um þetta er spurt á hverju ári þegar jólin nálgast. Niðurstaðan er alltaf að best séu trén úr íslensku skógunum.

Lesa meira

10.12.2013 : Skógarþekja í Eyjafirði nálgast 5%

Með lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni 1999 var stefnt að því að þekja skyldi skógi 5% láglendis undir 400 metrum yfir sjó. Skógarþekjan nálgast nú þetta mark í innanverðum Eyjafirði og því er svæðið vísbending um hvernig landið gæti litið út með þessu hlutfalli skógarþekju

Lesa meira

10.12.2013 : Rannsóknarstyrkir í landgræðslu og skógrækt

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir eftir umsóknum um rannsóknarstyrki í landgræðslu og skógrækt. Sérstök áhersla er lögð á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. 

Umsóknarfrestur er til 20. janúar.

Lesa meira

09.12.2013 : Skógar eru lífsins gjöf

Mývetningar halda því fram að jólasveinninn eigi heima í Dimmuborgum og því trúum við hjá Skógræktinni auðvitað. Í Dimmuborgum er líka náttúrlegur íslenskur birkiskógur. En Finnar halda því fram að heimili jólasveinsins sé í Lapplandi. Við getum kannski sagt að jólasveinarnir búi í Dimmuborgum en jólasveinninn búi í Lapplandi, svona til að treysta böndin í báðar áttir. En sá finnski er hvað sem öðru líður með sannan jólaboðskap í myndbandi sem rak á fjörur okkar. Lesa meira

09.12.2013 : Furuskógar eyðimerkurinnar

Þegar eyðimerkur Nevada og austurhluta Kaliforníu eru bornar saman við eyðimerkur Íslands, þá er einn munur sérstaklega sláandi; hvað þær fyrrnefndu eru miklu betur grónar. Gróðurinn er að vísu þyrrkingslegur en hann er nokkuð samfelldur. Mest áberandi eru runnar af körfublómaætt sem kallast á ensku rabbitbrush og sagebrush, en þeir fyrrnefndu voru blómstrandi gulum blómum þegar íslenskt skógræktarfólk fór um þessar eyðimerkur í lok september.

Lesa meira

06.12.2013 : Vinabæjartré frá Reykjavík til Þórshafnar í Færeyjum

Á dögunum fór myndarlegt sitkagreni úr Heiðmörk áleiðis til Þórshafnar í Færeyjum. Skógræktarfélag Reykjavíkur í samstarfi við Reykjavíkurborg færir Þórshafnarbúum tréð sem er tólf metra hátt og 40 sentímetrar í þvermál, ræktað upp af fræi hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi og gróðursett í Heiðmörk um 1960.

Lesa meira
Jórvík

05.12.2013 : Skógrækt verði efld

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um eflingu skógræktar sem atvinnuvegar og sameiningu stjórnsýslueininga á sviði skógræktar og landgræðslu. Lagt er til að skógrækt verði stórefld sem arðsamur atvinnuvegur, Skógræktin, Landgræðslan og landshlutabundnu skógræktarverkefnin verði sameinuð í eitt, ný lög samin um skógrækt og landgræðslu og gerð rammaáætlun til þriggja ára um eflingu skógræktar.

Lesa meira

05.12.2013 : Skógarhögg

Eftir því sem skógarnir okkar vaxa upp þarf meira að hirða um þá og í fyllingu tímans verður fjöldi fólks að störfum í nytjaskógunum við skógarhögg og endurræktun skóganna. Við stöndum nú á þeim tímamótum að skógarhögg er að orðið að atvinnugrein hérlendis. Meðal þeirra sem hafa atvinnu af skógarhöggi er Benjamín Davíðsson, skógfræðingur í Eyjafjarðarsveit. Hann segir mikil tækifæri í greininni og þau eigi bara eftir að aukast. Þetta sé hins vegar líkamlega erfið vinna, dýrt að koma sér upp nauðsynlegum búnaði og enn sem komið er áhættusamt að ráða til sín mannskap í fasta vinnu.

Lesa meira

04.12.2013 : Lesið í skóginn á Hvammstanga

Um mánaðamótin nóvember-desember var haldið námskeið á Hvammstanga í námskeiðsröðinni Lesið í skóginn. Námskeiðið hélt Skógrækt ríkisins í samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra. Á námskeiðinu var unnið með ferskt efni beint úr náttúrunni. Efni sem ella hefði orðið að garðaúrgangi var breytt í nytja- og skrautmuni með hníf og exi.

Lesa meira

04.12.2013 : Jólakötturinn

Skógrækt ríkisins tekur þátt í árlegum jólamarkaði sem haldinn verður í gróðrarstöðinni Barra laugardaginn 14. desember. Til sölu verða jólatré og skógarafurðir, kakó og vöfflur, handverk, jarðávextir, rjúkandi Rússasúpa, skata, harðfiskur, hangikjöt og ýmislegt annað góðgæti til jólanna. Skemmtiatriði verða líka flutt. Lesa meira

29.11.2013 : Hæsta jólatréð kom úr heimilisgarði

Hvar skyldi nú hæsta jólatréð verða fellt í ár? Undanfarnar vikur hafa torgtré og heimilistré verið felld í skógum Skógræktar ríkisins og þau eru farin að prýða götur og torg um allt land. Hæsta tréð í ár kemur reyndar úr heimilisgarði á Egilsstöðum, 47 ára tré sem stendur í miðbænum á Egilsstöðum. En margt er fallegt, stærra sem smærra, sem Skógræktin afhendir viðskiptavinum sínum fyrir þessi jól. Hér eru fregnir frá skógarvörðunum um verkefnin þessa dagana.

Lesa meira

27.11.2013 : Eftir skógarelda

Í Kootenay-þjóðgarðinum í Klettafjöllunum í suðaustanverðri Bresku-Kólumbíu eru vegsummerki eftir gríðarlegan skógareld. Hann átti sér stað árið 2003 og brunnu þá 17.000 hektarar skóga, en það er sambærilegt við um helming allra gróðursettra skóga á Íslandi. Það voru einkum stafafuruskógar sem urðu eldinum að bráð en einnig blágreni- og fjallaþinsskógar ofar í fjallshlíðunum.

Lesa meira

27.11.2013 : Borgarskógrækt

Í nýrri skýrslu sem kallast Borgarskógrækt - skógrækt í Reykjavík er lagður grundvöllur að stefnu borgarinnar í skógræktarmálum. Skýrslan er samantekt starfshóps á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fyrir greinargerð með aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030.

Lesa meira

23.11.2013 : Tímamótasamkomulag um verndun skóga

Jafnvel þótt mörgum þyki árangur loftslagsráðstefnunnar í Varsjá í Póllandi heldur lítill er vert að fagna samkomulagi sem þar náðist um að vernda skóglendi í heiminum. Í vikunni ákváðu Noregur, Bretland og Bandaríkin líka að leggja talsverða fjármuni í sjóð sem vinna á gegn eyðingu regnskóga og hvetja til skógræktar. 


Lesa meira
frett_24122011

22.11.2013 : Íslensk jólatré

Margt mælir með því að við Íslendingar reynum að verða sjálfum okkur nóg um jólatré. Það sparar auðvitað gjaldeyri en eflir líka skógrækt á Íslandi. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifar um jólatré og fer meðal annars yfir hvað hægt er að gera til að jólatrén haldi sér vel inni í stofu og felli síður barrið.

Lesa meira
Skógarhöggsmenn í Norður-Noregi við sitkagrenitré sem nýbúið er að fella.

21.11.2013 : Nytjar af sitkagreni í Noregi

Aðgerðarsinnar í Noregi berjast gegn því að sitkagreni sé ræktað í norskum skógum en skógarbændur segjast fá tuttugu prósentum meiri verðmæti af sitkagreni en fæst með norskum tegundum. Sitkagrenið bindur líka meira kolefni og stenst stórviðri vel við strendur Noregs. Sjá frétt frá NRK.

Lesa meira

20.11.2013 : Eins og á norðlenskum heiðum

Íslenskt skógræktarfólk sem var á ferð í Klettafjöllunum í haust lenti í kunnuglegu veðri, slydduéljum eins og einmitt eru algeng á norðlenskum heiðum á haustin. Gróður- og dýralíf var þó öllu fjölskrúðugra. Þröstur Eysteinsson heldur áfram að segja frá Ameríkuferð.

Lesa meira

19.11.2013 : Hús úr íslensku greni

Í haust var smíðuð og sett upp aðstaða fyrir ferðamenn við Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi. Allt ytra byrði hússins er gert úr íslenskum trjáviði, sitkagreni sem gróðursett var um 1950 á Tumastöðum í Fljótshlíð. Framboð á íslenskum trjáviði á eftir að aukast mjög á næstu árum og áratugum, segir skógarvörðurinn á Suðurlandi.
Lesa meira
frett_24122011

08.11.2013 : Ný skóglendisvefsjá

Komin er í loftið ný vefsjá yfir skóglendi á Íslandi. Þar má sjá útbreiðslu bæði ræktaðra skóga og náttúrulegs birkilendis.

Lesa meira
Vaglaskógur

07.11.2013 : Laust starf: Skógarvörður á Norðurlandi

Skógrækt ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf skógarvarðar á Norðurlandi með aðsetur á Vöglum í Fnjóskadal. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2013.

Lesa meira

05.11.2013 : Risatrén I: Risalífviður

Á stöku stað í suðurhluta Bresku Kólumbíu hafa skógarnir aldrei verið felldir og þar má sjá risatré. Þau sem vekja hvað mesta athygli á þessu svæði eru risalífviðir.

Lesa meira

01.11.2013 : Úr upplásnu landi í gróskumikið birkiskóglendi

Þórsmerkursvæðið hefur gróið upp frá því að vera uppblásið land með nokkrum kjarrivöxnum gróðurtorfum, yfir í að vera gróskumikið birkiskóglendi með einstaka rofsvæðum. Lesa meira

30.10.2013 : Sitkalús á höfuðborgarsvæðinu

Strax í vor mátti sjá merki um sitkalús á stöku trjám á höfuðborgarsvæðinu sem benti til þess að gera mætti ráð fyrir faraldri nú í haust. Lesa meira

24.10.2013 : Kalamalka rannsóknastöðin

Íslenskur hópur sem heimsótti Kalamalka rannsóknastöðin í Vernon í september sl. fékk þar góðar móttökur og fræðslu um starfsemina.

Lesa meira

23.10.2013 : Landnámssaga nýrra liðdýrategunda sem lifa á trjám og runnum á Íslandi

Í nýjasta hefti Icelandic Agricultural Sciences er grein um ný skordýr á trjám og runnum á Íslandi en þrír sérfræðingar á Rannsóknastöð skógræktar eru meðhöfundar að greininni.

Lesa meira

16.10.2013 : Furubjallan

Í lok september og byrjun október sl. fór starfsfólk Héraðs- og Austurlandsskóga, ásamt sviðsstjóra þjóðskóga Skógræktar ríkisins, í tveggja vikna kynnisferð um skóga og þjóðgarða í vestanverðri N-Ameríku. Í sunnanverðri Bresku Kólumbíu í Kanada sáust greinileg merki eyðileggingar á stafafuruskógum af völdum barkbjöllu sem einkum herjar á furur. Lesa meira
frett_29102009(7)

15.10.2013 : Rjúpnaveiði á jörðum Skógræktar ríkisins

Vegna fréttar um forkaupsrétt starfsmanna Skógræktar ríkisins á rjúpnaveiðileyfum á jörðum stofnunarinnar, vill skógræktarstjóri árétta eftirfarandi: Lesa meira
DSC07820_bb

15.10.2013 : Alþjóðleg ráðstefna  um landgræðsluskógrækt

Rannsóknastöð skógræktar heldur í næstu viku alþjóðlega ráðstefnu um landgræðsluskógrækt á Hótel Hvolsvelli í næstu viku eða dagana 24.-25. október.

Lesa meira

14.10.2013 : Áhrif loftslagsbreytinga á skóga rædd á Hallormsstað

Ráðstefna á vegum NordGen Skog, Northern forests in a changing climate, var haldin á Hallormsstað í september. Lesa meira

03.10.2013 : Litla ljóðahátíðin í Hallormsstaðaskógi

Þann 19. september fór Litla ljóðahátíðin fram í Hallormsstaðaskógi. Gengið var um skóginn með kyndla, kveiktur var bálköstur og boðið upp á ketilkaffi.

Lesa meira

27.09.2013 : Norræna skógarsögu ráðstefnan

Dagana 11.-15. september sl. var haldin í Reykjavík norræn ráðstefnan um skóga og skógarsögu.

Lesa meira

27.09.2013 : Sauðfé af Almenningum gekk á Þórsmörk

Fé var smalað af Þórsmörk í byrjun september og kom í ljós að fé hafði verið á beit víða á Mörkinni í sumar.

Lesa meira

12.09.2013 : Ný skógræktarbók: Skógarauðlindin

Ný og glæsileg skógræktarbók Skógarauðlindin – ræktun, umhirða og nýting er komin út. Bókin hentar skógarbændum, ásamt öllum þeim sem áhuga hafa á skógrækt.

Lesa meira

04.09.2013 : Skógarferð Þjórsárskóla

Í síðustu viku fóru nemendur og starfsfólk Þjórsárskóla í sína árlegu haustferð í þjóðskóginn í Þjórsárdal.

Lesa meira
Lerki á Hallormsstað.

02.09.2013 : Ráðstefna: Innflutningur og notkun erlendra trjátegunda til skógræktar

Föstudaginn 13. september nk. verður haldin ráðstefna um skóga og skógarminjar „Nordic Forest History Conference” á Grand Hótel í Reykjavík. Áhugafólk um efnið er velkomið á ráðstefnuna án endurgjalds svo lengi sem húsrúm leyfir.

Lesa meira

29.08.2013 : Ber og sveppir

Ætlar þú að tína sveppi eða ber nú í haust? Ber og sveppir finnast víða í þjóðskógum landsins.

Lesa meira

26.08.2013 : Skoðar trén sem hann gróðursetti fyrir 58 árum

Í liðinni viku heimsótti norskur maður, Eigil Tettli frá Follafoss í Þrændalögum, sunnlenska skóga í leit að trjám sem hann hafði unnið við að gróðursetja fyrir 58 árum.

Lesa meira

20.08.2013 : Hlustað eftir eldgosum í skógum

Skógar skapa skjól. Þetta þekkja landsmenn sem flykkjast í skóga til að njóta skjóls og útiveru í ýmiskonar veðri. Nú hafa vísindamenn nýtt sér skjól skóganna til að hlusta eftir eldgosum eða öðrum náttúruhamförum.

Lesa meira

19.08.2013 : Ársrit Skógræktar ríkisins er komið út

Í sumar kom út Ársrit Skógræktar ríkisins fyrir árið 2012. Ritið má nálgast í rafrænni útgáfu hér á skogur.is eða kaupa pappírseintakið í áskrift. 

Lesa meira
frett_21102008_12

15.08.2013 : Tré ársins

Skógræktarfélag Íslands útnefnir alaskaösp í garðinum á Freyshólum á Völlum Fljótsdalshéraði Tré ársins 2013 við hátíðlega athöfn, sunnudaginn 18. ágúst kl. 14.

Lesa meira
Lerki á Valþjófsstaðanesi.

13.08.2013 : Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands árið 2013 verður haldinn 23.-25. ágúst í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund í Garðabæ. 

Lesa meira
arnor

09.08.2013 : Forstöðumaður í rannsóknaleyfi

Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, er farinn í rannsóknaleyfi fram á næsta vor. Arnór Snorrason, skógfræðingur, leysir Aðalstein af.

Lesa meira
25072013-(10)

25.07.2013 : Góður gangur í stígaviðhaldi á Þórsmörk

Undanfarnar vikur hefur fjöldi erlendra sjálfboðaliða starfað að stígaviðhaldi á Þórsmörk og Goðalandi. Nú þegar hafa hóparnir skilað rúmlega 100 vikna vinnu, eða tveimur ársverkum og lokið við yfirferð á nokkrum fjölförnustu köflum á Þórsmerkursvæðinu.

Lesa meira
Skógardagsgestir fylgjast með töframanninum Ingó.

24.06.2013 : Vel heppnaður Skógardagur

Skógardagurinn mikli var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri í  9. sinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi um helgina.

Lesa meira
SR_Skogardagslogo2013

21.06.2013 : Skógardagurinn mikli

Á morgun verður Skógardagurinn mikli, árleg skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga, Skógræktarfélags Austurlands og Skógræktar ríkisins, haldinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi.

Lesa meira
Óskatré framundan: Á þessari sýningu má hoppa á verkunum.

20.06.2013 : Klifra má og leika sér í listaverkunum

Um liðna helgi opnaði í trjásafninu í Hallormsstaðaskógi listsýningin „Óskatré framundan“. Opnunin fór fram í miklu blíðviðri að viðstöddu fjölmenni.

Lesa meira
Á Mógilsá

14.06.2013 : Útgáfa: Rit Mógilsár

Út er komið nýtt tölublað af Riti Mógilsár. Tölublað þetta er samansafn greina af Fagráðstefnu skógræktar sem haldin var á Hallormsstað í mars sl. Lesa meira

13.06.2013 : Óvenjulegur sýningarsalur listamanna

Á laugardaginn opnar formlega listsýningin Óskatré framundan í trjásafninu á Hallormsstað.
Lesa meira
12062013-(2)

12.06.2013 : Samkeppni um áningarstaði í þjóðskógunum

Miðvikudaginn 5. júní sl. voru kynnt úrslit í samkeppni um hönnun áningarstaða í þjóðskógum Skógræktar ríkisins. Margar áhugaverðar tillögur bárust og var tillaga Arkís valin af dómnefnd keppninnar.

Lesa meira
DSC07789_bb

07.06.2013 : Fundað með ráðuneyti á Laugarvatni

Mánudaginn 3. júní sl. fór fram á Laugarvatni samráðsfundur Skógræktar ríkisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Lesa meira
29052013

29.05.2013 : Gagnagrunnur fyrir ræktaðan skóg á Íslandi

Gerður hefur verið staðlaður og samræmdur landfræðilegur gagnagrunnur fyrir ræktað skóglendi á Íslandi. Lesa meira
23052013

23.05.2013 : Skógrækt í græna hagkerfinu

Út er komin á vegum Sameinuðu þjóðanna skýrslan: Forest and Economic Development: A driver for the green economy in the ECE region.

Lesa meira
22052013-(1)

22.05.2013 : Tilraun: Þurrkun og kögglun úr íslenskum grisjunarvið

Síðastliðið sumar var gerð tilraun með kögglun á lerki og stafafuru.

Lesa meira
13052013-(1)

13.05.2013 : Lerkibolir á leið þvert yfir landið

Á Egilsstöðum var á ferðinni flutningabíll hlaðinn 40 rúmmetrum af lerkibolum úr Hafursárskógi á leið til Elkem á Grundartanga.

Lesa meira
08052013

08.05.2013 : Tillit tekið til kröfu um yfirítölunefnd

Ítölunefnd um Almenninga norðan Þórsmerkur komst að þeirri niðurstöðu að leyfa ætti þar sumarbeit nokkurs fjölda fjár. Samkvæmt lögum er hægt að krefjast yfirítölumats séu menn ekki sáttir við niðurstöðu ítölumats og það gerði Skógrækt ríkisins.

Lesa meira
06052013-(2)

06.05.2013 : Ný aldursákvörðun fornskógar

Drumbabót, fornskógurinn á Markarfljótsaurum, eyddist í jökulhlaupi veturinn 822-23 e.Kr. samkvæmt nýjum aldursgreiningarniðurstöðum.

Lesa meira
SR_Skogardagslogo2013

02.05.2013 : Styttist í Skógardaginn mikla

Skógardagurinn mikli verður haldinn hátíðlegur á Hallormsstað þann 22. júní nk. Takið daginn frá.

Lesa meira
Áningarstaður í Stálpastaðarskógi

19.04.2013 : Hönnunarsamkeppni

Skógrækt ríkisins býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdarkeppni) um hönnun á áningarstöðum í þjóðskógum Skógræktar ríkisins.

Lesa meira
Heimsókn sendiherra Noregs, 5 apríl 2011

17.04.2013 : Fræðafundur: Skógrækt og umhverfi

Fræðafundur í húsnæði Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi föstudaginn 24. maí n.k.

Lesa meira
15042013

15.04.2013 : Nemendur heimsækja Skorradal

Nemendur annars árs starfsmenntabrautar við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, auk fjarnema við skólann, heimsóttu Skógrækt ríkisins í Skorradal síðastliðinn föstudag.

Lesa meira
09042013_b

09.04.2013 : Fimmtíu ár frá aprílhreti

Dagsetning sem allt íslenskt skógræktarfólk þekkir vel er 9. apríl 1963. Þann dag gekk snarpt hret yfir landið og lækkaði hitastig víða um land úr u.þ.b. 7° allt niður í -12° á innan við sólarhring.

Lesa meira
Í Stálpastaðaskógi

08.04.2013 : Tilraunaglasið: Íslensk skógarúttekt

Þátturinn Tilraunaglasið á Rás 2 var í lok síðustu viku helgaður rannsóknum á trjám og skógi. Rætt var við Arnór Snorrason, Guðna Þorstein Arnþórsson og Þröst Eysteinsson, starfsmenn Skógræktar ríkisins.

Lesa meira
Í Hallormsstaðarskógi í mars 2011

02.04.2013 : Vesturlandsskógar: Starf framkvæmdastjóra laust

Starf framkvæmdastjóra Vesturlandsskóga er laust til umsóknar. Starfið fellst í umsjón og rekstri Vesturlandsskóga sem er landshlutaverkefni á sviði nytjaskógræktar sem starfrækt hefur verið frá ársbyrjun 2000.

Lesa meira
Esjan séð frá Mógilsá

25.03.2013 : Útgáfa: Rit Mógilsár

Ritið er að þessu sinni eftir þá Arnór Snorrason og Björn Traustason og nefnist Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar.

Lesa meira
P4130093_b

21.03.2013 : Að meðaltali 81 starf frá aldamótum

Alls hafa orðið til 81,4 ársverk á tímabilinu 2001 – 2010 fyrir tilstuðlan landshlutaverkefnanna í skógrækt um allt land.

Lesa meira
Í Grundarreit

21.03.2013 : Hvað eru mörg tré á Íslandi?

Í skógunum sem ræktaðir hafa verið síðastliðin 114 ár standa nú um 56 milljónir gróðursettra trjáa á 37.900 ha lands. Að auki er að finna í þessum skógum um 12 milljónir af sjálfsáðum trjáplöntum, aðallega íslenskt birki.

Lesa meira
Stefna-forsida

20.03.2013 : Viðtalsþáttur um skógrækt á Íslandi

Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, var gestur Einars K. Guðfinnssonar í þættinum Auðlindakistunni á ÍNN í síðustu viku. Lesa meira
Gengið um Hallormsstaðaskóg.

20.03.2013 : Alþjóðlegur dagur skóga á morgun

Í desember sl. ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að framvegis skuli 21. mars vera alþjóðlegur dagur skóga.

Lesa meira
19032013

19.03.2013 : Skógarvörðurinn á Vöglum trúnaðarmaður ársins

Sigurður Skúlason, skógarvörður á Vöglum og trúnaðarmaður hjá Skógrækt ríkisins, var valinn trúnaðarmaður ársins á aðalfundi SFR fyrir helgi.

Lesa meira
Á Mógilsá

19.03.2013 : Útgáfa: Rit Mógilsár

Út er komið nýtt, fjölbreytt og veglegt hefti Rits Mógilsár. Í því eru 16 greinar skrifaðar um efni fyrirlestra af Fagráðstefnu skógræktar 2012.

Lesa meira
18032013-(1)

18.03.2013 : Forvitinn um hvernig nýta má efni úr náttúrunni til húsgagnagerðar

Þrír þátttakendur á námskeiði í húsgagnagerð hjá LBHÍ og Skógrækt ríkisins voru teknir tali. 

Lesa meira
13032013

13.03.2013 : Minning: Sigvaldi Ásgeirsson

Fallinn er frá fyrir aldur fram Sigvaldi Ásgeirsson skógfræðingur, framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga og skógarbóndi á Vilmundarstöðum í Borgarfirði.

Lesa meira
12032013-(15)

12.03.2013 : Grisjað á Tumastöðum

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að grisjun á starfsstöð Skógræktarinnar á Tumastöðum.

Lesa meira
12032013-(5)

12.03.2013 : Grisjað í Skorradal

Á meðan óveður var um allt í síðustu viku og víða ófært, grisjuðu starfsmenn Vesturlandsdeildar á Stálpastöðum í Skorradal í ágætu veðri. 

Lesa meira

06.03.2013 : Viltu selja timbur? 

Skógrækt ríkisins óskar eftir að kaupa íslenskt grisjunartimbur. Samið er sérstaklega í hverju tilfelli en verð fer eftir vegalengd frá Grundartanga, kostnaði við flutning, rakainnihaldi viðarins og kurlun.
Lesa meira
01032013

01.03.2013 : Landsýn: Vísindaþing landbúnaðarins

Ráðstefnan verður haldin í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri föstudaginn 8. mars 2013. Fjallað verður um loftslagsbreytingar, afréttir, ferðaþjónustu og heimaframleiðslu matvæla.

Lesa meira
26022013-(2)

26.02.2013 : Fyrsta tréð á Íslandi til að rjúfa 25 metra múrinn

Á Kirkjubæjarklaustri vex gróskumikill skógur í brekkunum ofan við byggðina. Nýverið mældi skógarvörðurinn á Suðurlandi hæstu trén í skóginum og reyndist eitt þeirra vera 25,2 m á hæð.

Lesa meira
21022013-(1)

21.02.2013 : Ferskar viðarnytjar og tálgutækni á Snæfoksstöðum

Um fyrri helgi var haldið enn eitt húsgagnagerðarnámskeiðið hjá Landbúnaðarháskólanum í samvinnu við Skógrækt ríkisins.

Lesa meira
19022013-(2)

19.02.2013 : Tálgað í tré í Hólmavík

Fræðslumiðstöð Vestfjarða hélt námskeiðið Lesið í skóginn - tálgað í tré í samvinnu við Skógrækt ríkisins síðustu helgi. Lesa meira
Stefna-forsida

18.02.2013 : Skógar á Íslandi: Stefna á 21. öld

Í febrúar 2013 gaf Skógrækt ríkisins, í samstarfi við alla aðila skógræktargeirans, út stefnu í skógrækt á Íslandi á 21. öld.  Lesa meira
Gongustafur

14.02.2013 : Húsgagnagerð úr skógarefni

Um þessar mundir býður Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands upp á spennandi námskeið í húgagnagerð úr skógarefni, bæði á Snæfoksstöðum og Hallormsstað.

Lesa meira
08022013-(1)

08.02.2013 : Grisjað í Reykjarhólsskógi

Verið er að grisja í Reykjarhólsskógi í Skagafirði þessa dagana.

Lesa meira
Lerki á Hallormsstað.

05.02.2013 : Fagráðstefna: Opnað fyrir skráningu

Fagráðstefna skógræktar 2013 fer fram á Hallormsstað dagana 12.- 14. mars. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu þátttakenda á ráðstefnuna.

Lesa meira
31012013

31.01.2013 : Fundað um þjóðskógana á Héraði

Skógarverðir og aðrir starsfmenn sem koma að þjóðskógunum, funda í dag á aðalskrifstofu Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum.

Lesa meira
22012013

22.01.2013 : Skógurinn betri en ræktin

Rannsóknaniðurstöður benda til mikilla jákvæðra áhrifa göngu í skógi á andlega líðan fólks.

Lesa meira
17012013

17.01.2013 : Nýtt netverkefni á sviði svepparannsókna

Í lok síðasta árs fékk netverkefnið NEFOM (North European Forest Mycologist) styrk frá SNS/EFINORD. Markmið verkefnisins er að styrkja samstarf rannsóknarhópa á Norðurlöndum er vinna að rannsóknum á sveppum í skógarvistkerfum.

Lesa meira
Eldur undir ketilkaffi á Hafursá.

15.01.2013 : Málþing um gróðurelda

Fer fram í Borgarbyggð fimmtudaginn 17. janúar. Aðgangur er ókeypis og málþingið verður í beinni útsendingu á netinu.

Lesa meira
frett_17032011

14.01.2013 : Landsýn, vísindaþing landbúnaðarins

Ráðstefnan verður haldin í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri föstudaginn 8. mars 2013, kl. 9:30 til 17:00. Nú þegar hafa borist ágrip af nokkrum erindum og hugmyndir að öðrum. En betur má ef duga skal.

Lesa meira
10012013

10.01.2013 : Stefnumörkun um skógrækt afhent ráðherra

Starfshópur, undir formennsku Jóns Loftssonar skógræktarstjóra, sem unnið hefur að gerð stefnumótunar í skógrækt hefur skilað tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra. Lesa meira
Dagatal_2013_forsida

09.01.2013 : Dagatal ársins 2013

Út er komið dagatal Skógræktar ríkisins fyrir árið 2013 og er rafræn útgáfa þess aðgengileg hér á skogur.is.

Lesa meira
07012013-1

07.01.2013 : Grisjunarviður fluttur þvert yfir landið

Stuttu fyrir jól voru sendir tæplega 40 rúmmetrar af grisjunarviði úr lerkiskóginum í Mjóanesi á Fljótsdalshéraði til Elkem á Grundartanga.

Lesa meira
03012013

03.01.2013 : Nýárskveðja

Skógrækt ríkisins sendir skógræktarfólki og landsmönnum öllum bestu nýárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á liðnu ári.

Lesa meirabanner3